Tíminn - 07.12.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.12.1943, Blaðsíða 3
122. blað TÍMINN, þriðjmlaglim 7. des. 1943 487 Opið bréf tíl sauðfjár- sjúkdómanefndar Hreppsnefnd Helgustaðahr. mótmælir eindregið þeirri fyr- irætlun sauðfjársjúkdóma- nefndar Austurlands, að girða Eskifjarðarhrepp og hluta úr Reyðarfjarðarhreppi, sem báðir hafa verið taldir sýktir, inn í girðingu með Helgustaðahreppi og Norðfjarðarhreppi, sem báð- ir hafa verið taldir ósýktir. Fé í HTelgustaðahreppi var prófað fyrir tveim árum síðan og reyndist ósýkt. — Fulltrúi sauðfjársjúkdómanefndar vildi á fundi sem haldinn var á Eskifirði 1. nóv. s. 1., gera lítið úr sýkingahættu, sem stafaði af fé í Eskifjarðarhreppi. Um þessa hlið málsins viljum við fara nokkrum orðum. Ákvæði um meðferð utansveitarfjár á Austurlandi hafa um nokkur ár mælt svo fyrir, að fé, sem kæmi fyrir á Völlum úr Eskifjarðar- og Reyðarfjarðarhreppi mætti reka heim til sín. En fé, sem kæmi fyrir á Völlum úr Helgu- staða- og Norðfjarðarhreppi skyldi slátra undir eftirliti hreppsstjóra í Vallnahreppi, svo örugt væri að þær bæru ekki , veikina heim í þessa hreppa. Til skýringar fyrir ó- kunnuga skal á það bent, að fé Reyðfirðinga-, Eskfirðinga- og Vallnahrepps gengur saman á afréttum. Þá viljum vér einnig benda á- að í áðurnefndum ákvæðum er svo fyrir mælt: „Meðan garna- veiki ekki sannast í Búlands- hreppi, er bannað að flytja full- orðið fé norðan Berufjarðar til slátrunar á Djúpavogi.“ Það er mjög á annan hátt búið að Eskifjarðarhreppi í þessu efni. Verzlanir á Eskifirði og bændur í sýktu hreppunum á Héraði hafa eftirlitslaust flutt fullorð- ið fé, sem annað fé, til slátr- unar á Eskifjörð. Undantekn- ingarlaust hefir þetta fé verið geymt á túnblettum þorpsbúa urðar Sívertsen voru þrjú, Pét- ur Sívertsen bóndi í Höfn í Melasveit, Rannveig, fyrri kona séra Stefáns Thorarensen og Steinunn, síðari kona hans. Það var 1879, sem lungnabólg- an geysaði á Vatnsleysuströnd- inni, þegar Steini frá Valda- stöðum í Kjós dó þar og margir fleiri, en Ágúst telur það hafa verið 1878. Ekki getur það staðizt, að fiskivertíðin mikla hafi verið 1849, því að þá hefir Guðm. ívarsson verið aðeins 9 ára en ekki 14. En sú mesta fiski- vertíð, sem ég heyrði oft vitn- að i, var á hinni svokölluðu hörðuföstu 1859. Þá hefir Guðm. verið 19 ára, ekki 14 eins og Á- gúst telur. Ég hripa þessar leiðréttingar aðallega vegna þess, að frásögn- um okkar Ágústs ber ekki alveg saman, en þar sem á milli ber, þykist ég viss í minni sök. Þó skal ég tilfæra hér eitt atriði, sem ég hefi skráð og taldi eftir góðri heimild. í þætti um kerl- ingabækur í Sögu Borgarfjarð- ar, er sagt frá þeirri trú, að lík mætti finna í sjó og vötnum með því að hafa hana með í leitinni, því að hann galaði, er komið var á staðinn, þar sem líkið lægi í botni. Vitna ég þar í frásögn manns, sem Andrés hét. Hann sagði mér, að hann hefði verið vinnumaður Guðm. Brandssonar í Strandakoti, þeg- ar hann drukknaði, sem skeði 11. okt. 1861. Þá hefði Andrés farið á slysastaðinn á skipi, með fleiri mönnum og fundið líkið að tilvísun hana, sem