Tíminn - 17.09.1943, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.09.1943, Blaðsíða 1
RITSTJðRI: J ) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON J í I ÚTGEPANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN j PRENTSMIÐJAN EDDA hj. \ Símar 3948 og 3720. i RITSTJÓRASKRIFSTOFIJR: EDDUHÚSI, Ltndargötu B A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA 27. árg. Reykjavik, föstudaginu 17. sept. 1943 90. blað Ráðstafanir ríkísstjórnarinnar í dvrtíðarmálunum: Reynt að fá saml<omulag stéttarsamtak- anna um aðra, varanlegri lausn Ríkisstjórnin hefur ákveðiö að halda áfram fjár- greiðslum úr ríkissjóði til að halda dýrtíðarvísitölunni niðri. Ákvörðun sína byggir ríkisstjórnin á heimild, sem hún hefur í dýrtíðarlögunum til að ákveða lægra út- söluverð á mjólk og kjöti, en vísitölunefnd landbúnað- arins ætlast til, ef mismunurinn er greiddur úr ríkis- sjóði. Eins og kunnugt er, ákvað seinasta Alþingi, að fram til 15. þ. m. skyldi greitt fé úr ríkissjóði til lækkunar á útsöluverði kjöts og mjólkur. Ef ríkisstjórnin hefði eigi gert áðurgreindar ráðstafanir, myndi því útsöluverð mjólkur og kjöts hafa hækkað aftur, er ríkisframlag- .'nu nam. Fjárgreiðslur þær, sem ríkisstjórnin hefir fyrirhugað í þessu skyni, nægja þó ekki til að halda vísitölunni alveg í skefjum. Mun hún alltaf hækka í 256 stig og ineira, ef hækkanir verða á öðrum neyzluvörum en kjöti og mjólk. Nýit mjólkurverd Það er flmm aururn lægra en fyrra verðið Á fundi mjólkurverðlags- nefndar, er haldinn var nýlega, var ákveðið, að útsöluverð mjólkur skyldi vera kr. 1,70 pr. líter og verð annarra mjólkur- afurða í samræmi við það. Það furðulega hefir skeð, að öll dagblöðin hafa sagt frá þessu eins og um stórfellda mjólkur- verðhækkun væri að ræða. Sannleikurinn er hins vegar sá, að þetta verð er 5 aurum lægra á lítra en útsöluverð það, sem var hér áður en ríkisstjórnin hóf fjárgreiðslu úr ríkissjóði til að lækka mjólkurverðið. Ef um- ræddar fjárgreiðslur hefðu eigi átt sér stað, myndi útsöluverðið hafa verið kr. 1,75 lítrinn und- anfarið. Þessi frásögn dagblaðanna styður þá skoðun bænda, er kom fram á ýmsum búnaðarsam- banda- og kaupfélagsfundum í vor, að neytendur myndu kalla það verðhækkun á afurðunum, þegar fjárgreiðslunum væri kippt burtu og útsöluverðið yrði eðlilegt aftur, án þess þó, að um nokkra raunverulega verðhækkun væri að ræða. Hafa bændur óttazt, að slíkur mis- skilningur neytenda gæti valdið skaðlegum deilum og togstreitu. Áðurgreindir fundir bænda hafa því -yfirleitt æskt þess, að fjár- greiðslum þessum yrði hætt, en yrðu þeim haldið áfram, væri æskilegast að gera það í formi beins neytendastyrks. Eins og sagt er frá á öðrum stað, hefir ríkisstjórnin ákveð- ið að greiða fyrst um sinn fé úr ríkissjóði til verðlækkunar á mjólk, þannig að útsöluverðið verði 1,45, en hingað til hafa fjárgreiðslurnar verið það mikl- ar, að útsöluverðið hefir verið kr. 1,40. Nokkur ágreiningur var um það í mjólkurverðlagsnefndinni, hversu hátt útsöluverðið skyldi