Tíminn - 17.09.1943, Blaðsíða 3
90. blað
TÍMINBÍ, föstwdagiim 17. sept. 1943
359
PÁ^ARMIMPÍG:
«lón BJarnason
Nólseyjar-Páls þáttur
FRAMHALD
Skorrastað í Norðfirði.
í s. 1. júlímánuöi andaðist að
heimili sínu, Skorrastað í Norð-
firði, bændaöldungurinn Jón
Bjarnason, nær 85 ára að aldri.
Jón var einn hinna kunnu
Viðfjarðar-systkina. Var hann
fæddur á Stuðlum í Norðfirði
1858 og dvaldi allan sinn aldur
í þeii-ri sveit að undanteknum
4 árum, er hann bjó á Seljamýri
í Loðmundarfirði. Að Skorrastað
flutti hann 1894 og bjó þar til
dauðadags. Var Jón sál. farsæl-
um gáfum gæddur. Skáldmælt-
ur vel, en fór dult með. Mjög
stóð hann framarlega í öllum
menningarmálum sveitar sinn-
ar, ekki sízt þeim málum, er
snertu menntun og menningu
hinnar uppvaxandi kynslóðar.
Þóttust þeir, er kynntust honum
nánast, finna, að hann saknaði
þess, að á æskuárum hefði hann
ekki getað notið þeirrar mennt-
unar, er hann þráði. Vildi hann
af alhug vinna að því að hin
yngri kynslóð gæti átt kost þess
að njóta þeirra menningarmeð-
ala, er hann taldi sig hafa far-
ið á mis við á æskuárunum.
Þegar ungmennafélagshreyf-
ingin barst hingað, skömmu
eftir síðustu aldamót, var Jón
orðinn meir enn miðaldra mað-
ur. Þeirri hreyfingu tók hann
tveim höndum og átti forgöngu
um stofnun ungmennafélags
sveitarinnar, var meðlimur þess
til dauðadags og líf og sál fé-
lagsins meðan heilsa og kraft-
ar entust. Voru það hans mestu
ánægjustundir að sitja fundi og
samkomur félagsins og ætíð
hafði hann eitthvað nýtt fram
að færa til hvatningar félags-
mönnum og eflingar félagslíf-
inu og starfinu. Sparaði hann
hvorki fé né tíma til þess að efla.
félagið og tryggja framtíð þess
á allan hátt.
Meðal annars gaf hann fé-
laginu landspildu á mjög fögr-
um og góðum stað, undir hús og
ræktunarframkvæmdir. Hann
sá réttilega, að slik staðfesta var
hin öruggasta trygging fyrir
framtíðarstarfsemi og þrifum
félagsins.
Alla ævi var Jón B. alger
bindindismaður á vín og tóbak.
Vann mikið að útbreiðslu bind-
indis í sveitinni. Mun með hon-
um fallinn í valinn sá síðasti
af stofnendum hins gamla
Bindindisfélags Norðfirðinga, er
sr. Magnús Jónsson síðar prest-
ur í Laufási, stofnaði um 1874,
einn af hinum mörgu meðlim-
um þess félags, sem aldrei
kvikuðu frá sínu bindindisheiti
til æviloka.
falli og áhrif flokksins minnka,
rýrnar einnig veldi Francos sem
flokksforingja og tök hans á'
hernum slappast. Þróun frá
öfgafullri hségri stefnu til hóf-
legra miðflokksstefnu gerist því
sennilegast á þann hátt, að fas-
istaflokurinn hverfur og herinn
verður þá aðalkjarninn í fall-
völtu þjóðfélagi. Þetta mun
einnig leiða til þess, að Franco
þokast af sjónarsviðinu.
Tveir aðrir möguleikar eru
lika fyrir hendi: Lýðfrjálst lýð-
veldi eða þingbundin konungs-
stjórn. Eins og sakir standa er
talsvert rætt um endurreisn
konungsstjórnar.
