Tíminn - 15.02.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.02.1944, Blaðsíða 4
68 TÍMIÍ\rV, þriðjudaginn 15. febr. 1944 17. blað ÚR BÆNBM Skemmtun Framsóknarmanna verður n. k. fimmtudagskvöld, 17. þ. m. í Sýningarskála myndlistarmanna. Hefst hún með Pramsóknarvist kl. 8%. Framsóknarfólk er minnt á að tryggja sér sem allra fyrst aðgöngumiðat á af- greiðslu Tímans, (sími 2323), því að- sókn verður mikil að þessari samkomu. Hjúskapur. Siðastliðinn laugardag" voru gefin saman í hjónaband af sr. Sig. Pálssyni, Hraungerði, ungfrú Jóna Guðmunds- dóttir, (Guðm. heitins Bárðarsonar próf.), og Ólafur Gissurarson frá Bygð- arhorni. — Heirhili ungu hjónanna er við Freyjugötu 15. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Rósa Niels- dóttir (fósturdóttir Einars Jcnssoa^r mag. arl og Eiandur Jónsson cand. phil. (Jóns prófasts í Kollafjarðarnesi í Strandasýslu). Heimili ungu hjón- anna verður Ásvallag. 12. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Aðalbjörg Halldórsdóttir frá Öngulsstöðum í Eyjafirði og stud. theol. Sigurður Guð- mundsson frá Akureyri. Tónlistin. Nýlega er út .komið tímaritið „Tón- listin", sem Félag islenzkra tónlistar- manna gefur út. Er þetta 1.—4. hefti 2. árgangs. Ritið flytur ýmsar góðar og -athyglisverðar greinar eftir þekkt íslenzk tónskáld og tónlistarfrömuði. M. a. má benda á grein eftir ritstjórann, Hallgrím Helgason, er hann nefnir „Hljómandi fósturmold," grein eftir Björgvin Guðmundsson, tónskáld, „Á- hrif tónlistar." — Auk þeirra eiga þarna fróðlegar greinar þeir Þorsteinn Konráðsson og Baldur Andrésson. Ann- ars flytur ritið fjölmargt, sem ætla má, að tónlistarvinum sé fengur í, svo sem þáttinn Hljómleikalíf Reykjavíkur og ýmis lög eftir íslenzk tónskáld. Ritið er hið prýðilegasta að öllum frágangi. Málverkasýning. Næstk. fimmtudag verður opnuð, í Sýningarskálanum, sýning á málverk- asafni Markúsar heit. ívarssonar. Um 200 myndir verða á sýningunni, en Markús átti stærsta málverkasafn, er verið hefir í einstaklingseigu hérlendis. Ágóðinn af sýningunni mun renna í sérstakan sjóð,- er nokkrir vinir Mark- úsar hafa stofnað til minningar um hann. Tekjum sjóðsins skal varið til málverkakaupa og skulu málverk þau, sem sjóðurinn kaupir, vera sérstók deild í Listasafni ríkisins og bera nafn Markúsar. Félag íslenzkra myndlistar- manna gengst fyrir sýningunni. Dánardægur. Gunnar Einarsson, kaupmaður, son- ur Einars Ásmundssonar og faðir Jó- hannesar biskups kaþólskra manna, andaðist aðfaranótt síðastl. föstudags. Gunnar var rúmlega níræður að aldri. Hann var maður vinsæll og • mikils- virtur. Freyr, Annað tölublað þessa árgangs er ný komið út. Það flytur m. a.: Nokkur orð um búreikninga, eftir Guðmund Jóns- son, Fasteignamálið eftir Hafstein Pét- ursson, Nýtt próf í garnaveiki eftir Björn Sigurðsson og Það bar við eftir Árna G. Eylands og ýmsar styttri fróðleiksgreinar. Óttast um fimm háta »g þrjár skipshafnir (Framh. af 1. síSu) það á vettvang'og fann bát- inn og dró hann til Tálkna- fjarðar. Bátar frá Hornafirði, þeir sem á sjó voru þessa nótt, kom- ust ekki til heimahafnar. Snéru þeir austur til Djúpavogs og náðu þar landi. Á sunnudagsmorgun varð vél- báturinn „Bára" frá Páskrúðs- firði