Tíminn - 26.10.1943, Page 3
104. blað
TÓHW. l>rlð|ndaginii 26. okt. 1943
415
90 ára
Guðm. Jónsson
Dánarmlnnmg
Davíð Sveinsson
fyrrum hreppstjjóri
frá Brekku i Lóni
Guðmundur á Fossi, eins og
hann er optast nefndur. átti 90
ára afmæli 6. október 1943.
Hann er fæddur 6. október 1853
í Stóra-Laugardal í Tálknafirði,
sonur merkishjónanna Jóns
Jónssonar og Kristínar Páls-
dóttur, sem bjuggu um nokkra
ára-bil á Geirseyri, þar sem nú
er kauptúnið Patreksfjörður.
Guðmundur átti aðeins 2 bræð-
ur, sem báðir eru löngu dánir.
Bræðurnir voru allir smiðir,
bæði á tré og járn. Mig skortir
vitneskj u um búskaparferil
Guðmundar áður en han flutt-
ist að Skj aldvararfossi á
Barðaströnd eftir síðustu alda-
mót, en hann mun hafa búið
víða hér á Barðaströnd og
suðursveitum Blarðastrandar-
sýslu fyrir aldamótin, en náði
ekki verulegri fótfestu fyr en
hann fluttist að Skjaldvarafossi,
þar sem hann hefir nú búið í
meir en aldarfjórðung.
í vor lét Guðmundur af bú-
skap og við tók sonur hans,
Friðgeir, og dvelur Guðmundur
nú á heimili sonar síns.
Önnur börn Guðmundar eru
Hafsteinn járnsmiður í Reykja-
vík, Unnur, gift Snæbirni, syni
séra Jóns prests á Stað á
Reykjanesi, Gyða, sem dvelur í
Reykjavík, Þorarinn Gunnar og
Lúðvík, sem dvelja á heimili
bróður síns, og Kristinn, sem
dó 1942.
Öll eru börnin hin mannvæn-
legustu, enda var Guðmundur
talinn með allra myndarlegustu
mönnum á sinni tíð.
Guðmundur Jónsson gegndi
hreppstjórastörfum hér í mörg
ár, ásamt fleiri trúnaðarstörf-
um fyrir sveit sína, og þótti rétt-
látur og ákveðinn sem yfirvald.
Hann var þéttur á velli og þétt-
ur í lund og vinfastur mjög, en
lét ekki hlut sinn fyrir neinum,
ef á hann var leitað, enda munu
þeir fáu, sem það hafa reynt,
sízt hafa farið sigurför úr þeim
viðskiptum.
Við vinir Guðmundar sendum
honum heillaóskir á þessum
merkisdegi og vonum, að ævi-
kvöld hans megi verða bjart
undir handleiðslu barna hans,
á því heimili, sem hann hefir
myndað og dvalið á í meir en
Davíð Sveinsson frá Brekku
í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu
lézt í Landsspítalanum hinn 24.
þ. m. eftir alllanga sjúkdóms-
legu. Hann fæddist að Geirlandi
(Mosum) á Síðu 22. marz 1879,
en fluttist 3 árum síðar ásamt
Halldóru Þórarinsdóttur, ömmu
sinni, að Hnappavöllum í Öræf-
um og ólst þar upp hjá þeim á-
gætu hjónum, Páli bónda
Bjarnasyni og Guðnýju Sigurð-
ardóttur. Foreldrar Davíðs voru
hjónin Sveinn Davíðsson og
Gróa Magnúsdóttir, en þau
fluttust síðar austur á land. Á
meðal annarra barna þeirra
hjóna má nefna Bjarna, sem
lengstum hefir búið í Vestur-
heimi og mun enn á lífi.
