Tíminn - 29.01.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.01.1944, Blaðsíða 3
10. blað TÍMIIVX, langardaghm 29. jan. 1944 39 DÁNARMMIXG: Halldóra Halldórsdóttír á Hvoli Daglega spyrjum við dauða' margra manna og kvenna nafn- | greindra. En sjaldnast kemur | okkur í hug, að andlátsfréttir 'valdi öðru fólki sorg og söknuði. Pyrst þegar skörð koma í vina- hóp og kunningja, vekur þetta íhugun.og trega þeirra, sem eft- ir lifa. Þá erum við óþyrmilega minnt á það, hvað lífið og ham- ingjan eru hverful. Annars hættir flestum til að hugsa og haga sér eins og þeir' hefðu keypt einhverja sígilda líftrygg- ingu fyrir sig og vini sína, þeir einir hafi rétt á því, að lifa, þótt allir aðrir deyi. Svona er- um við velflest, tökum því eins og sjálfsögðum hlut, að okkur sé hlíft í lengstu lög og undrúmst, þegar einhverjir, sem við unn- um eða þekkjum, falla í valinn. Þannig fór mér, er ég frétti andlát þeirrar konu, sem þessi orð eru helguð. Ég ætlaði varla að trúa eigin augum. Hún var þó allt annað en feigðarleg, þeg- ar ég sá hana síðast, fyrir fám vikum, glöð og reif, heit af á- huga á lífinu og öllu því, er stuðlar að fegurð þess og gefur því gildi. Þá eins og endranær var hún gædd þeim anda sam- úðar, vinfestu og rósemi, er jafnan einkenndi hana. Og þá, fremur en nokkru sinni fyrr, bar hún þann svip, sem vekur traust, en villir aldrei* á sér heimildir. Mér er nú í fersku mi.nni, þeg- ar ég sá frú Halldóru í fyrsta sinn. Þá hugsaði ég eitthvað á þá leið, að hér færi vissulega góð kona, viljaföst, drenglund- uð, prúð og trygghjörtuð. Reynslan staðfesti þessa skoð- un á allan hátt — og betur þó. Er slíkt mjög sjaldgæft, að sam- ferðafólk okkar valdi aldrei neinum vonbrigðum við meiri kynni, bregðist ekki í neinu því trausti, sem til bess er borið upphaflega. Fátt er þó meira virði en einmitt þetta í lífinu. Það er mótvægi gegn mörgum vonbrigðum og óförum og er betur fallið til að vekja trú á mannkynið í heild, góðsemi þess og þróun, en flest annað. En það vekur líka sjálfstraust og fölskvalausa gleði. Er nokkur gáfa eftirsóknarverðari en sú, sem þekkir góðan mann og göf- uga konu, hvar sem þau ganga? Vissulega er það fátítt, að ís- lenzk alþýðukona, borin og barnfædd í afskekktri sveit, al- in upp við örðug kjör útskaga- byggðar, hafi þann aðal í svip, framkomu og fasi, er minnir meira á hirð en fásinni og ör- birgð fjölda ættliða. En þó eru þess dæmi, líkt og leiftrandi gimsteinar. Frú Halldóra á Hvoli var eitt af þeim. Hér verður hvorki rakin ætt né ævisaga Halldóru. Fædd var hún og uppalin norður á Langa- nesströnd, dóttir hjónanna Sig- ríðar Guðmundsdóttur og Hall- dórs Kristjánssonar frá Leir- höfn, bróður Jóhanns heitins ættfræðings og þeirra systkina. Er margt gáfufólk og vel mann- að í þeirri ætt, eins og margir vita. Ung fluttist Halldóra að Snartarstöðum í Núpasveit, merkisheimili, til hjónanna Guðnýjar Guðnadóttur og Ingi- mundar heit. Sigurðssonar. Var heimilið orðlagt og hjónin þekkt að rausn og höfðingslund. Tví- mælalaust hafa þessi vistferli orðið Halldóru örlagarík. Þar átti hún heima upp frá því, þar til hún og maðurinn hennar stofnuðu nýbýli örskammt frá Snartarstaðabænum, snoturt og vistlegt í öllum greinum. í þessu nýj a fyrirmyndarhúsi þeirra bjuggu þau síðustu æviár henn- ar. Og þar andaðist hún fám dögum áður en síðasta ár var „liðið í aldanna skaut“, eða 28. des. s. 1., mjög fyrir örlög fram. Er mikill og óvæntur harmur kveðinn að vinum hennar og vandamönnum. Að vísu hafði frú Halldóra búið við slæma vanheilsu nokkur undanfarin ár. En þau veikindi virtust þeg ar vera í svo mikilli rénun, að flestir væntu henni til handa lengri lífdaga. í langa tíð hefir mér ekki brugðið meira við nokkra and látsfregn. Heimili þessarar góðu konu og tryggðavinir hennar máttu svo illa við því að sjá henni á bak. Sveitin mátti ekki missa hana, landið ekki heldur. Það er fátækara eftir en.