Tíminn - 28.09.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.09.1943, Blaðsíða 2
370 TtMIIVIV, |>riðjinlagiim 38. sept. 1943 93. blað - Bréíkailí irá iyrrverandi Sjálistæðismanní - Herra ritstjóri. Mér datt í hug að senda yður eftirfarandi kafla úr bréfi frá kunningja minum. En þannig stendur á, aö ég heimsótti hann nýlega og ræddum við þá margt um ástand og horfur í málefn- um þjóðar vorrar og var hvor- ugur bjartsýnn. Hingað til höf- um við báðir talið okkur til Sjálfstæðisflokksins, en stjórn- arferill Ólafs Thors varð til þess að báðir hafa flúið þaðan og eigum nú raunar hvergi heima í neinum flokki. Og nú kemur kaflinn úr * bréfi hins _ mæta skólabróður og vinar. .... Ég hefi margt hugsað síðan við skildum um það, sem við dvöldum lengst við í sam- ræðunum. Og ég hefi betur og betur sannfærst um hvílíkur háski þjóð vorri er búinn. En við skulum ekki gleyma því að við eigum báðir okkar hlut í óför- unum. Við vorum sammála um stjórnarferil Ólafs. Hann var vitanlega hræðilegur, og máske hræðilegastur vegna þess aö hann hafði tvo greinda en kæru- lausa pólitíska glæframenn sér við hlið. En hitt er eigi síður átakanlegt að þurfa að játa, að við höfum einnig, sjálfir flokks- mennirnir, verið of kærulausir um málflutning flokksblaöanna. Hugsaðu þér t. d. þá sorglegu staðreynd, að jafnframt því, að ekki er hægt annað en viður- kenna nú, að valdatímabil Pramsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins, sem náði yfir um því nær tug ára fyrir styrjöldina, ber í raun og veru að verða tal- ið eitt hið gróskumesta tímabil í sögu þjóðarinnar, þótt okkur félli sumt bölvanlega, en þig mun undra og alla þá, er síðar vilja hugsa hleypidómalaust, að ég hygg að hvergi muni finnast í pólitískum málflutningi and- stöðunnar, t. d. Morgunbl. og ísafoldar, eitt orð um það, að eiginlega væri þá nokkuð af viti gert hjá mhl. Alþingis og ríkis- stjórn. Að hugsa sér nú slíkan málflutning, slíkar blekkingar, slíkt fals. Hvernig má það vera, að sú veslings þjóð, sem þannig er blekkt, geti allt í einu áttað sig á háskasemdum, er ber og nakinn sannleikurinn boðar, þegar svo blekkingariðjan, er enn í fullum gangi. Svartsýni mín stafar fyrst og fremst af því, að ég sé ekki betur en þeir sem geta hugsað og vita vel hvað þeir eiga að gera, halda áfram að blekkja aðra og vera blekktir sjálfir. Við erum að vísu ekki alveg sammála í þessu svonefnda sjálfstæðismáli, en hugsaðu þér annað eins. Maður- inn, Ó. Th., sém álþjóð hlýtur að vita og skilja að varð til þess öðrum fremur, aö leiða dýrtíð- arbölið yfir þjóðina, eða máske mætti kveða svo að orði, setti allt á hausinn, hann vogar sér að koma fram fyrir alþjóð sem sjálfstæðishetja, treystandi enn á mátt blekkinganna, heimsk- unnar og kæruleysisins. Þótt hann hafi nokkra menn á laun- um, sem gala, eiga hugsandi menn ekki að láta blekkjast. Þroskuð þjóð, með ekki allt of spillt pólitískt siðfei’ði, myndi senda slíkan legáta heim til sín, burt af hinu pólitíska sviði. Og ; flokkurinn okkar beggja hneigír j höfuð í auðmýkt. Hann velur1 hann áfram sem forustumann, I sér ekki og skilur ekki, eða vill hvorugt. Þetta er hinn mikli háski. Við lærum ekki af feng- inni reynslu. Ég tel víst að mörg- um af okkar fyrri samherjum líði illa. En verða þeir menn