Tíminn - 25.06.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.06.1943, Blaðsíða 2
262 TÍMHVrV, ffistndagiim 25. jiíní 1943 66. blað Baðsfofuhjal ^ímirrn Föstudagur 25. jtím Síldarverdíd H e r mann Jónasson: Annáll óstjórnarínnar Deila sú, sem risið hefir út af ákvöröun bræðslusíldarverösins, gefur tilefni til þess, að afstaða Framsóknarflokksins til síldar- vinnslumálanna sé rakin í aðal- atriðum. Framsóknarmenn áttu for- gönguna að byggingu síldar- verksmiðja ríkisins. Tilgangur- inn var að bæta aðstöðu út- vegsins, einkum smáútgerðar- innar, sem ekki var fær um að reisa eigin verksmiðjur og varð því að sæta misjöfnum kjörum hjá einkaverksmiðjum. Þessu markmiði töldu Framsóknar- menn bezt náð þannig, að verk- smiðjurnar tækju síldina til vinnslu á kostnað eigenda. Eigendurnir fengju þá allt and- virði síldarinnar, þegar vinnslu- kostnaður væri frádreginn. Eins og kunnugt er, hefir þessari stefnu ekki verið fram- fylgt. Útgerðarmenn hafa held- ur kosið, að verksmiðjurnar keyptu síldina föstu verði, og hefir oftast verið farið að ósk- um þeirra í því efni. Reynsl- an hefir þegar sýnt, að þetta fyrirkomulag er varhugavert, ekki sízt fyrir útgerðina sjálfa. Ábyrg verksmiðjustjórn reynir jafnan að hafa ekki fasta verðið hærra en það, að hag verksmiðj- anna sé fyllilega borgið. Flest undanfarin ár Hafa líka þeir, er lagt hafa síldina inn til vinnslu, fengið betra verð en hinir, sem seldu hana strax föstu verði. Þessi tilhögun getur og skapað hættulega togstreitu um síldar- verðið, eins og nú á sér líka stað. . Þótt Framsóknarflokkurinn sé andvígur því, að verksmiðjurn- ar kaupi síld föstu verði, er það náttúrlega í samræmi við þá stefnu hans, að verksmiðjurnar séu til hagsbóta fyrir útgerðina, að fasta verðið sé eins sann- gjarnt fyrir útgerðina og fram ast þykir unnt, ef það fyrir- komulag er haft. Verksmiðj- urnar eiga að vera til fyrir út- gerðina, en útgerðin ekki til fyr- ir þær. í tilefni af þeirri deilu, sem nú stendur yfir, þykir rétt að taka það fram, að Framsóknar- flokkurinn hefir engin afskipti haft af ákvörðun síldarverðsins nú. Sú slúðursaga sósíalista er með öllu röng, að Framsóknar- flokkurinn hafi eitthvað skipt sér af því. Fulltrúar flokksins í síldarverksmiðj ustj órninni, Þor- steinn M. Jónsson og Þormóður Eyjólfsson, hafa gert tillögur sínar um síldarverðið á sína eigin ábyrgð. Þó ber þess að gæta, að aðaltillaga Þorsteins er í samræmi við stefnu flokksins, eins og sjá má á því, sem er sagt hér að framan. JSnnþá síður hefir flokkurinn reynt að hafa áhrif á verðákvörðun ríkis- stjórnarinnar. Frá sjónarmiði margra Fram- sóknarmanna mun það þykja alvarlegt við þessa deilu, ef rík- isverksmiðjunum er ekki fært að greiða sama verð fyrir síld- ina og einkaverksmiðjurnar. Það verður að telja ólíklegt, að einkaverksmiðjurnar greiði hærra verð en þær álíta sér ó- hætt. Af þessu mætti því álykta, að rekstur ríkisverksmiðjanna væri að einhverju leyti óhag- kvæmari en rekstur einkaverk- smiðjanna. Það er mál, sem þarfnast athugunar og endur- bóta, ef veilur kæmu í ljós. En framtíðarmarkið í þessum málum verður að vera það, að verksmiðj urnar taki aðeins síld til vinnslu á reikning eig- enda. Það útilokar slíkar deilur og nú eiga sér stað og tryggir hverjum það, sem honum ber. Um leið og slíku fyrirkomulagi væri komið á til frambúðar, væri rétt að veita útgerðar- mönnum og hlutasjómönnum hlutdeild í stjórn verksmiðj- anna. Verksmiðjurnar yrðu þá undir sameiginlegri stjórn ríkis- ins, útgerðarmanna og hluta- sjómanna eða allra þeirra aðila, er hafa hagsmuna að gæta 1 þessu sambandi. Það er eðlilegt, að sjómönnum og útvegsmönnum svíði það, að þeir fá ekki hærra verð fyrir íslendingar, er annála rituðu, eru yfirleitt þekktir að sam- vizkusemi og heiðarleik. Þeir voru menn, sem vildu geyma seinni tíma sannan fróðleik um liðna atburði, menn og málefni. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins hefir undanfarið birt í Morgunblaðinu skýrslu, er hann flutti á landsfundi flokksins, um stj órnmálaatburði seinustu árin, sérstaklega þó um þá at- burði, er gerðust í tíð stjórnar hans. Það er háttvísi, er fæst- um kemur reyndar á óvart, að formaður kallar þessar sögur sínar sannan annál um atburð- ina. Er það vel að verið að líkja sjálfum sér þannig við hina þekktu og sannleikselskandi annálaritara, og þó dálítið bet- ur, þegar þess er gætt, að stór hluti af frásögninni eru skrök- sögur, sem hafa verið hraktar opinberlega margsinnis, og því næstum víst, að „annálaritar- inn“ skráir annál sinn mót betri vitund. En ef til vill ber að afsaka þetta og hólið um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins með því, að margur er blindur í sjálfs sín sök. En hvað sem því líður, hygg ég, að það sé sanni nær, að þegar annáll þessa tímabils, — seinni hluti ársins 1942, — verður skráður óhlutdrægt, verði það talið mesta óstjórnar- og niðurlægingartímabil í sögu þjóðarinnar fram til þessa, síð- an stjórnin var flutt inn í land- ið. Á skömmum tíma tókst þessari stjórn að tvöfalda dýr- tíðina í landinu og gera hana óviðráðanlega. Þjóðin mun súpa beiskar dreggjar þess á kom- andi árum. Það muH og þykja með ein- dæmum í annálum, að þessi stjórn hefir játað, að hún hafi keypt sér fylgi sósíalista með því loforði, að aðhafast ekki neitt, er ágreiningi ylli í dýrtíðarmál- inu, sem varðaði þó fjárhag og framtíð þjóðarinnar meir en allt annað, hvernig færi úr hendi. Þar afsalaði stjórnin sér völdunum — í því máli mætti hún engu ráða, ekki gera á- síldina í ár en í fyrra, þótt lýsis- verðið hafi hækkað, því að allur hagnaðurinn af lýsíshækkun- inni rennur til annarra, sem vinna að þessari framleiðslu. Það getur vitanlega ekki gengið til lengdar, að sjómenn og út- vegsmenn beri einir áhættuna, en aðrir, sem að þessum rekstri vinna, enga. Hér er um ósann- girni að ræða, sem verður að bæta úr. Þ. Þ. Eiðar og Hallormsstaður. Austurland á enn þá engan heimavistarbarnaskóla, en á Eiðum og Hallormsstað eru menntastofnanir æskunnar á Austurlandi. — Eiðaskóli hefir oft átt þungt fyrir fæti á liðn- um áratugum, en hin síðari ár hefir hann þó einkum skort eitt í samanburði við aðra slíka skóla, en^það er sundlaug, og bygging hennar hafði dregizt mjög. En á síðastliðnu skólaári varð byggingin fullgerð, og síðasta mánuð skólatímans nutu nem- endur laugarinnar. — Vandað- ur fimleikasalur og ágæt sund- laug á sama ári. Það var nyt- söm og fögur framkvæmd. — „Sá fær byr, sem bíður,“ segir gamall ísl. málsháttur. Fyrir biðina fær Eiðaskóli velheppn- aða sundlaug, sem hituð er samkvæmt nýjustu tækni í þeirri grein. Enginn ofn er í fimleikasalnum eða lauginni. Heitu lofti er dælt inn í salina, en vatnið í lauginni er hitað og hreinsað með miðstöðvar- hringrás, svo að ekki þarf að