Tíminn - 16.11.1943, Page 3
113. blað
TÍMINIV, þriðjwdagiiui 16. móv. 1943
451
Áttræðnr:
Séra Þorvarður Þor-
varðarson, Vík
Séra Þorvarður Þorvarðarson
í Vík varð áttræður 1. þ. m.
Það var gestkvæmt þann dag
á heimili þeirra feðga, í húsum
séra Jóns Þorvarðarsonar og frú
Laufeyjar konu hans. Viðtökur
voru hlýjar og innilegar, svo
allir voru glaðir.
Árnaðaróskum rigndi að úr
öllum áttum og var auðséð að
séra Þorvarður átti fleiri vini og
kunningja, en þá er náðu í hans
hlýju hönd. Gjafir voru honurn
færðar, sem báru vott um verð-
skuldaðar þakkir margra.
Kveldið var glöð vaka við
kaffiborð, ræður og söng, og
spilaði séra Jón undir á orgel.
Séra Þorvarður þakkaði með
fallegri snildarræðu og talaði
„ástkæra ylhra málið“ eins og
oft áður frá prédikunarstóli. Ég
hefi ekki haft kynni af betri
ræðumanni, en séra Þorvarði,
hvort sem til málsins kom eða
meðferðar á texta, sem oft var
fallega skáldleg.
Þegar ég segi þetta um ræðu
séra Þorvarðar, þá veit ég hvort
tveggja, að ég er ekki einn um
þá skoðun, og hitt líka, að ýms-
ir minnast þess ekki svo mjög
og allra sízt málsins. Málið á
stólræðum þykir enda mörgum
bezt að sé guðsorðabókarlegt og
mun þá eigi jafnað við Mynst-
ershugleiðingar.
En það er annað sem verður
í minnum haft hér í prestakall-
inu og allir eru á einu máli um,
— þeir, er voru lengi samferða
séra Þorvarði. Hann gat ekkert
aumt séð, án þess að taka þátt
í og bæta úr eftir því, sem auð-
ið var. Hann fann til ef einhver
átti bágt og fór um til þess að
hughreysta og gleðja og græða
sjúka og sára eftir föngum.
Það duldist engum að séra
Þorvarður var lærisveinn Krists,
ekki aðeins í orði, innan kirkju,
heldur einnig og engu síður, í
orði og verki, utan kirkju, meðal
sóknarbarna sinna og það er
hann enn. Frú hans og guðs-
traust gera honum það fært.
Sjálfur lifir hann kannske ekki
lengi. Að því þykir séra Þorvarði
engin eftirsjón.
En Kristur lifir í honum. — Og
um það er beðið. — Um annað
þarf eigi að biðja.
Stefán Hannesson.
leyti með fjörefni því er nefn-
ist Bi. Ennfremur hefir A-fjör-
efni mjög svipuð áhrif.
Menn þeir, sem tilraunir voru
gerðar með, fengu allt að því
áttfaldan skammt af Bi móts
við það sem annars er talið
nauðsynlegt til daglegs viðhalds.
Áður en tilraunir hófust var
gengið út frá því, að þeir hefðu
haft venjulegt fæði.
Hvort sem notað var Bi eða
A-fjörefni virtist allur sá bati,
sem hægt var að fá, koma í Ijós
innan 10 vikna. Að þeirn tíma
liðnum var skipt um þannig, að
þeir, sem höfðu fengið Bi fengu
A í þess stað og gagnkvæmt. í
báðum tilfellum hafði þetta enn
frekar bætandi áhrif á litar-
sjónina.
Því má bæta við, að svokölluð
náttblinda er talin stafa af
skorti á A-baetiefnum.
SJÓBIRTINGUR ER RÍKUR AÐ
A-FJÖREFNI.
Rauðleitur silungur, og senni-
lega annar fiskur líka, er ríkari
að A-fjörefni en hvítur fiskur.
Dr. C. H. Clausen, við háskólann
í Colorado, komst að þessu, er
hann var að rannsaka, hvernig
á því stæði, að sumar fiskateg-
undir, svo sem urriði og bleikja
gætu verið breytilegar að lit,
stundum hvítur og stundum
rauðbleikur. Rauðbleiki fiskur-
inn er ríkari að A-fjörefnum en
hinn hvíti, og dr. Clausen fann
einnig meira A-vitamin í skel-
fiski, sem hélt sig á sömu slóð-
um og rauðbleiki silungurinn
og er aðaláta hans.
