Tíminn - 22.01.1944, Qupperneq 4

Tíminn - 22.01.1944, Qupperneq 4
28 TÍMINN, laMgardagiiin 22. jan. 1944 7. blaS tJR BÆWUM Framsóknarfélögin í Reykjavík, höíðu skemmtisamkomu í sýninrarskála myndlistamanna s. 1. fimmtudagskvöld. Var hún mjög fjöl- menn og skemmtileg. Vigfús Guð- mundsson stjórnaði. Næsta samkoma félaganna er ráðgerð um miðjan febr. Breiðfirðingafélagiff. Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins var haldinn í Sýningarskála lista- manna þann 13. þ. m. í stjórn voru kosnir: Jón Emil Guðjónsson formað- ur, Ingveldur Sigmundsdóttir, vara- formaður, Sigurður Hólmsteinn Jóns- son, ritari, Snæbjörn G. Jónss., gjald- keri. Meðstjórnendur: Davíð Ó. Gríms- son, Lýður Jónsson og Óskar Bjart- mars. í varastjórn voru kosnir: Guð- björn Jakobsson, Jóhannes Ólafsson og Ólafur Þórarinsson. Félagsmenn eru nú á 7. hundraði. Innan félagsins starfar söngkór og málfundafélag. Hið árlega Breiðfirðingamót verður haldið að Hótel Borg í kvöld. Rafmagnslaust. Rafmagnslaust var hér í bænum frá kl. 8,50 síðastl. þriðjudagsmorgun og þar til kl. 10,25 á miðvikudagsmorgun. Hafði leiðslan frá Ljósafossstöðinni bilað. Elliðaárstöðin gat aðeins full- nægt hitaveitunni, útvarpsstöðinni, Vífilsstöðum og Hafnarfirði. Hjónaband. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband af sr. Bjarna Jóns- syni, ungfrú Steinunn Þorvarðardóttir, Eiríksgötu 25 og Jóhannes Sigurðsson verkstjóri í Prentsmiðjunni Eddu. Heimili brúðhjónanna er að Vífils- götu 15. Háskólafyrirlestur. Næstkomandi sunnudag, 23. þ. m. flytur dr. phil. Guðmundur Finnboga- son fyrirlestur í hátíðasal háskólans, er hann nefnir: „Tíminn og eilífðin." Fyrirlesturinn hefst kl. 2 e. h. og er aðgangur öllum heimilL Erleut yfirlit. (Framh. af 1. siðu) o. fl., sem norsku félögin þörfn- uðust eftir styrjöldina. Þessi viðskipti yrðu að hvíla á láns- grundvelli til að byrja með og yrðu sennilega innan vébanda Hjálpar- og viðreisnarstofnun- arinnar. Á ráðstefnunni mun mjög verða rætt um milliríkjaverzl- unina eftir styrjöldina. Sambönd kaupfélaganna í Bretlandi og Svíþjóð hafa unnið öfluglega gegn öllum lágmarks- og há- marksverðum, sem auðhringar hafa reynt að koma á*teinstak- ar vörur. Nýlega lögðu sam- vinnumenn í Bandaríkjunum fram tillögur um stofnun al- þjóðlegra verzlunar- og fram- leiðslusamtaka samvinnu- manna, er héldi uppi milli- landaverzlun eftir styrjöldina og fylgdi fast þeirri grundvall- arreglu samvinnustefnunnar að hafa enga gróðaálagningu. Þegar er til fyrirmynd að slíkum samtökum. Eitt af, þeim 15 heildsölufyrirtækjum sam- vinnumanna í Bandaríkjunum, samvinnufélagið í North Kan- sas City, flutti út ýmsar olíuvör- ur til innlendra samvinmifé- laga í Búlgaríu, Svíþjóð, Eist- landi, Hollandi, Frakklandi, Skotlandi og fimm öðrum lönd- um. Samvinnufélagið í North Kansas City sá sjálft um borun olíubrunna sinna, byggði olíu leiðslur og á olíuhreinsunar- stöðvar og verksmiðjur til fram- leiðslu á smurningsolíum. For- seti þessa félags, Howard A. Cosdem, mun halda eina af að- al ræðunum á hinni komandi ráðstefnu. Stór gjöf Hlutafélagið Kveldúlfur hefir nýlega gefið 150 þús. kr. til hvíldarheimilis aldraðra sjó- manna. Féð fer til ákveðinna herbergja og eiga sjómenn af skipum félagsins að hafa þar forgangsrétt. Renthc-Fínk hjá Petain Dr. Cecil von Renthe-Fink, sem var sendiherra Þjóðverja í Danmörku fyrir striðið og kom þá hingað