skipta um vatn í lauginni. — Framkvæmd þessi tókst svo vel, að hún fór fram úr því, sem greining. Um þetta liggur fyrir eftirminnileg játning á prenti frá stjórnarformanninum. Þetta og margt fleira verður áreiðanlega geymt í annálum sögunnar, þótt gleymzt hafi að skrá það í annál formanns Sj álf stæðisf lokksins. En vel á minnst, þetta með annálinn minnir á annað. í „til- kynningum frá ríkisstjórninni“ höfðu landsmenn yfirleitt van- izt því, að farið væri með það, sem er satt. — Þessi umtalaða ríkisstjórn gerði sér hægt um hönd, ef hún þurfti að fá lands- menn til að trúa einhverju. Hún gaf út um það „tilkynningu frá ráðuneytinu" eða ríkisstjórn- inni í einni slíkri tilkynningu var landsmönnum allra miidi- legast tilkynnt, rétt fyrir kosn- ingar, að þeir gæti fengið gnægð síldar- og fiskimjöls. Þetta dugði — kjósendur trúðu. En rétt eftir að atkvæðaseðillinn var kominn í kassann, var til- kynnt, að hin fyrri tilkynning hefði verið röng — frá því var ekki skýrt, að hún hlyti að hafa verið vísvitandi röng. En afleið- ingar þessarar ósannsögli gátu landsmenn áreiðanlega séð í vor í ömurlegum myndum hjá von- sviknum búfjáreigendum. Þetta verður vissulega, ásamt svo mörgu öðru, skráð dökku letri í annála sögunnar, að ógleymdri yfirlýsingu forsætisráðherrans um lokaskrefið í sjálfstæðismáli þjóðarinnar, sem átti að stíga á sumarþinginu 1942. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks- ins sagði af sér eftir haustkosn- ingar 1942, en gegndi stjórnar- störfum áfram. Stjórnarforset- inn kom því til vegar við ríkis- stjóra, að hann fengi flokkana til að nefna fulltrúa í nefnd til að reyna að semja um allra flokka stjórn. Það var gert. Starf nefndarinnar varð árangurs- laust, — enda vitað fyrirfram, svo sem á málum hafði verið haldið. — En þegar kom nokk- uð fram á þingið, gerðist at- burður í efri deild Alþingis. Magnús Jónsson ráðherra sagði, að ef til vill færi stjórnin bráð- lega fram á traustsyfirlýsingu frá þinginu. Ef þingið gæti ekki myndað stjórn, sæti sú stjórn á- fram, sem sagt hefði af sér og í sama rétti og þingræðisstjórn. Það sýndi sig síðar, hvað þessi storkun þýddi. Þegar að því kom, að ríkis- stjóri léti stjórn Sjálfstæðis- manna hætta störfum og skip- aði stjórn í hennar stað, gerðist mjög eftirtektarverður atburð- ur, sem lengi mun í minnum beztu vonir gerðu ráð fyrir, og virðist þarna að nokkru leyst það vandamál, að hita sund- laugar á köldum stöðum. Þessi sundlaug á Eiðum mun efla sundkunnáttu á Austur- landi og verða æskulýð Austur- lands heilsu- og hreysti-gjafi. Skólinn á Hallormsstað er byggður í fegursta umhverfi Austurlands. Byggingin er í fornum íslenzkum bæjastíl og glæsileg að útliti. Skólinn hefir enn ekki starfað, nema röskan áratug, en vafalaust mun áhrifa hans þegar gæta í híbýlaprýði og heimilismenningu margra heimila á Austurlandi og víðar. Skáldið í Skriðuklaustri. Ég get ekki rætt svo um menningar-miðstöðvar Héraðs- ins, að ég ekki minnist Gunnars skálds í Klaustri. Ég ætla þó ekki í þessum þátt- um að fara að ritdæma skáld- verk hans, eða skrifa um þau lofræður. Þau vinna sér lof án míns tilverknaðar. Með ritum sínum hefir Gunnar skáld reist sér minnisvarða, sem mölur og ryð fær ekki grandað, en mig langar til að minnast hér á ann- an minnisvarða, er Gunnar hafður í stjórnmálasögu þjóð- arinnar. Formaður Sjálfstæðis- flokksins kallar saman fund