Aðalatriðið er hins vegar ekki
það,hvort Spánn verður lýðveldi
eða konungsríki, heldur hvort
þjóðin fái stjórn, sem nýtur for-
ustu vinstrisinnaðra miðflokks-
manna, eða hvort hún heldur á-
fram að velkjast milli and-
stæðustu öfganna, hafi hægri
harðstjórn í dag og vinstri
harðstjórn á morgun.
Aðalatriðið er „að vera á
miðjum veginum“, hvort sem
hinn nýi þjóðhöfðingi ber kór-
ónu eða hatt.
Það eru ekki nærri allir lýð-
veldissinnar og konungssinnar,
er skilja þetta. Nokkrir auð-
menn og katólskir leiðtogar
reyna einnig að bjarga fasista-
stjórninni, með baktjaldamakki
í Washington og London. Slíkt
atferði er sjálfsmorð og mun
fyrr eða síðar leiða til þess, er
menn reyna að forðast: Blóðugt
stríð á grundvelli stéttarbar-
áttunnar.
Svo sem vænta mátti um jafn
vel hæfan mann sem J. Bjarna-
son var, hlóðust á hann mörg
opinber störf. Átti hann sæti í
sveitarstjórn óslitið nær 40 ár
og um langt skeið sem oddviti
sveitarstjórnar. Safnaðarfull-
trúi var hann um allmörg ár og
mörg önnur trúnaðarstörf voru
honum falin fyrir sveit sína.
Leysti hann þau öll af hendi
með sérstakri trúmennsku og
samvizkusemi. Búhöldur var
hann góður. Átti alla tíð snot-
urt bú, þótt aldrei væri það
stórt. Kostaði hann jafnan
kapps aö verjast skuldum og var
skilvis í bezta lagi.
J. B. var tvígiftur. Eftir hann
lifa tvö börn frá fyrra hjóna-
bandi, Bjarni hreppstjóri á
Skorrastað og Guðrún skrif-
stofumær í Reykjavík. Auk þess
ólust upp á Skorrastað mörg
börn og unglingar, að meira og
minna leyti sem fósturbörn, þar
á meðal bróðursonur Jóns,
Guðjón Ármann, nú bóndi á
Skorrastað. Munu þau öll minn-
ast hans sem hins umhyggju-
sama og leiðbeinandi fósturföð-
urs. I. P.
Dánardægur
Markús ívarsson
verksmiðjucigandi
Einn af merkustu borgurum
Reykjavíkur, Markús ívarsson
verksmiðjueigandi, andaðist 23.
f. m.
Markús var fæddur i Vorsa-
bæjarhjáleigu 8. sept. 1884.
Hann stundaði sveitavinnu á
unglingsárum sínum, en hugur
hans hneigðist snemma til
smíða. Er hann var 26 ára gam-
all, hóf hann smíðanám, gekk
siðan í vélstjóraskólann og lapk
prófi þaðan 1913. Öll fyrri styrj-
aldarárin var hann í siglingum.
Árið 1920 gekk hann i þjónustu
vélsmiðjunnar Hamar, en
tveimur árum síðar stofnaði
hann, ásamt Bjarna Þorsteins-
syni, vélsmiðjuna Héðin. Við
það fyrirtæki vann Markús
jafnan síðan og átti sinn mikla
þátt i vexti þess og viðgangi.
Markús var mikill listunnandi
og mun enginn maður hafa átt
meira af íslenzkum listaverkum
en hann. Mun hann alls hafa
átt um 200 slík verk. íslenzkir
listamenn munu vart hafa átt
betri hauk í horni en þar sem
Markús var. Eitt mesta áhuga-
mál hans var að koma upp lista-
safni fyrir almenning.
Markús var kvæntur Kristínu
Andrésdóttur frá Vestur-Hell-
um í Gaulverjabæjarhreppi. Lif-
ir hún mann sinn, ásamt þrem-
ur dætrum.