Frá Hnappavöllum fluttist
Davíð austur í Lón og var tvö
ár' á Stafafelli hjá Jóni prófasti
Jónssyni og frú Guðlaugu Vig-
fúsdóttur, síðari konu hans. Þar
kvæntist hann árið 1906 Sig-
rúnu Sigurðardóttur frá Skafta-
felli í Öræfum, ágætri konu,
sem enn er á lífi. Minntust þau
hjón jafnan síðan vináttu og
tryggðar þessa merka og góð-
kunna heimilis. Ári síðar (1907)
hófu þau búskap á Brekku, sem
þá var hjáleiga frá Stafafelli,
en brugðu búi fyrir fáum árum,
er sonur þeirra keypti jörðina.
Búskapurinn blessaðist þessum
yfirlætislausu gæðahjónum hið
bezta, og hafa þeir feðgar setið
jörðina svo vel, að nú er hjá-
leigan orðin blómlegt býli með
mikilli nýrækt og reisulegum
húsum. Tvö börn eignuðust þau
hjón: Sighvat, óðalsbónda að
Brekku, og Halldóru, húsfreyju
að Dynjanda í Nesjum, en það
er nýbýli úr landi Þinganess.
Auk þess dvöldust á heimili
þeirra og ólust þar upp að nokk-
uru leyti 5 börn, svo sem í for-
eldrahúsum væri; á meðal
þeirra er Anna Jónsdóttir, hús-
freyja í Reykjavík (Vífilsgötu
7), en þær Sigrún eru systkina-
dætur.
Davíð Sveinsson var góður
maður og grandvar, atorkusam-
ur og hið mesta prúðmenni, enda
vinsæll mjög. Er heimili hans
og ástvinum öllum að honum
hin mesta eftirsjá. Nú verður
hann látinn fluttur til hinztu
hvíldar í Stafafellskirkjugarði.
aldarfjórðung. V. V.
Kunnugur.
þjóðin er einhuga um að komast
fram úr þrengingunum .Bót ér
það i máli, að verðgrundvöllur
hefir haldizt óhaggaður að heita
má í meira en eitt ár.
Hverjar voru aðalástæðurnar
fyrir því að sænska stjórnin
sagði upp samkomulaginu við
Þjóðverja um flutning á her-
mönnum um Svíþjóð.
Eftir að Frakkland gafst upp,
og brezki herinn galt afhroðið
mikla í Dunkirk og vörnin var
gefin upp í Noregi sumarið 1940,
gat Svíþjóð ekki hamlað gegn
þeirri kröfu Þjóðverja, að ó-
vopnaðir þýzkir hermenn frá
Noregi fengju að fara með
sænskum járnbrautum í orlof til
Þýzkalands og til baka. Þjóð-
verjar studdu þessa kröfu sína
einnig með því, að það kæmi
ekki í bág við Haag-sáttmálann.
En er þeir báru þá kröfu fram,
að mega líka senda vopnaðar
herdeildir yfir Sviþjóð, sem hefði
þýtt fullkomið brot á hlutleysi,
neitaði sænska stjórnin. Svíþjóð
var um þær mundir ekki reiðu-
búin að lenda í vopnadeilu við
Þýzkaland, nema knýjandi á-
stæður væru fyrir hendi. Af því
hefði getað leitt, að Þýzkaland
næði yfirráðum yfir öllum
Skandinavínskaga, hvetjar af-
leiðingar, sem það hefði haft á
gang styrj aldarinnar og úrslit.