vera. Meirihlutinn taldi nauð- synlegt, að það yrði kr. 1,70 til þess, að bændum yrði tryggt verð það, sem þeir eiga að fá samkv. tlllögum landbúnaðar- vísitölunefndar, en það er kr. 1,23. Minnihlutinn áleit.að þetta næðist með kr. 1,62 útsöluverði. Mismunurinn stafar af því, að meirihlutinn gerði ráð fyrir meiri vinnslumjólk en minni- hlutinn, en hana þarf að verð- bæta með verði sölumjólkurinn- ar, svo að bændur fái einnig kr. 1,23 fyrir hana. Reynist svo, að minnihlutinn hafi réttara fyrir sér, mun það lækka ríkisfram- lagið hvort eð er og kemur því 1 sama stað niður, hvort verðið var ákveðið meðan fjárgreiðsl- unum heldur áfram. En hefðu þær ekki verið, veitti hærra verðið bændum meira öryggi. Hvar verður bænda- skéli Suðurlands? Fyrir nokkru var þremur mönn- um, Steingrími Steinþórssyni, búnaðarmálastjóri, Jóni Sigurðs- syni á Reynistað og Guðmundi (Framh. á 4. síðu) í tilkynningu til blaða og út- varps hefir ríkisstjórnin skýrt svo frá þessari ákvörðun sinni: „Sökum þess að ráðstafanir þær frá 14. apríl falla niður i dag, 15. september, og engar ráðstafanir hafa verið gerðar í þeirra stað til þess að halda verðbólgunni í skefjum, hefir ríkisstjórnin,samkvæmt heimild í 4. gr. téðra laga, ákveðið lægra verð á mjólk og kjöti á innlend- um markaði, en gert er ráð fyrir samkvæmt niðurstöðutölu vísi- tölunefndar landbúnaðarvara. Fyrst um sinn hefir verið á- kveðið verð á nýmjólk kr. 1,45 hver lítri og verð á nýju dilka- kjöti kr. 6,50 hvert kíló í smá- sölu. Verður tekjum af verðhækk- un áfengis og tóbaks varið fyrst um sinn til að standa straum af þeim kostnaði, er af þessu leiðir. Er þetta gert til þess að forð- ast stórfellda hækkun á fram- leiðslukostnaði I landinu þang- að til varanlegar ráðstafanir verða gerðar af Alþingi til að hefta verðbólguna og á þann hátt sjá atvinnurekstri lands- manna farborða. Jafnframt hefir ríkisstjórnin með bréfi í dag snúið sér til Al- þýðusambands íslands og Bún- aðarfélags íslands og farið fram á,að þessir aðiljar skipi hvor um sig þrjá menn í nefnd til að at- huga möguleikana á því, að dýr- tíðin verði færð niður með frjálsu samkomulagi milli laun- þega og framleiðenda landbún- aðarafurða." Bréfið, sem stjórnin hefir skrifað Búnaðarfélagi íslands og Alþýðusambandi íslands, er svohljóðandi: Rlkisstjórnin hefir gert fram- angreindar ráðstafanir, án sam- ráðs við flokkana. Það eina, sem hún bar undir þá, var það, hvort þeir féllust á að ráðstafa tekj- unum af verðhækkun tóbaksins til að lækka vísitöluna. Hafði ríkisstjórnin lofað, þegar iögin- um tóbakshækkunina voru sam- „Samkvæmt nlðurstöðu visi- tölunefndar landbúnaðarvara, þarf verð á þessum vörum, sem seldar eru innanlands, að hækka mjög verulega. Þetta myndi hafa í fíír með sér talsverða hækkun framfærsluvísitölunn- ar og þar með alls framleiðslu- kostnaðar í landinu. Ríkisstjórnin telur, eins og sakir standa, óverjandi að láta framleiðslukostnaðinn hækka að nokkrum mun áður en reynt hefir verið til þrautar að stöðva verðbólguna varanlega. Þess