Tíminn - 24.09.1943, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.09.1943, Blaðsíða 4
368 TtMCVN, föstndaginn 24. scpt. 1943 91. bla8 Ný stórsókn í ræktunarmálunum (Framh. af 1. siðu) Mjólkurhernaður kommúnista vinna með þeim á félagssvæð- inu. Þar, sem þessum vinnuað- ferðum hefir verið beitt, hafa jarðabætur orðið miklu stór- felldari en á öðrum svæðum. En þessum starfsháttum hefir fyrst og fremst orðið við komið þar, sem búa eínaðri bændur, þar sem er þéttbýli, þar sem er mik- ið ræktanlegt land á tiltölulega litlu svæði. Hin svæðin verða út- undan eða dragast aftur úr. Það er því augljóst mál, að þegar svo er komið, að vinnu- kraftur er á fæstum heimilum afgangs til að vinna að jarðrækt og vinnukraftur ókaupandi eða ófáanlegur til að vinna þessi störf með handverkfærum, þá hlýtur að skapast stöðvun eða hægagangur í þessum fram- kvæmdum, sem þó er mest þörf að verði hraðað, nema alveg nýjar ráðstafanir komi til. Leiðin að því marki, sem við viljum ná, — útrýming þýfis á túnum og engjum, útrýming hinna úreltu vinnuaðferða, sem eru fylgifiskar þýfisins, og í þess stað véltæk slægjulönd og nýtízku, hraðvirkar vinnuað- ferðir á hverju býli — leiðin virðist augljós. Við verðum að styðja félagsræktunina. Við verðum að gefa öllum bændum kost á að eignast í félagi nýtízku jarðvinnsluvélar til jarðabóta. Það verður að koma á nægilega mörgum, góðum námskeiðum, til þess að þjóðin geti eignazt á stuttum tíma nógu marga kunnáttumenn í meðferð hinna vélknúnu jarðræktartækja. Með þessum hætti er það tækt að framkvæma sléttun slægju- lands á svo stuttum tíma og svo vel, að viðhlítanadi sé. En fyrr en þessu verki er lokið, verður ekki á komið almennt nútíma vinnuaðferðum við öflun heyja. Með því að gera grein fyrir efni hinna einstöku greina frumvarpsins skal skýrt í stutt- um dráttum, hvernig hugsað er, að þessi mikla framkvæmd, sem -hér er fyrirhugúð, verði gerð. Um 1. gr. a. Hér er gert ráð fyrir, að ein- faldur meiri hluti fulltrúanna á fundi búnaðarsambands geti ákveðið, að sambandið fram- kvæmi ræktunarstörf fyrir alla þá búendur á sambandssvæð- inu, er þess óska, og að frá byrj- un verði ræktunarstörfunum hagað þannig, að ákveðið sé stefnt að því marki, að gömlu og úreltu heyvinnuaðferðirnar hverfi sem allra fyrst, en vinna mð vélum komi í þeirra stað. Ráðgert er, að þetta taki hið •lengsta tíu ár, en þar, sem slétt- un slægjulands er þegar vel á veg komin eða aðStæður eru góðar, ætti að vera fært að Ij úka þessu verki á miklu skemmri tíma, og að því ber að stefna sem víðast. Sléttun gömlu túnanna, fram- ræsla og nýrækt verða að sjálf- sögðu víða aðalverkefnin, en annars staðar mundi ræktun og sléttun útengis koma jafnframt eða e. t. v. enn frekar. Fram- kvæmdum yrði auðvitað hagað eftir því, sem bezt hentaði á hverjum stað og arðvænlegast teldist þar. Hin einstöku býli þurfa misjafnlega mikinn hey- feng, svo að þar verði rekinn lífvænlegur búskapur. Miðað er við meðaltal undanfarinna 10 ára eða allt að 500 hestburði, en telja verður það gott býli, þar