Tíminn - 18.06.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.06.1943, Blaðsíða 2
254 TÍMIM, föstuclagiim 18. júní 1943 64. blað Svningarskáli mvndiistarmanna Skálínn bætir bæði úr þöri listamannanna og æskulýðsins Myndlistarmenn og Skemmtifélag góðtemplara bauð tíðindamönnum blaða og útvarps og nokkrum embættis- mönnum til kaffidrykkju í Sýningarskálanum við Kirkju- stræti á þriðjudaginn. Skýrðu þeir Jón Þorleifsson, for- maður Félags myndlistarmanna, og Freymóður Jóhanns- son, varaformaður Skemmtifélags góðtemplara, frá ýmsu varðandi byggingu skálans og fyrirhugaða notkun hans. Sýningarskálinn var sem kunnugt er reistur síðastliðið haust. Nam byggingarkostnaður nokkuð yfir 200 þúsund krónur. Lóðina, sem skálinn stendur á, á ríkissjóður og lánaði dóms- og kirkj umálaráðherra (Jakob Möller) hana skilyrðislaust í fimm ár, og ádráttur mun hafa verið veittur um það að leyíi þetta yrði framlengt, svo að eigi þurfi til þess að koma að rýma verði lóðina eftir svo skamman tíma. Á þessum stað er eigi fyrirhugað að reisa neina byggingu í framtiðinni,, heldur á að stækka þinghúsgarðinn sem þessu nemur, og eru þá fleiri hús á sömu lóð, er víkja verða og eðlilegt er að víki sam- tímis. Vegna nábýlisins við þing- húsið bar ríkisstj órnin bygging- arleyfið undir forseta þingsins og formenn þingflokkanna, og samþykktu þeir þessa ráða- breytni. Eftir að skálinn var fullger var hafizt handa um listasýn- semi hans hafi verið í bezta lagi, og ríflegar skaðabætur í ofanálag. Hér á íslandi getur slíkur maður farið til stærsta stjórn- málaflokksins, fengið hjá hon- um öruggt þingsæti og gerzt fulltrúi á löggjafarsamkundu þjóðarinnar. Hann getur m. ö. o. gengið beint úr knæpunni og fylgilagi við dauðadrukkna sjó- liða inn í þingsalinn, þar sem mikilsverðustu mál' þjóðarinnar eru ráðin. Er ekki eitthvað bogið við sið- ferðisþroska þjóðarinnar, þegar slíkt getur átt sér stað? Þörfn- umst vér ekki hærra siðgæðis í opinberu lífi en umrætt dæmi sýnir? Er vanþörf á því fyrir al- þýðuna að rísa úr drunganum og deyfðinni og gera hærri sið- gæðiskröfur til forráðamanna sinna? Er ekki nógu lengi sofið? Sú þjóð, sem ekki gerir næg- ar siðgæðiskröfur til forráða- manna sinna, mun aldrei halda frelsi sínu til lengdar. Spilling forráðamannanna dregur hana ofan í svaðið. Þ. Þ'. ingu, er langflestir listamenn landsins tóku þátt í, þótt raun- ar væru nokkrir, er skárust úr leik. Hefir því miður viljað við brenna talsverð sundurþykkja meðal listamanna okkar og hef- ir þess líka gætt nokkuð í hópi málaranna. Til þess að standast þann mikla kostnað, er bygging skól- ans hafði í för með sér, var af- ráðið að leigja húsið til ann- arra nota en listsýninga, enda munu fáir listamenn óska eftir að hafa þar listsýningar að sumarlagi. Til þess að tryggja það, að skálinn yrði eigi notað- ur til annarra skemmtana en þeirra, er vel máttu sæmandi teljast, afréðu myndlistarmenn að leigja hann Skemmtifélagi góðtemplara, er var öðrum bet- ur treystandi að hafa þar góðan aga og hæfilegt eftirlit með samkvæmisháttum og var auk þess þaulvant að standa fyrir samkomum, er þótt hafa til menningarauka. Með þessum hætti var jafnframt að nokkru leyti bætt úr mjög brýnni þörf fyrir samkomuhús, þar sem vandað var til umgengnisvenja og íslenzkt æskufólk gat