Tíminn - 18.06.1943, Page 3

Tíminn - 18.06.1943, Page 3
64. blað TfMIMV, föstadaglnn 18. jání 1943 255 Baðstofuhjal (Framh. af 2. síffu) af Göring marskálki og Adolf Hitler í fjörunni við Ermar- sund. Myndirnar voru raunar tvær, önnur frá árinu 1940 og hin þrem árum síðar. Á fyrri myndinni spyr marskálkurinn: „Hvenær eigum við að leggja af stað, og hvar eigum við að lenda?“ En á þeirri síðari: „Hve- nær ætli þeir leggi af stað, og hvar ætli þeir lendi?“ Þannig er nú spurt um víða veröld. Menn spyrja og spá. Merkastur spámaður hér til lands er Jónas Guðmundsson eftirlitsmaður bæja- og sveitarfélaga, en hann hefir sína spádóma raunar eftir merkum manni, sem heitir Ad- am Rutherford. Margir gera gys að spádómum, en trúa þeim þó öðru veifinu, byggja stundum á þeim lífsvon sína og lífsskoðun. Sá spádómur, sem mér er minn- isstæðastur, og sá eini sem ég kann, var í kverinu mínu og hljóðar svo:-„Og ég sá nýjan himin og nýja jörð, og ég heyrði mikla rödd af himni segjandi: Þetta er tjaldbúð guðs meðal mannanna. — Hann mun þerra hvert tár af þeirra augum, og dauðinn mun ekki framar til vera. Hvorki harmur né vein né mæða mun framar til vera, því hið fyrra er farið.“ í VÖLUSPÁ er þetta orðað á annan veg. Þar segir svo: „Sér hún upp koma öðru sinni jörð úr ægi iðjagræna Munu ósánir akrar vaxa; böl mun alls batna; mun Baldur koma“. Þá þráðu menn (eins og nú) Baldur, hinn hvíta, góða ás friðarins, sem þó var með þeim ósköpum „að eigi má haldast dómur hans.“ Ljúkum við svo þessu tali í dag. Heimamaður. 3i/2 tími fara í leiðina, sem ann- ars er ríflega klukkutíma gang- ur. Það er alltaf ánægjulegt að koma á gestrisið og myndarlegt heimili í sveit, en aldrei nýtur maður þess betur, en þegar komið er í náttstað þreyttur eft- ir óveður og ófærð. Febrúarmánuður 1943. Þessi mánuður verður i ann- álum ársins minnisstæður. Sjaldan hefir veðrátta á ís- landi farið slíkar hamfarir. — Veðrabrigðin voru snögg og tíð, og loftvogin hafði ekki við að boða hin snöggu umskipti. Slys- farir á sjó urðu meiri og sorg- legri en nokkurntíma fyrr. — Allan þennan minnisstæða fe- brúarmánuð var ég á ferðalagi um Austfirði frá Loðmundar- firði að Reyðarfirði, og þrátt fyrir ótíðina leið mér ágætlega þennan mánuð. Ég kynntist lífsbaráttu fólksins, framfara- hug þess og hugsjónum. Ég kom í afskekktustu staði Austfjarða, eins og Vöðlavík og Loðmund- arfjörð, Viðfjörð og Mjóafjörð. Ég kom í Norðfjörð, þar sem at- hafnalífið ber keim af stórgróða og framförum, og ég kom á Seyðisfjörð og Reyðarfjörð, þar sem setulið og setuliðsvinna setur svip sinn á athafnalífið, og ég kom á Eskifjörð, sem er elzta kauptún Austfjarða, og geymir menningarlegan arf frá þeim gömlu góðu árum. Á öllum þessum ólíku stöðum hitti ég fólk, sem átti sér hugsjónir og vonir um bjarta framtíð lands og þjóðar, — fólk, sem var gáf- að og gestrisið, og skemmtilegt að heimsækja, og fólk, sem ekki lætur hina óblíðu veðráttu eða einangrun beygja sig, en nýtur lífsins, þegar sólin skín, og fylg- ir með áhuga því, sem gerist í hinni víðu veröld, sem liggur þó svo fjarri. Það er þessu fólki að þakka, að hinn illviðrasami febrúar varð mér ánægjulegur, þrátt fyrir óveður og vont færi. (Framhald). Áflkrlftargjald Tímana utan Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar er kr. 30.00 árgangur- tnn M i n 11 i n g Guðrún AuÖunsdóttir hús- freyja frá Núpi undir