sem' sá heyfengur fæst af vél- tæku landi. Einstaklingarnír ráða því auð- vitað sjálfir, hvort þeir notfæra sér þau kjör, sem í boði verða, enda bera þeir kostnaðinn að þvl leyti, sem hinn opinberi styrkur nægir ekki. En þó legg- ur ríkið svo mikið af mörkum og svo miklu skiptir, að því fé sé vel varið fyrir heildina, að ákvæði 14. gr. og VI. kafla jarð- ræktarlaganna verða að tak- marka þennan rétt einstakling- anna á þann hátt, að ekki sé varið verulegu fé úr ríkissjóði í umbætur á jörðum, sem ein- hverra orsaka vegna er talið, að ekki geti orðið til frambúðar, sbr. sérstaklega ákvæði VI. kafla Jarðræktarlaganna. Ætla má, að stórvirkari og dýrari jarðvinnsluáhöld mundu víða gefa betri og ódýrari vlnnu- afköst og að hin smærri búnað- arsambönd reyndust í heild hæfilega stórt verksvið fyrir þess háttar vélar. Um 1. gr. b. Gera verður ráð fyrir því, að í sumum búnaðarsamböndun- um, einkum þeim víðlendari, verði ekkfí það ráðizt að fram- kvæma' ræktunarstörfin á öllu sambandssvæðinu í einni heild. í greininni er því hinum ein- stöku hreppsbúnaðarfélögum gefinn þess kostur að setja sér sams konar samþykktir fyrir sitt félagssvæði og búnaðarsam- böndin geta sett sér eftir 1. gr. a. (59. gr.). Þá er og gert ráð fyrir því, að búnaðarfélög, tvö eða fleiri, myndi með sér sam- tök um ræktunarstarfið, enda Búnaðarfélagi íslands beinlínis heimilað að koma því til vegar þar, sem sú tilhögun telst heppi- legri. Um 1. gr. c. Samkvæmt þessari grein er ætlazt til þess, að fyrsta aðstoð- in við ræktunaráhuga og rækt- unarfyrirætlanir búnaðarsam- banda og búnaðarfélaga verði sú, að Búnaðarfélag íslands láti gera mælingar og athuganir á hverju býli á samþykktarsvæði, svo víðtækar og vandaðar, að sem mest öryggi verði fyrir því, að á hverjum einstökum stað verði íramkvæmdum hagað eft- ir því, sem bezt á við þar. Þá er ætlazt til þess, að gerðir verði uppdrættir af hinum fyrirhug- uðu ræktunarlöndum. Um 1. gr. d. Einn mikilsverður þáttur í ræktunarstarfinu verður val og útvegun jarðvinnsluvéla og verkfæra. Það skiptir miklu, að þessar vélar séu vel valdar og við hæfi á hverjum stað. Það þykir því hyggilegast, að Bún- aðarfélag íslands útvegi þessar vélar, enda hefir það sér til að- stoðar þá kunnáttumenn, sem .völ er á beztum hér á landi í vali og notkun jarðvinnsluvéla og verkfæra. Og með því að ríkis- sjóður styrkir kaup þessara véla og verkfæra að Ms, en Ræktun- arsjóður veitir lán allt að % af kostnaðarverði véla og tilheyr- andi áhalda, er og til þess ætlazt, að Búnaðarfélag íslands sjái um, að eigi séu keyptar vélar framar þörf. Um 1. gr. e. Það er mikilvægur þáttur i ræktunarstarfinu, svo sem reynslan hefir sýnt, að völ sé á hæfum kunnáttumönnum til þess að fara með vélarnar. Nám- skeið verður þvi að halda fyrir þá menn, er vinna eiga með vél- knúnum jarðvinnslutækjum, og sannprófa, að eldri kunnáttu- menn séu til þess hæfir. Það er hvorki rétt né hyggilegt, að veittur sé styrkur úr ríkissjóði til kaupa á dýrum tækjum, án þess að jafnframt sé tryggt, að þeir, sem