Tíminn - 22.01.1944, Qupperneq 2
26
TÍMINX, laiigardagiim 22. jan. 1944
7. blað
Hannes H a n n e s s o n, Melbreið:
Sleifarlag á vegamálum i Fljótum
Viðskiptí garnaveikisneíndar og Fljótamanna
Hannes Hannesson bóndi á Melbreið í Fljótum lýsir í grein
þeirri, sem hér fer á eftir, fúrðulegu sleifarlagi í framkvæmd-
um vegamála í Fljótum. Jafnframt lýsir hann framkvæmdum
hjá garnaveikisnefnd, sem hann telur næsta varhugaverðar og
tilgangslitlar.
Tímanum er það sönn ánægja að koma slíkum og öðrum á-
huganíálum fólksins í dreifbýlinu á framfæri. Væntir hann
margra slíkra greina, en mælist jafnframt til, að menn reyni
að vera stuttorðir, því að rúmið er takmarkað.
I.
Síðastliðinn vetur skrifaði
ég smágrein í þetta blað, þar
sem ég, meðal annars, gerði
vegamálin í Holtshreppi að um-
ræöuefni, og þar sem ég benti
á, hvernig bændur í Stíflu voru
slitnir úr sambandi við þjóð-
veginn til Haganesvíkur, — en
þar er þeirra verzlunarstaður, —
vegna trassaskapar á viðhaldi
á stuttum kafla, 7—800 m., þjóð-
vegarins norðan Stífluhóla, og
hversu óhemju fyrirhöfn og fé
þessi trassamennska þeirra
manna, sem um þessi mál eiga
að sjá, kostaði bændur.
í vor, sem leið, þegar snjóa
leysti, kom það í Ijós, sem reynd-
ar var áður vitað, að allur
Stífluvegurinn frá Ketilási til
Stífluhóla, var bráð-ófær.
Urðu bændur því næsta glað-
ir, er þeir vissu, að umsjónar-
maður þessa vegar var kominn
á vettvang með ekki færri en
5—6 bíla, sem notaðir skyldu
við aðgerð á þjóðveginn. Hugðu
bændur gott til, að nú mundi
vegurinn verða í lagi, þegar
haustaði að, og þeir þyrftu að
fara að flytja þungavöru til
heimila sinna, svo sem fóðurbót,
kol, olíu o. fl.
En það kom fljótt í ljós, að
þessi bílakostur var ekki send-
ur á vettvang til þess að við-
halda öllum veginum frá Haga-
nesvík fram á Stífluhóla, nei,
ónei. Það var lagt hið mesta
kapp á að viðhalda þjóðvegin-
um frá Haganesvík og fram á
svokölluð Vegamót, en þangað
þurfti sérstaklega að nota hann,
vegna virkjunar Fljótaár. Hlut-
inn fx-á Vegamótum fram að
Stífluhólum, sem mun vera ca.
7—800 m., er kallaður Gullhóls-
braut. Sé þessi vegarspotti ekki
i lagi, eru þeir, sem búa fyrir
framan Stífluhóla, algei’lega
teknir úr vegasambandi.
í fjóra mánuði, eða um það
bil, var unnið að viðhaldi þjóð-
vegarins fram að vegamótum,
en ekki lengra. Til dæmis um
það, hve vel þess var gætt að
fara ekki lengra, má geta þess,
að ekkert var átt við ker, sem
myndazt hafði í veginn 10 m.
frá vegamótum og var svo djúpt
í bleytum, að hestar fóru í hné
og kerrur sátu á öxli. Úr þessu
þurfti ekki að bæta, því að
Siglufjarðarbær þurfti ekki að
nota þennan veg.
Þegar bændur í Stíflu sáu að
hverju stefndi, skoruðu þeir á
sveitarstjórnína að sjá um, að
við veginn yrði gert. Sveitar-
stjórnin brást vel við og skrifaði
oddviti hennar vegamálastjóra
og heimtaði að gert yrði við
þjóðveginn allan, jafnt þann
hlutann, sem bændur þyrftu að
nota og Siglufjarðarkaupstað-
ur. Þessari málaleitan svaraði
vegamálastjóri aldrei.
Nokkru fyrir réttir í haust,
þegar sýnt þótti, að vegamála-
stjóri mundi ekki svara bréfi
oddvita, og ekkert var gert, þótt
umsjónarmaður vegarins vissi
ofurvel, að hér þurfti úrbóta,
náði sá, er þetta ritar, í Sigurð
Þórðarson alþingismann, og bað
hann vinna málinu gagn, sem
hann og líka gerði. Það er að
segja, hann mun hafa fengið
loforð vegamálastjóra fyrir þvi,
að þetta skyldi gert. Skeyti
frá Sigurði til mín sannar það.
