Tíminn - 25.06.1943, Page 4

Tíminn - 25.06.1943, Page 4
264 TÓIITVTV, föstndaglnn 25. jání 1943 66. blað Landsmót U.M.F.I. . að Hvanneyri DAGSKRÁ: Laugardagiim 26. júní: Mótið sett kl. 10 árdegis. (Sambandsstjóri U. M. F. í.). ' Undirbúnings-íþróttakeppni fer fram allan daginn. Um kvöld- ið verða fluttar ræður, kvikmyndasýning o. fl. skemmtiatriði. Sunnudaginn 27. júní: Úrslitakeppni hefst kl. 10 árdegis. Kl. 14,30 ræður: Sr. Eiríkur J. Eiríksson og Bjarni Ásgeirsson alþm. Guðmundur Ingi skáld flytur kvæði og Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi: Ávarp til í- þróttamanna. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur milli þess að ræður eru fluttar. Stjórnandi: Karl Ó. Runólfsson. — Hljómsveit Akraness leikur fyrir dansinum. Þá hefjast íþróttir aftur. Á mótinu er keppt í frjálsum íþrótt- um, glímu og sundi. Þátttakendur eru 130 frá 12 héraðasam- böndum, 4 fimleikaflokkar sýna leikfimi. — Næturgestir þurfa að hafa með sér tjöld og nauðsynlegan viðleguútbúnað. Ferðir með Laxfossi um Akranes kl. 8 á föstudagskvöld og kl. 7 á laugardagsmorgun. Vegna fyrirsjáanlegra þrengsla með Lax- fossi síðar, er áríðandi að nota þessar ferðir. Laxfoss fer tvær ferðir til Re'ykjavíkur á sunnudagskvöld. Ungmeimafélag fslands. Tímarit II ál* oj* mennlngar Þrjár sonnettur eftir Jón Helgason, prófessor. Sjálfstæði íslands eftir Sigurð Thorlacius, skólastjóra. Gegn óvinum landbúnaðarins eftir Halldór Kiljan Laxness. Fagrar heyrði ég raddirnar, grein um þjóðkvæði eftir dr. Einar Ól. Sveinsson, háskólabókavörð. Vatnadagurinn mikli, lýsing á ferð yfir Skeiðará eftir Þórberg Þórðarson. England expects every man will do his duty, smásaga eftir Halldór Stefánsson. Kvæði eftir Guðmund Böðvarsson, Gest Guðfinnsson og Halldór Helgasön, og margt fleira er í nýkomnu hefti af Tímariti máls og menningar. Mannkynssaga Máls og menningar, fyrsta bindið ritað af Ás- geiri Hjartarsyni, fær einróma lof. Fagrar heyrði ég raddirnar er að verða uppseld. Reykvíkingar, félagar Máls og menningar í bænum eru orðnir 3500. Léttið afgreiðslustarfið með því að vitja sjálfir bókanna í Bókabúð Má|s og menningar, Laugavegi 19. En munið fyrst og fremst eitt: að gerast kaupendur að íslenzkri menningu eftir Sigurð Nordal áður en það verður um seinan. MÁL og menning. Hrostf g o 11 og ó d ý r t grípaíóður fæst hjá H.L 01g. Egill Skallagrímsson Skílnaðarmálið .... (Framh. af 1. síöu) ars, sem á milli ber. Þeir verða þegar að hefja sameiginlega undirbúning aö því, að at- kvæðagreiðslan um lýðveldis- stofnunina sýni eindreginn þjóð arvilja. Virðist eðlilegt í því sambandi, að þegar verði stofn- uð sameiginleg nefnd þeirra til að annast þann undirbúning. Leggja verður áherzlu á þaö, að útilokuð sé öll sundrungs- starfsemi af hálfu flokkanna í þessu máii eða reynt verði að tengja það við önnur mál, eins og gert var í sambandi við kjör- dæmamálið í fyrra. Atferli eins og það, sem Ólaf- ur Thors hefir gert sig sekan um á landsfundi Sjálfstæðis- manna, að fara með lygar og brigsl um aðra flokka í sam- bandi við þetta mál, er hrein skemmdarstarfsemi, sem er til einskis annars likleg en að spilla friði og góðri samvinnu fiokk- anna um málið. Hver flokkur fyrir sig verður að bæla niður slíka starfsemi