Tíminn - 24.09.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.09.1943, Blaðsíða 2
366 TtMIM, föstiidagtnn 24. sept. 1643 91. blað ^tmmn Föstudagur 24. sept. Skilur Brynjólfur EYSTEINW JÓNSSON. Læknísleysíð í dreifbýlinu Þannig er nú ástatt um læknamálin í landinu, að menn hafa þungar áhyggjur af. Lækna vantar i mörg af lækn- ishéruðum landsins. Er nú þann- ig ástatt í héruðum þessum' sums staðar að heita má ókleift að sækja lækni fyrir kostnaðar- sakir og hér við bætist, að svo miklir erfiðleikar eru um ferða- lög lækna þeirra, sem næstir búa, að ógerlegt er með öllu að ná til þeirra nema með löngum fyrirvara. • Það er ómögulegt að gera sér til fulls grein fyrir þeim háska, sem af þessu getur stafað og hlýtur að stafa. Það eitt er við- eigandi að segja í þessu sam- bandi, að þetta ástand er alveg óviðunandi fyrir þá, sem við það eiga að búa. Það verður að finna úrræði til þess að tryggja það, að læknar fáist til þess að þjóna þeim fáu héraðslæknisembætt- um, sem lög ákveða i landinu. Læknastétt landsins verður fjölmennari með hverju ári sem líður, en erfiðleikarnir vaxa á því að fá héraðslækna. Því verður ekki undan komizt, að læknar-landsins hafa vissar skyldur við þjóðfélagið eftir nám sitt. Eðlilegasta lausnin á þessu máli væri sú, að samtök lækn- anna í landinu hefðu samvinnu við heilbrigðisstjórnina um að sjá svo um, að hægt væri að fá menn til þess að þjóna hinum fáu héraðslæknisembættum. Stéttin gerði það að metnaðar- máli sínu að uppfylla þessar þarfir landsmanna. Fram að þessu hefir málið ekki verið leyst á þessum grund- sér heppilegast, þegar til þess kemur að gera þarf auknar ráð- stafanir til atvinnufram- kvæmda, að búið sé þá að magna þann fjandskap milli verkalýðs og bænda, að sam- starf þeirra sé ekki hugsanlegt. Kannske skilur Brynjólfur verkamenn rétt, þegar hann getur sér til um afstöðu þeirra. En getur llka ekki verið, að hann reikni dæmið vitlaust? Er það ekki enn skoðun verka- manna, eins og í fyrra, að striðs- gróðavaldið sé sterkasti og hættulegasti andstæðingurinn? Verður það ekki við stórgróða- menn bæjanna, sem baráttan stendur, er harðnar í ári? Hvort vilja verkamenn heldur hafa bændur með sér eða móti í þeim átökum? Þ. Þ. velli, hvað sem verða kann. Ég hefi gert mér far um að spyrja uppi ástæður fyrir þvi, að ekki fást læknar í læknishér- uðin, þrátt fyrír marga nýja lækna, sem við bætast á hverju ári. Mér virðist margt muni vera ’ til tínt og treysti mér ekki til þess að segja í stuttri blaða- ’ grein allt, sem til greina getur komið. Tvennt vil ég þó nefna. Annað er það, að mönnum þykja erfið ferðalögin. Þykir náðugra að stunda lækningar í kaupstað. Auðvitað er ekki hægt að neita því, að sums staðar eru nokkuð erfið lækningaferðalög. En óvíða eru þau svo erfið nú orðið, að nokkur ástæða sé til þess fyrlr unga og heilbrigða menn að vilja heldur kaup- staðalækningar þeirra vegna. Hér við bætist svo það, að víð- ast hvar verða ferðalögin létt- ari með hverju árinu, sem líð- ur. Úr þessu er ekki hægt að bæta með öðru móti en bættum samgöngum, sem sífellt er unnið að og með því að tryggja lækn- um þau beztu farartæki, sem völ er á. Verða mehn svo að vona, að þeir ungu læknar reynist fáir, sem setja fyrir sig venjuleg ís- lenzk ferðalög og láta værukærð ráða gerðum sínum, þegar