En hvað skeður? Það er samt
ekkert gert. Þessi vegarkafli er
bráða ófær enn.
Ég ætla ekki að lýsa því erf-
iði og þeim kostnaði, sem þetta
hefir í för með sér fyrir bænd-
ur. Það sjá allir hugsandi menn.
Þess má þó geta, að sumt af
þungavöru þessara bænda ligg-
ur niður hjá vegamótum í kafi
í fönn, sem annars hefði verið
komið í hús, ef þeir hefðu ekki
verið sviknir um aðgerð á veg-
inum.
En sagan er nú svo sem ekki
öll sögð. Það þurfti að gera þess-
um fimmtán bændum, sem í
! Stíflu búa, meira til bölvunar en
' að slíta þá úr vegasambandi í
tvö ár.
Á þessu ári höfðu verið veitt-
ar 15 þús. kr. til nýbyggingar
Stífluvegar. Það var ekki unn-
ið fyrir eina krónu af því fé, og
hefði þó sennilega ekki veitt af
að lengja veginn eitthvað. Hefir
það aldrei komið fyrir hér í
sveit, — ég veit ekki um ann-
i ars staðar, — að ekki hafi verið
; unnið fyrir það fé, sem veitt
j hefir verið til nýbyggingar
vega. —
Þetta var fyrsta fjárveitingin,
sem veitt er til þessa vegar eftir
að kjördæmabreytingin komst
! á — þetta mikla „réttlætismál“
Sjálfstæðismanna. Ekki þykir
Stíflumönnum réttlætið gagn-
vart þeim í vegamálum di’júpa
þar af hverju strái. En hitt er
satt, að ekki þarf Siglufjarðar-
kaupstaöur þar að kvarta, og er
það út af fyrir sig ekki lastandi.
Það er ekki furða, þótt bænd-
um, sem þannig er gert nær ó-
kleift að koma lífsnauðsynjum
! að sér og frá, vegna vegleysis.
! sárni að vita, að allt að 160—-170
'þús. kr. var varið til viðhalds
þess kafla vegarins, sem Siglu-
fjarðarkaupstaður þurfti að
nota vegna virkjunar Fljótaár,
en þeir fá ekki viðgerð á stutt-
um vegakafla, sem þó gat spár-
að þeim fleiri þúsundir króna
í fyrirhöfn og vinnusparnáði.
Það var ekkert undarlegt, þótt
ýmsar hugmyndir skapist þessu
viðvíkjandi, t. d. eins og þær,
að hér sé stefnt hægt en mark-
visst að eyðileggingu þessa
hluta sveitarinnar. M. ö. o., að
Stíflan skuli fara í eyði, ef ekki
af völdum Fljótaár-virkjunar,
þá vegna vegleysis.
Það er því ekki nema eðlilegt,
að bændur í Stiflu, sem eru 15
að tölu, vilji fá skýringu á,
hvers þeir eiga að gjalda og
spyrji eftirfarandi spurninga:
1. Hvers vegna var lagt allt
kapp á að viðhalda brautinni
fram á vegamót, — það er: sem
Siglfirðingar þurftu sérstaklega
að nota, — en ekkert gert þar
fyrir framan, þótt sá partur
vegarins væri sízt betri.
2. Hvers vegna var ekki unnið
fyrir það fé, sem veitt var til
nýbyggingar Stífluvegar og hvað
var gert við það fé?
Nokkur orð til Nýja Tímans
Eftir Pál Þorsteinsson alpm.
Eg hefi nýlega komið auga á,
að Nýja Tímanum hefir þótt á-
stæða til að láta nafns míns
getið hinn 29. nóv. f. á. Það var
alveg óvænt og óverðskuldað.
En það er gamall þjóðarsiður að
þakka fyrir góðgerðirnar- og
gefa skriflega kvittun í við-
skiptum. Ég vil ógjarna brjóta
hefðbundnar venjur og bið því
Tímann að koma á framfæri
nokkrum orðum til viðurkenn-
ingar.
