Tíminn - 02.07.1943, Page 1

Tíminn - 02.07.1943, Page 1
RITSTJÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Eímar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. RITSTJÓRI: | | ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ' ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. j S PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. < ( Simar 3948 og 3720. < 97. érg. Rcykjavik, föstudagiim 2. júlí 1943 68. blað * Verð á bræðslnsíld ákveðíð 18 kr. málið Þingflokkarnir fallast á að taka ábyrgðina á ríkissjóð Heiir meírí hluti verksmiðjustjórnarinnar oi mikiila eigin hagsmuna að gæta við ákvörðun síldarverðsins? Eins og áðnr hefir verið frá skýrt hér í blaðinu, kom upp deila út af föstu verði á bræðslusíld við Síldarverk- smiðjur ríkisins. Tíminn hefir snúið sér til Vilhjálms Þórs, atvinnu- málaráðherra og fengið þessar upplýsingar: „Samkvæmt lögum eiga verk- smiðjurnar að taka síld til vinnslu af framleiðendum og skila þeim sannvirði fyrir. En ráðherra er heimilt að ákveða, að síldin skuli einnig keypt föstu verði, að fengnum tillög- um verksmiðjustjórnar. Um leið fellur sú ábyrgð á ráðherrann, að gæta þess, að fjárhag verk- smiðjanna sé borgið á hverjum tíma eftir því, sem unnt er að sjá fyrir. Að þessu sinni lagði meiri hluti verksmiðjustjórnar til, að síldin yrði keypt föstu verði á 18 kr., einn þeirra með þeim fyrirvara, að hann kysi helzt að síldin yrði ekki keypt, heldur lögð inn til vinnslu, og formað- urinn taldi ekki varlegt að á- kveða fasta verðið hærra en 17 krónur. Ráðuneytið taldi ,að athug- aðri rekstursáætlun verksmiðju- stjórnar, að ekki væri tryggt, að verksmiðjurnar yrðu reknar hallalaust í sumar, með því að kaupa fyrir 18 kr. og ákvað verðið þvi nokkru lægra, ef síldarmagnið yrði undir 700 þús. málum, en vitanlega verð- ur vinnslukostnaður tiltölulega lægri, því meira sem síldar- magnið er. Auk þess tel ég æskilegast að síldin sé lögð inn til vinnslu gegn sannvirðisgreiðslu. Ætti það að liggja beint við, að taka þann kostinn, ef síldarverðiö þykir of lágt áætlað. Verði halli á síldarkaupum verksmiðjanna gegn föstu verði, hlýtur það að lenda á útgerðinni í heild. Það á ekki að reka síldarverksmiðj- urnar sem áhættufyrirtæki. Meirihluti verksmiðjustjórn- ar var ófús að sætta sig við þessa ákvörðun og ritaði þing- flokkunum bréf og skoraði á þá að mæla með því við ráðuneyt- ið, að það féllist á að greiða kr. 18 fyrir málið, hvort sem síldar- magnið yrði mikið eða lítið. í fyrra dag bárust ríkisstjórn- inni svör þingflokkanna, nema Alþýðuflokksins, þar sem þeir leggja til eða fallast á, að ríkis- verksmiðjurnar kaupi síldina föstu verði á 18 kr., enda þótt halli kunni að verða á rekstr- inum. Þar sem meiri hluti Alþingis stendur að þessum áskorunum, hlýtur ríkisstjórnin að líta á þær sem fyrirmæli þingsins, og hafi þingflokkarnir þar með tekði ábyrgðina á sínar herðar. Ráðuneytið hefir þá og fyrir sitt leyti fallizt á, að ríkisverk- smiðjurnar kaupi síldina föstu verði á 18 kr. málið, og hefir ritað verksmiðjustjórninni bréf þess efnis.