Tíminn - 24.09.1943, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.09.1943, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: | ÞÓRARINN ÞÓRAR3N£30N. \ ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKRURINN. í •í " ( PRENTSMIÐJAN EDDA hi. Símar 3948 og 3720. \ RITST JÓRASKRIFSTOFOR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGK.JTÐSLA, innheimta OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: J EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. \ Simi 2323. 27. árg. Rcykjavík, föstudaglnn 24. sept. 1943 91. blað Ný stórsókn í ræklunarmálunum; Innan tiu ára fari allur heyskapur laiuls- inauiia fram á vel yrktu og véltæku landi Frumvarp Framsóknarilokksins um breytingar ó jardræktarlögunum lagt fram í eíri deild Alpingis 1. gr. Á eítir VIII. kai'la laganna kemur nýr kafli, sem verður IX. kafli, mð 8 nýjum greinum, svo hljóðandi: SÉRSTÖK ÁKVÆÐI. (59. GK.) Hvert búnaðarsam- band getur sett sér ræktunar- samþykkt og ákveðið þar, að sambandið hefji ræktunar- framkvæmdir í þeim tiigangi að koma því til leiðar á stuttum tíma, í lengsta lagi 10 árum, að öfiun heyja á sambandssvæöinu geti að mestu eða öllu leyti farið fram á véltæku landi. Emfaidur meiri hluti allra fulltrúa á iög- iega boðuðum sambandsfundi getur ákveðið, að slika sam- þykkt skuii gera. Tilgangi þessum skal náð: a. Með sléttun gömlu túnanna. b. Með þurrkun lands. e. Með nýrækt. d. Með sléttun engjalanda, þar þar sem sú tilhögun telst arð- vænlegri en túnrækt. e. Með áveitum. f. Með öðru því, er nauðsynlegt og tiltækilegt kann að þykja. Eftir að Búnaðaríélag Isiands hefir staðfest samþykktina, er hún bindandi fyrir allar féiags- deildir sambandsins, og bera deildirnar þá í sameiningu á- byrgð á kostnaði við véla- og áhaidakaup vegna starfseminn- ! ar, svo og öðrum stofnkostnaði. I Þegar búnaðarsamband hefir hafið slíka starfsemi, á hver fé- lagsmaður á sambandssvæðinu kröfu á sambandiö um að fá gert á býli sínu véltækt hey- skaparland á næstu 10 árum, sem ætla má, að gefi af sér hey- feng, sem jafngildi heyjum þeim, sem aflað hefir verið á jörðinni að meðaltali síðustu 10 árin, þó ekki yfir 500 hest- burði (100 kg.) hvert býli. Sbr. þó ákvæði 14. gr., svo og VI. kafla. Búnaðarsambandinu ber að taka þær greiðslur fyrir rækt- unarstörf þessi, að allur kostn- aður þess við framkvæmdirnar í heild fáist að fullu greiddur, sbr. þó 64. gr. (60. GR.) Nú hefir búnaðar- samband neitað að gera rækt- unarsamþykkt samkvæmt 59. gr., eða það dregst í eitt ár, eftir að lög þessi hafa öðlazt gildi, og getur þá hvert hreppabúnaðar- félag á sambandssvæðinu á- kveðið með einföldum meiri hluta allra félagsmanna á lög- lega boðuðum fundi að setja fyrir félag sitt sams konar ræktunarsamþykkt og um get- ur í 59. gr. Eftir að sú sam- þykkt hefir hlotið staðfestingu Búnaðarfélags íslands, er hún bindandi fyrir alla félagsmenn- ina, og bera þeir þá í samein- ingu ábyrgð á kostnaði við véla- og áhaldakaup vegna starfsem- Inar, enda öðlast þá búnaðarfé- lagið sömu réttindi og tekur á sig sömu skyldur um fram- kvæmdir þessar á félagssvæði sínu og búnaðarsamband á sínu svæði samkvæmt 59. gr. Heimilt