Nýi Tíminn telur verðbætur
til bænda atvinnuleysisstyrk
þeim til handa. Þetta er rangt
Bændur þurfa vissulega sízt að
kvarta um atvinnuleysi og
markaðir hafa fengizt fyrir
framleiðsluvörur þeirra og
sæmilegt verð. En þrátt fyrir
stórhækkað verð á landbúnað-
arvörum erlendis, nægir það
ekki til að vega á móti hinni
gífui’legu í dýrtíðaraukningu
innan lands. Uppbætur bænda
eru verðlagsuppbætur vegna
dýrtíðarinnar, sambærilegar við
verðlagsuppbætur launþega.
Ritstjóri Nýja Tímans ætti
að tala minna um atvinnu-
leysisstyrk til bænda, en svipast
um hjá sér og íhuga betur,
hverjir hafa ráðið þau ráð,
sem valdið hafa þeirri upplausn
og dýrtíðarbylgju, sem skollið
hefir yfir þetta land síðustu
missirin, og þar með gert óhjá-
kvæmilegt að ausa fé ríkissjóðs
í ýmiss konar verðlagsuppbætur.
Ef dýrtíöinni hefði verið haldið
niðri hér á landi, eins og aðrar
þjóðir hafa gert, hefði þetta fé
sparazt að miklu leyti og orð-
ið handbært til verklegra
framkvæmda.
Ritstjórinn mætti og minnast
þess í sambandi við allt þrasið
um smábændur og stþrbændur,
að kjör bænda ber að miða við
kjör annarra vinnandi stétta.
Nú nefnir Nýi Tíminn skip-
stjóra, sem hafi 6—8 þús. kr. á
mánuði. Varla þarf að efa, að
þetta hafi við rök að styðjast,
svo grandvar sem málflutning-
ur blaðsins er. En það þýðir
72—96 þús. kr. á ári, án nokk-
urs rekstrarkostnaðar við starf-
ið. Skyldu margir bændur bjóða
betur? En fá ekki þessir menn
fullar verðlagsuppbætur á kaup
sitt? Fá ekki iðnaðarmnen
fullar verðlagsuppbætur, þótt
þeir munu oft hafa mun hærri
Sannast að segja þykir okk-
ur bændum á þessu svæði það
undarleg tilviljun, ef svo mætti
segja, að það skiptir hér alveg
(Framh. á 4. síöu)
tekjur en meðal bóndi? Smiðir
og iðnlærðir verkamenn hafa
mun hærra kaup en aðrir verka-
menn. Samt fá þeir fullar verð-
lagsuppbætur á allt kaupið eins
og aðrir í stéttinni. Ekki er
kunnugt, að flokkur sósíalista
hafi enn borið fram tillögur um
að breyta þessu, heldur látið
nægja, að skattalögin jöfnuðu
muninn að vissu marki, en þau
ná líka til bænda. Gunnar
Benediktsson þyrfti nú „að fara
að grufla“ og reyna að gera sér
grein fyrir þessum málum í
heild.
Ritstjórinn furðar sig á, að
maðurinn úr Austur-Skafta-
fellssýslu skuli halda fram mál-
stað bændastéttarinnar án þess
að gera greinarmun á einstök-
um aðilum í stéttinni, þar sem
fátt sé um stórbændur í því
héraði, og ætlar, að það sé af
annarra hvötum. Hér fer hann
villur vegar sem endranær.
Þeir, sem enn eiga heima í því
héraði, þora gjarna að fara
.sinna eigin ferða án þess að
halda sér í „línu“ annars stað-
ar að og telja sér skylt að fylgja
í hvívetna réttu máli. Þessum
gamla Skaftfellingi til leið-
beiningar má og geta þess, að
sem betur fer eiga margir
bændur í sýslunni meira en 87
kindur, en það er talinn meðal
fjárstofn. Þar er og algengt, að
mörg fullvaxin systkini haldi
kyrru fyrir heima og vinni sam-
eiginlega að því að hefja upp
heimili foreldra sinna. En fyrir
þetta vilja sósíalistar refsa með
því að klípa af sanngjörnu af-
urðaverði búanna, ef þau eign-
ast meira en 6 nautgripi og 87
kindur. Þannig er kveðja þeii’ra
til unga fólksins, sem metur
það mest, að lyfta heimilum
sveitanna og létta handtök for-
eldra sinna. Slíkur er boðskap-
ur Nýja Tímans. Já, Austur-
Skaftfellingar kannast eigi síð-
ur en aðrir við orðsendingarn-
ar, sem Nýi Tíminn og Þjóð-
viljinn flytja bændum og félags-
skap þeirra um þessar mundir,
um „framleiðslu fyrir Hafnar-
fjarðarhraun", kjöt, sem „látið
er skemmast" og „fleygt til að
rýma markaðinn“; um „stofn-
anir, sem taka sér fyrir hendur
að eyðileggja nú unnvörpum“
framleiðsluvörur; um „miljóna-
styrki, sem þjóðstjórnarflokk-
arnir samþykktu í mútuskyni";
um „kröfur harðsvíraðra brask-
ara um ákveðið og hátt verð
fyrir kjötið" og margt fleira af
sama tagi. Þeir munu og kunna
að meta slíkar gjafir og gefend-
urna að verðleikum.
