Tíminn - 25.06.1943, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.06.1943, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Sfmar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. 97. árg. Reykjavík, föstudagiim 25. júuí 1943 Samkomulag ilokkanna; Skílnaðarmálið við Dani verður leyst á næsta ári Stefnan, er var niörkuð á flokksþingi Fram- sóknarmanna 1941, liefir sigrað. Fullt samkomulag virðist nú orðið um það milli stjórn- málaflokka að leiða skilnaðarmálið við Dani til fullra lykta á næsta ári. Stjórnarskrárbreytingin, sem gerir ís- land að lýðveldi, mun að öllu líkindum verða samþykkt á þingi eftir áramótin í vetur og öðlast fullnaðarsam- þykki við þjóðaratkvæðagreiðslu 17. júní næsta ár. Friðartillögnr Sumner Welles: Samkeppni og einstaklings- hyggja hættuleg friðnum NOKKRAR FRÉTTIR í FÁUM ORÐUM: Landsmót skáta að Hreðavatní . .Hreindýrum fjölgar. — Þang bjargaði Súðinni. — Vísitalan. Landsmót skáta var sett að Hreðavatni á miðvikudaginn í blíðskaparveðri. Hefir þessa vik- una hver dagurinn verið öðrum yndislegri þar efra, sólfar mikið, logn og hiti í hrauni og skógi. Landsmót þetta er fjölmenn- asta skátamótið, sem háð hefir verið á íslandi. Voru yfir 230 skátar komnir, er mótið var sett, og von á miklu fleiri nú um helgina. Skátar þessir voru úr ellefu kaupstöðum: Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri, Siglufirði, ísafirði, Vestm.eyjum, Keflavík, Akranesi, Borgarnesi, Blönduósi og Sauðárkróki. Auk þess eru á mótinu 28 skátar úr skátaskól- anum á Úlfljótsvatni, og eru þeir víðs vegar að af landinu. Skátar af Suðurlandi komu með Laxfossi í Borgarnesi, en norðanskátar með bifreiðum suður yfir heiðar. Tjaldborg skátanna, meira en hundrað tjöld, er á sléttri grund, undir hárri skógarbrekku, rétt sunnan við Hreðavatnsskála Móti þessu lýkur 30. júní. Mótstjóri er Páll Pálsson verzl- unarmaður. Helgi Valtýsson rithöfundur og Edvard Sigurgeirsson ljós- myndari á Akureyri, hafa ný- lega farið í rannsóknarför a'ust- ur á svonefndan Kringilsárrana til að rannsaka, hver breyting hefir orðið á hreindýrastofnin- inum síðan 1939, en þá fóru þeir í slíka rannsóknarför og fengu því til leiðar komið, eftir hana, að hreindýr voru friðuð. Þeir félagar telja sig hafa komizt að raun um, að hreindýr- um hafi fjölgað að mun síðan 1939 og telja óhætt að fullyrða, (Framh. á 4. síSu) Þrjú slys í Hafnarfirði varð það slys síðastl. þriðjudagskvöld, að Sig- urður Guðbrandsson skipstjóri á vélskipinu „Skálafell", datt niður stiga við bryggju, þar sem skip hans lá, og meiddist svo mikið, að hann beið bana af. Sigurður var þekktur sjómað- ur. Hann var skipstjóri á „Snorra goða“ í mörg ár. Það slys vildi til í Fljótsdal föstudaginn fyrir hvítasunnu, að Stefán Sveinsson, bóndi að Brekkugerði, féll af hestbaki og meiddist svo mikið, að hann lézt fáum dögum síðar. Stefán var um þrítugt. Hann lætur eftir sig konu og börn. Það slys varð að Laugarási í Biskupstungum fyrra þriðju- dag, að þriggjífc ára gömul telpa féll í hveralæk og brenndist svo mikið, að hún lézt sólarhring síðar. Foreldrar telpunnar, Bergþóra Runólfsdóttir og Ei- ríkur Grímsson, voru nýlega flutt austur að Laugarási héð- an úr bænum og voru að koma sér upp þar gróðurhúsi. Móðirin náði telpunni úr læknum og brenndist talsvert við það. Samþykkt flokks- þingsms 1941. Það var Framsóknarflokkur- inn,1 sem fyrstur markaði þá stefnu á flokksþingi sínu 1941, að ísland yrði lýðveldi ekki síð- ar en á árinu 1944. í ályktun sinni um skilnaðarmálið skoraði flokksþingið á Alþingi „að lýsa yfir því, að ísland verði lýðveldi eins fljótt og ástæður leyfa, þó ekki síðar en innan þriggja ára.