Tíminn - 24.09.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.09.1943, Blaðsíða 3
91. blað TlMllfflí, fttstudaglim 24. sept. 1943 367 Flmmtoigiir: Sigurbjörn Snjóiis- son, Gilsárteigí Sigurbjörn Snjólfsson bóndi að Gilsárteigi í Eiðaþinghá varð fimmtugur 22. september. Þinglréttir Tímans: Sveínbjorn Högnason hrek- ur firrur kommúnista Eins og menn munu minnast, er þing það, sem kom saman í byrjun þessa mánaðar, framhaldsþing. Það var sett í aprílmán- uði síðastl., en frestaö þá eftir fárra daga setu, samkvæmt til- mælum ríkisstjórnarinnar. Stjórnin taldi sig ekki geta lokið nauðsynlegum fjárlagaundirbúningi þá. Þau fjárlög, sem hún lagði þá fram, taldi hún aðeins flutt til bráðabirgða til að full- nægja þingsköpum. í samræmi við þetta hefir hún nú lagt fram nýtt fjárlagafrv. Þess hefir áður verið getið hér í blaðinu og þykir ekki ástæða til að rifja það upp aftur. Sigurbjörn er kunnur um Austurland og víðar fyrir félags- málastörf sín. Sigurbjörn er einn þeirra, sem sterka hafa þrá til félagsmálastarfa og brenn- andi áhuga fyrir almennri fram- takssemi. Hann hefir því löng- um haft mjög mikil afskipti af opinberum málum, og er það þó ekki fyrir það,.að ytri kringum- stæður hafi gert honum slika vinnu auðvelda, þar sem hann hefir haft fyrir að sjá'mjög stórri fjölskyldu. j Eigi verða hér talin öll trún- aðarstörf, er Sigurbirni hala verið falin. Þess skal þó minnst að Sigurbjörn hefir gegnt mörg- um slíkum störfum fyrir sveit- { unga sina, m. a. hefir hann átt sæti í hreppsnefnd um mörg ár og verið sýslunefndarmaður ( þeirra nú um langt skeið. Þá á hann sæti i stjórn Búnaðarfé- lags Eiðaþinghár og hefir verið fulltrúi þess á Búnaðarsam-. bandsfundum eystra undanfar-1 in ár. Sigurbjörn hefir verið og er einn meðal mestu áhugamanna Framsóknarflokksins á Austur- lándi Hann hefir tekið öflugan þátt i félagslífi flokksmanna í j Suður-Múlasýslu og unnið mik- ! ið starf í þágu flokkssamtak- anna, enda hefir hann verið formaður Framsóknarfélags Suður-Múlasýslu frá því að það félag var stofnað. Gilsárteigur liggur upp að Eiðum. Sigurbjörn hefir því um fjölda mörg ár verið nágranni Eiðaskóla. Hefir tekizt með þeim mikil vinátta og það er til marks nokkuð um áhuga Sig- urbjarnar fyrir framfaramálum, að hann hefir unnið af kappi að framgangi Eiðaskóla í öllum greinum — ekki vegna þess að honum beri nein skylda til þess eða hlyti laun fyrir,heldur afþví að hann hefir áhuga fyrir því, að Eiðaskóli verði myndarlegt menntasetur og hefir trú á nauðsyn menntunar. Eigi fer dvinandi félagsmála- áhugi Sigurbjarnar. Nú síðast hefir hann átt verulegan þátt í stofnun Fjórðungsþings Aust- Það, sem af er framhaldsþing- inu, hafa yfirleitt verið stuttir þingfundir. Frumvörp, sem voru lögð fram í vor, eða hafa verið lögð fram nú, eru enn flest til athugunar í nefndum. Er það eðlileg venja, að fyrstu vikur hvers þings, koma yfirleitt ekki á dagskrá til aðal umræðna, nema smærri mál, því að stærri málin þurfa meiri athugurr í nefndum. Hefir eigi brugðið út af þeirri venju nú. Frá umræðum. Það, sem af er þinginu, hafa einna mestar umræður orðið um frv. kommúnista, er fjallar um bráðabirgðaafnám mjólkur- og kjötverðlagsnefndar. (Sjá síð- ar í þingfréttum). Létu kom- múnistar mjög dólgslega við þessar umræður, og drógu inn í þær ýms óviðkomandi atriði.Var Sveinbjörn Högnason einkum fyrir svörum og hrakti firrur kommúnista mjög rækilega. Sveinbjörn sýndi fram á, að yrði þetta frv. samþykkt óbreytt, myndi það aðeins verða upp- haf i sókn