til í að kannast við villu síns vegar, I eins og t ,d. við,- og hugsa meira | um "framtíð þjóðarinnar, en völd j Ó. Th.? Okkur vantar ekki greind, en tilfinnanlega sam- vizku og siðgæði í opinberu lífi. Ef ekki tekst að koma viti fyrir þetta fólk, er úti um okkur. Þá taka aðrir þar'við og sýna okkur blábei’an sannleikann með ó- æskilegu valdi. Að því virðist mér allt stefna...... Ég^ætla svo ekki að skýra þetta neitt frekar, enda þarf þess ekki, en þakka fyrirfram birt- inguna. Homo cogitans. FllA SAMVIXNUFÉLÖGlfNUM; Um 14,500 manns haía séð Islandskvikmynd S. I. S. Guðlaugur Róslukrauz yfirkcnnari segir frit sciiiiistu sýiiiiigarfcrðiiini. til ummæla dönsku forsætis- ráðherranna Buhls og Scaveni- usar. Allir vita, að utanríkis- málastefna Dana hefir á síðustu árum verið ákveðin i Berlín, en ekki í Kaupmannahöfn. Danir voru t. d. þvingaðir til að ganga í andkommúnistiska bandalagið gegn vilja sínum. Hver getur sagt, nema skilaboðin til íslend- inga sé af svipuðum toga? Það eru a. m. k. ekki skynsamlegar líkur til annars, því að Dönum er það enginn fengur að halda okkur nauðugum í sambandi við sig, heldur beinlínis siðferðileg- ur hnekkir, sem er mjög ólíklegt, að þeir vilji baka sér, þegar þeir eru að berjast fyrir frelsi sínu. Eitt er víst i þessu máli: Frestur í fullveldismálinu gerir Dönum ekkert gagn, en gæti unnið sjálfum okkur hið stór- felldasta tjón, því að lítið álit myndu stói’þjóðirnar hafa á okkur viö friðarborðið, ef við heyktumst enn einu sinixi í fullveldismálinu. En auk þessa, er undirskrift- arskjalið sjálft hin alvarleg- asta og öflugasta krafa um að hraða fullveldismálinu sem mest. Þetta skjal sýnir, að eigi verður hjá því komizt, að nokk- ur innanlandsátök verði um málið. Fyrir þjóðina er bezt, að þau átök vari sem skemmst, því að langvarandi átök um þetta mál gætu mörgu spillt. Það verður aðeins komið í veg fyrir slíkar deilur með því að hraða lausn málsins eins og unnt er. Það var ekki hægt að fá betri áskorun um að hraða full- veldismálinu en þetta undir- skriftarskjal. Þ. Þ. Ný löggjöi um gagn- fræðakennslu Þingsályklunartíll. Irá Framsóknarmönnum Þrír þingmenn Framsóknar- flokksins, Sveinbjörn Högna- son, Páll Þorsteinsson og Ey- steinn Jónsson flytja í samein- uðu þingi svohljóðandi tillögu ail þingsályktunar: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta athuga og undirbúa fyrir næsta þing, hversu haganlegast verði komið fyrir með löggjöf: a. Að samræma gagnfræða- kennslu í landinu, þannig að próf frá hvaða gagn- fræðaskóla, sem er, veiti sömu réttindi til framhalds- náms. b. Að héraðsskólunum verði heimilað og gert kleift að halda uppi gagnfræðadeild í sambandi við og framhaldi af héraðsskólakennslunni með sömu réttindum og öðrum gagnfræðaskólum.“ í greinargerðinni segir: „í flestum eða öllum kaup- stöðum landsins eru nú starf- (Framh. á 2, síSu) Guðl. Rósinkranz yfirkennari fór um mánaðamótin ágúst og september vestur á Snæfellsnes og sýndi þar hina vinsælu sam- vinnukvikmynd á nokkrum stöðum. Tíminn hefir beðið hann aö segja örlítið frá þeii’ri ferð, og fer sú frásögix hér á eftir: Fyrst var ferðinni heitið vest- ur í Flatey, en þar hafði ekki veiáð mögulegt að' sýna mynd- ina áður, vegna þess að þar er ekkert rafmagn. Síðastliðinn vetur