átt sér griðastað, firrt ágangi útlends aðskotalýðs. Myndlistarmenn settu þó það skilyrði, að þrjá mánuði á ári, 'þá er þeir sjálfir kysu, yrði ■ skálinn notaður til listsýninga, | en auk þess gætu þeir eftir samkomulagi fengið skálann til sýninga um skamman tíma, svo sem varð um brezku sýninguna, sem nú er nýlokið. í byrjun maímánaðar hófst svo veitingarekstur í skálanum, með samkomum og fundahöld- um á kvöldin, sem Skemmtifé- lag góðtemplara sá um sam- kvæmt áðurnefndum samningi. Tók Jónas Lárusson, góðkunnur veitingamaður, að sér veitingar. Hefir hann ýmislegt gert, er sýnir, að honum er annt um skálann, meðal annars látið gróðursetja blóm meðfram stéttunum fyrir framan hann. Strangar reglur hafa verið sett- ar um framkomu í skálanum, og má þangað til dæmis enginn maður ölvaður koma né neyta áfengis þar inni, og fleiri slíkar reglur, sem til bættra sam- kvæmishátta horfa, eru þar í gildi. Erlendir hermenn mega ekki koma þar. Hefir aðsókn verið mjög mikil að öllum skemmtunum í skálanum. I Þegar haustar, er ráðgert að ■sýningar listamanna hefjist. Mun hin fyrsta eiga að hefjast 1. septembermánaðar. Eru þá ráðgerðar sex sýningar, og standi hver þeirra hálfan mán- uð. Um sumar sýninganna mundu fleiri en einn listamaður sameinast. Eru það þessir 1 menn, sem ráðgert er að sýni í haust: Þorvaldur Skúlason og Gunn- laugur Scheving, Gunnlaugur Blöndal, Freymóður Jóhanns- son, Jón Engilberts, Finnur Jónsson, Guðmundur Einarsson frá Miðdal og Jón Þorleifsson. I Þegar sýningum þessum er lokið, mun rekstur Skemmtifé- lags góðtemplara hefjast þar aftur. Ýms félög, sem verið hafa í húsnæðishraki undanfarið, hafa þá tryggt sér allmörg kvöld fyrir skemmtistarfsemi sína. Eins og áður segir kostaði skálinn upphaflega rúmar 200 þús. kr», en rekstur hans síðan hefir kostað tæpar 10 þús. kr. Móti þessu hafa komið tekjur af listsýningu 46 þús. kr., tekjur af happdrætti 25 þús. kr., tekjur af rekstri skálans 18 þús. kr., lán 'í bönkum 65 þús. kr. og sér- skuldabréfalán 60 þús. kr. I Það er enginn vafi, að sýn- ingarskálinn hefir að tvennu leyti bætt úr brýnni þröf, ann- ars vegar húsnæðisleysi lista- manna fyrir sýningar, og hins vegar húsnæðisleysi fyrir hollar skemmtanir æskulýðsins i höf- uðstaðnum. Er hið síðartalda ekki lítilvægt meðan æskulýðs- i höllin hefir ekki verið reist. En 'hitt er annað mál, að vitanlega hefði skálinn alveg eins getað leyst þessi verkefni, þótt ekki ^ hefði honum verið valinn stað- ur á Alþingishússlóðinni. Þeim, sem hugsa um metnað þingsins, getur skáiinn ver- ] ið þyrnir í augum. En um orð- ■ inn hlut drugar ekki að sakast. Þess ber vel að minnast, að skál- inn er aðeins bráðabirgðaráð- stöfun. Listamennirnir þurfa að ! fá vandaðan sýningastað og æskufólkið sína eigin skemmti- höll, og því fyrr, sem þessi verk- efni verða leyst, því fyrr hverf- ur skálinn af þinghúslóðinni. Baðsfofuhjal FRÁ ÞVÍ VAR SAGT í bað- stofuhjalinu síðast, að í sveit einni á Norðurlandi hefði sauð- burði verið að mestu lokið um 25. maí. En svo fæ ég bréf frá bónda í annarri sveit norðan- lands, dagsett 23. maí. Hjá hon- um hafði fyrsta ærin borið þá um nóttina. „Hún átti tvö lömb og fæðir þau vel“. í hvorri sveit- inni skyldi vera betri búmenn? Ekki vil ég um það dæma. VITIÐ ÞIÐ hvenær og hvar fyrsta mótorvélin