Eyjafjöll- um, var jarðsungin fyrir fáum dögum. Hún lá ekki lengi veik, en þó var það erfiður tími, unz guð lagði sínar mildu hendur yfir hana og gaf henni ró eins og hann hafði alla ævi gefið henni, því aldrei heyrðist æðru orð, þó að oft væri nú hátt kveðið á heimilinu eins og geng- ur; þar sem mörg uppvaxandi barnabörn háðu æskuleiki sina við hliðina á ömmu. Alltaf var hún jafn yndisleg og vildi öll- um gott gera, og hver varð betri sem henni kynntist. Ég tel það með ljúfustu æskuminningum mínum frá hinni fögru Eyja- fjallasveit, að hafa notið vin- áttu hennar frá barnsaldri. Guðrún lét lítið yfir sér, fór ekki víða, en vermdi heimilis- arninn með- háttprýði sinni. Hún gaf alla krafta sína og starf eiginmanni og börnum, sem sakna hennar og fá aldrei fyllt það skarð, sem höggvið var í hópinn. Vorið er í vændum, grösin gróa og jörðin verður aftur græn, en húsfreyjan á Núpi kemur ekki aftur. Þó getur hún ekki gleymst, vegna þess að hún reisti sinn eiigin minnisvarða með fórnandi og fögru fordæmi. í skjóli hennar óx sá gróður, sem nú breiðir greinar sínar yf- is æskustöðvar hennar, Eyja- fjöllin, og heldur áfram að vaxa. Guðrún var gift Sigurði Ólafs- syni bónda á Núpi. Þau áttu fimm börn, sem dvelja undir Eyjafjöllum, nema ein dóttir í Vestmannaeyjum. Einnig tóku þau til fósturs tvo drengi. Það er hljótt yfir Núpnum. Hann sér að Guðrún er horfin, en efalaust saknar öll sveitin, sem notið hafði allra hennar krafta. Ég kveð hana svo og þakka allt gott. Guðrún Jakobsdóttir. Ólaiur á Helgu- stödum og loft- belgurinn í Tímanum nýlega er birt glefsa „Úr bréfi að austan“ frá Ólafi á Helgustöðum við Reyð- arfjörð. í bréfkafla þessum er Ólafur að lýsa viðureign sinni við loftvarnarbelg einn, er hann hafi náð hinn 18. janúar síðast- liðinn, og á þann hátt hindrað skemmdir á símanum. Með því að hann blandar mér inn í at- burð þenna og segir, að ég hafi synjað honum um greiðslu á loftbelgsbjörgunarlaunum, þá skal það tekið fram, að mér er með öllu ókunnugt um atburð þann, sem Ólafur er að lýsa, og hefi aldrei heyrt né séð hans getið fyrr en í þessu Tímablaði. Ummæli Ólafs um mig í sam- bandi við umræddan atburð eru þvi tilbúningur einn eða, væg- ast tilgetið, á misskilningi byggð. Og þótt einhver starfsmanna landssímans kunni að hafa sagt honum, að hann fengi bjrög- unarlaun greidd gegn afhend- ingu belgsins á næstu símstöð, þá er það ekki nema í fullu samræmi við tilkynningu þá, er birt var 5. nóv. í útvarpinu, í samráði við þáverandi síma- málaráðherra og brezku her- stjórnina. í annarri málsgrein þeirrar tilkynningar segir svo: „Fyrir hvern slíkan belg, sem afhent- ur er á símstöð, greiðir póst- og símamálastjórnin 200 krónur“. Hins vegar má geta sér til, af því sem Ólafur skrifar, að hann hafi viljað halda hvoru- tveggja: hinu bjargaða og björgunarlaununum, og skal hér ósagt um það látið, nema svo hefði verið sanngjarnt. Með þökk fyrir birtinguna. 5. júní 1943. Guðmundur Hlíðdal. KVEN- og KARLMANNA- RYKFRAKKAR KARLMANNAFRAKKAR. H. Tof t Skólavörðustíg 5. Simi 1035 Feðupjogi syuir FRAMHALD. Harðneskja og ofstopi hinna erlendu fógeta var umræðuefni Rúódís gamla og drengjanna. „Hefir þú séð þenna Gessler?" spurði annar pilturinn. „Víst hefi ég séð hann,“ svaraði gamli, veðurbitni ferjumaður- inn. „Ég fór með kökur, sem konan mín bakaði, til þess að gefa herra Stauffacher, þegar hann var búinn að byggja nýja húsið sitt. — Hann tók sjálfur á móti mér,“ sagði gamli maðurinn með sýnilegri hreykni, „og var að sýna mér garðinn, er Gessler reið framhjá og margir meðreiðarsveinar, allir með fjaðrir í höttunum. Hann tók i taumana á hesti sínum og sagði svo hátt, að herra Stauffacher gat ekki annað en heyrt það: „Hvernig er hægt að þola það, að bændadurgar eigi svona falleg hús?