Tíminn - 25.06.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.06.1943, Blaðsíða 3
66. hlatS TÍMIM, föstndaglim 25. júní 1943 263 Baðstoiuhjal (Framh. af 2. síðu) hjalinu? Til flestra mála kunni hann eitthvaö gott að leggja, sá mæti maður. ÁRIÐ 1861 skrifaði Jón Sig- urðsson dálítið kver, sem heitir „Lítil varningsbók“. Danska stjórnin gaf það út, líklega í þakklætisskyni fyrir, að hann hafði hjálpað til að lækna fjár- kláðann, sem hún var í vand-' ræðum með. Bókin fjallar um atvinnuvegi landsmanna fyrr og síðar, um útflutningsvörur og ýmsa nýbreytni, sem höf. taldi nauðsynlega á þeim tíma. Hann segir þar: „Fimm og sex vinnu- menn og eins margar vinnu- konur standa allt sumarið á höfði i þúfum og grjóti til að heyja fyrir sex kúm, en að láta þetta fólk taka skorpu í að rækta jörðina, og gera hana frjósamari og auðunnari, þar um heyrist lítil fregn; og þó enginn geti neitað, að einn vinnumaður og ein vinnukona geti fengið meira hey á hálfum mánuði, ef jörðin væri slétt og ræktuð, en tólf hjú heyja nú allt sumarið, þá er þessu enginn gaumur gefinn.“ Þetta á nú varla lengur við sem betur fer, enda segir forsetinn á sama stað: „Hver timi hefir sínar þarfir og sitt ætlunarverk, og það er hinn sanni gæfuvegur, eins þjóðanna eins og hinna ein- stöku manna, að kunna skýrt að sjá, hvað fyrir hendi liggur á sérhverjum tíma, og að hafa manndáð og samtök til að fylgja því fram.“ — Jón Sigurðsson var frá öndverðu einn af^höfuð hvatamönnum kaupfélagsskap- arins hér á landi. Það er ég ekki viss um, að allir viti. ÞEGAR Jón Sigurðsson skrifaði varningsbókina, voru sokkar og vettlingar ein af aðal útflutn- ingsvörum landbúnaðafins, einnig nokkuð af peysum og vaðmáli. Þetta var aðallega flutt út af Norður- og Austurlandi, því að á Suður- og Vesturlandi stunduðu menn sjó á veturna. Árlega voru flutt út 100—200 þús. pör af sokkum og vettling- um, og stundum miklu meira, og auðvitað allt prjónað í hönd- unum. Árið, sem varningsbókin kom út, fengust 34—38 skild- ingar 68—76 aurar) í Kaup- mannahöfn fyrir rúmlega hné- háa sokka úr tvinnuðu bandi, og auðvitað minna í verzlun hér. Þessi útflutningur hélzt lengi fram eftir, og jafnvel ekki úr Sögunni enn, enda eru nú prjónavélar komnar til sögunn- ar. Um daginn var ég að tala við hálf áttræðan mann að norðan. Hann segist hafa prjón- að sokkana á dag í sínu ung- dæmi. En það var víst langur vinnudagur. ÞAÐ ER gömul og göfug íþrótt að rifja upp vísur og kvæði. Stundum festist ljóð í minni, en höfundurinn gleymdist. Eftir hvern, og hvaðan, er þessi vísa? Hinn ungi lítt við elli býst, annað krefur lundin; hinn .gamli stundum gleymir víst, að glöð var æskustundin. Og þessi: Brosir undir sól að sjá sveitakvöldsins næði; það er að hvísla endann á íj okkar sumarkvæði. Eða þessi: Út um dagsins opnu torg og í fylgsnum nætur, til er mörg hin sára sorg, sem án vonar grætur. Seinna rifjum við úpp fleira. EINN af lesendum baðstofu- hjalsins, Þórður Sveinsson, fyr- verandi yfirlæknir, biður að skila því, að hann álíti tvímæla- laust rétt að láta bera seint á vorin, ærnar fóðrist þá betur og meiri trygging sé fyrir því, að gróður sé kominn. Ljúkum við svo þessu tali í dag. Heimamaður. Telpukjólar úr sirsi og tvisti á 2—10 ára. Verzlun H. T 0 F T Skóiavörðustíg 5. Sími 1035. Mínnlnfif Séra Sigurður Z. Gíslason Helfrétt mér um hlustir þaut. Þegar ég heyrði hin skelfilegu afdrif séra Sigurðar, datt mér í hug, að það hlyti að minna margan á, að hjólið er valt, þótt hjarta vort sé brennheitt er það fljótt að verða kalt. Séra Sigurður er fæddur 15. júlí 1900 að Egilsstöðum í Vopnafirði. Hann tók stúdents- próf árið 1926, tvö