og sendir nokkra þingmenn flokks- ins til ríkisstjóra. Þar mótmæla þeir því mjög eindregið, að rík- isstjóri léti stjórn Sjálfstæðis- manna, er sagt hafði af sér, hætta störfum. Þessi staðreynd bendir því til þess, að þegar Sjálfstæðisflokkurinn rauf sam- starfið á kjördæmamálinu og myndaði stjórn, hafi hann þá þegar búið yfir þessu herbragði, sem þarna opinberast. Áætlunin var þessi: Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur verða of fá- liðaðir til að geta myndað stjórn saman. Sósíalistar fara ekki í stjórn með þeim. Þess vegna hljótum viö að geta setið við völd, ef við komumst í stólana, því að það hefir verið algeng- ast hér og víða erlendis, að stjórn, sem segir af sér, fer með völd unz ný þingræðisstjórn er mynduð. — Þetta var ekki ó- hyggilega hugsað, þótt það kæmi ekki alveg heim við það „sem segir í „annálnum", að Sjálfstæðismenn hafi sýnt þá „fórnarlund“, að ætla aðeins að stjórna meðan „umbótum" á kjördaémaskipun var siglt í höfn. Flokksmenn voru svo látnir þakka fyrir fórnarlund- ina, kjarkinn og allt þetta, sem við þekkjum. Þegar stjórn Sjálfstæðis- manna var sett frá völdum, stóðu eftir meðal annars þess- ar staðreyndir: Flokkurinn hafði, um leið og hann tók ábyrgð á stjórn lands- ins, afsalað sér að ráða í dýr- tíðarmáliyn. Dýrtíðin hafði líka tvöfaldazt. Flokkurinn lofaði forustu á Al- þingi eftir „umbæturnar" á kjördæmaskipuninni. Á Alþingi var engin slík forusta — en allt í upplausn. Eina forustan, sem þjóðin hefir orðið vör við, er sú, að köma fram „umbótum“ á kjör- dæmamálinu með þeim árangri, að Alþingi var óstarfhæft eftir, og er það enn. — Þessi var viðskilnaðurinn. Þegar þessa er gætt og það bætist ofan á reynsluna af sam- starfinu við Sjálfstæðismenn, er það ekkert undarlegt, að Framsóknarflokkurinn sé ófús til samstarfs við flokk, er þann- ig stefnir og beitir svo ógeð- felldum vinnubrögðum. En þaö var eðlilegt, að flestir Framsóknarmenn um allt land litu svo á, að þingmönnum flokksins bæri að gera það, sem (Framh. á 4. síðuj skáld hefir reist á Austurlandi, en það er byggingin í Skriðu- klaustri. , Þegar maður kemur utan Fljótsdalinn frá Bessastöðum og sér heim að Skriðuklaustri, virðist byggingin ekkert áber- andi. Að ytra útliti fellur hún svo vel inn í landslagið, að manni getur farið eins og einum vini Gunnars Gunnarssonar, er sagði við hann, að vel væri hægt að villast á því, hvort væri gert fyrr, húsið eða hlíðin og um- hverfið.-------- Bæjarhúsin nýju í Skriðu- klaustri eru geysimikil álmu- bygging í dálitlum halla. Ekki hefi ég tölur um grunnflöt bygg- ingarinnar, en hann er stór. Fyrst voru steyptir innri vegg- ir úr öflugri steinsteypu, en síð- an var ytri veggur hlaðinn úr hnullungsgrjóti í sements- blöndu, en milli veggja var fyllt með þurru torfi. Eru því veggir í heild mjög þykkir. Að utan líta veggirnir út mjög líkt gömlum veggjum, hlöðnum úr streng og hnull- ungsgrjóti, en þarna er stein- límssteypan í stað torfstrengja. Byggingin er stílhrein, vönduð og einkennilega fögur. Tel ég það engan efa, að þarna séu sér- kennilegustu og frumlegustu bæjarhús á íslandi. Framtíð Fljótsdalshéraðs. Ef góð höfn hefði verið frá náttúrunnar hendi við ósa Jök- MARGIR KUNNA LEIK, sem heitir: Að láta orðið ganga. Skemmtunin er sú, að heyra, hvernig orð getur afbakazt, ef því er hvíslað milli 10—20 manna. Þeir, sem lesa á prenti það, sem þeir hafa