Tíminn - 28.09.1943, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEPANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
PRENTSWOÐJAN EDDA hi.
Símar 3948 og 3720.
EDDUHÚSI, Lindargötu S A.
Símar 2353 og 4373.
AFGLEIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Sími 2323.
27. árg.
Rcykjavík, þrlðjudaglnii 28. sept. 1943
92. blað
Ósvífnasta tillaga kommunistaj
Þeir vilja svipta bændur réttinum
til þess að selia afurðir sinar
Afmælis Kristjáns
konungs minnst
Síðastl. sunnudag átti Krist-
ján konungur tíundi afmæli.
Var þess minst í ríkisútvarpinu
þá um kvöldið og Danir hér
efndu til samkomu í Gamla Bíó
fyrr um daginn til að minnast
konungsins.
Þetta samsæti fór hið bezta
fram. Það var sett af formanni
danska félagsins hér, O. Korne-
rup Hansen, en síðan flutti de
Fontenay snjalla ræðu. Þá var
sýnd kvikmynd frá sjötugsaf-
mæli konungs og loks söng dóm-
kirkjukórinn með undirleik
útvarpshlj ómsveitarinnar undir
stjórn Páls ísólfssonar nokkur
dönsk ættjarðarlög.
Afmælis Kristjáns konungs
mun hafa verið minnst hátíð-
lega allsstaðar annars staðar,
þar sem Danir hafa átt þess
kost að koma saman.
Sígurði Eínarssyui
vikið frá
Sigurði Einarssyni dósent
hefir verið vikið frá störfum
um stundarsakir.
Ræða Eysteins Jónssonar við 1. umræðu
um mjólkurfrumvarp kommúnista
Sósíalistaflokkurinn hefir látið þrjá þingmenn sína í
neðri deild flytja frumvarp um breytingu á mjólkur-
lögunum, sem sýnir hug hans til bænda betur en nokk-
uð annað, er áður hefir frá honum komið.
í frumvarpi þessu er lagt til í fyrsta lagi, að bæjar-
stjórnum sé heimilt að taka alla mjólkursölu í hlut-
aðeigandi bæjum í sínar hendur, og í öðru lagi, að
mjólkurverðið verði ákveðið af fimm manna nefnd, þar
sem eru tveir fulltrúar frá neytendum, tveir frá fram-
leiðendum, og oddamaðurinn frá hæstarétti.
Ef frumvarp þetta yrði samþykkt, réðu bændurnir
engu um verðlagningu og sölu mjólkurafurðanna og
myndu innan tíðar verða ánauðugir þrælar bæjarmanna.
Frumvarp þetta var til 1. um- j lenti á bændum, þ. e. verðið,
ræðu í neðri deild í gær. Sigfús sem þeir fengju fyrir mjólkina,
Sigurhjartarson fylgdi því úr lækkaði. Og bændur yrðu að
hlaði og var ræða hans næsta ! sætta sig við það. Þeir væru
snubbótt. Næstur honum tók m. ö. o. orðnir ánauðug stétt
Eysteinn Jónsson til máls og fer
útdráttur úr ræðu hans hér á
eftir. Þegar hann hafði lokið
máli sínu var umræðum frest-
að, en búast má við, að þær
verði langar og harðar.
— Þetta frv. er algert eins-
dæmi hér á Alþingi, sagði E. J.
i upphafi máls síns. Aldrei áður
hefir það verið lagt til að taka
Kennslumálaráðherra mun í. framleiðslutæki af heilli stétt
sumar hafa borizt kæra frá
samkennurum Sigurðar. í til-
efni af henni mun Sigurði hafa
verið vikið frá. Þeim Bjarna
Jónssyni dómkirkjupresti og
Jóni Ásbjörnssyni málaflutn-
ingsmanni hefir verið falið að
rannsaka kæruna eða kæruat-
riðin, en eigi mun birt opinber-
lega, að svo stöddu, hver þau
eru.
Góð gjöf
í fréttum frá Kaupmanna-
höfn segir, að í ráði sé að reisa
stúdentagarð við landbúnaðar-
háskólann þar. íslendingar, sem
stundað hafa nám við skólann
og dvelja í Danmörku, hófu fyr-
ir skömmu fjársöfnun til að
tryggja íslenzkum námsmanni
þar herbergi. Er nægilegt fé nú
fengið, því að Jón Krabbe sendi-
fulltrúi gaf það, er til vantaði.