fyrir brotsjó og laskaðist mjög og rak eftir það stjórn- laust til lands. Sást úr landi hverju fram fór og kom bátur, „Hvanney" á vettvang „Báru" til hjálpar. Tókst skipverjum á „Hvanney" að bjarga „Báru". Fengu þeir tvö brot yfir sig við björgunarstarfið og munaði minnstu, að einn manninn tæki út. Gífurlegt veiðarfæra- tap — ný veiðarf æri ófáanleg. Eins og áður hefir verið vik- ið að, urðu margir bátar fyrir gífurlegu veiðarfæratapi. Er gizkað á, að það nemi að minnsta kosti hálfri miljón króna, og er þó hitt enn verra, að ekki mun hægt að fá ný veiðarfæri í staðinn. Mun þetta áfall því hafa mjög mikil og ill áhrif á sjósókn og fiskveiðar al- mennt frá sunnlenzku verstöðv- unum í vetur. Tvo báta rekur á land. í gærmorgun slitnuðu tveir bátar upp af legunni í Keflavík og rak þá á land. Heita þeir „Júlíus Björnsson" og „Geir". Ekki er enn vitað, hversu mikið þeir hafa brotnað. Krýsuvíkurvegurinn (Framh. af 1. siðu) verða að flytja 40—50 smálestir yfir heiðina daglega til að full- nægja brýnustu þörfum bæjar- búa, og varlega er áætlað, að önnur flutningaþörf sé álíka mikil og sennilega meiri, þar sem Reykjavíkurhöfn er eina inn- flutningshöfnin fyrir allt Suð- urlandsundirlendið frá Reykja- nesi að Skeiðarársandi. Þá daga, er erfiðast er að flytja þessa leið, hefir verið talið, að verð- mæti allra þeirra mjólkurvara, sem fluttar eru, nægi ekki fyrir flutningskostnaði á þeim, en auk þess kostar það ríkið stór- íé, þar sem það hefir bæði margt manna og verkfæra við að reyna að ryðja leiðina, þótt oftast beri það engan árangur og öllu því fé og erfiði þannig á glæ kastað. Það er því alveg víst, að fé það, sem hér fer til einsk- is árlega, má telja í hundruðum þúsunda, auk allra þeirra óþæg- inda og erfiðleika, sem þessu eru samfara. Talið er, að þegar sé búið að eyða af opinberu fé um 240 þús. króna í rannsóknir einar á því, hversu leið þessi verði bezt tryggð. Og enn er áformað að halda áfram að eyða fé með þeim hætti um óákveðinn tíma án þess að ráðast í framkvæmd- ir. Það er því óhætt að álykta, að sé á málum þessum haldið á sama hátt í nokkur ár enn eins og verið hefir undanfarið, þá verði um milljónaeyðslu að ræða, sem þá færir enga lausn eða bót á málinu sjálfu til fram- búðar. Fyrir nokkrum árum var hafr in lagning nýs vegar frá Reykja- vík til Suðurlandsundirlendis- ins um Krýsuvík. Var talið, að leið þessi mundi miklu snjólétt- ari, þar sem hún er um helm- ingi lægra frá sjávarmáli, þar sem hæst er, en Hellisheiði og liggur auk þess mjög nærri sjó. Fyrir þrem árum var um y3 leið- arinnar fullger, og var þá lokið við að leggja hæsta hluta vegar- ins, yfir Vatnskarð, og einnig mikinn hluta meðfram Kleifar- vatni, — en á þeim tveim stöð- um var snjóahætta talin mest. Síðan hefir verið fylgzt með, hversu snjóa legði á þessa leið, þegar illfært eða ófært hefir verið um Hellis- og Mosfells- heiði, og má segja, að þær at- huganir hafi leitt í ljós, að snjólaust, eða svo að segja, hafi jafnan verið á þessari leið. í vetur, síðan flutningaörðugleik- arnir byrjuðu um Hellisheiði og í Þingvallasveit, hefir Mjólkur- samsalan nokkrum sinnum látið skoða Krýsuvíkurveginn, það sem komið er af honum, og hef- ir hann ávallt reynzt