sjálfir skrif- að, gætu stundum látið sér detta í hug, að prentarar og prófarkalesarar hefðu látið orð- ið ganga. í síðasta baðstofu- hjali var „kristileg ögun“ orðin „hræðileg ögrun“, þegar það kom í blaðinu, en „brezkur“ maður var orðinn „merkur“ maður, og er það kannske skoð- un prentsmiðjunnar, að slíkt fari að jafnaði saman. PRENTARARNIR segja auðvit- að að þetta sé af því, að handrit- ið hafi verið svo illa skrifað.Og ekki skal ég bera á móti því, að það kunni að vera ástæðan. Það er gaman að hafa fallega rit- hönd og nauðsyn, að skriftin sé skýr. Einu sinni fletti ég nokkr- um kirkjubókum á þjóðskjala- safninu, og ég var alveg hissa á því, hvað prestarnir höfðu yf- irleitt skrifað illa. Nú til dags er talið, að læknar skrifi verst allra manna, (að minnsta kosti ógreinilegast). Við íslendingar munum yfirleitt eiga góða lækna, en þetta er ósköp leiðin- legt. Ef þeir ekki bæta ráð sitt, væri réttast að setja lög um að vélrita alla lyfseðla. Svo. er eins og fjölda manns finnist höfð- ingsbragur á því að skrifa illa nafnið sitt. TIL ERU MENN, sem ekki geta lært að skrifa vel. Stundum hafa þeir skrifkrampa, og svo er höndin misjafnlega hög við þetta eins og annað. Einu sinni var bóndi, ríkis- og mektarmað- ur í sinni sveit. Við skulum kalla hann Ketilbjörn. Hann hafði mál að kæra fyrir sýslumanni og sendi erindi sitt skriflega með pósti. Svo liðu margir mán- uðir og aldrei kom svar. Um vórið kom sýslumaður að þinga. Fyrsta verk hans var að draga bréf upp úr vasa sínum og biðja Ketilbjörn að lesa það. Þetta var langt bréf, en Ketilbjörn gat ekki lesið nema fyrstu blaðsíð- una. Þetta var þá bréfið, sem hann hafði sjálfur skrifað sýslumanni. Enginn maður mun nokkurntíma fá að vita, hvað í þes'su bréfi hefir staðið. NÚ SKRIFA MENN með sjálf- blekung eða pennastöng með stálpenna. Fyrrum var skrifað með fjaðrapennum. Beztar voru hrafnsfjaðrir. Frá þeim tíma er vísan: Þessi penni þóknast mér, því hann er úr hrafni; hann hefir skorið geiragrér, Gunnlaugur að nafni. í fornöld klöppuðu menn stafi í stein. í þeim stöfum urðu all- ulsár eða Lagarfljóts, þá hefði Fljótsdalshérað haft jafngóða aðstöðu og Borgarfjarðar- undirlendi, og um landgæði og fegurð stendur það ekki Borgar- firði vestra að baki, en erfiðar samgöngur og fjarlægð til höf- uðborgarinnar hefir gert þar allan búrekstur erfiðari, en þó einkum húsabætur. Það væri freistandi að skrifa langan þátt um það, sem gera mætti til framfara fyrir þessa fögru byggð, en það mun þó ekki gert í þéssum þáttum. Ég vil aðeins drepa á nokkrar framkvæmdir, sem allir telja að gera þyrfti. Veginn frá Reyðarfirði um Fagradal þyrfti að endurbyggja, svo að hann yrði bílfær mestan hluta ársins. Á hentugum stað á Héraði þarf að rísa upp sam- vinnubyggð, verzlunar- og iðn- aðarbær með ræktun og land- búnaði. Lagarfoss þyrfti að virkja, svo að kraftar hans gætu breytzt í yl og birtu fyrir allt Austurland. Verkefnin bíða þess að dug- mikill og bjartsýnn æskulýður leggi hönd á plóginn og hrindi þeim í framkvæmd. Þáttalok. Þessum ferðaþáttum er nú lokið, og eru ef til vill.nú þegar of langir, og bið ég íbúa viðkom- andi héraða afsökunar á því, ef rangt er farið með eitthvað. En ég á þó eftir að minnast á æði margar sveitir, dali, firði og ar línur að vera beinar. Það voru rúnirnar. N. N. SKRIFAR: „Má ég leggja orð í belg um kirkjusókn í sveit- um? Mörgum þykir