Tíminn - 16.03.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.03.1944, Blaðsíða 3
28. blað TÍMINN, fimmtudaginn 16. marz 1944 115 Aðalbjörg Jónsdóttír Mýri í Bárðardal F. 7. ág. 1880. D. 13. okt. 1943. Fögur eins og foldarblómin, fuglsins átti létta svif, æskuteit með eld í barmi, ávallt þráði söngvahríf. Lesa, fræðast, hátt að hyggja henni var sem nautnalyf. Vanheilsunnar vopnum slegin var hún þá um marga stund.*) Vildi til að innri eldinn átti þessi dalahrund. Jafnvel þá hann brast á bæjum brugðið var á hennar fund. Faðir, systur, svo og bræður sigldu burt frá Garðarsey.**) Huldur lífs og hagablómin heitt þá báðu: Far þú ei. Örlaganna ákvað dómur inn í naustin hennar fley. Að sér tók hún ættargarðinn, auðinn vona flutti heim. Fremst var ból í feðradalnum, fagnaðs kenndi dísa hreim. Öræfanna krýndi kóngur kunni að vonum granna þeim. Úti í vorsins ævintýrum opinberun marga sá, bjarkailmur, lækjaljóðin létu vel að hennar þrá, og á sálar svanavængjum sótti auð í loftin blá. Kanna andans óraleiðir æðsta mark var hugans þrá, önnur _þó að yrðu • störfin átti ei samtíð henni hjá. Eðliskostir alltaf skapa inn í þar sem brestur á. Hver gaf maka’ og mörgum börnum meira af sínum fórnarhug? Vakti ei milda móðuraugað meðan að þau æfðu flug? Dalsins fremsta vígi varði vel að fimmta áratug. Þá við öflin upplausnanna urðu stundum skiptin hörð. Orkaði þá andans dugur upp að fylla brotin skörð. Fram til hennar sveitin sendi sína hljóðu þakkargjörð. Verður þráfalt manni í móðu mat á hverri lífsins gjöf, því að yfir lánsins leiðum liggja stundum skuggatröf. Fátt er tjáð af sumra sorgum, svæfðar eru þær í gröf. Lítilmagninn löngum þekkti leiðir stuttar hennar til. Hluttekning var birt 1 brosi, bar það með sér hennar yl. Það var tónn úr þýðu lagi, það var hjartans undirspil. Kristján Sigurðsson, Brúsastöðum. *) Þjáðist oft af kvölum í höfði vegna byltu. **) Fluttu til Ameríku. Athugasemd Viðvíkjandi grein minni í Tímanum 14. tbl., um götunöfn á Akranesi, segist Ólafur B. Björnsson, 1 20. tölubl. Tímans, hafa ætlað að taka grein mína við tækifæri, í blaðið Akranes. En nær það tækifæri gæfist, er óútreiknanlegt. En hér lá annað til grund- vallar. í þessari grein minni var svo ákveðið og hreint til tekið um götunöfnin, að það mátti ekki koma fyrir almennings- sjónir í bænum. Það gat haft slæm áhrif á þessi nýju götu- nöfn, þá varð að ákveða sig fljótt. Ritstjóri Akraness sendi út atkvæðaseðla til blaðkaupenda með Akranesblaði, 300 að tölu, með já og nei, hvort þeir vilji breytingu á *þessum götunöfn- um, sem nú eru, eða ekki. Nú segir ritstjóri Akraness að sjá- ist, að meira en helmingur kaupenda vilji enga breytingu, og sé því óþarft að eiga meira við það. Honum finnst sem sagt, að fáist 151 atkv., sem enga breytingu vildu, sé allt í lagi. Það geri ekkert til, þótt hátt á áttunda hundrað kjósenda, sem á kjörskrá eru, standi utan gátta, þeir kaupa ekki mánað- arblaðið Akranes. í 2. tbl. Akraness er kvartað Áthyglísverd grein Grein sú, er birtist nýlega í Tímanum um málarekstur- inn gegn Jóni ívarssyni, vekur mikla athygli í Reykjavík og ekki mun hún gera það síður úti á landi. Er þetta ekkert undarlegt, þar sem greinin er mjög rækileg og vel rökstudd og málarekstur þessi stór ráðgáta fyrir almenning. Einkum er hann það þó, af því, hvernig allt var í pottinn búið. Eitt helzta Reykjavíkurblað- ið hefir m. a. rekið upp rama- kvein í langri ritstjórnargrein út