Tíminn - 22.02.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.02.1944, Blaðsíða 4
»0 TÍMircrc, þrilSjiidaginn 22. febr. 1944 20. blað Á víðavangi (Framh. af 1. síðu) vilja gera eitthvað, sem til bóta horfir, sjá þeir ekki annað ráð vænna en að leita ásjár „haml- anna“. FLÓNSKA SIGURÐAR. Sigurður Bjarnason er á góð- um vegi að sanna það, sem um hann hefir verið sagt, að hann sé ógreindasti maðurinn, er at- vikin hafa fleytt inn á Alþingi. Hins vegar vantar hann ekki yfirdrepsskap og bægslagang. Nýlega hefir hann gert sig að athlægi í þinginu með þ-ví að telja það heyra undir verkefni milliþinganefndarinnar í sjáv- arútvegsmálum að gera tillögur um, hvaða verð þurfi að vera á sjávarútvegsvörum, svo að ekki sé halli á útgerðinni. Hugðist hann með þessum málflutningi geta drepið tillögu frá Eysteini Jónssyni um þetta mál. Eysteinn og fleiri þingmenn bentu Sigurði fljótt á, að hér væri um tvennt ólíkt að ræða, því að milliþinga- nefndin ætti að fjalla um log- gjafaratriði viðkomandi skipu- lagsmálum sjávarútvegsins, en ekki um verðlagsmál hans. Sigurður hefir þó ekki látið sér lærast af þeirri hrakför, sem hann fékk í þinginu, heldur hef- ir hann líka rokið með óvita- skáp sinn í Morgunblaðið. Það má vissulega segja, að flónska hans ríði ekki við einteyming. FYRIRSPURNIR TIL BÓNDANS OG INGÓLGS FRÁ HELLU. Að gefnu tilefni þykir rétt að beina þessum fyrirspurnum til „sameiningar“-blaðsins Bónd- ans og „sameiningarmannsins“ Ingólfs frá Hellu: 1. Ætlar Ingólfur að hætta klofningsstarfsemi sinni innan samvinnuhreyfingarinnar i þágu kaupmanna og ganga í sam- bandskaupfélag? 2. Ætla „sameiningarmenn“ þeir, sem standa að Bóndanum, að styðja kaupfélögin og sam- vinnuhreyfinguna í baráttu þeirra fyrir réttlæti um fram- kvæmd verzlunarmála? Ætla þeir að styðja stefnu Eysteins Jónssonar, sem tryggði kaupfé- lögunum réttlæti við úthlutun innflutningsleyfa, eða ætla þeir að styðja stefnu Björns Ól- afssonar, sem stöðvar þróun samvinnuhreyfingarinar um innf lutningsverzlun ? 3. Ætla „sameiningarmenn- irnir“ að stýðja þá skattamála- stefnu, að stríðsgróði lands- manna verði hagnýttur til stuðnings þjóðinni og atvinnu- vegunum, m. a. til aukinnar ræktunar, til raforkufram- kvæmda, til nýbyggingar báta- flotans, til hafnargerða, svo að- eins fátt sé nefnt til dæmis? Halda þeir, að stórvirkjum þess- um verði komið í framkvæmd með því að lækka skatta á stríðsgróðanum eins og nú er komið fjárhag ríkisins? Erlcnt yfirlit. (Framh. af 1. slðu) aldrei gefið sig að flokksmálum, en getið sér gott orð sem emb- ættismaður í ýmsum nýlendum Breta. Þykir hann öruggur stjórnandi, en hann er lítill ræðumaður og að fleiru leyti ólíklegur til lýðhylli. Woolton hefir getið sér mikið orð sem yfirmaður matvælaráðuneytis- ins og honum hefir nú verið fal-. ið að undirbúa viðreisnarstarfið eftir stríðið. Því hefir verið fleygt, að Churshill geti hugs- að sér hann sem forsætisráð- herra í þjóðstjórn, ef hún haldi áfram eftir hans dag, því að ef til vill reyndist bezt að sameina flokkana um utanflokkamann. Hins vegar myndi hann samt vilja fela Eden formennsku íhaldsflokksins og tryggja hon- um þannig forsætisráðherra- sætið í framtíðinni, ef íhalds- menn hefðu völdin. Ef jafnaðarmenn komast til valda, eru Morrison og Bevin líklegustu forsætisráðherraefn- in. Morrison nýtur stuðnings flokksfélaganna, en Bevin verk- lýðsfélaganna. Áskriftare'labl Tírnans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn. ÚR BÆXUM íþróttafélag Reykjavíkur hefur fengið hjá ríkisstjórninni leigulausa lóð fyrir stórhýsi, sem það' ætlar að