er félögum, tveim eða fleiri, er gert hafa slíkar sam- þykktir, að mynda samtök og samvinnu um þær, enda getur Búnaðarfélag íslands gert það að skilyrði fyrir staðfestingu samþykkta, að slíkri samvinnu sé komið á með einstökum félög- um. (61. GR.) Nú hefir búna|far- samband eða hreppsbúnaðarfé- lag sett sér ræktunarsamþykkt- ir samkvæmt 59. eða 60. gr., og skal þá Búnaðarfélag íslands láta mæla og athuga: 1. Stærð túna á öllum iögbýl- um á sambandssvæðinu eða í hreppnum. 2. Hve mikill hluti túnanna er véltækur. 3. Hverja framræslu þarf á hverju túni. 4. Hversu mikið hver jörð hefir af véltæku engi. 5. Hver skilyrði eru til túnauka og hvort skilyrði eru til að stækka eða gera véltækt engi á jörðinni. 6. Hverra annarra framkvæmda sé þörf vegna ræktunarinnar. Ríkissjóður skal bera allan kostnað við mælingarnar og nauðsynlega uppdrætti. (62. GR.) Þegar lokið er und- irbúningi þeim, sem um ræðir í 61. gr., skal Búnaðarfélag ís- lands annast útvegun nauðsyn- legra jarðvinnsluvéla og til- heyrandi verkfæra fyrir sam- þykktarsvæðið. Ríkissjóður greiðir y3 af kostnaðarverði vélanna og til- heyrandi áhalda sem styrk, en Ræktunarsjóður skal veita lán, allt að % hlutum, gegn veði í vélunum og ábyrgð búnaðar- sambands eða samábyrgð bún- aðarfélagsmanna. (63.GR.) Búnaðarfélag íslands skal gangast fyrir því, að nám- skeið séu haldin fyrir þá menn, er vinna eiga með vélknúnum jarðvinnslutækjum, enda skal þeim mönnum einum heimilt að vinna með slíkum vélum, sem til þess eru viðurkenndir af Búnaðarfélagi íslands. (64. GR.) Styrkur á jarðabæt- ur samkvæmt þessum kafla skal vera: 1. Fyrir þúfnasléttun 4—500 kr. á ha. eftir tegund jarðabót- arinnar samkvæmt reglugerð. 2. Fyrir skurðagerð samkvæmt ákvæðum II. kafla laganna. 3. Fyrir nýrækt í túni 4—500 kr. eftir tegund jarðabótanna. 4. Fyrir sléttun á engjalöndum 100 kr. á ha. Styrkur samkvæmt 3. og 4. lið þessarar greinar fellur nið- ur, þegar býlið hefir fengið véltæk heyskaparlönd, sem í meðalræktun og meðalárferði gefa af sér 500 hestburði af heyi (100 kg.). Eftir það eru framkvæmdir þessar styrktir samkvæmt II. kafla laganna. Greiða skal verðlagsuppbót á styrk samkvæmt þessari grein, svo sem ákveðið er í 10. gr. lag- anna. Hámarksákvæði 11. og 13. gr. laganna taka ekki til fram- kvæmda samkvæmt þessum kafla. Styrkurinn reiknast hverju býli samkvæmt skýrslu trúnað- armanns um fullgerðar jarða- bætur, en greiða skal upphæð- ina í búnaðarsambandið, sam- tökum búnaðarfélaga eða ein- stöku hreppsbúnaðarfélagi, sem framkvæmt hefir ræktunar- starfið. (65. GR.) Búnaðarfélag ís- lands setur reglugerð um starf- semi þá, er um ræðir í kafla þessum, en landbúnaðarráð- herra staðfestir hana. Skal þar meðal annars kveða á um, hvernig tryggja skuli, að fram- kvæmdir þessar verði vel og vandlega af hendi leystar. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda til ársloka 1954. Allir Framsóknarmenn í efri deild, Hermann Jónasson, Páll Hermannsson, Jón- as Jónsson, Bernharð Stefánsson og Ingvar Pálmason, lögðu í gær fram frumvarp um breytingar við jarðræktarlögin. Breytingin er fólgin í því, að aftan við lögin sé bætt nýjum kafla, sem fjallar um ráðstafanir til að koma öllum heyskap á vél- tækt land innan 10 ára. Skal þessu takmarki náð með aukinni félagsræktun, auknum styrk til kaupa á stórvirkari jarðræktarvélum og auknum styrk til rækt- unar, sem er unninn í þessum tilgangi. Það má óhætt fullyrða, að þetta frumvarp er eitthert allra stærsta ^and- búnaðarmálið, sem nokkuru sinni hefir verið lagt fyrir Alþingi. Landbúnaðurinn verður ekki samkeppnisfær í framtíðinni við aðra atvinnuvegi, er njóta munu tækni, nema honum sé komið í það horf, að nær eingöngu verði unnið að öflun heyja með vélum á vel yrktu, sléttu landi. Takist ekki að ná þessu marki á mjög skömmum tíma, er hann í meiri hættu staddur en nokkuru sinni fyrr. Greinargerð frv. fer hér á eftir, en frumvarpið sjálft er birt á öðrum stað. Árið 1923 voru jarðræktar- ferðum eru svo léleg samanbor- | endurbættar, og við höfum lært lögin sett. Þau eru fyrsta stóra ið við vinnuafköst á sléttlendi! mikið í notkun þeirra undanfar- átakið af hálfu hins opinbera til með nýtízku vinnuvélum, að þess að styðja bændur til jarð- þessar vinnuaðferðir þola engan ræktarframkvæmda. ! samanburð. Yfirlit um það, hverju þessi' Gamla vínnuaðferðln verður löggjöf hefir orkað, er birt í því að hverfa í aðalatriðum og Búnaðarritinu 1941 í „Hugleið- ingum um ræktunarmál“ eftir Steingrím Steinþórsson búnað- armálastjóra. í þessari grein búnaðarmála- stjóra er meðal annars skýrsla um túnstærð og túnrækt á ýms- um tímum. Eftir því, sem næst verður komizt, er túnstærðin árið 1923 talin vera 22861 hekt- ari. En árið 1940 er túnstærðin 35973 hektarar. Samkvæmt upp- lýsingum í sömu grein er tún- stærðin 1930 um 26 þús. hektar- ar og töðufall um 900 þús. hest- burðir eða nálega 35 hestburðir af hektara. En árið 1939 eru túnin talin um 36 þús hektarar og töðufallið 1 milljón og 350 þús. hestburðir eða um 37 hest- burðir af hektara. „Frá setningu jarðræktarlag- anna,“ segir búnaðarmálastjóri, „hefir töðufallið fyllilega tvö- faldazt og uppskera af hverjum hektara virðist vera 7—8 hest- burðum meiri nú en 1924.“ Búnaðarmálastjórinn gerir til- raun til þess að gefa yfirlit um, hvað þessar umbætur hafi kost- að, og segir þar orðrétt: „Erfitt er að fá glöggt yfirlit um, hvað þessar umbætur hafa raunveru- lega kostað. Þó hafa verið gerð- ar tilraunir til að reikna það út á marga vegu. Niðurstaðan hef- ir orðið sú, að ræktunarfram- kvæmdir síðustu 15 ára, sam- kvæmt jarðræktarlögunum hafa numið minst 36 milljónum kr. Af þeirri upphæð hefir ríkis- sjóður lagt fram um 7,6 millj- ónir. Bændur og aðrir ræktun- armenn hafa þá orðið að láta i té að minnsta kosti 28,4 millj. króna eða að meðaltali á ári um 1,9 millj. króna. Af þessu mætti ljóst verða, hve stórkostlegt það átak er, sem bændur landsins hafa gert, síðan jarðræktarlögin voru sett. Verk þetta var hafið af tak- markaðri þekkingu, reynslu af skornum skammti og lítilii kunnáttu í véltækni. Við höfum lært mikið á þessum árum, og okkur hefir miðað allvel áléið- is. Takmarkið er, að hver bóndi I landinu geti aflað nægilegra heyja á véltæku túni og engi. Að því marki er ennþá alllöng leið ófarin. En við skulum gera okkur það alveg ljóst í