Jarðarför Markúsar fór fram
1. þ. m. Var hún ein hin fjöl-
mennasta, sem farið hefir fram
í Reykjavík. Starfsmenn Héð-
ins, en þeir eru um 200, stóðu
heiðursvörð og gengu fylktu liði
í líkfylgdinni. V.
Um víða veröld
(Framh. af 2. síðu)
vörum muni því reynast erfið
samkeppnin á erlendum mörk-
uðurp, Ef til vill reyna þeir að
bæta aðstöðu sína með því að
selja aftur gullið, er safnaðist
þangað fyrir styrjöldina. Nýlega
hafa þeir t. d. selt Brazilíu 74
milj. gulldollara, sem hún notar
til að efla gullforða sinn.
Ensku fjármálamennirnir
telja þó vart, að aðrar ráðstaf-
anir komi Bandaríkjamönnum
að verulegu haldi en að lækka
dollarann með hliðsjón af ann-
arri mynt.
Þótt Bretar kunni að hafa
ýmsan fjárhagslegan hagnað af
dýrri framleiðslu og kreppu í
Bandaríkjunum, telja þeir sér
þó hagkvæmara, er til lengdar
lætur, að fjárhagsafkoma sé
sæmilega hagstæð þar. Enskir
fjármálamenn hafa því áhuga
fyrlr því, að Bandaríkjamönn-
um takist að reisa eins öflugar
varnir gegn dýrtið og of miklum
kaupgjaldshækkunum og Bret-
um hefir tekizt.
ttbreiðið Timanii!
Árið 1804 var söluþing háð í Hvalbæ á Suðurey. Var þar boðið
upp strandað skip. Nólseyjar-Páll var einn þeirra, sem gerðu ferð
sína á uppboðið. Hann hafði lengi haft mikinn hug á að eignast
haffært skip og skapa sér svo aðstöðu til þess að leysa af hendi
nokkuð það, sem orðið gat til meira og varanlegra gagns fyrir
Færeyinga en hann hafði átt kost á hingað til. Skipið reyndist
vera allmikið brotið. En Nólseyjar-Páll keypti það eigi að síður,
enda var verðið lágt, og færði til Vogs á Suðurey. Þar var smíð-
að af því nýtt skip á Flötinni fríðu. Sóttist smíðin vel, því að
bræður Páls hjálpuðu honum við starfið, einkum Jóhannes.
Sjálfur var Páll allt í senn: hann var jafn hagur á tré og járn,
saumaði segl og fléttaði bönd. Skipið var smíðað sem skonnorta
cg var kallað „Royndin“ (Tilraunin). Var það oftast nefnt
„Royndin fríða.“
Margar aldir voru liðnar síðan færeyskur maður hafði átt haf-
skip. Það hafði aldrei átt sér stað síðan á miðöldum. Sjálfur
nefndi Páll „Royndina fríðu“ stundum „fyrsta færeyska skipið,“
og 27. júní 1806 segir í Kaupmannahafnarblaðinu „Degi“, að
hið nýja skip Páls frá Nólsey sé fyrsta þilskipið, sem Færey-
ingar hafi átt síðan svarti dauði geisaði.
Þetta uppátæki Nólseyjar-Páls vakti þegar ótta meðal dönsku
stjórnarherranna á eyjunum. Þá grunaði, að konungseinokunin
og þeir sjálfir myndu bíða tjón af þessari framtakssemi hans og
erfiðara myndi reynast að halda þjóðinni undir okinu, ef Fær-
eyingar ættu sjálíir skip, sem siglandi var landa millum. Létu
þeir leitast fyrir um það hjá Páli, til hvers hann ætlaði að nota
skipið. Hann svaraði því til, að hann hygðist að venja Færey-
inga við fiskveiðar á stórum skipum og kenna þeim að sigla
hafskipum, svo að þeir yrði við því búnir, er frjálsari og betri
tímar færu í hönd. Þeir þóttust skilja, að hverju Páll stefndi:
Það var verzlunarfrelsið, sem hann hugðist að berjast fyrir.
