Tíminn - 02.07.1943, Qupperneq 3

Tíminn - 02.07.1943, Qupperneq 3
68. blað TtlUrViV föstwdaginn 2. jalí 1943 271 Ragnar H. Blöndal látinn Hann andaðist 28. þ. m. eftir stutta legu á sjúkrahúsi, aðeins 43 ára gamall. Ragnar var sonur Hannesar Blöndals skálds og konu hans, Soffíu. Hann var um hríð verk- smiðjustjóri á Álafossi, þá verzl- unarstjóri við Verzl. Egils Ja- coþsen, en keypti síðan Brauns- verzlun og rak hana undir eig- in nafni síðustu árin. Ragnar var maður fríður sín- um, dregilegur og vinsæll. B Æ K U R Sven Hedin: Ósigur og flótti. í umróti kín- verskrar borgarastyrjald- ar. Hersteinn Pálsson ís- lenzkaði. Prentað í ísa- foldarprentsm. 1943. 244 bls. Verð kr. 44 í bandi. Ferðasögur eru nú að verða meira eftirsótt lestrarefni hér á landi en nokkru sinni fyrr. Er ekki ósennilegt, að daglegar fréttir af vopnaviðskiptum í sókn og vörn um allan heim eigi sinn þátt í þessu. Lönd og stað- ir, sem varla hafa heyrzt nefnd áður og varla er getið um í neinni landafræði verða allt í einu vettvangur, þar sem bar- izt er um örlög mannkynsins að heita má. Er undarlegt, þótt hugsandi menn, sem verða að sitja á sínum stað, reyni að komast upp á það að, ferðast í anda um fjarlæg lönd og kynn- ast ókunnum lýðum undir leið- sögn sannfróðra og kunnugra manna? — Ef til vill eru menn líka að þreytast á að lesa sí- felldar uppsuður af kynórum lélegra eða miðlungsrithöfunda, erlendra sem innlendra. Og fá- ir munu harma, þótt markað- urinn þrengist eitthvað fyrir slíka „handiðn", nema fram- leiðendurnir sjálfir. Ósigur og flótti er fyrsta bindi af þremur, er segir frá för Sven Hedins frá Nanking til Mið- Asíu í árbyrjun 1934. Hafði kín- verska stjórnin falið honum að stjórna leiðangri, er skyldi mæla fyrir tveimur bílvegum milli Kína og landflæmis þess, er telzt til Kína norðan Tíbets og sunnan Asíulanda Rússa. Um landflæmi þetta kvíslast miklir fjallgarðar, en milli þeirra eru sendnar eyðimerkur, sem mikl- ar ár falla um frá fjöllunum, unz þær hverfa í sandinn og mynda þar lón og votlendi. Á þessu svæði er kynjavatnið Lop Nor, sem hefir flutt sig til, svo að heil borg, Lou-lan, hefir nú orpizt sandi, en hún stóð við hið forna stöðuvatn. Margir hafa haldið því fram, að vatnið hafi horfið, af því að loftslag hefir breytzt á þessum slóðum. Þetta er sprottið af jarðfræði- legri vanþekkingu. Hið forna vatn hefir fyllzt upp af fram- burði ánna, þær hafa breytt um farveg, alveg eins og íslenzk- ar jökulár og safnazt í lón á öðrum stað nokkru austar. Um lönd þessi lá ævaforn úlfalda- vegur, allt vestur að Miðjarðar- hafi fyrir 2000 árum. Kallar Sven Hedin hann Silkibrautina, og um hana fjallar annað bindi ferðasögunnar. — Þriðja bind- ið fjallar um Lop-Nor-vatnið og ferðalög leiðangursins á þeim slóðum. Á landflæmi þessu búa marg- ir fjarskyldir þjóðflokkar, Kín- verjar, Tyrkir og talsvert af Rússum. Þeir eru sundurleitir mjög að skaplyndi og trúar- brögðum og berast oft á bana- spjótum.Ævintýramenn hafa oft gert uppreisn, lagt landið undir sig og ráðið þar lögum og lofum um langan tíma. Kínverska stjórnin er svifasein og leiðin löng, en öðru hverju tekur hún sig til og réttir hlut sinn. Þegar Hedin var þarna.