Tíminn - 07.12.1943, Page 1
RITST.' RI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEFANDI:
FR AMSÓKN ARFLOKKURINN.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
RITST JÓR ASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A.
Sími 2323.
27. árg.
Reykjavík, þriðjudagiim 7. des. 1943
Erlent yfirlit:
Vígstaðan í
Rússlandí
Fyrir nokkru síðan flutti einn
af þekktustu fyrirlesurum Þjóð-
verja um hernaðarmál, Ritter
von Schramm herforingi, fyrir-
lestur í þýzka útvarpið um
undanhald Þjóðverja í Rúss-
landi.
í fyrirlestri þessum var sýnt
fram á með ýmsum rökum, að
undanhald Þjóðverja stafaði
fyrst og fremst af því, að þeir
þyrftu að búa sig undir að mæta
sókn Bandamanna á öðrum
vígstöðvum. Síðan í byrjun á-
gústmánaðar hefðu Þjóðverjar
verið neyddir til að senda allt
fáanlegt varalið og raunar
meira til Ítalíu, Balkanskagans
og Suður-Frakklands, þar sem
Bandamenn höfðu ýmist hafið
sókn eða sókn þeirra var yfir-
vofandi. Einnig hefðu Þjóð-
verjar verið neyddir til að auka
flugher sinn í Vestur-Evrópu til
að mæta hinni harðnandi loft-
sókn. Það eru þessar orsakir,
sagði von Schramm, er valda
miklu meira um undanhald
Þjóðverja í Rússlandi en sókn
Rússa sjálfra. Hefðu Þjóðverj-
ar getað einbeitt landher sínum
og lofther á austurvígstöðvun-
um, hefðu þeir ekki þurft að
hörfa fyrir Rússum, heldur
hefði hið gagnstæða sennilega
átt sér stað. Undanhald hafi
orðið nauðsynlegt til þess að
stytta vígstöðvarnar og draga
úr herafla Þjóðverja þar, svo
að nægilegur liðsstyrkur væri
til aö mæta sókn andstæðing-
anna annars staðar.
Þótt vetur sé nú víðast geng-
inn í garð í Rússlandi, halda
orustur þar áfram með mikilli
hörku á ýmsum stöðum. Aðal-
orusturnar eru nú á þessum
slóðum:
Á Krímskaga er barizt bæði á
Perekopeiðinu og Kerchtanga,
Rússar hafa nú lokað öllum
landleiðum frá Krímskaga.
Þjóðverjar telja það bersýnilega
mjög mikilvægt að halda skag-
anum, enda er hann lykillinn
að yfirráðum á Svartahafi.
Á sléttunum austan Neðri-
Dnjepr, einkum gegn borginni
Kherson, eru háðar talsverðar
orustur. Vafasamt er, þótt
Rússar hreki Þjóðverja af þess-
um slóðum, sem er líklegt að
verði. á næstunni, að þeir hefji
þar sókn vestur yfir Dnjepr.
Samgönguleiðir eru erfiðar
þarna, og engar stórborgir,
sem geta verið miðstöð fyrir
sóknarher Rússa.
Við járnnámubæinn mikla,
Krivoi Rog, geisa einna hörð-
ustu orusturnar nú. Rússar
sækja þangað frá Kremenchug
og Dnepropetrosk. Um skeið
munaði litlu, að þeir næðu yf-
irtökunum þarna, en Þjóðverj-
um tókst að koma þangað liðs-
(Framh. á 4. síðu)
Seinusfu fréttir
Sókn áttunda hersins brezka
á Ítalíu hefir gengið vel enn
sem komið er, þrátt fyrir öflugt
viðnám Þjóðverja. Fimmti ame-
ríski herinn hefir einnig hafið
sókn á sínum hluta vígstöðv-
anna og orðið talsvert ágengt.
Leipzig, ein af merkustu iðn-
aðarborgum Þjóðverja, varð
fyrir stórkostlegri árás brezkra
flugvéla aðfaranótt laugardags
síðastl. Tjón er sagt gífurlegt.
Ráðstefnu Roosevelts, Chur-
chills og Stalins, sem haldin
var í Teheran í íran, er nú
lokið.
í Rússlandi hafá engar telj-
andi breytingar orðið á vígstöðv-
•unum seinustu dægur, þrátt
fyrir harðar orustur víða.
122. blað
Bændur mótmæla
Ályktuii Mjólkursaml.
Kaupfél. EyfirtSinga.