áðui'. En dauðinn er ekki vanur að hlífa neinum né neinu. Og þó finnst mér jafnan, þá mikils er misst, að vald hans minnki, (Framh. á 4. síðu) legt að endurreisa hið forna þjóðþing með nokkrum endur- bótum og nýbreytni. Þetta verk mundi aðeins taka átján mán- uði, en ég held að það væri var- legra, og þeir, sem fást við bygg- ingar, munu líka álíta það var- legra býst ég við, að tvöfalda þann tíma, því að stríðsþarfirn- ar verða að sitja fyrir öllu. Gamla þinghússbyggingin var reist eftir brunann 1834. Það var áætlað, að sú bygging mundi verða tilbúin eftir sex ár, en í raun og veru tók verkið tuttugu og tvö ár. Þegar ég tala því um að reisa þinghúsið á átján mán- uðum, er það vitanlega án alls skrauts og íburðar, sem má ljúka við smátt og smátt, þegar tóm gefst. Ég bið- aðeins um þing- stofu, sem við getum unnið störf okk^r í á þann hátt, sem viö teljum heppilegast. Tréverk- ið verður að sitja á hakanum, svo að unnt sé að ljúka verkinu. Clipsham steinnáman, sem steinninn er sóttur í til viðhalds eða endurreisnar hússins, er nú lokuð, og þarf því að opna hana aftur. • Við erum að smíða herskip, sem ekki verða fullgerð fyrr en að mörgum árum liðnum, og mörg fyrirtæki er nú verið að reisa vegna stríðsþarfa. En ég verð að segja það, að ég tel þjóðþingið, — hina voldugustu samkundu um víða veröld, — ég tel það að minnsta kosti eins þýðingarmikið og herskip og víg- girðingu, jafnvel þótt á stríðs- timum sé. Við getum tekið öll um þeim persónulegu breyting- um, sem af almennum kosning um kunna að leiða. Við munum eiga geysilega annríkt, og senni lega lendum við í hörðum deil- um og árekstrum. Við verðum að hafa góðan og þrautreyndan, hentugan stað til að starfa í. Þinginu ber sú skylda gagnvart sjálfu sér og þjóðinni allri að gæta þess, að ekki skapist neitt skaðlegt og slysalegt öngþveiti, er slíti þráðinn í þingstörfum okkar. Ég mælist því til þess, að skip- uð verði nefnd í þetta mál, og ég þykist þess fullviss, að hún finni góð úrræði, en gefi stjórn inni jafnframt nægilega frjáls- ar hendur um það, hvenær verk- ið verður hafið og hve ört verð- ur unnið að því, án þess að stríðsþarfir verði látnar sitja á hakanum. Okkur er skylt að þakka lávarðadeild þingsins fyrir að hafa látið okkur eftir þennan prýðilega fundarsal. Við höfum þegar samþykkt að lýsa yfir þakklæti okkar sem vera ber, en við viljum hins vegar komast hjá því að sitja hér svo lengi, að „ljúfir verði leiðir“. Það hefir farið ágætlega um okkur á þessum rauðmáluðu bekkjum undir hinu gullna og myndskreytta þaki. Ég tjái þakkir mínar fyrir það, sem okkur hefir verið vel gert, en heima er bezt. Upp frá áþján FRAMHALD En verknámið var ekki aðeins bundið við húsasmíði, jarðrækt og búrekstur. Þegar skólinn færðist í aukana, risu þar einnig upp járnsmiöjur, saumastofur, skógerðir, húsgagnasmíðastofur, rannsóknarstofur, kornmyllur og mörg fleiri nytsöm fyrirtæki. Skólinn varð að vera sjálfum sér nógur að öllu leyti, og það varð líka að kenna Svertingjunum öll þau störf, sem þeim var nauð- synlegt að kunnæ* til þess að hefja sig sjálfir á hærra þroska- stig í þjóðfélaginu. Allar stúlkur urðu líka að læra matargerð og verða færar um að stjórna venjulegu heimili með fullri prýði. En jafnhliða öllu þessu mikla og margvíslega verknámi var bóknáminu ætlaður sinn sess. Það