Tíminn - 17.09.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.09.1943, Blaðsíða 2
358 TÍIPVIV, föstudaginn 17. sept. 1943 90. blað '^gíminn Föstudagur 17. sept. Á byggðín í sveitum að aukazt? Þegar rætt er um aukna byggð 1 sveitum landsins, heyrist því ekki ósjaldan hreyft, að slíkt sé nin mesta fásinna, þvi að þegar sé framleitt meira af landbún- aðarvörum en markaður sé fyr- ir. Stefnan 1 þessum málum liljóti þvi að vera sú, að frekar eivvi að minnka byggöina i sveit- i.mim en ruka hana Þessari kenningu þarf að mót- mæla og það kröítuglega. Hún er algerlega byggð á þvl óeðli- lega bráðabirgðaástandi, sem nú ríkir. Séu þessi mál nokkuð athuguð með tilliti til framtíð- arinnar, verður hið gagnstæða uppl á teningnum. Um allan heim eykst þeirri kenningu fylgi, að landbúnað- arframleiðslan þurfi að stór- aukast, eftir þessa styrjöld. Hundruð miljónir manna hafa fengið ónógt viðurværi, vegna skorts - á landbúnaðarvörunum. Úr þessu þarf að bæta. Hér á landi myndi aukin neyzla land- búnaðarvara einnig bæta viður- værið stórkostlega. Mjólkur- framleiðslan þyrfti að tvöfald- ast, ef fullnægja ætti eðlilegri þörf landsmanna fyrir mjólk, smjör og aðrar mjólkurvörur. Svipað má segja um garðávexti og grænmetl. Landbúnaðurinn þarf þvl mikið að eflast til þess að geta fullnægt eðlilegri innan- landsþörf. Allmörg seinustu árin fyrir styrjöldina sýndu olikur ljós- lega, að það er sjávarútveginum einum um megn að fullnægja þörf þjóðarinnar fyrir erlendan gjaldeyri. Um útflutning iðnað- arvara þarf vart að ræða. Þess vegna þarf landbúnaðurinn að halda þvi áfram að afla þjóð- lnni allmikils erlends gjaldeyr- is, helzt meiri en áður. Þar kem- ur til greina að fullkomna þær vörur, sem nú eru útfluttar, t. d. með kynbótum sauðfjár, og nýj- ar útflutningsvörur, t. d. gráða- ostur. Ýmsum iðnaði er þannig hátt- að, að einna bezt myndi henta, að hann væri rekinn í sveita- þorpum, þar sem jafnframt væri hægt að veita starfs- fólki hans aðgang að hæfilegu ræktuðu landi. Hann gæti orð- ið mun ódýrari með því móti en í stórbæ, en- það er ekki sízt nauðsynlegt að gera iðnaðar- framleiðsluna hér ódýrarl. Þá þurfa að koma vélaverkstæði fyrir landbúnaðinn, er ættu að vera í slíkum sveitaþorpum. Það er öllum ljóst mál, að eft- lr styrjöldina skapast hér stór- fellt atvinnuleysi, ef ekkert verður aðgert. Hernaðarvinnan, sem hefir veitt þúsundum manna atvinnu, hverfur alveg. Verzlunin dregst stórkostlega saman. Sjávarútvegurinn mun sennilega geta aukizt eitthvað og ýms iðnaður í sambandi við hann, t. d. skipasmíðar, en hinn þröngi markaður, sem hann bjó við fyrir styrjöldina, ætti að vera okkur vísbending um, að treysta ekki um of á hann. Nálægð fiskimiðana er okkur ekkl heldur eins mikils virði og áður, þvi að bættur og stærrl skipakostur, spar- neytnari vélar og nýjar vérkun- araðferðir bæta aðstöðu útlend- inga til lengri sjósöknar. Iðnað- ur, sem ekki er tengdur sjávar- útvegi eða landbúnaði, verður aldrei teljandi atvinnuvegur hér á landi. Þess vegna verður að stuðla - að verulega aukinni byggð i sveitunum, ef tryggja á næga, örugga atvinnu og skapa aukinni heimilafjölgun nauð- synleg skilyrði. Síðast og sízt ber svo að nefna það, að.sveitirnar eru hvarvetna öruggasta hæli þjóðernisins og