“ Á flokksþinginu var nokkur á- greiningur um það, hvort stofna ætti lýðveldi og slíta samband- inji við Dani þá strax með skír- skotún til þeirra vanefnda, er orðið höfðu á sambandslögun- um. Vildu sumir fara þá leið, en aðrir töldu ekki rétt að slíta sambandinu fyrr en tímabil sambandslaganna væri út- runnið, nema til sambands- slita lægju brýnar, aðkallandi ástæður. Hins vegar voru allir sammála um það, að slíta sam- bandinu eigi síðar en það væri fyrst mögulegt í samræmi við sambandslögin. En samkvæmt sambandslögunum er hægt að segja þeim upp eftir árslok 1943. Með tilliti til þessa setti flokks- þingið það takmark, að lýðveld- ið skyldi eigi stofnað síðar en 1944. Um líkt leyti og flokksþingið gekk -frá þessari ákvörðun sinni, varð kunnugt um þá af- stöðu vinveittra stórvelda, að þau töldu hæpið af íslendingum að slíta sambandinu við Dani fyrr en tími sambandslaganna væri útrunninn. Mun þessi aðvörun þeirra hafa átt sinn þátt í því, að Alþingi 1941 .gekk ekki lengra en að lýsa yfir þeim vilja, að ísland ætlaði að verða lýðveldi, en steig ekki skrefið til fulls í það sinn. Það er nú kunnugt frá þess- um sömu stórveldum, að þau muni ekki hafa neitt við það að athuga, að íslendingar slíti sambandinu við Dani, þegar Jón Loftsson, framkvæmda- stjóri Vikurfélagsins, bauð blaðamönnum nýlega í verk- smiðju félagsins til þess að skoða nýja steypuvél, er það hefir látið setja upp. Er hún hraðvirkari og fullkomnari en aðrar slíkar vélar, er hér hafa verið til, og hin eina af þess- ari gerð, sem til er í allri Norð- urálfu. Er hún frá Besser Manu- facturing Company á Michigan, og kom einn af vélaverkfræð- ingum félagsins, P. Paul Kle- mens, hingað með vélina og sá um uppsetninguna. í vél þessari er hægt að steypa sex tegundir hleðslusteina, þar tími sambandslaganna er út- runninn. Samkomnlagið í vor. Þótt allir flokkar lýstu yfir því á Alþingi 1941, að þeir vildu að ísland yrði lýðveldi, hefir Framsóknarflokkurinn einn haft þá afstöðu til skamms tíma, að sambandsslit skyldu ekki dregin lengur en til 1944. Brölt hinna flokkanna í skilnað- armálinu í sambandi við kjör- dæmamálið í fyrra var ber- sýnilega ekki alvarlega meint. Fyrst í stjórnarskrárnefnd- inni í vor var sú afstaða tekin af fulltrúum allra flokka, að lýðveldisstofnun skyldi ganga í gildi 17. júní næsta ár. Lands- fundur Sjálfstæðisflokksins hefir síðan áréttað þessa af- stöðu fulltrúa sinna í stjórnar- skrárnefndinni og blöð Sósíal- istaflokksins hafa einnig tekið í sama streng. Telja má víst að Alþýðuflokkurinn standi við undirskrift þeirra Haraldar Guðmundssonar og Stefáns Jóhanns Stefánssonar. í Allir flokkar standa því nú á þeim grundvelli, er lagður var af