af þessu skrifi. En það eru góð „meðmæli“, þar sem þetta blað er sérstaklega þekkt um langt áraskeið fyrir að vera yf- irleitt dyggasti málsvari þess, er lélegast gerist í þjóðfélaginu. Þetta blað spinnur m. a. það upp, að gefin hafi verið út aukablöð af Tímanum áður, vegna þessarar furðulegu mál- sóknar á hendur Jóni ívarssyni. En þetta eru aðeins vanaleg vopn þessa blaðs í þjónustu sannleikans. Menn spyrja: Var allur þessi málarekstur aðeins til þess' að „slá um sig“? Var hann til þess að reyna að eyðileggja einn mann, sem sýnt hafði sérstakan dugnað við að byggja upp og stjórna myndar- legu kaupfélagi til ómetanlegra hagsbóta fyrir almenning, á einum erfiðasta og afskekkt- asta stað landsins? Eða var þetta dulbúin árás á samvinnufélögin? Jón ívarsson var og er í stjórn Sambands íslenzkra samvinnu- félaga og var líklegur til þess að verða áhrifamaður í Viðskipta- ráði. Jón ívarsson lækkar auðvit- að ekki í hugum manna, þó að hann hafi orðið fyrir ómakleg- um árásum. Hann nýtur áfram trausts þess og virðingar, sem hann er búinn að afla sér með merku og farsælu starfi um tugi ára i þarfir almennings. En hin umrædda grein gefur mönnum alvarlega áminningu um að hugsa og spyrja: Hvernig mún ástandið vera á ýmsum hæstu stöðum í þjóð- félagi okkar? V. G. Fjársöfnun frjálsra Dana Frá frjálsum Dönum á íslandi hefir Tímanum borizt þessi fregn: Víða um heim er nú safnað fé handa dönskum flóttamönn- um. í Bandaríkjunum hefir t. d. Amerísk-danska félagið (Na- tional American Danish Ass- ociation) safnað stórfé. Færeyingar hafa gefið hundr- að þúsund krónur þessum mönn- um til hjálpar. Svíar hafa og gefið stórfé. Frjálsir Danir á íslandi hafa einnig safnað fé meðal Dana hér á landi þessum löndum sín- um í Svíþjóð til hjálpar. Safn- aðist álitleg upphæð, sem þegar er búið að yfirfæra. Þessari söfnun þeii’ra er nú lokið,en þeir halda enn áfram sinni almennu söfnun til hjálpar löndum sín- um í heimalandinu eftir stríð eða þegar tækifæri gefst. í sam- bandi við þessa starfsemi þeirra x-áðgera þeim meðal annars nú á næstunni að gefa út leikritið NIELS EBBESEN eftir KAJ MUNK, en hagnaður á þessari útgáfu á að notast sérstaklega til hjálpar börnum í Vedersö, þar sem séra Kaj Munk starf- aði. um leti og ómeniisku manna viðvíkjandi atkvæðagreiðslunni. Svo er annar flokkur manna, sem er með eitraðar agiteringar. Það er bara ritstjóri Akraness, sem ratar meðalhófið. En þett- að er eitthvað líkt og maður heyrir daglega um einræðis- herrana, þeir segja: Ekki er þetta okkur að kenna, það eru þessir óþokkar, sem alltaf eru að hamla á móti okkur. Þinghól, 28. febrúar 1944. Vilhjálmur Jónsson. Ú & ákæri ■ ■ FRAMHALD Emil Zóla tók að ókyrrast. Hann var svarinn andstæðingur kynþáttakenninga þeirra, sem á loft var haldið, og bar ekkert traust til stjói’narvaldanna í landinu. Hann heyrði falskan hljóm í ópum skrílsins, sem látinn var fylla strætin, og hann hafði djúpstæðan viðbjóð á hræsni prestanna, sem reyndu að breiða blæju kristinnar trúar yfir alla spillinguna. Hann sá flestum betur, hve margt var rotið og spillt í þjóðfélaginu og í hans vit- und var Dreyfusmálið aðeins eitt dæmið um það. Sakleysi Dreyfusar efaði hann ekki. Allur rekstur málsins sann- aði það ótvírætt. Hin sama varð niðurstaðan, ef litið var til alls þess, sem gert hafði verið af hálfu ríkisvaldsins og herstjórn- ar til þess að æsa lýðinn gegn sakborningnum. Þar þurfti ekki lengra að leita. Framkoma