þjóðlegra verðmæta og veita hinni uppvaxandi kynslóð bezt þroskaskilyrði. Frá því sjónar- miði einu er efling þeirra þjóð- arnauðsyn. Ef við ætlum að vera sjálfstæð þjóð, verðum við að hafa stærri sjónarhring en þann, sem tengdur er við brauð- stritið eitt. Það fáa, sem hér hefir verið Allsherjarrannsókn á skíl- yrðum fyrir stofnun nýbýla Þíngsályktunartill. frá Framsóknarflokknum í sameinuðu þíngi Þrír þlngmenn Framsóknarflokksins, Sveinbjörn Högnason, Ey- steinn Jónsson og Páll Þorsteinsson, flytja í sameinuðu þingi til- lögu til þingsályktunar um rannsókn á skilyrðum til nýbýla- myndunar. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela nýbýlastjórn ríkisins að láta fara fram athugun á skilyrðum til nýbýlamyndunar, bæði ein- stakra býla og býlahverfa, í sveitum landsins. Jafnframt er nýbýlastjórninni falið að gera skýrslu um, hversu háttað er eignarrétti og umráðum á landi því, er hún telur vel fall- ið til nýbýlagerðar. — Nýbýlastjórnin leggi skýrslu um þess- ar rannsóknir fyrir Alþingi og ríkisstjórn ásamt tillögum um, á hvern hátt verði tryggður aðgangur að hinu hent- ugasta landrými til nýbýlamyndunar. Kostnaður við fram- kvæmdir þessar greiðist úr ríkissjóði.“ í greinargerð fyrir tillögunni segir: „Á undanförnum árum hefir öll fólksfjölgunin i landinu setzt að í þéttbýlinu við sjóinn. Land- búnaðurinn hefir þó verið og er enn annar höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar og sá atvinnuvegur, sem jafnan mun reynast traust- astur á að byggja hér eftir sem hingað til. Það liggur í augum uppi, að þjóðinni er og verður nauðsyn- legt, að landbúnaðurinn standi með blóma og jafnvægi haldist milli hans og annarra atvinnu- greina i landinu. Nokkur hluti fólksfjölgunarinnar á því að eðlilegum hætti að setjast að í sveitum. En til þess að svo geti orðið, þarf að reisa mörg nýbýli i sveitum landsins, þvi að nú er svo háttað, að fjöldinn af því unga fólki, sem úr sveitum fer, á þess engan kost að fá sér jarð- næði .og stofna eigin heimili í átthögum sínum. Á síðustu árum hafa verið reist allmörg nýbýli víðs vegar um land samkvæmt gildandi lögum um það efni. Það er mik- ilsvert byrjunarspor. En nýbýll þau.sem reist hafa verið undan- farið, fullnægja hvergi nærri þeirri þörf, sem fyrir er. Á næstu árum þarf því að taka málið enn | fastari tökum en verið hefir, rækta stór landssvæði og reisa | að nýju miklu fleiri býli en þeg- . ar er búið. Stofnkostnaðurinn við að j reisa nýbýli á óræktuðu landi er : hins vegar svo stórkostlegur, að j óhugsandi er, að einstakir menn j geti komið slíku við af eigin I ramleik, og auk þess eiga jmenn ekki aðgang að heppileg- j um löndum. Þess vegna verður ríkisvaldið að hafa forgöngu um að leysa málið. Hverju býli þarf að fylgja nægilega stórt og vel ræktað land. Framtið landbúnaðarins byggist á aukinni ræktun, bygg- ist á því, að áfram sé haldið á sömu braut og stefnt hefir verið nefnt, sýnir það ljóslega, að aukning' byggðarinnar í sveit- unum er eitt stærsta framtíðar- mál þjóðarinnar. í sveitunum og sjóþorpunum, einkum þar, sem stunda má sjávarútveg og land- búnað jöfnum höndum, á að reisa hin nýju heimili komandi ára. Að því verkefni þarf að beina hinum vinnulausu hönd- um, þegar hernaðarvinnan hverfur, en ekki að