með þeim vinna, kunni með þau að fara. Um 1. gr. f. Tekin eru upp í grelnina sams konar ákvæði um upphæð styrks á þúfnasléttun og ný- rækt, sem þau, er gilda um slétt- un gömlu túnanna, eftir ákvæð- um til bráðabirgða í jarðrækt- arlögunum, eins og þau eru nú. Þá er og til þess ætlazt, að slétt- un útengis verði styrkt með 100 kr. á ha. Framræsla verður hins vegar styrkt eftir hinum al- mennu ákvæðum jarðræktarlag- anna, enda er þar ætlaður all- ríflegur styrkur til framræslu samanborið við styrk til ann- arra greina jarðvinnslunnar. Þau bættu kjör, sem þessi grein veitir jarðræktinni, falla niður, þegar býli hefir náð því marki að geta fengið af véltæku landi svo mikinn heyafla, að telja verði nægilegt fyrir líf- vænlegan rekstur meðalbús, og er hér gert ráð fyrir, að til þess þurfi 500 hestburði heys. Eftir það gilda ákvséði jarðræktarlag- anna og þá einnig að sjálfsögðu þau fyrirmæli í ákvæðum til- bráðabirgða, er snerta gömlu túnin. Þar sem til þess er ætlazt, að samþykktarheildirnar annist um ræktunarframkvæmdirnar til fullnustu, þykir rétt, að styrkurinn sé þá einnig greidd- ur þeim, sem verkið fram- kvæmir. Um 1. gr. g. Þótt allýtarlega sé í ákvæðum (Framh. af 1. síðuj aldrei keypt meiri mjólk en nú. Mesta vandamái okkar, sem stöndum fyrir mjólkurmálunum, er nú það, hvort við eigum að láta herinn hafa það, sem hann vill, eða bæjarbúa það, sem þeir telja að þurfi til að vernda heilsu barna þeirra og ástvina. Vitanlega verður það efst á metaskálunum, sem heilsu Reykvíkinga er fyrir beztu, og kemur þar ekkert til greina, þó að þeir hafi talið sjálfsagt, að láta setuliðið sitja fyrir allrí vinnu, sem þeir hafa getað veitt, en við bændur höfum ekki átt sama skilningi að mæta. Bænd- ur eru furðu fljótir að gleyma erfiðisstundum sínum. 2. Það mun vera alveg víst, að leitun sé á Mjólkurstöð, sem sé undir jafn nákvæmu og ströngu eftirliti daglega eins og Mjólk- urstöðin í Reykjavík. Það er öllum vitað, að sú stöð, sem nú starfar er ekki eins fullnægj- andi eins og þyrfti að vera. Hún var upphaflega byggð fyrir 8000 ltr. afköst. Síðan er búið að end- bæta hana eins og hægt hefir verið, og aldrei verið til þess sparað. Sem dæmi upp á það, má nefna, að þegar vantaði lítil- ræði í vélgang stöðvarinnar, var ekki hægt að fá það með öðru móti heldur en að kaupa heila vélsamstæðu og var það gert með samþykki allra stjórnar- nefndarmanna. Bandaríkjaher- inn sækir ennþá mjög ákaft á að fá keypta meiri mjólk heldur en við getum af hendi látið. Get- um við fengið vottorð frá hon- um ef með þarf. í samtali segja þeir.að ekki sé stöðinniaðkenna, þó að finna megi að mjólkinni, heldur því dreifingarfyrirkomu- lagi, sem við erum neyddir til að hafa vegna stríðsins. Það er og hefir verið ógjörningur eins og allir vita að loka flösk- unum með hettum eins og áður var gert, og eins og vitanlega þyrfti að vera, ef neytendur ættú að treysta stöðinni fullkomlega. Það, sem fólk og vélar afkasta í stöðinni nú, er hreint undrun- arefni fyrir okkur, sem stöndum að stjórn þessara