Framsóknarflokknum 1941, að sambandsslit verði eigi síð- ar en 1944. Ber vissulega að fagna því, að þessi grundvöllur hefir nú feng- izt. Á honum verður nú líka að standa. Það væri þjóðinni til ó- umræðanlegrar skammar og skaðræðis, ef einu sinni enn yrði höfð sama aðferðin og í fyrra, að birta stórorðar yfirlýsingar og renna síðan frá þeim. Skilnaðarmálið á að vera óliáð öðrum málum. Fyrst flokkarnir hafa nú sameinazt um þessa afstöðu, að stofna lýðveldið 1944, verða þeir að taka höndum saman um þetta mál, án tillits til alls ann- (Framh. á 4. slðu) á meðal hornsteina og glugga- steina. Er svonefnd hristiað- ferð viðhöfð með þessari vél, og gefst hún mun betur en þjöpp- unaraðferðin, sem gamlar steypuvélar eru miðaðar við. Er hægt að steypa um 1000 steina í vél þessari á dag, miðað við 8 stunda vinnu. Þegar búið er að steypa stein- ana, eru þeir þurrkaðir í sér- stökum klefum. Þaðan eru þeir fluttir í hjalla, og eftir fáa daga eru þeir hæfir til hleðslu. Einnig eru einangrunarplötur steyptar í vélum Vikurfélagsins, enda hefir vikur mest verið not- aður í einangrunarplötur hér á 1 ípróttamót U.M.F. í. á suimudagínn 14. sambandsþing Ungmenna- félags íslands hófst á Hvann- eyri í Borgarfirði í gær. íþróttamót U. M. F. í. hefst á laugardaginn og taka þátt í því 150 keppendur víðs vegar að af landinu. Keppt verður um fjóra verð- -launagripi, skjöld til handa því héraðssambandi, er flest stig hlýtur — hann er nú í vörzlum Ungmennasambands Kjalar- nessþings —, grip, sem Ung- mennasamband Borgarfjarðar hefir gefið handa þeim, er flest stig fær, grip, sem Kaupfélag Borgarfjarðar hefir gefið handa þeim manni, er mestur sund- garpur reynist, og grip, sem Tíminn hefir gefið handa þeim manni, er fær flest stig í frjáls- um íþróttum. Á sunnudaginn verða fluttar ræður. Séra Eiríkur J. Ei- ríksson, sambandsstjóri U. M. F. í., Bjarni Ásgeirsson alþingis- maður og Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi verða meðal ræðumanna. Guðmundur Ingi Kristjánsson flytur kvæði. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur við stjórn Karls Ó. Runólfs- sonar. Þórarínn Krístjáns- son hafnarstjórí Einn af þekktustu borgurum Reykjavíkur, Þórarinn Krist- jánsson hafnarstjóri, lézt 19. þ. m. og var jarðsunginn í fyrra- dag. Þórarinn var fæddur í Hafn- arfirði 27. júlí 1886, sonur Krist- jáns Jónssonar háyfirdómára frá Gautlöndum og Önnu Þórar- insdóttur Böðvarssonar prófasts. Hann lauk verkfræðiprófi 1912, var bæjarverkfræðingur 1916— 18 og hafnarstjóri 1918. Rækti hann það starf að miklum dugnaði og kostgæfni, en gaf sig lítt að öðrum málum. Formaður Dýraverndunarfélag íslands var hann þó síðari árin. Þórarinn var kvæntur Ástríði dóttir Hannesar Hafsteins, og át-tu þjiu þrjú börn, sem öll eru á lífi. landi til þessa. Vestan hafs er nú mjög tíðkað ’að byggja hús úr steyptum hleðslusteinum, jafnvel stórhýsi. P. Paul Klemens lét í ljós, að íslenzki vikurinn hefði marga góða eiginleika. Hann væri sterkur, gæfi gott naglhald, tæki sementshúðun sérstaklega vel og væri frábær til hljóðeinangr- unar. Sérstaklega mun vikurinn af Snæfellsnesi vera góður, enda er hann grófgerðari en annar vikur, en það eykur