hinni kjána- legu klakahöggs- og snjómokst- urvinnu, sem mun hefjast aft- ur, ef þjappa á fólkinu á fáa staði, sem ekki hafa næg hag- ræn atvinnuskilyrði. Það bráðabirgðaástand dýr- tíðar og gífurlegs kaupgjalds, sem nú gerir landbúnaðarvör- ur óeðlilega dýrar, er enginn mælikvarði á framleiðslukostn- að þeirra vara í framtíðinni. Ef það ástand læknast ekki, mun það ekki koma landbúnaðinum einum í koll, heldur öllum at- vinnuvegum landsmanna. Við það er ekki hægt að miða, þegar rætt er um framtíðarmálin. En íslenzkur landbúnaður hefir sýnt það og mun sýna, að hann er vel samkeppnisfær við landbúnað annarra landa, ef dýrtíð og kaupgjald er ekki margfalt hærra hér en þar. Þ. Þ. að undanfarið framfaratímabil, en stigið enn stærri skrefum. Ný tæki þurfa að koma til sögunn- ar, svo að vinnan verði léttari og arðurinn meiri en áður. Að- staða til nýbýlamyndunar er vitanlega mjög misjöfn víðs vegar um land. Lönd handa hinum nýju býl- um er hægt að fá með því að bæta eldri jarðir með aukinni ræktun og skipta þeim síðan í smærri býli. Það eitt mun þó aldrei fullnægja þörfinni, og auk þess fæst ekki á þann hátt eins gott og hagkvæmt skipulag , fyrir hina nýju byggð og fá má með því að taka stór landssvæði í einu til slíkra framkvæmda. Einnig verður miklu ódýrara að rækta lönd þessi, ef hagkvæm- ustu og stórvirkustu tæki er hægt að nota við það. j Á Suðurlandsundirlendinu og víðar um land eru stór lands- svæði óræktuð. Eru þar afar , verðmæt ræktunarlönd ónotuð rneð mjög góðum framtíðar- möguleikum. Æskilegt væri, að ríkið gæti i fest eignarhald á nokkrum jstórum, óræktuðum landssvæð- iUm, sem vel liggja við samgöng- um, léti hefja þar stórfellda ræktun með nýtízku vinnu- brögðum og undirbúa löndin þannig í hendur ungra manna, , sem vildu reisa nýbýli á þeim með aðgengilegum kjörum, svo !að fólksfjölgun sveitanna gæti I setzt þar að. j En til þess að skipulega verði |Unnið að þessu máli framvegis í og framkvæmdirnar reistar á traustum grunni, þarf að rann- saka nákvæmlega, hvar eru heppileg lönd fyrir hin nýju býli og hvernig eignarrétti á þeim löndum er háttað. Eðlilegast er, að nýbýlastjórn ríkisins verði falið að fram- kvæma J)á rannsókn, eins og hér er lagt til, og gera yfirlit um öll þau ‘landssvæði, sem heppileg eru fyrir nýbýli. Nái yfirlit þetta yfir öll byggðarlög í land- inu, sem ekki eru fullsetin ,og sé miðað við þann búrekstur, sem líklegt er, að bezt henti á hverjum stað. Yfirliti þessu yrðu að fylgja upplýsingar um það, hvernig háttað væri eignarrétti og um- ráða þeirra landssvæða, sem bezt henta fyrir nýbýli. Síðan verður að tryggja það á (] iii TÍða verold Pólitísk veðrabrigði i Kanada. Kosningar, sem nýlega fóru fram til fylkisþingsins í Ontario- fylki í Kanada, þykja benda til þess, að pólitísk veðrabrigði séu í vændum í Kanada. Frjálslyndi flokkurinn, sem um nokkurt árabil hefir farið með völdin í Kanada undir forustu MacKenzie King forsætisráð- herra, hafði einnig traustan meirihluta á fylkisþinginu í Ontorio. En hann tapaði stór- kostlega í kosningunum. Hann er nú aðeins þriðji stærsti flokk- ur þingsins. Stærstur er íhalds- flokkurinn, næststærstur sam- vinnuflokkurinn(The Co-opera- tive Commonwealth Federa- tion), sem hefir um þriðjung þingsætanna. Vann