til lands, er nú einkasendiherra Hitlers hjá Petain marskálki. Renthe-Fink er sagður hafa flutt Petain þau skilaboð frá Hitler, að hann yrði að hafa fulla samvinnu við Þjóðverja, ef innrás væri gerð í Frakkland, og er sagt að Petain hafi heitið því. ^ Sleifarlag á vega- málum . . . (Framh. af 2. síðu) breytingunni. Áður var unnið jafnt og markvisst að því að vega sveitina, en nú er bæði lagt minna fé til nýbyggingar, að öðru jöfnu, og ekki einu sinni unnið fyrir það litla, sem fæst. II. Þegar garnaveikin svonefnda kom upp í sauðfé á Hólum í Hjaltadal og breiddist þaðan út um dalinn og til næstu sveita, sáu Fljótamenn, hvílíkur voði væri búinn lífsafkomu þeirra, ef pest þessi næði að komast út þangað og herja á sauðfé bænda. Til þess' að sporna við því, að veikin bærist inn í sveitina, var öllu því fé úr sveitinni, sem ljom fyrir í Unadalsrétt og þar í grennd, slátrað.Einnig var far- ið þess á leit við garnaveikis- nefnd þá, sem skipuð hafði ver- ið og um þessi mál átti að sjá, að sláturfé yrði ekki að haustinu rekið af hinum sýktu svæðum yfir hin ósýktu. Gekkst Her- mann Jónsson hreppstjóri á Yzta-Mói aðallega fyrir því. Mun hann hafa skrifað Halldóri Pálssyni sauðfjárræktarráðu- naut mörg bréf um þetta efni, og einnig átti tal við hann í síma og brýnt fyrir honum, hvað hér væri í húfi, ef veikin bærist hingað. Þessari málaleitun var tekið illa og algerlega neitað að verða við kröfu Fljótamanna, svo sanngjörn og sjálfsögð, sem hún þó var. Neitun sína byggði Hall- dór Pálsson á þeim forsendum, að hér væri engin hætta á ferð- um. Þetta urðu bændur í Fljót- um að láta sér lynda, en sáu þó, að hverju þetta varúðarleysi stefndi, en fengu ekki að gert. Þess var ekki heldur langt að bíða, að óhamingjan skylli yfir. Einn góðan veðurdag vaknaði garnaveikisnefnd við þann illa draum, að veikin er komin til Héðinsfjarðar og fullviss þóttist hún líka um, að veikin væri á Siglufirði; enda fyrirskipaði nefndin niðurskurð á báðum þessum stöðum, haustið 1942, en þegar til framkvæmda kom, var hætt við að slátra fé Siglfirð- inga milli Siglufjarðar og Fljóta. Til þess að Fljót, nánar til tekið Holtshreppur, slyppi þó ekki alveg með sviðnar fjaðrir, voru 3 yztu bæirnir í Holtshrepp teknir með á afgirta svæðið. Var svo allt fé á þessu afgirta svæði dæmt til dauða og dómnum full- nægt á síðastliðnu hausti. En þetta var. svo sem ekki það versta, því að þá loksins að girðingin kom, sem ekki var fyrr en eftir mánaðamótin júní og júlí, var hún vægast sagt, að- eins til að sýnast, en ekki til að vera. Fyrst og fremst er giröing- in sjálf mjög léleg og svo mun vera allt að kílómetra löng leið frá enda hennar, austur að girðingarenda Siglufjarðar meg- inn. En til þess að fullnægja öllu réttlæti var ráðinn girðing- arvörður. Skyldi hann fara tvisvar í viku með girðingunni, líklega þó ekki um ógirta svæð- ið. Nærri má geta, að hvaða gagni þessar varnir hafa komið, enda sýndi það sig í haust, sem leið, að gagnið var ekki mikið, því fé úr Siglufirði mun ekki hafa verið færra í Holts- og Stíflurétt en áður hefir verið. Það er annars merkilegt að nokkrum lifandi manni skuli detta í hug að kalla þessa girð- ingu „varnargirðingu“, en vit- anlega gerir það enginn, sem til þekkir. Væri miklu réttara að kalla hana óþurftargirðingu, því það er hún sannarlega þeim, sem um þjóðveginn fara milli bæjanna Illugastaða og Lamba- ness, og kæmi