vegna hefir ríkisstjórnin ákveð- ið að halda fyrst um sinn mjólk og kjöti í lægra verði til neyt- enda en vera ætti samkvæmt tillögum nefndarinnar. Hins vegar er ljóst, að slík ráðstöfun getur ekki talizt æski- leg til frambúðar og að nauð- synlegt er, ef þess er kostur, að finna varanlega lausn, sem byggist á samkomulagi milli þeirra höfuðaðila, sem stóðu að ákvörðun landbúnaðarvísitöl- unnar. Fyrir þvi mælist rikisstjórnin til þess, að Búnaðarfélag íslands skipi þrjá menn í nefnd, er á- samt þrem mönnum frá Alþýðu- sambandi íslands, athugi mögu- leika á því að færa niður verð- bólguna með frjálsum samn- ingum milli launþega og fram- leiðenda landbúnaðarvara. Ríkisstjórnin óskar að fá vit- neskju um það, hvort þér viljið verða við þessari málaleitun. Er á það lögð mikil áherzla, að um- ræðurnar geti hafizt hið allra bráðasta. Formönnum þingflokkanna hefir verið sent afrit af bréfi þessu.“ þykkt, að ráðstafa ekki þeim tekjum, án samráðs við þingið. Framsóknarflokurinn svaraði þessari fyrirspurn á þessa leið 14. þ. m. „Út af bréfi fjármálaráðu- neytisins til Framsóknarflokks- ins, dags. 9. þ. m„ þar sem ósk- (Framh. á 4. slOu) Afstaða Framsóknarflokksíns Herskip ha/a o/t aðstoðaö landgöngu Bandamanna á ítallu með skothrlð á bœkistöðvar Þjóðverja. Á myndinni sést skothrið frá herskipum við eitt slíkt tœkifceri. Erlent yfirlit 17. sept.: Efíír nppgjöf Atala Síðan styrjöldin hófst, hafa fá tíðindi vakið meiri athygli en uppgjöf Ítalíu. Þau hafa verið talin greinilegust merki um endanleg úrslit styrjaldarinnar. Þótt uppgjöf Ítalíu hafi eigi reynzt Bandamönnum slíkur fengur og vopnahléssamningur þeirra og ítala gerði ráð fyrir, þar sem ítalir hafa ekki reynzt færir um að fullnægja honum nema að takmörkuðu leyti, hefir ávinningur þeirra samt orðið geysilegur. ítalski herinn er úr sögunni sem andstæðingur. Mest allur ítalski flotinn er á valdi þeirra. Eyjarnar Sardinia og Korsíka eru komnar undir yfirráð þeirra orrustulaust. Syðsti hluti Ítalíu með hafnar- borgunum Taranto, Brindisi og Bari, en frá tveim þeim síðast- Hefndu er skemmst frá Ítalíu til Albaníu og Grikklands, er allur undir stjórn þeirra. Síðast en ekki sízt, eru hin siðferðilegu áhrif. Sigurtrúin hefir glæðst í hernumdu löndunum og eflir mótspyrnuna gegn Þjóðverjum þar. í löndum þeim, sem fylgt hafa Þjóðverjum, Ungverja- landi, Búlgaríu, Rúmeníu og Finnlandi, hefir vantrúin á sig- ur Þjóðverja aukizt, og aukinn stuðningur við Þjóðverja sætir vaxandi mótspyrnu. Uppgjöf ítala, samfara loftárásunum á þýzkar borgir og undanhaldinu í Rússlandi, hlýtur einnig að veikja mjög baráttuþrek þýzku þjóðarinnar. Það er ekki sízt gert til þess að draga úr vaxandi vonleysi bandamanna sinna og þýsks al- mennings, að þýzki herinn hefir brugðið við eins hart og skjótt í Ítalíu og raun ber vitni. í sama tilgangi hefir verið lagt hið mikla ofurkapp á að ná Musso- lini úr haldi og láta hann mynda nýja stjórn. En víst má það teljast, að Mussolini tekst ekki nú frekar en einum Forn- Rómverjanum