Tíminn - 28.09.1943, Qupperneq 4

Tíminn - 28.09.1943, Qupperneq 4
372 TtMlM, þriðjndagiim 28. sept. 1943 92. Mað Osvífnasia tillaga.. (Framh. af 1. síðuj líka það, ef sett yrði upp svipað- ur dómstóll til að ákveða kaup verkamanna. Myndu þeir telja það rétt og æskilegt? Ef þeir telja, að verkamenn gætu ekki unað því, geta bændur ekki un- að því heldur. 3. Gert er ráð fyrir því, að taka megi eignir bænda, þ. e. mjólkurstöðvarnar, eignarnámi, án þess að fullt endurgjald komi fyrir. Bæjarfélögin eiga að fá stöðvarnar fyrir það eina end- urgjald að greiða skuldir, sem á þeim hvíla. Þetta atriði er algert nýmæli í löggjafarsetningu, því að aldrei hefir verið gert ráð fyrir eign- arnámi, nema fullt gjald komi fyrir. Sýnir þetta ekki sízt hug flutningsmanna til bænda og hver kjör þeir ætla þeim, ef ráðin í mjólkurmálunum kæm- ust í þeirra hendur. 4. Loks er það ákvæði í frum- varpinu, að bændur séu skyldir til að framleiða nóga mjólk til að fullnægja eftirspurninni. Þetta má heita kóróna þess nýja skipulags, sem bændum er fyrirheitið. Það á að taka af þeim valdið til að ráða nokkru um mjólkurverðið, taka af þeim valdið' til að ráða nokkru um milliliðakostnaðinn og síðan á að skylda þá til að framleiða nóga mjólk, enda þótt verðið, sem þeir fá, kunni þá að vera orðið svo lágt, að þeir geti alls ekki fengið nóg til framfærslu sinnar. Þetta eru kjörin, sem komm- únistar bjóða bændum upp á. það má segja, að þeir skeri ekki við neglur sínar. Rök flntningsmanna. Það skal þá vikið að helztu röksemdum flutningsmanna, sem er að finna í greinargerð frv. Þeirri fullyrðingu, að neyt- endur hafi meiri hagmuna að gæta i sambandi við mjólkur- söluna en bændur, er þegar svarað. Rök flm. í greinargerðinni eru einkum þessi: 1. Bændur hafi orðið sam- mála um að taka rekstur mjólk- ursölunnar í Reykjavík í sínar hendur samkvæmt ákvæðum mjólkursölulaganna. Þetta á að vera einhver hætta fyrir neytendur. Ég hefi þegar sýnt fram á, að þetta ætti bein- lnis að vera hagur fyrir neyt- endur, því að bændur hafa mestan áhuga fyrir því, að millilaðakostnaðurinn sé litill og varan góð og seljanleg. Þessi á- stæða fær því ekki staðizt, nema því aðeins, að bændur eigi að vera réttlausir i þessum málum. 2. Þá er sagt, að samkomulag hafi orðið um það milli neyt- enda og framleiðenda í landbún- aðarvísitölunefndinni, hvert verð bændur ættu að fá, og mætti þeim því vera sama eftir að þetta samkomulag er fengið, hver sölukostnaðurinn verður eða hvernig sölunni verður hátt- að. Þetta er hrein blekking. Þetta samkomulag er aðeins til eins árs og miðast við algerlega ó- venjulegar kringumstæður. Það er engin trygging fyrir slíku samkomulagi I framtíðinni og mjólkurverðið yrði þá, ef frv. þetta yrði samþykkt, ákveðið af dómstólnum, sem það ætlast til að komið verði á laggirnar. Hversu fallvalt þetta sam- komulag er, má bezt marka á því, að þótt flokksmaður Sósíal- istaflokksins í nefndinni sam- þykkti það á pappírnum og flokkurinn þykist einnig gera það, þá ætlar flokkurinn að svíkja það í framkvæmd með því að snúast gegn útflutnings- uppbótunum. Og hann ætlar ekki að láta sér nægja þau svik ein. Þetta samkomulag, sem hann fylgir á pappírnum, en svíkur í framkvæmd, ætlar hann jafnframt að nota sem á- tyllu tll að ná afurðasölunni úr höndum bænda. Menn munu nú