skaðræðismanna innan vébanda sinna. Sá hugsunarháttur, sem kem- ur fram í forustugrein Mbl. í fyrradag, að mismunandi við- horf flokkanna í skattamálum geti spillt sambúð þeirra um skilnaðarmálið, verður líka aö kveðast niður til fullnustu. Það er hreinn stjórnmálaglæpur, ef tengja á hagsmuni striðsgróða- manna í eitthvert samband við þetta mál. Þeir menn, sem hugsa sér að hægt sé að gera skilnaðarmálið að pólitískri verzlunarvöru, eiga ekki að koma nálægt því. Skiln- aðarmálið á að vera hafið yfir öll deilumál. Á þeim grundvelli verða flokkarnir að vinna að endan- legri lausn þess. Andstæðingar lýð- veldfsins. Það verða menn líka að gera sér ljóst, að til er nokkur hópur manna hér á landi, er fyrir alla muni' vilja halda i sambandið við Hani og eru því andstæðir lýðveldisstofnuninni. Það eru Danavinir, konungssinnar o. fl. Þessir menn munu ekki koma hreint til dyranna, heldur' taka á sig allskonar meinleysisgerfi. Þeir munu segja, að þetta eigi ekki að gerast strax, það eigi að tala um málið við Dani, þetta geti slitið tengslin við Norður- lönd o. s. frv. Allt er þetta aumustu firrur og rökleysur. Við eigum ekkert ótalað við Dani um þetta mál, nema við ætlum eitthvað að slá af kröfum okkar. Ef skilnaður nú slítur okkur úr tengslum við Norðurlönd, gerir hann það al- veg eins síðar. Hver heilvita maður ætti líka að sjá, að sam- bandslagaslitrið er ekki minnsta trygging fyrir tengslum okkar við Norðurlönd. Þau verða að hafa önnur og eðlilegri upptök. Einmitt til þess að koma í veg fyrir, að slíkar rökleysur geti fundið einhvern hljómgrunn og spillt fyrir lausn málsins, þurfa flokkarnir strax að koma sér saman um nefnd, er vinnur að fullnaðarlausn málsins. Allur dráttur í þeim efnum er til hins verra. Skilnaðarmál — sjálfstæðlsmál. Þetta mál, sem í daglegu máli er nefnt sjálfstæðismál, er hér með vilja nefnt skilnaðarmálið. Þetta mál er raunverulega ekki nema einn þátturinn í sjálf- stæðismáli okkar, sem eigi snertir síður menningarlega og fjárhagslega afstöðu okkar en afstöðuna til annarra landa. Þótt sambandinu við Dani verði slitið, höldum við eigi að síður áfram að eiga óleyst ýms sjálf- stæðismál. Við verðum að gera okkur ljóst, að barátta okkar fyrir frelsinu og sjálfstæðinu heldur alltaf áfram; þegar eitt málið er leyst' skapast annað. Þess vegna megum við ekki falla í neinn dofa, þótt þetta mál leysist á æskilegan hátt. Þá er skilnaðarmálið leyst — en sjálf- stæðismálið heldur samt á- fram að vera til. Núverandi for- sætisráðherra komst rétt að orði, þegar hann sagði, að sjálf- stæðisbaráttan væri eilíf. En því fyrr. sem við getum leyst einstök verkefni sjálfstæð- isbaráttunnar, eins og t. d. skilnaðinn við Dani, því auð- veldara er fyrir okkur að snúast að öðrum viðfangsefnum. Þess vegna eigum við ekki að draga lausn skilnaðarmálsins lengur en nauðsyn krefur. Annáll óstjórnarínnar (Framh. af 2. síöu) í þeirra valdi stæði, til að reyna að koma á þingræðisstjórn í landinu. Var þá ekki um aðra möguleika að ræða, eftir að fjögra flokka stjórn varð ekki á komið, en að prófa hvort unnt væri að mynda stjórn með Al- þýðuflokknum og Sósíalista- flokknum. Sósíalistaflokkurinn hafði í tvennum þingkosning- um og einatt síðan keppst við að lýsa yfir því, að hann væri ekki