með öllu snjólaus og greiðfærari en jafn- vel Reykjavíkurgötur sjálfar. Auðvitað er til þess ætlazt, að hér sé aðeins um vetrarleið til öryggis að ræða og Hellisheiðar- vegurinn verði bættur og honum haldið við sem aðalleið eftir sem áður. Þótt leiðin um Krýsuvik sé nokkru lengri, skiptir það engu máli móts við það að ætla að halda áfram hinni vonlausu, erfiðu og kostnaðarsömu bar- áttu við snjóinn á háfjallaleið- um. þeim, sem nú eru fyrir hendi. Upphæð þessarar tillögu er miðuð við það, að helmingur vegarins, sem ófullger er, verði a. m. k. lagður á þessu ári og byrjað sem allra fyrst. Þrengslín í strætis- vögnunnm Dagana 3.—9. janúar síðastl. lét póst- og símamálastjóri telja í strætisvögnum milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar. Talið var í 718 bifreiðum og reynd- ust of margir farþegar í 102 vögnum. Það komst jafnvel svo langt, að 22 farþegar voru umfram þá tölu, sem pláss er fyrir í einum bíl. Hefir póst- og símamálastjóri sent bæjarráði skýrslu um þessa ofhleðslu og getur þess jafn- framt, að hann hafi kallað sér- leyfishafa á fund til að ræða þetta mál og æskir að bæja'r- stjórn sendi einnig fulltrúa til að mæta þar. Erlent yfirlit. (Framh. af 1. síðu) breiðslu kommúnismans. Þessir flokkar verði alltaf dyggir fylgj- endur Rússa og geti á ýmsan hátt styrkt stórveldisaðstöðu þeirra og það jafnvel fremur, ef ekki væru bein sambönd milli þeirra og Rússa. Sterk rök eru og leidd að því, að þannig hafi kommúnistaflokkarnir verið notaðir að undanförnu. Rússar hafi notað þá til að vinna fyrir sig, og að þeir hafi metið þá meira eftir því, hvað þeim ávannst í þeim efnum, en því, hvort þeir unnu kommúnism- anum fylgi. Það hefir vakið athygli í þessu sambandi, að kommúnistar í Bandaríkjunum hafa nýlega lagt flokk sinn niður eða rétt- ara sagt ákveðið að breyta hon- um í fræðslufélag, sem ekki tæki beinan þátt í stjórnmálabarátt- unni. Með þessu móti munu þeir vænta þess, að starfsemi þeirra sæti minni óvinsældum. En geta þeir líka ekki méð þessum hætti orðið öflugri áróðursmenn fyrir Rússa? Aðstaða Rússa til landflótta ríkisstjórnanna hefir mjög stutt að því, að menn þykjast enn ekki greina fullkomlega, hvað Rússar ætlast raunverulega fyr- ir. Þessar stjórnir hafa yfirleitt reynt að starfa á grundvelli þjóðlegrar einingar, — reynt að hafa innan vébanda sinna fulltrúa allra flokka, er ekki höfðu aðhyllzt nazismann, svo að baráttan gegn Þjóðverjum hvíldi á sem víðtækustum grundvelli. Þetta hefir yfirleitt tekizt ,mjög vel, að því undan- skildu, að kommúnistar hafa ekki fengizt til þátttöku í slíku samstarfi. Fyrst í stað stafaði þetta af því, að Rússar höfðu griðasátt- mála við Þjóðverja og kommún- istar forðuðust á meðan að taka þátt í hverskonar andstöðu gegn nazistum. í stað þess að hvetja undirokuðu þjóðirnar til mót- spyrnu við Þjóðverja, hvöttu kommúnistar þær til að semja sátt við þá, t. d. í Noregi, þar sem þeir heimtuðu, að Há- kon ^konungur - og Nygaards- voldsstjórnin legðu niður völd og þingið myndaði stjórn, er gæti samið við Þjóðverja. Af þessum ástæðum neituðu komm- únistar upphaflega að taka þátt í tékknesku þjóðfrelsisnefndinni undir forustu dr. Benesar og í frönsku þjóðfrelsisnefndinni