Tíminn - 02.03.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.03.1944, Blaðsíða 4
96 Tímimi, fimmtwdagÍMi 2. marz 1944 24. blað Á víðavangl (Framh. af 1. siðu) Kaupkröfurnar, sem Dags- brún fékk samþykktar nú, eru miðaðar við það, að svipað verkamannakaup sé í Reykja- vík og Hafnarfirði. Ef einhverju munar, þá mun kaupið til jafn- aðar sennilega reynast hærra í Hafnarfirði. Þótt ýmsum þyki kommúnist- ar hafa verið kröfuharðir nú, þá gerðu þeir ekki meira en að fara í slóð Sjálfstæðismanna frá 1942! KRAFAN, SEM VERKAMENN ÁTTU AÐ GERA. Því er haldið fram, að Dags- brúnarmenn hafi gert kröfur sínar nú eingöngu vegna áeggj- unar kommúnista. Þetta er vart rétt, nema að nokkru leyti. Tvær ástæður aðrar ýttu undir þá. Önnur er sú, að þeir finna til öryggisleys- is, óttast atvinnuleysi innan tíð- ar og telja þá gott að hafa háa taxta, ef atvinnan er stopul. Hin er sú, að verkamannakaup- ið er ekki hátt, þegar litið er á tekjur heildsala og ýmsra brask- ara og verkamenn álíta sig því ekki fá næga hlutdeild í stríðs- gróðanum. Þessar ástæður eru vel skilj- anlegar. Hins vegar er það vart rökrétt ályktun af þeim að heimta kauphækkun. Kaup- hækkun gerir aðeins atvinnuna stopulli, en einmitt það vilja verkamenn forðast. Kauphækk- un gerir bröskurunum líka mögulegt að auka álagninguna og fá meiri gróða. Rökrétta á- lyktunin var að krefjast þess, að stríðsgróðinn yrði þjóðnýtt- ur og notaður til margháttaðra atvinnuframkvæmda að styrjöld inni lokinni. Þá hefðu verka- menn ekki þurft að óttast at- vinnuleysi í framtíðinni og mis- skipting stríðsgróðans ekki heldur orðið ósanngjörn. FRAMTÍÐARLAUSN KAUP- GJALDSMÁLANNA. Það ástand, sem nú ríkir i kaupgjaldsmálunum, er vissu- lega varhugavert. Kaupgjalds- málin eru svo veigamikill þátt- ur í þjóðarbúskapnum, að það getur haft næsta háskalegar af- leiðingar, ef ofstopafull verka- lýðssamtök og ábyrgðarlitlir at- vinnurekendur eiga að vera einu áðilarnir, sem hafa íhlutun um þau mál. Þær kröfur fá stöðugt meiri hljómgrunn annars staðar, að þjóðfélagið tryggi öilum þegn- um sínum atvinnu og viðunan- leg lífskjör. Eigi þjóðfélagið að geta veitt slíka tryggingu, hljóta völd þess að þurfa að aukast á ýmsum sviðum. íkaupgjaldsmálum virðist vissu- lega full ástæða til þess, að fyr- irkomulag Rússa væri tekið til gaumgæfilegrar athugunar. Þeir tryggja öllum vinnandi mönn- um viss lágmarkslaun, en síðan hækka launin í hlutfalli við af- köst hvers og eins. Ætti ekki að standa á þeim verkamönnum, sem telja Rússa hina beztu fyr- irmynd, að fallast á þetta fyrir- komulag. VAFASÖM HEILINDI. Blaðið „Bóndinn" læzt vilja sameiningu bændastéttarinnar. Þar hefir þó ekki birzt ein einasta grein um sameiningu bænda innan kaupfélaganna og S. í. S. Blaðið hefir heldur ekki átalið með einu orði klofnings- tilraunir innan samvinnufélags- skapar bænda eins og t. d. þá, er Ingólfur á Hellu veitir forstöðu. Hins vegar reynir það að hreykja Ingólfi við öll tækifæri, eins og hann sé hið eina