lengur byltingaflokkur, heldur lýðræðissinnaður um- bótaflokkur. Kjósendur jafnað- armanna og Framsóknarmanna yrðu að knýja þingmennina til að vinna með SósíalistaflQkkn- um, hann væri reiðubúinn. Einn bezti ræðumaður sósíalista fór í langa fundaferð til að flytja þenna boðskap og færðu blöð- in í frásögur, að á fundi á Húsa- vík hefði þessi sósíalisti talað þannig um væntanlegt sam- starf vinstri flokkanna, að einn aðalandstæðingur sósíalista á staðnum, hefði þakkað ræðu- manni og farizt orð á þá leið, að ef sósíalistar væru eins og þessi sósíalisti talaði, þá væri ekki nema gott að hugsa til samstarfs við þá. Fjöldi af kjósendum Alþýðu- flokksins og eigi síður Fram- sóknarflokksins álitu, að í þess- um ræðum sósíalista fælist ær- leg meining, -og þegar þeir litu til reynslunnar af Sjálfstæðis- flokknum undanfarin starfs- tímabil, gerðu margir þeirra þær kröfur til samstarfsmanna sinna, að þeir reyndu þenna samstarfsvilja sósíalista. Það var því sameiginlegt álit Fram- sóknarflokksins, þegar Sósíal- istaflokkurinn óskaði eftir um- ræðum um þetta mál, að verða við þeirri ósk. Skýrsla Eysteins Jónssonar um niðurstöðu þeirra viðræðna er svo glögg og greini- leg, að ástæðulaust er að ræða það hér. En víst er það og aug- ljóst hverjum manni, er skilja vill staðreyndir, að ráðandi menn Sósíalistaflokksins meintu ekkert með skrafinu um sam- starf annað en nota það sem kosningaflesk. Það er ekki þýð- ingarlaust, að þetta er nú betur upplýst en nokkru sinni fyrr. „Forusta" Sjálfstæðisflokks- ins í ríkisstjórn árið 1942, er skapað hafði hina óviðráðan- legu dýrtíð, og. „umbætur" kjör- dæmaskipunarinnar höfðu þá leitt til þess ástands í þinginu, að óframkvæmanlegt reyndist að mynda nokkra stjórn. Þing- ið var að þessu leyti i fyrsta sinn óstarfhæft á sama tíma og málefni þjóðarinnar voru skil- in eftir í slíkri upplausn, að aldrei var meira undir því kom- ið að takast mætti að skapa rík- isstjórn, er tekið gæti málin föstum tökum með einbeittum vilja meirihluta þings að baki. Það eru ekki neinar fyrirsjá- anlegar líkur til þess að þetta breytist í haust. Til þess liggja þau rök, sem þegar eru talin, og einnig aðrar djúptækari aðstæð- ur, er væntanlega vinnst tími til að glöggva sig á við tæki- færi. Á víðavangl. (Framh. af 1. síðu) heldur landsfund, án þess að taka nokkura afstöðu til þess. Finnst mönnum það vænlegt til heppilegrar stjórnmálaþró- unar í landinu, að stærsti flokk- urinn skuli enga afstöðu vilja taka til þess máls? KVELDÚLFSKLÍKAN VALDI FULLTRÚANA. Landsfund Sjálfstæðisflokks- ins sóttu sárfáir menn utan af landi. Flestir fulltrúarnir voru úr Reykjavík og næstu kaup- túnum. Þeir voru yfirleitt ekki kjörnir af flokksfélögum, held- ur gat hver komið, sem vildi. Flokksforustan, þ. e. Ólafur Thors og Bjarni Ben.,réðu mestu hverjir komu. Vitanlega buðu þeir ekki öðrum en þeim, sem þeir töldu sér fylgisspaka. Birni Ólafsson rá’ðherra var ekki boð- ið á fundinn, enda hefði það leitt til átaka, þar sem Ólafur rægði stjórniná óspart. Fundur-. inn var því ein hallelúja-sam- koma í anda Ólafs og Bjarna, eins og hið spaugilega þakkará- varp sýnir bezt. Hefðu Sjálfstæðismenn al- mennt fengið að sækja fundinn eða senda fulltrúa þangað, er ólíklegt að ekki hefði verið