hún lítil, sem von er. En þá ættu menn að hugsa um, að messufólki þarf að geta liðið sæmilega í kirkju sinni. Fyrir skömmu var ég við fermingu í kalsaveðri. Kirkjan var óupphituð og súgur um glugga og dyr. Fjöldi fólks sat í kirkjunni yfirhafnarlaus, fermingarbörnin, a. m. k. stúlk- urnar, í algerlega skjóllausum fötum. Presturinn í silkisokkum og þröngum lakkskóm, enda var honum sýnilega kalt á fótunum, því að það var eins og hann gæti aldrei staðið kyrr. Ég sá það vel, að sumar litlu stúlk- urnar skulfu fyrir altarinu, ekki af geðshræringu, heldur af kulda. Það er varla von, að fólk geti notið guðsþjónustunnar eða kirkjufriðarins, þegar svona er ástatt. ÉG LEYFI MÉR að fara fram á það við herra biskupinn, að hann skrifi öllum sóknarprest- um landsins um þetta mál, og helzt sóknarnefndarformönn- unum líka. Ef ekki er hægt að hita 'upp kirkjurnar, er eins gott að'rífa þær. Það er fagurt og gott að byggja dómkirkju í Reykjavík fyrir tíu miljónir, en gleymið samt ekki smælingjun- um, sem skjálfa í litlu og lágu kirkjunum sínum úti um lands- byggðina. Ég held líka, að það væri alveg ágætt, ef biskupinn vildi skrifa prestunum einhvers konar „hirðisbréf" a. m. k. einu sinni á ári. Það er ekki nauð- synlegt að prenta þessi bréf. Þau mættu vera fjölrituð, því að efni þeirra á að vera þannig, að það komi fyrst og fremst prestunum við, sé fræðsla og leiðbeining í starfi þeirra, stund- um kannske áminningar, og þá er ekki ævinlega rétt, að þær komi fyrir augu sóknarbarn- anna. Þær geta gert sitt gagn alveg eins fyrir það. Merkur kirkjunnar þjónn sagði nýlega: „Hæfileikinn til að vera prestur er í þvi fólginn að geta glaðst með glöðum og hryggst- með hryggum.“ Svona ummæli og önnur slík myndu prestunum sjálfsagt þörf og kærkomin í hirðisbréfum frá biskupi sín- um.--------- OG SVO eru það kirkjugarð- arnir. Hörmung er að sjá þá, marga hverja. Ég held, aö það ætti að reyna að fá kvenfélögin eða ungmennafélögin til að taka að sér kirkjugarðana, girða þá og gróðursetja í þeitn tré.“ NÚ er 17. júní nýliðinn. Myndi þá ekki vera ráð að biðja forset- ann að taka þátt í baðstofu- (Framh. á 3. síðu) fagrar byggðir. Ég hefi ekkert rætt um héraðið frá Fáskrúðs- firði að Almannaskarði, en á þeirri löngu strandlengju er margt að sjá. Þar er Lónið, fög- ur og grösug sveit, sem Jökulsá og fleiri ár hafa herjað á. Mikið land hefir eyðst í kringum Bæ, landnámsjörð Úlfljóts lögsögu- manns, og verður það tjón vart til peninga metið, sem jöklarnir hafa gért. Á Þvottá í Álftafiröi bjó Síðu-Hallur, sem kunnugt er. Eru þættir þeirra Úlfljóts og Síðu-Halls merkilegir í sögu landsins, þar sem hvorugur er kenndur við vígaferli eða of- beldisverk. Ég hefi í þáttum þessum vilj- að miðla lesendum broti af þeirri ánægju og hrifningu, sem það veitir mér jafnan að sjá ný héruð og kynnast góðu fólki. Ég hefi líka viljað með þess- um þáttum hvetja alla, sem þess eiga kost, að kynna sér landið og strjálbýlið, og temja sér að ferðast með augu og eyru opin. Hvert hérað og hver sveit og byggð á marga ógleymanlega fagra staði og í hverri byggð er margt fólk, sem ánægja er að kynnast. Traust mitt á landi og þjóð hefir aukizt við aukna kynningu og ég dáist að þreki og lífsgleði þeirra, er afskekktir búa við lítil þægindi. ttbrciðið Tímann! Stefán Jónsson, skólastjóri: Ferðaþættlr j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.