undir forustu de Gaulles. Það hefði mátt ætla, að þetta hefði breytzt eftir að styrjöldin hófst milli Rússa og Þjóðverja, en því hefir þó ekki verið að heilsa. Kommúnistar hafa jafn- an sett ýms óaðgengileg skilyrði fyrir þátttöku sinni. Þetta hefir að vonum vakið þann grun, að kommúnistar vilji vera lausir við alla ábyrgð af stjórnarathöfn- um, svo að þeir hafi sem ó- bundnastar hendur eftir styrj- öldina. Þetta kemur glöggt fram í sambandi við frönsku þjóðfrels- isnefndina. De Gaulle hefir lengi óskað eftir því, að fulltrú- ar frá kommúnistum ættu sæti ORÐSElVDIrVG til kaupenda Tímans. Ef kaupendur Tímans verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér STRAX til ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR, afgreiðslumanns, í síma 2323, helzt kl. 10—12 f. hád. eða kl. 3—5 e. hád. Raímagns- borðlampi Vandaður, útskorinn raf- magnslampi, er til sölu og sýn- is á Thorvaldsensbazar Verð kr.: 325,00. IJtbreiðið Tímann! -<»»»»,»GAMLA BÍÓ-" —»—°—°-:« .;• Frú Míníver (Mrs. Miniver). Stórmynd tekin af Metro Goldwyn Mayer. Aðalhlutverkin leika: GREER GARSON. WALTER PIDGEON. TERESA WRIGHT. ________Sýnd kl. 6V2 og 9. BARÁTTAN UM OLÍUNA __ (Wildcat). RICHARD ARLEN, ARLINE JUDGE. Sýnd kl. 4. j ? NÝJA BÍÓ—.—.—mw>$ Með flóðinu (Moontide). Mikilfengleg mynd. Aðalhlutv. leikur franski leikarinn JEAN GABIN, ásamt IDA LUPINI og » CLAUDE RAINS. Sýnd kl. 5, 7 og 9.. Kaiipum tuskur allar tegundír, hœsta verdi. Húsgagnavínnustofan Baldursg. 30 Sími2292. OrðseDding til kaupenda Tímans. £f kaupendur Tímans verða fyrir van- skilum á blaðinu, eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér STRAX til ÞÓRÐAR ÞOKSTEINSSOrVAR afgreiðslumanns, í síma 2323, belzt kl. 10-12 fyrir hádegi, eða 3—5 e. h. ********* ywwooooooo»ooooo»oo»oooo»ooooooooooooo»»»»o The World's News Seen Threugh THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOK An International Daily Newsþaper u Truthful—Constructive—Unbiased—Free from Sensational- úm — Editorials Are Timely and Instructive and Its Oaily Features, Together with the Weekly Magazine Section, Make the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. The Christian Science PubUshing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Price ^12.00 Yearly, or ^l.OO a Month. Saturday Issue, including Magazine Section, ^2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Issues 25 Cenu. SAMPLB COPY ON RBQU^T >o»ooo»ooooooooooo»ooooooo^»o I þjoðfrelsisnefndinni. Jafn- framt hefir hann óskað eftir, að þeir væru tilnefndir af hinum leynilegu kqmmúnistasamtök- um heima í Frakklandi. En þessu hefir verið neitað af frönsku kommúnistunum, er starfa ut- an Frakklands. Þeir hafa viljað velja fulltrúa úr hópi kommún- ista, sem voru i varðhaldi í Al- gier, en hafa nú verið látnir lausir. De Gaulle hefir neitað því með þeirri forsendu, að þeir hafi verið dæmdir til varðhalds- vistar skömmu eftir að stríðið hófst, samkvæmt skýlausum lagafyrirmælum franska lýð- veldisins, þar sem þeir hafi rek- ið áróður, sem var skaðlegur styrjaldarrekstrinum. De Gaulle segist ekki geta tekið menn, sem hlotið hafi slíka dóma, í Stjórn sína. Þá hafa kommúnistar hampað sem fulltrúaefni frönskum kommúnista, er