mátti ekki heldur vanrækja, pótt það væri harla lítils virði, ef það átti sér ekki öfluga verk- menningu að bakhjarli. Svo er ætíð og með öllum þjóðum og kynflokkum. Eitt árið barst Booker símskeyti frá Armstrong hershöfð- ingja, þar sem hann stakk upp á því, að þeir ferðuðust saman um Norðurríkin í mánoðartíma og flyttu fyrirlestra. Booker féilst á þessa uppá'stungu, enda kom það síðar í ljós, að hers- höfðinginn hafði hugsað sér, að allur hagnaður af fyrirlestra- ferðum þeirra rynni til skólans í Tuskegee. Jafnframt því, sem skólastarf þeirra var þannig kynnt þorra manna í Norður- ríkjunum, safnaðist hinum unga skóla talsvert fé. Kom það sér vel, þvi að margs þarf við, þegar nýtt bú er reist. Eftir þetta fór Booker jafnan langar fyrirlestraferðir til Norður- ríkjanna á ári hverju og safnaði fé til skóla síns. Urðu margir til þess að leggja árlegar fjárfúlgur til skólans, og voru sumir all- rífir á þessi framlög. Surnir lögðu þá einnig fram allt fé, er þurfti til tiltekinna bygginga eða framkvæmda. Þannig gaf hinn kunni auðmaður, Andrew Carnegie, stofnuninni nýtt bóka- safn, en tvær konur gáfu myndarlega og fallega kirkju. Nokkr- ar stofnanir létu af höndum rakna árlegan styrk. Lýsir þetta bezt, hvílíkt var þá þegar álit Tuskegee-skólans í Bandaríkj- unum. Bezta stoð Bookers í hinu erfiða starfi menningarfrumherjans var Ólivía Davidson. Varð samstarf þeirra æ innilegra og marg- þættara, og kom þar loks, að þau giftust árið 1885. En hér fór sem fyrr. Hjónaband Bookers varð ekki langætt. Ólivía lézt eftir fjögurra ára sambúð þeirra. Höfðu þau þá eignazt tvo sonu: Baker Talíaferró og Ernest Davidson. Dauðaorsök Ólivíu var af læknum talin eingöngu of mikil vinna um langt skeið. Fjórurn árum eftir lát hennar kvongaðist Booker í þriðja skipti, að þessu sinni konu, er hét Margrét James Murray, og hafði um nokkur ár verið kennslukona í Tuskegee-skóla. Varð hún síðar forstöðukona kvennadeildar skólans. Það leið ekki á löngu, eftir að Booker hafði tekið upp þá venju að fara árlegar fyrirlestraferðir norður í land, að hann vann sér drjúga frægð sem ræðumaður. Því fór þó fjarri, að hann gerði sér far um að skapa sér slíka frægð. Málefnið var honum -fyrir öllu, en persónulegur frægðarljómi einskis verð- ur. „Mér var alltaf hugfólgnara að starfa og framkvæma", sagði hann sjálfur í ævisögu sinni, „heldur en gaspra um athafnir og framkvæmdir.“ Það bar oftar og oftar við, að honum var boðin þátttaka í ráðstefnum og þingum, þar sem margvísleg menningarmál og félagsmál voru rædd. Var það þó fyrst í stað eingöngu úr Norðurríkjunum, að honum bárust slík boð. En eitt sinn, er hann sat á einum slíkum fundi norður í Boston, bar svo til, að hann fékk símskeyti frá Atlanta í Geor gíuríki, þar sem honum var boðið að flytja ræðu á samkomu presta og kristilegra kennara, sem halda átti þar í borg. Þessu nýja tækifæri til þess að tala máli svarta kynstofnsins gat Booker ekki hafnað, enda þótt honum væri aðeins ætlaður fimm mínútna ræðutími. Er þó álíka löng leið milli Boston og Atlanta og Kaupmannahafnar og Parísar. Bjó hann ferð sína í skyndi og kom á ákvörðunarstað hálfri klukkustund áður en hann átti að flytja ræðu sína. Ræðan, sem hann flutti, vakti gífurlega athygli og hlaut einróma lof allra, sem á hlýddu, og varð umræðuefni margra blaða suður þar lengi á eftir. Tveim árum síðar átti að halda sýningu mikla i Atlanta. Var mjög til hennar vandað og því sýnilegt, að kostnaður yrði gífur- lega mikill. Var nefnd manna send norður til Washington til þess að leita hófanna hjá þinginu um styrk til fyrirtækisins. Booker Washington var einn