hann mest- an sigur, því að hann er næstum nýr af nálinni. íhaldsflokkinum vantar talsvert til að hafa meirihluta. Frjálslyndi flokkurinn hefir að mestu sömu stefnu og hliðstæð- ir flokkar á 19. öld. Hann er því raunverulega aðalfulltrúi frjálsu samkeppninnar þar í landi. Hjól tímans hefir snúizt þannig, að þeir flókkar, sem börðust gegn íhaldi og ófrelsi á 19. öldinni, eru nú margir orðnir fulltrúar íhalds og kyrrstöðu, því að við- skiptafrelsið, sem þeir börðust fyrir, hefir komizt út í öfgar og þarf sín eðlilegu takmörk eins og allt frelsi. íhaldsflokkurinn í Kanada skipti um forustu á siðasta ári og endursamdi stefnuskrá sína. Tók hann ýmsar félagslegar umbætur á stefnuskrá sina og virðist nú róttækari í þeim efn- um en frjálslyndi flokkurinn. Jafnframt breytti hann um nafn og kallar sig nú Fram- sóknar-íhaldsflokkinn(The Pro- gressive — Conservative Party). Samvinnuflokkurinn (The Co-operative Commonwealth Federation) er róttækur flokk- ur, sem hefir sótt stefnuskrá sína jöfnum höndum til sam- vinnustefnunnar og jafnaðar- stefnunnar. Hann telur sig þó ekki sósialistiskan flokk. í fjórum aukakosningum, sem nýlega fóru fram til þjóðþings- ins í Quebec, tapaði frjálslyndi j sem hagkvæmastan hátt, að ; lönd þessi geti orðið notuð til ! nýbýlamyndunar. Það má aldrei henda, að við getum ekki not- fært okkur til hlítar ný og betri tæki við ræktun og framleiðslu landbúnaðarafurða og þá mögu- ileika, sem þau bjóða, vegna þess j að við höfum ekki framsýni til : þess að leysa þau undirstöðuat- i riði ræktunar- og nýbýlamál- [ anna, sem verður að ráða fram úr á skipulegan hátt.“ flokkurinn einnig. Samvinnu- flokkurinn vann tvö þingsætin, franskur minnihlutaflokkur eitt, og kommúnistar eitt. Er það fyrsta þingsæti kommún- ista á kanadiska þinginu. Líklegt þykir, að öll þessi kosningaúrslit verði til þess, að frjálslyndi flokkurinn endur- skoði stefnuskrá sína og breyti henni verulega í róttækari átt. Kosningar til þjóðþingsins í Kanada eiga að fara fram 1945. Ekki þjóðstjórn í Svíþjóð eftir styrjöldina. Eins og kunnugt er, hefir ver- ið samstjórn stærstu fjögura flokkanna í Svíþjóð undanfarin ár, Alþýðuflokksins, Bænda- flokksins, frjálslynda flokksins og íhaldsflokksins. í seinni tíð hefir verið lítill munur á stefnu frjálslynda flokks- ins og íhaldsflokksins. Fyrir styrjöldina voru þeir tveir flokk- ar í stjórnarandstöðu, en þar var þá samstjórn Alþýðuflokks- ins og Bændaflokksins. Formaður frjálslynda flokks- ins, Anderson ráðherra, hefir nýlega látið þá skoðun uppi, að hann trúi ekki á þjóðstjórn eft- ir styrjöldina. Ég trúi því, sagði hann, að flokkarnir þreytist smám sáman á henni og menn óski víðara sviðs til athafna og gagnrýni, þegar hinar ytri að- stæður verða ekki jafn örðug- ar og nú. Hins vegar þarf það ekki að þýða full samvinnuslit flokkanna, þótt þeir eigi ekki allir sæti 1 ríkisstjórninni. Þá lét hann uppi þá trú, að sam- stjórn frjálslynda flokksins og Alþýðuflokksins tveggja myndi eigi koma til greina, þar sem frjálslyndi flokkurinn vildi eigi aðhyllast jafnmikil opinber af- skipti og Alþýðuflokkurinn. Verður kreppa í Banda- ríkjunum eftir stríðið? Fjármálamenn 1 London, segir Svenska Dagbladet, spá fjár- hagskreppu í Bandaríkjunum eftir styrjöldina. Þessa