Með því að fóðra silung, sem
ræktaður er í tjörnum, með
fæðu, sem er rík að A-fjörefni
ætti að vera hægt að framleiða
rauðbleikan silung, er jafnan
þykir útgengilegri og girnilegri
vará, eins og rauður lax þykir
betri en ljósleitur.
Hlutatryggíngarfélög
(Framh. af 2. síSu) <,
Samkvæmt dagskrártillögunni
var málið sent milliþinginefnd-
inni, og hefir hún samið frum-
varp það, er hér fylgir.
Um frumvarpið tekur milli-
þinganefnd fram þetta:
Frumvarp um jöfnunarsjóð
aflahluta hefir verið flutt fjór-
um sinnum í neðri deild Alþing-
is eða árin 1939, 1940, 1942 og
1943. En það hefir ýmist „dagað
uppi“ í efri deild eða verið vís-
að frá umræðum með rökstuddri
dagskrá. Milliþinganefndin hef-
ir nú rannsakað málið gaum-
gæfilega. M. a. hefir hún beiðzt
umsagnar margra útvegsmanna.
og félaga varðandi sjávarútveg
víða á landinu. Svör þau, er bár-
ust, hnigu öll í þá átt að hvetja
til þess, að löggjöf yrði sett um
hlutatryggingar. En áður höfðu
þó borizt miklu fleiri tilmæli
og áskoranir um þetta, bæði til
Alþingis og flutningsmanna.
Nefndin telur því, að nokkuð al-
mennur vilji þeirra, er hér eiga
hlut að máli, sé fyrir því, að sett
séu lög um tryggingar aflahluta.
Þá hefir milliþinganefndin at-
hugað af þeim gögnum, sem fyr-
ir liggja, hvað valdið hafi
tregðu Alþingis í því að sam-
þykkja frumvörp þau, er flutt
hafa verið um þetta efni á und-
angengnum þingum. Virðist
henni, að orsakirnar séu fyrst og
fremst ágreiningurinn um það,
hvort tryggingarnar eigi að
vera skyldutryggingar eða
frjálsar, þ. e. heimild til þess að
stofna hlutatryggingafélög. Af
þessum sökum sér nefndin ekki
annað færst en leggja til, að
frjálsu tryggingarnar verði
valdar, svo að úr því fáist skor-
ið með reynslu, hvort tilgangur-
inn náist eftir þeirri leið. Frum-
varp nefndarinnar er því byggt
á þeim grundvelli.
í umræðum um þetta mál á
Alþingi undanfarið hefir verið
að því fundið, að ekki lægi fyrir
nægileg vitneskja um það, hver
útgjöld ríkissjóði mundi stafa af
tryggingum þessum, ef lögboðn-
ar yrðu. Milliþinganefndin hefir
því fengið Fiskifélag íslands til
þess að reikna þetta út eftir
aflaskýrslum og öðrum gögnum,
í fyrsta lagi miðað við þrjú
næstu árin fyrir styrjöldina og
svo það styrjaldarárið er gaf
hæsta aflahluti. Er þá miðað við
hundraðsgjald það, sem frum-
varp þetta ráðgerir, og við allt
aflamagn í landinu.
Samkvæmt útreikningum
Fiskifélagsins hefðu útgjöld
ríkissjóðs miðað við það, er að
ofan greinir, orði þessi:
Árið 1936 ....... kr. 79765.00
— 1937 ......... — 112070.00
— 1938 ......... — 116494.00
— 1942 ......... — 577465.00
Einstakir nefndarmenn á-
skilja sér rétt til að gera tillög-
ur um breytingar við frumvarp-
ið og fylgja breytingartillögum,
er fram kunna að koma.
Saga Krístófers Kólumbusar
FRAMHALD
Tíöindin um ferð og landafund Kólumbusar flugu nú frá einu
landi álfunnar til annars. Hvað sem í kunni að skerast, var
ekki hægt að ræna hann viðurkenningunni fyrir unnið afrek.
Sjálfur var hann sælli en orð fá lýst, því að ævilangur draumur
hans hafði orðið að glæsilegum veruleika.