þeir velja sér starfssvið. Þá vil, ég nefna tekjuvonina. Alla þá, sem setjast að í Reykja- vik, dregur sjálfsagt von um að verða tekjuháir og eftirsóttir sérfræðingar. Eins og gefur að skilja verða það hins vegar að- eins fáir, sem skara fram úr. Ég er ókunnugur tekjum „prakti- serandi" lækna í bæjunum og raunar einnig tekjum héraðs- lækna. Heyrt hefi ég því haldið fram af kunnugum, að tekjur flestra héraðslækna muni vel sambærilegar við tekjur margra bæjalækna. Þó getur það varla staðizt að þessu sé til að dreifa í fámennustu og strjálbýlustu læknishéröðunum. Hvað sem því líður, þá er það mín skoðun, að gera verði ráð- stafanir til þess að héraðslækn- isembættin, einnig í afskekktari og fámennari héruðum landsins, verði eftirsóknarverð vegna teknanna. Ég tel því rétt og nauðsynlegt að hækka nú á þessu þingi veru- lega laun lækna í fámennari héröðum landsins, þeim héröð- um, sem erfitt er að fá lækna til að þjóna. Það verður að vera miklu meiri munur á föstum launum í fjölmennum og fá- Jac. Worm-Miillei*: Leyndardómar síg’ursíns Hinn kunni norski sagnfræðingur, prófessor Worm- Múller, rekur í grein þessari í stuttu máli aðstöðuna 1918, er Þjóðverjar gáfust upp, og vígstöðuna eins og hún kem- ur honum fyrir sjónir nú. Greinin er þýdd úr Norsk-Tid- end. Hilmar Stetánsson, bankaslfórli Kreppulánín og áríð 1944 A s. 1. vetri var sú ákvörðun tekin, að öllum lántakendum í Kreppulánasjóði var skrifað og fastlega skorað á þá að greiða ’ lán sín í sjóðnum að fullu á' þessu ári, enda á það bent, að undir vissum kringumstæðum er heimilt að segja lánunum upp áður en sá tími er útrunn- inn, sem þau gátu staðið lengst. Að þessari ákvörðun stóðu stjórn sjóðsins óskipt og viðkomandi ráðuneyti. Stjórn kreppulána- ! sjóðs skipa bankaráðsmenn! Búnaðarbankans, en þeir eru 3, og bankastjóri. Ástæður fyrir þessum ráð- stöfunum voru fyrst og fremst þær, að nú má telja sennilegt, að greiðslugeta bænda sé al- mennt stórum rýmri en endra- nær, og ekki óhyggilegt að nota tímann, meðan peningar eru í lágu gildi, til þess að greiða kreppulánin. Auk þess er sjóð- urinn þannig upp byggður, að hann getur ekki orðið rekinn öðruvísi en með árlegu stóru meðlagi úr rikissjóði, þar sem vextir af lánum eru lægri en af skuldum hans, og væri vissu- lega æskilegt, að meðlag þetta gæti lækkað verulega eða horfið sem fyrst. Þegar kreppulánin voru veitt, voru erfiðir tímar til lands og sjávar. Vörur bænda voru stór- fallnar í verði. Reksturshalli var á búum þeirra ár eftir ár Skuldirnar höfðu vaxið þeim yf- ir höfuð og í rauninni var hall- ærisástand að skapast. Með stofnun Kreppulánasjóðs var skuldum að nokkru létt af ýmsum bændum, um leið og lánskjör þeirra voru gerð stór- um hagstæðari. Þá um likt leyti komust líka á miklar end- urbætur í afurðasölumálum bænda, sem fram til þess höfðu verið á ýmsan hátt í megnu ó- lagi. N.