Þing Bandalags
opinberra sfarfs-
manna
Bandalag starfsmanna ríkis
og bæja hefir nýlokið ársþingi
sinu hér í bænum. Á þinginu var
samþykkt áskorun til Alþingis
um að samþykkja ný launalög
á þessu þingi, Samþykkt var að
vlsa á bug erindi Alþýðusam-
bandsins um pólitiskt bandalag
vinandi stétta, en hins vegar
óskað eftir samstarfi við það
um fagleg mál.
í stjórn bandalagsins voru
kosnir: Sigurður Thorlacius
skólastjóri (formaður), Lárus
Sigurbjörnsson rithöfundur, Ás-
mundur Guðmundsson prófes-
sor, Ágúst Sæmundsson sím-
virki, Guðjón B. Baldvinsson
skrifari, Þorvaldur Árnason
bæjargjaldkeri, Kristinn Ár-
mannsson yfirkennari.
eða taka frá henni afurðir
hennar óunnar og banna henni
að hafa nokkur afskipti af
vinnslu þeirra og sölu. Frum-
varp þetta er alger nýung, en
það boðar sennilega það, er
koma mun, ef flutningsmenn
þess fá að ráða.
Aðalatriði írv.
Aðalatriði
þessi:
frumvarpsins eru
1. Að bæjarfélögin taki geril-
sneyðingu, dreifingu og sölu
mjólkurinnar í sínar hendur og
bændur fái ekkert nálægt þeim
málum að koma.
Til þess að sjá, hversu fjar-
stætt þetta er, þarf ekki annað
en að athuga, hvorir hafa meiri
hagsmuni af lágum milliliða-
kostnaði, bændur eða neytend-
ur. Segjum að allra stærstu
fjölskyldur í bæjum kaupi
mjólkurafurðir, sem svari einni
kýrnyt, en slíkt fer vitanlega
langt fram úr meðallagi. Þessi
neytandi hefði hag af lágum
milliliðakostnaði af einni kýr-
nyt, en bóndinn þarf að selja
afurðir, sem 6—20 kýr gefa af
sér. Allir sjá, hver hefir því
meiri hagsmuna að gæta í þessu
sambandi, bóndinn eða neyt-
andinn, eða hvorum kemur bet-
ur að milliliðakostnaðurinn sé
lítill og varan góð.
Sannleikurinn er sá, að bónd-
inn á nær alla afkomu sína und-
ir mjólkursölunni, en neytand-
inn ekki nema að litlu leyti. Það
er því vissulega bezt tryggt, að
sparnaðar og hagsýni sé gætt
við mjólkursöluna, að hún sé í
höndum þeirra, er hafa þar
mestra hagsmuna að gæta.
Það ætti því að liggja í aug-
um uppi, hversu mikið réttinda-
rán það væri, ef bændur væru
sviptir öllum afskiptum af
mjólkursölunni. Bæjarfélögin
rnyndu vissulega koma því
þannig fyrir, ef milliliðakostn-
aðurinn hækkaði, að hallinn
hjá bæjarfélögunum. Það væri
búið að svipta þá aðstöðunni til
að ráða því máli, sem er grund-
völlurinn undir afkomu þeirra.
2. í frumvarpinu er lagt til,
að mjólkurverðlagsnefndin sé
skipuð tveimur fulltrúum neyt-
enda, tveimur fulltrúum bænda,
en hæstiréttur tilnefni odda-
manninn í stað þess, að hann
er nú skipaður af landbúnaðar-
málaráðherra, sem jafnan má
vænta að taki sanngjarnt tillit
til framleiðenda. Með þessari
breytingu, er stefnt að því að
nefndin verði eins konar dóm-
stóll, er ákveði kaup bænda.
Til þess að sjá ósanngirnina,
sem í þessu fellzt, ættu fulltrú-
ar verkamanna að gera sér
grein fyrir, hvernig þeim myndi
> (Framh. á 4. síðu)
Erlent yfirlit 28. sept.:
Verða Þjóðverjar og Japanir
sígraðir um líkt leyti?