“ „Og hvað sagði herra Stauffacher?“ „Að kalla mann eins og hann bóndadurg!“ hrópaði hinn pilt- urinn upp yfir sig. „Hann svaraði alls engu, en sex eða sjö ára gamall sonur hans, sem var að leika sér við veginn, rak upp öskur. Gessler tók eftir honum, og hvað haldið þið, að hann hafi gert?“ „Hvað gerði hann, Rúódí?“ „Hann laut fram á makkann og barði drenginn þvert yfir and- litið með svipunni — hugsið ykkur: barn á þessu reki, beint í andlitið!" „Og erum við þá alveg varnarlausir?“ sagði annar pilturinn. Rúódí renndi augunum að dyrunum. „Koma tímar og koma ráð“, sagði hann lágt. „Ekki mun Svissland þola ofbeldi kúgar- ans um allan aldur“. „En hvernig lítur hann út, þessi Gessler?“ „Hann er heljarstór og þrekinn eins og naut, en augun eru lítil eins og í svíni. Hann er líkari dýri en manni, óargadýri auk- heldur. Andlitið er eldrautt, og skjálfhendur er hann eftir of- nautn áfengra drykkja um langan aldur. — Landinu okkar verður bráðum bjargað úr greipum hans“, hrópaði öldungurinn ofsalega. í sömu andrá var drepið harkalega á dyr, og hurðinni svipt op- inni samstundis. Maður vatt sér inn. Regnið buldi á stéttinni og þrumur kváðu við milli klettadranganna. Annar drengurinn spratt dauðskelkaður á fætur, en Rúódí gaf honum merki um að hafa sig hægan, því að hér færi vinur. Svo sneri hann sér að komumanni, sem bersýnilega var í mjög mik- illi hugaræsingu. „Baumgarten!" sagði hann. „Hvað veldur því, að þú ert hér í þessu líka veðri?“ Komumaður lét fallast á stól við eldinn. „Það er úti um mig,“ kveinaði hann. „Hvað er að heyra“, sagði gamli maðurinn alvarlegur í bragði: „Hefirðu drýgt einhvern glæp?“ Maðurinn hristi höfuðið, og vatnsdroparnir hrutu úr renn- blautu hári hans. „Lávarðurinn, vinur Gesslers og Landenbergs, .... “ sagði hann örvæntingarfullur, .. Gessler er á hælunum á mér.“ „Hvað hefir þú gert?“ „Wolfenschiess lávarður kom heim til mín, þegar ég var úti á akri,“ sagði hann. „Hann spurði Teklu, konuna mína, hvort hún vildi hita handa sér baðvatn og sagðist vera þreyttur eftir veiðiför í skóginum. Hún uggði ekki að sér, enda var þetta lítil- þæg bón. Hún hitaði því vatnið og færði honum. Þegar hann hafði afklæðzt, hrópaði hann hástöfum á hana .... “ „Og hvað gerðist?“ „Hún fór inn til hans og átti sér einskis ills von, og svo .... heyrði ísóla óp hennar, og hún hljóp út á akurinn og kallaði á mig.“ Hann huldi andlitið í höndum sér og skókst allur af þungum ekka. „En ég — ég varð of seinn.....Tekla lá J öngviti. Ég þreif stól — og lumbraði á honum .... og hann dó.“ Það varð löng þögn. Vindurinn hvein við upsir hússins. Allt í einu þaut Baumgarten á fætur. „Þeir elta mig, Gessler og menn hans,“ sagði hann. Hann leit biðjandi augnaráði á Rúódí gamla. „Ég hefi hlaupið alla þessa leið..Ég ætlaði ekki að drepa hann, ég ætlaði það ekki. Ég ætlaði ekkert illt að aðhafast, en þegar ég sá — þegar ég sá Teklu liggjandi á gólfinu og blóðið vætla úr andlitinu — og lávarðinn allsnakinn vera .... “ „Hættu, sonur minn. Við vitum, að þú gazt ekki annað gert.