Tíminn - 17.09.1943, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.09.1943, Blaðsíða 4
360 \IV, fðstodagiim 17. sept. 1943 90. blaO ÚR BÆNUM Fyrirlestur Sunnaa, Norskl fiskifræðingurinn, Sunnan, sem áður hefir verið sagt frá, flutti fyrirlestur um fiskveiðar Evrópuþjóða í Iðnó á miðvikudaginn. Var fyrirlest- urinn hinn fróðlegasti. Ræðumaður sýndi mjö" l'óslega fram á, hversu nauðsynlegt væri að hafa alþýðlegt samstarf um ýms hélztu atriði fisk- sölumálanna eftir styrjöldina, einkum væri íslendingiun og Norðmönnum það mikilsvert. Húsmæðraskóli Reykjavíkur var settur í fyrradag. Skólinn er full- skipaður og hafa umsóknir verið margfalt meiri en hægt var að full- nægja. Glettur heitir bók með 1000 bráðfyndnum skrítlum og skemmtisögum, sem Leift- ur h.f. hefir gefið út og sent á bóka- markaðinn nu fyrir skömmu. Ólafsvakan. Þau eintök, sem enn eru óseld hér á landi af Ólafsvökunni, riti því, er Sá- mel Davidsen blaðamaður gaf út á þjóðhátíðardegi Færeyinga í sumar, 29. Júlí, verða boðin til sölu bænum á mánudaginn kemur. Pólk er hvatt til þess að kaupa ritið. Forstjóri hitaveitunnar munu verða Helgi Sigurðsson verk- íræðingur: Hefir bæjarráð mælt ein- róma með ráðningu hans. Hjónaband. Nýlee-a voru gefin saman i hjóna- band írk. Guðrún Sveinbjömsdóttir frá Hnausum í Austur-Húnavatnssýslu og Dýrmundur Ólafsson iögregluþjónn í Reykjavk. Gjöf til Laugarneskirkju. Ónafngreind hjón í Laugarnessókn hafa afhent séra Garðari Svavarssyni 2000 króna gjöf til Laugarnesskirkju. Skal fé þessu varið til þess að gera eftirmyndir af altaristöflu, sem þeir Biarni Pálsson og Eggert Ólafsson gáfu Laugarneskirkju hinni fomu árið 17757 og nú er geymd í þjóð- minjasafninu, og annarri mynd, sem var í kirkjunni fyrrum. Þessar myndir á að hengja upp í Laugarneskirkju nýju, ásamt málverkum af biskuptm- um tveim, sem sátu í Laugamesi, þeim herra Steingrími Jónsson, er var biskup 1824—1844, og herra Helga Thordersen, er var biskup 1846—1866. Gjöf til heilsuhælis. Á þriðjudaginn, á fimmtugsafmæli snu, gaf Sigurður Guðmundsson klæð- skerameistari 5000 krónur til væntan- legs hælis Náttúrulækningafélags ísi lands. Gjöfin er til minningar um látin skyldmenni Sigurðar. Fyrst um sinn . . . (Framh. af 1. siðu) að er yfirlýsingar frá flokknum um, að hann samþykki, að fé það, sem ríkissjóður fær með verðhækkun á tóbaki, er nýlega hefir verið ákveðin, verði notað til verðlækkunar á kjöti og mjólk á innlendum markaði eft- ir 15. þ. m., vill Framsóknar- flokkurinn taka þetta fram: Vitað er, að verð landbúnað- arafurða á innlendum markaði verður ákveðið með tilliti ti! þess, að meiri hluti alþingis- manna hefir nú tjáð sig því samþykkan, að verðuppbætur verði greiddar úr ríkissjóði á út- fluttar landbúnaðarvörur þ. á., þannig, að það verð fáist til bænda fyrir þær, sem milli- þinganefndin í dýrtíðarmálum telur að þeir þurfi að fá. Af þessu leiðir, að fé það, sem not- að verður úr ríkissjóði til vcrð- uppbótar á útfluttar vörur, og fé það, sem kann að verða var- íð til verðlækkunar á innlend- um markaði, er allt sama eðlis, þ. e. framlag til dýrtíðarráð- stafana. Þingflokkur Framsókn- armanna getur því ekki fallist á, að hagnaði af verðhækkun á- fengis og tóbaks verði sérstak- lega varið til lækkunar á verði innanlands, en getur hins veg- ar á það fallizt, að það fé, sem þannig fæst, ásamt verðlækk- unarskattinum, er verði fram- Iengdur, gangi til þeirra heild- arráðstafana vegna dýrtíðar- innar samkvæmt framansögðu, sem heimilaðar verða. Með þessu er ekki tekin afstaða til þess, hve miklu fé verði varið til þess að borga niður innanlandsverð- lð, eða hve lengi slíkt verði gert.