J. B. Priestley:
Byltísng- í brezkum
félagsmálum
í fyrri hluta greinarinnar rakti höf. helztu breytingar á
lifnaðarháttum, hugsunarhætti, umgengnisvenjum og
stjórnarfari, sem orðið hafa í Bretlandi, síðan ófriðurinn
hófst.
^íminn
Laugardagur 22. jjun
Niðurfærsla vcrð-
lags og kaup-
gjalds
Fyrir nokkru síðan hittust tveir
þekktir menn á veitingahúsi
einu hér í bænum. Þetta er orð-
in meiri vitfirringin, varð öðrum
þeirra að orði, verkamenn fá
þetta 50—60 kr. á dag. Já, gall
við í hinum, og -bóndinn fær 100
kr. fyrir dilkinn.
Það er enginn önnur leið,
sögðu þeir síðan báðir, en að
lækka þetta hvort tveggja taf-
arlaust.
Þeir munu vafalaust flestir,
sem geta tekið undir þetta. En
því miður er dæmið ekki svona
einfalt. Það verður að taka fleira
með í reikninginn. Það er t. d.
það, að maðurinn, sem mest
hneyklaðist á dilksverðinu,
gi-æðir sennilega eins mikið
daglega á verzlunarrekstri sín-
um og meðalbóndi fær í árs-
tekjur. Hinn maðurinn, sem
fæst við stórútgerð, græðir
sennilega enn meira. Vart munu
yfir 40% af gróða þeirra fara
í skatta. Þessir menn eru vitan-
lega ekkert einsdæmi. Slíkir
stóígi’óðamenn eru nú til í
hundraðatali.
Eiga slíkir menn engar fórn-
ir að færa, ef sú kvöð yrði lögð
á bændur og verkamenn að færa
niður verðlagið og kaupið? Eiga
þeir ekki aðeins að halda gróða
sínum óskertum, heldur á bein-
línis að auka vei’ðgiidi hans með-
"þessum ráðstöfunum?
Það verður sennilega sagt, xð
þessir menn munu beina fjár-
magni' sínu til atvinnuveganna
og þannig komi það að mest-
um notum fyrir þjóðfélagið.
Galduriixn sé aðeins sá, að ríkið
láti þá afskiptalausa og hafi
lága skatta. En almenningur er
farinn að sjá gegnum þessar
röksemdir. Hann sér skrauthýs-
in, sem stórgróðamennirnir
reisa, veit um alla óhófseyðslu
þeirra, veizluhöld, skemmti-
ferðir o. s. frv.. Hann veit, að
þangað fer mikið af fjármagni
þeirra, en ekki til atvinnuveg-
anna. Almenningur veit líka, að
þessir menn munu ekki hætta
fjármagni sínu til atvinnu-
rekstrar, nema þeir geri sér von-
ir um stórgróðarekstur. Banda-
ríkin voru, þegar Roosevelt kom
til valda, glöggt dæmi um ágæti
stórgróðans og samkeppninnar.
Þau voru auðugasta land heims-
ins. Þar voru nær enginn ríkis-
afskipti og nær engir skattar.
Þar voru margir auðkóngar. En
atvinnuleysingjarnir voru líka
12—13 milj. Batinn kom ekki
fyrr en ríkið hóf afskipti af at-
hafnalífinu og hækkaði stórlega
skatta, er látnir voru ganga til
vei’klegra framkvæmda.
Það er því bezt fyrir menn að
leggja þá trú alveg á hilluna,
að allt sé fengið og öllu réttlæti
fullnægt, ef fært sé niður verð-
lagið og kaupið. Það er ekki
nema einn þáttur þeirra ráð-
stafana, er gera þarf. Hitt er
ekki síður mikilsvert, að þeir,
•sem mest hafa hagnazt á hinu
óheilbrigða fjármálaástandi, séu
látnir leggja fram enn hlut-
fallslega stærri skerf til hinna
sanjeiginlegu viðreisnar en
verkamenn og bændur, og að
það opinbera verði fært um að
hafa með höndum skipulegt og
markvisst viðreisnarstarf. Ann-
ars myndi einhliða niðurfærsla
kaupgjalds og verðlags aðeins
skapa aukið ranglæti og glund-
roða.
