Tíminn - 02.03.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.03.1944, Blaðsíða 3
24. blað Tímimi, finmitmlaglim 2. marz 1944 95 Jón Magnússon skáid Kalt mig: sló að kveldi dags kall, — og bjó mér sárra þrauta, er fló til þagnar strax þröstur skóga blárra. Reis á legg — og rausnar til, reyndi hregg á stundum, stillti negg við blæ og bil, búinn egg í mundum. Hatáði bæði og hrinti af sér hálfleik smæðarlenzku, náði hæð, sem einstæð er andans gæðamennsku. Sumir hærra sóttu föng, súginn stærri drógu, strengi færri úr steðja söng stilltu, er skærra slóu. Lengi fann ei þjóðin þann þröstinn sanna, góða. Nú er kannar helveg hann hreimi ann hans ljóða. Flug er lá um Dauðans dal drúpti flá og rjóður, skugga brá um skáldasal, skógurinn blái hljóður. Þó að óður þagni á streng, þessi góð er fylling: Harmar þjóðin dáðadreng, dýrra ljóða snilling. Kolb. Högnason. Nemendasamband kvennaskólans Nemendasamband Kvenna- skólans hélt aðalfund sinn síð- astl. fimmtudagskvöld í húsi V. R. við Vonarstræti og var hann fjölsóttur. Á fundinum var samþykkt svofelld ályktun með samhljóða atkvæðum: „Aðalfundur Nemendasam- bands Kvennaskólans í Reykja- vík, haldinn 23. febr. 1944, í Vonarstræti 4, lýsir stuðningi sínum við stofnun lýðveldis á íslandi 17. júní næstkomandi. Jafnframt heitir fundurinn á íslendinga að standa, sem einn maður í lýðveldismálinu, þjóð- inni til gagns og blessunar". Nemendasambandið vinnur að byggingu leikfimishúss handa Kvennaskólanum og hefir hafið fjársöfnun i því skyni. Hefir það þegar safnað rúmlega 72 þús. kr. til húsbyggingarinnar. Auk þess hefir bæjarstjórn Reykjavíkur veitt kr. 30 þús. til hennar í síðustu fjárhags- áætlun. Verður hafizt handa um byggingu, þegar fært þykir. Á aðalfundinum voru kosnar í stjórn: Laufey Þorgeirsdóttir Scalburgmenn óku honum það- an og myrtu hann skammt ut- an við borgina. Líkið fannst daginn eftir, vafið í striga- druslur. Það er einnig talið upplýst, að morðingjarnir hafist við í Danmörku, en Þjóðverjar hafi bannað dönsku lögreglunni að handsama þá. Kaj Munk flutti seinustu ræðu sína í Vedersökirkju á nýársdag, en hann var myrtur 4. janúar. Kaj Munk var vanur því að helga nýársdeginum eina af hinum annáluðu ræðum sín- um og láta skreyta kirkjuna sér- staklega í tilefni dagsins. í þetta sinn lét hann ekki skreyta kirkjuna og hann mætti í kirkj- unni hempulaus. Hann steig heldur ekki í stólinn, en gekk inn í kórinn og mælti þaðan þessi orð: „Þar sem hinir ríkari bændur og kaupsýslumenn í sókninni hafa látið hesta sína og vagna í virkjavinnu Þjóðverja, sé ég enga ástæðu til guðsþjónustu á nýársdaginn. Það hefði verið skiljanlegt, ef fátæklingarnir í sókninni hefðu látið freistast af gylliboðum Þjóðverja. En þetta, sem hefir gerzt, er ekki fyrirgefanlegt. Þeir menn, sem eru ragir við að taka þátt í bar- áttunni, ættu þó að geta verið hlutlausir. Nú getið þið farið heim og hugsað um þetta.