Fulltrúar úr öllum deildum
mjólkursamlags Kaupfélags Ey-
firðinga komu saman til fundar
á Akureyri 2. desember síðast-
liðinn. Var á fundi þessum
samþykkt í einu hljóði svolát-
andi ályktun:
„Fulltrúafundur allra mjólk-
urframleiðenda í Mjólkursam-
lagi K. E. A. hefir í dag tekið
til athugunar og umræðu frum-
varp til laga um breytingu á
núgildandi lögum um meðferð
og sölu mjólkur og rjóma og
fleira, er sósíalistar hafa borið
fram á Alþingi því, sem nú sit-
ur. Fundurinn mótmælir frum-
varpi þessu harðlega og telur,
að með frumvarpinu sé stefnt
að því, að ræna fjölda mjólkur-
framleiðenda í landi atvinnu-
frelsi og félagsréttindum, en
gefa öðrum aðilum lagalega
heimild til að taka umráðarétt-
inn yfir framleiðslu bænda, á-
samt þeim eignum og starfs-
tækjum, er þeir hafa með
margra ára samvinnu og fjár-
framlögum myndað til hagnýt-
ingar og sölu framleiðslu sinnar.
Fundurinn telur, að frum-
varpið brjóti þannig viður-
kenndan rétt varðandi .fram-
leiðslu, eignir og vinnulaun al-
mennings í landinu og skorar
á Alþingi að fella fyrrgreint
frumvarp.
Ennfremur lætur fundurinn
í ljós megna vanþóknun á þeim
ofsóknum, sem fram hafa komið
undanfarið í da(gblöðum
Reykjavíkur og fleiri blöðum á
framleiðslustörf og samvinnu-
félög bænda, svo og ofsóknum
á þá menn, sem hafa á hendi
geymslu og sölumeðferð land-
búnaðarvaranna. Vill fundurinn
í tilefni þessa lýsa fullu trausti
á þessum trúnaðarmönnum
samvinnufélaganna."
Núgildandi jarðræktarlög
„nægíleg 10 ára áætlun“
Eíríkur Eíuarssoo, Kristinn Andrésson og
Haraldur Guðmundsson lýsa hug sínum
. til aukínna iramkvæmda
Meirihluti landbúnaðarnefndar efri deildar Alþingis,
Eiríkur Einarsson, Haraldur Guðmundsson og Kristinn
Andrésson, hefir nú loksins skilað áliti sínu um jarð-
ræktarlagafrv. Framsóknarmanna. Er álit þeirra eitt
furðulegasta plagg, sem lengi hefir sézt á þingi, því að
með öðru orðinu er nauðsyn frumvarpsins viðurkennd,
en með hinu orðinu er ástandið talið ágætt, eins og
það er nú, og því ekki talin þörf neinna endurbóta á
löggjöfinni.
í inngangi álitsins er því lýst
með fögrum orðum, að meiri-
hlutinn hafi hinn fyllsta áhuga
fyrir auknum jarðræktarfram-
kvæmdum. „Sá ágreiningur",
segir í álitinu, „sem hér er orð-
inn, stafar engan veginn af því,
að nefndin sé eigi fyllilega sam-
mála um markmiðið: nauðsyn-
ina á aukinni ræktun landsins
með tilstyrk ríkisins og eflingu
jarðræktarlaganna, er flýti fyr-
ir stórvirkum jarðframkvæmd-
um.“
Hér vantar ekki áhugann fyr-
ir eflingu jarðræktarlaganna og
auknum framlögum til ræktun-
ar. En strax og meirihlutinn hef-
ir sleppt þessum orðum, fer á-
huginn óðum dvínandi. Þá fer
meirihlutinn að hugleiða, að það
þurfi a. m. k. nokkurra ara und-
irbúningsrannsókn áður en
hægt sé að hefja framkvæmd-
ir samkv. frumvarpinu, ræktun-
Fréttir frá ungmennafélögum
Ungmennafélag íslands eykur starfsemi sína jafnt og þétt.
Ný félög bætast einnig stöðugt í fylkingu þess. Hér á eftir fer
yfirlit um nokkra helztu starfshætti þess á næstu mánuðum.
íþróttamál.
íþróttakennarar U. M. F. í. í
vetur verða þessiy:
Bjarni G. Bachmann, Borgar-
nesi. Kennir hann hjá Umf. á
Vestfjörðum og auk þess tveim-
ur félögum þar að tilhlutun
í. S. í. Einnig mun hann kenna
í Borgarnesi.