Til þess, að þetta geti orðið,
þarf þjóðin örugga og samstæða
forustu. Kommúixistar geta ekki
haft þá forustu og stórgróða-
mennirnir ekki heldur. Það er
skylda þeirra, sem standa milli
þessar öfgaafla, að taka nú
höndum saman og mynda
trausta miðfylkingu, sem vinn-
ur þetta hlutverk. Það er eina
leiðin úr öngþveitinu, eini
möguleikinn - til að afstýra
hruni þjóðfélagsins.
Þ. Þ.
Ofan á margvíslegar þving-
unarráðstafanir, skömmtun,
myrkvun og vöruskort, bætist
svo hinn gífurlegasti tekju-
skattur, er nokkru sinni hefir
þekkzt. Hann er lægst 50%, en
fer ört stighækkandi, svo að
auðugir menn verða að skerða
eignir sínar sér til framfærslu.
Miljónir verkamanna greiða nú
tekjuskatt í fyi-sta skipti. Öðr-
um stéttum hefir sennilega ver-
ið útrýmt með sköttum.
En þessi skuggalega mynd
hefir líkt sínar björtu hliðar.
Hér er engin verðbólga. Verðlag
er fastskorðað af stjórninni,
einkum á nauðsynlegustu fæðu-
tegundum. Matvælaráðuneytið,
sem hefir leyst undravert starf
af hendi, hefir keppt að því, að
fólk hefði hollt mataræði. Ár-
angurinn er sá, að minna ber á
næi’ingarkvillum nú en fyrir
stríðið.
Þrátt fyrir langan vinnutíma
og alla örðugleika, sem stríðið
leggur fólki á herðar, er heilsu-
far sennilega betra en það var
fyrir ófriðinn. Hentug og hald-
góð hversdagsföt og húsgögn
hafa verið gerð að tilhlutun
stjórnarinnar. Atvinnuleysi
hefir horfið að heita má, þegar
frá er talinn lítill hópur ó-
vinnuhæfra manna, sem aldrei
er hægt að losna við með öllu.
Enda þótt verkamálaráðu-
neytið hafi mjög víðtækt vald,
hefir varla til þess komið að
beita því, vegna þess að alþýða
manna er fúsari en frá verði
sagt til að starfa og þjóna föð-
urlandinu. Skipulagið gæti
virzt einræðiskennt, en and-
rúmsloftið er enn sem fyrr
frjálsræðislegt. Allt hefir verið
gert, sem unnt var, til að vernda
rétt einstaklinganna, einkum
með stofnun óteljandi nefnda,
er menn geta skotið málum sín-
um til, og með víðtæku aðhaldi
og málamiðlun, sem Englend-
ingar eru meistarar í.
Verkamálaráðuneytið ætlast
til, að allir starfsmenn við
stríðsfi-amleiðslu eigi við mjög
sæmileg kjör að búa. Þeir hafa
samkomustaði, matsöluhús,
læknishjálp o. s. frv. Enn-
fremur eru samvinnunefndir
starfandi í flestum meiriháttar
verksmiðjum, þar sem verka-
mennirnir eiga atkvæði um yf-
irstjórn fyrirtækjanna, sem
þeir vinna hjá. Þetta er fyrsta
skrefið til þess að gera stóriðn-
aðinn sjálfan lýðræðislegri.
Bretland er nú lýðræðislegra
og meiri jöfnuður er þar nú á
mörgu en áður. Stéttamunur fer
ört minnkandi. Það er nú hægt
að fá betri máltíð í verka-
mannaskýlinu en í höll jarlsins.
Forréttindi miðast nú meir og
meir við verðleika, sem rétt er.
Flestir girnilegir hlutir eru nú
ófáanlegir með þeim einfalda
hætti að greiða þá í peningum.
Ef til eru appelsínur, fá börnin
þæf, en ekki miljónamæringarn-
ir. — Ég ætla ekki að fullyrða,
að engin launsala eða „svartur
markaður“ sé til, en ég get full-
yrt, að slíkt fer ört minnkandi.