“ Fleira sagði hann ekki. Þetta var seinasta áminningin, er hann veitti löndum sínum fyrir undanhald og hvik í barátt- unni. Fjórum dögum siðar féll hann fyrir morðhendi nazista. Dvalarleyii ísl náms manna í Englandi Mr. Cyril Jackson, fulltrúi. The British Council á íslandi, hefir beðið Tímann um að birta þetta: Það hefir verið ákveðið, að allar umsóknir um dvalarleyfi á Bretlandi, til náms, verði að koma um hendur The British Council. Af skiljanlegum ástæð- um, verður tala þessara leyfa takmörkuð. Allir, sem hug hafa á að hefja nám á Bretlandi á þessu ári, geri því svo vel að senda dr. Jackson skriflega umsókn sem fyrst, og ekki seinna en 20. marz næstkomandi, svo unnt sé að veiting leyfa komi sem réttast niður. Upplýsingar um hvernig frá umsóknum skuli gengið, fást á brezku ræðismanns-skrifstof- unni, Þórshamri. (Á Akureyri og í Vestmannaeyjum hjá brezka vararæðismanninum). Dr. Jackson er vel ljóst, að einhverjum kunni að hugkvæm- ast að sækja um leyfi, sem ekki ljúka stúdentsprófi fyrr en í sumar, en þeir skulu samt sækja, og verður á eftir tekið tillit til prófs þeirra. Það er mjög ólíklegt, að fleiri geti kom- ið til greina á þessu ári, þegar leyfunum hefir verið úthlutað. Eins og að undanförnu mun The British Council gefa kost á námsstyrkjum við brezkar menntastofnanir. Námsstyrkirn- ir verða 100 sterlingspund og 350 sterlingspund á ári eftir á- stæðum. Ekki er enn ákveðið, hve margir námsstyrkirnir verða, en það mun fara nokkuð eftir því, hverjar námsgreinir menn hyggjast að leggja stund á. Upplýsingar um þessa styrki fást á brezku ræðismannsskrif- stofunni, Þórshamri, og hjá brezku vararæðismönnunum á Akureyri og 1 Vestmannaeyj- um. Þeir, sem þegar hafa sent dr. Jackson umsóknir um dvalar- leyfi til náms á Bretlandi, þurfa ekki að senda nýjar. Þeir námsmenn, sem þegar njóta námsstyrkja British Coun- cils, á Bretlandi, þurfa ekki að sækja að nýju. form., Aðalheiður Kjartans- dóttir ritari, Þorgerður Þor- varðsdóttir gjaldkeri, Soffía Ólafsdóttir og Marta Péturs- dóttir. — Endurskoðendur voru kosnir Ragnheiður Jónsdóttir og Sesselja Sigurðardóttir. For- maður skemmtinefndar Sigríð- ur Þórðardóttir og formaður fjáröflunarnefndar Sigríður Briem. Árásin á Ole Björn Kraft. Margir hinna dönsku forvíg- ismanna hafa orðið fyrir morð- tilraunum nazista, þótt þær hafi ekki heppnast til fulls, nema í þetta eina skipti. Meðal þeirra er Ole Björn Kraft, sem er nú formaður danska íhaldsflokks- ins. Ole Björn Kraft var staddur á heimili sínu í Kaupmanna- höfn, þegar ókunnur maður óskaði eftir að ná tali af honum. Kona Krafts hafði boðið mann*- inum inn, en hann taldi sig hafa áríðandi erindi við Kraft og verða að hraða sér. Þegar Kraft kom til dyra, skipti það engum togum, að aðkomupiaðurinn tók upp byssu sína og skaut á hann fimm skotum og hljóp síðan í burtu. Kraft hné þegar niður í blóði sínu og var fluttur á næsta spítala, eins fljótt og auðið var. Sár hans reyndust mjög hættu- leg og var lengi tvísýnt um líf hans. Hann er nú talinn úr allri hættu. Talið er, að danska lögreglan hafi haft uppi á árásarmannin- um, en Þjóðverjar haldi hlífi- skyldi yfir honum. Af þekktum mönnum, er orð- ið hafa fyrir hliðstæðum árás- um, er annar af foringjum í- haldsmanna, Aksel Möller, blaða maðurinn Chr. Dam, er særðist mjög hættulega, og Folk Han- sen, ritari K. F. U. M. í Kaup- mannahöfn. Ýmsir fleiri