á ferð, logaði allt í ófriði, svo að þeir félagar rötuðu í margvísleg æv- intýri og voru oft hætt komnir. En úr öllu því rættist betur en áhorfðist fyrir kunnugleika Hedins og dugnað samferða- manna hans. Ég verð að játa, að mér finnst alltaf dálítið erfitt að lesa ferða- bækur Hedins. Veldur þar miklu um, að í þeim úir og grúir af framandi staðarnöfnum, sem oft erú næsta svipuð og tals- vert minnisverk að greina þau í sundur. Hins vegar er sögu- efnið svo ævintýralegt og heill- andi, að maður hættir ekki lestrinum fyrr en bókinni er lokið. Mér virðist aðalgallinn sá, að höfundurinn dregur ekki nógu skýra heildarmynd af ferða- svæðinu. Lesandinn fær ekki nógu ljósa hugmynd um hið stórfenglega sögusvið, sem höf- undurinn hefir sjálfur í kollin- um. Á þetta svið raðar hann svo kynstrum af atvikum, æv- intýrum og persónum, í dagbók- arformi að miklu leyti. Lesand- inn verður því að leggja tals- vert á sig til að fylgjast með ferðalaginu, — og það borgar sig að gera það. í þessari bók er mjög sæmilegt kort af Mið-Asíu og ferðaleiðin mörkuð á það. Þetta kort þarf lesandinn jafn- an að hafa opið fyrir sér. Um bók þessa eins og hún liggur fyrir á íslenzku er yfir- leitt flest gott að segja. Þýð- (Framh. á 4. siöu) Er þá snilli Gogs spröttin af geðveiki? Rétt er það, að sum- ar myndir hans bera það greini- lega með sér, að höfundur þeirra var sjúkur á geðsmurium og verður slíkt naumast talið til gildisauka, en þrátt fyrir sjúkleikann tókst honum að skapa mörg prýðileg verk. Þá misskilur H. Á. gersamlega býzantísku listina og þær or- sakir, sem móta hana. Sannast að segja, þrátt fyrir hennar mörgu gullkorn, er hún í heild- inni, sérstaklega á hnignunar- tímabilinu, blandin einhverju óeðli, bersýnilegt afkvæmi úr- kynja, helsjúkrar þjóðar. Ekki er síður mistrað, það sem H. Á. skrifar um „form“. Honum virðist ekki vera það ljóst, að listform er búningur (ekki list), — sá búningur, sem listamaðurinn færir viðfangs- efni sitt í, og hvert viðfangs- efni verður að hafa búning við sitt hæfi. Efniviðurinn verður aldrei list án forms, formið dautt og einskis nýtt án efnis. Bezt tekst H. Á. upp, þegar hann fer að skilgreina Pablo Picasso, enda er hann ekki í neinum vafa um, hve slík list „ætti að vera okkur auðskilin“. „Þvílík gerð, þvílíkir litir!“ Sannarlega hefir enginn keisari átt önnur eins föt! Ég hirði ekki um að taka fleiri dæmi upp úr grein H. Á. En satt að segja virðist mér hún vera fremur þokukennd, ef rétt er eftir honum haft í lesbók Morgunblaðsins. Síðasta nýlundan,. sem gerzt hefir á sviði myndlistar hér, er Brezka dráttlistarsýningin í skálanum góða. Bretar hafa staðið og standa enn framar öðrum þjóðum í dráttlist. Nú hefir verið efnt til sýningar hér á úrvalsverkum brezkrar dráttlistar, aðallega tréskurðarmyndum og zink- stungum. Sýning þessi ætti að vera lærdómsrík fyrir þá, sem ekki þekkja annað en íslenzka list í allri sinni fábreytni. Hér í höfuðstaðnum er fjöldi svo fáfróðra manna, að þeir halda að „sú eina sanna list“ hljóti að vera ruddaháttur, tilgerð og getuleysi, svo sem mest hefir sett svipinn á sýningar hér undanfarin ár. Á þessari sýn- inlgu hefir það einnig komið greinilega í ljós, að fólk hér vill eiga listaverk og kaupir þau, ef þeirra er kostur, því að flestar myndir sýningarinnar hafa selzt. Ég vil að lokum þakka þeim, sem að sýningunni standa, og óskandi væri, að fleiri slíkar mættu koma í kjölfarið. Ásgeir Bjarnþórsson. Lesendur! Vekið athygli kunningja yö- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Tímann. Skrifið eða símið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrlf- endur. Síml 2323. Feður og §ynir FRAMHALÐ. „Verið viðbúnir," sagði foringinn, þegar byrjað var á útgöngu- sálminum. „Við skulum hafa hendur í hári einhvers þrjótsins, er þeir koma frá guðsþjónustunni. Þessir lubbar hér kunna, áreið- anlega ekki að sýna þeim virðingu, er virðing ber.