ú eru tímar gjörbreyttir. Kreppulánin voru að langmestu leyti veitt til greiðslu svonefndra matarskulda. Við ákvörðun lánstímans var ekki gert ráð fyrir heimsstyrjaldarástandi svo stutt framundan, sem raun varð á, og var þó fyrirvari settur inn í lánssamningana, ef ástand breyttist verulega. — Fyrir styrjöldina var erfitt um er- lendan gjaldeyri til brýnustu lífsnauðsynja. Nú safnast er- lendar innstæður svo nemur hundruðum miljóna. Gífurleg verðbólga er i landinu. Verðlag innlendrar framleiðslu hefir margfaldazt. Á slíkum timurn þurfa gamlar matarskuldir að greiðast, ef nokkur kostur er. Fyrir stríðið voru í bönkunum miklar matarskuldir almenn- ings í bæjunum. Flestar stéttir áttu sammerkt í því. Verka- menn, verzlunarmenn, iðnaðar- menn, opinberir starfsmenn og allskonar fólk, var sokkið í lausaskuldir í bönkunum. Nú eru þessar skuldir að mestu greiddar. Afkoma almennings í bæjunum hefir stórum batnað og menn hafa greitt matar- skuldir sínar. Kreppulánin eru matarskuldir, þess vegna þurfa þau líka að greiðast. Ef bændur eru eina stéttin, sem ekki getur á tímum verðbólgunnar greitt sínar matarskuldir, þá er ver búið að þeim en öðrum. Lang-flestir bændur hafa tek- ið mjög vel undir tilmæli stjórn- ar Kreppulánasjóðs um fullnað- argreiðslu lánanna. Mikið hefir þegar greiðzt, og mjög mikið mun verða greitt fyrir lok þessa árs. — Allar líkur benda til, að aðeins fá kreppulán verði eftir ógreidd, er bændur hafa fengið greiddar sláturfjárafurðir sínar á þessu hausti. Árið 1944 mun verða merkis- ár í sögu íslendinga. Ekki sér- staklega fyrir það, að þá mun að mestu verða lokið við að gera upp eina hina verstu og leiðin- legustu viðskiptaflækju, sem skapazt hefir á þessu landi, þá, sem að framan hefir verið gerð að umræðuefni, heldur af þvi, að þá munu alir íslendingar, sem ekki vilja láta spjöld sög- unnar telja sig til ættar Kvisl- inga, taka höndum saman og fagna endurreistu þjóðveldi á fæðingardegi landsins mestu frelsishetju. Þá mun að fullu og endanlega verða slitið þeim stjórnmálalegu tengslum, sem landið hefir verið í við hina dönsku þjóð. Þjóð, sem þrátt fyrir það, að hún býr í fjarlægu landi, ókunnug öllum staðhátt- um á íslandi, hefir um aldarað- ir talið sig rétt borna til að fara með æðstu stjórn í þessu landi. Þá tekur íslenzka þjóðin loks aftur í sínar hendur, að fullu og öllu, það vald, er hún var svipt fyrir 700 árum, en það er að stjórna ein sínu eigin landi, því landi, sem hún hefir unnað, numið, byggt og átt ein í meira en þúsund ár. Lesendttr! Vekiö athygli kurmingja yO- ar á, að hverjum þelm mannl, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Timaxrn. verkamenn rétt? Þeir alþýðumenn eru talsvert margir, sem hafa trúað því, að Sósialistaflokkurinn væri ein- lægasti og ákveðnasti andstæð- ingur stórgróðavaldsins, er skapazt hefir í landinu seinustu árin. í trausti þess veittu þeir flokknum brautargengi í tvenn- um alþingiskosningum á síðasta ári. Það mætti mikið vera, ef þess- ir menn hafa ekki litið oftar en tvisvar yfir Þjóðviljann, er þeim hefir borizt hann seinustu vikurnar. Hvar voru stóru fyr- irsagnirnar um hættuna, sem alþýðunni stafaði af stríðs- gróðamönnunum, um ráðstaf- anir til að þjóðnýta stríðsgróð- ann og síðast en ekki sízt, um aukið samstarf alþýðunnar til sjávar og sveita? Já, hvað var orðið af öllu því, sem blaðinu lá þyngst á hjarta fyrir kosning- arnar? Þær eru horfnar allar stóru fyrirsagnirnar og löngu grein- arnar, sem birtust um þessi mál í Þjóðviljanum dag eftir dag og mánuð eftir mánuð í fyrra. Það mætti næstum halda, að allur stórgróðinn væri horfinn úr landinu, stríðsgróðamenn- irnir hefðu verið sendir til Si- beríu og samstarf alþýðustétt- anna væri fjarstæða, sem ekki ai*.ti að