eitt skipti fyrir öll, að þótt enn verði mjög víða að afla heyja með orfi og hrífu á kargaþýfðum túnum og engjum, þá er engin framtíð í slíkum vinnubrögðum. Afköstin með þessum gömlu vinnúað- það á svo stuttum tíma sem in ár, nógu mikið og almennt til þess, að hverjum bónda skilst, að heyöflun og önnur uppskeru- vinna með þessum vélum er vinnuaðferð framtíðarinnar. Reynsla síðustu ára, dýr vinnu- auðið er. Okkur hefir, eins og ' kraftur og fólksekla, hefir kennt fyrr er sýnt, miðað allvel áleið- j bændum til fullnustu, ef nokk- is 1 þessari baráttu, síðan jarð- á skorti áður, hvað vélarnar ræktarlögin voru sett. En þessu verki verður. að hraða mun meira nú á næstu árum en gert hefir verið fram til þessa. Þetta á okkur að vera vorkunnarlaust. Við ráðum yfir meiri véltækni en áður, kostur er á afkasta- meiri jarðvinnsluvélum en fyrr, eru fyrir atvinnugrein þeirra og hvað þær gætu verið. Þessi reynsla hefir vakið ljósari skiln- ing og ríkari áhuga hvers bónda í landinu á því að slétta tún og engi, svo að vélavinna verði til- tækileg við heyskapinn. Af þessu er það vissulega aug- þekking okkar á nýtingu og Ijóst mál, að bændur mundu notkun áburðar, þurrkun lands vinna að stækkun véltækra og yfirleitt öllu því, er að jarð- rækt lýtur, hefir aukizt mikið undanfarin ár. En jafnótt og við höfum eign- azt hin véltæku heyskaparlönd hefir vinnuvélum, sem notaðar eru við heyskaparvinnu, eðli- lega fjölgað. Þær hafa verið slægjulanda eftir getu og að- stæðum næstu árin, þótt ekki kæmi til breytinga á jarðrækt- arlögunum frá því, sem nú er. Löggjöf þessi er bændum mikil hvatning og styrkur. En það hefir margt breytzt, síðan löggjöf þessi var sett. Breytingar á framleiðsluhátt- um gerast með miklum hraða. Ef umbætur á vinnubrögðum við landbúnaðarframleiðslu verða á eftir tímanum, skapast ekki aðeins óeðlilegt og jafnvel óþolandi ósamræmi milli hinna ýmsu framleiðenda i sjálfri at- vinnugreininni, heldur og milli hennar og annarra atvinnu- greina í landinu. Það getur hver maður sagt sér það sjálfur, að slíkt ósamræmi hefir í för með sér margs konar erfiðleika og hættur fyrir íslenzkt þjóðlíf. Þegar jarðræktarlögin voru sett, var fyrst og fremst við það miðað, að á flestum bændaheim- ilum væri nokkur vinnukraftur afgangs haust og vor, sem heim- ilin gætu notað við jarðrækt. Mikið af ræktunarframkvæmd- um undanfarinna ára hefir ver- n ið unnið með þessum hætti. En þróunin hefir gngið i aðra átt, einkum seinni árin. Veldur þessu einkum það tvennt, að vinnukraftur er nú á fæstum bændaheimilum til þess nógur að vinna að jarðræktarstörfum í hjáverkum frá öðrum búönn- um og að eftir því, sem kostur hefir orðið á og aukizt hefir not- kun afkastamikilla jarðvinnslu- véla, hafa bændur fest auga á því, að með þeim á fyrst og fremst að vinna þessi verk. Með þessu móti er sá vinnukraftur, sem sveitirnar ráða yfir, bezt nýttur, jarðræktarvinna ódýr- ust, fljótunnust og oftast bezt gerð, þegar kunnáttumenn, sem hafa jarðrækt fyrir atvinnu, annast verkið. Víða í landinu hafa félög bænda því keypt hag- kvæmar jarðvinnsluvélar og ráðið kunnáttumenn til að (Framh. á 4. síðu) Séra Sveinbiörn Högfnasons