mjög einangrunareiginleikann. Hús þau, er þegar hafa verið reist hér úr vikursteinum, þykja hafa gefizt allvel. Eru veggirnir hlaðnir úr einfaldri steinaröð, en þess verður að gæta, að se- mentshúða þá mjög vandlega, svo að vatn geti ekki síast inn í þá. Loks hefir Vikurfélagið fengið vél til þess að steypa í þakhell- ur. Verður litarefni blandað saman við efsta lagið, svo að eigi sé þörf á að mála slík þök. Er þess að vænta, að slík þök verði traustari og endingarbetri en nú gerist. Washington: - Tímarit verka- lýðssamtakanna í Bandaríkjun- um birti í júníhefti sínu grein eftir Sumner Welles aðstoðar- utanríkismálaráðherra Banda- ríkjanna- og fara hér á eftir nokkrir kaflar úr henni: Það er augljóst, að hvaða form alþjóðasamstarfs, sem er, verður að grundvallast á fyrir- fram viðurktenndum meginregl- um, ef það á að blessast. Það verður að koma á fót, með alþjóðasamkomulagi, her þeirra þjóða, sem eru reiðubún- ar að stofna hann, og mun þessi her verða notaður á móti öllum þeim þjóðum, er stofna til á- rása á aðrar þjóðir, og mun hann þannig tryggja það, að heimsfriðnum verði ekki ógnað. Það verður að stofna alþjóða- dómstól, er dæmi á viðeigandi hátt um alþjóða-deilumál. Það verður með alþjóðasam- komulagi og á áhrifaríkan hátt að, banna nokkrar tegundir vopna og sjá um að vopn sér- hverrar þjóðar séu rannsökuð. Það verður að .stofna skipu- lags-ráð, sem fæst við hagfræði- leg og viðskiptaleg vandamál, og gefa stjórnarmeðlimum allra þjóða ráð í þeim efnum, svo að viðskiptalífi þjóðanna verði verði ekki stjórnað í einstakl- ingsþágu, og að tímabilið eftir stríð verði tímabil viðskiptalegs samstarfs með batnandi lífsaf- komu, en ekki tímabil æðis- genginnar samkeppni og versn- andi lífsafkomu. Fullveldi hverrar þjóðar, hvort sem hún er stór eða smá, verð- ur að vera viðurkennt jafnt. (Frá ameríska blaðafulltrúan- um). Seinustu fréttir Iðnaðarborgir í Ruhrhéraðinu hafa orðið fyrir hörðustum loft- árásum Bandamanna síðustu dagana. Margar þessar árásir hafa verið meðal þeirra allra stórkostlegustu, er gerðar hafa verið til þessa dags. Kolanámumenn í Bandaríkj- unum hófu aftur verkfall fyrir nokkrum dögum, en eru nú aft- ur komnir til vinnu.'Náðist sam- komulag um vinnufrið til 21. okt. næstkomandi, án kaup- hækkana, eftir að ríkið hafði tekið allan námureksturinn í sínar hendur. Mikill jarðskjálfti varð nýlega á allstóru svæði í Tyrklandi. í einni borginni hrundu um 1000 hús til grunna og álíka mörg urðu fyrir verulegum skemmd- um. í írlandi hafa nýlega farið fram þingkosningar. Stjórnar- flokkurinn undir forustu De Valera, sem hefir haft völdin siðastl. 11 ár, hélt velli í kosn- ingunum og vel það. •" í Rússlandi hefir verið lítið um bardaga undanfarið. Telja flestir, að það sé hlé, er boði stórsókn hjá Þjóðverjum mjög fljótlega. ^ímmn í næsta blaði Tímans mun birtast grein eftir Hilmar Stef- ánsson bankastjóra, um skiln- aðarmálið. Framhald af greinaflokki Hermanns Jónassonar mun birt- ast í næsta blaði. f þeim tveim greinum, sem komnar eru, hefir aðallega verið rætt um liðna tímann, en í næstu grein mun verða rætt um verk- efnin í framtíðinni. Fullkomnari iramleiðsla á vikursleinum Vikurfélagið fær nýja steypuvél. 