kom hingað til lands? Ég held, að það hafi verið árið 1902 og að fyrsti vél- báturinn hafi verið á ísafirði, Þetta var aðeins tveggja hest- afla vél og var hún sett í ára- bát, sem þeir áttu Árni Gísla- son og Sophus Nielsen kaup- maður, og var Árni formaður á bátnum. Vélin var dönsk frá verksmiðju C. Mollerup í Es- bjerg og sendi verksmiðjan mann með henni til að setja hana í bátinn og kenna mönn- um að fara með hana. Var talið, að hún hefði kostað 900 kr. nið- ursett, og eyddi tveim pundum af steinolíu á klukkustund. Báturinn var reyndur á Pollin- um á ísafirði 25. nóvember, og var talið að hann gengi álíka vel og þegar sex menn róa. Hann var 40 mínútur milli Hnífsdals og ísafjarðar, með dálitlum krók út í Djúpið. 29. nóv. fór hann á veiðar. Síðan eru rúm 40 ár. ÞEGAR OLÍUHRE YFIL VÉL - ARNAR ruddu sér til rúms, var úti um seglskúturnar íslenzku og hina stóru margrónu ára- báta. Slíkir fiskibátar eru þó enn í notkun sumsstaðar við Suðurland. Um aldamótin komu svo hin stóru fiskveiðagufuskip, botnvörpungarnir, til sögunnar, og þau gerðu byltingu í sjávar- útveginum. í fyrri heimsstyrj- öldinni voru tíu botnvörþuskip seld til Frakklands, en milli styrjaldanna óx flotinn aftur og um tíma voru til um 40 slík skip, auk gufuskipa, sem veiddu á lóð, og síld á sumrin (línuveið- arar). Nú hefir þessum skipum fækkað aftur, og margir álíta, að öld gufuskipanna sé liðin, bæði hér og annars staðar. Olí- an er að verða aðalhreyfiaflið, bæði á sjó, á landi og í lofti — og vatnsorkan, þar sem hún er til. Sjálfsagt verður deilt um það hér eftir stríðið, hvort heppilegt sé að nota veiðiskip, sem flytja fisk milli landa, hvort sem þau eru knúin áfram með kolum eða olíu. Milliþinga- nefndin í sjávarútvegsmálum verður að hugsa vel um'það mál. EN VIÐ VORUM AÐ TALA (Framh. á 3. síSu) UM fyrsta mótorbátinn á ís- landi. Gaman væri, ef einhverjir vildu senda endurminningar sínar um fyrstu bifreiðina, fyrstu sáðsléttuna eða fyrsta steinsteypuhúsið. Það er skaði, ef slíkir viðburðir gleymast, þegar saga þjóðarinnar er skráð. NÚNA FYRIR HVÍTASUNN - UNA var verið að slíta „vor- skólanum“ í Reykjavík. Vor- skólinn er fyrir yngstu börnin, þau sem eru sjö, átta og níu ára. Þau eru látin enda skól- ann með skemmtiferð í bifreið út í sveit, og sumum kynni að þykja það óþarflega snemmt. Það mælist líka misjafnlega fyrir að láta börn ganga i skóla svona ung. En hvað á að gera við blessuð börnin í Reykjavík, þar sem engin eru vorverkin og ekkert við að vera úti nema „sollurinn" og gatan? í borgum erlendis er það altítt, að öll skólaskyld börn séu í skóla allt árið, eða fái svo sem eins eða tveggja mánaða frí um hásum- arið. En vitanlega verður lær- dómurinn ekki í hlutfalli við skólatímann; hann fer meira eftir námsgáfum og áhuga. Sumir láta sér það um munn fara, að börn og ungmenni séu látin læra of mikið. Menn blanda þar saman námi og náhastíma. Ég er ekkert hrædd- ur um, að fólk læri of mikið En það er illt verk að vekja upp slæpingshátt hjá þeim, sem sem vilja læra og geta það. EN UPPELDISMÁLIN hafa verið og munu verða einliver mestu vandamál allra tíma. Þar kennir margra grasa. í blaðinu Skuld, sem út kom á Eskifirði 24. nóvember 1877, segir svo í erlendum fréttum: „Maður einn i Ameríku hefir fundið upp vél til að flengja