Tíminn - 27.11.1943, Page 3

Tíminn - 27.11.1943, Page 3
118. blað TlMBVlV, laagardaglim 27. móv. 1943 471 DÁXAltMIXMNG: Guðlaugur Asmundsson Fremsia-Felliy Köldukinn Guðlaugur Ásmundsson lézt að heimili sínu, Fremstafelli í Kaldakinn 28. f. m. < Hann var fæddur að Heiðar- seli í Bárðardal 25. ágúst 1858. Ungur fluttist hann að Ófeigs- stöðum í Kinn og dvaldi þar fram á fermingaraldur, en þá | fluttist hann með fólki sínu til Mývatnssveitar og dvelur þar j um mörg ár, unz hann flytur að Fremstafelli og býr þar í rösk 30 ár. Guðlaugur gekk aldrei í skóla, en aflaði sér góðrar, þjóðlegr- ar menntunar. Hann var vel að sér í íslenzkum bókmenntum bæði að fornu og nýju, skrifaði fallega rithönd og gott mál. Hann kenndi sjálfum sér dönsku og las mikið á Norður- landamáli eins o g margir af jafnöldrum hans í Mývatnssveit. í Mývatnssveit voru í tíð Guð- laugs ýmsir ungir og fram- gjarnir gáfumenn eins og þeir Gautlanda-bræður, Jón Stef- ánsson (Þorgils gjallandi), Jón á Arnarvatni, Steinþór Björns- son o. fl. slíkjr, er létu almenn málefni allmikið til sín taka. Guðlaugur átti þess kost að um- gangast þessa sveitunga sína, sitja á fundum með þeim og kynnast viðhorfi þeirra til ým- issa nýjunga og framfara í menningarmálum og þá sér- staklega gagnvart öllum félags- málefnum eins og þau horfðu við á þeim tímum. Það má hiklaust telja það lán fyrir Guðlaug að hafa kynnzt áður nefndum sveitungum sín- um, vegna þess að sú kynning hefir óefað orðið til þess, beint og óbeint, að móta skoðanir hans og stefnur til ýmissa nyt- semdarmála og orðið eins konar grundvöllur, er hann síðar byggði ofan á og færði út, með vaxandi lífsreynslu og þekkingu. Enda var Guðlaugur ágætur samvinnumaður um alla sína daga og reyndist jafnan örugg- ur fylgismaður allra félagslegra málefna er hann hugði til góðs horfa. ■—■ Unglingafræðslu lét hann mikið til sín taka og var um mörg ár í stjórn unglinga- skóla, er rekinn var í sveit hans. Guðlaugur var ör í lund og hreinskilinn við hvern sem í hlut átti. Hann var frjálslyndur og djarfur í orðræðum, en ekki dró það úr vinsældum hans heima fyrir eða annars staðar. Guðlaugur fékkst við barna- kennslu, á ýmsum stöðum í nær 50 ár. Lét honum það starf mjög vel, enda eftirsóttur kennari á sinni tíð, sökum lipurðar hans, skilnings og nákvæmni gagn- vart hinum ungu nemendum. Guðlaugur var hinn mesti gleðimaður og hélt því fram á síðustu ár. Ég hugsa, að enginn hafi hitt hann öðruvísi en glað- an og í góðu skapi, enda var jafnan glatt í kringum hann, hvar sem hann var. Oft hafði hann það til að kasta fram vísu, því honum var létt um að „laga ljóð“. Varð það eitt með öðru til þess að draga menn að hon- um og fá notið gleðistundar í návist hans. Árið 1884 kvæntist Guðl. Önnu Sigurðardóttur. Var hún greind og tápmikil og hin mynd- arlegasta húsfreyja. Bjuggu þau lengst að Fremstafelli, eins og fyrr er sagt. Aldrei söfnuðu þau auði miklum, á veraldar vísu, en komust vel af fyrir sig, enda voru þau bæði kappsfull til athafna og hagsýn, Konu sína missti Guðl. fyrir nokkrum árum eftir meira en 50 ára sam búð. Guðl. eignaðist 4 dætur og einn son. Öll eru börn hans, eins og þau eiga kyn til, hin myndarlegustu. Síðustu tímar ævinnar reynd ust Guðlaugi þungir í skauti. Þá var heilsan með öllu þrotin svo hann varð að liggja rúmfastur. Sjónin var horfin. Slíkt ástand reyndist erfitt hinum örlynda, starfsama og bókhneigða manni, og því frekar sem hann til síð- ustu tíma hélt lengst af fullum sönsum og fann því nánar en ella, hversu mikið var nú misst. Samt bar hann þrautir og erfiði ævikvöldsins með þolinmæði, fram ýfir allar vonir, enda naut hann hinnar beztu forsjá og umhyggju i höndum dóttur sinnar og tengdasonar að Fremstafelli. B. B. ekki ávallt öruggt að taka það fram