Dreyfusár sjálfs styrkti líka málstað hans. Hann hafði komið einarðlega fram og neitaði jafnan sérhverri hlutdeild í glæpnum afdráttarlaust. Framburður hans var ætíð samhljóða, hvernig sem reynt var að flækja hann og blekkja. Þegar hann var sviptur tign sinni, hrópaði hann hátt og snjallt um leið og korði hans var brotinn og einkennin slitin af búningi hans: „Ég er saklaus! Heill Frakklandi!" Sekur maður myndi vart hafa haft djörfung til slíks á þeirri stundu. Á hinn bóginn bentu fjölmörg atvik og ýms gögn til þess, að Esterhazý mundi ekki saklaus með öllu. En fráleitast og ótrúleg- ast af öllu var þó það atriðið, sem dómstóllinn taldi sanna, að Esterhazý var sýkn: skjalið, sem grímubúna konan átti að hafa selt Esterhazý í hendur. Á slíku hefði getað farið dável í miðl- ungsreyfara, en það var fráleitur grundvöllur dómsniðurtöðu í frönskum herrétti. Emil Zóla hafði fyrir sér glæsilegt fordæmi annars skálds. Voltaire fórnaði þrem árum ævi sinnar til þess að sanna sak- leysi manns nokkurs, mótmælendatrúar, sem ofstopafullir páfa- trúarmenn höfðu sakað um sonarmorð og látið taka af lífi á hryllilegan hátt. Málsókn Zóla var eigi síður sköruleg heldur en Voltaires. Hann hóf sókn sína með þrem greinum í blaðinu ,Fí- garó.“ Krafðist hann' þar nýrrar og hlutlausrar rannsóknar á máli Dreyfusar. En þegar þar var komið sögu, snerist ritstjórinn öndverður gegn Zóla og neitaði að birta fleiri greinar um þetta mál. En Zóla lét ekki dáðleysi ritstjórans aftra sér. Hann gaf þá út smárit, „Bréf til æskulýðsins“. Beindi hann þar einkum máli sínu til æskumanna, sem fóru æpandi um stræti og torg Par- ísarborgar. Var hann harðorður mjög í bréfi þessu og sparaði ekki þung högg. Hlaut hann miklar óvinsældir af bréfi þessu, jafnvgl meðal ýmissa þeirra, er ekki höfðu illt til hans lagt áð- ur. Er það til dæmis um hatrið, sem á hann var lagt, að hann sætti um 'þessár mundir aðsúg miklum, er hann var að fylgja vini sínum og skáldbróður, Daudet, til grafar. En á hinn bóginn átti hann líka marga örugga fylgismenn og aðdáendur, þótt þeir mættu sín minna í þjóðfélaginu og létu ekki svo mjög til sín taka sem fjandmenn hans. En það var tilgangslaust að ógna Zóla og ofsækja hann. Hann skrifaði þegar annað smárit, „Bréf til fi’önsku þjóðarinnar". Varaði hann í bréfi þessu þjóð sína við að ala snák harðstjórnar og kirkjulegs ofríkis við brjóst sitt. Hverri þjóð, sem slíkt gerði, væri öll gæfa á hverfanda hveli. En þetta bréf kom einnig fyrir ekki. Emil Zóla sá, að hér þurfti meira við. Og dag nokkurn settist hann við skrifborð sitt og ritaði forseta Frakklaixds hið fræga bi’éf, sem hefst á orðunum: „Ég ákæri-“. Var bréf þetta síð- an birt í blaðinu „L’Aurore“ 13. janúarmánaðar 1898. Kyngikraftur þessa bréfs var óviðjafnanlegur. Þúsundir manna hrifust af frábærri ritsnilld Zóla, en aðrir bognuðu fyrir ofur- mannlegum krafti bréfsins og siðferðilegum þunga þess. Þetta var ekki unnt að hundsa. Yfirvöldin fóru sér þó hægt fyrst í stað. Óspektir urðu á göt- unum, sýnigluggar blaðsins voru brotnir og íbúð Zóla var ger- spillt. Að þrem dögum liðnum fyrirskipaði ríkisstjórnin opinbera málshöfðun á hendur honum. Það sérkennilegasta við þá máls- höfðun var það, að hann skyldi einungis sóttur til saka fyrir þau ummæli, er vörðuðu mál Esterhazýs af sýknun hans. En allt, sem hann hafði sagt um Dreyfus og sakfellingu hans var látið kyrrt liggja. Það var auðséð á öllu, að yfirvöldin höfðu