að láta spretta fram hersveitir, þótt hann stappi í jörðina. Hann er bú- inn að missa tökin á þjóðinni, og það, sem mestu skiptir: hún er búin að missa allan baráttu- hug. Það hefir viðnám ítalska hersins sýnt undanfarið, bæði gegn Bandamönnum og Þjóð- verjum. Leppstjórn Mussolini verður aldrei meira en sjón- hverfing. Tvær aðrar ástæður reka einnig til þess, að Þjóðverjar veita eins hart viðnám á Ítalíu og þeir geta. Ef Bandamenn næðu allri Ítalíu, opnuðust þeim stórbættir möguleikar til loftá- rásar á austurrískar og tékk- neskar borgir, en þangað hafa Þjóðverjar nú flutt mikið af hergagnaiðnaði slnum, og auk þess fengu Bandamenn góða aðstöðu til innrásar I Suð- ur-Frakkland. Aðstöðuna til innrásár frá Ítalíu á Balkan- skaga hafa þeir þegar fengið. Það má telja líklegt, að Þjóð- verjar reyni aðeins að halda stöðvum sínum á Suður- og Mið-Ítalíu meðan fyrstu áhrif- in af • uppgjöf ítala eru að hjaðna. Áframhaldandi vörn þar yrði þeim kostnaðarsöm og enginn sérstakur ávinningur. Hins vegar munu þeir reyna að halda Norður-Ítalíu í lengstu lög, þvi að þaðan geta Banda- menn sótt inn í Frakkland og þar eru eftirsóknarverðustu flugvellirnir. •Uppgjöf ítala eykur mjög byrðar þýzka hersins. Hann þarf ekki aðeins að senda meira lið til Ítalíu, heldur einnig til Balk- anlandanna, þar sem ítalir höfðu setulið til að halda uppi ró og reglu. Þykir líklegt, að Þjóðverjar þurfi af þessum á- stæðum að auka setulið sitt í Balkanlöndunum um 20—30 herfylkl. Á það hefir verið bent, áð það yrði viss léttir fyrir Þjóðverja að láta Bandamönnum Ítalíu eftir, þvi að þeir þurfi nú að sjá ítöl- um fyrir kolum og ýmsum nauð- synjum. Þetta er vitanlega rétt, en barátta Þjóðverja á Ítalíu sýnir þó, að þeir meta það meira að halda Ítalíu en losna við þessar byrðar. Seinustu fréttir Við Salerno eru nú háðar grimmilegar orustur. Þjóðverj- ar reyna að hrekja ameríska landgönguliðið þar í sjóinn og Bandamenn svarað með gagn- sókn. Sunnar á Ítalíu hefir brezka hernum orðið vel ágengt og tekið hafnarborgina Brindísi og Bari. Rússar herða enn sóknina á miðvígstöðvunum. Þeir hafa ný- lega tekið borgirnar Bryansk og Nezhin, sem er 100 km. frá Kiev, en þangað beina þeir nú aðalsókninni. Mussolini hefir tilkynnt, að hann sé búinn að mynda fas- istiska lýðveldisstjórn. Stjórnarskipti hafa orðið í Búlgaríu. Margir helztu fylgis- menn Þjóðverja hafa látið af ráðherrastörfum. D ó m a r Amerískur herréttur hefir nýlega dæmt hermanninn, er réðist á konu frá Úlfarsá I Mos- fellssveit 24 f. m., til að víkja úr hernum með skömm og vera í strangri refsivist í fimm ár. Amerísku hermennirnir, er, hvor í sínu lagi, réðust á ís- lenzkar konur í Reykjavk 31. júlí s. 1., hafa verið dæmdir til eins árs fangelsisrefsingar, auk brottreksturs úr hernum og missis borgaralegra réttinda. Amerískur hermaður, sem réð- ist á íslenzka konu 1 Keflavík 16. júli s. 1., hefir verið rekinn úr hernum og dæmdur til strangr- ar 15 ára refsivistar. (Framh. á 4. siðu) A víðavangi MARKLAUS ÁDEILA. Nokkur hávaði