yfir annað, sem tízkan gerir fleygast. Hinn menningarlegi arfur okkar íslendinga er svo einhæf- ur, að segja má, að hann sé af einum og sama toga spunninn. Öll mánnvirki frá fyrri öldum eru liðin undir lok. Hinar fornu þjóðlegu bókmenntir standá einar eftir. Þær hafa reynzt hið óbrotgjarna aöalsmerki þjóðar- innar frá öndverðu og fram á þennan dag. Þær hafa í senn verið séreign þjóðarinnar og sameign allra þegna herinar, verið allri þjóðinni „langra kvelda jólaeldur“ og haft ríku- leg áhrif á sögu hennar. Lestur íslandssögunnar og annarra þjóðlegra fræða megnar enn að glæða ræktarsemi við land og þjóð, auka viðnámsþrótt gegn erlendum áhrifum og efla þjóð- legan metnað. Fornsögurnar veita þekkingu um líf og starf forfeðra okkar, auðga og prýða mál lesandans og birta hon- um þá lífsskoðun, sem virðir drengskap manns og sæmd mest allra hluta, jafnvel meira en lífið sjálft. íslenzk tunga og hin þjóðlegu fræði bera skýr- ast vitni um þjóðerni vort og sérstöðu. Þetta er enn í da.g framar öðru aðalsmerki þjóð- arinnar. Með það l^höndum komum við nú fram fyrir aðrar þjóðir og sækjum rétt okkar til fullveldis. íslendingar mega sízt af öllu nú gleyma því, hvað íslenzkt er, þegar þeir eru í þann veginn að endurheimta frelsi sitt að fullu og grund- valla lýðveldi eftir áþján og erfiða baráttu öldum saman. Fyrir því ber að velja þjóðlegum fræðum veglegan sess í hverju bókasafni. íslenzk fræði, forn og ný, þarf þjóðin öll og þó einkum æska landsins að nema, meta að verðleikum og í heiðri að hafa. Athugasemdír víð próunarsögu . . . (Fravih. af 2. síSu) stjórn hennar verið afhent „í hendur Mjólkursamsölunnar“. Að einnig þetta er ósatt, getur heldur enginn vitað betur en Eyjólfur. Það var ríkisstjórnin sem tók stöðina leigunámi og skipaði hún þá strax þriggja manna stjórn til að sjá um rekstur hennar, þá: Gunnar Árnason, Ingimar Jónsson og Hjörn Konráðsson. Enn segir Eyjólfur, og það lætur hann blaðið feitletra, að síðan Mjólkursamsalan yfirtók rekstur stöðvarinnar — en eins og áður er getið, segir hann það hafa átt sér stað, er leigunámið fór fram — hafi ekki „eitt ein- asta nýtt tæki komið í mjólkur- stöðina“. Ég hefi nú ekki talið það ó- maksins vert að fara nákvæm lega yfir bækur stöðvarinnar til athugunar á þessum hlutum en þess hefi ég þó orðið var, aö síðan leigunámið fór fram, hefir stöðinni að minnsta kosti ba?zt kælivél, gerilsneyðingartæki (Stassanó), 2 mótorar, og nú á síðastl. sumri var enn sett þar upp gerilsneyðingartæki. Þá segir Eyjólfur, að mjólkin fáist nú ekki lengur á flöskum fyrir þá sök, eftir því sem við hafi verið borið, að hvorkuf fengjust flöskur eða flöskulok. Að því er flöskurnar snertir, er þarna einnig rangt skýrt frá Því hefir aldrei verið borið við að þá breytingu hafi þurft að gera vegna þess, að stöðina hér vantaði flöskur, þótt nærri lægi að svo færi á árunum, er hann átti hina svonefndu flöskugerð, ' og neita átti um allan innflutning á mjólkur- flöskum í skjóli hennar. Hins vegar er það rétt að hætta varð að selja mjólkina á flöskum fyrir þá sök, að flösk (Framh. á 4. síðu) Maðurínn í skinnbrókunum FRAMHALD Enskir kvekarar tóku brátt að flytja boðskap sinn á erlendri grund. Árið 1654 voru þrír kvekarar þegar komnir til írlands og fluttu þar kenningu sína í borgum og bæjum. Þrem árum síðar fór Georg Fox til Skotlands, en hlaut litla áheyrn meðal hins kirkjurækna og strangtrúaða fólks þar. Síðan minntist hann Skota jafnan sem „skuggalegs og holdlega sinnaðs lýðs, er varla hlustaði á það, er ég hafði fram að færa.