fengurn við sambyggðan mótor og rafal, sem getur fram-’ leitt rafmagn fyrir sýningar- vélar, eins og þá er við höfum. í Flatey sýndi ég á laugar- dagskvöld og þar held ég að all- ir hafi komið, sem að heiman komust, enda var þetta í fyrsta sinn í sögu Flateyjar, sem kvik- mynd var þar sýnd, og kaupfé- lagið bauð öllum íbúum eyjar- innar, sem tækifæri höfðu til að koma, á sýninguna. Nokkrir áhorfendur höfðu aldrei séð kvikmynd fyrr, einkurn auðvit- að börn og svo gamalt fólk. Því miður gat fátt fólk komið úr eyjunum í kring, vegna þess hvað veðrið var vont. Það var austan hvassviðri og lítt fært á opnum bátum. Frá Hergilsey kom þó bátur, og létu bátverjar hvorki storm né ógæftir á sig fá. Allir voru sammála um, að þetta hefði veriö einhver sú á- gætasta skemmtun, snx þeir hefðu átt kost á. Næst sýxxdi ég í Stykkishólnxi og var nú íxokkuð í vafa unx, hvoi’t þýddi að sýna nxyndina þar í þetta sinn, þar sem ég hafði sýixt hana fjórum sinixum þar áður. En það reyixdist á- stæðulaus ótti, þvi húsið fyllt- ist á svipstundu og komust færri að eix vildu. Þá sýndi ég í Ólafsvík. Þar hafði ég sýnt myndina fyrir nokkrum árum við húsfyllir, en þar var einnig fullt hús í þetta siixn. Þar næst var förinni heitið á Sand. Frá Ólafsvík er ekki hægt að komast með bíl að Sandi og varð ég því að fá bát með sýix- ingartækiix, en fór sjálfur gaixg- aixdi undir Ólafsvíkurenixið. Þá leið er ekki hægt að fara nema um fjöru, því sjórimx fellur upp að klettunum, sem eru æði brimsorfnir. Niður fjallið seitla margir smálækir og bera með sér mikinn aur, svo að á hverri fjöru hleðst upp aurhaugur í flæðai’málinu, en á flóðiixu ; skola bárurixar aunxum burt. j Á Saixd hafði ég aldrei kom- j ið áður og þótti mér allt þar 1 mun betur útlítaixdi, eix ég hafði j gert nxér í hugarlund, eftir þeinx j sögusögnunx er ég hafði haft j þaðan. Þar er mjög myndarlegt j kaupfélag, og er öll umgengni 'hjá því til fyrirmyndar. Kvik- myndina sýndi ég þar á laugar- dag og var samkomuhúsið þétt- skipað; var þar eins margt fólk og frekast var unixt að konxa i húsið. Gerðu áhorfendur mjög góðan róm að myndinni og var mér sagt að ég mætti vera viss um að fá fullt hús aftur, ef ég sýndi annað kvöld, því að margir nxyndu líka vilja sjá myndina aftur. En ég gat ekki orðið við þeinx tilnxælum, af því að ég var búinn að aug- lýsa sýningu á sunnudaginn á Fáskrúðarbakka, og þar sýndi ég á sunnudaginn. Það er óhætt að fullyrða, að fólk hefir mjög gaman af að sjá þessa íslandskvikmynd. Þó fólk kannist við mörg af þeim störfum, sem myndin sýnir, þykir því það engu síður á- nægjulégt að sjá sjá þau á kvik- mynd og fjölmargir horfa oftar eix ein sinni á myndina, ef þeir hafa tækifæri til. Kvikmynd þessa hefi ég nú sýixt mjög víða á landinu, á nxörgunx stöðum í öllum sýslum landsins nema í Austur-Skafta- fellssýslu, og lætur nærri að unx 14.500 nxanns hafi nú séð nxyndina hér á landi. Samviiiiiiiskóliiin. Samvinnuskólinn hefst íxæst- komandi föstudag, þann 1. október. Fullskipað er í 2. bekk. Nemendur, sem ekki hafa verið í fyrsta bekk, geta tekið próf upp í annan að vorinu. Síðast- liðið vor tóku nokkrir utanskóla- nemendur próf upp í aixnan bekk og er bekkurinn fullskip- aður. Þann 27. sept. byrjar próf inxx í fyrsta bekk og munu unx 40 nenxendur ganga undir próf, en ekki mun verða hægt að taka nema 23 inn í skólann. Ake Zcttcrherg: Ný trúmálastefna í Rússlandi ,.l»að er ómögnlegt að ryð ja komniíinisma brant í þjóðfélagmu, þegar lielmingiir þjóðariiinar Iróir á guð, en hinn helm- iiiguriiin óttast djöfulinn.