Þrjár ferðir aðrar auðnaðist Kólumbusi að gera til Vestur-
heims. Hann bjóst þegar til nýrrar vesturferðar árið 1493 og lét
úr spænskri höfn í septembermánuði um haustið. Hafði hann þá
yfir að ráða stórum flota, er í voru seytján skip. Alls voru 1500
menn í þeim leiðangri. Uppgötvaði hann þá Dominíku, Mont-
serfrat, Antígúu, San Martin, Santa Krúsu og Jómfrúeyjar og
helgaði Spáni. Einnig kannaði hann Púertó Ríkó. En lið það, sem
valdist Kólumbusi til fylgdar, var að mestu skipað ævintýra-
mönnum, er einvörðungu hugðust að vinna sér fé og frama. En
raunin varð sú, að í þess stað urðu þeir að þola miklar raunir og
berjast við sífellda erfiðleika. Kom því upp illur kurr mðeal
manna hans, sem þegar fram í sótti varð að hreinni uppreisn, og
vann þá Kólumbus það til að leyfa mönnum sínum að veiða
þræla í þorpum landsbúa til þess að friða þá og seðja grimmd
þeirra til fjár og munaðar. Urðu viðskipti við Indíána því brátt
allt annað en friðsamleg. 10. marzmánaðar 1496 lét hann svo í
haf og sigldi heim á leið. Var þá Bartólémeó bróðir hans kominn
heiman frá Spáni með aukinn liðskost, og fól Kólumbus honum
landstjórn og yfirráð vestan hafs i fjarveru sinni. Náði Kófum-
bus til hafnar i Kadíz á Spáni í júnimánuði um sumarið.
Þótt þessi för hefði eigi orðið svo mjög til fjár, er menn höfðu
vænzt, og vinsældir Kólumbusar teknar að dvína, lét ísabella
drottning honum þó enn í té það fé, er hann þarfnaðist til nýs
leiðangurs. Drógst þó brottför hans um nokkur misseri, og komst
hann eigi af stað fyrr en vorið 1498. Var þá lagt út frá San Lúsar,
og hafði hann sex skipum yfir að ráða.
í þessari ferð komst hann fyrst til meginlands Suður-Ameríku.
Kenningar, sem þá voru uppi um auðæfi jarðar við miðjarð-
arbaug, leiddu til þess, að hann sigldi þrem skipum sínum langt
til suðurs. Kom hann þeim í Paríuflóa, þar sem Órínókófljót
fellur til sjávar, nokkuð sunnan við Trinidad. Sá hann það af
vatnsmagni fljótsins, að hann myndi kominn til meginlands
mikils. En hann hafði orðið ákaflega heittrúaður á miðaldavísu,
er aldur færðist yfir hann, og því fékk hann þá kyndugu hug-
mynd í kollinn, að hann hefði fundið Paradís.Sömuleiðis grund-
vallaði hann einnig hér þá nýju skoðun, að jörðin væri ekki
hnöttótt heldur ílöng, og dró hann það af straumkasti fljótsins,
er það féll í hafið. Ekki kannaði hann þó þessi nýju lönd, heldur
hélt aftur norður á bóginn, því að honum var mjög í mun að
vita, hversu mönnum þeim, er hann hafði sett til að gæta landa
sinna, hefði reitt af. Sigldi hann því norður til Hispaníólu, þar
sem Bartólómeó bróðir hans hafði reisa látið bæ, San Dómin-
gó, elzta bæ hvitra manna, sem enn er við liði í Vesturheimi.
Þegar hann kom til San Dómingó ríkti þar uppreisnarástand,
og hafði Bartólómeó verið hrakinn þaðan á brott. Fékk Kólum-
bus ekki við neitt ráðið og neyddist þess vegna til að gera upp-
reisnarforingjann, Roldan, að yfirdómara á eynni. En þrátt fyrir
það komst hvorki friður né skipan á mál Spánverja, og eftir marg-
víslegar kærur og kvartanir að vestan, sendi Spánarstjórn loks
sérstakan umboðsmann til þess að ráða bót á vandræðunum.
Hann tók þegar öll völd í sínar hendur og lét taka fasta Kólum-
bus og bræður hans báða, Bartlómeó og Díegó, og flytja i hlekkj-
um heim til Spánar. Þessi atburður geröist árið 150Q.