“ Sólin skein á austurlofti og vermdi bæinn, er enn lá í svölu baði næturinnar. Kirkjugestir þyrptust út á kirkjustéttina og þeir, sem fremstir voru, tóku fyrstu skrefin út á torgið. Brátt kom presturinn út. Hann var enn í hempu sinni og hélt á silfur- keri í hendi. Hann var smávaxinn maður, hýr á svip og brosti til kirkjugestanna, sem biðu þess í tveim röðum, að hann gengi framhjá. Er hann kom að súlunni, staldraði hann við og hóf kaleikinn á loft. Djákninn, sem gekk spölkorn á eftir honum, hringdi klukk- um í sífellu. Kirkjugestirnir, sem komu í hóp á eftir, krupu á kné umhverfis leiðtoga sinn. Hermennirnir tvístigu umhverfis fólkið, en þorðu ekkert að aðhafast. Allir höfðu tekið ofan, allir kropið á hné og enga átyllu var að fá. Þegar allir kirkjugestir voru komnir framhjá, lét presturinn hendurnar síga niður og gekk í áttina til hermannanna. „Ef þér eruð þjónar drottins á þessum heilaga degi, þá veiti hann yður blessun sína,“ mælti hann hátíðlega og ætlaði að halda áfram göngu sinni. „Til hvers farið þér með þetta út í þorpið?“ spurði foringinn, í senn ruglaður og argur, og benti á kaleikinn. „Hér er margt ókunnugra manna,“ svaraði presturinn með hægð. „Ég vil ekki loka kirkjunni, vil alls ekki loka henni. En þenna heilaga kaleik get ég ekki skilið eftir, þar sem einhver flökkuþjófurinn gæti stolið honum.“ Hann brosti glaðlega og hélt áfram í áttina að húsi sínu. Allan sunnudaginn var jafn kyrrlátt og laugardaginn. Illilegir á svip spígsporuðu varðmennirnir á mannlausu torginu. Það var komið fram á miðjan dag, er þeir heyrðu loksins fótatak á torginu og mannamál. Það var Vilhjálmur Tell og Walter, sonur hans, er komu. Drengurinn var af mesta ákafa að tala um skot- fimi sína. Vilhjálmur hafði verið í veiðiför uppi til fjalla og var að koma heim. Walter var í sjöunda himni og hafði teymt hann með sér niður í þorpið, áður en hann fengi einu sinni að koma inn, til þess að sýna honum, hvar hann hefði verið síðast að æfa sig í að skjóta af boga. Þeir skröfuðu saman og hlógu og gáfu hvorki gaum að hermönnunum né súlunni. „Hvar er fólkið í dag,“ sagði Walter allt í einu. Kannske að þessir hermenn þarna,“ svaraði Vilhjálmur, „hafi rekið það brott.“ Þeir voru nú rétt fyrir framan súluna. í þessum svifum komu nokkrir menn þrammandi yfir torgið. Gessler ætlaði að skipa svo fyrir, að súlan skyldi færð, því að þarna kæmi hún ekki að notum. Hann var sjálfur að koma á vettvang. Vilhjálmur kom óðar auga á fjaðrahattinn og vissi, hver myndi þar á ferð. Hann hraðaði sér því á brott. „Hvað er hér á seiði?“ spurði Vilhjálmur. Walter varð orðfall. Hann hafði gleymt súlunni og fyrirskip- unum herra Stauffachers. Hermennirnir voru í þann veginn að slá hring um feðgana, og Gessler sjálfur knúði hest sinn sporum og hleypti yfir torgið. „Þarna gafst okkur góð veiði,“ sagði Gessler og ók sér ánægju- lega. „Ég hefi líka lengi grunað hann um að vera einn af for- ingjunum.“ Hann reið beint að feðgunum og stöðvaði hestinn eigi fyrr en hann var kominn svo nærri þeim, að við lá, að hesturinn stigi ofan á drenginn. Vilhjálmur gerði sig líklegan til þess að stjaka frá sér, en tók þó ofan hatt.sinn og hneigði sig og sagði: „Góðan dag, herra minn,“ og hvíslaði um leið: „og þú líka, sonur minn.