Miðjarðarliafssóku Baitdamanna mikilvægur
þáttur í styrjöldiiuii “ej*n Japönum.
Flestir munu þeir, sem telja
sókn Bandamanna við Miðjarð-
arhaf, beinast fyrst og fremst
gegn Þjóðverjum. Fljótt á litið
virðist það líka eðlilegast. En
við nánari athugun kemur i
ljós, að sigrar Bandamanna þar
eru ekki síður mikill ávinningur
fyrir þá í styrjöldinni við Japan
en Þýzkaland.
Með því „að hreinsa" til á Mið-
jarðarhafinu og gera siglingar
þar nær eins öruggar og á frið-
artímum, hafa Bandamenn
tryggt sér beztu og skemmstu
flutningaleiðina til Indlands og
þaðan til * Burma og Kína, er
aðalsóknin verður hafin gegn
Japan.
Þetta skýrir það vel, að fyrsta
ráðstefna Roosevelts og Churc-
hills eftir hinn skjóta sigur á
Sikiley, Qubecráðstefnan, snér-
ist aðallega um styrjöldina gegn
Japönum. Eini árangur ráð-
stefnunnar, sem hefir verið
birtur opinberlega, var skipun
Mountbatten lávarðar sem yfir-
hershöfðingja á vígstöðvunum í
Austur-Asiu.’Hann á að stjórna
sókninni, er hafin verður gegn
Japönum í Burma, sennilega
innan skamms tíma.
Margir munu hafa gert ráð
fyrir, að Bandamenn leggðu
meiri áherzlu á innrás í Vestur-
Evrópu en innrás í Ítalíu, því að
þannig yrði auðveldast að ráða
niðurlögum Þjóðverja. Það við-
urkenndi Churchill líka í sein-
ustu ræðu sinni, þegar hann gaf
til kynna, að Þjóðverjar yrðu
ekki sigraðir, án innrásar að
vestan. Um þetta hafa líka
kröfur Rússa snúist, er þeir
hafa heimtað „aðrar vígstöðv-
ar“. En Bandamenn eiga ann-
an andstæðing en Þjóðverja og
annan samherja en Rússa, Kín-
yrðu bæði til stuðnings Rúss-
um og Kínverjum.
Annað atriði í þessum málum
er engu síður mikilvægt. Þegar
forráðamenn Bandaríkjanna
lýstu sig fylgjandi þeirri stefnu,
að fyrst yrðu Þjóðverjar sigrað-
ir, en síðan hafin aðalsóknin
gegn Japönum, munu þeir hafa
treyst Rússum til að sameinast
Bandamönnum gegn Japönum
eftir að Þýzkaland væri sigrað.
En Rússar hafa enn ekki sýnt
nein merki í þessa átt. Þvert á
móti sýna þeir Bandamönnum
svo lítil vináttumerki í Asíu, að
þeir kyrrsetja flugmenn þeirra,
er nauðlenda á rússnesku landi.
Það er því ekkert undarlegt, þótt
Bandaríkjamenn vilji ekki
eyða kröftum sínum i Evrópu-
styrjöldinni svo mikið, að það
dragi verulega úr baráttu þeirra
gegn Japönum.
Ýmsir aðdáendur Rússa' í
löndum Bandamanna ögra líka
með því, að Rússar munu fá
gott tækifæri til að komá sér
fyrir í Evrópu meðan Banda-
ríkjamenn og Bretar séu að
berjast við Japani.
Athyglisvert er það í þessu
sambandi, að einn nánasti sam-
verkámað.ur Roosevelts, Harry
Hopkins, hefir nýlega spáð því,
að styrjöldin við Þjóðverja og
Japani yrði lokið um svipað
leyti á árinu 1945. Gefur það til
kynna, að Bandaríkjamenn ætli
ekki síður að leggja áherzlu á
að sigra Japani en Þjóðverja
hið fyrsta.
Vert er og að minnast þess, að
undanfarna mánuði hefir lítið
verið getið um liðflutninga
Bandaríkjamanna til Evrópu og
Afríku, en hins hefir oft verið
getið, að meginþorri ameríska
hersins, sem sé utan Ameríku,
verja. Þeir eru ekki síður að- dveljist á Kyrrahafssvæðinu.