nefna. Annað verður a. m. k. ekki séð af skrifum Þjóðviljans um þessar mundir. En því fer samt fjarri, að Sósíalistaflokkurinn hafi ekki boðskap að flytja, eins og fyrri daginn. í stað stríðsgróðamann- anna hefir komið til sögunnar önnur stétt, sem er að miklu leyti óþörf og lifir aðallega á því að arðræna verkalýðinn. Þessi syndsamlega stétt eru bændurn- ir. Gegn þeim beinir nú Þjóð- viljinn skeytum sínum. Gegn þeim er verkamönnum sagt að berjast. Það eru bændurnir, sem eru þeim nú hættulegastir. Ef dæma má eftir skrifum Þjóðviljans seinustu dagana, eru nú einkum tvö mál aðkall- andi: Annað málið er að koma í veg fyrir, að bændur fái það verð fyrir afurðir sínar, sem landbúnaðarvísitölunefndin áleit nauðsynlegt, að þeir fengju til þess að fá sambæri- legar tekjur og aðrar vinnandi stéttir. Til þess að fá þessu framgengt, berst kommúnista- klíkan gegn uppbótum á út- flutningsvörurnar. Hitt málið er að taka mjólkurstöðina, mjólk- urbúðirnar og kjötverzlunina af bændum og fela bæjarfélögun- um þessa starfsemi. Forsprakkar öfgafyllstu bæjamanna gætu þá sagt við bændur einn góðan veðurdag: Ef þið látið okkur ekki fá mjólkina og kjötið fyrir það verð, sem við ákveðum, verður hvergi seld mjólk eða kjöt í bæjunum. Þið verðið ann- aðhvort að svelta eða láta und- an. Þannig er nú tónninn í Þjóð- viljanum og þessi eru nú helztu stefnumál kommúnista. Nú er ekki talað um samfylkingu verkamanna og bænda, eins og fyrir kosningarnar, til þess að marka stríðsgróðavaldinu sinn rétta bás. Nú er stríðsgróðavald- inu boðin framrétt hönd kom- múnista til þess að vinna bænd- um tjón og þrengja enn að- stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Um það skal engu spáð, hvort verkamenn verða jafn • gin- keyptir til fylgis við þessa nýju stefnu kommúnista og þeir reyndust í fyrra, er flaggað var með stóryrtum yfirlýsingum um baráttu gegn stríðsgróðavald- inu. Vel má vera, að skoðanir þeirra hafi einnig breyzt svo mikið, að þeir telji það mesta þjóðþrifaverk, sem kommúnist- ar gerðu í vor, er þeir hjálpuðu stríðsgróðamönnunum til að njóta enn skattfrjáls varasjóðs- frádráttar. Vel má vera, að þeir telji Brynjólf Bjarnason hafa fundið hinn rétta bandamann, er hann ræðir við Ólaf Thors í stigaherberginu í Alþingishús- inu. Vel má vera, að þeir telji Þegar sigursæld Þjóðverja tók að hallast haustið 1918 og fyrsta skarðið rofnaði í fylkingar þeirra, gaf Foch marskálkur út hið fræga vígorð sitt: Fram til orrustu allar þjóðir! Ráðstefnan í Qvebec er tákn sams konar baráttuhugar. Sókn- in var undirbúin suður í Casa- blanca. í Qvebec var vigorð Fochs endurtekið: Fram til orr- ustu allar þjóðir! Haustið 1918 voru hersveitir bandamanna vígmóðar orðnar, og foringjar þeirra væntu ekki úrslita fyrr en á árinu 1919, er Bandaríkjaherinn væri fullbú- inn. Hrakfarir Þjóðverja 8. á- gúst þá um sumarið sýndu bandamönnum í einu vetfangi, að hægt væri að sigra Þýzka- land, ef fljótt væri brugðið við til sóknar og fast fylgt eftir. Líklega hafa engu minni straumhvörf orðið i sumar. Her- taka Sikileyjar, uppgjöf Ítalíu, sem hleypir öllum „vindinum úr Mússólini“ og undanhald þýzka hersins í Rússlandi hefir skapað svipað viðhorf og átti sér stað 1918. Churchill og Roosewelt hafa nú ákvarðað að láta kné fylgja kviði og hverja sóknina fylgja annarri á hendur illþýðinu. 