menn hafa orðið fyrir slíkum árásum þótt ekki hafi þær borið tilætl- aðan árangur. Hins vegar skapa þær eðlilega ugg og ótta, þótt (Framh. á 4. siðuj Saladin soldán FRAMHALD Enn einu sinni sýndi Saladín eðallyndi sitt. Hann gaf ekkjum og dætrum þeirra, sem falið höfðu í orrustunum, jafnt. óvinum sem vinum, dýrar gjafir, en lét flesta fangana lausa. Gerði hann konum þeirra þau orð, að hann vildi þau laun ein af þeim hafa, að þær létu þess getið, er gert væri. Þessu næst stefndi Saladín her sínum til Týros, þar sem Konráð frá Montserrat hafði setu, og settist um borgina, en þar eð varnarskilyrði voru þar góð, en erfitt til sóknar, sneri hann frá, án þess að láta til skarar skríða að sinni og sat um kyrrt í Ökru veturinn 1188. Kristnum lýðum varð felmt mjög, er fregnir bárust um fall Jórsalaborgar. Hún hafði verið höfuðvígi kristinna manna aust- an Miðjarðarhafs, og hún var sá staður, er þeim var mest I mun að halda af trúarlegum ástæðum. Þessi stórtíðindi voru því á hvers manns vörum um flest lönd Norðurálfu hin næstu misseri. Hinir voldugustu þjóðhöfðingjar skáru þegar upp herör í ríkjum sínum og söfnuðu liði til þriðju krossferðarinnar. Hélt Friðrik Barbarossa keisari með lið sitt landvegis austur álfuna og stefndi til Miklagarðs, en Filippus II. Frakklandskonungur og Ríkarður ljónshjarta Englakonungur héldu skipaleið austur Mið- jarðarhaf. Var England á þessum tímum konungslaust í fjögur ár. Kristnir menn austur þar voru ekki heldur af baki dottnir, þrátt fyrir ósigra sína. Þegar þeim bárust fréttir af liðveizlu þeirri, sem von var á úr Norðurálfu, óx þeim kjarkur að nýju. Her mikill var kvaddur saman og varð fyrsti fundurinn við Ökru. Lyktaði þessari viðureign svo, að Saladín hörfaði brott úr borginni, án þess þó að hafa beðið ósigur, og bjóst um í fjall- lendinu við E1 Kúrrúba. Veturinn 1191 gerði hann mörg áhlaup og hörð á borgina, og var her hans þá búinn vígvélum margvíslegum, sem voru not- aðar í hernum. Þar á meðal voru færanleg vígi úr timbri og hörðu leðri, gríðarlega aflmiklar grjótslöngur, slö.ngur, sem spúðu sjóðandi vatni og blýi, og þung rennitré, er notuð voru til þess að brjóta niður borgarmúra. En riddararnir vörðust vask- lega, enda hafði þeim þá borizt liðsauki, og varð Saladín frá að hverfa með áhlaupasveitir sínar. Ferð þeirra konunganna varð tafsöm. Siglingin austur Mið- jarðarhafið gekk skrykkjótt, og flotarnir áttu langa viðdvöl í Messínu og á Kýprus. Sátu hinir æðstu foringjar ferðarinnar oft veizlur góðar, en hitt bar líka til, að heilar skipshafnir voru í svelti dögum saman, því að yfirstjórnin var í meira lagi bág- borin. Frakkar urðu lítið eitt á undan Englendingum í höfn. Rík- arður ljónshjarta steig á land í Ökru 8. júnímánaðar 1191. Þá voru þrír dagar liðnir síðan Saladín hafði gert síðasta stór- áhlaupið, en á hverri nóttu komu léttvopnaðar sveitir í skjóli myrkursins og gerðu margvíslegan óskunda. En nú hafði sá liðs- auki borizt, að Saladín sá sér þann kost vænstan að halda und- an til Shafraamm. Hafði viðureignin þá staðið í tvö ár, án þess að annar aðilinn fengi borið sigurorð af hinum. Ríkarður ljónshjarta fór fram af