spádóma byggja þeir á hækkuðu kaup- gjaldi, aukinni seðlaveltu og verðhækkun hlutabréfa. Á síð- astliðnu ári hækkaði kaupgjald- ið almennt um 15% í Banda- ríkjunum, en 7% í Bretlandi, seðlaveltan jókst um 50%, en 30% i Bretlandi og hlutabréf | hækkuðu um 20%, en 4—5% i Bretlandi. í Englandi standa I skattar undir 50% af stríðsút- 'gjöldunum, en samsvarandi tala fyrir Bandaríkin er 30%. Ensku fjármálamennirnir draga þá ályktun af þessu og fleira, að framleiðslan verði því mjög dýr í Bandaríkjunum eftir styrjöldina og bandarískum iðn- (Framh. á 3. síOu) Síilvador de Madariaga: Fra Npánar Salvador de Madariaga var einn af merkustu leiðtogum spánska lýðveldisins. Hann var oft fulltrúi þess erlendis, m. a. á þjóðabandalagsfundum. Eins og gefur að skilja, hefir hann verið landflótta seinustu árin. f grein þeirri, sem hér fer á eftir, ræðir hann um framtíð Spánar og bendir á þær leiðir, sem hann telur líklegastar til að bjarga spönsku þjóðinni frá nýrri borgarastyrjöld. Mun fráför Mussolinis verða upphaf þess að einræðisherrar almennt steypast úr stóli? II Duce varð fyrstur. Hvað mun gerast á Spáni? Þann 14. júlí 1941 kom þjóð- þing spænska lýðveldisins sam- an í Madrid i fyrsta sinn, hyllt af þjóðinni. Þann 18. júli 1936 gerðu herforingjarnir uppreisn gegn lýðveldinu. Þann 18. júlí 1939 hélt Franco hershöfðingi afmælishátíð byltingarinnar sem æðsti maður spánska ríkis- ins og einræðisherra landsins. Hann hélt afmælishátíð bylt- ingarinnar aftur í sumar og beindi þá máli sínu til flokks síns og verkamanna. Hvert hefir hann leitt landið á undanförn- um árum? Það má fyrst og fremst full- yrða, að einræði hans hefir ver- ið fullkomið. Franco hershöfingi hefir losað sig við allt stjórnar- farslegt aðhald og eftirlit. Frá upphafi hefir hann lýst yfir því, að hann bæri aðeins ábyrgð fyr- ir guði og sögunni. Öðru hvoru hefir verið sagt, að Serrano Suner, Hitler eða Mussolini væru hinir raunverulegu stjórn- endur landsins. En þetta er rangt. Fránco hershöfingi er enginn leiksoppur. Hann batt enda á frama Suner, eins skjót- lega og hann hafði skapað hann. Hann hefir haft meira í fullu tré við Hitler en nokkur annar smá-Hitler í Evrópu, að Musso- lini ekki undanskildum. Það eru nú liðin fjögur ár frá lokum borgarastyrjaldarinnar, en samt hefir Franco ekki enn komið til Berlínar til að þakka fyrir sig. Hann lét einræðisherra Evrópu koma til Pyrenefjallanna til þess að tala við sig og lét hann bíða þar eftir sér í 1 'y2 klst. En þótt'hann beygi slg ekki fyrir Hitler, verður hann þó fyrr eða síðar að beygja sig fyrir stað- reyndunum. Spánverjar eru þjóð, sem elskar lífið, og lofar þvi stjórn- málamönnunum að fást við stjórnmálin. Allur þorri Spán- verja er hugsunarlítill og óvirk- ur í stjórnmálum. Þess vegna eru Spánverjar líka móttækileg- ir fyrir öfgafullar stjórnmála- stefnur, hvort heldur sem þær beinast til vinstri eða hægri. Flokkaskipunin var ekki ó- svipuð og í Belgíu: Róttæk verkalýðssamtök, katólskur hægriflokkur og miðflokkur. Styrkur þessara flokka var ólík- ur í eðli sínu. Vinstri hreyfingin byggðist á samtökum, heitri flokkstrú og stéttartilfinningu, hægri mennina einkenndi auð- magn og hernaðarlegur agi, en miðflokkurinn átti fylgi sitt einkum hjá sjálfstæðum, hugs- andi