reisa. Lóðin er við Sölvholts- götu austan við Sambandshúsið. Náttúrulækningafélag íslands hefur nýlega ákveðið að opna mat- söluhús á næsta vori og er það þegar búið að tryggja sér húsnæði og góða forstöðukonu. Á sjöunda hundraö manns eru nú í félaginu og hefur félagsmönnum fjölgað um 200 á tveimur mánuðum. Barnaskóli á Melunum. Á seinasta bæjarráösfundi voru lagð- ar fram teikningar og líkan af fyr- irhuguðum barnaskóla á Afelunum, sem verður m. a. fyrir Skildinganes og Grímstaðahoit. Ákveðið var að hefjast handa um framkvæmdir sam- kvæmt uppdráttunum. Nýr garðyrkjuráðunantur. Bæjarráð hefur ráðið Sigurð Sveins- son garðyrkjufræðing til að vera garð- yrkjuráðanaut bæjarins frá næsta vori að telja. Hjúskapur. S. 1. laugardag voru gefin saman i hjónaband af séra Sigurbirni Ein- arssyni, ungfrú Guðrún Björg Sig- urðardóttir (Siguröar frá ■ Veðramóti) og Sigurður Benediktsson verzlunar- maður (Benedikts Björnssonar fyrv. skólastjóra á Húsavík). Heimili brúð- hjónanna er á Fjólugötu 23. Nauðgunartilraun. Um sexleytið á miðvikudagskvöldið var réðist amerískur hermaður á 15 ára gamla stúlku, er var á leið heim til sín út á Seltjarnarnes. Reyndi hann að hafa samræði við hana meö valdi, en brast kjark, þegar hann sá bifreið koma, og lagði á flótta. Hermaður, sem er grunaður um þetta athæfi, hefir verið tekinn fastur. Afstaða mín til breytts samstaris um lausn skíln- aðarmálsins Af því að ég hefi um hríð átt sæti í hinni svo nefndu lýð- veldisnefnd, en hún var skipuð þremur mönnum frá hverjum hinna þriggja flokka, Fram- sóknarflokkpum, Sjálfstæðis- flokknum og Sósíalistafiokkn- um, sem bundizt höfðu samtök- um um lausn skilnaðarmálsins og stofnun lýðveldis 17. júní á sumri komanda, tel ég ekki með öllu ástæðulaust, enda eini ut- anþingsmaðurinn í nefndinni, að taka fram eftirfarandi varð- andi afstöðu mína til hins nýja flokkasamstarfs,. sem nú mun á komið í skilnaðarmálinu: Ég er því með öllu mótfallinn að gildistökudagur stjórnar- skrárinnar sé felldur úr stjórn- arskrárf rumvarpinu: í fyrsta lagi af því, að ég tel rétt og sjálfsagt, að þjóðin fái sjálf með atkvæði sínu um stjórnskipunarlögin að ákveða hvaða dag þau skuli koma . til framkvæmda. í öðru lagi lít ég svo á, að með niðurfelling gildistökudags- ins geti framgangi málsins á þeim tíma, sem til var ætlazt, verið stofnað í verulega hættu, og hlutur þeirra stórum bættur, sem spilla vilja málinu og tefja. í þriðja lagi tel ég, að eining og samhugur um málið sé sizt betur tryggður með þessum hætti. Iíilmar Stefánsson. Atbiugasemd Herra ritstjóri. Út af grein í heiðruðu blaði yðar, „Götunöfn á Akranesi", þar sem greinarhöfundur segir neðanmáls, að blaðið „Akranes" sé ekki svo „frjálslynt og heið- arlegt“ að taka greinar, sem það sjálft óski eftir, óskast aðeins þetta birt: ' Blaðið neitaði alls ekki höf. um að birta áminnsta grein. Honum var þvert á móti sagt að það yrði gert þegar því yrði við- komið. Það þótti honum ekki fullnægjandi; en það kom vit- anlega ekki til greina að neita honum um a.ð afhenda greinina aftur. ’ Með þakklæti fýrir birtinguna. Vinsamlegast. Ól. B. Björnsson. Útbrciðið Tímaim! Á mynd þessari sjást Bandaríkjaflugvélar af spánýrri gerð — „Helldivers" kalla þeir þær — vera að heimsækja stöðvar óvinanna. Þessar flugvélar voru fyrst notaðar til hernaöarþarfa 11. nóvember 1943. Þá réðust 23 slíkar flugvélar á herstöðvar Japana á Rabaul á Nýja-Sjálandi og ollu þar miklum usla í herskipaflota óvinanna. Sökktu þær að minnsta kosti tveim japönskum herskipum og stórskemmdu þrjú önnur. Voru þó áttatíu Zeró- orustuflugvélar