dæmafárri grimmd. Lét hanri drepa fólk i hrönnum og pína aðra. Eru aðfarir hans í þriðju krossferðinni einhver blóðugustu sporin í sögu þessara landa, svo mörg hildur sem þar hefir þó verið háð. Stakk háttsemi hans ekki sízt í stúf við göfuglyndi Saladíns, er ávallt hafði reynzt veglyndari sigurvegari flestum mönnum, sem her höfðu stýrt. Flúði því fólk allt, er mátti, til fjalla úr þeim héruðum, sem hann yfirgaf og nú komu á vald hins kristna krossferðarhers. Aðstaðá Saladíns virtist versna óðfluga. Krisíhum mönnum óx mjög kjarkur við komu hins mikla hers frá Norðurálfu, og einkum voru vonir þeirra tengdar við vígsgengi Rikarðs ljóns- hjarta, harðfylgi og hugprýði. Hins vegar tók allmjög að sverfa að hersveitum Múhameðstrúarmanna, sem nú áttu fyrir hönd- um erfitt undanhald. Eigi að síður hafði Saladín að engu frið- arboð óvina sinna, og mun þar mest hafa komið til, að honum þótti Ríkarður ljónshjarta eins líklegur til þess að rjúfa gerðar sættir og halda þær. Múhameðstrúarmenn hörfuðu nú til Jórsalaborgar. Fóru þeir sér þó sem hægast og urðu margar og harðar orrustur með þeim og konungaherjunum. En þeim lauk flestum á einn veg: Mú hameðstrúarmenn urðu að láta undan síga, enda vildi Saladín forðast meginorrustu,. Hann lét því ekki staðar numið fyrr en í Jórsölum. Þar ætlaði hann að verjast til þrautar — sem hann og gerði —, því að borgin var ekki síður heilög Múhameðstrúar- mönnum en kristnum mönnum. Þegar Frakkar nálguðust borg- ina, var ráðstefna haldin og sagði Saladín þá mönnum sínum ráðagerðir sínar. Bauð hann þeim að búa sig undir hina hörð- ustu hríð, því að „hér munum við sigra eða falla, og ef við látum Jórsali ganga okkur úr greipum, eru öll lönd okkar ofurseld ógn arvaldi kristninnar.“ Hermenn háns svöruðu einum rómi, að þeir myndu fyrr hníga dauðir í valinn, en að þeir hörfuðu einu skrefi lengra en foringi þeirra og höfðingi byði og Alla væri þóknanlegt. En hér fór á annan veg en áhorfðist. Þeir konungar hættu við að ráðast á borgina, og má vera, að þeir hafi séð, að hún myndi torsótt, en afréðu að reyna þess í stað að komast til Kaíró, þótt það væri engan veginn viturlegri ráðstöfun, slík óraleið sem þangað var. Bar margt til, að hinn kristni her hafði ekki styrk til þess að ná Jórsalaborg á sitt vald. Liðsmenn flestir voru orðnir mjög þreyttir á hernaðinum og óskuðu þess heitast að 'komast sem fyrst heim. Hin langa sjóferð, iliur aðbúnaður og harðsnúið viðnám Múhameðstrúarmanna hafði mjög lamað bar- dagahug þeirra. Þar við bættist svo, að samvinna konunganna var þegar frá upphafi mjög í molum og fór gersamlega út um þúfur, þegar fram í sótti. Olli því mest ofríki og yfirgangur Rík- arðs ljónshjarta. Fór svo að lokum, að Ríkarður ljónshjarta tók hann kostinn að reyna að ná sáttum við Saladín. Sendi hann honum veiðifálka góða að gjöf og vinmæli, og var síðan sáttarfundur lagður með þeim. En Saladín lét engan bilbug á sér finna og setti hina hörðustu kosti, er Ríkarður hafnaði. Var þá um skeið hætt að leitast fyrir um sættir. Og nú var það Saladín, er hóf gagnsókn. Tók hann hafnar- bæ Jöffu herskildi í snöggu áhlaupi og lét einvalalið taka sér