staðráðið, að hagga hvergi við málum hans. Zóla og ritstjóri „L’Aurore“ mótmæltu þessari málsmeðferð harðlega, og báru enn á ný hin- ar þyngstu sakir á herforingjana fi’önsku, er árum saman hefðu haldið Dreyfusi í fangelsi á Djöflaey, þótt sök hans væri alls ó- sönnuð. En þessi mótmæli voru að engu höfð. Mál Zóla kom fyrir kviðdóm snemma í febrúarmánuði. Var dómurinn skipaður miðstéttarmönnum ýmsum og var hlutverk hans að rannsaka réttmæti hinna hörðu ásakana Zóla í garð herréttarins, sem sýknaði Esterhazý. Ekki hafa brigður verið bornar á heiðarleik dómendanna, en hins vegar var allt, sem unnt var, gert til þess að hafa áhrif á viðhorf þeirra og skoðanir. Nöfn þeirra voru birt í öllum þeim blöðum, er mest kyntu elda Gyðingahatursins í Parísarborg um þessar mundir, fáránleg- ustu hótanir voru skrifaðar um nætur með- krít á húsveggi þeirra, og í sölum þingsins var því lýst með fjálgum orðum, að öll þjcðin vænti þess, að þeir gerði skyldu sína við föðurlandið, eins og komizt var að orði. Og „skyldan við föðurlandið“ var vitan- lega sú, að legga blessun kviðdómsins yfir gerðir herréttarins og dæma Zóla sekan um óhæfilegan verknað. Ættjörðin var í hættu, sögðu menn; heiður hennar var í veði. Sumir gerðu jafn- vel ráð fyrir, að Þjóðverjar myndu ráðast inn í Frakkland sam- dægurs, ef Zóla yrði sýknaður. Þeir tólf menn, sem kviðdóminn skipuðu, hefðu þurft að hafa sanna hetjulund til þess að þora að sýkna Zóla. Það má í raun- inni telja furðulegt, og sýnir ljóslega, hve málstaður hans var traustur, að aðeins sjö þeii’ra létu leiðast til þess að fella á hann sektardóm. Fimm vildu sýkna hann af ákæru valdstjói’nai’innar. En í rauninni skipti það ekki máli, hvort þeir Zóla og rit- stjórinn yrðu dæmdir sýknir eða sekir, heldur hitt, hvort mál Dreyfusar og Estei’hazý yrðu tekin upp að nýju. Um það vey barizt. 'WIT'WWyr ■W'W'Wr'*’'W'W'W'W,'*-'Vr'Wr'% 4 ÚTBREIÐIÐ TIMANN4 TÍ MIÍVN er víðlesnasta auglýsingablaðið! Samband ísl. samvinnufélaga. Munið að af hverri krónu, sem þér kaupið fyrir í félagi yðar, fáið þér nokkra aura í stofnsjóð. Advörmi Að gefnu tilefni skal hér með vakin athygli á því, að bannað er að bera á tún og garða, sem liggja að almannafæri, nokkurn þann áburð, er MEGNAN ÖÞEF leggur af, svo sem fiskúrgang, svínasaur o. s. frv. «>» 4 Lögreglustjórinn i Reykjavík, 13. marz 1944. Agnar Kofoecl-Hansen. He y þurrkunarstöð v- ar og notkun þeírra (Framh. af 2. síðu) hætti alla og fyrirætlanir. Um leið kemur einnig til greina að sníða byggingu stöðvarinnar við okkar sérþarfir og möguleika, og er þá sérstakega að nefna jarðhitann, getur það valdið því að um veruleg atriði þurfi að breyta til frá erlendu sniði þótt reist sé af sanxa stofni. Þótt engar líkur séu til þess að vélþurrkun heys, með hit- uðu lofti, geti komið að almenn- um notum hér á landi, meöan ekki fyrirfinnast aðrar lausnir í því máli en þær, sem til þessa hafa verið notaðar erlendis, er að mínu áliti sjálfsagt að hefj- ast handa með að koma upp einni heyþurrkunarstöð sem allra fyrst eftir að samband fæst við Norðurlönd, og þegar búið er að athuga nákvæmlega allt hið nýjasta á þessu sviði er fram hefir komið á stríðsárun- um, ekki aðeins hina teknisku hlið málsins, heldur einnig margt er viðkemur ræktun og búrekstri í sambandi við vél- þurrkun jarðargróða. Og sem fyr er sagt verður vonandi sérstak- lega gott til fanga í Svíþjóð þar að lútandi. Hvað er unnið við að koma' upp aðeins einni