þrengdir en Rússar. Þess vegna
voru þær vígstöðvar í Evrópu
valdar, er beindust jafnt gegn
Þjóðverjum og Japönum, og
ÞingfSréttir Tímans:
Blekkingar kommúnista um
þingfrestunina aíhjúpaðar
Menn munu minnast þess, þegar þingi var frestað í vor,
aff kommúnistar og jafnaffarmenn jusu Framsóknarflokk-
inn mestu svívirffingum, vegna þess aff hann vildi þá ekki
lengja þinghaldiff um 3—4 vikur til aff afgreiffa lög um
eignaaukaskatt. Nú er haustþingiff búiff aff sitja í 4 vikur
og allan þann tíma hafa fulltrúar kommúnista og jafnaff-
manna í fjárhagsnefnd efri deildar, þeir Brynjólfur Bjarna-
son og Haraldur Guffmundsson, ekki hreyft því einu orði,
að e%naskattsfrv. yrffi tekiff fyrir, en þar liggur þaff nú
til athugunar. Sézt á þessu, aff þeir álíta þetta mál ekki
eins affkallandi og þeir létu í vor, þegar þeir voru aff skamma
Framsóknarflokkinn fyrir þingfrestunina.
Þetta, sem hér er nefnt, er
gott dæmi um vinnubrögð þesS-
ara flokka. Þeir skamma aðra
fyrir aðgerðaleysi og áhugaleysi
í málum, sem þeir hafa engan
áhuga fyrir sjálfir. Jafnframt
upplýsir þetta, að hefðu þeir
fengið að ráða, myndi þingið
hafa dregist 3—4 vikur í vor, að
þarflausu.
Frá umi'æðnin
Þegar frá eru taldar umræð-
urnar um afurðasölumáin, sem'
sagt var frá í seinustu þingfrétt-
um og skýrt er frá á öðrum stað
í þessu blaði, hafa orðið litlar
umræður í þinginu. Eina und-
antekningin er frv. um að und-
anþiggja sköttum happdrættis-
hús Laugarneskirkju og Hall-
grímskirkju, en það hefir verið
til meðferðar í efri deild. Brynj-
ólfur Bjarnason talaði þar á-
kaft á móti frv. Lýsti hann sig
andvígan þjóðkirkjunni og
kvaðst engan stuðning vilja
veita henni. Allmargir þing-
menn andmæltu Brynjólfi.
Gísli Jónsson sagði, að kirkj-
an hefði á öllum öldum stutt
menningu þjóðarinnar og nú
(Framh. á 4. síðu)
Það hefir nú verið tilkynnt, að
utanríkisráðherra Breta, Banda-
ríkjamanna og Rússa muni
hittast á ráðstefnu innan
skamms. Jafnframt hefir
Churchill skýrt frá því, að hann
vænti .þess, að hann, Roosevelt
og Stalin geti hittzt fyrir ára-
mót. Á þessum ráðstefnum verð-
ur vafalaust rætt um það,
hvernig haga beri sameiginleg-
um styrjaldaraðgerðum og
hvers vænta megi af Rússum í
baráttunni við Japani. Reynist
Rússar tregir til að aðstoða
Bandamenn þar, mun það vafa-
lítið draga úr þátttöku Banda-
ríkjamanna í Evrópustyrjöldinni
og getur sennilega seinkað
endalokum hennar.
Seinustu fréttir
Undanhald Þjóðverja í Rúss-
landi heldur áfram. Á miðvíg-
stöðvunum hafa þeir yfirgefið
hin rammbyggilegu vígi sín í
Smolensk og Roslov og hafa
Rússar nú tekið þær borgir.
Sunnar á vígstöövunum eru
Rússar víða komnir að Dnjepr-
fljóti og á einstaka stað yfir það.
Þjóðverjar flytja nú her sinn
frá Kákasus yfir á Krímskag-
ann. Rússar beina nú aðalsókn
sinni að Kiev og eiga skammt
ófarið þangað.
Á Ítalíu heldur sókn Banda-
manna áfram og munu þeir
sennilega taka Napoli bráðlega.
Miklir eldar hafa brunnið í
borgínni undanfarið, því . að
Þjóðverjar eru að eyðileggja
þar ýms mannvirki.