fara að sjá, hvers vegna sósial- istar voru með samkomulaginu í fyrstu og hver heilindi voru þar á bak við. 3. Þá er þriðja röksemdin sú, að Framsóknarflokkurinn, sem hafi ekki fylgi 1 Reykjavík og Hafnarfirði, ráði mestu um mjólkursöluna. Þetta er vitanlega alveg tUBÆNPM Menntaskólinn var settur á laugardaginn var. Um 300 nemendur sækja skólann og er það meira en nokkuru sinni fyrr. í setningarræðu sinni gat rektor þess, að sérstök nefnd athugaði nú bygg- ingarmál skólans, en pérsónulega teldi hann æskilegast, að skólinn yrði áfram á þeirri lóð, er hann hefir nú. Þá gat rektor þess, að skólinn yrði 100 ára 1. okt. 1946. Baðhús við höfnina. Farmanna- og fiskimannasamband íslands hefir farið þess á leit við bæj- arstjórnina, að hún láti byggja bað- hús við höfnina fyrir sjómenn og hafnarverkamenn, þar sem minnst 30 manns geti fengið steypibað í einu. Silfurbrúðkaup. Frú Ragna Stefánsdóttir og Krist- inn Jónsson frá Loftsstööum, nú til heimilis í Keflavík, áttu silfurbrúð- kaup 20. þ. m. Hjúskapur. Fyrra laugardag voru gefin saman I hiónaband ungírú Ásta Þórðardótt- ir og Guðión Valdimarsson sjómað- ur. Heimili þeirra er á Hafnargötu 32 í Keflavík. Verðlagsbrot. Dæmdir hafa verið fyrir brot á verðlagsákvæðum: Eiríkur Halldórs- son, þjónn í sýningarskálanum, kr. 300.00, Vélsmiðjan Jötunn kr. 4787.50 og Gildaskálinn kr. 336.00. Námskeið. Háskólinn hefir auglýst námskelð í rekstrarhagfræði, bókfærslu, ensku og þýzku. Upplýsingar eru veittarí i skrifstofu hans. rangt. Framsóknarflokkurinn ræður engu um mjólkursöluna. Hins vegar hafa bændasamtök- in sjálf kosið Framsóknarmenn til trúnaðarstarfa í þessum mál- um. Fyrir það virðist nú eiga að hegna bændum. Hefðu þeir kos- ið til þessara starfa sósíalista, sem studdist við stóran flokk í Reykjavík, var allt í lagi. En bændur hafa ekki viljað aðhyll- ast sósíalista. Þess vegna á nú að hegna þeim. Þetta er m. ö. o. pólitísk refsing. 4. Loks kemur sú ástæða, að með þessu sé stefnt að því að auka samhug og samvinnu bænda og verkamanna. Ég hygg, að allir muni sjá, að ekkert mál getur öllu meira spillt sambúð bænda og verka- manna en þetta mál, sem full- trúar . verkamanna hafa hér flutt. Enda er ég sannfærður um, að það er einn aðaltilgangur frv. Kommúnistar vilja ekki samstarf þessara stétta. Þeir vita, sem er, að bændur fást aldrei til að styðja byltingar- stefnu þeirra, og að róttækt, umbótasinnað samstarf bænda og verkamanna er versti jarð- vegurinn fyrir byltingu. Þess vegna vilja þeir gera sitt ítr- asta til að hindra það, að bænd- ur og verkamenn geti náð saman. Þetta frv. er einn þátt- urinn í því starfi þeirra að híndra slíka samvinnu. Þingfréttlr Tímans (Framh. a/ 1. síðuj væri hún að bæta við sig nýju menningarhlutverki, er fælist í því að opna augu þjóðarinnar fyrir skattabrjálæðinu! Bernharð Stefánsson benti Gísla á, að skattalögin, er hann kallaði skattabrjálæði, héfði Ólafur Thors fyrir kosningarnar í fyrra kallað „skattalögin min ‘. Hefði það líka verið laukrétt hjá formanni Sjálfstæðisflokksins, því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt fjármálaráðherrann um langt skeið og allar skatta- breytingar síðari ára hefðu ver- ið samþykktar fyrir atbeina hans og með stuðningi þing- manna Sjálfstæðisflokksins. Vibis frumvörp Eysteinn Jónsson flytur frv. um