Tíminn - 07.12.1943, Side 2

Tíminn - 07.12.1943, Side 2
486 TlniW. þriðjuclagiim 7. des. 1943 122. blað Þorbjörn Björnsson, Geitaskarðii liMsir Seltlirniriesareslslis ■gtmtnn Þriðjudufiur 7. des. Olíumólid Meðal útgerðarmanna ríkir mikil ánægja yfir framgöngu Vilhjálms Þór í olíumálunum. Fyrir atbeina hans byrjuðu síldarverksmiðjur ríkisins að selja olíu á síðastliðnu sumri fyrir langtum lægra verð en þá var hjá olíuhringunum. Þetta leiddi til þess, að hringarnir voru nokkru síðan neyddir til að lækka olíuverðið stórlega. Hagnaður útgerðarinnar af verðlækkuninni mun alltaf nema miljónum kr. á ári. í beinu áframhaldi af þessu, hefir atvinnumálaráðherra lagt fram frumvarp um nýtt skipu- lag á olíuverzluninni. Er það markmið frv. að koma olíu- verzluninni sem mest í hendur þeirra, sem eiga mest undir henni, þ. e. útgerðarmanna Ætl- ast er til að þeir standi saman um verzlunina á félagsgrundvelli og njóti öflugrar aðstoðar ríkis- valdsins meðan samtök þeirra eru að komast á legg. Reynslan hefir sýnt, að þar sem útgerðarmenn hafa mynd- að slík olíusamlög, hefir árang- urinn orðið mjög góður. Meðal útgerðarmanna ríkir líka mik- ill og vaxandi áhugi fyrir lausn málsins á þessum grundvelli. Má óhætt fullyrða, að þeir standi jginhuga um frv. at- vinnumálaráðherra. Olíufrv. atvinnumálaráð- herra hefir fleiri hliðar en þær, að það sé hagsmunamál út- gerðarinnar. Olíuverzlunin hér er raun- verulega í höndum erlendra auðhringa. Markmið þeirra er að græða sem mest á viðskipt- unum við íslendinga líkt og ein- okunarkaupmenn Dana forðum. Vafalaust hafa hinir íslenzku umboðsmenn þeirra hér reynt að draga taum þjóðar sinnar, en þeir mega sín vart mikils í skiptunum við hina erlendu húsbændur. Það eru því hin út- lendu auðfélög, sem drottna yfir olíuverzlun íslendinga. Með frv. atvinnumálaráð- herra er stefnt að því að olíu- verzlunin verði innlend. Það er því mikilvægt sj álfstæðis- mál. Hér er verið að vinna sams konar verk og þegar verið var að draga verzlunina úr höndum Dana í hendur íslend- inga sjálfra. Vel má vera að þetta verk reynist torvelt, en tækifærið til að koma því fram er óvenjulega gott nú, vegna hinnar vinsam- legu skipta okkar við þau tvö stórveldi, er hér eiga mest hlut að máli. Þess hefði mátt vænta, þrátt fyrir sundurlyndið og 'ósam- komulagið á Alþingi, að þing- mönnum auðnaðist samt að standa saman um þetta mál, sem er bæði stórt hagsmuna- mál sjávarútvegsins og mikil- vægt sjálfstæðismál í senn. En því miður hefir ekki einu sinni náðst samhugur allra þingmanna um þetta mál. Sjálfstæðisflokkurinn — flokkurinn, sem kennir sig við sjálfstæði þjóðarinnar, — hefir smátt og smátt verið að færast til andstöðu við frv. Formaður flokksins reið á vaðið við 2. umr. í neðri deild og varpaði ýmsum brigzlyrðum til atvinnu- málaráðherra fyrir flutning þess. Frv. komst þó klakklaust gegnum þá deild, en þegar til efri deildar kom, hófst mót- staða Sjálfstæðismanna fyrir alvöru. Þar hafa þeir tafið það með málþófi og forseti kom- múnista hefir hjálpað þeim til að tefja málið með því að taka það aðeins örsjaldan til um- ræðu. Sjálfstæðisflokkurinn byggir andstöðu sína gegn frv. eink- um á því, að það heimili eign- arnám á olíugeymum auð- hringanna fyrir olíusamlög út- vegsmanna, ef það er talið nauðsynlegt. Þessi heimild er raunar meginkjarni frv., því að án hennar myndi framkvæmd málsins sennilega alveg