hafður var með á skipinu. Ég trúði þessum gamla og gráhærða öld- ung og skráði frásögn hans orð- rétt. En Ágúst í Halakoti segir, að 12 ára drengur hafi fundið lík Guðm. Brandss., rekið af sjó. Sé það rétt, hefir þessi Andrés ekki verið sem ábyggilegastur heimildarmaður. Guðmundur Brandss. drukkn- ar 8 árum fyrir fæðingu Ágústs, svo vera má, að heimildir hans fyrir þessum líkfundi, séu ekki ábyggilegar, því að sagnir eru fljótar að blandast málum, nema því aðeins, að þær finnist skráðar frá þeim tíma, sem þær skeðu. Þótt ég skrifi þessar fá leið- meðan það beið slátrunar. Hver hópurinn hefir komið á eftir öðrum, svo þessir túnblettir hafa verið hvítir til að sjá tveggja vikna tíma og lengur. Þegar svo sláturtíðin er liöin koma kindur þorpsbúa og gera sér gott af þeim hreinu og heil- næmu stráum, sem eftir eru á túnunum og ekki eru hulin undir sauðasaurnum. Vér get- um ekki fallizt á að sauðfjár- sjúkdómanefndin hefði horft á það aðgerðarlaus að fullorðið fé af Héraði væri flutt til Eski- fjarðar og geymt þar á túnum þorpsbúa, nema því aðeins að hún líti svo á að Eskifjarðar- hreppur væri sýktur. Af framanrituðu teljum vér mikla sýkingarhættu frá fénu á Eskifirði og algjörlega óverjandi að taka Eskifjarðarhrepp í sam- girðingu með Helgustaða- og Norðfjarðarhreppi. Vér höfum borið fram þá ósk, að girðing sú, sem fyrirhuguð er að leggja frá Lagarfljóti um Eskifjarðarheiði að botni Eski- fjarðar, verði breytt þannig, að hún verði lögð af Eskifjarðar- heiði út fjallið fyrir ofan Eski- fjarðarkauptún og til sjávar fyrir utan kauptúnið. Þessi girðing væri þá sæmilega ör- ugg til að fyrirbyggja að garna- veiki flyttist í Helgustaða- eða Norðfjarðarhrepp, en Eskifjarð- arhreppi algjörlega bagalaust að vera áfram í sama flokki og Reyðarfjarðarhreppur. Fáist ekki þessi lagfæring á girðing- unni, verðum við að krefjast þess, að sérstök girðing verði sett á milli Eskifjarðar- og Helgustaðahrepps, í sama til- gangi og girðing var sett milli kauptúnsins á Djúpavogi ann- ars vegar og Álftafjarðar og Hamarsfjarðar hins vegar. Hreppsnefnd Helgustaðahrepps. réttingar við Sagnaþætti Á- gúst bónda, þá get ég þess um leið, að það sæti ekki á mér að fara að dæma annarra verk, en mér þykir það góðra gjalda vert, þegar minnugir menn bjarga frá gleymsku þjóðlegum fróðleik, oft á síðustu stundu. Hefir Ágúst orðið góður liðs- maður í þeim efnum. Hann elsk- ar bæði sjóinn og sveitina sína, þar sem hann átti heima frá vöggu til grafar og gat fagnað yfir giftu sinni og foreldra sinna, Ég minnist nokkuð á Vatns- leysuströndina í þáttum mín- um, sem birzt hafa i Rauð- skinnu. Er ég ekki eins bjart- sýnn á þá byggð sem Ágúst, og er það af skiljanlegum ástæð- um. Ágúst fæðist þar upp hjá góðum foreldrum, lifir við alls- nægtir og verður strax hugfang- inn af sjómennskunni. Ég lifi þar aftur á móti við hin köldu kjör útróðrarmanna og kynnist þar hinu snauða þurrabúðar- fólki, sem ekki hafði málungi matar að heitið gæti. Mætti skrifa langan þátt um það fólk, sem lifði þar við hin hörðu kjör fram á síðustu áratugi 19. ald- ar. En Ágúst sneiðir hjá öllu