til varnar. Þessar nýju flugvélar eru stærri og þyngri en sprengjuflugvélar þær, sem floti Bandaríkjanna hefir áður beitt, og geta flutt meiri farm um lengri leið en önnur flugtæki flotans. Maðnr hverfur Forsetiim verðnr GAMXjA BÍÓ«»<M»<>«»<HB»o,g, 1 Frú Míníver 1 .1 M 1 ■■ T NÝ J A BÍÓ ■»<>«^<VT<VTKV* ! Dansinn dunar (Mrs. Miniver). : („Time out for Rhythm“) j Stórmynd tekin af Metro i Goldwyn Mayer. RUDY VALLY. GREER GARSON. | WALTER PIDGEON. TERESA WRIGHT. ANN MILLER. ROSMARY LANE. Sýnd kl. 9. i í myndinni spilar fræg danshljómsveit „Casa i Auðngi flakkarinn (Sullivan’s Travels). Loma Band“. VERONICA LAKE, JOEL McCREA. j Sýnd kl. 3, 5 og 7. 1 Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hjartans þakkir fyrir auffsýnda samúff og vinarhug viff andlát og jarffarför Jóns Guðmiinclssonar Ljárskógum. Anna Hallgrímsdóttir, börn og tengdabörn. Stúlkur Trjáræktarnámskeiff verffur haldiff á Hallormsstaff á komandi vori frá 10. maí til 20. júní. Hár námsstyrkur veittur. Þær, sem hugsa sér aff sækja, leiti sem fyrst upplýsinga hjá skógarverffinum á Hallormsstað. r——■——-——~—-—————— —------- Orðsending til kaupenda Tímans/ E£ kaupendur Tínians verða fyrir van- skilum á blaðinu, crn þeir vinsamlega beðnir að snúa sér STRAX til ÞÓRÐAR ÞORSTEIXSSOXAR afgreiðslumanns, í síma 2322, belzt kl. 10—12 fyrir hádegi, eða 3—5 e. h. T í M I X X er víðlesnasta auglýsingablaðið! Sá atburður varð á „Þór“, er skipið var á leið frá Vestmanna- eyjum til Reykjavíkur síðastl. föstudagsmorgun, að einn far- leginn, Kristinn Erlendsson sjómaður frá Bakka í Dýrafirði, hvarf, án þess að aðrir farþegar eða hásetar yrðu þess varir. Sást hann síðast ganga frá káetu sinni. Vísitalan Kauplagsnefnd og Hagstofan hafa reiknað út vísitölu fram- færslukostnaðar í febrúarmán- uði, og reyndist hún vera 263 stig, eða hin sama og í janúar- mánuði. — Þá stafaði hækkun vísitölunnar aðallega af hækk- uðu brauðverði og nokkurri hækkun á erlendri fatnaðar- vöru. Þetta er vanmet á þroska bænda (Framh. af 2. síðu) íslenzkir bændur kunna Agli í Sigtúnum þakkir fyrir störf hans í þeirra þágu á undan- gengnum árum, en þeir eru líka vel minnugir þess, ef þeirra eigin sómatilfinning er særð, og munu svara slíku á viðeigandi hátt, ef með þarf. Þeir munu reynast trúir stöðu sinni og starfi og efla stöðugt þann flokk, sem hefir haldið fast á rétti þeirra i ölduróti íslenzkra stjórnmála á undanförnum ára- tugum, Framsóknarflokkinn. Hver verður maður drottnlngarefnisins (Framh. af 2. siðu) reyna það persónulega, að styrj- öldinni fylgir ástvinamissir, því að tveir synir hans hafa fallið í Rússlandi. Manstein berst lítið á. Hann er fyrst og fremst hermaður. Hárið er orðið grátt og augun þreytuleg. Hann reykir sterka vindlinga. Þegar tími vinnst til, leikur hann á píanó, einkum lög eftir Bach. Þótt framkoma hans sé laus við asa og hann láti ekki mikið yfir sér, er skap- festu hans og einbeitni við- brugðið. Þeir eiginleikar hans hafa ekki sízt unnið honum það traust, sem honum hefir verið sýnt á örlagatímum þjóðar hans. Ef herforingjarnir eiga eftir að steypa Hitler af stóli, eins og' ýmsir spá, hafa þeir Man- stein og Rundstedt verið taldir líklegastir til að leika hlutverk þýzks Petains. Ef til vill grunar Hitler þetta, en samt getur hann ekki án þessara manna verið. En Rundstedt er ætlað svipað hlutverk að vestan og Manstein að austan, þar sem hann er stjórnandi þýzka hers- ins í Frakklandi. Iimeignir í bönkum . . . (Framh. af 1. síðu) um námu í árslokin 438.4 milj. kr., en voru 284.8 milj. kr. í árs- lok 1942. Skýrslur þessar ná aðeins til Búnaðarbankans, Landsbankans og Útvegsbarikans. Sparisjóðir eru ekki meðtaldir. l»i(>3Sk.