mér ekkert á ó- vart, þó þar ætti eftir að verða slys, svo bölvað er hliðið. Sem betur fer, höfum við Fljóta- menn ekki enn kynnzt garna- veiki í sauðfé okkar, en við höf- um nú séð og kynnzt varnarráð- stöfunum garnaveikisnefndar, og sú kynning veldur því, að við erum ekkert hissa eða óaf- vitandi, hvernig veikin berst óð- fluga úr einu héraði í annað, því að ekki er ósennilegt að svipaða sögu sé hægt að segja víðar en hér, þótt víst væri vel, ef svo væri ekki. Hannes Hannesson. Þín0meaii AiþýóulL þríkloiuír , . . (Framh. af 1. síðu) þykkja nú lýðveldisstjórnar- skrá og bera hana undir þjóð- aratkvæði. Hins vegar » taldi hann, að gildistökudag hennar þyrfti ekki að ákveða fyrir- fram, heldur nægði að veita Al- þingi heimild til að ákveða hann, þegar því þóknaðist. Ilin brcytta aðstaða Stefsins Jólinims. Margir ræðumenn rifjuðu upp fyrri afstöðu Alþýðuflokksins til þessa máls í tilefni af hinni breyttu afstöðu Stefáns Jóhanns og félaga hans. Það var bent á, að Alþýðu- flokkurinn hefði staðið óskipt- ur að ályktunum þingsins 1941, þar sem réttur íslendinga til sambandsslita þá þegar var talinn skýlaus og ákveðið var, að sambandsslit og lýðveldis- stofnun skyldi fylgjast að. Þá deildi Alþýðublaðið líka á and- stöðuflokka þess fyrir, að hafa ekki þá þegar stofnað lýðveldið (sbr. Alþ.bl. 31. marz 1942.). Þá var bent á, að Alþýðu- flokkurinn hefði mjög beitt sér fyrir því, að lýðveldisstjórnar- skrá yrði samþykkt á sumar- þinginu 1942 og vitnað í ýms ummæli Alþýðubl. og þing- manna Alþýðuflokksins því til sönnunar. Þegar ekki varð af framkvæmdum í það sinn, var það mjög harmað í Alþýðubl. og áherzla lögð á, að gripið yrði fyrsta tækifæri og enginn flokkurinn skærist úr leik. Að lokum var bent á, að Stefán Jóhann Stefánsson hefði seinast í apríl í vor, ásamt Har- aldi Guðmundssyni, undirritað álit stjórnarskrárnefndar at- hugasemdalaust, en þar var lagt til, að lýðveldisstjórnarskráin tæki gildi 17. júní 1944. Stefáni Jóhanni var næsta fátt og erfitt um svör, þegar hann átti að skýra sambandið milli þessara fyrri og núverandi afstöðu sinnar. Ekki gekk Stefáni betur, þeg- ar hann taldi það skilyrði fyrir stuðningi sínum við lýðveldis- stjórnarskrána, að hún yrði undirrituð af konungi eða hand- hafa konungsvaldsins. Stefáni var þá bent á, að hann hefði staðið að stjórnarskrárbreyt- ingunni 1942, sem mælir svo fyrir, að lýðveldisstjórnarskrá þurfi ekki þessa undirskrift. Þá var honum bent á, að þetta gæti alveg stöðvað lýðveldis- stofnunina, ef konungur eða umboðsmaður hans væru henni andvígir. Virtist ekki annað en að Stefán væri með þessu að stefna lýðveldisstjórnar- skránni í fyllsta voða. Margt svipað þessu mætti nefna, en óhætt má segja, að hlutur Stefáns Jóhanns var ekki eftirsóknarverður í um- ræðulokin. Merkileg upiigötvun. (Framh. af 1. siðu) smíði á þessari gerð flugvéla í nægilega stórum stíl til þess, að unnt verði að nota þær við flug- hernaðaræfingar, bæði í Banda- ríkjunum og Bretlandi." Childlaw hershöfðingi sagði í ræðu, sem hann flutti í útvarp þann 9. þ. m.: „Þessi flugvél er mjög svipuð hinni eldri gerð flugvéla, á fluginu og í allri meðferð, þó að hún sé drifin af þrýstilofti í staðinn fyrir skrúfu. Hún verður mjög mikilvæg sem orustuflugvél, sökum þess hve háfleyg og hraðfleyg hún er. Það er engin hætta á að flug- menn vorir eigi nokkuð erfitt með að nota hana.