ár gegndi hann prestsembætti í Staöar- hólsþingum, en frá 1929 var hann sóknarprestur aö Söndum í Dýrafirði. Hann var kvæntur Guðr. Jónsdóttur frá Hvammi í Landsveit og varð þeim hjón- um sex barna auðið. Þeir, sem kynntust séra Sig- urði, munu minnast hans með hlýjum huga, og fljótt munu þeir hafa fundið, að hið innra var máttugt, auðugt og hlýtt. Mun það skarð seint uppfyllt verða, sem þarna var rofið, þótt sumir haldi því fram, að allt jafnist um síðir. Séra Sigurður var hinn mesti starfsmaður á sviði efnis og anda, las og starfaði jöfnum höndum. Til líkamlegrar vinnu var hann hinn mesti garpur, og’ munu það ekki vera margir embættismenn, sem ganga jafn rösklega til allra verka, sem hann. í viðmóti var hann hinn hlýjasti, og leit á alla sem jafn- ingja sína við hvern, sem hann átti tal við, og hvers manns vanda vildi hann leysa, sem til hans leitaði. Kennari var hann með af- brigðum o.g lét sér mjög annt um framför og þroska nem- enda sinna, hvatti þá jafnan til starfs og dáða. Séra Sigurður var ágætur ræðumaður og öll prestsverk sín og önnur störf leysti hann af hendi með prýði og sérstakri samvizkusemi, að til fyrirmynd- ar er öllum þeim, sem vilja rækja starf sinnar köllunar. Heimilisfaðir var hann með af- brigðum, ástríkur eiginmaður og faðir, og er mikill og sár harmur kveðinn að eftirlifandi konu hans og börnum, og öðrum vinum hans og skyldmennum. Við fráfall séra Sigurðar máttu Dýrfirðingar segja með sanni: „Að nýju heyrist héraðs- brestur, svo hlíð og strendur kveða við“. Séra Sigurður var trúmikill maður og hefir hann efalaust tekið dauða sínum með djörfung og karlmennsku. Hann vissi vel, að „sú er dýrust sigur- króna, sem er keypt með stærstu þraut.“ Vertu sæl, þú stóra og sterka sál: „Krjúptu að fótum friðar- boðans, fljúgðu á vængjum morgunroðans, meira að starfa guðs um geim.“ Guðjón Á. Sigurðsson frá Arnarfirði. Stúlkur »g wökukonu vantar á Klepps- spítalann. Upplýs- ingar hjá yfirhjúkr- unarkonunni. Sími 2319. Nýkomið köilótt ilauei H. T o ft Skóiavörðustíg 5. Sími 1035 Lesendur! Vekið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn legt að lesa Tímann. Skrifið eða símið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Simi 2323. Samband ísl. sumvinnufélaqa: Samvinnumenn: Hafið eftirfarandi í huga: Tekjuafgangi kaupfélags er úthlutað til fé- lagsmanna í hlutfalli við viðskipti þeirra. Beztu kjötkaupín Fyrst um sinn seljum vér vænt og ágætlega verkað stórhöggið, saltað dilkakjjöt fyrir kr. 5.00 — fimm krónur — kílóið, enda sé tekið minnst y2 skr. (þ. e. 6—8 kg.) og kaupandi sæki kjötið hingað á staðinn. Frystíhúsíð Herðubreið Fríkirkjuvegi 7. Blautsápa frá sápuverksmiðjunni Sjöfn er almennt við- urkennd fyrir gæði. Flestar húsmæður nota Sjafnar-blautsápu Tilkynning frá happdrætti Hallgrímskirkju í Reykjavík. Happdrættismiðasalan er nú hafin víðsvegar um bæinn. Fást miðarnir í eftirtöldum verzlunum: Alþýðubrauðgerðinni, Laugaveg 61 og Bankastræti 2. Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar, Bókabúð ísafoldar, Bókabúð Finns Einarssonar, Bókabúð Kron, Bókabúð Austurbæjar, Bókabúð Þór B. Þorlákssonar, Bókabúð Snæbjarnar Jónssonar, Bókabúð Kristjáns Kristjánssonar, Háfnarstræti, Bókabúð Sigurjóns Jónssonar, Þórsgötu 4. Verzlun Hjartar Hjartarsonar, Bræðraborgarstíg 1, Verzlunin Ásbyrgi, Laugaveg 139, Ludvig Storr, verzlun, Laugaveg 15, Verzlun Guðjóns Jónssonar, Hverfisgötu 50, Barónsbúð. Blómabúðinni Garður, Garðastræti 2. Verzlunin Drífandi, Hringbraut 193, Kron, verkamannabústöðum við Hringbraut, Verzlunin Lögberg, Holtsgötu 1, Áfram, Laugaveg 18. Húsgagnaverzlun Reykjavíkur, Vatnsstíg 