“ Fer bréfið hér á eftir: Bréf ráðnncytisms til verksmið j ust j órnar- iirnar „Samkvæmt lögum um síldar- verksmiðjur ríkisins, má verk- smiðjustjórnin ekki kaupa síld föstu verði nema leyfi atvinnu- málaráðherra komi til. Ráð- herra skal þá og kveða á um hvaða veröi keypt skuli. Stjórn síldarverksmiðjanna lét gera rekstursáætlun íyrir yfirstandandi ár eins og venja er til Þssi áætlun sýnir, að með 500 þús. mála «síldarmagni geta verksmiðjurnar ekki keypt síld- ina sér að skaðlausu fyrir 18 kr. málið, þó að tekið sé tillit til mealfitumagns síðustu 5 ára og aðrar breytingar á áætluninni gerðar, vegna bættrar aðstöðu verksmiöjanna frá síðastliðnu ári. Vegna þess var ekki talið rétt að leyfa föst kaup með 18 kr. verði, ef síldarmagnið næði ekki vissu marki. Með því að miðstjórnir þing- flbkkanna hafa nú látið í ljós þann ákveðna vilja, að ríkis- verksmiðjurnar kaupi síld föstu verði fyrir 18 kr. málið, án til- lits til síldarmagns, og þar sem ríkisstjórn telur að þingflokk- arnir hafi með þessu mælt stjórnina undan allri ábyrgð á því, þótt halli kynni að verða á rekstri verksmiðjanna vegna þessarar ákvörðunar, og ríkis- stjórnin væntir þess einnig að flokkarnir vilji styðja að því að halli, sem verða kynni af greindri ráðstöfun, yrði ríkis- verksmiðj unum bættur úr rik- issjóði, hefir verið ákveðið að heimila síldarverksmiðjum rík- isins að kaupa föstu verði síld á komandi vertíð fyrir 18 kr. málið, án tillits til síldarmagns.“ Afstaða Framsóknar- flokksius Afstaða Framsóknarflokksins í þessu máli er skýrt mörkuð í svari hans til ríkisstjórnarinn- ar. Flokkurinn leggur áherzlu á, að samkvæmt ákvæðum laga um Síldarverksmiðjur ríkisins, ætti öll síld að vera tekin til vinnslu, svo að eigendur fengju aannvirði, og telur þann sið hafa verið illu heilli upp tekinn að reka síldarverksmiðjur ríkis- ins sem áhættufyrirtæki og samkeppnisfyrirtæki, með því að kaupa síldina fyrir fram á- kveðnu verði. Þykir rétt að birta svar Framsóknarflokksins hér í heild, svo að ekki fari milli mála: „Formaður þingflokks Fram- sóknarmanna hefir, um leið og hann fór í ferðalag, sem hann gat ekki frestað, afhent mér bréf frá meirihluta stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins, sem þær hafa ritað þingflokkunum um ákvörðun- bræðslusíldar- verðs. Það hefir reynzt ógerningur að ná til nema fárra Framsókn- armanna á þessum stutta tíma. Framsóknarþingmenn virðast yfirleitt líta á málið þannig: Deilan stafar af því, að ekki hefir verið farin sú leið, sem upphaflega var mörkuð, að greiða vinnsluverð. Með því að kaupa síld fyrirfram ákveðnu verði, er hætt við að slíkri deilu, sem nú stendur yfir, sé boðið heim. Það er ógerningur fyrir þing- menn, sem engin gögn hafa í höndum, að dæma um það, hvaða verð verksmiðjurnar geti greitt án þess að verða fyrir reksturstapi, — sem vafasamt er, samkvæmt nýföllnum hæstaréttardómi, að ríkinu beri að greiða, ef verksmiðjurnar geta ekki staðið undir því sjálf- ar. Samkvæmt þessu líta Fram- sóknarþingmenn svo á, að spurningin sé um það, hvort ríkið eigi að taka á sig þann halla, sem skapast kynni af 18 króna verði, ef til kæmi. — Fall- ast því á, fyrir sitt leyti, að ríkið taki á sig áhættuna af því að ákveða kaupverðið 18 krónur eins og nú stendur. — “ Hermann Jónasson (e.u.) llagsmunir verk- smiðj ustj ór nar iimar Tíminn sér ekki ástæðu til að rekja þetta ágreiningsmál nán- ar að þessu sinni, en vill aðeins vekja athygli á því, að eins og sakir standa, ráða þrír menn í verksmiðjustjórninni yfir veru- legum hluta síldar þeirrar, er verksmiðjur ríkisins vinna úr. Þeir hafa því mikilla einka- hagsmuna að gæta við ákvörð- un síldarverðsins, sem von er. Löggjafinn hefir sjáanlega vilj- að setja almennt öryggi gegn slíkri freistingu með því að leggja ákvörðun fasta síldar- verðsins undir álit og úrskurð atvinnumálaráðherra. Það er því hrein skylda hans að segja