“ Hann sagði, að það hefði ver- ið einkum tvennt, sem vakti eftirtekt hans, þegar hann fór fyrstu flugferð sína í hinni nýju þrýstiloftskntíhu vél. Það var hvorki hávaði né titringur á vélinni. Hann bætti við, að flug- maðurinn þreyttist síðar, þegar hávaðinn frá skrúfunni væri úr sögunni, en hávaðinn við út- blástur loftsins heyrist ekki í framparti flugvélarinnar. (Frá ameríska blaðafulltrúanum). Anglýsið í Timannml Bylting í brczkuiu félagsmálum. (Framh. af 3. síðu) Bretland verður fátækara eft- ir stríðið, að því leyti, að það mun fá minni vaxta og ágóða- tekjur erlendis frá, en af því leiðir, að efnamennirnir munu ekki geta haldið sig eins ríku- lega og þeir gerðu fyrir ófrið- inn. Hér munu þeir menn vissu- lega verða fáir, er geta enn sem fyrr haldið sig vel, án þess að drepa hendi í kalt vatn. En fá- tækt þeirra mun sýnast meiri á yfirborðinu en hún er í raun og veru. Þjóðin sjálf mun ekki verða fátækari í orðsins eiginlega merkingu, enda þótt fólk verði að leggja hart á sér og lifa spar- lega um alllanga hríð. Efnahag- ur þjóðarheildarinnar miðast ekki við hagskýrslur einar, heldur miklu fremur við fram- leiðslugetu hennar. í Bretlandi er nú meira land í ræktun en nokkru sinni fyrr, síðan landið byggðist. Iðnaður þess og auðsuppsprettur eru notaðar til hins ýtrasta. Það á fleiri dugandi framkvæmda- stjóra og góða verkamenn en nokkru sinni fyrr. Þjóðin hefir öðlazt meiri seiglu og vaxandi trú á sjálfa sig. Það eru hin beztu auðæfi. Bretland mun verða Bretland eftir sem áður, — kynlega sundurleitt og losaralegt. En virðing þess og fastheldni við gamla venjur mun ekki hindra það, að ýmis breytingar og um- byltingar eigi sér stað. Það mun ekki verða eins og Ameríka, þótt það semji sig meira að amerísku. lýðræði í félagsmálum. Það mun ekki verða eins og Rússland, þótt það þjóðnýti eitthvað af opinberum stofnunum og iðn- fyrirtæki, sem mest veltur á. Bretland mun eftir sem áður halda áfram að vera kynleg þokueyja, annað veifið drunga- leg og einmanaleg, hitt veifið töfrandi fögur. En verstu gall- arnir fram að stríðinu, — ó- hugnanlegur munur allsnægta og örbirgðar, hnignandi iðnað- ur, deyfð og kæruleysi, úrkynj- aðir „gentlemen, er lifa á eign- um sínum“, stórveldisásælni fá- mennrar fjáraflaklíku, — allt þetta mun hverfa að fullu og öllu. Þjóð sú, er vann sér aðdáun heimsins, er hún stóð alein uppi gegn nazistunum, mun heimta og öðlast sinn skerf allra lífs- gæða, og hún mun ekki láta sitt eftir liggja við framleiðslu þeirra. Með þessu móti mun Bretland verða þess megnugt að veita á margan hátt aðstoð þeim þjóð- um, er það eitt sinn bjargaði frá tortímingu. Dánarmiiming. (Framh. af 3. siðu) talsstunda þar, sem hann skemmti og fræddi í senn. Er vert að meta slíkt og þakka. Jón var kvæntur Valgerði Sveinsdóttur frá Felli í Sléttu- hlíð í Skagafirði. Eignuðust þau hjón 7 börn og eru 6 þeirra á lífi, öll hin mannvænlegustu. Sum þeirra eru enn á bernsku- skeiði. Við hið sviplega fráfall Jóns læknis er mikill harmur kveð- inn að konu hans, börnum og öðrum vinum hans og vanda- mönnum. Hann var aðeins 54 ára gamall, er hann lézt og hefði mátt vænta þess, að hann ætti enn langan starfsdag fram- undan. En dauðinn spyr ekki um aldur, né ástæður. Hann kemur og tekur, stundum, þeg- ar sízt varir og verst gegnir. Öxarfjarðarlæknishérað hefir misst mikils, við fráfall Jóns Árnasonar læknis, enda munu héraðsmenn sakna hans mjög og líta alm'ennt svo á, að sæti hans þar verði vandskipað. Sæm. Friðriksson. ORÐSENDING til kaupcnda Tíiiians. Ef kaupendur Tímans verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér STRAX til ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR, afgreiðslumanns, í síma 2323, helzt kl. 10—12 f hád. eða kl. 3—5 e. hád. ►o-GAMLA BÍÓ-o— / Konan með örið (A WOMAN’S FACE) JOHN CRAWFORD MELVYN DOUGLAS, CONRAD VELDT. Sýnd kl. 