“ Hann leit hikandi á drengina. „En hvert ætlarðu að fara? Ekki getur þú verið hér. Ef þeir finna þig hér, gengur hefndin líka út yfir drengina.“ Komumaður horfði tryllingslega í kringum sig. „En getum við ekki komizt yfir vatnið?“ spurði hann. Öldungurinn hristi höfuðið. „í slíku veðri kemst enginn lifandi yfir Lemanvatn." Hann hafði ekki fyrr sleppt orðunum, en þrusk heyrðist úti fyrir. Það var eins og axlir öldungsins hæfust snögglega. „Uss, uss,“ sagði hann. „Það er einhver úti.“ Piltarnir og komumaður litu dauðskelfdir hver á annan, og biðu þess þöglir, er koma vildi. „Nei, Það er bara — já. Það er hann Vilhjálmur Tell.“ Veðurbitinn maður kom inn og skellti hurðinni að stöfum á eftir sér. Hann heilsaði öllum brosandi. Hann var hár vexti, meira en þrjár álnir, augun blá og hárið ljóst og mikið og lafði rennvott fram á ennið. Hann hélt á boga miklum, sem stærri var en hann sjálfur, og undir skikkju sinni bar hann örvamæli. „Fjandans óveður er þetta,“ sagði hann. „Og fjandinn sjálfur er líka á ferli,“ svaraði Rúódí. Svipur Vilhjálms Tell harðnaði. Hann losaði af sér örvamæli. „Vesalings landið okkar“, sagði hann lágt. „Og hvað hefir nú gerzt?" Þeir sögðu honum allt af létta. Vilhjálmur hafði ekki augun af Baumgarten. „Og þyrðir þú að fara yfir vatnið i þessu veðri?“ spurði hann. „Fremur kysi ég að reyna það, heldur en að falla í hendur Gesslers níðingsins,“ svaraði Baumgarten þegar í stað. Rúódí andvarpaði. „Það er ókleift,“ sagði hann. „Rúódi, bjargaðu mér, í nafni guðs og heilagra engla,“ hróp- aði Baumgarten snögglega. „Þér mun veitast ríkuleg umbun. Reyndu að fá hann til þess, Tell.“ Rúódi hristi höfuðið. Smmbm*d isL tumvinnmfélugm Samvinnumenn: Hafið eftirfarandi í huga: Tekjuafgangi kaupfélags er úthlutað til fé- lagsmanna í hlutfalli við viðskipti þeirra. Blautsápa frá sápuverksmiðjmml Sjöfn er almennt við- nrkennd fyrir gæði. Flestar hnsmæðnr nota Sjafnar-blautsápu Freðkjöt í flestum kauptúnum landsins eru frystihús. í því nær öllum þessum frystihúsum er geymt freðkjöt. Hafið þér athugað hvað það kostar? Heildsöluverð á dilkakjöti er nú kr. 5,20 kg. Heildsöluverð á ærkjöti er nú kr. 3,90 til 4,40 kg. Látið kaupfélag yðar, eða kaupmann þann, sem þér verzlið við, útvega yður freðkjöt, ef það fæst ekki í verzlunarstað yðar. Frosið kjöt er ágætur matur. Heimili, sem kaupa heilan skrokk í einu þurfa ekki að láta kjötið skemmast, því það helzt óskemmt í fulla viku, sé það geymt á svölum stað (í kjallara eða skemmu). Þá má líka brytja kjötið niður og sá i það salti. Finnst enginn munur á því og nýsöltuðu kjöti á haustin. KAUPFÉLÖG OG KAUPMENN! Hvetjið almenning til að borða kjöt. Happdrætti verkafólksins er í Ráðningarskrifstoiu landbúnaðarins Lækjargötu 14 B_Simi 2151. Opið daglega hl. 9—12 árdegis og 1—7 síðdegis. Það er úrval sveitaheimila, sem vantar kaupafólk í sumar, bæði konur, karla og unglinga. Þeir, sem fyrstir verða til að gefa sig fram til vinnunnar, hafa úr mestu að velja. Komið fljótt og látið ekki happ úr hendi ganga. Framleiðsla til fæðis og klæðis er ávallt þjóðarnauðsyn, en aldrei fremur en nú. Bokbandi- pappir nýjar birgðir í mikln úrvali fyrirliggjandi. Sendum gegn póstkröfn. Veggfóðursverzlun Victors Helgasonar Hverfisgötn 37. Sími 5949. Gleymið ekkí að borga Tí m ann.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.