sanna tákn sameiningarinnar. Hvernig stendur á þessu? Eru kannske einhver öfl bak við „Bóndann", er ekki vilja samein ingu bænda innan kaupfélag- anna? Og ef svo er: Er þá hægt að taka sameiningarskraf þess eins alvarlega og það vill vera láta? Samvinnumaður. Erlent yflrlit. (Framh. af 1. siðu) að það væri eigi að síður reynt. Herlið og vinnulið var sent til eyjarinnar og flugvöllurinn var fullgerður á þremur mánuðum. Er hann talinn einn mesti verkfræðilegur sigur, sem unn- inn hefir verið. Á Uppstigningareyju eru nú ÚR BÆNUM Skákmeistari Reykjavíkur. Magnús G. Jónsson, frönskukennari, hefir unnið titilinn Skákmeistari Reykjavíkur. Er Skákþingi Reykjavík- ur nýlokiö, og urðu úrslit þessi: Magn- ús G. Jónsson 6V2 vinning, Ásmundur Ásgeirsson 6 vinninga, Einar Þorvalds- son og Árni Snævar 5 vinninga hvor (og biðskák), Sturla Pétursson 5, Pét- ur Guðmundsson 2 %, Benóný Bene- diktsson og Óli Valdimarsson 2 og Aðalsteinn Halldórsson 1. Eldur í skipi. Um kl. sjö á þriöjudagsmorguninn var slökkviliðið kvatt vestur i Slipp, því að eldur hafði komið upp í línu- veiðaranum Ármanni. Hafði eldurinn þá eyðilagt káetu og borðsal, einnig höfðu skemmdir orðið í eldhúsi og raf- magnstafla í vélarrúmi skipsins brunn- ið. Slökkviliðinu tfjkst fljótlega að slöltkva eldinn, með því að brjóta sig niður um þilfar skipsins. Vélarrúm þess fvlltist af sjó, er var dælt á eldinn.. Enginn maður var í skipinu um nótt- ina, og eru eldsupptök ókunn. Eigandi skipsins er Þorsteinn Eyfirðingur. Hitaveitudæla bilar. Nýlega bilaði ein af þremur dælum hitaveitunnar að Reykjum. Bæjarráð hefir falið sérstakri nefnd að taka vélina upp og rannsaka bilunina. Mun þessi bilun þó ekki koma að sök meðan hitaveitan er ekki komin til fullrar framkvæmdar. Skipakaup fyrirhuguð. Bæjarráð hefir samþykkt að óska eftir því, að Reykjavíkurbær fái 12 af þeim skipum, sem gert er ráð fyrir, að ríkissjóður kaupi frá Svíþjóð. Óskað er eftir að skipin verði 75 smál. með dieselvél. Takist samningar um þessi kaup, er ætlast til að bærinn selji þau einstaklingum eða félögum. Skipting jarOa Athugasemd Fjársofnun . . . (Framh. af 1. síðu) sænskum barnaskólum og sett hafa verið upp sérstök barna- og gamalmennaheimili í sam- bandi við sænkar hjálparstofn- anir. Um 30 dvalarbúðir hafa verið reistar víðsvegar um Sví- þjóð og dvelja í þeim 2500 karl- ar og konur. Allir þeir, sem eru ófærir til vinnu, fá brýnustu nauðsynjar frá flóttamanna- skrifstofunni. Það, sem mest háir þessari hjálparstarfsemi, eru ónóg fjár- ráð. Þess vegna teljum við okk- ur skylt að hefjast handa um hjálp. Vegna þess hversu hjálp- in er aðkallandi, er nauðsynlegt, að gjafirnkr berist fljótt til okkar og munum við senda þær tafarlaust. Við, sem erum í framkvæmdanefndinni, vænt- um þess, að íslendingar bregð- ist enn vel við, þegar til þeirra er leitað um hjálp handa bræðrafólki í neyð. — Ásamt Sigurði Nordal eiga þesir menn sæti í framkvæmda- nefndinni: Lúðvíg Guðmunds- son skólastjóri, varaformaður, Kristján