í( Grein þessi birtist í Svenska Dagbladet nýlega. Leitast höfundurinn við að rekja breytingar þær, sem orðið hafa í Sovéttríkjunum gagnvart kirkju og kristindómi upp á síðkastið. ‘gtminn Þriðjudtifiur 28. sept. r Askorun um aðhraða fullveldísmálínu Á Alþingi hefir nýlega verið lagt fram skjal nokkurt, undir- ritað af 270 mönnum, þar sem skorað er á „hið háa Alþingi að ganga ekki formlega frá sam- bandsslitum við Danmörku að óbreyttum þeinx ástæðum, sem íslendingar og Danir eiga nú við að búa.“ 1 Eins og orðalag þetta bendir til, er það næsta óljóst, hvað fyrir þessunx 270 mönnum vakir, því að ekki er nánar tilgreint, hverjar ástæðurnar eru, sem þurfa að breytast, eða hvernig þær þurfa að breytast. Það mun og, að þessir 270 menix undirrita skjalið af næsta óskyldum á- stæðum. Góðir Danavinir, eins og t. d. Sigurður Guðmundsson skólameistari og Tómas Guð- nxundsson skáld, munu gera það í þeirri trú, að það sé andstætt Dönum að slíta sambandinu við þá meðan þeir eru undir hinu þýzka oki. Ágætir Þjóðverjavin- ir, eins og Brynleifur Tobíasson kennari og „dr.“ Guðbrandur Jónsson munu hins vegar gera þaö vegna þess, að þeir álíta móðgandi við Þjóðverja, að við skiljum við Dani meðan þeir njóta hinnar þýzku „verndar“. Mun það áreiðanlega hvergi þekkjast nema hér, að andstæð- ingar þýzkrar kúgunar og aðdá- endur þýzkrar „verndar“ skipi sér þannig á sama bekk, og er það vissulega athyglisvert. En hvað, sem um þessar eða aðrar ástæður undirskriftarmann- anna er að segja, eiga þær allar það sameiginlega markmið, að fullveldismáli íslendinga verði frestað um ótiltekinn tíma með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það hefir óefað verið ósk meginþorra þjóðarinnar, að henni auðnaðist að standa sam- an, er lokaspor fullveldismáls- ins væri stigið. En slíkt var allt- af of mikil bjartsýni. Fyrir styrjöldina var vitað um fjölda manna, sem óskaði framhald- andi sambands við Dannxörku. Lærdómar þeir, sem styrjöldin hefír fært heim um fánýti þessa sambands, hafa um stund þagg- að niður sterkustu raddirnar um framhald þess. En ekkert sýnir betur en áðurgreint undir- skriftaskjal, að þessar óskir eru enn með lífsmarki og myndu að öllum líkindum láta talsvert meira á sér bera, þegar styrjöld- inni slotar og sambúð Dana og íslendinga hefst aftur. Þótt nokkur ágreiningur geti orðið um skilnaðinn íxú, yrði hann þvl vafalaust mun meiri síðar. Þótt þeir, sem vilja leiða full- veldismálið til lykta nú, harmi það, að fullkonxinn einhugur næst ekki um nxálið, munu þeir vitanlega ekki láta það breyta afstöðu sinni að neiixu leyti, heldur þvert á móti láta undir- skriftaskjalið verða sér aukna hvatningu um að fylgja málinu fram hið allra fyrsta. Undir- skiftaskjalið er sönnun þess, að algeru samkomulagi verður ekki náð, og frestur getur þá aðeins orðið til þess að viðsjár aukist og sjálfstæðismálið verði enn einu sinni hatramt deilumál. Til að koma í veg fyrir slíkt, er ekki nema eitt úrræði: Hin skjótasta lausn málsins. Það þarf ekki