“ Ekki leið heldur á löngu unz enskir kvekarar tóku að gera feröir sínar til Hollands, og þaðan lögðu þeir leið sína inn í Þýzkaland og allt austur til Bæheims og Póllands. Einn farandprédikari þeirra hugðist jafnvel að fara austur til Gyðingalands. Hann slapp með naumindum frá því að verða brenndur á skánarhlaða einu þorpi Múhameðstrúarmanna fyrir botni Miðjarðarhafs- ins. í nýlendum Englendinga í Vesturheimi kom einnig skjót- lega upp Kvekarahreyfing. Sættu forustumenn hennar þar ómildri meðferð af hálfu Púrítana, er voru alls ráðandi í trúmálum ný- lendnanna. Húðstrýktu þeir og jafnvel hengdu fjölda fólks, sem látið hafði hrífast af boðskap Kvekara, jafnt konur sem karla. En margt af þessu fólki var stöðugt í'trú sinni og lét hvorki ógnirnar né píslir á sig fá. Sérstaklega er minnum höfð kona ein, María Dyar, sem vitnaði á aftökupallinn og áminnti lýðinn af guðlegri andagift og krafti. Það var því alls engin furða, þótt kenningar Kvekara næðu mjög sterkum tökum á íbúum þessara nýlendna, þar sem brautryðjendurnir voru svo staðfastir og ótta- lausir. Ensku stjórnarvöldin héldu áfram baráttu sinni gegn Kvekurunum, og loks ákvað Georg Fox að reyna enn á ný að ná fundum Cromwells ríkisverndara. Það gekk þó lengi treglega, en að lokum bar þó fundum þeirra saman á götu úti. Cromwell var þá sjúkur orðinn en sat þó eigi að síður uppi í vagni sín- um, og er Georg Fox nálgaðist hann, sá hann, að dauðinn hafði þegar merkt hann á brá og brjósti. En eigi að síður vék hann sér með hörðum orðum að verndaranum og kvað honum búna reiði Guðs og útskúfun, ef hann léti ekki þegar hætta að ofsækja Kvekarana. Cromwell hlustaði þreytulega á orð hans um stund, en bauð síðan hinum djarfa kennimanni að koma í höll sína og ræða málið þar. En þegar Georg kom til viðræðnanna á til- settum tíma, var honum tjáð, að verndarinn væri veikur og gæti eigi rætt við gesti. Skömmu síðar andaðist Cromwell. Fráfall Cromwells. olli mikilli ringulreið í Englandi. Sonur hans, er tók við völdum, hafði ekki þvílíka stjórnarhæfileika til að bera sem faðir hans og varð bráðlega að víkja af valdastóln- um. Hörð átök urðu að nýju milli þingvaldsins og hersins. Upp- reisnir, samsæri og róstur voru daglegt brauð. Georg Fox bann- aði öllum Kvekurum að taka þátt í samsærunum og upphlaup- unum og bauð þeim að láta veraldarmálin afskiptalaus. Loks varð það síðasta ráð herforingjanna, að biðja Karl IT. að taka við völdum. Að ráðum aðalsmannanna var það eitt af fyrstu verkum hans að endurreisa ríkiskirkjuna. En samt sem áður var þeirri, er ekki vildu þýðast kenningu kirkjunnar og starfsaðferðir, sýnt allmikið umburðarlyndi um skeið. Um sjö hundruð kvekarar voru til dæmis leystir úr haldi eftir valda- töku hans. En þetta umburðarlyndi varð ekki langætt. Árið 1661 hófst uppreisn ofsatrúarmanna, er væntu tilkomu hins svonefnaa fimmta ríkis. Þeir voru afsprengi áköfustu Púrítananna og trúðu á komu nýs Messíasar, er stofna myndi hið volduga ríki, sem getið er í spádómsbók Daníels, og yrði enn meira veldi Assýríu- manna, Persa, Makedóníumanna og Rómverja. Með valdatöku Karls II. hugðu þeir málum þess stefnt í háska. Beykir einn, Tómas Venner að nafni, var foringi þessara manna, og undir stjórn hans hófu þeir uppreisn sina. En tiltæki þeirra misheppn- aðist algerlega, uppreisnin var bæld niður í skyndi og leiðtogarnir teknir höndum og hengdir. Nokkru síðar gaus sá kvittur upp, að kvekarar hefðu studd fimmta-ríkis-mennina til uppreisnarinnar. Var því gefin út sú skipun, að Kvekarar skyldu handteknir, hvar sem til þeirra næðist. Var Georg Fox sjálfur meðal þeirra, er eftir þetta voru hnepptir í fangelsi. Og þótt þessir menn, er fang- elsaðir voru, væru siðar látnir lausir, var þeim algerlega bannað að halda ráðstefnur og samkomur. Þetta voru erfiðir tímar fyrir Kvekarana. í lok ársins 1661 voru eigi færri en 4200 helztu menn þeirra í enskum fangelsum. Þorri fólks í Englandi var og á þessum tíma orðinn á öndverðum meiði við Púrítana og bitnaði reiði þess