með börn, í henni má flengja allt að 20 börn í éinu. Enn hefir höfundur vélar- inar samt eigi búið til nema eina, og hún er ekki föl, því að hann brúkar hana til hræði- legrar ögrunar á tólf börn, sem hann á sjálfur“. Hvað ætli doktor Símon og aðrir lærðir menn segi um svona vélamenn- ingu? MEÐAL ANNARA ORÐA: Vill ríkisstjórnin og útvarpið ekki gera svo vel og afla sér upplýs- inga um, hvaða falli forsetning- in auk stýri, t.d. hjá málhreins- unarnefnd þeirri, sem einhvern- tíma var sett á laggirnar? Sbr. stjórnarauglýsingu, sem lesin var á laugardagskvöld fyrir hvítasunnu. Þessum tilmælum er hér með komið til skila. í ÚTLENDU BLAÐI var mynd (Framh. á 4. siBu) Stefán Jónsson, skólastjóri: Ferðaþættlr SZm Föstudagur 18. júní Dýr ríkisstjórn Fyrir íslendinga er athyglis- vert, hversu einbeittlega lor- seti Bandaríkjanna reynir að sporna gegn vaxandi dyrtið þar í landi. Fyrir nokkru siðan samþykkti banaarísKa þmgiö log, sem mið- uöu að verönæxKun fandbúnaö- arvara. Forsetmn neitaði aö siaöiesta þessi log. bKommu siöar gerðu um 400 þus. Koianámumenn verkiall til aö knýja iram kaupnæKKun. iorseunn hótaoi þeim aö Kveoja þa l nennn, eí peir læru eKKi tii vinnu aiiur. Vmna i namun- um er nú hann á ny, án þess aö íamzt haii venö á Kroiur verK- íalismanna. Þott Jttoosevelt hafi gripið til þessara horöu ráðstalana, við- urKenna verKamenn og sma- bænaur, aö Bandaríkm haíi engan iorseta han, sem hlynnt- an naii venö maistaö þeirra eöa komiö iram jainmorgum hags- munamalum iynr þa. Rooseveit roKstyour framan- gremaar ákvaröanir smar þanmg: Ef til vui geta bænd- ur og verkamenn um stund hagnazt á hæKKun verölags og kaupgjalds, en þeir veröa aö kaupa þann hagnað margföldu veröi siöar. Þess vegna er betra að íæra nokkura íórn nú en margfalt þungoærari fórn síðar. Oruggasta leiöin til að ná þessu marki er að halda verð- laginu og kaupgjaldinu i föstum skoröum. Það er mörgum sinn- um auðveldara en aö íæra það niður aítur, eí þaö íær tækiiæri til að hækka veruiega. Niður- færsian mundi kosta stjórnma margfalt meiri eríiöleika og vanakvæði. Þess vegna mun ég einskis láta ófreistað til aö halda verðlaginu og kaupgjald- inu í föstum skorðum. Þetta eru nákvæmlega sömu rökin og Framsóknarmenn færðu fyrir lögfestingarleiðinni og gerðardómslögunum á sínum tima. Reynslan hér hefir líka leitt í ljós, að þessi rök eru rétt. Reynslan af geröardómslögun- um fyrstu fimm mánuðina sýndi, að það var tiltölulga auð- velt að halda dýrtíðinni niðri með þeim móti. En þá kom til valda ríkisstjórn, sem leit öðru- vísi á málin en Roosevelt for- seti og skoðanabræður hans. Ríkisstjórn Ólafs Thors áleit það meinlítið, þótt dýrtíðin hækkaði, og taldi líka hækkun verðlags og kaupgjalds álit- lega til vinsælda fyrir kosning- ar. Dýrtíðin tvöfaldaðist líka hina skömmu valdatíð hennar. Seinustu mánuðina höfum. við fengið að reyna, hversu marg- falt erfiðara það er að færa dýrtíðina niður en að halda henni fastri í hæfilegu marki. Þó erum við áreiðanlega ekki búnir að reyna þessa erfiðleika til fullnustu. Afkoma síldarsölt- unarinnar, er getið var í sein- asta blaði, ' er aðeins bending þess, er koma mun. Hún er fyrsta merki þess, hversu dýrt það var, þótt það væri ekki lengur en i sjö mánuði, að hafa ríkisstjórn, sem sleppti dýrtíð- inni