lengi hefir dvalið í Moskvu, en de Gaulle hefir ekki viljað fallaz;t á það. Slysfarir (Framh. af 1. síðu) renna sér á sleða og rakst á girðingu. Var hann fluttur í sjúkrahúsið á ísafirði og lézt þar af meiðslum. t t t Þann 29. f. m. drukknaði ung- ur 'maður á Djúpavogi, Ari Höskuldsson. Slysið vildi þann- ig til, að bátur, sem var að fara út í skip, hvolfdist og fóru allir, sem í honum voru, 11 talsins, í sjóinn. Bátur var þarna nær- staddur, er á var Stefán Aðal- steinsson. Tókst honum með miklu snarræði að bjarga öllum, nema Ara. Pallíettur, svartar, hvítar, rauðar, silfraðar, gyltar, koparlitaðar, grænar, bláar. H. TOFT Skólavörðustíg. 5. Sími 1035. Þúsundir vita, að gæfa fylgir trúlofunarhring- um frá SIGURÞÓR. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Sendið nákvæmt mót. Sigurþór, Hafnarstr. 4, Reykjavík. VinnW ötttllegH tyrlr Á víðavangi (Framh. af 1. síðu) unum, er samþykktar voru á seinasta þingi, og jafnframt hafi hann komið fram lækkun skatta (afnám verðlækkunar- skattsins), enda þótt vitanlegt sé, að afleiðing slíkrar fjár- málastefnu muni orsaka stór- felldan tekjuhalla hjá ríkissjóði. Bækur seljast misjafnlega ört, sumar á fáum dögum, aðr- ar á nokkrum árum, en enginn skyldi þó leggja það sem mæli- kvarða á gæði bókanna. Það vill oft bregða við hjá bóka- mönnum, að þegar þeir sjá, að bókin selst ekki með metsölu- hraða, þá draga þeir að kaupa hana, og vakna svo við þann vonda draum, að bókin er upp- seld. Nú viljum við benda þeim bókamönnum, sem enn hafa ekki keypt neðantaldar bækur, á, að það eru ekki mörg eintök eftir óseld af neinni þeirra. Missið því ekki af þessum ó- dýru bókum: Sagá Eiríks Magnússonar eftir Dr. Stefán Einarsson, heft kr. 8.00. Afmælisrit Einars Arnórssonar próf. Greinar eftir 12 ísl. fræðimenn um ýmislegt efni, 200 bls., kr. 15.00 heft. Saga Skagstrendinga og Skagamanna eftir Gísla Konráðsson, heft kr. 12.00. Frá Djtipi og Ströndum eftir Jóhann Hjaltason, kr. 3.50. Frá yztu nesjum eftir Gils Guðmundsson, heft kr. 12.00. Myndir Jóns Þorleifssonar, 32 heilsíðumyndir, ib. 25.00. Guðm. Friðjónsson sjötugur, ljóð,' heft 2.50. Kristján X. Afmælisrit eftir Guðbrand Jónsson, með hátt á annað hundrað myndum úr ævi kon- ungs. Kr. 15.00. Draumar Hermanns Jónassonar með hinum fræga Njálu- draum, heft kr. 1.50. ISit um jarðelda á fslandi Kr. 5.00. Nokkrar ódýrar skáldsögur: Fyrstu árin eftir Guðrúnu Jónsdóttur frá Prestsbakka. Bókin er nú komin út í danskri þýðingu, ib. kr. 6.00, heft 4.00. Fyrir miðja morgunsól eftir Huldu, ib. 6.50, heft 3.50. Skrítnir náungar eftir Huldu, ib. 10.00, heft 8.00 Og árin líða eftir Sigurð Helgason, með hinni rómuðu sögu „Skarfa- klettur", ib. 6.00, heft 4.00. Nýr bátur á sjó Thomas O. Lökken, 300 bls., ib. 7.00, heft 5.00. Við dyr leyndardóm- anna og Einstæðingar, skáldsögur eftir Guðlaugu Benedik'tsdóttur, ib. 6.00 og 5.00. Þr á ðar spottar. sögur' eftir vestur-íslenzku skáldkonuna Rannveigu Sig- urbjörnsson, heft kr. 4.50. Ilmur daganna eftir Guðm. Daníelsson, ib. 6.50, heft 4.50. - Bækur þessar munu enn vera fáanlegar hjá flestum bóksöl- um úti um land, eða beint frá Békaverzlun Isaioldarprentsmiðju

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.