Guðlaugsson ritstjóri, gjaldkeri, Stefán Jóhann Stef- ánsson, formaður Norræna fé- lagsins, Páll Pálsson, formaður Stúdentaráðs, Benedikt G. Waage, formaður í. S. í. og Björn Br. Björnsson tannlæknir. Aðalskrifstofa framkvæmda- nefndarinnar verður í skrifstofu Kristjáns Guðlaugssonar hæsta- réttarlögmanns í Hafnarhús- inu. Tíminn vill eindregið taka undir þá áskorun, að íslending- ar taki vel þeirri málaleitun, sem hér er til þeirra beint, og sýni þannig í verki, að þeir hafi fyllstu samúð með hinni dönsku bræðraþjóð í raunum hennar og vilji rétta henni hjálparhönd, þar sem þeir eru þess megnugir. í síðasta tbl. Tímans er grein um skiptingu jarða. Er þar sagt frá athugunum þeirra Stein- gríms Steinþórssonar, búnaðar- málastjóra og Pálma Einars- sonar, jarðræktarráðun., varð- andi skiptingu á nokkrum rík- isjörðum. Eru nafngreindar nokkrar jarðir, sem þeir telja, að hentugt væri að taka til skipt- ingar. , Höfundur greinarinnar gefur í skyn, að þessar nafngreindu ríkisjarðir séu illa setnar, án þess að frásögn þeirra Stein- gríms og Pálma, sem vitnað er til, gefi tilefni til þeirrar álykt- unar. Ég skal játa, að ég er ekki víða kunnugur, en þó veit ég, að það er ekki rétt, að allar þær jarðir, sem nefndar eru í grein- inni, séu illa setnar. Hitt er ann- að mál, að um sumar af þessum jörðum gildir það sama og um margar aðrar, bæði í eigu ein- staklingþ og ríkisins, að þar mætti hafa stærri bú en nú eru, ef nægur vinnukraftur væri fáanlegur. En ég veit líka dæmi þess, að ábúendur á þessum jörðum hafa látið öðrum eftir afnot þeirra að nokkru leyti. Þeir hafa leigt sveitungum sín- um, sem þess höfðu þörf, .lönd til slægna og beitar, með góð- um kjörum fyrir notendur. Ég er sammála greinarhöf. um það, að heppilegtr gæti ver- ið að skipta jörðum, til þess að gæði þeirra verði sem bezt not- uð. Vil ég vænta þess, að sam- nokkur þúsund amerískra her- manna. Bandamenn hafa mjög óttast, að Þjóðverjar myndu gera árás á Uppstigningareyju, jafnvel reyna að setja kafbáts- menn á land til að vinna þar skemmdarverk. Varðgæzlan hef- ir því verið höfð mjög öflug og setuliðið óvenjulega fjölmennt. Þjóðverjar hafa enn ekki freist- að að gera slíka árás og gera það vart úr þessu. Til Uppstigningareyjar kem- ur nú fjöldi flugvéla á degi hverjum. Mikið af flugvélum, sem fara til hers Bandamanna við Miðjarðarhaf, í Indlandi og Kína, er flogið þessa leið. Þó er talið, að flugferðir eigi enn eft- ir að aukast stórlega á þessari leið, því að hún muni í fram- tíðinni verða ein aðalflugleið- in milli Ameríku annars vegar og Afríku, arabisku landanna, Indlands óg Kína hins vegar. Rafmagnsleysið (Framh. af 1. síðu) Reykjahverfis vegna hitaveit- unnar, sjúkrahúsanna og út- varpsstöðvarinnar. Orsök þessarar stöðvunar var sú, að krap hlóðst á vélar raf- stöðvarinnar. Var tólf stiga frost eystra á miðvikudagsmorgun, vindur hvass af norðri og vötn að mestu auð ofan stöðvarinnar. Voru vélar teknar að missa afl þegar um klukkan