slíku, enda munu þættir hans skrifaðir meðfram til þess að sýna bjartari hlið á þessu byggð- arlagi, heldur en þá, sem ráða má af mínum skrifum um sveit hans og sveitunga. En sammála erum við um margt, má þar tilnefna prests- verk og glæsimennsku séra Stefáns Thorarensen á Kálfa- tjörn. Svo er og með hina frá- bæru fiskimannshæfileika Guðm. ívarssonar, föður sagna- ritarans. Það gæti vakið grun við lestur þáttanna, að þar sé ekki með öllu skrumlaust. En oft var ég sjónarvottur að því, að Guðm. ívarsson dróg hríð- vitlausan fisk, en á sömu fiskimiðunum urðu aðrir varla varir. Sá ég Ágúst, þegar hann var á 14. ári, sitja í skut hjá föður sínum og draga svo öran fisk, að óðar en færið kom í botn var á því fiskur og aldrei fipuðust handtök þessa unga og efnilega fiskimanns, sem lauk ævinni með happadrjúga sjó- mannssögu að baki sér. Hann (Framh. á 4. síðu) Upp frá áþ(áu FRAMHALD Fólkið, sem þrælaveiðararnir smöluðu saman, tóku nauðtaki, ráku út í skip sín, birgðu í lestunum, fluttu vestur um haf og seldu á markaðstorgum, var að verulegu leyti niðjar þeirra manna, er hófu þessi gömlu ríki til vegs. En margir höfðu einnig verið þrælar í heimalandi sínu. Verður sú hörmungasaga, er mansalið er, aldrei skráð til neinnar hlítar. En hún er því mið- ur ekki aðeins ljót og viðurstyggileg minning frá liðnum öld- um, heldur hefir hún dregið eftir sér þann dilk, er gert hefir hana ávallt nálæga og stráð um sig nýjum og nýjum hörmungum. Og svo verður sennilega enn um langa hríð, þótt sárt sé til þess að vita, að hin marglofaða menning okkar hvítra manna skuli ekki vera komin á það stig að hefja sig upp yfir kynþáttahatur, hind- urvitni og villimannslega nautn af því að svala skapi sínu á lítilmagna. Þegar er hvítir menn höfðu tekið sér bólfestu í Vesturheimi, hófst þangað flutningur svartra þræla. Tæpum þrem áratugum eftir að Kólumbus fann hinn nýja heim, gaf Karl V. Spánar- konungur hverjum Spánverja, sem setzt hafði að í Haiti, leyfi til þess að flytja inn tólf svarta vinnuþræla. Refsingu þeirrar syndar hlutu niðjar hvítra manna í Vestur-Indíum í Svert- ingjauppreisninni miklu nær þrem öldum síðar. Annars voru það Portúgalar, er á öndverðri 15. öld tóku fyrstir manna að sigla skipum sínum að vesturströnd Afríku, kaupa þar fólk eða ræna og flytja heim með sér og hafa að þrælum eða selja öðr- um. Var þetta lengi vel iðkað í nafni kristindómsins undir því yfirskyni að snúa ætti hinu brottnumda fólki frá heiðinni skurð- goðadýrkun og frelsa sálir þess frá ævarandi glötun. Þrælahald Spánverja í Vesturheimi færðist fljótt stórkostlega í aukana og breiddist út til annarra nýlendna. í byrjun 17. aldar tóku enskir landnemar í nýbyggðum þeim, er síðar urðu grund- völlur Bandaríkj anna, þenna sama hátt upp. 1619 er þess getið, að tuttugu svartir þrælar hafi verið fluttir til Virginíu á hollenzku skipi. Voru þeir settir þar til vinnu á tóbaksekrunum. Eftir því sem jarðrækt færðist í aukana í hinum syðri nýlendum Englend- inga, varð svo æ meiri þörf fyrir verkafólk. Þrælainnflutningur- inn jókst því hrööum skrefum, og það varð stórkostlegur