bæjarmanna til þess að fá verðlagningu landbúnað- arafurða í sínar hendur. Kæmi það gleggst fram í þeim tillög- um kommúnista, sem þeir voru að hampa í umræðunum, að Reykjavíkurbær tæki mjólkur- stöðina og mjólkursöluna í sín- ar hendur. Þá gætu bæjarmenn firðinga, sem margir vænta sér góðs af og hefir hann verið kos- inn í stjórn þess. Sigurbjörn er kvæntur Gunn- þórunni Guttormsdóttur, upp- eldisdóttur Gunnars Pálssonar bónda á Ketilstöðum á Völlum. Eiga þau hjón 12 börn á lífi, sem nú eru mörg uppkomin. Geta menn farið um það nærri, að eigi hefir forsjá slíks heimilis verið auðvelt hlutverk og sízt, er hún hlaut að fara saman við umfangsmikil störf í almanna- þágu. En nú eru þau hjónin komin yfir örðugasta hjallann. Sigui'björn hefir ætíð verið allra manna greiðviknastur og viljað hvers manns vandræði leysa. Liggur það í skapferli hans. Vinir og kunningjar Sigur- bjarnar, og þeir eru margir,- munu senda honum hugheilar kveðjur og árnaðaróskir á þess- um tímamótum í æfi hans. vinna skjótan fullnaðarsigur. Þeir urðu neyddir til að heyja langvarandi styrjöld. í sumar hafa orrusturnar við Órel og Kharkov sýnt að sóknarmáttur þýzka hersins, er lamaður. Nú neyðist hann til að hopa, þegar sigurvonirnar eru að engu orðnar. Þegar saga ófriðarins verður skráð síðar meir, mun það, ef til vill koma í ljós, að yfirráðin á hafinu hafi átt drjúgastan þátt í ósigri Þjóðverja. Kafbátahern- aðurinn þýzki hefir valdið miklu tjóni, og hann hefir tafið fyrir innrás á megiriland Evrópu. En það hefir sumpart sannast í sumar, að hættan af kafbátum er mjög í rénun, enda þótt hún sé engan veginn liðin hjá. Hitler hafa brugðizt allar vonir. í ofmetnaði sínum hélt hann, að hægt væri að stjórna heiminum með ógnarvaldi. Nú færa sprengjuárásirnar á Ham- borg og Berlín Þjóðverjum heim sanninn um það, hvað ógn og ótti er í raun og veru. Skelfing- in vofir yfir þeir sjálfum. Dag- lega verða borgir þeirra fyrir eyðilegglngum, samgönguleiðir þeirra, verksmiðjur og olíu- birgðir. Að sama skapi vex sókn- armáttur Bandamanna. Vel getur svo verið, að sú stund sé ekki langt undan, er árásarlið Hitlers verður eins gagnslaust til sóknar og Magin- ot-línan var til varnar, hinir miklu herskarar setjast um kyrrt, járnbrautir og bílabrautir Þýzkalands standa ónotaðar, flugvélar þeirra og skriðdreka skortir benzín og allt logar i óeirðum 1 herteknu löndunum. „Þá fyrst“, segir Rauschning, „mun þýzka herforingjaráðið láta sér skiljast, að aðstaðan sé vonlaus. Og þá mun allur heim- ur sjá og skilja i einu vetfangi, að hinn mikli þýzki risi stend- ur á leirfótum og allir sigurvinn- ingar hans eru „á hverfanda hveli.“ Ráðstefnan i Quebec hefir ein- mitt stefnt að því að flýta fyrir þessu takmarkl, og því er það, að Roosevelt kemst svo spá- mannlega að orði, að þýzku her- foringjarnir mundu heldur kjósa uppgjöf þegar i stað en síðar, ef þeir vlssu í raun og veru úm samþykktir þær, sem gerðar voru. sagt, ef bændur vildu ekki fall- ast á verðákvörðun þeirra: Við seljum enga mjólk fyrir ykkur, ef við fáum ekki að ráða verð- inu. Sveinbjörn sýndi fram á, að neytendur væri engu ofríki beittir með núverandi skipun verðlagsnef ndanna; þeir ættu þar tvo fulltrúa, bændur lika tvo, en oddamaðurinn óháður þ. e. skipaður af rikisstjórninni. Þá hrakti Sveinbjörn þá firru kommúnista, að samkomulagið í landbúnaðarvísitölunefndinni hefði aðeins fjallað um innan- landssöluna. Því til sönnunar las Sveinbjörn upp lagaákvæð- in um starfsvið nefndarinnar, er samþykkt höfðu verið af