Þessi læging, er Kólumbus varð að þola, vakti mikla athygli í
Norðurálfu. Jafnvel konungur og þó sérstaklega drottning, voru
ekki í rónni. Var Kólumbusi því boðið aö koma á konungsfund og
fór svo, að honum var heitið fullri uppreisn. Manni þeim, sem
steypt hafði honum frá völdum og látið leggja hann í bönd, var
sjálfum vikið af stóli.
'En þegar til kom fékk Kólumbus ekki fyrri varakonungstign
sina, og var annar maður, Nikulás de Óvandó, skipaður í hans
stað og sendur vestur um haf árið 1502. í þess stað var Kólum-
busi fenginn nýr skipafloti og falið það hlutverk að finna skipa-
leið til innlanda Indlands, því að enn voru hvorki Kólumbus né
aðrir í vafa um, að það væri Indland, er hann hafði fundið.
Hélt hann frá Kadíz í þessum erindum í maímánuði 1502. Voru
meðal annars í fylgd með honum Bartólómeó bróðir hans og
sonur hans óskilgetinn, þrettán ára gamall, Fernandó að nafni.
Hann ritaði síðar sögu Kólumbusar. Komu þeir skipum sínum til
Hispaníólu, en er þangað kom, sýndi de Óvandó Kólumbusi þann
ójöfnuð að neita honum um landgönguleyfi, af ótta við að
Bré! úr Rangár-
vallasýslu
(Framh. af 2. slðu) .
hvort þeir, sem vinna við stofn-
anir bænda, t. d. Sláturfélagið
og fleiri, bíði svona lengi eftir
kaupi sínu, að ennþá séu þeir
ekki búnir að fá fulla launa-
greiðslu fyrir síðastl. ár? Þessu
vona ég að verði svarað í fullri
hreinskilni. Mig minnir, að bæði
gærur og úll væri selt á sðastl.
vori, og sýnist því, að tími væri
til kominn að því verði svarað
til bænda hið allra fyrsta, að
minnsta kosti fyrir næstu árá-
mót.
Margt fleira mætti minnast á,
t. d. flokkun á kjöti, verð á
slátri og annað fleira, en hér
skal staðar numið að sinni.
22. okt. 1943.
Afdalakotungur.
Lesendur!
Vekið athygll kunnlngja yO-
ar á, að hverjum þeim mannl,
sem vill íylgjast vel með al-
mennum málum, er nauBsyn-
legt aB lesa Tímann.
SkrifiB eBa símiB tU Tímans
koma hans myndi vekja óeirðir í nýlendunni.
Lét Kólumbus þá vinda upp segl að nýju og sigldi milli eyjanna
Kúbu og Jamaíku til Hondúrasflóa í Mið-Ameríku. Þar bjuggu
þá Mæjar, og voru það fyrstu mönnuðu Indiánarnir, sem Kólum-
bus komst í kynni við í Vesturheimi. Eftir það hélt hann suður
með ströndinni og kom til Panama. Báru íbúar þar margs konar
gullskart, og ákvað Kólumbus að stofna þar nýlendu. En Indí-
ánarnir tóku komumönnum óvinsamlega og skip og lið Kólum-
busar var illa búið, svo að hann varð að hrökklast brott og leita
á ný til Hispaníólu. Hann komst þó ekki lengra en til Jamaíku.
Þar braut hann skip sitt, er þar Var eitt eftir af fjórum, er lögðu
af stað, og komst við illan leik á landTneð menn sína. Eftir mikl-
ar hörmungar sendi hann bát til Hispaníólu á fund de Óvandó
til þess að biðja hann ásjár. Leið langur tími unz hjálp barst.
Neituðu Indíánar skipbrotsmönnunum um matvæli, unz Kólum-
busi tókst að hræða þá til þjónustu við sig með tunglmyrkva á
hlaupársdag 1504. Þar við bættist, að sumir menn hans gerðu
samsæri gegn honum, og það var aðeins fyrir harðfengi Bartó-
lómeós, að það varð bælt niður. Loks kom þó skip og flutti þá
brott. Komu þeir í ágústmánuði til Hispaníólu. Mánuði síðar
hélt Kólumbus á leið til Spánar, og leit hann hina nýju heims-
álfu, sem hann hafði fundið, aldrei framar augum.
Hann kom til Kadíz í nóvembermánuði, og um svipað leyti
andaðist ísabella drottning, er ætíð hafði verið hjálparhella hans.