mála, sem sé allt upp 28.000 ltr. afköst á dag. Þetta hefir ekki verið hægt nema með ágætri samvinnu og þrautæfðu starfsliði í stöðinni, og það hefir stundum orðið að leggja nótt við dag eins og bændurnir verða að gera. Það verður að teljast alveg undra- vert, að starfsfólk bændanna í Mjólkurstöðinni hefir getað skilað mjólkinni eins góðri frá henni eins og raun ber vitni um. Allar árásir á það detta af sjálfu sér niður fyrir þessari gömlu seiglu og trúmennsku, sem íslenzk bændastétt hefir alltaf átt. Það er ekki starfs- fólkinu að kenna, þó að eitthvað fari miður en skyldi, heldur ein- éöngu því ásigkomulagi, sem stríðið þvingar upp á ókkur.. Starfsfólkið er sér þess fullkom- lega meðvitandi hvaða ábyrgð hvílir á því, og ef einhver und- antekning væri á því, þá mund- um við vera manna síztir til að sýna nokkra linkind í þeim efn- um. Erlendu neytendurnir segja, að mjólkin sé mjög sæmileg og oftast nær þannig að hægt sé að geyma hana í þrjú dægur, ef hún er ekki sett á heitan stað. 3. Á erfiðasta tíma, sem nokk- urntíma hefir komið yfir ís- lenzka bændastétt og alla aðra framleiðendur 1 landinu, hafa þessa frumvarps mælt fyrir um, hvernig hinum 'fyrirhuguðu framkvæmdum skuli hagað, þykir þó óhjákvæmilegt, að Búnaðarfélag íslands setji reglu- gerð um starfsemi þá, er um ræðir í frumvarpinu. Sérstak- lega þykir nauðsyn til bera að kveða á um í þeirri reglugerð, hvernig tryggja skuli, að rækt- unarframkvæmdirnar verði vel og vandlega af hendi leystar. Um 2. gr. í grein þessari er ákvðið, að þau sérstöku fyrirmæli, sem um ræðir í frumvarpinu, falli úr gildi 1. janúar 1955, en þá er gert ráð fyrir samkvæmt ákvæð- um frumvarpsins, að hinum fyrirhuguðu framkvæmdum verði í aðalatriðum lokið. bændur lagt stóran hluta af andvirði afurðanna til þess að byggja nýja mjólkurstöð í Reykjavík. Þetta hefir ekki gengið þrautalaust fyrir bænd- ur. Þeir hafa orðið að spara við sig marga hluti, sem þeim hefði annars komið vel, fyrir það að peningar voru teknir i nýja mjólkurstöð af mjólkurverði þeirra. En þeir skyldu það sem einn maður, og voru fúsir til að fórna fyrir það, að það er ekki hægt að halda uppi sölu á af- urðum þeirra á annan hátt en að þær séu í eins góðu ásig- komulagi og efni standa til. Vegna þess stendur yfir bygg- ing hinnar nýju mjólkurstöðv- ar í Reykjavík, sem sennilega verður fullkomnasta mjólkur- stöð, er byggð hefir verið á Norðurlöndum. Bændur hafa lagt á sig fórnir vegna þessa. 4. Þetta er satt. Ekkert er hættulegra fyrir byltingamenn heldur en það, að smáframleið- endur komi sér saman um hlut- ina. Þetta er það, sem þeir ótt- ast eins og sjálfan fjandann. Af þessu kemur öll reiði þeirra, þó að þeir viti það eins vel og við fulltrúar bændanna, að það er gert allt sem mögulegt er til að fullnægja þörfum neytenda í bæjunum. Og jafnVel neitað sér um frumstæðustu þægindi, sem bæjarbúar krefjast, til að geta gert þetta. Af þessu geta bændur séð hvað þeim er fyrirhugað, það þarf ekki að útskýra það fyrir þeim. Hugur verkamannaforingjanna til þeirra er ótvíræður. Hvort að verkamönnum verður til bless- unar þessi nýja stefna, sem for- ingjar þeirra hafa tekið upp, segir enginn um fyr en reynslan sker úr því eftir fá ár, og þá jafnvel munu þeir ekki fá að greiða atkvæði um það, ef kommúnistar hafa aðstöðu til að byggja upp sitt nýja þjóðskipu- lag. p. t. Reykjavík, 23./9. 