öll- um þingmönnum fyrir fáum mánuðum, og benti á, hversu langt gengi ósVífni kommúnista, að ætla að falsa slíka heimild á Alþingi. Fóru kommúnistar mjög hall- oka í viðureign sinni við Svein- björn. Gömlu frumvörpin. Af frumvörpunum, er lögð voru fram í vor, er frumv. um eignaaukaskatt, flutt af Haraldi Guðmundssyni, Hermanni Jón- assyni og Brynjólfi Bjarnasyni, einna veigamest. Samkvæmt því skal leggja eignaaukaskatt á eignaaukningu áranna 1940— 1942, sem er yfir 80 þús. kr. Und- anþegnir skattinum eru nýbygg- ingarsjóðir útgerðarfélaga og varasjóðir samvinnufélaga. Skattstiginn ér heldur lágur, af 200 þús. kr. eiga t. d. að greiðast 24 þús. kr. Þá er frv. um rannsókn skattamála, flutt af Eysteini Jónssyni, Stefáni Jóhanni Stef- ánssyni og Sigfúsi Sigurhjart- arsy’ni. Frv. þetta var flutt af núv. ríkisstjórn á fyrra þingi, en dagaði uppi. Frv. gerir ráð fyrri fjórum sérstökum skatt- dómurum, er annist rannsókn á skattaframtali. Auk þessara frv. liggja fyrir frv. um breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt og stríðs- gróðaskatt, bæði frá Alþýðufl. og Sósíalistafl. Þau frv. voru flutt til að bæta fyrir þá yfir- sjón þeirra á seinasta þingi, að leyfa gróðafélögum skattfrjáls- an varasjóðsfrádrátt. Mun nú sjást, hvort hugur fylgir máli. Sérstök milliþinganefnd átti að athuga þessi mál i sumarhlé- inu, en ókunnugt er um árangur af störfum hennar. | Loks ber að minnast hins um- talaða frv. um bann gegn , minnkahaldi, flutt af Pétri Ottesen. Spá ýmsir því, að það ' geti orðið átakamál og munu menn vart skiptast um það I eftir flokkum. Vms frumvörp. Á framhaldsþinginu hafa m. a. verið lögð fram þessi frv.: Skúli Guðmundsson flytur frv. um ítölu. Frv. er flutt samkv. beiðni sýslunefndar V.-Hún. Er það ítarlegur bálkur, í 17 grein- um, og fjallar um ráðstafanir til að koma í veg fyrir að beltar- þoli lands sé ofboðið. Hefur þótt bera á því sumstaðar í elztu hrossa héruðum norðanlands. Ríkisstjórnin flytur frv. um birtingu stjórnarvaldaerinda, þ e. laga, reglugerða, auglýsinga o. s. frv. Eru þar sett skýrari ákvæði um þetta efni en nú gilda. Ríkisstjórnin flytur frv. um ábyrgð ríkis, opinberra stofnana og bæjarfélaga, hrepps- og sýslufélaga á athöfnum þjóna sinna. Er hér um atriði að ræða eins og t. d. ef vitavörður gleymir að kveikja á vlta, svo að skip strandar, hafnsögumaður setur A N N A L L Dáaardnfíw. Sesselja Þórðardóttir, búandi í Sauðanesi á Ásum, andaðist 10. sept. 1942. Sesselja var ættuð úr Svarf- aðardal, fædd 29. ágúst 1887 að Steindyrum, dóttir Þóx'ðar Jóns- sonar og Lovísu Björnsdóttur, er xar bjuggu. Sesselja fluttist í Húnaþing árið 1912, en árið 1914 giftist hún Páli Jónssyni bónda í Sauðanesi og tók þegar við bú- stjórn. Húsfreyjan 1 Sauðanesi sýndi fljótt, að þar var meira en með- alkona. Þeir eiginleikar, er mest einkenndu Sesselju, var frábær dugnaður og þolgæði, ágætar gáfur, hjálpsemi og næm rétt- lætistilfinning. Þau Páll og Sesselja eignuðust 12 börn og eru þau öll á lífl og hin mannvænlegustu. Árið 1932 missti Sesselja mann sirin og stóð þá ein uppi með allan barnahópinn, það elzta á 17 ári og það yngsta á höndum. Flestar konur myndu hafa bugast undir slíkum kring- umstæðum, ekki síst af því efni voru þá ekki mlkil, þó þau hjón væru alltaf vel bjargálna. Sesselja mun ekki hafa þekkt það hugtak, að gefast upp eða vanrækja skyldur sínar, og að tvístra börnunum og hætta bú- skap kom henni ekki til hugar. Sesselja hélt áfram búskap i Saúöanesi til dauðadags. Fyrstu 1 eða 2 árin eftir