sex um morg- uninn, en stöðvuðust alveg tveim til þrem tímum síðar, eins og áður er sagt. Voru þær þá hreins- aðar um daginn, en stöðvuðust aftur eftir skamma hríð. Sogið tók að leggja, er lygndi í gærmorgun, og var orðið al- lagt við stöðina um eittleytið. Hefir rafmagnsstjóri látið svo um mælt, að héðan af sé ekki hætta á, að krap stöðvi vélarn- ar. Tjón það, sem hlotizt hefir af rafmagnsleysinu í Reykjavík í vetur, er orðið gífurlegt. Vinnu- tap er því nær daglegt, dýrar vélar liggja undir skemmdum sökum rafmagnsskorts og heilir dagar koma slag í slag, svo að rafmagnslaust er með öllu. Þar við bætast svo óþægindi marg- vísleg, eldhætta af kertaljósum og jafnvel heilsutjón, sem af því getur stafað, þegar þúsund- ir manna búa í óhæfum húsa- kosti í þeirri vetrarhörku, sem nú er, og verða oft eingöngu eða að miklu leyti að treysta á rafmagnshitun. Það hlýtur að vera krafa allra sem við þetta eiga að búa, að rafmagnsmál Reykjavíkur verði tekin til skjótrar og gagngerðr- ar athugunar. Við það verður ekki unað, að rafmagnið geti þorrið á hverri stundu, ef til vill þegar verst gegnir. Það er áreiðanlega. fleira, sem þarf fram úr að ráða, heldur en hvernig komið verði í veg fyr- ir, að krap geti stöðvað aðal- orkuverið í mestu vetrarhörk- unum. komulag geti orðið um slíkar framkvæmdir, þar sem þær eiga við. En það mál er hægt að taka til athugunar og úrlausnar án þess að láta fylgja því óréttmœt- ar aSdróttanir til þeirra manna, er nú búa á þessum jörðum, um að þeir spilli gæðum þeirra. Skúli Guðmundsson. Steingrímur Steinþórsson hef- ir beðið Tímann að geta þess, að þar sem þess sé getið í áliti þeirra Pálma, að umræddar jarðir séu vansetnar, þá sé ein- göngu átt við, að þær séu ekki fullnytjaðar, en að öðru léyti hafi þeir ekki fellt neinn dóm um búreksturinn á þeim. Hann óskar þess og getið, að þetta geti átt við fleiri jarðir en minnst er á í álitinu, því að umræddar jarðir hafi verið nefndar af handahófi, þar sem af fleiru var að taka. Rússar hafa seit Fínn- um Friðarskílmála (Framh. af 1. síðu) vikudaginn tilkynningu, þar sem sagt var frá þessum skilmálum Rússa og þess getið, að þeir hefðu verið lagðir fyrir finnska þingið. Engar athugasemdir fylgdu með. Þjóðverjar þegja um þessi mál. en vitað er, að þýzki herinn, sem er í Finnlandi, telur nokkur her- fylki og er aðallega á Petsamo- svæðinu. Sagt er, að Þjóðverjar búizt þar rammlega fyrir, því að þeir vilji ekki missa Petsamo- héraðið vegna Norður-Noregs. Fréttir irá Danmörku (Framh. af 1. síðu) eigi hafi það dregið úr mótstöð- unni gegn Þjóðverjum. Óöldin magnast. Auk morðtilraunanna, hafa dönsku nasistarnir unnið ýms hermdarverk á forvígismönnum þjóðlegra Dana, gert þeim fyrir- sát og veitt þeim líkamsáverka. Fjöldskyldufóik slíkra manna hefir einnig sætt árásum. Schulburgmennirnir hafa ekki sloppið hefndarlaust við þessar árásir. Ættjarðarvinir hafa oft goldið þeim líku líkt. Ýmsir þeirra hafa orðið fyrir árásum og nokkrir hafa verið myrtir. Sama