að vekja neina undrun, þótt ýmsir mætir menn hafi undirritað áðurnefnt skjal. Það hefir frá öndverðu hent marga greinda íslendlnga að reynast lítt liðtækir í sjálfstæð- isbaráttunni. Grímur Thomsen skáld, Arnljótur Ólafsson prest- ur og Gísli Brynjólfsson skáld voru meðal greindustu manna á sinni tíð, en báru þó eigi gæfu til að fylgja Jóni Sigurðssyni. í samninganefndinni 1907 voru hinir prýðilegustu menn, en að- eins einum, Skúla Thoroddsen, auðnaðist að halda rétt á mál- um íslands. Sú aðalröksemd undirskrift- armanna, að Danir muni kunna illa sambandsslitunx nú, er alveg órökstudd, og ættu heldur engin áhrif að hafa á málið, þótt rétt væri. Þessari fullyrðingu til sönnunar dugir eigi að skírskota í veizlu, sem haldin var 18. nóv. 1941 til heiðurs amerískum og brezkum gestum, mælti Stal- in á þessa leið fyrir skál Roose- velts forseta: „Megi guð styrkja Roosevelt forseta í starfi hans“. Það er engin nýlunda, að stjórnmálamenn vilji eiga vin- gott við drottinn, þegar þeir hefja ófrið eða við önnur tæki- færi láta skína í, hvaða banda- menn og bakjarla þjóð þeirra megi setja traust sitt á. En þá ber nokkuð nýrra við, er þessi fyrrverandi prestaskólalærling- ur og síðar foi’sprakki fyrir stór- felldustu og miskunnarlausustu útrýmingarbaráttu gegn trúar- brögðum, hæstráðandi í riki, sem um 24 ára skeið hefur haft alla guðstrú að háði og spotti, þegar þessi leiðtogi byrjár allt i einu að vitna til guðs, hlýtur það að vonum að vekja athygli. Undrunin eykst lika við það, að allmörg önnur merki gera vart við sig, er benda til breyt- inga í trúmálastefnu Sóvétt- ríkjanna. Mönnum verður á að spyrja, hvort þetta sé gert til að slá ryki í augu almennings- álitsins í öðrum löndum eða hvort það eigi rætur að rekja til gagngerðrar stefnubreytingar. Hér í Svíþjóð vitum við harla lítið um átök þau, sem átt hafa sér stað milli kommúnismans og rússnesku kirkjunnar í 25 ár. Margir hafa gerzt til að skýra frá þvi, sem þeir þykjast hafa sjálfir séð, og frásagnir þeirra hafa orðið víðfleygar. En vitn- isburðir þeirra hafa verið hver upp á móti öðrum. Oftast hafa þeir fengið staðfestingu á því, sem þeir höfðu fyrir fram fyrir satt. Á skyndiferðum hafa menn vitanlega ekki haft nokk- ur skilyrði til að átta sig á hinni margbreytilegu aðstöðu, sem kristnir menn í Rússlandi hafa átt við að búa og oft hefir ‘verlð mismunaixdi í hinum ýmsu héröðum. En til þess er annar möguleiki fyrir hendi..— Rússnesku blöðin eru að vísu einhliða, en samt sem áður von- um framar hreinskilin og opin- ská. Með því að tengja saman opinberar skýrslur við umnxæli blaða, útvarps og kvikmynda, er hægt að fá hugmynd um á- standið í aðalatriðum. Þetta verður að gera með mikilli var- ■ úð og glöggskyggni, því að yfir- völdin í Sóvéttríkjunum eiga það til að gefa skýrslur, sem eru bersýnilega ætlaðar til að blekkja. T. d. hefir það borið við, er almenningsálitið í Vest- ur-Evrópu hefir rlsið upp gegn leiðtogunum á ofsóknartímabil- um, að þeir hafi blákalt lýst yf- ir því, að ofsóknir gegn kristn- um mönnum hafi alls ekki átt sér stað nokkru sinnfeftir 1917. Þetta er ennþá hin löggilta staðhæfing ríkisstjórnarinnar, enda þótt allur heimur viti, að fólk hefir orðið að láta lífið í þúsundatali fyrir trú sína. Til þess að gera sér grein