í þeirra garð einnig á Kvek- urunum. Til dæmis réðist múgurinn iðuléga á þá á almannafæri, barði þá og kaffærgi þá. í Eins og vænta mátti var það Georg Fox, sem enn sem fyrr hélt merki hreyfingarinnar hæst á loft. Hann ferðaðist um land- ið, meðan hann hafði frelsi til, áminnti fylgismenn sína um kristi- legt þolgæði og staðfestu og bauð ofsækjendum sínum og and- stæðingum að iðrast synda sinna og illsku, áður en Herrann svipti þá síðasta tældfærinu. Eftir löng ferðalög, strangar pré- dikanir og mikla hrakninga var honum loks varpað í fangelsi í Lancaster. Þegar tími þótti til kominn var hann leiddur fyrir Twisden dómara í Lancasterþingum. Að venju skipaði dómarinn honum að taka ofan höfuðfatið, en hann svaraði aðeins: „Friður sé með þér.“ Þá lét dómarinn réttarþjóninn taka það af honum með valdi. Síðan skipaði hann fanganum að vinna eið að því, að hann segði aðeins sannleikann. En þessu harðneitaði hann með skírskotun þess, að hann væri hvorki „Tyrki, Gyðingur né heiðingi.“ Tókst nokkurt þóf og þras um eiðinn, og meðal annars sagði dómarinn valdsmannlega við fangann: „Ætlið þér að vinna eiðinn, skröggur?" Georg svaraði: „Ég er ekki skröggur. Ég er kristinn maður. Og þér, sem eruð gamall maður og dómari, sæmir ekki að uppnefna fanga þína á þessum stað. Það fer þér jafn illa sökum embættis þíns og aldurs." Dómarinn svaraði: „Ég er einnig kristinn maður.“ Georg mælti: „Hegðaðu þér þá eins og kristnum manni ber að gera.“ Dómarinn mælti: „Heldurðu, að þú hræðir mig með orðum þínum, skröggur?“ ! Hann reisti sig í sæti sínu og leit í kringum sig um leið og hann bætti við: „Heyrirðu það, að ég held mig við nafnið!" Eftir langt og strangt samtal reis dómarinn upp úr sæti sínu, fórnaði höndum í örvæntingu og skipaði réttarþjóninum að Santband ísh santvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Þegar eldsvoða ber að höndum brenna nálega í hvert sinn óvátryggðir innanstokksmunir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. Tilkynning frá ritsímastöðiiml í Reykjavík. Á tímabilinu 25. nóv. til 2. des. mun Landssíminn eins og að undanförnu annast sendingu stuttra jóla- og nýárskveðja til íslenzkra ættingja og vandamanna á Norðurlöndum. Skeytin mega einungis innihalda hlut- lausar hátíðakveðjur, sanjkvæmt ákveðnum textum, sem ritsímastöðvarnar gefa upplýsingar um. Orða- fjöldinn má ekki fara fram úr 14 alls. Skeytin skulu vera á íslenzku. Skeytagjaldið er 15 krónur, er greiðist við afhendingu skeytanna. Bifreiðaeígendur og verkstæði ttvcgum beint frá GENERAL MOTORS verksmiðjunum VARAHLUTI í Clievrolot. Ruiek og Pontiac bifreiðar. Gerið pantanir yðar sem fyrst. GÍSLI HALLDÓRSSON H.F. Austurstræti 14. — Síini: 4477. Tilkynning Viðskiptaráðið hefir ákveðið, að frá og með 25. nóv. n. k. megi verð á alsólningu á venjulegum karlmanna- skóm hækka um kr. 0,50 frá því, sem nú er. Verðið má þó hvergi vera hærra en kr. 21,50. Aðrar skóviðgerðir skulu verðlagðar í samræmi við þetta. ö Reykjavík, 24. nóvember 1943. Verðlagsstjóriuu. .... og svo umfram allt að senda mér 1 stykki SAVON DE PARIS, hún er svo ljómandi góð. — Já, með ánægju, kæra frö- ken, enda seljum við langmest af þeirri handsápu. leiða þenna skelfilega fanga brott og geyma hann unz næst yröi kvatt til dóma. Þrem mánuðum siðar var fanginn færður fyrir annan dómara, Turner af nafni. Þar fór sem fyrr, að Georg neitaði að vinna eið, og urðu orðaskipti hans og dómarans á þá leið, að allir viðstadd- ir hlógu að óförum embættismannsins í þeim leik. Þá ávítaði Georg menn fyrir léttúð þeirra við svo alvarlegt tækifæri, sneri sér síðan aftur að dóm^ranum og mælti: „Er þetta réttarsalur eða leikhús? Hvar er sú alvara, er ríkja skal á slíkum stað sem þessum?“

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.