Svíþjóð varð því um stundar-
sakir að láta undah síga, án þess
að traðka hlutleysi, og gerði þar
með hvorki annað né meira en
Stóra-Bretland gerði, er það lét
undan kröfum Japana, til að
komast hjá ófriði við þá, og lok-
aði Burmabrautinni, svo að Kína
gat ekki fengið vopn til baráttu
sinnar gegn japanska innrásar-
hernum. Þetta viðui’kenndu
Bretar líka og lögðu aldrei neinn
stein í götu Svíþjóðar vegna or-
lofsferðanna. Aðrir hafa viljað
skýra undanlátssemi Svía sem
merki um, að þeir væru þýzk-
sinnaðir, en þeir, sem svo mæla,
þekkja bersýnilega lítið inn á
sænskt skaplyndi. Orlofsferðirn-
ar voru þegar frá upphafi mjög
illa þokkaðar hjá allri sænsku
þjóðinni, en þrátt fyrir það
studdu allir þingflokkar því
nær einróma tillögu stjórnar-
innar um að leyfa þær. Samtím-
is var hafin hervæðing af full-
um krafti til þess að unnt væri
að neita nýjum kröfum af svip-
uðu tagi frá Þjóðverjum eða
öðrum. Og svo fór að lokum, að
algert bann var lagt við því, að
hinar þýzku orlofsferðir yfir
Svíþjóð héldu áfram. Aðalor-
sökin mun hafa verið vanefndir
af hendi Þjóðverja um póstflug
og vakti mikla gremju í Svíþjóð.
Ennfremur lögðu þeir tundur-
duflum innan sænskrar land-
helgi, er varð til þess að sænksi
kafbáturinn, Úlfur, fórst. Ríkis-
stjórnin gat því stuðzt við ein-
róma almenningsálit í Svíþjóð,
er hún sagði upp orlofssamn-
ingnum frá 1940. Þýzka stjórnin
virtist líka skilja, hvernig mál-
um var komið.
Er útlit fyrir aff Svíþójff kom-
ist hjá því að lenda í stríðinu?
Það er vitanlega erfitt að
segja, hvort Svíþjóð muni kom-
ast hjá að lenda I ófriðnum.
Sænskir herfræðingar eru þeirr-
ar skoðunar, að hættan sé eng-
an veginn liðin hjá, enda voru
landvarnir mjög styrktar í snm-
ar, sem leið, og stórfelldum her-
æfingum haldið uppi. Ef árás
yrði gerð á landið, ætti það að
hafa mjög góð skilyrði til varn-
ar, því að allar deildir hersins
eru prýðilega æfðar og búnar
vopnum og verjum, sem þola
(Framli. á 4. siðu)
Nólseyjar-Páls þáttur
FRAMHALD
Páli þótti nú, sem vonlegt var, þunglega horfa um mál sín.
Reyndi hann hvað eftir annað að ná fundi sjóliðsforingja Eng-
lendinga, Keats og Derbys, en það gekk lengi treglega. En Páll
var þrautseigur maður og harðfylginn sér, og þar kom að lokum,
að hann náði fundi flotaforingjanna. Bar hann fram fyrir
þeim kærur sínar og bænarskrá Færeyinga. Þótti þeim maðurinn
skörulegur og einarður, og greiddu ferð hans til Lundúna og létu
honum í té eindregin meðmæli til flotastjórnarinnar þar, og ósk
þeirra um, að Páll hlyti leiðrétting mála sinna.
Þegar til Lundúna kom, gekk Páll fyrir ríkisráðið enska. Lagði
hann fyrir það skjöl sín og tjáði því málsendur allar, og urðu
málalok þau, að nýtt skip var keypt handa Páli. Jafnframt
fékk hann farm korns og annarra matvæli, er hann hét að
greiða með færeyskum afurðum, er hann flytti aftur til Eng-
lands.
Páll kærði einnig ólöglegt rán og marga ósvinna, er Gleraugna-
glámur, von Hompesch, hefði haft í frammi í Færeyjum. Var
málið tekið til dóms og leiddi Páll vitni um framferði barónsins,
en tveir enskir lögmenn, Bishop og Townsend sóttu það. Urðu
dómsúrslit þau, að öllu, er rænt hafði verið frá einstökum mönn-
um, skyldi skilað aftur, er vitneskja fengizt um, hversu mikið
það hefði verið. Var það og gert síðar. Konungsféð og eigur kon-
ungsverzlunarinnar var hins vegar talinn löglegur ránsfengur.
Eigi að síður þótti von Hompesch hafa svo af sér brotið, að
dauðahegning lægi við. En þar eð hann var aðalsmaður, átti hann
lagarétt til þess að kaupa af sér dóminn.