Kári Steinsson, Neðra-Ási, sem
kennir í Austur-Skaftafells-
sýslu, Dalasýslu og Skagafirði.
Sigríður Guðjónsdóttir, Eyrar-
bakka, kennir þar og á Stokks-
eyri, bæði piltum og stúlkum.
Guttormur Sigurbjörnsson,
Gilsárteigi, er ráðinn héraðs-
kennari Ungmenna- og íþrótta-
sambands Austurlands. Það
hefir einnig ráðið Harald Hjálm-
arsson, Siglufirði, til íþrótta-
kennslu um tíma í vetur.
Þá hefir orðið samvinna við
S.S.Í. um einn kennara í Árnes-
sýslu, Vestur-Húnavatnssýslu og
Norður-Þingeyjarsýslu. Víðast
hvar standa íþróttanámskeiðin
í 2—4 vikur. Helztu námsgrein-
ar eru fimleikar og frjálsar í-
þróttir.
Áhugi Umf. fyrir íþróttum er
mjög mikill og var ekki hægt að
fullnægja umsóknum þeirra í
vetur, vegna skorts á íþrótta-
kennurum.
Síðastliðið vor og sumar störf-
uðu þessir íþróttakennarar að
tilhlutun U. M. F. 1, auk fastra
kennara sambandsins: Stefán
Kristjánsson, Húsavík, sem
kenndi hjá Ungmennasambandi
Þingeyinga, Páll Sigurðsson.Hól-
um, og Guðjón Ingimundarson,
Sauðárkróki, sem kenndu hjá
Ungmennasambandi Skaga-
fjarðar, og Jón Bjarnason,
Hlemmiskeiði, sem kenndi hjá
Umf. Skeiðamanna. Þá voru
veittir styrkir til margra félaga,
sem nutu kennslu heimamanna,
sem ýmist eru íþróttakennarar
eða áhugamenn um íþróttir.
Söngkennsla.
Kjartan Jóhannesson söng-
kennari, Ásum, Gnúpverja-
hreppi hefir verið ráðinn til þess
að kenna söng hjá nokkrum
ungmennafélögum í Árenssýslu
í vetur. Hefir Ungmennafélag
íslands í hyggju að auka þessa
starfsemi ánæstunni.
Skógarvarzla.
Þórður J. Pálsson kennari í
Reykjavík hefir verið ráðinn
skógarvörður í Þrastaskógi
næstu fimm árin.
Minningarsjóður Aðalsteins Sig-
mundssonar
er orðinn kr. 10. þús. Hefir
hann nýlega fengið skipulags-
skrá, staðfest af ríkisstjóra.
Stjórn U.M.F.Í. og afgreiðsla
Tímans í Reykjavík taka fram-
vegis á móti gjöfum í sjóðinn.
Ný sambandsfélög.
Ungmennafélag Ólafsfjarðar
hefir nýlega gengið í U. M. F. í.
Telur það um 50 félagsmenn.
Formaður er Tryggvi Jónsson,
Skeggjabrekku. Eru þá sam-
bandsfélög U. M. F. í. 151, með
8200 félagsmönnum. Skiptast
þau í 14 héraðssambönd, auk
nokkurra félaga úr héruðum,
þar sem þau hafa enn ekki verið
stofnuð.
arsamþykktirnar, sem frv. geri
ráð fyrir, séu of bindandi og
loks sé vafasamt um fjárráð
ríkisins á næstu árum, en frv.
muni hafa veruleg útgjöld í för
með sér. Þegar meirihl. er búinn
að velta öllu þessu fyrir sér, er
allur áhuginn fyrir eflingu jarð-
ræktarlaganna og auknum
framlögum, sem talað er um í
upphafi frv., rokinn út í veður
og vind, og niðurstaðan verður
þvi þessi:
„Bráðabirgðaákvæði þau, sem
nú eru í jarðræktarlögunum, eru
að svo vöxnu máli, nægileg 10
ára áætlun.Auk þess er að minna
á það, að hinn aukni jarðrækt-
arstyrkur, sem nú er lögtekinn
handa þeim, er lítið eða ekkert
hafa hagnýtt sér hlunnindi
jarðræktarlaganna, er mikil
hvöt til að hefjast handa þar,
sem túnkarginn er mestur og
allt með seinagangi. Að öðru
leyti mun réttast, að hin frjálsa
aðferð jarðræktarlaga þeirra,
sem fyrir eru, fái fyrst
um sinn að njóta sín. Þar er
réttmætt ákvæði um hámarks-
ársgreiðslu til hvers býlis og er
það nauðsynleg hamla.“
í áframhaldi af þessu er svo
lagt til að vísa frv. frá í trausti
þess', að ríkisstjórnin láti fram-
kvæma ýmsar rannsóknir og
kaupi nægar vélar, enda þótt
tillögumönnum sé vel ljóst, að
stjórnin getur ekkert gert af
þessu, þar sem hún hefir hvergi
lagafyrirmæli, er heimila henni
fjárráð í þessu skyni.