hefir verið 1 blöðum kommúnista og jafnað- armanna í tilefni af því, að all- margir þingmanna hafa lýst yf- ir skriflega, að þeir myndu síð- ar á þinginu styðja samþykkt lagafyrirmæla um að greiða uppbætur á útfluttar landbún- aðarvörur, svo að eigi þyrfti að hækka innanlandsverðið til að mæta hallanum af útflutningn- um. En annað hvort þetta þurfti að gera, ef fullnægja átti fyrirmælum dýrtíðarlaganna um að bændur fái það verð, sem landbúnaðarvísitölunefndin á- lítur nauðsynlegt til þess að tryggja þeim sömu kjör og öðr- um stéttum. Ástæðan til þess að undir- skriftunum var safnað, er sú, að nauðsynlegt var að vita vilja þingmanna strax, svo að hægt væri að ákveða innanlandsverð- ið. Það hefði getað tekið oflang- an tíma að biða eftir endanlegri afgreiðslu málsins á þingi. Hins vegar er vitanlega til þess ætl- azt, að það verði afgreitt þaðan á formlegan hátt. Það er náttúrlega hrein bá- bilja, að hér sé á nokkurn hátt brotið gegn þingsköpun og þing- venju. Þarf meiri en lítinn aulahátt og illgirni til þess að halda því fram, að þingmenn megi ekki hafa skoðun eða mynda sér skoðun um neitt mál áður en þau koma fram í þing- inu. Eða vilja blöð kommúnista og jafnaðarmanna halda því fram, að þannig sé því háttað með þingmenn þeirra? „ORÐUM HANS OG LOFORÐ- UM ER EKKI TREYSTANDI.“ Fyrir Sjálfstæðismenn ætti að vera lærdómsríkt nú að rifja upp eftirfarandi klausu, sem stóð í Reykjavíkurbréfi ísafold- ar 7. okt. 1942: „Eftir þvi, sem útlitið er í dag, eru mjög litlar líkur til, að þess- um sáttaboðum Hitlers verði sinnt. Andstæðingar Þjóðverja viðurkenna, að margt sé gott og gagnlegt í tillögum hans. Það, sem hann segir t. d. um afvopn- unina, er mjög í sama anda og Chamberlain forsætisráðherra hefir talað. En undirtektirnar meðal Breta og Frakka eru þessar: Þó ýmis- legt sé aðgengilegt í ræðu Hitl- ers, þá getum við ekki fallizt á tillögurnar, af þvi að það er þessi maður, sem flytur þær. Orðum hans eða loforðum er ekki treystandi. Reynslan hefir kennt okkur það. Þess vegna verður ekki hlustað á hann.“ Þannig líta Bandamenn á samningssvikara og eiðrofa. Eiga íslendingar ekki að gera það sama? BLEKKINGARNAR UM VERÐ- LAG LANDBÚNAÐARVARA. Sum blöðin halda áfram að tönnlast á því, að með fram- kvæmd tillagna landbúnaðar- visitölunefndar, sé verið að tryggja bændum fastar tekjur og hljóti því aðrar stéttir að krefjast þess sama. Þetta er fullkomnasta blekking. Það er aðeins reynt að tryggja það, að verðlagið veiti bændum svipaða afkomu og aðrar vinnandi stétt- ir hafa. Því fer fjarri, að bænd- um sé tryggt óbreytt verðlag, ef • tekjur annarra stétta rýrna, heldur lækkar þá verðið í sama hlutfalli. Auk þessa hafa bænd- ur enga tryggingu fyrir ýmsu öðru, sem getur ráðið eins miklu um afkomu þeirra og verðlagið, t. d. veðráttu, grassprettu og fénaðarhöldum. VÍSA. Blað Árna frá Múla birti ný- lega þessa vísu: Ekki verður ísland háð örgu Danakyni, ef vér felum allt vort ráð Ólafi Jensenssyni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.