liólkurhernaður kommúnista Árásum á mjólkursöluna svarað Árásir kommúnista á mjólk- ursöluna hér í bænum undan- farna daga, eru mjög athyglis- verðar sem dæmi um bardaga- aðferðir þeirra og ófyrirleitni. Þar er beitt öllum aðferðum sem árásarher tilheyrir, rógi, dylgjum, og beinum ósannind- um, ^em talin eru beztu sprengi- efni á þeim vettvangi. Dag eftir dag er hamrað á þessu i þeirri von og trú, að eitthvað muni koma að gagni, einhverju verði trúað, — eitthvað, sem fólki þyki sennilegt. Og þó þetta væri ekki nema lítið eitt, hjá auðtrúa fólki, þá gerir það árásarhern- um auðveldara fyrir eftir á, að vinna þessum samtökum bænd- anna tjón. Þeir vita, sem er, að bændur eru og hafa alltaf verið á öllum öldum mesta fyrirstaða bylting- ar í þjóðfélögum. Bændur vita, að það þarf meira heldur en kjaftæði og blekkingar til að koma fram umbótum, — það þarf þrotlausa baráttu og stríð þangað til ný umbót er komin. Þeir verða að neita sér um allt, ef þeir ætla að láta hugsjónina rætast, að nýr dagur rísi frá því, sem var í gær. Þar er eng- inn páfi eða einræðisherra, sem villir þeim sýn. Þeir vita það, að lýðræðið er byggt á þvi að fólkið hugsi, og hugsi rétt, og hafi ekki gleymt því, hvað bar- átta feðra okkar og mæðra hefir kostað miklar fórnir til þess að við, börnin þeirra, mættum njóta þessara réttinda. Þetta veit hver einasti miðaldra mað- ur á íslandi. Við þekkjum ein- okunina, við þekkjum hungrið og ófrelsið, sem því var öllu sam- fara. Þetta er búið að afnema með styrkum samtökum bænd- anna sjálfra að mestu leyti. Og verður afnumið með öllu, ef frjáls hugsun og frjáls fram- sókn fær að ráða. Það skal játað að það er lítil trú á þessi hugtök í þjóðfélög- unum nú orðið. Glamuryrðin, hávaðinn og yfirlætið hafa verið leiðarstjörnur þeirra, sem hafa viljað vera leiðtogar fjöldans, sem ekki má vera að því að hugsa. Þetta hefir haft sínar al- varlegu afleiðingar: Allir, sem telja sér mikils um vert að ná hylli fjöldans verða að hafa áróðurstæki, sem nær bezt til fólksins. Þessu hafa bændur ekki áttað sig á. Þeir þekkja ekki það fyrirbrigði, að einn eða fáir menn eigi að hugsa fyrir alla og hinir að gleypa við um leið og agninu er fleygt út. En bændur láta ekki blekkjast. Þeir eru orðnir svo vel menntir, að þetta er ekki hægt með íslenzka bænd- ur. Þetta hefir tekizt sums stað- ar, þar sem fólkið er illa mennt n það tekst ekki hér. — Þetta finna kommúnistar á sér hér á landi, og þess vegna þurfa þeir að hafa allt sitt stórskotalið til að mýkja innrásina eins og kallað er. í hverju hafa þessar árásir kommúnista verið fólgnar? Hverjar eru þær? 1. Þeir segja, að Mjólkurstöð- in sé svo ill og ónothæf, að her- lið Bandaríkjanna hafi neitað að kaupa mjólk frá henni. 2. Þeir segja að mjólkin sé svo ill að heilsu barna þeirra og ást- vina sé stefnt í voða. 3. Þeir segja, að bændur hugsi ekkert um það, hvaða vara sé boðin neytendum I Reykjavík. 4. Og þeir segja, að það sé hættulegt, að bændur hafi kom- ið sér saman um að stjórna sin- um eigin fyrirtækjum hér i Reykjavík. Hvað er svo satt 1 þessu? 1. Herlið Bandaríkjanna hefir (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.