lausri. Þ. Þ. Léiegt siðgæftí Hugsum okkur, að mála- færslumaður við hæstarétt Dan- merkur, Noregs eða Svíþjóðar, væri að þvælast drukkinn inni á lélegri knæpu, lenti þar í fylgd dauðadrukkins, óþekkts sjóliða, tefði fyrir erlendum lögreglu- þjóni við skylduvinnu hans, sýndi lögreglunni mótþróa, er leiddi til beinbrots, og hrækti síðan á lögregluþjón, er ekkert hefði gert á hlut hans. Myndu æðstu dómstólarnir í þessum þremur löndum telja framkomu slíks manns sam- boðna virðingu sinni? Myndu þeir láta hann starfa áfram sem málafærslumann á sínum veg- um? Það má víst alveg hiklaust svara þeirri spurningu neitandi. En hér á íslandi getur slíkur maður farið úpp í hæstarétt, fengið vitnisburð um, að hátt- FRAMHALD. Esja í Höfn. Sunnudagsmorguninn 31. jan- úar vöknuðu Hafnarbúar við það, að eimflauta Esju tilkynnti komu hennar. — Hægt og tígu- lega renndi Esja sér inn í ósinn og var kominn „inn á legu“, áður en hafnsögumaður og aðr- ir góðir borgarar höfðu opnað augun til fulls. — Mér hefir alltaf þótt Esja glæsilegt skip, en aldrei hefi ég litið hana slík- um ástaraugum og þenna morg- un. Undánfarna daga hafði ég beðið komu hennar í Hornafirði, en flestir reyndir og ráðnir Hornfirðingar höfðu spáð því, að Esja myndi fara framhjá í þessari ferð, því að sjór var jafnan úfinn og brimlöðrið baðaði sandana. En þarna lá nú Esja, fagur- sköpuð og tíguleg, og allar hrakspár voru þar með úr sög- unni. Frá Höfn til Seyðisfjarðar. Allan sunnudaginn lá Esja á Hornafirði. Farþegar skemmtu sér við spil og samræður og undu sér ágætlega í hinum glæsilegu salarkynnum. Á níundu stundu á mánudags- morguninn renndi Esja sér mjúklega út úr ósnum, og út- hafsaldan vaggaði henni létti- lega austur með landinu. Það er sagt, að skemmtiferða- skip, er sigla með sælkera með ströndum fram, hafi þann sið, að skjótast inn á kyrra firði, svo að farþegar geti betur notið hinna dýru krása. — Strand- ferðaskip hins íslenzka ríkis geta ekki leyft sér slíkt, en ef gæfan er manni hliðholl, þá er útkoman hin sama. — Hádegis- verður er etinn á höfninni á Djúpavogi, miðdegiskaffi er drukkið á Stöðvarfirði, en síð- degismatur etinn af ágætri lyst á Fáskrúðsfirði. Síðdegiste er drukkið á leið inn Reyðarfjörð, en um rióttina er svefninn vær við bryggju á Eskifirði. — Auð- maður með vini sína á eigin „lystisnekkju,, hefði ekki getað raðað þessu betur niður. — Næsti dagur líður undir sömu hamingjustjörnu, en þá er ferð minni með Esju lokið að sinni á Seyðisfirði. Þessi saga er sögð svo ná- kvæmlega þeim til huggunar, sem halda að sjóveiki og vond aðbúð fylgi ætíð strandferðum við ísland. Yfir Hjálmárdalsheiði. Ferðinni er heitið í Loð- mundarfjörð, en nafn þess fjarðar hefir víst aldrei verið skráð á ferðaáætlanir hjá Skipaútgerð ríkisins. Leiðin frá Seyðisfirði til Loð- mundarfjarðar liggur yfir Hjálmárdalsheiði. Kortið sýnir hvergi skarð í fjallgarðinn. Heiðarbrúnin Seyðisfjarðar- megin er líka 700—800 metra há. Ég á símtal við Stefán bónda í Stakkahlíð, og áætlun er gerð um ferðina. Hann þarf að nálg- ast póst frá Seyðisfirði, en ég þarf að komast norður yfir heiðina. Fylgdarmaður minn skal taka póstinn og bera norð- ur á heiði, en Stefán ákveður að hitta okkur á háheiðinni og taka þar á móti mér og póstin- um. Guðmundur Friðjónsson frá Sandi segir nýlega í grein í Samtíðinni, að öræfi og heiðar íslands séu engir leikvellir að vetrarlagi. Ég' er honum sam- dóma. Ferðalögum yfir heiðar og öræfi fylgi ætíð erfiði og áhætta, en „á landamærum lífs og dauða, leikur enginn sér.