Þau ítök, er hann hafði átt í hugum fólksins, voru eining fjör-
uð út. Hin nýju lönd höfðu ekki miðlað mönnum gulli. Þau
höfðu þvert á móti kostað Spánverja fé og mannslíf. Enginn
skeytti framar um Kólumbus, varakonung og flotaforingjann.
Hann skaut málum sínum til Ferdínands konungs, en konungur
tók kröfum hans þunglega. Bauð hann honum þó einhverjar
bætur fyrir tign þá er hann hafði verið sviptur, en það boð vildi
Kólumbus ekki þekkjast. Lézt hann tæpum tveim árum síðar, 21.
maímánaðar 1506, i Valladólíd, eftir mikið hugarvíl og langan
sjúkleika.
og tilkynniB honum nýja áskrif-
endur. Simi 2323.
TÍMINN
er
viðlesiiasta auglýsingablaðið!
Smnband ísl. smnvinnufélagu.
▼
SAMVINNUMENN!
Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar. —
Biðjið kaupfélag yðar að annast vátryggingu.
P A L
Rœstiduft —
Notið
O P A L ra*?+tduft
er fyrir nokkru komið á
markaðinn og hefir þegar
hlotið hið mesta lofsorð, því
vel er til þess vandað á allan
hátt. Opal ræstiduft hefir
alla þá kosti, er ræstiduft
þarf að hafa, — það hreinsar
án þess að rispa, er mjög
drjúgt, og er nothæft á allar
tegundir búsáhalda og eld-
húsáhalda.
►
►
►
►
►
►
►
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
►
►
►
►
►
►
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
í bókinni
jfllEIR GERÐU
GARÐINN FRÆGAN
sem er nýútkomin í tveim bindum, eru ævisagnaþættir
sextíu og níu karla og kvenna, sem vissulega hafa gert
garð sinn frægan.
Nöfn þeirra fara hér á eftir:
Albert Einstein
Somerset Maugham
Enrico Caruso
Demanta-Jim Brady
Hetty Green
H. G. Wells
Theodore Roosevelt
Woodrow Wilson
Martil Johnson
Harold Lloyd
John D. Rockefeller
Sinclair Lewis
Bazis Zaharoff
Mayobræðurnir
Helen Keller
Andrew Carnegie
Chic Sale
Marconi
Mary Pickford
Walt Disney
Upton Sinclair
Mahatma Gandhi
Wladimir I. Lenin
Benito Mussolini
Lowell Thomas
Thomas A. Edison
A1 Jolson
Wolfgang Mozart
Mark Twain
Gréta Garbo
Jack London
John A. Sutter
Richard Byrd
John Gottlieb Wendel
O. Henry
Rudolf ríkisarfi
Josephine
Eddie Rickenbacker
Christopher Columbus
Orville Wright
Nizaminn of Hyderbad
Charles Dodgson
Vilhjálmur Stefánsson
Katrín mikla
John Law
Zane Grey
Edv.ard Bok
María stórhertogaynja
Cornelíus Vanderbilt
Nikulás annar
Lawrence Tibbett
Charles Dickens
Frú Lincoln
P. T. Barnum
Carry Nation
Theodore Dreiser
S. Parkes Cadman
Mary Roberts Reinhart
Wilfred Grenfell
Brigham Young
Lousia May Alcott
O. O. Mclntyre
F. W. Woodworth
Evanfireline Booth
Robert Falcon Scott
Bill Sunday
Howard Thurston
Leo Tolstoy
Robert Ciusley
DALE CARNEGIE, höfundur þessarar bókar er þegar
orðinn að góðu kunnur hér á landi af bókinni VINSÆLD-
IR OG ÁHRIF, sem út kom í fyrra í þýðingu VILHJÁLMS
Þ. GÍSLASONAR skólastjóra.
Þeir, sem vilja kaupa bók, sem hefir geisimikinn fróð-
leik að geyma og er auk þess einhver bezti skemmtilestur,
sem á verður kosið, ættu ekki að láta hjá líða að eignast
Þeír grerdu gardion frægan.
◄
◄
◄
◄
◄
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
*
<
◄
◄
◄
◄
◄
◄
◄
◄
◄
◄
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
+ ÚTBREIÐIÐ TÍMANN
V.A..A. jrn^ .A..A. Atv .A. A Jtk. A. AA. A. AAAAAAAA
♦