“ „Heldur þú, Vilhjálmur Tell, að þú vefjir mér um fingur þér með hræsnisfullri varaþjónustu?“ drundi í Gessler. „Þú hefir svívirt sjálfan hertoga Austurríkis og heldur .“ „Hvað segið þér?“ hrópaði Tell. Gessler lét svipu sína ríða í andlit honum. „Þegar ég tala,“ sagði hann, „eiga sveitahundar að þegja og ekki opna túla sinn fyrr en ég skipa þeim það.“ Vilhjálmur Tell titraði af reiði og fékk vart stillt sig. En þó hafði hann gert stætt að fylgja í öllu fyrirmælum herra Stauf- fachers og beita ekki ofbeldi. Fólk var þegar tekið að safnast saman við torgið, þegar þorpsbúar komust að raun um, hvað var að gerast, var þegar sent til Stauffachers, til þess að segja hon- um hvernig komið væri. Aðrir hlupu á fund prestsins og annarra manna, er traust þótti að. Gessler vildi ekki annað heyra, en að Vilhjálmur hefði að yfir- lögðu ráði hundsað skjaldarmerki hertogans. „Ég veit, að þú ert einn af uppreisnarhundunum. Þið ætlið að rísa upp gegn hertoganum.“ Skrá yfir aðalniðurjöfnun útsvara I Reykjavík fyrir árið 1943 liggur frammi almenningi til sýnis í skrifstofu borgarstjóra, Austurstræti 16, frá 30. júní til 13. júlí næstkomandi, kl. 10—12 og 13—17 (þó á laugardögum aðeins kl. 10—12). Kærur yfir útsvörum skulu komnar til niður- jöfnunarnefndar, þ. e. í bréfakassa Skattstofunnar í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, áður en liðinn er sá frestur, er niðurjöfnunarskráin liggur frammi, eða fyrir kl. 24 þriðjudaginn 13. júlí næstkomandi. Þennan tíma verður formaður niðurjöfnunar- nefndar til viðtals í Skattstofunni, virka daga, aðra en laugardaga kl. 17—19. Borgarstjórinn í Reykjavík, 29. júní 1943. Bjarni Benedíktsson. Samband ísl. samvinnwtélaqa: Kaupfélög! Gætið þess að hafa vörubirgðir yðar nægilega vátryggðar. Blautsápa frá sápaverksmlt$junni Sjöfn er almennt vlð- nrkennd fyrir gnffi. Flentar húsmœðnr nota Sjafnar-blautsápu Tilkynnfng: frá húsaleigunefnd. Samkvæmt 6. gr. laga nr. 39, 7. apríl 1943 um húsa- leigu, er óheimilt að hækka húsaleigu vegna hækkaðra gjalda af fasteignum, nema eftir mati húsaleigunefndar. Þeir húseigendur, sem óska eftir slíku mati, þurfa að útfylla þar til gerð eyðublöð, er fást í skrifstofu nefnd- arinnar. Jafnframt eru menn áminntir um að leggja fyrir húsaleigunefnd alla leigumála um húsnæði, munnlega og skriflega, sem gerðir hafa verið eftir 14. maí 1940. Skrifstofa nefndarinnar er á Laufásvegi 2, og verður hún opin kl. 3—5 e. h. alla virka daga, nema laugar- daga. Nefndin er til viðstals kl. 5—7 e. h. á mánudögum og miðvikudögum. ---- HÚSALEIGUNEFNDIN í REYKJAVÍK. Orlofsfé. Þeir verkameim, sem unnið hafa hjá bæjarsjóði Reykjavíknr á tímabiliuH 1. júlí 1942 til 24. maí s. 1., vitji orlofs- fjár síns á skrifstofu bæjargjaldkera fyrir 1. ágúst u. k. Borgarstjóri. Skattskrá Reykjavíkur ásamt skrá um verðlækkunarskatt, stríðsgróðaskatt, námsbókagjöld, elli- og örorkutryggingaskrá og skrá um ábyrgðarmenn lífeyrissjóðsgjalda LIGGJA FRAMMI f B/EJARÞFVG- STOFUMI f IIFGAIINGARIIIJSIIVI frá miðvikudegi 30. júní til mánudags 12. júlí, að báðum dögum meötöldum, kl. 10—20 daglega. — Kærufrestur er til þess dags er skrárnar liggja síðast frammi, og þurfa kærur að vera komnar til Skatt- stofu Reykjavíkur, eða í bréfakassa hennar, í síðasta lagi kl. 24 mánudaginn þann 12. júlí næstkomandi. Skattstjórinn í Reykjavík. m HALLDÓR SIGFLSSOA.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.