1918 hafði ósigur þýzka hersins úrslitaþýðingu og kom þjóðinni heima fyrir á kné. Að þessu sinni gildir hið sama. Þýzkaland verður ekki sigrað nema með harðri sókn utan frá, hernaðar- lega, fjárhagslega og siðferði- lega. Mest veltur á vopnaðri sókn, harðsnúinni og samtaka á mörgum vígstöðvum. Ósigurinn 1918 feykti burtu dýrð keisarans og virðuleik þýzka herforingjaráðsins. Her- taka Norður-Afríku og Sikil- eyjar sprengdi vindbelginn Mússólini. Það voru hinir skjótu sigrar Þjóðverja, sem gáfu naz- ismanum vind í seglin og vöktu þá trú, að hann yrði ekki stöðv- aður. Nú hafa orðið straum- hvörf. Hitler getur hrapað jafn skyndilega og hann klifraði upp valdastigann, ef bandamenn hefja tangarsókn á Þýzkaland úr vestri sem austri. mennum héruðum en nú er. Þá verða menn að gera sér grein fyrir því að skapa þarf héraðslæknum landsins þau beztu starfsskilyrði, sem mögu- legt er á hverjum stað eftir staðháttum. Menn verða að búa vel að læknum sínum og koma málum þannig, að þeir geti unnið sem mest sjálfstætt, en þurfi ekki að senda frá sér til bæjalæknanna til úrlausnar öll vandasamari verkefnin. Auðvitað er víða erfitt um vik og ekki verður allt gert i einu vetfangi, en stöðugt verður að fylgja þessari stefnu, ef ekki á að síga enn á ógæfuhlið i þess- um efnum. Þeir, sem taka að sér störf héraðslækna verða að finna það, að almenningur í landinu og stjórnarvöldin meti þenrastörf eigi síður en annarra arra manna, sem að heilbrigð um vinna, og þarf því þó ekki að fylgja neitt vanmat á því, sem vel er gert af öðrum. Lítilsháttar hefir verið geng- ið inn á þá braut að skylda unga lækna til þess að þjóna í hér- uðum áður en þeir fá lækninga leyfi. Verður þetta eitthvað til stuðnings bráðlega, en einhlítt mun það ekki verða. Verður þó ekki hjá því komizt að gera frekari ' ráðstafanir í þá átt, þótt ekki sé -skemmtilegt, ef aðrar ráðstafanir duga ekki til úrlausnar málsins. Fyrst ég er farinn að minnast á heilbrigðismálin get ég ekki látið undir höfuð leggjast að hvetja menn til þess að stofna sjúkrasamlög í sveitum lands- ins og kauptúnum, þar sem það hefir ekki þegar verið gert. Það er ennþá ríkari ástæða til þess fyrir þá, sem erfitt eiga til læknissóknar og þurfa að tak- ast á hendur langar og dýrar ferðir til lækninga, að notfæra sér hlunnindi sjúkratrygging- anna en nokkurn tíma hinna, sem búa í kaupstöðum landsins. Þar sem menn hafa stofnað sjúkrasamlög í sveitum og kauptúnum, munu menn ekki vilja án þeirra vera. Þá er einnig ástæða til þess að hvetja menn til þess að stofna læknisvitjanasjóði, til þess að styðja þá, sem mikinn kostnað hafa af læknisvitjun- um. Lögin um læknisvitjana- sjóði eru frá 1942 og er þar gert ráð fyrir framlögum í þá af ríkisins hálfu gegn framlagi annars staðar að. E. J. Árið 1918 heyktust Þjóðverj- ar skyndilega, af því að þeir höfðu oftekið sig á stórfelldum sóknarhernaði. Þeir höfðu eytt öllu varaliði sínu. Þetta reynir Hitler og herfor- ingjar hans að hindra nú með þvl að taka upp varnarbaráttu. Þeir beita nú varfærni til að spara varalið sitt. En varnar- stríð getur aldrei leitt til sigurs, nema það sé undirbúningur að sókn. Ráðstefnan í Qvebec miðar bersýnilega að því að eyða varn- armætti Þýzkalands. Um leið og hann þverr hlýtur öll spilaborg- in að hrynja. Churchill og Roosevelt eru sýnilega sömu skoðunar og Foch á leyndar- dómum sigursins: „Þanxrig er stríðið. Ef hér er brekka, má líkja sókninni víð knött, sem veltur undan hallanum. Þegar hann er kominn af stað, veltur hann hraðar og hraðar, nema hann sé stöðvaður. Sé hann stöðvaður með óeðlilegum hætti, fer orkan forgörðum og allt verður að byrja á nýjan leik. Þess vegna riður nú á að láta hvert höggið riða af öðru.