gróða- vegur, er óspart var hagnýttur, að sigla til Afríku og ræna fólki eða kaupa og selja síðan vestan hafs. Voru Hollendingar þar framarlega í flokki fyrstu öldina, en er fram i sótti, tóku enskir kaupmenn mjög að bola þeim frá þessum þokkalega atvinnuvegi og sátu áður en lauk nær einir að honum. Þessar hroða-aðfarir vöktu fljótlega gremju og viðbjóð í mörgum löndum Norðurálfu. Margir ^óðir menn risu upp og mót- mæltu svívirðingunni harðlega. Einkum var það þó í Englandi, að þessi andmæli fundu snemma hljómgrunn. En þar var þó við ramman reip að draga, þar sem gróðafíknin var. í sjálfum nýlendunum vestan hafs vaknaði einnig snemma andúð gegn mansali og þrælahaldi. Árið 1776, sama árið og ný- lendurnar slitu sig úr tengslum við England, bönnuðu Kvekarar í Pennsylvaníu til dæmis allt þrælahald í ríki sinu, og margir valdamenn og rithöfundar hófu baráttu gegn því. Meðal þeirra Jefferson og Benjamín Franklín. Urðu um þetta mikil átök voru sumir forsetar Bandaríkjanna, Georg Washington, Tómas meðal stjórnmálamanna, þótt ekki hlytist af friðrof um sinn. í Norðurálfu óx andúðin gegn mansalinu sífellt. Voru Eng- lendingar þar í fararbroddi, og væri margra mætra manna að geta, ef rúm væri til þess að rekja þá sögu rækilega. En meðal hinna ágætustu brautryðjenda á þessu sviði var þá Vil- hjálmur Wilberforce, er var aðeins fimmtán ára að aldri, er han,n gekk fram fyrir skjöldu til þess að berjast gegn mansalinu. Hatm varð þingmaður 21 árs að aldri og barðist í heilan manns- aldur hinni harðvítugustu baráttu fyrir hinn góða málstað. Á öndverðri 19. öld bannaði enska þingið útflutning þræla frá þeim löndum, er Englendingar réðu. Skömmu siðar tóku þeir upp samninga við mörg ríki um afnám þrælahalds og guldu stórfé í skaðabætur 'til þrælaeigenda til þess að koma málum þessum fram. Er það ánægjulegt dæmi um blessunarríka í- hlutun erlends ríkis um málefni annarra. Árið 1833, sama árið og Vilhjálmur Wilberforce andaðist, var svo þrælahald bannað í enskum nýlendum. Voru þá tuttugu miljónir sterlingspunda greiddar úr ríkissjóði Englendinga í skaðabætur til þeirra, er þessi lög bitnuðu á. En þrátt fyrir alla þessa sampinga og lagasamþykktir hafði ekki tekizt að kveða mansalið niður. Gullið og gróðavonin freist- aði manna og fíknin til glóandi gjaldsins varð sljórri sómatil- finningu og réttlætisvitund yfirsterkari í huga margra. Sums staðar voru kaup og sala þræla einnig leyfð enn og veitti það þrælasölunum haganlega aðstöðu til að stunda atvinnu sína á laun, þar sem hún var bönnuð. Þar sem um launverzlun var að ræða, lenti hún öll í höndum hinna óhlutvöndustu manna, er einskis svifust og ekkert skeyttu um líf og líðan þess fólks, er orðið hafði þeim að bráð. Slíku miskunnarleysi sem Portúgalar, Spánverjar, Hollendingar og margir þrælasalar af öðrum þjóðum höfðu beitt á fyrri árum mansalsins, keyrði þó fyrst um þver- bak, er hér var komið sögu. Mætti margt frá því segja. Ensk herskip voru á verði víða um höf, og eitt af verkefnum þeirra var að reyna að hafa hendur í hári þeirra, er gerðust brotlegir gegn settum lögum í þessu efni. Þrælasalar