Eftir þennan málarekstur lét Nólseyjar-Páll í haf á hinu nýja
skipi sínu og hugðist að halda heim til Færeyja. Var hann all-
ákafur að komast sem fyrst heim, enda mun hann manna bezt
hafa. vitað, hversu brýn þörf var á korni og matföngum í Fær-
eyjum.
En þetta varð síðasta sjóferð hans. Hann komst ekki til Fær-
eyja og spurðist aldrei til ferða hans, svo að með vissu yrði sagt.
En grunsamleg þóttu afdrif hans og voru margvíslegar sagnir
á kreiki um þau. Svo mikið er þó víst, að hann og menn hans
hafa látið lífið egi fjarri ströndum Færeyja. í Hjaltavali ráku um
þetta leyti, meðal annars, korntunnur, er merktar voru nafni
vöruhúss þess, er Páll hafði fengið korn hjá. Er talið, að þær
hafi verið úr skipi Páls.
Vitanlega má vel vera, að skip Páls hafi farizt í stórviðri, og
slík hafa örlög margra orðið, bæði fyrr og síðar. Um það verður
ekki allt sagt með vissu. En í Færeyjum og víðar hefir það þó
verið bjargföst vissa manna, að víkingar eða illvirkjar hafi
grandað því, og hefir sú skoðun verið ískyggilega útbreidd, að
þeir hafi verið til þess sendir á vettvang af verzlunarstjórninni
dönsku. Og ef öll kurl koma til grafar, er þar ekki um orðróm
einan að ræða, heldur er og þau rök fram að færa, er varpa all-
þungum grun á verzlunarstjórnina, og þó einkum einn mann,
þótt ekki verði sagt, að um sannanir sé að ræða.
Samband ísl. samvinnufélaga.
SAMVINNUMENN!
Þegar eldsvoffa ber aff höndum brenna nálega
í hvert sinn óvátryggðir innanstokksmunir.
Frestiff ekki aff vátryggja innbú yffar.
er fyrir nokkra komiS á
markaðinn og hefir þegar
hlotið hið mesta lofsorð, því
vel er til þess vandað á allan
hátt. Opal ræstiduft hefir
alla þá kosti, er ræstiduft
þarf að hafa, — það hreinsar
án þess að rispa, er mjög
drjúgt, og er nothæft á allar
tegundir búsáhalda og eld-
húsáhalda.
Notm
O P A L rœstiduft
O P A L
Rœstiduft —
Npaðkföt
Fréttabréf...
(Framh. af 2. síðu)
fyrir uppþurrkun á allstórum
svæðum í sýslunni. Skilja menn
nú æ betur, að ógerlegt er að
reka samkeppnisfæran búskap,
nema á véltæku og ræktuðu
landi.
Allmargir stunduðu vegavinnu
í héraðinu í sumar, sem undan-
farið, en ýmsum vegagerðar-
framkvæmdum var þó ekki lok-
ið eins og ætlað var vegna
skorts á vinnuafi. Unnið var
nokkurn tíma í sumar við hafn-
argerð á Skagaströnd.
Ekkert teljandi var byggt í
sveitum þetta ár.
f vor hóf Snorri Arnfinnsson
veitingamaður, rekstur nýs
gisti- og veitingahúss á Blöndu-
ósi, er kallast Hótel Blönduós.
Keypti hann til þess allstórt í-
búðarhús, er hann lét endur-
bæta og stækka nokkuð. Er ætl-
un Snorra, að byggja enn við
húsið svo fljótt sem kostur er á,
svo hægt sé að fullnægja sem
mest aðsókn ferðamanna. Rekst-
ur hússins hefir gengið vel í
sumar og gefur góðar vonir um
að leyst sé það erfiða vandamál,
að sjá ferðamönnum fyrir beina
allt árið. En undanfarið hefir
stórt veitingahús verið rekið á
Blönduósi aðeins 3—4 sumar-
mánuðina.