stranda að þessu sinni. Eignarréttur auðhringanna er svo mikilvæg- í 10. tölubl. sjómannablaðs- ins ,Víkingur“ birtist mér leið- arvísir eftir sr. Jón Thoraren- sen. Þetta mun eiga að vera nýr vegur, sem klerkurinn bendir mér á, en mér virðist hins vegar aðeins um lélegan ofaníburð að ræða í þann veg- arspotta, sem hann gerði í vor og vildi telja framtíðarbraut íslenzkrar bændastéttar. Kennimaðurinn byrjar grein sína með lofsöng til forráða- manna sjómannablaðsins fyrir að hafa birt grein sína. Þeim verður ekki flökurt af öllu mönnunum þeim. Það eru þeim engin vinstrihandarverk, aur- kastið og illyrðin í garð ís- lenzkra landbænda. Það voru þeir, sem á sínum tíma bölsót- uðust og blöskruðust yfir brezka miljóna framlaginu til verðuppbótar á íslenzkar land- búnaðarvörur sakir útlendra markaðstapa, og þeir töldu rétt- mætara að skila brezka heims- veldinu aftur hinni stóru fjár- fúlgu, en að láta hana ganga til landbænda að verulegu leyti. Þannig litu þeir herrar á þau mál þá — nú syngur sr. Jón í sama dúr. — Sækjast sér um líkir. Presturinn virðist hafa mikla hneigð til að slá föstu, ur að dómi Sjálfstæðisflokks- ins, að fyrir honum verða hags- munir útgerðarinnar og sjálf- stæðismál þjóðarinnar að víkja, enda þótt Sjálfstæðisflokkur- inn hafi verið mjög fús til að veita eignarnámsheimildir, þeg- ar um jarðeignir bænda hefir verið að ræða, t. d. við kaup- staði. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sýni frv. þannig fyllstu and- stöðu, má samt vænta þess, að það nái fram að ganga. And- staða Sjálfstæðisflokksins verð- ur þá aðeins til að sýna það, hve þessi flokkur, sem sérstak- lega þykist bera sjálfstæði þjóð- arinnar og sjávarútveginn fyr- ir brjósti, er skeleggur í þeim efnum, þegar stórauðvaldiö er annars vegar. Þ. Þ. Það eru nú liðin sextíu og fimm ár síðan ég kom fyrst til sjóróðra á Vatnsleysuströnd. Þaðan stundaði ég útróðra í tíu ár. Á því tímabili varð ég gagn- kunnugur þessu byggðarlagi og vissi nokkuð góð skil á flestum búendum þar, bæði fátækum og ríkum. Öreigalýður í þurrabúð- um var þar þá í meiri hluta, nokkrir bændur bjargálna og fáeinir voru eða sýndust vera ríkir. Þeir höfðu mörg hjú, gerðu út nokkur skip, sem þeir áttu sjálfir, voru formenn á átt- æringum og höfðu jafnvel fimmtíu til sextíu manns á vetr- arvertíðum. Á þessum árum bar hæst á þeim nöfnum, bæði um skipa- stól og aflaföng, Guðmundi Guðmundssyni á Auðnum og Guðmundi ívarssyni, sem þá var talinn frá Skjaldakoti. Þeir voru þá báðir í fullu fjöri og mátti ekki á milli sjá, hvor þeirra væri betri formaður, en báðir voru þeir mestu aflaklær. Meðan þessir og nokkrir aðrir formenn sigldu skipum sínum í land, hlöðnum af þorski, sátu öreigarnir á grunnmiðum á sín- um lélegu bátkænum og báru oftast lítið úr býtum. Varð þvi sultur og seyra hjá meiri hluta fólksins, sem bjó í grennd við hina svokölluðu stórbændur. Meiri fátækt hefi ég ekki séð en á Vatnsleysuströnd á þessu tímabili. Endurminningar frá þessum árum fór ég að rita á gamals hvert stefna beri á hinni þjóð- hagslegu og meninngarlegu braut íslenzku þjóðarinnar í nú- tíð og framtíð, gleymandi því eða óvitandi, að hann sakir takmarkana sinna er ófær til að spá hvað þá að slá föstu, hvert stefna beri. Það er ekki laust við vand- ræðasvip á hinni prestslegu á- sjónu yfir því, hve lítið hann þekki mig. Hann viti eiginlega ekkert annað um mig en það, að ég hafi