einstaklingum, er ekki mynduðu eins samanþjappaða, markvissa heild og hinir flokk- arnir voru. Slíkt er og oftast einkenni þeirra flokka, er sækja fylgi sitt til miðstéttanna. Þetta skýrir borgarastyrjöld- ina. Franco hershöfðingi vann hana sem fulltrúi öfgafýllstu hægri aflanna. Hann virtist samt það voldugur þá, að hann hefði getað hafið samstarf við hin hófsamari miðflokksmenn og þannig skapað möguleika fyrir viðreisn og frið í landinu. En hann gerði þetta ekki. Ann- að hvort hefir honum verið ó- kleift að fylgja slíkrl stefnu eða hann hefir alls ekki kært sig um það. Hann er enn foringi hinna öfgafyllstu hægri afla. Það er þó Ijóst, að enginn for- ingi öfgafyllstu hægri mann- anna — eða öfgafyllstu vinstri mannanna — getur haldið völd- um lengi, nema honum takist að halda stöðugt við hinni skefja- i lausu baráttu. Með þeim hætti komst Franco til valda og þeim hætti hefir hann líka haldið á- fram. Hann lýsti borgarastyrjöld- inni lokið fyrir fjórum árum sið- an. En hann heldur henni samt áfram. Aftökur og fangelsanir hafa haldið hefndarþorstanum vakandi. Hversu heiftþrunginn hann er má marka á svari, sem erlendur ferðamaður fékk hjá fanga einum í spönsku fangelsi. „Við munum ekki hegna ná- kvæmlega," sagði hann, „en við munum krefjast réttlætis.“ „Hvað meinið þér með rétt- læti?“ spurði aðkomumaðurinn. „Við munum skjóta alla prest- ana og alla liðsforingjana, aðr- ir verða svo teknir til athugunar á eftir.“ En Spánverjum hentar þó vissulega ekki nýtt blóðbað. Það er ok hinna öfgafullu stjórnar, sem skapar það takmarkalausa hatur, sem hér hefir verið lýst. Ef okinu væri aflétt, myndi hatrið hjaðna. En hvernig verður okinu af- létt? Það er ekkí nóg að óska þess, það verður að benda á raunhæfa leið. Ef Franco heldur áfram á sömu braut og hingað til, er það trúlegt, að þegar hin- ar hernumdu þjóðir Evrópu heimta aftur frelsi sitt, muni bylgja htnnar öfgafyllstu vinstri stefnu flæða yfir Spán, og kúg- uninni verður haldið áfram af andstæðingum Francos. Til þess að forða þeim hörmungum, er fylgdi slíkum valdaskiptum, verður að reyna að knýja fram breytingu frá öfgafullri hægri stefnu til hóflegra miðflokks- ið samstjórn stærstu fjögurra, um örðugleikum. Núverandi stjórn styðst við tvennt: Herinn og fasistaflokk- inn. Herinn er öruggur, a. m. k. sem pólitískt verkfæri. Það sama verður tæpast sagt um fasistaflokkinn. Flokkurinn er að verulegu leyti myndaður af nokkrum ungum hugsjóna- mönnum, sem fundu vankanta spánska lýðræðisins, allmörgum ævintýramönnum, misheppnuð- um skáldum og listamönnum og nokkrum pólitískum stroku- mönnum, ef svo mætti nefna þá, er áður voru í öfgafyllsta fylk- ingararminum til vinstri.Stjórn- málastefna flokksins er mjög á reiki. Stjórnkunnátta hans er engin. Allar starfsaðferðir hans eru rotnar og viðvaningslegar. Aðalkraftur hans kemur frá auðmönnum þeim, er fylgja honum, og erlendum nasistum og fasistum. í utanríkismálum er hann algerlega undir áhrif- um möndulveldanna.Flokkurinn er almennt hataður og hrun hans er óhjákvæmilegt, þegar ítalski fasisminn og þýzki naz- isminn hafa beðið skipbrot. Franco hershöfðlngi er æðsti yfirmaður hersins og foringi fasistaflokkslns. í sama hlut-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.