3, Höfðabakarí, Höfðahverfi, Alþýðubrauðgerðinni, Leifsgötu 32, Ásgeir Ásgeirsson, verzlun, Þingholtsstræti, Kiddabúð, Þórsgötu 14. Verzlun Sveins Þorkelssonar, Sólvallagötu 9, Bristol, Bankastræti, verzlun, Kaktusbúðinni, Laugaveg 23, Bókabúð Æskunnar, Kirkjuhvoli, Ennfremur fást happdrættismiðarnir hjá afgr. Morgunblaðsins, K. F. U. M. og hjá prestum safnaðarins. Happdrættisvinningurinn er eitt af vönduðustu íbúðarhúsum bæjarins, laust til íbúðar. Tryggt hefir verið að vmnmguriim veröi tekjuskatts-og útsvarsfrjálst. Bífreiðin R. 2000 (Ford Mercury, model 1942) er til sölu og sýnis á lögreglustöð- inni í Reykjavík. Tilboð í bifreiðina óskast send á skrifstofu lögreglustjóra fyrir 1. júní n. k. um skoðun á bifreiðum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur Samkvæmt bifreiðalögum tilkynnist hér með bifreiðaeig- endum, að skoðun fer fram frá 1. júlí til 10. ágúst þ. á., að báöum dögum meðtöldum, svo sem hér segir: Fimmtudaginn 1. júli R. 1— 100 Föstudaginn 2. — R. 101— 200 Mánudaginn 5. — R. 201— 300 Þriðjudaginn 6. — R. 301— 400 Miðvikudaginn ‘ 7.' — R. 401— 500 Fimmtudaginn 8. — R. 501— 600 Föstudaginn 9. — R. 601— 700 Mánudaginn 12. — R. 701— 800 Þriðjudaginn 13. — R. 801— 900 Miðvikudaginn 14. — R. 901—1000 Fimmtudaginn 15. — R. 1001—1100 Föstudaginn 16. — R. 1101—1200 Mánudaginn 19. — R. 1201—1300 Þriðjudaginn 20. — R. 1301—1400 Miðvikudaginn 21. — R. 1401—1500 Fimmtudaginn 22. — R. 1501—1600 Föstudaginn 23. — R. 1601—1700 Mánudaginn 26. — R. 1701—1800 Þriðjudaginn 27. — R. 1801—1900 Miðvikudaginn 28. — R. 1901—2000 Fimmtudaginn 29. — R. 2001—2100 Föstudaginn 30. — R. 2101—2200 Þriðjudaginn 3. ágúst R. 2201—2300 Miðvikudaginn 4. — R. 2301—2400 Fimmtudaginn 5. — R. 2401—2500 Föstudaginn 6. — R. 2501—2600 Mánudaginn 9. — R. 2601—2700 Þriðjudaginn 10. — R. 2701 og þar yfir. Ennfremur fer þann dag fram skoðun á öllum bifreiðum, sem eru í notkun í bænum, en skrásettar eru annars staðar á landinu. Ber bifreiðaeigendum að koma með bifreiðar sínar til bif- reiðaeftirlitsins við Amtmannsstíg 1, og verður skoðunin fram- kvæmd þar daglega frá kl. 10—12 f. h. og frá kl. 1—6 e. h. Bifreiðum þeim, sem færðar eru til skoðunar samkvæmt of- anrituðu, skal ekið frá Bankastræti suður Skólastræti að Amt- mannsstlg og skilað þar í einfalda röð. Við skoðunina skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram skír- teini sín. Komi í ljós, að þeir hafi ekki fullgild skírteini, verða þeir tafarlaust látnir sæta ábyrgð og bifreiðarnar kyrrsettar. Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma með þau á sama tíma, þar sem þau falla undir skoðunina jafnt og sjálf bifreiðin. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögun- um. Ef bifreiðaeigandi (umráðamaður) getur ekki af óviðráðan- legum ástæðum fært bifreið sína til skoðunar á réttum tíma, ber honum að koma í skrifstofu bifreiðaeftirlitsins og tilkynna það. Tilkynningar í síma nægja ekki. Bifreiðaskatturinn, sem fellur í gjalddaga 1. júlí þ. á., skoð- unargjald og iðgjöld fyrir vátrygging ökumanns, verða innheimt um leið og skoðunin fer fram. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í lagi. Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu á- vallt vera vel læsileg, og er því hér með lagt fyrir þá bifreiðaeig- endur (umráðamenn), sem þurfa að endurnýja númeraspjöld á bifreiðum sínum, að gera það tafarlaust nú, áður en bifreiðaskoð- unin hefst. Þetta tilkynnist hér með öllujn, sem hlut eiga að máli, til eft- irbreytni. Tollstjórinn og lögreglustjórinn í Reykjavík, 22. júní 1943. Jón Hermaimsson. Agnar Kofoed-Hansen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.