fyrir gangi ofsóknanna og hversu stórfelldar þær hafi veriö, verð- ur að leita annarra heimilda. Ber þá einkum að nefna bók eftir N. S. Timasheff, rússnesk- an prófessor, er að vísu flýði land, þegar eftir byltinguna, og dvelst nú í Ameríku, en hann hefir jafnan reynt að líta hlut- lægt og með réttsýni á þróunina í Rússlandi, — og honum virð- ist hafa tekizt það öðrum frenx- ur. Á árunum 1919—1930 áttu sér : stað harðar ofsóknir, en á ár- unum eftir 1930 var tiltölulega lítið amast við kristnum mönn- um í Rússlandi. Mótstaða bænd- anna gegn samyrkjubúskapnum stafaði að nokkru leyti af krist- indómsofsóknunum og leit unx lxríð út • fyrir, að samyrkj u- skipulagið færi út um þúfur. Stjórnin þurfti líká á erlendri aðstoð að halda um þser mundir til að koma 5-ára áætluninni i i framkvæmd og slakaði þá til frá fyrri stefnu sinni. And- kristilegar samkomur á kristi- legum stórhátíðum voru bann- aðar. Börn prestanna fengu að- göngu að öllum skólum. Rýmkv- að var um kirkjustarfsemi á ýmsan hátt. í einu héraði gérð- ust þau undur, er múgæsingar voru í uppsiglingu til að loka ennþá fleiri kirkjum, að stjórn guðleysingjasambandsins til- kynnti, að slíkt væri óleyfilegt. Vitanlega stóð stjórnin bak við þessi fyrirmæli. Nýir og betri tímar virtust framundan fyrir kristið fólk í Rússlandi, en þá skullu skyndilega nýjar ofsóknir yfir árið 1937. Prestar voru kærðir fyrir skort á þegnskap við föðurlandið. Margir prestar voru fangelsaðir og sakaðir unx njósnir fyrir Þýzkaland og Jap- an. Þessar ofsóknir urðu sam- tínxis því, sem. „hreinsað var til“ i hópi hinna gömlu bylt- ingaforkólfa og innan rauða hersins. Timasheff álítur, að Stalin hafi með köldu blóði not- að sér hina vaxandi þjóðernis- kennd til að niðurlægja kirkj- una, með því að setja hana á I bekk með féndum Rússlands. Geysllegir skattar voru lagðir á kirkjurnar. Um 1100 kirkju- byggingum var lokað árið 1937. En í janúarmánuði 1939, er mannaskipti urðu í stjórn inn- anríkisnxála, var aftur breytt stefnu. Ofsóknunum var létt af. Timasheff hefir gert vandlega grein fyrir mótstöðu hinna kristnu og orsakir þess, að of- sóknirnar báru ekki tilætlaðan árangur. Fljótt á litið hefði mátt ætla, að . harðsnúinn áróður gegn trúarbrögðum í blöðum, kvikmyndum og á mannfundum í tvo áratugi hefði náð tilgangi sínum. Orsökin til þess, að svo varð eigi, liggur í hlutum, sem valdhafarnir ráða ekki við. Of- sóknirnar hafa stælt andlegt þrek fjölda manns. Kirkjan hefir tekið upp nýja starfshætti. Stórfé hefir safnazt til kirkn- anna mitt í ofsóknunum. Sam- kvæmt opinberum athugununx telur Timosheff, að 42—47 af hverju hundraði þjóðarlnnar haldi ennþá tryggð við trúar- brögðin. Fram til ársins 1939 var vitað unx hálfa nxiljón manna, sem lýstu því einarðlega yfir við yfirvöldiri, að þeir væru trúmenix. Þessi hálfa miljón eru „framherjar trúarinnar", sem stofna sér i hiixa mestu hættu. Vegna ofsókna hefir mikið af trúarathöfixum farið fram leynilega líkt og í Katakonxbun- um forðum daga. Oft vinna prestarnir fyrir sér sem verka- menn eða starfsmenn ríkisins. Þannig kom það í ljós fyrir nokkrum árum, er yfirlæknir á stærsta sjúkrahúsi ríkisins and- aðist, að hann hafði jafixframt verið katólskur erkibiskup.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.