til, ef hann álítur, að rannsök- uðu máli, að áætlun verk- smiðjustjórnarinnar tefli fjár- hag verksmiðjanna á of tæpt vað. Telji framleiðendur verðið of lágt, eiga þeir kost á að leggja síldina inn til vinnslu og fá þá hagnaðinn, ef fasta verðið hefir verið of lágt. Enginn maður úr verksmiðju- stjórninni ætti að hafa leyfi til að selja síld föstu verði. Þeir ættu auk þess að telja sér sið- ferðilega skylt að leggja hana inn fyrir sannvirði, svo að tryggt væri að verksmiðjurnar töpuðu ekki vegna viðskipta við þá. Gjöf í. S. í. til U. M. F. I. Benedikt G. Waage, forseti í- þróttasambands íslands, var meðal heiðursgesta á landsmóti ungmennafélaganna að Hvann- eyri um síðustu helgi. Á laugar- dagskvöldið flutti Benedikt ræðu á skemmtisamkomu, sem haldin var þar í leikfimishúsinu. Þakkaði hann ungmennafélög- unm störf í þágu íþróttamál- anna og afhenti U. M. F. í. að gjöf forkunnar vandaðan borð- fána á silfurstöng, er Ríkarður Jónsson hafði letrað á. Séra Ei- ríkur J. Eiríksson, sambands- stjóri U.M.F.Í., þakkaði hin vin- samlegu ummæli í garð ung- mennafélaganna. Þarna fluttu einnig ræður sr. Jakob Jónsson og Sigurður Greipsson, Haukadal, en ætt- Loítárásir á Meginatburðir styrjaldarinn- ar síðustu vikur, síðan Þjóð- verjar og ítalir hörfuðu úr Norð- ur-Afríku, hafa verið loftárásir Bandamanna á meginland Evr- ópu. í hverjum einasta frétta- tíma útvarpsstöðvanna er sagt frá nýjum árásum á borgir, iðjuver, flotahafnir og herstöðv- ar. Heilar borgir eru lagðar í rústir og mestu mannvirkjum jafnað við jörð á svipstundu. Hinar hörðu loftárásir Þjóð- verja á England árið 1940 eru hégómi hjá því, sem nú dynur yfir meginlandið. Harðast hafa Rínarlöndin og ýmsar borgir Ítalíu orðið úti. Þar eru stór- fengleg verksmiðjuhverfi víða orðnar gjallhrúgur einar og hafnarkvíarnar legstaðir sokk- inna skipa og sundurtættra ból- virkja. Sömu sögu er að segja frá mörgum stöðum í herteknu löndunum, þar sem Þjóðverjar höfðu mestan viðbúnað eða iðn- rekstur í þágu hernaðarins: Stöku menn láta jafnvel í veðri vaka, að nógu hlífðarlaus- ar og harðskeyttar loftárásir myndu einar saman megna að koma Þjóðverjum á kné, en flestir, sem vit hafa á, telja slíkt 3á fjarri lagi. Hins vegar séu vægðarlausar loftárásir nauð- synlegur undirbúningur til þess að lama mótstöðuþróttinn áður en innrás er hafin. Vissulega eru slíkar loftárás- ir mjög harðýðgislegar, en allur hernaður er miskunnarlaus. Bandamenn rifja og upp, hverj- ir hafi fyrstir orðið til þess að beita þeirri hernaðaraðferð. Það var ítalskur hershöfðingi, Douhet, sem fyrstur manna boð- aði hinn „algera lofthernað". Hann skrifaði um þetta efni bækur, sem mjög voru lesnar af öllum forráðamönnum þýzka og ítalska flugliðsins, en fram- kvæmdar voru kenningar hans fyrst í Abessiníustríðinu og borgarastyrjöldinni á Spáni. Vakti það á þeim tímum mikla hrifningu í löndum fastista, hve áhrifamikill hinn „algeri loft- hernaður" væri. En nú vill svo einkennilega til, að ekkert land er jafn berskjald- að gegn loftárásum andstæð- inga sem Ítalía sjálf. Það er því örlagaglettni, að hinn fyrsti talsmaður þessarar hernaðarað- ferðar á almennum vettvangi skyldi vera ítali. Frá Reggíó til Brennerskarðs eru hin ákjós- anlegustu skotmörk lofthers, sem hugsazt getur. Fyrst er þess að geta, að ítalir hafa ekki skeytt að dreifa iðju- verum sínum um landið eins og Þjóðverjar og Bretar hafa gert. Mussolini hefir ekki búizt við, að óvinaveldi fengi nokkurn tíma aðstöðu til loftárása