1943. Sveinbjörn Högnason. Slæm mistök hjá fíkísstjómmní Örlítid aS kartöflum hækkar vísitöluna um 15 stlg Kauplagsnefnd og Hagstofan hafa nú reiknað út framfærslu- vísitöluna fyrir septembermán- uð og verður hún 262 stig eða 15 stigum hærri en fyrir ágúst- mánuð. Hækkunin stafar eingöngu af því háa bráðabirgðaverði, sem var á innlendum kartöflum í ágústmánuði, en raunar kom mjög lítið af þeim á markaðinn. Ríkisstjórnin gerði ekkert til þess að halda verðlagi þeirra niðri, en það mundi hafa kost- að ríkissjóð sáralítið. Vegna þessarar yfirsjónar stjórnarinn- ar hækkar vísitalan um 15 stig. Virðist lítil forsjón hafa verið í því að verja miklu fé til verð- lækkunar á mjólk og kjöti til að halda vísitölunni niðri, en gæta þess ekki, að vísitalan hækkaði stórlega af annari ástæðu, sem miklu auðveldara var að koma í veg fyrir. / Merkíleg starisemi Eins og auglýst er á öðrum stað i blaðinu, hefir Þingstúka Reykjavíkur opnað upplýsinga- stöð um bindindismál. Verður þessari merkilegu starfsemi hennar getið síðar. Stnlka óskast 1 Kópavogshælið. — Upplýsingar gefur yfirhjúkr- unarkonan. Sími 3098. OAMLA Bíó«— f annað sinn. „The Philadelphia story“. CARY GRANT, KATHARINE HEPBURN JAMES STEWART, RUTH HUSSEY, JOHN HOWARD, ROLAND YOUNG. Sýnd kl. 7 og 9. Kl. 3Vz—6V2 HERLÆKNIRINN (Army Surgeon). James Ellison, Jane Wyatt Kent Taylor. Hrm----* 23 A BlÓ ——- » Vor sólskinsár (On the Sunny Side). RODDY McDOWALL, JANE DARWELL, STANLEY CLEMENTS. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Aðalsl áturtíðin er byrjuð Hér eftir seljum við daglega, kj.öt i heilum kroppum, slátur, sérstök svið, lifur og hjörtu og mör. Reynt verður að, senda slátur heim tll kaupenda ef tekin eru þrjú eða fleiri 1 senn. Slátrin seljast fyrlr sama verð og síðasta ár, — en mör hefir lækkað um tvær krónur hvert kgr. Er þaö mikil óbein lækkun á sláturverðinu. Kjötið er selt fyrir hið lögákveðna helldsöluverð til neytenda og hefir það lækkað um 50 aura hvert kgr. fyrir atbelna ríkls- stjórnarinnar. Viðskiptavinlr! Munið að því fyr sem þér sendið pantanir yðar, því auðveldara verður að fullnægja þeim. > SLATURFÉLAG SLÐIRLWDS, HEILDSALAN. S í m a r 1249 og 2349. I. O. G. T. ÞINGSTÚKA REYKJAVÍKUR (Jpplýsingastöð nm bindindismál var opnuð fimmtudaginn 23. september 1 Good-templarahúsinu. Skrifstofan verður fyrst um sinn opin hvern fimmtudag kl. 6— 8 e. h. Trúnaðarmenn Good-templarareglunnar munu verða þar til viðtals. Gjörð verður tilraun til að verða þeim að liðl, sem um sárt eiga að binda vegna áfengisneyzlu sjálfra sin eða sinna. Með málefni þessl mun verða farið algerlega sem einkamál. T f M I X N cr víðlcsuasta auglýsingablaðtð!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.