“ Eins og fram kemur I bréfi Pramsóknarflokksins, er fé Dómar (Framh. at 1. tiOu) Amerískur hermaður, sem réðist á konu á Seyðisfirði 11. þ. m., hefir verið rekinji úr hernum og dæmdur til strangr- ar 4 ára refsivistar. Verðlag á kartöílum Samkvæmt lögum nr. 31 frá 2. apríl 1943 um verzlun með kartöflur o. fl., og með tilvísun i niðurstöður vísitölunefndar landbúnaðarins, eru hér með sett eftirfarandi ákvæði um verðlag á innlendum kartöflum á tímabilinu 15. september til 1. nóvem- ber þ. á.: Heildsöluverð kr. 112,00 hver 100 kg. 'WbgtO Smásöluverð kr. 1.40 hvert kg. Séu kartöflur fluttar milli hafna, greiði seljandi sendingar- kostnað, en kaupandi kostnað við uppskipun og heimflutning, og er þá heimilt að hækka smásöluverðið til samræmis við slíkan sannanlegan aukakostnað, enda fari smásöluálagning aldrei fram úr 25% af kostnaðarverði vörunnar á sölustað. Ofanskráð verð er miðað við góða og óskemmda vöru i galla- lausum umbúðum og séu 50 kg. í hverjum poka. Reykjavlk, 14. sept. 1943. Verðlags* og matsnefnd garðávaxta. Prýðid heimili yðar með húsgögnnm úr Eikarbúðinni. Stofuborð. Bókaskápar. Klæðaskápar og margt fleira. Spyrjið um verð og berið saman við annars staðar. Gleðjið harnið yðar Ef að viltu vinur minn þér vörur góðar fá, eitt ég ráðið öruggt veit, sem œtla ég nú að tjá: Farðu wpp í Eikarbúð, þar allt er stórt og smátt, vandað vel og valið traust, en verðið fjarska lágt. Eikarbúðin Skólavörðustíg 10. — Sími 1944. því, sem fer til verðuppbóta á útflutningsvörur landbúnaðar- ins, ekki síður varið til að lækka dýrtíðarvísitöluna en þvl fé, sem fer til beinnar verðlækkun- ar innanlands. Stafar þetta af því, að væru þessar verðupp- bætur ekki greiddar, myndi inn- anlandsverð landbúrtaðarvara verða að hækka það mikið, að það gæti mætt hallanum af er- lenda verðinu. Af þessari ástæðu telur Framsóknarflokkurinn ekki rétt að gera nokkra sér- staka skilgreiningu á því, þegar um tekjuöflun til dýrtíðarráð- stafana er að ræða, hvort féð fer heldur til verðuppbóta á út- flutningsafurðirnar eða verð- lækkunar á innanlandsmarkað- inn. Hvorttveggja kemur að sama gagni viðkomandi dýrtíð- inni. Hins vegar er sá reginmunur á þessu tvennu, að verðuppbæt- urnar fara til að tryggja bænd- um sömu kjör og öðrum stétt- um, en með hinni fjárgreiðsl- unni er ekki verið að tryggja neinn slikan jöfnuð. Þess vegna hafa þær ekki við jafnríka nauðsyn að styðjast. Eins og skýrt kemúr fram í bréfi Framsóknarflokksins hef- ir hann ekki á þessu stigi máls- ins tekið neina afstöðu til þess, „hve miklu fé verði varið til þess að borga niður innanlandsverð- ið eða hve lengi slíkt verði gert“. Flokkurinn lítur á slíkt sem fullkomið bráðabirgðaúrræði. Önnur haldkvæmari úrræði verða að koma til sögunnar. Ríkisstjórnin hefir stigið spor í þá átt með nefndarskipun þeirri, sem að framan getur. Meðan slík athugun stendur yflr hjá fulltrúum stéttanna. og AJþingl, Undiriötognáttkjólar nýkomið í miklu úrvali. VERZLUN H. Toft Skólavörðustíg 5. Simi 1035. DraglB ekki lengur ■£ geraat kskrlfeudur aS Dvöl, þessu sérstseB* tínmriti 1 ialenzkum bókmenntum. — Tkkur mun þykja vaent um Dvöl, og þvl vauxna um hane aem þlB kynnist hwoal betur ' GAMLA HÍÓ* Úr hel|argreipam Escape. ROBERT TAYLOR, NORMA SHERER. Sýnd kl. 7—9. ki. 31/2—6 y2 TUNDURSKEYTA - BÁTURINN. (Torpedo Boat). Rich. Arlen. Jean Parker. .N ZJA BÍO Frá líðnum árum (Remember the Day). CLAUDETTE COLBERT JOHN PAYNE. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýning kl. 5: BÓFAFORINGINN OG BARNFÓSTRAN. (Butch minds the Baby). Virgina Bruce. Dick Foran. Brod Craword. Fédurbætir Sólpurkad fiskimjöl Reynsla undanfarinna ára hefir sannað, að sólþurkað fiski- mjöl er hollur, næringarefna- og bætiefnaríkur fóðurbætir. Það innilieldur 50% til 55% af af hráeggjahvítu, þar sem megn- tð er meltanlegt. Auk þess 18% —20% af fosfór-súru halhi, sem er nauðsynlegt efni fyrir öll vaxandi .dýr, .mjólhurdýr . og htensni. Ennfremur inniheldur sólþurkað fiskimiöl liið lífs- nauðsynlega D-btetiefni, sem hemur í veg fyrir beinhröm og fleiri sjjúhdóma. Allir bændur landsins ættu að tryggja sér gott sólþurkað fiskimjöl í fóðurhlöibdunina, jafnt handa mjólk- urkúm, sauðfé. hrossum, refum, haúisnum og svínum. Fagmaður hefir útbúið eftirfarandi fóðurblöndu fyrir mjólkurkýr, til athugunar fyrir þá bændur, scm blanda fóðrið sjálfir, og gefa góða töðu: Sólþurkað fiskimjöl . . 20% Gott síldarmjöl . 10% Malaður kornmatur . . 70% Samtals 100% Reynið þ e s s a fóðurblöndu og hún mun áreiðanlega gefa ríkuiegan árangur. Beitarpeningi sauðfé og hrossuni) er heppilegt að gefa til- tölulega mun meira af sólþurkuðu fiskimjöli í fóðrinu en að ofan greinir, og jafnvel hentugt í vissum tilfellum að gefa þcim óblandað sólpurhað fishimjjöl með beitinni. Rændur geta pantað sólþurkað fiskimjöl gegnum kaupfé- fög ok kaupmenn, cða beint frá neðangreindum framleiðend- um. Verðið er hr. 56.00 pr. 100 hgr. í Reyhjavíh og ísafirði. Birgðir eru takmarkaðar, tryggið yður það sem þér þurfið að nota sem fyrst. FISKIMJÖL H.F. REYKJAVÍK. FISKIMJÖL H. F. REYKJAVÍK. MIÐNES H. F. SANDGERÐI. MJÖL & Bein H. F. ÍSAFIRÐI. Hvar verður bænda- skóli Suðurlands? (Framh. af 1. síðu) Þorbjarnarsyni á Stóra-Hofi, falið að gera tillögu um aðsetur- stað væntanlegs búnaðarskóla á Suðurlandi. Þessir þrír menn fóru nýlega austur fyrir fjall og athuguðu ýmsa staði þar, er til mála kæmu í þessu sambandi. Mun mega vænta tillagna þeirra innan skamms. Lagaákvæði eru til um stofn- un búnaðarskóla á Suðurlandi og má vænta þess að fljótlega verði hafizt handa um fram- kvæmdir, þegar staðurinn hefir verið ákveðinn. hefir Framsóknarflokkurinn ekki talið rétt að bregða fæti fyrir það, að stjórnin gæti hald- ið dýrtíðinni í skefjum með um- ræddu bráðabirgðaúrræði. En það yrði vitanlega stórum örð- ugra að ná samkomulagi um raunhæfa lausn næstu vikurn- ar, ef dýrtíðin kæmist strax i algleyming. Náist hins vegar ekkert slikt samkomulag, verður Alþingi vitanlega að ákveða það, hvort áfram skuli haldið á sömu braut og undanfarið. Sjálfstæðisflokkurinn mun hafa svarað áðurgreindri fyrir- spurn ríkisstjórnarinnar um tóbakstekjurnar svipað og Framsóknarflokkurinn, en Al- þýðuflokkurinn og Sósiallsta- flokkurinn neitandl. Bæjarverkfræðíngs- staðan í Reykjavík er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. október næstkomandi, og tekur skrifstofa mín við umsóknum. Staðan verður veitt frá næstu áramótum. Borgarstjórinn í Reykjavík, 14. sept. 1943. Bjarni Bcncdiktsson. Kaupum tómar fyrir hækkað verð. sömu tegundir og áður. Móttaka i Nýborg alla virka daga nema laugardaga. Áfengisverxlun lfiíkisins. Símanúmer hjá Almennar tryggíngar h.f. eru 2704 og 5693.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.