setu í borginni. Ekki mun það þó hafa verið ætlun hans að hefja allsherjarsókn að svo búnu, heldur mun hafa ráðið meira, að hann vildi storka fjandmönnum sínum og sýna þeim herstyrk sinn. Samband ísl, samvinnufélaga. Munið að af hverri krónu, sem þér kaupið fyrir í félagi yðar, fáið þér nokkra aura í stofnsjóð. TÍMIIVN ©r víðlesnasta anglýsingablaðið! Okkar beztu þakkir færum við öllum fjær og nær, er auðsýndu hjálp og hluttekningu i veikindum og við fráfall . Guðna Kristins Guðnasonar, Torfastöðum í FljótshUð. Vandamenn. Tilkynning frá ríkisstjórninni Brezka flotastjórnin hefir tilkynnt islenzku ríkis- stjórninni að nauðsynlegt sé að öll íslenzk skip, 10 til 750 smál. að stærð fái endurnýjuð eins fljótt og hægt er eftir 1. marz 1944, ferðaskírteini þau, sem um ræðir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar, dags. 7. marz 1941. Skírteini þessi verða afgreidd sem hér segir: í Reykjavík hjá brezka aðalkonsúlnum, á Akureyri hjá brezka vice-konsúlnum, á Seyðisfirði hjá brezku flota- stjórninni og 1 Vestmannaeyjum hjá brezka vice-kon- súlnum. Atvlnnu- or samgöngumálaráðuneytið, 28. febrúar 1944. OrðseDding: til kaupenda Tímans. Ef kaupendur Timans verða fyrlr van- skilum á blaðinu, eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér STRAX til ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR afgreiðslumanns, í síma 2323, belzt kl. 10-12 fyrir hádegfi, eða 3—5 e. h. The World’s News Seen Through the Christian Science Monitor An International Daily Newsþaþer b Truthful—Construcrive—Usbiaud—Fim from Sensational- Um — Editorials Are Timely and Ixutructive and Iu Daily Features, Togcther with the Weekly Magazitic Scction, Mak. the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. The ChrUóan Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetu Price |12.00 Yearly, or #1.00 a Month. Smnrday Issae, tncludíng Magazine Section, $2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Issues 29 Cenu. SAMPLfi OOPY ON SSQUEST Sameining bœnda (Framh. af 2. síðu) sveitanna fer m. a. mjög mlkið eftir því, hvernig þeim vegnar, sem við sjóinn búa. Bezti mark- aður landbúnaðarvara verður í framtíðinni í blómlegum bæjum og kauptúnum lands okkar. Hið fiskauðuga haf umhverfis strendurnar á að vera öllum landsmönnum til farsældar. Vænn aflahlutur úr skauti þess ætti jafnan að ganga til þess að rækta og byggja landið. En vel ræktað og byggt land á aftur á móti að vera bezta framtíðar- trygging íslenzku þjóðarinnar. Það, að reyna að sameina bændastéttina á þeirri „linu“, að framsæknustu umbótamenn hennar fari niður til þeirra, sem afturhaldssamastir eru, mestir kyrstöðumenn og hanga dyggilegast aftan I yfirdrottn- unarmönnum kaupstaðanna, — það er ekkert úrræði eða þá hið versta neyðarúrræði. Séu kyrrstöðumenn og fram- sæknir umbótamenn 1 sama flokki, af þvl að þeir eru í sömu stétt, þá hljóta þeir fyrrnefndu jafnan að ráða mestu. Það er með auknum þroska og félagsskap bændanna sjálfra um góð málefni og samvinnu þeirra við umbótamenn við sjávarsíðuna, sem framtíðar- heill sveitanna er bezt borgið. V. G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.