einhverntíma í fyrndinni búið á Heiði í Göngu- skörðum. Þrátt fyrir þennan þekkingarskort sinn á mér, slær hann því föstu, svona nokkurn- veginn, að ég sé leppalúði og þversum maður við líf og bar- áttu hinnar íslenzku þjóðar. En þrátt fyrir þessa af honum mér tileinkuðu eiginleika, er hann fús til að skáka sér fram til mannjafnaðar við mig og telur sig þá eðlilega færari í allan sjó, ólíkt verkfærari og fjölreyndari á verklegum sviðum. Hann kveðst vera gamall síldveiða- kappi, sjógarpur og þaulvanur lifrarbræðslumaður, að ó- gleymdum prestsskapnum. Ég skal nú presti til glaðningar gefa honum eftir yfirburðina í sjósókn, lifrarbræðslu og prestsskap, en lengra vil ég eigi að svo komnu undan slaka. Eftir þessa sína umþenkingu um mig, bregður hann upp sam- úðarsvip og segir, að sér þyki mjög vænt um bændur, og er voteygur yfir því, að „Tíminn“ skuli ekki hafa stungið grein minni 17. ágúst undir stól, en það sé nú eins og áður, að „Tímanum“ sé ekki óljúft að skamma og birta skammir um sig og aðra Reykvíkinga, sem elski bændur og séu stöðugt með útbreiddan faðm þeim til varn- ar og verndar. — Já, sér er nú hver væntumþykjan hjá Jóni presti og hans fylkingararmi í garð okkar bænda. Ætli Tíminn sjái ekki stundum í úlfseyrun undan sauðargærunni og fari nærri um heilindi prestliðanna í garð bænda. Hitt er sannara, að presti gremst, að bændur aldri og þar með sagnaþætti af Vatnsleysuströnd, sem birtust í Rauðskinnu. Þá var Vatnsleysu- ströndin orðin óþekkjanleg samanborið við þá tíma, sem þættir mínir miðuðust við. Ör- eigakotin horfin og hin mann- mörgu stórbændaheimili ekki lengur til. Aðeins stöku gamal- menni á lífi, sem mundi þá tíma, er ég lýsti. Um þá yngri kynslóð þar syðra vissi ég þá harla lítið, þar eð liðin voru þá fimmtíu ár frá því ég kvaddi það byggðarlag í síðasta sinni. En svo bar nýrra við. Ég fékk langt og fróðlegt bréf frá Á- gústi bónda í Halakoti á Vatns- leysuströnd. Ég hafði aðeins séð hann ungling, en á foreldrum hans, Katrínu Andrésdóttur og Guðmundi ívarssyni, kunni ég góð skil. Ágúst var þá búinn að lesa þætti mína af Vatnsleysu- strönd, og fann ég á honum, að honum þótti ég allt of dökk- skyggn á þetta byggðarlag, án þess að bera upp á mig, að ég færi neins staðar með rangt mál. En sem vænta mátti hafði Ágúst miklu fleira að segja frá þessu byggðarlagi heldur en ég. Þarna var hann borinn og barn- fæddur, en ég kom sem vermað- ur og gat helzt borið um sjó- mannalífið þar. Fram úr þessu skrifaði Ágúst mér fræðiþætti einn eftir annan, bæði frá fyrri og síðari timum. Varð ég þvi fyrir vinsamleg bréf þessa minnuga manns kunnur hinni nýju Vatnsleysuströnd, sem orðin var óþekkjanleg frá þeim skuli eiga málsvara þar, sem Tíminn er, sem bregða vill upp hlífiskildi og deyfa vopnabit þess liðs, sem í seinni tíð sækir svo mjög að bökum búenda. Séra Jón telur skrif mín í „Tímanum“ 17. ágúst af því sprottin, að ég sjái ofsjónum yfir lofi hans í garð sjómanna- stéttarinnar, því að ég vilji, að bændastéttin sitji ein að öllu lofi, svo sem hún hafi gert frá 1927 til þessa dags. Enda þótt ég telji það hæpinn verknað að eyða röksemdum í viðræðum við sr. Jón Th. um þessi mál, þá vil ég samt í örfáum dráttum benda honum á eftirfaraiidi: Ég tel ólíklegt, að nokkur ann- ar en hann hafi getað fengið það út úr grein minni í Tíman- um 17. ágúst, að ég bæri öfund og illhug til íslenzkra sjómanna. Ég tók