|örfnn (Framh. af 1. síðu) « fast við þá ákvörðun að stofna lýðveldið endanlega 17. júní næstkomandi. Þetta taka full- trúar þeirra í stjórnarskrár- nefndinni fram í nefndarálit- inu j)im stjórnarskrármálið og greina jafnframt þá leið, sem farin verður. Til þess að skiln- aðartillagan öðlist gildi, þarf þingið að endursamþykkja hana eftir í)jóðaratkvæðagreiðsluna og er því ætlað að gera þáð um miðjan júní. Á sama þingi mun lýðveldisstjórnarskráin verða endanlega samþykkt og form- legri lýðveldisstofnun verður því lokið eigi síðar en 17. júni. Þetta vita kommúnistar mæta vel. Hér er énginn munur á takmarki, heldur aðferð. Þessi aðferð tryggir samheldni allra um jákvæða þátttöku í at- kvæðagyeiðslunni og það varðar þjóðina nú mestu. Aðferð kom- múnistanna myndi hins vegar sundra þjóðinni og gæti því haft mjög háskalegar afleiðingar út á við. Framkoma þeirra sýnir bezt, að annað er þeim ríkara í hug en viðurkenningin á sjálf- stæði íslands, þótt leikaraskap- ur þeirra eigi að sýna það gagn- stæða. Þjóðin mun vissulega átta sig á þessari tvöfeldni þeirra og hún því hafa öfugan árangur við tilganginn. Þjóðin mun áreiðanlega skilja það, að ekkert skiptir hana nú meira máli, en samheldni í at- kvæðagreiðslunni. Fyrir það er flest tilvinnandi. Deiluatriði, sem geta beðið fram yfir at- kvæðagreiðsluna verður að leggja til hliðar. Undanhald eða oflátungsskapur, sem væri or- sök slíkra deilna, væru þjóðinni til jafnrar bölvunar. Atkvæða- greiðslan- verður að sýna svo eindreginn vilja þjóðarinnar, að aðrar þjóðir fái ekki minnstu átyllu til að efast um hann. Fátt eða ekkert gæti þjóðinni verið styrkari stoð í sjálfstæðisbar- áttu þeirri, sem hún á fyrir höndum. Rannsókn Þormóðsslyssins (Framh. af 1. síðu) þessar teikningar og óskaði eftir samþykki hans. Þessu bréfi svaraöi skipaskoðunarstjóri aldrei, en taldi hins vegar lík- legt við réttarhöldin, að hann hefði samþykkt teikninguna. Þrátt fyrir þetta voru breyting- arnar gerðar og skipið látið hafa haffærisskírteini eftir breyting- arnar. í öðru lagi er það upplýst, að eftir að þessar breytingar voru gerðar, hafi komið meiri og minni leki að því í flestum ferð- um þess, stundum mjög mikill. Þessi leki hélt áfram, þótt stöð- ugt væri verið að taka skipið til viðgerðar. í þriðja lagi er það upplýst, „að ekki verði ráðið með neinni vissu, hvort skipið hefir steytt á grunni eða farizt af völdum ofviðrisins“. Stingur þetta mjög í stúf við hina fimmdálkuðu fyrirsögn á grein eftir eiganda skipsins, sem nýlega birtist í Morgunblaðinu, að skipið hafi farizt vegna þess, að siglinga- merki vantaði á Garðskaga. Öll þessi atriði eru þannig vaxin, að eðlilegt er að menn krefjist fyllri upplýsinga um rannsókn málsins en fram koma í þeirri hraflskýrslu dóms- málaráðherrans, sem blöðunum hefir verið send. Lambadrottaíng eignast frænkur Fyrir nokkru var í Tíman- um sagt frá því, að veturgöm- ul gimbur, eign Kjartans Ólafs- sonar á Grettisgötu 80, bar á fyrsta þorradag. Þótti það all- mikil nýlunda. Næstliðinn laugardag bar móðir þessarar gimbrar einnig. Er það grá ær átta vetra, einn- ig eign Kjartans. Átti hún tvær gimbrar gular, og er hún þá bú- in að eiga seytján lömb. Hefir hún þrisvar átt þrjú lömb og fjórum sinnum tvö. Nýkomið Náttfataefni. Ullarkjólaefni og tvöfaldar kápur. H. TOFT Skólavörffustíg 5. Sími 1035. Lesendnr! Vekjið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa TÍMANN. Skrifið eða símið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.