Sjálfir ráku margir þessara manna leyniverzlun í stórum stíl og
notuöu verzlunarkúgunina og neyð almennings sér til stórkost-
legs Abata, og • var þeim því ekkert meira mein en tilslökun á
einokunarfyrirkomulaginu. Fjandskap þessara manna átti Páll
því fyrirfram vísan, enda kærðu þeir hann fljótlega fyrir
smygl og leyniverzlun og lagabrot.
Páll hafði líka hugsað sér að nota skipið eigi aðeins til fiski-
veiða, heldur og til siglinga landa á milli. Hann vildi flytja fram-
leiðsluvörur landsmanna út og sigla heim aftur með nauðsynja-
varning, sem iðulega var hörgull á í eyjunni. En til þessa varð
hann að fá leyfi dönsku stjórnarinnar. Valdamenn í Færeyj-
um lögðust allir gegn því, að hann fengi slíkt leyfi. En hann
taldi von til, að verzlunarstjórnin í Kaupmannahöfn myndi lita
að nokkru gagn landsins og nauðsyn fólksins, ef málið væri vel
og sköruiega flutt fyrir henni, og veita honum leyfi til þessara
siglinga.
Á þessum tímum voru kjör alþýðu manna i Færeyjum hrak-
smánarlegri en orð fá lýst. Fátæktin var átakanleg. Réttur manna
heima fyrir var fyrir borð af útlendum stjórnendum, er oft svif-
ust einskis og skeyttu því einu að mata krókinn sjálfir. Og þótt
menn, sem beittir voru rangindum og refjum, vildu freista þess
að leita réttar síns í Danmörku eða tala máli þjóðarinnar, var
slíkt nær ókleift. Þess var krafizt, að hver, sem til Danmerkur
fór með konungsskipum, setti 500 dala tryggingu, og það var
meira fé en fátækir Færeyingar höfðu á reiðum höndum á þeim
tímum, og jafnvel þótt þessi trygging væri til reiðu, viluðu yf-
irvöldin ekki fyrir sér að neita mönnum um fararleyfi og vega-
bréf, ef þau grunaði að hlutaðeigandi maður myndi hafa ein-
hver mál að sækja eða verja, sem þótti betur að kyrr lægju.
Bréf, sem send skyldu landa á milli, voru iðulega rannsökuð og
aldrei send úr eyjunum, ef þau töldust „skaðleg" eða „fjand-
samleg“ „lögum og landsrétti."
Það var því eigi aðeins einokunin og launverzlun dönsku emb-
ættismannanna, sem var í voða, er Nólseyjar-Páll hafði
eignazt skip. Það hlaut einnig að verða mun torveldara að
halda landslýðnum í áþján með ofbeldi og rangsleitni. En fyrst
og fremst var það þó verzlunin, sem valdamennirnir óttuðust
um, enda var hún mesta tekjulind þeirra. Gamlar og úreltár
þjóðfélagsvenjur römbuðu um þetta leyti á heljarbarmi. Þeir
höfðu veöur af því, að verzlunarokunin myndi ekki eiga langa
lífdaga úr þessu, og þeir vlssu, að Nólseyjar-Páll mundi ekki
liggja á liði sínu að opna allar þær gáttir, sem þeir vildu, að væru
læstar. Hann myndi eigi aðeins heyjá baráttu sína heima i Fær-
eyjum, heldur einnig og miklu fremur í Danmörku meðal þeirra,
er mest áhrif og völd höfðú.