það skýrt fram, að ég teldi þá verðuga lofs og skiln- ings, sakir dugnaðar og dáða, og að ég fyrirliti allan meting milli stétta — ég benti á ástæð- urnar fyrir því, að ég taldi slíkt heimsku. Það má lofa svo annan, að lastaður sé ei hinn. Mér hefir heldur aldrei dottið í hug að neita því, að hin fjár- hagslegu uppgrip hafi hin síð- ari ár verið við sjávarsíðuna, en ég benti á, að hinn aðalat- vinnuvegur þjóðarinnar, land- búnaðurinn, skapaði e. t. v. verðmæti, sem hefðu gildi til jafns við fjármagn sjávarsíðu- búa. Presturinn hyggst að slá mér við með þeirri röksemd, að samkvæmt útreikningum hag- stofunnar hafi 95—96% af öllu útflutningsmagni þjóðarinnar árin 1940—41 verið sjávaraf- urðir, aðeins 4—6% hafi verið landbúnaðarvörur og annað dót. Þetta mun í aðalatriðum rétt. En hinu gleymir presturinn, eða kærir sig ekki um að benda á, að það eru sveitirnar — syn- ir og dætur moldarinnar — sem vinna að sköpun þeirra verð- mæta, sem teljast verða ómiss- andi lífsnauðsynjar þjóðarheild- arinnar. Því reiknar presturinn ekki út, eða fær lánaðar tölur hjá einhverjum, sem sýna hve tímum, sem ég var búinn að lýsa. Ágúst hefir verið frábær for- maður og mesti búhöldur. Svo var og um syni hans — sem tóku við af föður sínum. Var það af- sakanlegt, þótt honum, yrði nokkuð tíðrætt um sína nán- ustu, bæði foreldra og börn, sem allt hefir verið dugmikið og vel gefið fólk. Á ég mikið safn af bréfum frá honum með gömlum og nýjum fróðleik. Síðasta bréf- ið skrifar hann mér einum eða tveimur dögum fyrir andlátið. Var útvarpið búið að flytja lát hans viku áður en pósturinn færði mér hans síðasta bréf, sem var á mörgum örkum. Furðaði mig á afköstum hans við rit- störf, sem báru það með sér, að hann hafði lítið fengizt við slíkt fyrr en hann var kominn á efri ár. En fyrst varð Ágúst víð- kunnur fyrir ritverk sín eftir að Jón Eyþórsson veðurfræðingur fór að birta sagnaþætti hans í útvarpið, sem þóttu fróðlegir og var vel tekið í sveitum landsins, eins og öllum þjóðlegum fróð- leik. Og nú er það með liðstyrk Jóns Eyþórssonar að sagna- þættir Ágústs eru komnir fyrir almennings augu, og vel tekið, enda þótt nokkrar misfellur séu þar á stöku stað, því að Ágúst virðist veikur í ártölum og ætt- fræði, þótt minni hans hafi verið gott. Við lestur þáttanna sá ég nokkrar misfellur í þeim og bendi hér á fáeinar. Ágúst telur þá hálfbræður Sæmund og Auðun á Minni- Vatnsleysu. Það er ekki rétt, þeir voru albræður, og þriðji bróð- irínn hét Jóel og bjó i Njarð- víkum. Jón Sæmundsson faðir þeirra var tvígiftur. Fyrri kona hans var Margrét dóttir séra Jóns Grímssonar á Húsafelli. Þeirra son var Eggert, sem átti Kristínu Þorvaldsdóttur frá Stóra-Kroppi. Sonur þeirra var Jóhann faðir Þorgeirs bónda í stór hluti af neyzluvörum þjóð- arinnar (og það, sem mann- fólkið má sízt án vera) er frá sveitunum. Þá bregður klerkur milli tanna sér gömlu tuggunni um milj- ónaframlagið úr ríkissjóði, með- lagið með landbúnaðarvörum, eða sem frekar mætti nefna dýrtíðaruppbót landbænda. Þessu þarf ég eiginlega engu að svara, því það hefir áður verið gert af góðum mönnum með gögn í höndum. Það hefði ekki sakaö í þessu sambandi, þótt presturinn hefði brugðið upp tölum, sem sýndu hve mikil hef- ir verið árleg tekju- eða launa- hækkun allra embættismanna þjóðarinnar og hvaðan sú hækkun er. Einnig hve mörgum miljónum nemur kauphækkun allra kaupþega til lands