“ Frá Dvergasteini leggjum við á heiðina. Ég hefi litla hnakk- .tösku meðferðis, en minn ágæti fylgdarmaður tekur töskuna mína og bindur hana utan á póstpokann og lætur mig ganga lausan í sporaslóð á eftir sér. — Á sumardegi er talinn röskur klukkútíma gangur upp á heið- arbrúnina, en nú er þungfært af snjó, og leiðin sækist hægt, en að 2 tímum liðnum stöndum við á heiðarbrún. Síðasti spöl- urinn er þverbrattur skafl, en snjórinn er hæfilega mjúkur og þéttur. Á háheiðinni er þoka og ísingsmugga, svo að hárið er þakið klakahúð, en við göngum berhöfðaðir vegna hita. — All- ar vörður eru í kafi en tréstik- ur standa upp úr vörðunum og Vísa veginn. — Á ákveðnum stað mætum við Stefáni bónda, en hann er göngugarpur mikill og vanur fjallaferðum. í Loðmundarfirði. Loðmundur hinn gamli, sem fjörðurinn dregur nafn sitt af, festi ekki yndi í firðinum. Hann fór til öndvegissúlna sinna fyrir sunnan land og festi byggð sína í Sólheimum, milli Hafursár og Fúlalækjar. — Hann kvaddi Loðmundarfjörð með fjölkynngisorðum. í Loðmundarfirði er snjó- þungt á vetrum en þar er land- gæðum viðbrugðið og sumarfeg- urð er þar annáluð. Aðeins 7 jarðir eru nú í byggð í Loð- mundarfirði, en tvíbýli á tveim þeirra. Allan næsta sólarhring snjó- ar í logni. Ég legg ekki á heið- ina aftur, en vélbátur frá Há- eyri við Seyðisfjörð sækir mig. Er það um klukkustundarferð. Járnbraut smáhafnanna. Alltaf snjóaði. Snjórinn hlóðst á fjöll og heiðar. Nú urðu allar leiðir ófærar, nema sjóleiðin. Strandferðaskipin hafa verið með réttu nefnd „járnbraut smáhafnanna". Það er einu samgöngutækin sem duga, þegar ar hríðar og fannalög banna för yfir heiðar og hálendi. — Ég bíð því á Seyðisfirði, þar til Esja kemur aftur að norðan. Ég kom í fyrsta sinni á Seyð- isfjörð vorið 1923 á kyrrum vor- morgni. Þá var fagurt og frið- sælt í fjarðarbotninum. Sú fagra mynd af Seyðisfirði geymist í huga mínum og snjókoma og krapahríðar afmá hana ekki. Esja kemur á áætlunardegi, og nú er haldið til Norðfjarðar. Ennþá_ snjóar og illviðrin aukast. í austanhríð fæ ég á- gætan bát á Norðfirði í skyndi- ferð til Mjóafjarðar og heim- sæki skólann að Brekku 1 Mjóa- firði, og enn er haldið til Norð- fjarðar, og allt af snjóar. Ég þarf að komast til Reyðarfjarðar og- ég þarf að koma í Barðsnes og Vöðlavík. Nú er ekki um neitt að velja, nema að leggja á göngu. Þegar ég hefi dvalið um vikutíma á Norðfirði fæ ég vél- bát í Barðsnes, og þaðan skal hefja gönguna. — Sonur Sveins í Barðsnesi, ungur og harðger piltur, er fylgdarmaður minn. Það er lítið sögulegt, þótt ung- lingsmaður og ferðamaður úr fjarlægu héraði leggi á göngu yfir fjöll og heiðar í illviðri og snjóþunga, ef þeir komast leið- ar sinnar, en ef þeir eiga hinn síðasta náttstað í einhverjum skaflinum, þá myndast stutt saga, sem flýgur um landið, en gleymist þó fljótt fyrir öðru nýrra. Hinn fyrsta dag gönguferðar- innar, 17. febrúar, er leiðin ekki löng, aðeins 6 km. frá Barðsnesi inn í Viðfjörð, en veðurofsinn og færðin tefja tímann svo að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.