viðauka við lög um útsvör. Útgerðarmenn njóta í skatta- lögum þeirra hlunninda, að skattfrjáls er y3 hluti tekna þeirra, ef hann er lagður í ný- byggingarsjóð. Vafalaust hefir verið ætlazt til þess, aþ útgerð- armenn njóti einnig þessara hlunninda við álagningu út- svars. Svo hefir þó ekki orðið alls staðar og er það aðalefni þessa frv. að hindra álagningu útsvars á nýbyggingarsjóðstíl- lagið. Jónas Jónsson flytur frv. um skipulag og yfirstjórn jarð- eigna ríkisins I Ölfusi. Bernharð Stefánsson flytur Leikfélagg Reykjavíkur „Lénharður íógcti“ Frumsýning' annað kvöld kl. 8. Önnur sýning' fimmtudagginn 30. þ. m. Aðgöngumiðasalan opin kl. 4—7 í dag. GILETTE Blue Giilette Thin Gillette RARBL0B koma á næstunní. Pantid strax, birgðir takmarkaðar. ISLENZKB ERLENDA V Uetjlnnatfélaqidr Garöastræti 2. Síuii 5333 frv. um breytingu á lögum um hafnargerð í Dalvík. Er þar gert ráð fyrír auknu framlagi til hafnargerðarinnar. Jón Sigurðsson, Pétur Otte- sen, Ingólfur Jónsson, Jón Pálmason og Sigurður Þórðar- son flytja frv. um breytingu á vegalögunum þess efnis, að rík- ið styrki sýslunefndir til að kaupa stærri vegavinnuverk- færi. Garðar þorsteinsson flytur frv. um ábyrgð ríkissjóðs á tjóni, sem hlýzt af veru herliðs Bandaríkja Norður-Ameríku hér á landi. Þeir, sem verða fyrir tjóni af völdum hersins, geta nú eigi sótt mál sín fyrlr íslenzkum dómstólum, heldur verða að leita til íslenzks-amerískrar nefndar, er aðeins hefir tillögu- rétt um málið, en endanlega ráða amerísk stjórnaivöld greiðslunni. Frv. gerir ráð íyrir, að málin verði sótt fyrir islenzk- um dómstólum, ríkissjóður greiði bæturnar, en geri síðan kröfur til amerískra stjórnar- valda.. Ríkisstjórnin flytur frv. um lífeyrissjóð barnakennara og ekkna þeirra. Frv. þetta er flutt til samræmis vlð frv. um lífeyrissjóð opinberra starfs- manna. Ríkisstjórnin flytur frv. um lífeyrissjóð starfsmanna ríkis- ins. Er þar ráðgera að efla sjóð- inn stórum og greiðslur úr hon- um. Ríkissjóður ábyrgist greiðsl- urnar. Ríkisstjórnin flytur frv. til erfðalaga. Núgildandi erfðalög munu aðallega v vera frá 1850. Aðalbreytingin er fólgin í því, að réttur til arfs takmarkast við nánari ættingja en áður. Ný trúmálastefna (Framh. af 3. síðuj verkamenn hans hafi skipt um skoðun. Fyrir flokksbundna kommúnista gildir enn sem fyrr sú regla, að þeir mega ekki taka þátt í neinu, sem viðkemur trú- arlegum athöfnum. Allir vís- indamenn Sovétríkjanna verða að vera guðleysingjar og vinna gegn trúarbrögðum. Leiðtogar þjóðarinnar í stjórnmálum og vísindum geta ekki verið kristn- ir án þess að stofna sér í miltla hættu. Ríkið sem heild er án trúarbragða. En ríkisvaldið hef- ir rekizt á mótstöðu, sem það hefir ekki getað brotið á bak aftur og verður því að slaka til við. Rússland hefir líka eignast bandamenn, sem hafa megna andúð á trúarofsóknum. í sam- vinnu Rússa við bandamenn sína framvegis, mun rússneska trúmálastefnan hafa mikil óbein áhrif. Stalin er glöggur stjórnmálamaður. Hann skilur þetta út í æsar. Upplausn al- þjóðasambands kommúnista Verðlagfsbrot Nýlega hefir heildverzlun Ól- afs J. Ólafssonar, Siglufirði ver- ið sektuð um kr. 1000,00 fyrir brot á verðlagsákvæðum. Ólög- legur hagnaður, kr. 303,72, var gérðúr upptækur. Verzlunin hafði lagt of mikið á skófatnað. Nýlega hefir Gísli Magnús