og sjávar. Er ekki sú kauphækkun tekin öðrum þræði úr ríkissjóði, en hinum af framleiðendum? Við þessu er raunar kannske ekkert að segja úr því sem kom- ið er, en það er meira en meðal skammsýni og rangsýni þeirra manna, sem ætlast til þess, að landbændur einir allra þjóðfé- lagsþegna eigi, þrátt fyrir sí- aukna dýrtíðarþenslu og verð- hækkun á allri aðkeyptri vöru, vinnulaunum, sköttum og öll- um opinberum gjöldum, helzt enga eða sáralitla verðhækk- un að fá á framleiðsluvöru sinni eða vinnu, því að vitanlega liggur sú krafa á bak við allt þvaðrið um tugmiljóna styrk- ina. Enn segir prestur i síðari grein sinni: „Það er ekki óvar- legt að ætla, að einungis hin minni bú sveitanna hafi þá umsetningu, jafnvel tekjur, að jafnist á við laun margra em- bætismanna, minnsta kosti prestanna." Þessu slær prestur föstu. Þó eru þau sannindi aug- ljós öllum þeim, sem vita vilja, að mikill hluti landbænda hefir til þessa, þrátt fyrir 14—16 tíma vinnudag mest allt árið, borið mun lægri tekjuhlut frá borði en óbreyttur ábyrgðarlaus reyk- vískur verkamaður með 7—8 stunda vinnudag, auk margra fríðinda, sem hann nýtur fram yfir bóndann. Hvað mun þá um embættismenn og alla þá ríkis- sjóðslaunuðu. Þeir hafa að jafn- aði eða vel flestir, ekki búið við skarðari hlut en óbreyttir verka- menn. Eftir að klerkur telur sig hafa býsnast nög yfir tekjuhæð ís- Reykjadalskoti og Kjartahs organista. Síðari kona Jóns Sæ- mundssonar hét Elín. Synir hennar og Jóns voru. þeir Sæ- mundur, Auðunn og Jóel. Það er ekki rétt, að Ólafur Arinbjarnarson hafi dáið ungur og ógiftur. Hann átti bæði konu og börn. Tengdasonur hans var Jóhann, þingmaður Vestmanna- eyinga. Ólafur var verzlunar- stjóri bæði í Borgarnesi og Vestmannaeyjum og þar mun hann hafa dáið á fimmtugs- aldri. Ágúst segir, að jafnaldrarnir Guðm. ívarsson, Guðm .á Auðn- um og Sæmundur á Vatnsleysu hafi verið fermdir 1848 eða 1849. Það getur ekki staðizt, því þeir voru fæddir 1840, að minnsta kosti var Guðm. á Auðnum fæddur það ár. í fyrsta Sagnaþætti mínum af Vatnsleysuströnd er sagt frá drukknun Ólafs Runólfssonar, vinnumanns Guðmundar á Auðnum, og þeirra fimm, sem þá fórust. Voru þrír þeirra slæddir upp daginn eftir af Páli bónda í Hákoti; þeir Ólafur Runólfsson, Guðmundur á Sól- eyjarbakka og Helgi Einarsson. Þetta má lesa í þætti mínum, sem birtist í Rauðskinnu, og þarf ekki að rengja það. Er því mishermi hjá Ágústi, að Ólafur hafi ekki farizt. Þá ranghermir Ágúst nokkur mannanöfn. Hjálmar tengdason Egils á Þórustöðum, telur hann Sigurðsson, en hann er Þor- steinsson Hjálmarssonar frá Kolsstöðum á Hvítársíðu. Eyjólf bónda á Þórustöðum telur hann Þorkelsson, en hann var Jónsson, Þorkelssonar í Flekkuvík. Steinunni konu Eyj- ólfs á Þórustöðum telur hann Sigmundsdóttir, en hún var dóttir Helga bónda í Móakoti á Vatnsleysuströnd. Jón vinnumann Guðmundar á Auðnum, sem drukknaði hjá lenzkra landbænda, líkir hann þeim við deyjandi barn, sem liggi bjargvana og án lífsvonar í sjúkrahúsi, en bætir svo við, að bæði sér og öðrum Reykvík- ingum geti svo sem þótt vænt um þetta barn, þangað til það hefir andað út síðustu golunni. Það er ekkert á móti því fyrir bændur að reyna að gera sér það ljóst, hvert þeir stefna þessir hárgreiðuspilarar stétta og flokka, slíkir sem Seltjarnar- nesklerkurinn. Ég veit ekki hvort þeir menn, sem stöðugt eru að kasta hnjóðsyrðum og hrakspám í götu fyrir