lát manns síns, mun hún hafa haft fyrir ráðsmann, mann, er verið hafði hjá þeim hjónum frá því hann var drengur, en að þrem árum liðnum bjó hún eingöngu með börnum sínum. Eitt hið sérkennilegasta við Sesselju kom fram í uppeldi hennar á börnum sinum og sýn- ir það ágætlega framsækni hennar dugnað og viðsýni. Þrátt fyrir erfiðleikana, þá hvatti hún öll börnin til að leita sér frama á menntabraut- inni. Þegar Sesselja féll frá höfðu öll börnin, sem aldur höfðu til þess, stundað nám 1 hinum ýmsu skólum, og svo var ósvikinn efniviður i börnunum, að öll hafa þau sýnt frábær námsafrek, þar sem þau hafa stundað nám. Enda þótt börnin hafi að miklu leyti af eigin rammleik brotist áfram til mennta, þá sér það hver maður, að marg- víslegs stuðnings hafa þau not- ið frá móðurgarði, en þó að Sesselja leggði slíka alúð við að efla andlegan þroska barna sinna, þá sinnti hún bústörfum svo vel, að þegar hún féll frá, skilaði hún hverju barna sinna þó nokkurn erfðahlut af þeim fjársjóði, er mölur og ryð fær ei grandað. Nú er þessi mæta kona til moldar hnigin. Ævistarf hennar er mikið. Þjóð sinni skilar hún 12 mannvænlegum ríkisborgur- um, sem án efa verða landi sínu til gagns og sóma. Jörð sína hef- lr hún bætt stórlega, byggt upp að nokkru og ræktað. Með allri breytni sinni hefir hún gefið hið bezta fordæml. Meðan hin íslenzka þjóð á konur, sem Sess- elju Þórðardóttur, þarf ekki að örvænta um hag landsins barna. Minning Sesselju mun ávallt 1 heiðri höfð í Húnabyggð „Orð- stýr deyr ekki, hveim sér góð- an getur“. Hannes Pálsson. skip í strand o. s. frv. Til þessa hafa engar almennar reglur gilt um slíkt. Bernharð Stefánsson flytur frv. til hafnarlaga fyrir Ólafs- fjörð. Frv. er flutt eftir heiðni hafnarnefndar Ólafsfjarðar og fyrir hönd beggja þlngmanna Eyfirðinga.. Áki Jakobsson og Sigurður Guðnason flytja frv. um bráða- birgðaafnám á valdi mjólkur- verðlags- og kjötverðlagsnefnd- ar til að ákveða verð á mjólkur- og sláturafurðum. Ætlast er til, að meðan byggt sé á samkomu- lagi landbúnaðarvisitölunefnd- ar, ákveði viðsklptaráð útsölu- verð þessara vara. Fleiri frv. verður getið síðar. r0 KAUPFÉLÖG! Gætið þess að hafa vörur yðar nægllega vá tryggðar. Inniiegt þakklæti frá mér, börnum mínum og öðrum vandamönnum fyrir alla hjálpsemi og hluttekningu, sem okkur var auðsýnd við fráfall og jarðarför konu minnar, Guðrúnar jHagmisdóttur á Gilsbakka. SIGURÐUR SNORRASON. Hjartanlega þakka ég öllum konum i Miðdœlahreppi, er sýndu mér vinátiu og virðingu, með heimsóknum og gjöfum og hlýjum kveðjum á tuttugu ára starfsafmœli mínu. Bið ég guð að launa þeim, er mest á liggur. STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, Þorgilsstaðahlíð. Blautsápa frá sápuverksmiðfjjunni Sjjöfn er almennt við- urkennd fyrir gœði. Flestar kúsmæður nota Sjafnar-blautsápu Manntalsskrífstoian er flutt úr Póstliússtræti 7 í Austur- stræti 10, 4. hæð. Borgarstjórínn. Símanúmer hjá Almennar tryggingar h.i. eru 3704 og 5693. Orðsending til innheimtumanna Tímans Gjalddagi Tlmans var 1. júlí en ennþá vantar skilagrein- ar frá mörgum innheimtumönnum blaðsins. Sökum þess hve útgáfukostnaður er mlkill, er mjög óþægilegt ef greiðslur á blaðgjöldum dragast fram yfir hinn ákveðna gjalddaga. Eru það þvl vinsamleg tilmæli til kaupenda og innheimtumanna Tímans, að þeir sjál um, aö áskriftargjöldin berist afgrelðslu blaðsins hlð allra fyrsta. ■ ————... j 4ÚTBREIÐIÐ TÍMANN4 Bóudl - Kaupir þtk búaaOarblattftð FR£Y7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.