á landið. Meginhluti ítalska iðn- aðarins er við átta borgir í Norð- ur-ítaliu. Á þessum iðnaðar- borgum grundvallast stríðs- rekstur ítala. Þessar borgir eru nú allar innan þess svæðis, sem fluglið Bandamanna nær til, enda hafa þær þegar verið sótt- ar heim, þótt eigi hafi þeim enn verið greidd slík atlaga, sem sumum þýzkum iðjuverum í Rínarlöndum. Þessi iðnaðar- hverfi eru: Mílanóhéraðið, þar sem framleidar eru stálvörur, sporvagnar, bryndrekar, vélar og efnivörur. Túrínhverfið, þar sem gerðar eru flugvélar og járnbrautarvagnar og vefnað- jarðarljóð voru sungin á milli. Viggó Nathanaelson sýndi kvik- myndir og að lokum var dansað. Samkoman fór fram í leikfim- ishúsi skólans og komust fæst- ir, að af því mikla fjölmenni, er þá var komið að Hvanneyri. Áttu ræðuhöldin að fara fram úti, en vegna þess að rignt hafði um kvöldið, var frá því horfið. Fór samkoman hið bezta fram eins og landsmótið allt. meginlandið arvörur unnar. Genúahérað, þar sem einkum eru skipasmíða- stöðvar og þungaiðja, og auk þess sprengiefni unnin. Spezía- héraðið, þar sem eru efnasmiðj- ur, þungaiðnaður og flotastöðv- ar. Bologna, þar sem er sprengi- efnagerð, þungaiðnaður og klæðaverksmiðjur. Reggíó, þar sem eru flugvélasmiðjur, afl- vélasmiðjur og vélsmiðjur. Fen- eyjahéraðið, þar sem eru skipa- smiðastöðvar, bryndrekasmiðj - ur, flugvélastöðvar og málm- bræðslur. Og loks Trieste, þar sem eru skipasmíðastöðvar, flotahöfn, flugvélasmiðjur og efnasmiðjur. Jafnframt eru margar þess- ara borga mestu samgöngumið- stöðvar landsins, til dæmis Míl- anó og Túrin. Það er því eigi aðeins iðnaðurinn, sem auðvelt er að leggja í rústir, heldur er einnig mjög létt að ónýta samgöngukerfið. En eitt er þó, sem framar öllu öðru veldur því, hve aðstaða í- tala er ill. Það eru rafstöðvarn- ar. Á rafmagninu byggist allur iðnaður landsmanna, samgöng- urnar og landbúnaður að nokkru leyti. Rafstöðvarnar eru fáar og stórar. Ef þær hlytu sömu út- reið og stíflur Þjóðverja í Ruhr, myndi af því leiða algera tor- tímingu gífurlega stórra svæða. Ef til vill hefir það hlíft ítölsku stíflunum, að Bandamönnum hrýs hugur við að hersetja á eftir land, er slíka útreið hefði fengið. Boð að Kolviðarhóli Síðastliðinn þriðjudag buðu hinir nýju gestgjafar að Kol- viðarhóli, þeir Davíð Guð- mundsson og Svavar Kristjáns- son, blaðamönnum til veizlu, er haldin var þar á staðnum. Auk blaðamanna sátu veizlu þessa ýmsir forustumenn skíðadeildar í. R., formaður félagsins, Páll Hallgrímsson sýslumaður Árnes- sýslu og frú Valgerður Þórðar- dóttir, en hún hefir sem kunn- ugt er nýlega látið af störfum sem forstöðukona þessa mynd- arlega og vinsæla íþróttaheim- ilis og veitingastaðar. Undir borðum voru margar snjallar ræður fluttar fyrir minni frú Valgerðar og henni þakkað það starf, er hún hefir innt af höndum á Hólnum um 42 ára skeið. Sýslumaður Árnes- sýslu, Páll Hallgrímsson færði henni að gjöf forkunnar fagra silfurskál frá sýslunefnd Árnes- sýslu og Búnaðarsambandi Suð- urlands. Þá skýrði Jón Kaldal, formað- ur skíðadeildar í. R., frá því, að nokkrir vinir frú Valgerðar, innan í. R. hefðu ákveðið að gefa henni vindrafstöð og út- varpstæki, sem þakklætisvott fyrir ágæta samvinnu í þau undanfarin fimm ár, sem í. R. hefir starfrækt Kolviðarhól. Er gestir höfðu setið um stund og snætt hina ágætlega tilbúnu rétti, sem þarna voru fram bornir, héldu þeir glaðir heim, sannfærðir um, að hinir nýju forstöðumenn myndu hvergi bregðast þeirri gestrisni og