Þegar Færeyingar hefðu vanizt siglingum á skipi Páls, var
einnig líklegt, að fleiri skip kæmust í eign þeirra, enda fór Páll
ekki dult með það, að hann teldi eitt af meginmarkmiðum sín-
um væri, að vékja trú þjóðarinnar á.sjálfa sig og framtíðina og
rjúfa þá einangrun, sem einokunin og harðstjórarnir höfðu
hneppt hana í. •
Páll bauð fyrst að takast á hendur siglingar fyrir konungs-
verzlunina, en þegar því var hafnað, bjó hann ferð sína til
Kaupmannahafnar. Flutti hann mál sitt við yfirstjórn einokun-
arinnar, en varð þó að hverfa frá henni bónleiður til búðar, enda
munu yfirvöldin í Færeyjum þegar hafa verið búin að rógbera
hann við stjórnarvöldin í Kaupmannahöfn. En Páll lét ekki hug-
fallast, heldur sótti mál sitt því fastar því þyngra sem varð fyrir
fæti. Kom þar loks, að hann gekk fyrir krónprinsinn, Friðrik
VI., er stjórnaði ríkinu ókrýndur frá 1797, er Kristján VII. faðir
hans lét af völdum vegna brjálsemi, til 1808 að faðir hans dó.
Skýrði hann krónprinsinum frá því hörmungarástandi, sem í
Færeyjum ríkti, vöruskorti og vandræðum. Æskti hann leyfis
til þess að flytja heim skipsfarm af korni og öðrum nauðsynja-
vörum, sem skortur var á í eyjunum. Þessar vörur vildi hann
fá að greiða með færeyskri framleiðslu: fiski, kolum, lýsi og
peysum.
Þetta leyfi veitti krónprinsinn, er hann haföi hlýtt á mál-
flutning Nólseyjar-Páls.
Hro§ti
g'ott og ódýrt gripafóður, fæst lijá
H.L 01gerðínní Egili Skallagrímsson.
Samband ísl. stnnvinnufélagu:
KAUPFÉLÖG!
Gætið þess að hafa vörur yðar nægilega vá-
tryggðar.
Þatcka hjartanlega heillaóskir, heimsókn og gjafir á
00 ára afmœli mínu.
GUÐJÓN SIGURÐSSON,
Hrygg.
ÞAKKA hjartanlega öllum þeim, sem með gjöfum, skeyt-
um, heimsóknum og á annan hátt sýndu mér vináttu og
heiður á áttræðisafmæli mínu.
JÓN EYJÓLFSSON,
Langholti.
Öllum hinum rnörgu, bœði nær og fjœr, sem glöddu
mig á sjötíu ára afmœli mlnu, 31. ágúst síöastl., bceði
með gjöfum og heillaóskaskeytum og á margan annan
hátt, votta ég innilegt þakklœti mitt. Guð blessi ykkur
öll og gefi gleðiríkt líf.
GUÐBRANDUR JÓNSSON,
Spákelsstöðum.
Orðiending
frá KROI
Höfum opnað nýja búð í Hafnarstræti 4 (áður
Herðubreið), og seljum þar m. a. verkmanna-
föt, allskonar hlífðarföt og tóbak, og hefir búðin
allflestar þær vörur, sem verkamenn þurfa að
nota, og er á einkar hentugum stað fyrir þá
félagsmenn og viðskiptavini okkar, sem stunda
atvinnu sína niður við höfnina.
Skotæfíngar úr lofti
til jarðar
Hér með tilkynnist, að framvegis munu flugvélar skjóta úr
vélbyssum, í æíingaskyni, úr lofti ofan og niður til jarðar, á
svæði nokkru nálægt Garðskaga.
Hættusvæðið verður sem hér segir, milli neðantaldra fjög-
urra staða:
(a) 64° Oá'35" N. 22
(a) 64° 04'57" N. 22
(c) 64° 05'30" N. 22
(d) 64° 04'30" N. 22
41'50" W. Greenwich
42'00" W. Greenwich
46'20" W. Greenwich
46'2Q" W. Greenwich
Verðir munu verða settir landmegin á svæði þessu og munu
þeir gefa aðvörunarmerki þegar skotæfingar eiga að fara fram,
með þvi að draga upp rauða fána.
Blautsápa
frá sápuvcrksmiðjimni Sjöfn er almennt við-
urkennd fyrir gæði. Flestar hnsmæður nota
Sjafnar-blautsápu