daginn og uppvíst varð um morð Kaj Munk, varð einnig kunnugt um, að danskur nas- isti hafði verið myrtur. Vakti það mikla gremju Dana, að Þjóð verjar fyrirskipuðu blöðunum að segja jafn áberandi frá morði nasistans og morði Kaj Munks. Hinir gætnari forvígismenn þjóðlegra Dana óttast mjög þess- ar árásir, sem báðir aðilar beita, því að þær geta haft skaðlegri afleiðingar en orðið er. Hafa forvígismenn lýðræðisflokkanna allra birt áskorun til þjóðar- innar um að forðast slik verk, því að þau geti aðeins orðið henni til tjóns. í skjóli skemmdarverkastarf- seminnar og pólitísku ofbeldis- verkanna hafa ýmsir venjuleg- ir lögbrjótar talið sig óhultari en áður. Þjófnaðir og ýmsir glæpir hafa farið svo ört vax- andi, að almenningi stendur stuggur af. Hefndarráðstafanir Þjóðverja. Eins og í öðrum hernumdum iöndum, hafa Þjóðverjar reynt að buga mótstöðumenn sína í Danmörku með fjölmennum handtökum og hörðum refsing- um. Mörg hundruð Danir sitja nú í fangabúðum af þessum á- stæðum og hefir handtökunum fjölgað sérstaklega seinustu vik- urnar. Þá eru Þjóðverjar byrj- aðir að taka upp þann sið að láta fangelsa konur þeirra manna, sem þeir eiga sökótt við og ekki hefir tekizt að hand- sama. Þeir Danir, sem Þjóðverjar hafa dæmt til þungrar refsing- ar, skipta orðið hundruðum. Líf- látsdómarnir skipta orðið tug- um og hefir flestum þeírra ver- ið fullnægt. Það vakti talsverða athygli fyrir nokkru, að ungur Dani, sem Þjóðverjar höfðu dæmt til lífláts, fékk leyfi til að gifta sig fáum stundum áður en dómn- um var fullnægt. Þjóðverjar hafa reynt að skipu- leggja njósnasveitir, en án verulegrar þátttöku, þegar nas- istar eru undanskildir. T. d. aug- lýstu þeir eftir mörgum stúlk- um og hétu þeim góðum laun um, en undantekningarlítið drógu þær sig allar til baka, þegar þeim var kunnugt, að þær áttu að annast njósnir á vinnu- stöðvum, í járnbrautarvögnum 0. s. frv. Viðbúnaður og herkostnaður Þjóðverja. Það er tali, að Þjóðverjar hafi nú 250 þús. manna her í Dan- mörku. Mestur er herinn í Jót- ~««»GAMLA BÍÓ—*-<>— Kölski í sálnalclt (All That Money Can Buy) JAMES CRAIG SIMONE SIMON EDWARD ARNOLD WALTER HUSTON. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HVER ER MORÐINGINN ? (Sweater Girl) EDDIE BRACKEN. BETTY JANE RODES. JANE BREISSER. Sýnd kl. 3 og 5. Bönnuð börnum innan' 12 ára. -NÝJA BÍÓ Dollara- prinsessan („Lady in a Jam“) IRENE DUNNE PATRIC KNOWLES. RALP BELLAMY. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Leikfélag Reykjavíkor „Vopn ^nðannaM Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. ...............IIMII BIIIMlHITIWI—a— Beztu hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlut- tekningu við andlát og útför mannsins míns Rjarna Áslijörnssonar, og alla þá miklu hjálp og höfðinglegu gjafir frá hrepps- búum mínum og öðrum skyldum og vandalausum. Fyrir mína hönd og barna minna ÞÓRIIILDUR HANNESDÓTTIR. AnglpÍDg um strandgóss úr m.s. Laxfossi Afhending á farþegagóssi, sem náðst hefir úr m/s. Laxfossi og borizt hefir hingað, fer fram daglega á lögreglustöðinni. Er þess vænzt, að hlutaðeigendur snúi sér til varðstofunnar fyrir 10. þ. m. og færi þar sönnur á heimild sinni til góssins. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 1. marz 1944. Agnar Kofoed-Hansen. dörð tll sölu Jörðin Þykkvibær II. í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu er til sölu og ábúðar á næstu fardögum. Tún jarðarinnar gefur af sér 400 hesta, ræktunarskiiyröi mik- il og hagstæð. Útheyskapur 600—800 hestar, mest áveituengi. Stórt íbúðarhús úr steinsteypu. Hlöðurúm fyrir 1200 hesta af heyi. Gripahús öll í góðu lagi og samsvarandi heymagninu. Rekaítak fylgir. Góð skilyrði til raflýsingar. Veiðiréttur i Græn- læk. Tún og hagbeit afgirt. Semja ber við eigendur og ábúendur jarðarinnar, þá Eirík Skúlason og Elías • Pálsson, Þykkvabæ í Landbroti, í Vestur- Skaftafellssýslu. Símstöð: Kirkjubæjarklaustur. Atvinna éskast Trésmiður, vanur allskonar húsabyggingum, einnig hús- gagnasmíði, verkstjórn og smíðakennslu, óskar eftir framtíðar- atvinnu, helzt við fyrirtæki úti á landi. Upplýsingar í síma 1015, kl. 1—5 daglega. landi, einkum nálægt Esbjerg. Þjóðverjar halda enn áfram virkjagerðinni af miklu kappi, en hún hófst fyrir alvöru á síð- astl. hausti.Svo mikið kapp hafa Þjóðverjar lagt á að fá danskt vinnuafl til þeirra starfa, að Danir hafa orðið að hætta ýms- um opinberum framkvæmdum. Bendir margt til þess að Þjóð- verjar óttist innrás í Danmörku. Danir verða að standa undir öllum herkostnaði Þjóðverja í Danmörku og hafa þessi útgjöld aukist gífurlega seinustu mán- uðina. Vex seðlaútgáfa Dana líka hröðum skrefum. Samhugur Dana. Þrátt fyrir alla erfiðleika og undirokun, sem Danir eiga í höggi við, er viðnám meginþorra þjóðarinnar ekki aðeins óbilað, heldur hefir aldrei verið traust- ara en eftir atburðina í ágúst- mánuði síðastl. Samhugur Dana kom bezt fram við jarðarför Kaj Munks 8. ian. síðastl. Jarðarförin fór fram frá Ved- ersökirkju. Þjóðverjar höfðu eftir megni reynt að koma í veg fyrir, að jarðarförin yrði fjöl- menn, án þess þó að beita bein- um þvingunarráðstöfunum.Þrátt fyrir það voru nokkrar þúsund- ir manna við jarðarförina. Fimmtíu prestar mættu við jarð- arförina. Flestir helztu forvígis- menn leiklistarinnar voru mætt- ir. Kransar höfðu verið sendir í þúsunda tali, m. a. frá kon- ungshjónunum. — Drottningin hafði sent frú Munk sérstakt hluttekningarbréf. Frú Munk og fimm börn þeirra hjóna voru við jarðarförina og kvaddi frú Munk alla viðstadda með handa- bandi, að jarðarförinni lokinni. Við gröfina flutti Aastrup pró- fastur þakkarræðu fyrir hennar hönd, en það var hann, sem í fyrra reisti minnismerki á leiði ensks flugmanns með áletrun- inni: Fallinn í baráttunni — einnig fyrir Danmörku, og neit- aði að fjarlægja það, þrátt fyrir kröfu Þjóðverja. Allan daginn voru fánar í hálfa stöng um gervalla Danmörku. Áskriftarsflald Tímaus utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.