Það má segja, að sjaldan hafi
hugur hinna ráðandi manna
Sjálfstæðisflokksins og sósíal-
istaflokksins til landbúnaðar-
ins komið betur í ljós. Blöð
þeirra hafa hvað eftir annað
flutt greinar, þar sem skamm-
ast er yfir því, að landbúnað-
urinn sé ekki almennt rekin á
samkeppnisfærum grundvelli og
því sé þörf stórfelldari og skjót-
virkari ræktunarframkvæmda
en hingað til hafi átt sér stað.
Með þessum hætti hafa þeir
hugsað sér að vinna hug bænda
og þess vegna er þetta endur-
tekið í upphafi áðurgreinds
nefndarálits. En þegar til al-
vörunnar kemur og þeir þurfa
endanlega að taka afstöðu til
þess, hvort þeir vilji stuðla að
fljótvirkari ræktun, kemur
hinn raunverulegi hugur þeirra
í ljós. Þá er núgildandi löggjöf
orðin nógu góð eða „nægileg 10
ára áætlun“, eins og segir í
nefndarálitinu, enda þótt þeir
séu hvað eftir annað búnir að
lýsa yfir því, að hún hafi ekki
stuðlað að nógu skjótum fram-
kvæmdum.
Bændur eiga að láta sér nægja
fögur orð og fyrirheit, þótt ekk-
ert verði um efndirnar.
Því skal vissulega ekki neit-
að, að núgildandi jarðræktar-
(Framh. á 4. síöu)
Fertugur:
Þorgeir Jónsson
glímukappi.
Fertugur er í dag Þorgeir
Jónsson bóndi á Gufunesi.
Þorgeir var um skeið einn af
fjölhæfustu íþróttamönnum
landsins, stundaði flestar grein-
ar frjálsra íþrótta og komst í
fremstu röð í mörgum þeirra,
enda um áratug methafi í
sumum þeirra.
En sú íþróttagrein, sem hann
hefir orðið frægaistur fyrir, er
íslenzka glíman, enda var hann
afburða snjall glímumaður, fjöl-
brögðóttur og liðugur og auk
þess rammur að afli.
Það, að hann varð tvisvar
sinnum glímukonungur íslands
og fyrsti maður, sem samtímis
hefir unnið sæmdartitilinn
glímukonungur íslands og
glímusnillingur íslands, sanna
að hér er ekki farið með stað-
lausa stafi.
Hestamaður er Þorgeir mikill,
og á hann margt góðra hesta.
Þeirgeir er mjög vinsæll mað-
ur, blátt áfram í viðmóti, glað-
vær og hinn*bezti drengur.
í dag senda kunningjar hans
og vinir — og þeir eru margir
— honum sínar beztu hamingju-
óskir á þessum timamótum æv-
innar og óska honum allra heilla
í framtíðinni.
Ýmsar fréltir
Sjóflugan „Háförninn“ lask-
aðist verulega sl. föstudag, er
hún var að hefja sig til flugs
af Hornafjarðarós. Lenti hún á
sandrifi, sem rétt vatnaði yfir.
í flugvélinni voru þrír farþegar,
einn þeirra sjúklingur. Hvorki
flugmanninn eða farþegana
sakaði.
t t t
Bjarghringur merktur v.b.
Hilmi hefir rekið undan Sax-
hóli á Snæfellsnesi, og auk
þess hafa fundizt árar, hlerar,
lúgur og brbt úr bát, allt ó-
merkt, milli Stapa og Búða.
Þessir munir verða athugaðir
nánar af sérfróðum mönnum,
því að vera má, að þeir veiti
upplýsingar um orsök slyssins.
t t t
Barnaveiki hefir komið upp á
einu heimili í Vestmannaeyjum
og hefir þar látizt úr henni
fimm ára gamalt barn. Heimili
þetta hefir að sjálfsögðu verið
einangrað. Frh. á 4. s.