Gíslason, heildsali, Vestmanna- eyjum, verið dæmdur fyrir brot á verðlagsákvæðum. Hlaut hann 1000 króna sekt og 50 daga varðhald til vara. Ólöglegur hagnaður, kr. 1971.58, gerður upptækur. Nýlega hefir Öl- og Gos- drykkjagerð Akureyrar verið sektuð fyrir brot -á verðlagsá- kvæðum. Sekt og ólöglegur hagnaður nam kr. 915.00. Verk- smiðjan hafði hækkað verð á ávaxtadrykk, án samþykkis Viðskiptaráðsins. Síðustu frejjnir. (Framh. af 1. síðuj málastjórnin fara honum vel úr hendi. Breyting hefir orðið á ensku stjórninni vegna fráfalls King- sley Woods John Anderson, sem átti sæti í stríðsstjórninni, án' sérstakrar stjórnardeildar, er orðinn fjármálaráðherra. Beeverbrook lávarður er aftur kominn í stjórnina sem innsigl- isvörður. Sumner Wells hefir látið af störfum sem aðstoðarutanríkis- málaráðherra Bandaríkjanna. Stettaníus, er stjórnað hefir framkvæmd láns- og leigulag- anna, hefir tekið við störfum hans. Þinkosningar hafa nýlega farið fram I Nýja-Sjálandi. Verkamannaflokkurinn tapaði lítilsháttar, en hélt þó meiri- hluta sínum á þingi. Kjólakragar margar nýjar gerðir. VERZLUN H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. vitnar glögglega um það. Úrslit striðsins og samvinnuþörf við bandamenn að því loknu mun ráða því, hve mikið alþjóðlegt almenningsálit fær áorkað. En framar öllu öðru mun hinn forni styrkur kirkjunnar í þungum raunum og erfiðum starfsskilyrðum ráða örlögum kristindómsins í hinu víðlenda Rússaveldi í framtíðinni. í annað sinn. Bæjarslúðrið „The Philadelphia story". (The Talk of the Town). CARY GRANT, KATHARINE HEPBURN Stórmynd með: JAMES STEWART, RONALD COLMAN, RUTH HUSSEY, JOHN HOWARD, JEAN ARTHUR, ROLAND YOUNG. CARY GRANT. Sýnd kl. 4, 6% og 9. Sýnd kl. 6.30 og 9. Sala aðgöngumiða hefst Bönnuð börnum yngri kl. 11 f. h. en 14 ára. . Innilegar þakkir fyrir hluttekningu við andlát og Jarð- arför mannsins mins, MAGNÚSAR JÓNSSONAR á Sveinsstöðum. Jónsína Jónsdóttir. Hjartanlega þakka ég ykkur öllum, sem hafið styrkt mig með rausnarlegum gjöfum, og sýnt mér og mínum samúð í okkar sorglegu og erfiðu ástæðum. Guð blessi‘ykkur öll. JÓNAS ANDRÉSSON, Múla. r -- - - ——*■ ■**■■*■ ** Þaklca h'jartanlega öllum, skyldum og óskyldum, er glöddu mig meö helmsóknum, gjöfum og skeytum, og ó annan hátt sýyidu mér vináttu og heiður á áttrœðisafmœli mínu 9. september síðastliðínn. Guð gefi ykkur öllum gœfurlku framtíð. PÉTUR ÞORMÓÐSSON,. Hróksholtl. Innilega þakka ég frœndfólki mlnu og vinum fyrir gjafir og góðar óskir á sextugsafmœli mlnu. JÓHANNES JÓNSSON, Búðardal. Tilkynning til hluthafa Gegn frainvísiin stofna frá hlntahréf- um í H. f. Eimskipafélagi Islands, fá hluthafar afhentar nýjjar arðmiðaark- ir í skrifstofu félagsins I Reykjavik. — Hluthafar búsettir úti á landi eru heðn- ir að afhenda stofna frá hliitahréfum sínum á næstu afreiðslu félagsins, sem mun annast útvegun nýrra arðmiða- arka frá aðalskrifstofunni i Reykja- vik. H.í. Eimskípafélag Islands. Tílkynning Henntamálaráð fslands tilkynnir, að þeir listamenn, sem kynnu að vilja óska þess, að ráðið skoði verk þeirra í þeim tilgangi að keypt verði af þeim verk til væntanlegs Listasafns, geta snúið sér með slík tilmæli til skrifstofu Mennta- málaráðs, Hverfisgötu 21, sími: 3652. Menntamálaráð Islands.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.