tek- in ákveðin afstaða til helztu dægurmálanna, t. d. dýrtíðar- málsins. En klíkan, sem ræður flokknum, hindraði það vitan- lega. Fyrir henni vakir að geta notað flokkinn, eins og hags- munum hennar hentar bezt. Þess vegna boðaði fundurinn engin þáttaskipti í vinnubrögð- um flokksins. Helstu Sréttir (Framh. af 1. síöu) að þau séu nú á fimmta hundr- að. Álíta þeir, að kálfar séu nú eins margir og dýrin öll voru 1939. Súðin kom hingað í fyrra- kvöld. Hafði tekizt að gera við hana til bráðabirgða svo að hún reyndist vel sjófær. Það þykir sýnt, að þang hafi bjargað því, að skipið sökk ekki fljótlega eftir árásina. Hafði það setzt í botnlokuna og varnað því að meiri sjór flæddi inn í skipið en raun varð á. Kauplagsnefnd hefir nýlega reiknað út verðlagsvísitölu fyr- ir júnímánuð og reyndist hún vera 246 stig eða 3 stigum lægri en í maí. Lækkunin stafar að- allega af verðlækkun á kartöfl- um. f—■■■ OAMLA. B1Ó»» . — .1iii.i Rödd hjartans (Hold Back the Dawn). Amerísk stórmynd. CHARLES BOYER, OLIVIA DE HAVILLAND PAULETTE GODDARD. _________Sýnd kl. 7 og 9. KL «%. RÆNINGJARNIR, eð William Boyd. Hjartanlega þakka ég öllum, frœndum og vinum, sem gerðu mér sjötugsafmœli mitt ógleymanlegt, með stórfelld- um gjöfum, ölómum, skeytum og nœrveru. Sömuleiðis sendi éf Grímsnesingum hjartans þakkir fyrir rausnarlega gjöf um leið og ég þakka þeim öllum ógleymanlega vináttu, auðsýnda mér, fyrr og síðar. — Ykkur öllum óska ég gœfu og guðs blessunar í nútíð og framtíð. Sigrún Kjartansdóttir frá Mosfelli. Öllum þeim mörgu, nœr og fjœr, sem sýndu okkur inni- lega vinsemd á tuttugu og fimm ára hjúskaparafmœli okkar, með heimsókn, stórum gjöfum og innilega hlýjum skeytum, vottum við okkar hjartanlegasta þakklæti. . Guð blessi ykkur öll. Guðrún Daníelsdóttir, Hafl. Guðmundsson, Búð. Hjartanlega þakka ég öllum þeim mörgu, er sýndu mér vinarhug á sjötugsafmœli mínu 17. júní. Ragnheiður Torfadóttir. Bræðra þrætur (Unfinished Business) Aðalleikarar: IRENE DUNNE, PRESTON FOSTER, ROB. MONTGOMMERY. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Innilegt hjartans þakklæti öllum þeim hinum mörgu nær og fjær, er auðsýndu mér samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins míns, Kristjáns Ilauscns verkstjóra á Sauðjárkróki, og vottuðu hinum látna virðingu sína á margan hátt. Þórey Hansen. Tilkynning til innflytjenda. Útlilutað verður innan skainnis gjaldeyris- og innflutningsleyfum fyrir vefnaðarvörum o" skófatnaði frá Ameríku. — Umsóknir sendist fyrir 1. júlí n. k. Gólfteppi verða undanskilin á leyfum fyrir vefnaðarvörum, og leyfi fyrir slcófatnaði verða ekki látin gilda fyrir neinum skófatn- aði úr gúmmí. 24. júní 1943. Viðskiptaráðið. Uppboð. Opinbert uppboð verður haldið að Kletti við Laugarnesveg næstk. laugardag, kl. 1 e. hád. og verður þar selt: hurðir, skápar, skúffur, gluggakústar, rúmstæði, rúmbotnar (spiral), handvask- ar, vatnssalerni (í skip), tröppur, frystivél, Aga-eldavél (com- plet), mikið af innanþiljum o. m. fl. Mest af munum þeim, er seldir verða og megnið af innanþilj- um, er úr mahognytré. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Lögmaðurinn 4 Reykjavík. T I M IIV IV er víðlesnasta auglýsingablaðið!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.