66. blalS Á víðavangi „ÞAKKARÁVARPIГ. Einhver spaugilegasta fund- arályktun, sem sögur herma, er Dakkarávarp það, sem einn undirmaður Bjarna borgar- . stjóra var látinn bera fram á landsfundi Sjálfstæðismanna og fundurinn siðan „samþykkti í einu hljóði“ samkvæmt frá- sögn Morgunblaðsins. í ávarpi þessu eru forráða- mönnum Sjálfstæðisflokksins pakkað fyrir „tilraunir til að koma á stjórnmálafriði í land- inu og varðveita hann“ (sbr. samvinnuslitin við Framsókn- arflokkinn og upptöku kjör- dæmamálsins), fyrir þann kjark „að taka einn á sig ábyrgð á erf- iðum stjórnarstörfum“ (sbr. aukningu dýrtíðarinnar úr 182 stigum í 272 stig), og fyrir „ör- ugga forustu í sjálfstæðismál- inu á síðastl. ári“ (sbr. hinar stórorðu yfirlýsingar um sam- bandsslit, er strax var runnið frá)! Þakkarávarp þetta minnir vissulega á smellnustu öfug- mælavísu. SAMSTARFSVILJI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS. Á landsfundinum var einnig samþykkt að vinna að „sem víð- tækastri stjórnmálasamvinnu í landinu". Um þann grundvöll, sem slík samvinna á að hvíla á, hefir ekkert annað komið frá landsfundinum en að skatta megi ekki hækka á stórgróða- fyrirtækjum frekar en orðið er. Þannig hyggst Sjálfstæðis- flokkurinn að gera sitt til að koma á „víðtækri stjórnmála- samvinnu"! Finnst mönnum jað ekki benda til, að mikil al- vara sé á bak við samstarfsvilja S j álf stæðisflokksins? SKILNAÐARMÁLIÐ GERT AÐ VERZLUNARVÖRU. Þá samþykkti landsfundur- inn, að flokkurinn skyldi vinna að stofnun lýðveldis á næsta ári. Blöð flokksins hafa látið, eins og þetta sé einhver nýj- ung í skilnaðarmálinu, þótt þetta sé nákvæmlega það, er Framsóknarflokkurinn lýsti sig fylgjandi fyrir þremur árum. Nánari túlkun Mbl. á þessari samþykkt virðist benda til, að ekki ætli þó Sjálfstæðisflokkur- inn að fylgja skilnaðarmálinu kvaðalaust. Um það segir í for- ustugrein blaðsins í fyrradag: „Vitanlega er ekkert auðveld- ara en það, að búa sér til svo mikinn ágreining í dagsins deilumálum, að hann útiloki alla samvinnu flokka. Að þessu var stefnt í skattamálunum í byrjun reglulega þingsins, er frestað var í vor. Flokkar, sem þannig hugsa og starfa, verða að skilja það, að með slíkum vinnubrögðum stofna þeir sjálf- stæðismálinu í voða!“ Þessi ummæli Mbl. verða tæp- ast skilin á annan veg en þann, að stuðningur Sjálfstæðisflokks- ins við skilnaðarmálið sé bund- inn því skilyrði, að hinir flokk- arnir víki frá stefnu sinni í eignaaukaskattsmálinu. Fylgi flokksins við málið er sem sagt háð því, að stríðsgróðamenn- irnir geti grætt á því! Hvað finnst einlægum skiln- aðarmönnum í Sjálfstæðis- flokknum um þessa afstöðu f lokksf or ustunnar ? VAR EKKERT SAMÞYKKT UM DÝRTÍÐARMÁLIÐ. Hér hefir þá verið gerð grein fyrir öllum þeim samþykktum, er landsfundurinn gerði og birt- ar hafa verið í blöðum flokksins. Eftir því að dæma hefir engin ályktun verið gerð í höfuðmáli þessara tíma, dýrtíðarmálinu. Sýnir það vel, að Sjálfstæðis- flokkurinn ætlar að halda á- fram sama hringlandaskapnum og stefnuleysinu í því máli og að undanförnu, þar sem hann (Framh. á 4. síðuj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.