“ Ósigrarnir hafa þegar sagt til sln i Þýzkalandi. Hitler hefir verið áberandi þögull um langa hríð. Álit Görings fer þverrandi að sama skapi og sprengjum rignir örar yfir Þýzkaland. Mælska Göbbels endist ekki til að drepa á dreif eyðileggingun- um. Sjálfur böðullinn hefir ver- ið kvaddur í ræðustóllnn. Al- ræðisvald það, sem Himmler hefir verið falið minnir á 1918. Það á að reyna með oddi og egg að halda þýzku þjóðinni heima fyrir frá því að gefast upp. Vitanlega getur það verið styrkur að leggja völdin í eina hönd. En það getur engu síðm- verið merki þess, að myrkur og örvænting vofi yfir þýzku þjóð- inni likt og Hitler komst eitt sinn að orði: „Við gefumst aldrei upp. Aldrei! Það er hægt að tortíma okkur. En fari svo, að við bíðum ósigur, skal allur heimurinn farast með okkur, heimur, sem stendur í björtu báli“. Enda þótt varnarmáttur þýzka hersins sé hvergi nærri til þurrðar genginn, er svo að sjá sem þýzka þjóðin sé orðin að- þrengd. Hún hefir ekki svo mik- ið sem vonarneista að verma sig á. Hitler hefir notað út í æsar allan áhrifamátt sinn. Hernað- araðferð hans er orðin kunn og getur engan blekkt nema hann sjálfan. í upphafi fékk hann sigur með því að hefja árás, þegar aðrir hikuðu. Hann lagði fórn- arlömb sín í einelti og undirok- aði þau eitt og eitt í senn. Nú standa þau sameinuð gegn hon- um. Hann sótti fram stig af. stigi og skósveinar hans fylgdu hon- um dyggilega. Nú verður hann að hopa stig af stigi og skó- sveinarnir blikna og blána. Hann beitti Júdasarbrögðum þeim, sem nú eru kennd við Qvisling, til að eyða varnar- mætti mótstöðumanna sinna. En brátt munu Þjóðverjar sjálf- ir verða beittlr svipuðum vopn- um. Hann sigraði í fyrstu lotu stríðsins með óvæntum árásum og leiftursókn. En leiftursóknin leiddi ekki til fullnaðarsigurs. Bretar björguðu sér frá eyði- leggingu með því að hopa sífellt á hæli. Þeir völdu þá aðferð að veita alls staðar mótspyrnu, enda þótt ósigur væri vis. Þeir leituðust við að tefja fjand- mennina, þangað til að vígbún- aður og nægur herafli var fyrir hendi. f Noregi og Grikklandi tóku Bretar upp vörn af stjórn- málalegum en ekki hernaðarleg- um ástæðum. Þá skorti herstyrk til þess. Alls staðar létu þeir undan siga, i Evrópu, Afríku og í Austurlöndum, þangað til aö þeir voru færir um að snúast til sóknar. Þjóðverjar höfðu vænzt þess, að brezki herinn léti aldrei til sín taka i þessum ófriði. Þeim skjátlaðist. Það var rússneski herinn, sem braut leiftursókn Þjóðverja á bak aftur með undanhaldsvörn sinni. Þeir notuðu herbragð Kútúzóws: hopuðu á hæli til þess að verða ekki umkringdir og snérust ekki til sóknar fyrr en fjandmennirnir voru orðnir örþreyttir. Þetta var gert að ráði Stalins við Moskvu og Stalingrad. Hitler gerði sér ekki ljóst, að þetta væri gert sairikvæmt yfirlögðu ráði. Þjóð- verjum var það nauðsyn að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.