Franski stjórnmálamaífurinn
alkunni, Herriot, er nýlát-
inn. Hann lézt á hressingarhæli
Á víðavangi
ÍHALDIÐ SÁÐI — EN
KOMMÚNISTAR UPPSKERA.
Morgunblaðið skýrir frá þvi,
að nýlega hafi Gunnar Thor-'
oddsen haldið ræðu á skemmti-
fundi Sjálfstæðismanna 1
Reykjavík og rætt um óvild þá,
er ríkti milli sveitafólks og
Reykvíkinga. Segir Mbl., að
Gunnar hafi reynt að kenna
Framsóknarmönnum um það,
hvernig komið væri í þeim efn-
um.
Það gæti verið gott fyrir
Gunnar, ef hægt væri að telja
Snæfellingum trú um slíkt. En
Gunnar þarf áreiðanlega að
fræða Snæfellinga um þetta
oftar en einu sinni áður en þeir
fást til að trúa. Reynzlan kenn-
ir þeim nefnilega annað um
þessi mál en prófessorinn. Ár-
um saman kallaði Mbl. öll fram-
lög til landbúnaðarins ölmusur
til bænda og kenndi Reykvík-
ingum að líta á þá eins og öl-
musulýð. Árum saman reyndi
Mbl. að spilla fyrir sölu á af-
urðum bænda, kallaði mjólkina
samsull og sagði að bændum
væri sama um, þótt þeir seldu
Reykvíkingum óþverra. Seinast,
en ekki sízt, má svo minna á
öll skrif Mbl. um bændavaldtö á
Alþingi, er byggðist á ranglátri
kj ördæmaskipun.
Þessi áróður Mbl. hefir heppn-
ast furðu vel. Það má fljótt
heyra á tali margra Reykvík-
inga. Kommúnistar hafa nú
komið auga á jarðveginn, sem í-
haldsblöðin hafa undirbúið, og
hyggjast að vinna sér aukið fylgi
í Reykjavík með enn meiri ó-
skammfeilni í garð bænda.
Þá fyrst rumska Sjálfstæðts-
menn, þegar kommúnistar ætla
að fara að uppskera ávextina
af rógsiðju íhaldsblaðanna, sjá
hvílíkt óhappaverk þeir hafa
unnið, fárast yfir því og ætla
af gömlum vana að reyna að
koma syndum sínum á bak
annarra.
VERKEFNI FYRIR ALÞ.BL.
Alþýðublaðið ræðir um það af
miklum fjálgleik, að enskar
kartöflur séu miklu ódýrari en
íslenzkar kartöflur. Vill blaðið
ekki jafnframt upplýsa mis-
muninn á kaupgjaldi hér og I
Englandi. Þá myndu allir skilja,
hvers vegna íslenzku kartöfl-
urnar eru dýrari.
NÖLDUR KOMMÚNISTA
UM NJÁLUÚTGÁFUNA.
Kommúnistum er ákaflega
illa við, að Alþingi skyldi láta
menntamálaráðherra hefjast
handa um vandaða heimilisút-
gáfu á Njálu. En þeim er næsta
erfitt að gefa eðlilegar skýring-
ar á gremju sinni.
Seinasta skýringin er sú, að
þessi útgáfa sé til ama Halldóri
Kiljan Laxness og Sigurði Nor-
dal. Þetta er skiljanlegt með
Halldór en ótrúlegt með Sigurð.
En jafnvel þótt báðir þessir
góðu menn væru andvígir því,
að almenningur eignaðist Njálu,'
verður ekki séð, að það sé nægi-
leg ástæða til að hætta útgáf-
unni.
Njála, sem menntamálaráð
gefur út, kemur væntanlega á
bókamarkaðinn í haust. Frá-
gangur verður vandaður, stutt-
ar skýringar, myndir og upp-
drættir munu géra hana eigu-
legri en eldri útgáfur. Má telja
víst, að henni verði vel tekið, og
öllum íslendingasögunum verði
síðar komið inn á heimilin á
þennan hátt.
í Suður-Frakklandi, þar sem
Þjóðverjar höfðu hann í haldi.
Enski fjármálaráðherrann,
Kingsley Wood, lézt nýlega.
Hann var eini ráðherrann 1
stjórn Chamberlains, sem enn
hélt embætti sínu. Þóttl fjár-
(Framh. á 4. síðu)