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. SLÓÐIN TIL OMAHA (The Omaha .Trail) JAMES CRAIG, DEAN JAGGER, Sýnd klukkan 5. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. . NÝJA BÍÓ —o«—o_, ) 1» (>• Leyndardómur danshallarinnar (Broadway). Dans- og söngvamynd um næturlífið í New York. Georg Raft. Pat Ó’Brien. Janet Blair. Brod Crawford. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Letkfélag Reykjavíkur ¥opn gnðannaM Sýniug aiuiað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 í dag. Jörð til söln. Stór jörð á Vestfjörðum er til sölu og laus til ábúðar. Góðar byggingar, góð ræktun. Útræði, silungsveiði og skeljasandur. Frystihús skammt frá Símar 3323 og 2572. — Símnefni: SALA. — Pósthólf 774. Eg þakka af alhug öllum þeim, er vottuöu mér sœmd og vináttu á sextugsafmæli mínu, me'ðal annars með heimsóknum, blómum og heillaskeytum. Ennfremur þakka ég hjartanlega veglegasta samsœti, er mér var haldið 31. okt. s. I., svo og stórmiklar gjafir frá nemendum mínum og sveitungum. Brúsastöðum í Vatnsdal, 4. nóv. 1943. KRISTJÁN SIGURÐSSON, kennari. ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► 4. í ► ► ► ► ► ► \ > ► ► ► I bókinni £)eir gerðu GARDINN FRÆGAN sem er nýútkomin í tveim bindum, eru ævisagnaþættir sextíu og níu karla og kvenna, sem vissulega hafa gert garð sinn frægan. Nöfn þeirra fara hér á eftir: Albert Einstein Somerset Maugham Enrico Caruso Demanta-Jim Brady Hetty Green H. G. Wells Theodore Roosevelt Woodrow Wilson * Martil Johnson Harold Lloyd John D. Rockefeller Sinclair Lewis Bazis Zaharoff Mayobræðurnir Helen Keller Andrew Carnegie Chic Sale Marconi Mary Pickford Walt Disney Upton Sinclair Mahatma Gandhi Wladimir I. Lenin Benito Mussolini Lowell Thomas Thomas A. Edison A1 Jolson Wolfgang Mozart Mark Twain Gréta Garbo Jack London John A. Sutter Richard Byrd John Gottlieb Wendel O. Henry Rudolf ríkisarfi Josephine Eddie Rickenbacker Christopher Columbus Orville Wright Nizaminn of Hyderbad Charles Dodgson Vilhjálmur Stefánsson Katrín mikla John Law Zane Grey Edv.ard Bok María stórhertogaynja Cornelíus Vanderbilt Nikulás annar Lawrence Tibbett Charles Dickens Frú Lincoln P. T. Barnum Carry Nation Theodore Dreiser S. Parkes Cadman Mary Roberts Reinhart Wilfred Grenfell Brigham Young Lousia May Alcott O. O. Mclntyre F. W. Woodworth Evangeline Booth Robert Falcon Scott Bill Sunday Howard Thurston Leo Tolstoy Robert Ripsley DALE CARNEGIE, höfundur þessarar bókar er þegar orðinn að góðu kunnur hér á landi af bókinni VINSÆLD- IR OG ÁHRIF, sem út kom í fyrra í þýðingu VILHJÁLMS Þ. GÍSLASONAR skólastjóra. Þeir, sem vilja kaupa bók, sem hefir geisimikinn fróð- leik að geyma og er auk þess einhver bezti skemmtilestur, sem á verður kosið, ættu ekki að láta hjá líða að eignast Þeir gcrðu garðinn frægan. ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ i i i i i i i i i i i i i A i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.