íslenzka landbændur, gera sér það ljóst, að með því eru þeir að gera lítið út kosturn landsins og þeirn lífsmöguleikum, sem það skap- ar þeim, er þar leggja hönd á plóginn. — Þótt íslenzkir bænd- ur séu fæstir fæddir með gull í vösum og þótt þá skorti nokk- uð á þá Hrafnistumanna-gæfu að geta siglt hraðbyri að því marki, sem hugur þeirra og vilji stendur til, þá er hitt þó vist, að þeir ná því marki, þótt byr sé ekki ætíð hagstæður og erf- iðlega horfi stundum, því að bændastéttinni íslenzku er í blóð borinn sá styrkur í vilja, sú þrautseigja í raun, og sú hóf- semd í nautn, að sigur í baráttu til vaxandi þjóðheilla er vís. Sr. Jón Th. hefir sem motto fyrir síðari grein sinni vísupart um draum Þorbjörns á Felli. Mér virtust þau vísuorð ekki eiga við málið skylt. Nú vil ég lofa presti að heyra heila vísu. Hún er gömul og stórorð nokk- uð, en hún á þó í sér fólgna staðreynd þeirra sanninda, sem ég veit að prestur hvorki vill né getur véfengt — að máttur hins sanna og góða má sín ætíð að lokum betur en hrakspár og ill- hugur. — Vísan er svona: Þó að margur upp og aftur ísland níði búðarraftur meira má en kvikindskjaftur kraptur Guðs og sannleikans. . Það má hver, sem vill, lá mér, að ég þoli illa að talja við hrak- spám og köpuryrðum, sem kast- að er til mín og stéttar minn- ar, af þumlungsmönnum, sem lítið sjá aftur og ekkert fram, án þess ég bregði upp hendi til varnar, og mig gildir það einu, hvort það er búðarraftur, klerk- ur eða klámskáld, sem slíka iðju upptekur. Svartaskeri, telur hann Jónsson; hann var Jónasson. Ekki gat Sigmundur Andrés- son með réttu talizt uppeldis- sonur þeirra Guðm. ívarssonar og Katrínar konu hans, því Sig- mundur hefir verið um ferm- ingu, þegar hann fór til þeirra hjóna. Ekki er það rétt, að skip það, sem Þórður í Ráðagerði stýrði í Hoffmannsveðrinu, en með Þórði var Ólafur í Bygggarði, hafi verið eina skipið, sem náði landi af þeim, er voru þá á sjó. Ólafur Bjarnason á Litla-Teig náði þá líka landi slysalaust. Það var daginn eftir þrettánda dag jóla, ekki á þrettándanum. Þá er sagt, að Magnús Gríms- son, Reykdælingur, sem orti „Lóan í flokkum flýgur", hafi kennt við barnaskólann á Vatns- leysuströnd, sem byggður var 1872. Þetta getur ekki staðizt. Magnús Grímsson skáld var vígður að Mosfelli í Mosfells- sveit 1855 og dó þar 1860. Að Magnús Einarsson, sem lengi bjó á Hrafnabjörgum og kenndur var við þann bæ síðan, hafi búið lengi á Bjarnastöðum í Hvítársíðu og verið hreppstjóri Hvítsíðinga í 20 ár, nær engri átt. Magnús byrjaði reyndar bú- skap á Bjarnastöðum, en flutti þaðan að Höfn í Melasveit eftir fárra ára búskap. Ekki var Steinunn, kona séra Stefáns Thorarensen á Kálfa- tjörn, ættuð frá Höfn í Mela- sveit, en hún var systir Péturs Sívertsen bónda í Höfn, en hann fluttist að Höfn austan af Eyr- arbakka. Vil ég taka það fram, að hún var dóttir Sigurðar Sí- vertsen kaupmanns í Hafn- arfirði og konu hans, Guðrúnar Guðmundsdóttur, systir Helga biskups. Sigurður var son- ur Bjarna riddara Sívertsen í Hafnarfirði, sem kemur mikið við sögu Hafnarfjarðar á fyrstu áratugum 19. aldar. Börn Sig- Þorbjörn Björnsson Kristleifiir l»orstcins.son: Enn af Suðurnesjum Kristleifur á Stóra-Kroppi ritar hér nokkra viðauka og leið- réttingar við „Þætti af Suðurnesjum“, eftir Ágúst Guðmunds- son bónda í Halakoti á Vatnsleysuströnd.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.