í hópi sendimanna. Urðu úrslitin þau, að þingið samþykkti einróma að veita umbeðinn styrk til sýning- arinnar, og voru þessar undirtektir að verulegu leyti þakkaðar fortölum og markvissum rökstuðningi Bookers. í viðurkenningarskyni fyrir afskipti Bookers og fleiri Svert- ingja af þessum málum, ákvað sýningarstjórnin, að ein deild sýningarinnar skyldi einvörðungu helguð því að sýna fram- farir þær, sem orðið hefðu meðal Svertingja síðustu áratugi, og áttu menningarstofnanirnar í Hampton og Tuskegee mjög mikinn hlut í þeirra deild, eins og að líkum lætur. Þegar að því kom að velja menn til þess að flytja ræður við opnun sýningarinnar, varð að ráði, að Booker væri gefinn kost- ur á að vera í þeirra hópi. Var það eins og gefur að skilja hið mesta heiðursboð hverjum einum, en sérstaklega var þó Booker vottað með því mikið traust og virðing. Aldrei fyrr hafði Svert ingi verið kjörinn til þess að fiytja ræðu við jafn hátíðlegt tækifæri í allri sögu Bandaríkjanna. Hinn 17. september lagði Booker af stað til Atlanta með konu sína og þrjú börn. Sú ákvörðun, að Svertingi skyldi flytja ræðu við opnun sýningarinnar hafði þegar vakið gífurlega athygli. Margar og langar greinar um þetta voru birtar í öllum blöðum og mótmæltu sum þeirra harðlega þessari nýbreytni, en önnur létu vel yfir. Fólk flykktist að honum hvar sem hann fór, og á hverri járnbrautarstöö voru fyrir blaðamenn, er sátu um að fá að hafa tal af honum. Booker svaf lítið aðfaranótt 18. september 1895. Hann var snemma á fótum um morguninn og hugleiddi ræðu sína mjög rækilega enn einu sinni. Áður en hann lagði af stað til hátíða haldanna, kraup hann á kné og bað Guð að styrkja sig, svo að hann mætti koma fram sér og kynstofni sínum til sæmdar. Síð an hélt hann af stað í fylgd með sendimanni sýningarstjórnar- innar, er átti að vísa honum leið á þann stað, er honum var ætlaður. Það var glaðasólskin og steikjandi hiti, en löng leið að fara og hvarvetna mikil mannþröng. Var hann ekki kominn á á kvörðunarstað fyrr en eftir þrjár klukkustundir. 4 ÚTBREIÐIÐ TIMANN Samband ísl, samvinnufélaga. Viðskipti yðar við kaupfélagið efla hag þess og yðar sjálfra. Hvaða erlent mál get ég tileínkað mér á skemmstum tíma? Auðvitað Esperanto. — Reynið sjálf. — Takið þátt í Bréfa- námskeiði í Esperanto. Þátttökugjald aðeins 28 krónur, er greiðist í byrjun. Umsóknir sendist ÓLAFI MAGNÚSSYNI, Bergstaðastræti 30 B, Reykjavík. Eg óska að taka þátt í Bréfanámskeiði í Esperanto. Gjaldið sendi ég í sama pósti með póstávísun — ósk- ast innheimt með póstkröfu (strikið yfir það, sem ekki á við). Nafn: ......^.......................................... Heimili: ......................................;....... Arshátíð Nemendasambands og ---------- SkólaféL Samvínnuskólans verður í Tjarnarcafé 30. janúar n. k. og hefst með sameiginlegri kaffidrykkju klukkan 8.30. — Minnst verður 25 ára afmælis skólans. Til skemmtunar: Ræðnr. — Söngur. — Dans. Aðgöngumiðar fást í Verzl. Brynju og í Samvinnuskólanum. Uudirbúiiiiigsuefudin. Nokkrar stúlkur gcta koinizt að» í Garnastöðinni við Rauðarárstíg. Upplýsmgar á staðnum og i síma 4241. Minkaeigendar L. R. í. ráðleggur ykkur að koma með minkaskinnin hið fyrsta svo að séð verði hvaða magn er hægt að bjóða. atcc— Verðið er gott og von um verðhækkun ef skinnin verða sem mest á einni hendi og hægt er að bjóða talsvert mikið í einu. Skíainasala L. R. í. P A L ¥ Rœstiduft er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, þvi vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. IVotið O P A U rœstiduft 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.