tóku þá það ráð að geyma Svertingjana hlekkjaða í lestunum og þorðu ekki einu sinni að leyfa -þeim að stíga upp á þiljurnar til þess að anda að sér fersku lofti. Sökum áhættunnar var einnig miklu fleira fólki hrúgað saman í þröngar lestirnar heldur en nokkurn tíma hafði áður verið gert, og var þó ekki á það bætandi. Fjöldi fólks dó á leiðinni yfir hafið, og það var alls ekki einsdæmi, að fólkið kafnaði í kösum í lestarrúmunum. Oftlega bar það til að hundfuð Svertingja voru myrt í hafi og líkunum síðan fleygt í sjóinn, ef hætta þótti á, að þrælaskipin slyppu ekki undan varðskipum Englendinga. Stundum var fólkinu varpað lifandi í sjóinn. Það var fljótlegri aðferð, ef mikið lá við. Hversu óheyrilega hræði legur þessi þáttur þrælasögunnar er, má nokkuð marka á því, að talið er, að aðeins þriðjungur þess fólks, er flutt var á skip í Afríku á þessum árum, hafi komizt lifandi til Vesturheims. Hitt dó á leiðinni eða var bókstaflega myrt. Auk þess dó fjöldi fólks af afleiðingum ferðalagsins stuttu eftir komu sína vestur. Innflutningur Svertingja til Bandaríkjanna, jafnvel eftir 1808, að þrælainnflutningur hafði verið bannaður að lögum, er tal- inn hafa numið 50—100 þúsund manns sum árin, svo að hér hefir verið um að ræða múgmorð, sem ekki eru minni háttar en manndráp Húna, er þeir geistust vestur um gresjur Asíu nokkr- um öldum fyrr. Píslir þær, sem vesalings fólkið varð að þola, eru helzt sambærilegar við aðfarir rannsóknarréttarins í Evrópu á Samband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Þegar eldsvoffa ber aff höndum brenna nálega í hvert sinn óvátryggffir innanstokksmunir. Frestiff ekki aff vátryggja innbú yffar. Tilkynning til h 1 u t h a i a Gegn framvísun stofna frá hlutabréfum í h. f Eim- skipafélagi íslands fá hluthafar afhentar nýjar arö- miðaarkir á skrifstofu félagsins í Reykjavík. — Hlut- hafar búsettir úti á landi eru beðnir að afhenda stofna frá hlutabréfum sínum á næstu afgreiöslu félagsins, sem mun annast útvegun nýrra arðmiða- arka frá aðalskrifstofunni í Reykjavík. H.F EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. P A L Rœstidnft — er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, þvl vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. IVotið O P A L rœstiduft Reykjavík. Sími 1249. Simnefni: Sláturfélag. Reykhús. - Frystilms. NiSarsnðovcrksmiðja. — Bjúgnagcrð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðiö kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurO á brauö, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. FrosiO kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Egg frá Eggjasölcisamlagi Rcykjaiíknr. Orð§ending til kaupenda Tímans. Ef kanpcndnr Tímaus verffa fyrlr van- skilum á blaðiuu, cru þeir vinsamleg'a beðnir að snúa sér STRAX til ÞÓRÐAR ÞORSTEIXSSOXAR afgrciðslumanns, í síma 2322, helzt kl. 10—12 fyrir liádegi, eða 3—5 e. h. miðöldum, þegar menn voru slitnir sundur lifandi, tunguskornir, limlestir og brenndir, þótt nokkuð væru þær annars eðlis og grimmdin af öðrum rótum runnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.