Félagsmál
Á þessu ári hafa orðið nokkur
átök í héraðinu um stjórn
stærstu og þýðingarmestu fé-
lagssambanda bænda — Búnað-
arsambands Austur-Húnavatns-
sýslu og Kaupfél. Húnvetninga.
Skipt var um formann Búnaðar-
sambandsins og ákveðin eru
framkvæmdastjóraskipti við
kaupfélagið. Þessar breytingar á
stjórnum félaganna miðast við
það eitt, að þessi félög verði ekki
lengur rekin með kyrrstöðusniði,
heldur taki þau forustu í fram-
faramálum héraðsins, hvert á
sínu sviði og svo sem stefna
þeirra markast. í félögum þess-
um eiga héraðsbúar að samstilla
krafta sína til sterkara átaka
um öll framfara- og velferðar-
mál héraðsins. Eru trúmennskir
umbótamenn lítið þakklátir
þeim, sem vakið hafa hávaða-
æsingu .um þetta mál í héraðinu
og einnig blöðum landsins og
reynt að gera það að pólitísku
brasknúmeri fyrir sig, því að
málið er í eðli sínu algerlega ó-
pólitískt velferðarmál héraðsbúa
sem okkur Húnvetningum kem
ur einum við. „Utanstefnur vilj
um við engar hafa“. Og væntan-
lega tekst, með samstarfi
greindra og gætinna manna úr
öllum flokkum, að varðveita fé-
lagssamtök héraðsbúa frá upp-
lausn, þótt einhverjum óvitrum
manni komi í hug að vinna
þeim tjón, sjálfum sér til fram-
dráttar.
Húnvetningar unna fráfar-
andi kaupfélagsstjóra alís hins
bezta, sem er mesti sóma maður,
þó að honum sé annað betur
lagið enn að hafa með höndum
framkvæmdarstjórn fyrir svo
stóru og margháttuðu fyrirtæki,
sem Haupfélag Húnvetninga er.
Aðrar fréttir
Stórt skarð og tifinnanlegt er
höggvið í bændastétt héraðsins
á þessu ári. Síðastl. vor létust
tveir merkir bændur, Sigurður
Guðmundsson í Engihlíð, sem
jafnframt búskapnum stundaði
kennslu í sveitinni, og Sigurjón
Þorláksson bóndi á Tindum.
Seint í sumar lézt Magnús bóndi
Jónsson á Sveinsstöðum, sem
gegnt hafði lengi margháttuð
um trúnaðarstörfum fyrir sveit
og sýslu og um líkt leyti andaðist
Erlendur Hallgrímsson bóndi í
Tungunesi.
Langt er komið slátrun fjár á
Blönduósi, þó mun fjártaka
standa fram um næstu mánað-
armót. Munu margir skerða bú-
stofn sinn til muna nú í haust
vegna lítils heyfengs.
St. D.
Lesendur!
Vekið athygll kunningja yB
ar á, að hverjum þeim manni,
sem vill fylgjast vel með al-
mennum málum, er nauðsyn-
legt að lesa Tímann.
Skrlfið eSa símiB til Tímans
og tilkynnið honum nýja áskrif
endur. Sími 2323.
Með natstii ferðum fáum vér
úrvals spaðkjöf í heilum oghálium fuimum
m. a. úr þessum liéruðum: Af Barðaströnd, úr
Straudasýslu, Norður-Þiugeyjarsýslu, Borg-
arfirði eystra og Jökuldal, Breiðdalsvík,
Djúpavogi og Hornafirði.
Tektð við pöntunum í síma 1080.
Æfgreitt með stuttum fyrirvara.
Samband ísl. samvínnuíélaga
Síðara bindið ai hinni sfóriróðlegu
og bráðskemmfilegu bók
Þ
EIR GERÐU
GARÐINN FRÆGAN
er komið í bókabúðir.
◄
◄
◄
◄
◄
◄
◄
◄
◄
<
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
R) npnaveiði
er algerlega bönnuð i Þingvallalandi.
Umsjónarmadurinn.