í verksmiðjum starfar fólk af
öllum stéttum saman í frístund-
um og ígripum. Efalaust á ein-
hver hlutdrægni sér stað enn-
þá, þannig að léttustu og þrifa-
legustu störfin falla í skaut
dætrum eða frændkonum ein-
hvers áhrifamanns, en þetta
verður að gerast mjög varlega
og laumulega. Og fólk af því
tagi, sem talið var til „yfirstétt-
anna“ fyrir stríðið, er oft ákært
og hlýtur þungar refsingar. Því
skal ekki heldur gleymt, að
valdamesti ráðherrann í þessum
efnum er Ernst Bevin, verka-
mannaforingi og mjög vinsæll
af allri alþýðu, maður, sem ekki
hefir skipt um skoðanir, frá því
er hann stóð í broddi fylkingar
hafnai’verkamamxa og barðist
fyrir málstað þeirra.
Hermenn eru nú ekki gerðir
að foringjum fyrr en eftir að
þeir hafa innt af hendi her-
þjónustu sem óbreyttir liðs-
menn. Yfii’foriixgi í sjóliðinu,
sem lét þá skoðun sína í ljós op-
inberlega, að yfirmenn ættu
helzt að vera úr hópi yfirstétt*
ariixnar, var þegar sviptur starfi
sínu.
Vera má, að mjög margt fólk
hér í laxxdi hafi ennþá tröllatrú
á langskólagengnum mönnum
til stjórnarstarfa og embætta,
en það er að minnsta kosti tákn
tímaixna, að þeir gæta þess vel
að hafa ekki hátt um sig. Vold-
ugir forstj. í vopnaverksmiðj-
um hafa verið sviptir störfum,
sakir dugleysis. Óbreyttir starfs-
menn í ýmsum iðngreinum, ekki
sízt flugvélaiðnaðinum, þar sem
snilli og verkkunnátta verður að
haldast hendur, hafa verið gerð
ir að yfirmönnum í stórum stíl,
engu síður en vestan hafs.
Annað atriði, sem óefað hefir
mjög orðið til þess að brjóta nið-
ur gamla hleypidóma og stétta-
mismun, er hin víðtæka skipu-
lagning heimavarnanna. Menn
af öllum stéttum starfa að meira
eða miixna leyti sem jafixingjar
í heimavarnarliðinu, loftvarna-
liðinu, slökkviliðssveitunum o.
s. frv. Þeir eiga í sömu baráttu
og við sömu hættu að etja. Þeir
standa löngum stundum samaxx
á verði og hafa því gott tgeki-
færi til að rabba saman, kynn-
ast skoðunum hvers annars og
skilja hver anixan. Hið sama
gildir að talsverðu leyti um
kveixþjóðina, sem vinnur saman
í loftvarnaliðinu, sjálfboðasveit-
um kvenixa, í verkakvennaskál-
um og kvennastofnunum, enda
þótt stéttamunur sé að jáfnaði
rótgrónari meðal kvenna en
karla.
Hér er ef til vill réttast að
drepa á það, sem fáir Anxeríku-
meixn virðast skilja. Hin rót-
gróixa stéttarvitund Eng-
lendinga, sem „fer í taugarnar“
á mörgum Ameríkumönnum,
byggist miklu meira á því, að
þeir finna til mismuiiar, sem
þeir verða hálffeimnir við,
miklu frenxur en minnimáttar-
kemxd og stói’mennsku. Verka-
kona kaixn að álíta sig engu
lítilfjörlegri en greifadóttur (og
ég þekki mörg dæmi), en henni
finnst hún samt vera öðru vísi.
Hún getur verið feimin við
greifadótturina, án þess að á-
líta sig lítilmótlega eða undir-
gefna.
Hér er ekki rúm til að rekja
þetta nánar. Ég hygg, að þetta
liggi sérstaklega til Englend-
inga, og ég held að það sé nærri
óþekkt á meginlaixdinu, þar
sem menn hafa tíðast greinilega
kennd minnimáttar eða yfir-
burða. En áður en ég læt efnið
falla, vildi ég benda á það, að
hégómadýrkun er alls staðar til
í einhverri mynd., Ég hefi séð
hin fáránlegustu dæmi þess,
— og það jafnvel í Bandaríkj-
unum. —
Það er vitanlega of snenxmt
að fullyrða, að allur mismunur
hafi verið þurrkaður út fyrir
fullt og allt. Hitt má segja með
fullri vissu, að sameiginleg á-