höfðingsskap, sem alltaf hefir einkennt Kolviðarhól. Nýr veðdeildarílokkur Búnaðarbankinn hefir með samþykki landbúnaðarráðherra opnað nýjan flokk, 2. flokk, í veðdeild bankans, og gilda um hann reglur útgefnar 26. júní síðastliðinn. Þegar bankinn tók til starfa, var veðdeild bankans fengið nokkurt fé til umráða, og var Á víðavangi ÞÓR OG JEHÓVA. Sveinn Benediktsson, maður í stjórn Síldarverksmiðj a ríkis- ins, hefir gengið fram fyrir skjöldu sinna samstarfsmanna og gert allharða hríð að Vil- hjálmi Þór, ráðherra, fyrir af- stöðu hans til 'síldarverðsins í sumar. Þykir honum Þór hafa farnast lítt í sölu síldarafurð- anna á erlendum markaði, enda hafi Sveinn ekki verið kvaddur til ráða. Þá hafi öðru vísi og betur tek- izt hjá Ólafi Thors í fyrra sum- ar, segir Sveinn. Dýrtíðin hefði vaxiö um 19% frá árinu áður, en Ólafur sagði bara eins og Jehóva forðum daga „Verði ljós“, og sjá, samstundis hækk- aði verðlagið á heimsmarkaðin- um um 50%. Nú hefir dýrtíðin vaxið mikið síðan í fyrra, — líka fyrir töfra- sprota Ólafs Thors, — en svo illa hafa þeir fylgzt með, þarna vestra, að þeir taka ekki i mál að hækka verðið samkvæmt ísl. vísitölu. Og sannast nú enn sem fyrr, að enda þótt gott sé að heita á Þór til sæfara og harð- ræða, dugir hann ekki á móts við Jehóva til að umskapa heiminn með sínu volduga orði. Þarf þvi engan að undra, þótt Sveinn komist að sömu niður- stöðu og Nordal, að „eigi skuli kristnir menn trúa á heiðin goS“ — heldur á hinn eina sanna Jehóva. HVERNIG ER ÞAÐ, SVEINN? Þér segið, að Ólafur Thors hafi selt síldarafurðir í fyrra með hagstæðum kjörum og þakkið honum dugnað. Ólafur Thors sagði í ræðu á Þingvöllum, að viiMúptaráð annaðist allar slíkar sölur, og bæri því eigi að þakka núver- andi ríkisstjórn, þótt vel tækist í þess háttar málum. Nú áttu þeir Vilhj. Þór og Björn Ólafsson sæti í viðskipta- ráði í fyrra, og hafa því annazt sölu síldarafurðanna samkvæmt fullyrðingu Ólafs Thors. Eftir þessu verður ekki annað séð, en þér eigið að beina þakk- lætinu til Vilhjálms Þór fyrir söluna í fyrra. En hafi miður tekizt í ár, á hann ekki sökina, því að viðskiptaráði ber heiður- inn, — segir Ólafur Thors! Er ekki eitthvað bogið við þetta, Sveinn? Eða er það Ól- afur, sem er boginn? þá stofnaður 1. flokkur deildar- innar með útgáfu bankavaxta- bréfa, sem ríkissjóður keypti öll. Fé það, sem veðdeildinni var þannig fengið, var lánað út á mjög skömmum tíma, einu til tveim árum. Lánskjör voru ó- hagstæð, og útlánsvextir deild- arinnar til bænda urðu yfir 6%. Nú hefir, eins og fyrr segir, verið opnaður nýr flokkur, með ólíkt hagstæðari kjörum, löng- um lánstíma og 4y2% útláns- vöxtum. Bankavaxtabréf flokk- anna bera aftur á móti 4%. Veðdeild Búnðarbankans er einungis heimilt að lána gegn 1. veðrétti í jörðum og varan- legum mannvirkjum á þeim. Þó er heimilt, ef sérstaklega stend- ur á, að lána til sveitar- eða sýslufélaga og gegn ábyrgð þess. Bankavaxtabréf þau, sem ríkissjóður keypti í upphafi af veðdeildinni, hefir hún nú leyst inn til sín að fullu. Fasteignaveðlánadeildir bank- ans eru aðallega þrjár, auk ný- býlasjóðs, þ. e. Byggingarsjóður, sem eingöngu er lánað úr til í- búðarhúsa í sveitum, Ræktunar- sjóður, sem lánar til ýmiskonar umbóta og framkvæmda á jörð- unum, og svo veðdeild bankans, sem oftast er notuð þegar um er að ræða kaup eða þ. u. 1. og ekki er um skilyrði fyrir lán- veitingu að ræða úr sjóðunum. (Framh. á 4. slðu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.