slíkri stöð og ! reka hana? Framsókn Svía á sviði vél- j þurrkunar, á stríðsárunum, er j fyrst og fremst fram komin vegna þess, hve þrengt hefir að beim um allan innflutning fóð- urbætis. Vélþurrkun góðra fóð- urgrasa á réttu þroskastigi hef- ir reynzt fangaráð til þess að spara fóðurbæti. (í Noregi og Danmörku hefir skórinn auðvit- að þrengt að á sama hátt, en þar hefir vafalapst verið erfið- ara um framkvæmdir á þessu sviði sökum hernámsins.) Vél- burrkað hey reynist fullgilt framleiðslufóður, án fóðurbæt- isgjafar, ef það er framleitt af góðum fóðurgrösum slegnum á réttu þroskastigi. Þetta má þó ekki skilja þannig, að vélþuri’k- að hey eða heymjöl sé svo ríkt af næringarefnum, að það geti komið í stað eggjahvitu- og sterkjuríkra fóðurbætistegunda, s. s. síldarmjöls og maísmjöls, til þess að bæta upp lélegt hey- fóður. En auk hinna venjulegu næringarefna er fyrsta flokks heymjöl svo ríkt af bætiefnum, að þessvegna getur takmarkað- ur skammtur af því, gefinn með venjulegu, en ekki fullgildu fóðri, verið hinn bezti „fóður- bætir“. Þess vegna þurfum við að fara að framleiða heymjöl, af vélþurrkuöum úrvalsgróðri, sem er sérstaklega ræktaður til þessara hluta. Heymjölið eigum við svo fyrst og fremst að nota til íblöndunar í alifuglafóður, loðdýrafóður og svínafóður. Slík framleiðsla getur haft mjög mikla þýðingu og verið stórt spor í áttina til þess að gera þær búgreinar, er hér eiga hlut að máli, öruggari en nú er, og álitlegri til fjölbreytni í búskap og framleiðslu landbúnaðarins. Ein góð heyþurrkunarstöð getur Nýkomið: Ullargarn, grátt, Treflar, Kragar, Sloppar, Sokkar, Barnabuxur, Ermablöð, Bendlar, Flauelsbönd, Leggingar, Hárkambar, Hárspennur, stál, o. fl. Verzl. Dyngja Laugaveg 25. Jörð í Borgarfirði til tölu. — Mikil hlunnindi. Mjög hagkvæm kjör, ef samið er strax. Söiumíðslöðín Klapparstíg 16. Sími 3323. verið næg til þess að byrja með, ef í sambandi við hana er rek- in hin heppilegasta ræktun, í allstórum stíl. Síðar sker reynsl- an úr, hvort og hve ört þarf að fjölga heyþurrkunarstöðvunum vegna þessarar framleiðslu. Og jafnframt því leiðir bæði inn- lend og erlend reynsla og fram- farir í Ijós, -hvort fært reynist að koma upp heyþurrkunar- stöðvum, með samvinnuniði, víða í þéttbýli og byggðahverf- um, með það fyrir augum, að þurrka heyfeng þeirra, er þar búa, svo að þeir geti notað gott, vélþui’rkað hey sem aðalfóður á búum sínum, og rekið fullkomna framleiðslu án aðkeypts fóður- bætis. Þetta eru möguleikar, sem kleift er að horfa til, þótt ekki sjáist, eins og sakir standa, nein líkleg lausn á því máli að koma upp heyþurrkunarvélum, er séu við hæfi einstakra meðal- býla, jafnvel þótt gild séu. Svo vel vill til, að við vitum allgóð deili á því, hvers má vænta af heppilegri heymjöls- framleiðslu. Árið 1940 setti Sveinbjörn Jónsson byggingameistari upp litla heyþurrkunarstöð í Hvera- gerði, til reynslurekstrar. Naut hann til þess styrks frá Fram- færslumálanefnd. Pétur Gunn- arsson tilraunastjóri annaðist hin fóðurfræðilegu atriði máls- ins og gei’ði fóðurtilraunir með heymjöl, sem þarna var fram- leitt. Mun bráðlega von á skýrslu frá Atvinnudeild Háskólans um þær tilraunir. Þótt stöðin í Hveragerði væri af vanefnum gerð og aðeins lausleg tilraun, sem ekki sker úr, hvorki um tekniska né fjárhagslega hlið málsins, fékkst við þær tilraunir góð hugmynd um þýðingu hey- (Framh. á 4. síöu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.