Á viðavangi
SKJAL FJÓRTÁN-
MENNIN G ANNA.
Fj órtán nafngreindir menn
hafa sent stjórnarskrárnefnd
og þingflokkunum skjal nokk-
urt, þar sem þeir hóta því að
hefja ófrið og deilur í lýðveldis-
málinu, ef endanlegri lýðveld-
isstofnun verði ekki frestað um
ótiltekinn tíma. í skjalinu eru
engin rök færð fyrir því, að slík
frestun sé nauðsynleg eða eðli-
leg, og yfirleitt er það svo gróf-
gert og stóryrt, að furðulegt
má telja, að jafn mætir menn
skuli hafa sett nafn sitt undir
það.
Síðan fjórtánmenningarnir
sömdu þetta skjal sitt, hefir
brautin í sjálfstæðismálinu
verið mörkuð af Alþingi og
meginþorri þjóðarinnar unir
henni áreiðanlega vel. Fjórtán-
menningarnir hafa vafalaust
hugsað sér, að þeir gætu með
skjali sínu haft áhrif á ákvörð-
un Alþingis og því verið víga-
legri en ella.
Eins og nú er komið,»verður að
treysta því, að þeir sætti sig
við orðinn hlut, framkvæmi
ekki hótun sína, heldur stuðli
að því, að atkvæðagreiðslan um
lýðveldismálið sýni eins og bezt
má verða, að þjóðin vill véra
frjáls og engum erlendum bönd-
um háð. Allt annað væru bein
fjörráð við frelsi íslendinga,
því að hvert atkvæði, sem greitt
kann að vera gegn lýðveldis-
stjórnarskránni, mun veikja að-
stöðu þjóðarinnar út á við.
Meðan verið var að ákveða
lausn málsins, gátu stór orð
verið leyfileg til þess að reyna
að hafa áhrif á, hvernig sú
ákvörðun yrði. En eftir að
lausnin er ákveðin, verða. allir
að standa saman. Það er sá ó-
hjákvæmilegi þegnskapur, sem
minnihluti verður að sýna í
slíku máli. Hann verður að gera
sér Ijóst, að þetta er meira en
hversdagslegt mál, þar sem deil-
ur þurfa ekki að vera hættu-
legar. Þess vegna ber að vænta
þess, að fjórtánmenningarnir
sýni nú greind sina og þjóð-
hollustu og efni ekki til meiri
óvinafagnaðar í þessu máli en
orðið er.
„SAGA UM GLÆP“.
Þannig hljóðaði nýlega fyrir-
sögn á grein í Þjóðviljanum, er
fjallaði um Múnchensamning-
inn, er leiddi til innlimunar
Tékkóslóvakíu í Þýzkaland.
Þjóðviljinn gæti líka vel not-
að þessa fyrirsögn, ef hann
birti frásögu af Moskvusamn-
ingnum, er gerður var ári síðar
og leiddi til núverandi heims-
styrjaldar. Hefði „faðir“ Stalin
ekki gert þann samning, hefði
Hitler aldrei þorað að hefja
styrjöldina og Rússar og aðrar
þjóðir, sem reynt hafa ógnir
nazista, hefðu sloppiö við þær
miklu hörmungar.
Múnchensamningurinn var
glæpur, en Moskvusamningur-
inn var þó enn stærri glæpur og
hinar hörmulegu afleiðingar
hans enn ægilegri.
FORSJÁ SJÁLFSTÆÐISFL.
Morgunblaðið birti nýlega for-
ustugrein, þar sem Sjálfstæðis-
flokknum var eignaður fram-
kvæmdasjóður ríkisins, raf-
orkusjóður og fleiri slíkir sjóð-
ir, sem eiga að vera til aukinna
framkvæmda eftir styrjöldina.
Telur Mbl. þetta sýna forsjá
S j álf stæðisf lokksins.
Óþarft er að taka það fram,
að þetta eru stolnar flíkur eins
og allar spariflíkur íhaldsins.
Má t. d. geta þess, að Jón Pálma-
son barðist harðlega gegn lög-
unum um framkvæmdasjóð,
eins og þingtíðindin sýna.
Ennfremur má geta þess,. að
nú væri alltaf 20 milj. kr. meira
í framkvæmdasjóði ríkisins, ef
Sjálfstæðismenn hefðu ekki gert
(Framh. á 4. siðu)