Tíminn - 16.03.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.03.1944, Blaðsíða 4
116 TÍMIM, ffimmtiidagiim 16. marz 1944 28. blað ÚR BÆNUM Skemmtisamkoma. Skemmtun Framsóknarmanna í List- sýningarskálanum hefst kl. 8,30 í kvöld með Framsóknarvist. Áríðandi er, að fólk sé þá komið að spilaborðunuoi- Það þarf því helzt að koma í skálann um kl. 8,15, því að þrengslin eru oft svo mikil í anddyrinu um kl. 8,30, svo að erfitt er að komast inn. Pantaðir aðgöngumiðar sækist fyrir kl. 4 í dag á afgreiðslu Tímans, annars á fólk á hættu að þeir verði seldir öðrum. Ólafur Hvanndal varð 65 ára í fyrradag. Hann hefir jafnan verið athafnamaður, m. a. var hann fyrstfmaður, er kom upp prent- myndagerð hér á landi.' Hefir hann jafnan rekið hana síðan með miklum dugnaði. Ólafur er mjög hjálpsamur og velviljaður maður og nýtur vin- sældar margra, sem nú óska honum alls góðs á þessum tímamótum 1 ævi hans. Laxfoss. Hann er nú kominn upp í Slippinn, mikið brotinn og skemmdur og er ekki ráðið um afdrif hans. E. s. Ranen, sem blöðin hafa getið um að fáanlegt væri í stað Laxfoss í' sumar, er allt óvíst um ennþá. En samkomulag milli Skallagríms h. f. í Borgarnesi og Ak- urnesinga hefir náðst um að reyna að leigja gott farþep-askip í sumar til fólksflutninga, ef það fæst með við- ráðanlegum kjörum, og hafa þá minna skip í förum líka, að nokkru til fólks- flutninga ,en þó aðallega til vöruflutn- inga. Er þetta það ráð, sem nokkrum sinnum hefir verið bent á hér í blað- ' inu, að bezt væri að hafa. Vonandi tekst að útvega sæmilegt skip á þessa fjölförnu sjóleið, því að þótt sjálfsagt sé að endurbæta Hvalfjarðarleiðina, þá er hún ennþá a. m. k. of örðug fyrir allan fólks- og vöruflutning til Borgar- ness og Akraness. Söngskemmtun. Fjórir karlakórar syngja í Gamla Bió n. k. sunnudag kl. hálf þrjú, til ágóða fyrir fjársöfnunina til danskra flóttamanna. Það eru KarlakórReykja- víkur, Fóstbræður, Karlakór Iðnaðar- manna og Kátir félagar. Er ráðgert, að hver kór syngi þrjú lög og svo allir sameiginlega þjóðsöngva íslands og Danmerkur. Embætti. Prófessorsembættið i sögu við há- skólann er auglýst laust. Nú er hinn ungi op efnilegi doktor, Jón Jóhannes- son, settur í þetta embættl. Háskólafyrirlestrar. Vestur-íslendingurinn Hjörvarður Árnason listfræðingur, heldur þessa dagana nokkra fyrirlestra í háskólan- um um myndlist. Sýnir hann skugga- myndir í litum til skýringar. H. Á. flutti nokkra fyrirlestra við háskólann í fyrra og talaði þá á ensku og var aðsókn mjög mikil. Nú talar hann á íslenzku oet er ekki síður en i fyrra hvert sæti skipað i hátíðasal háskólans. Tjarnarbíó. Paul Reumert leikur annað aðal- hlutverkið í sænskri kvikmynd, sem Tiarnarbíó hefir fengið og mun sýna almenningi áður langt líður. Mun þetta vekja athygli, því að Reumert á marga vini og aðdáendur hér á landi. Kennarar. Skólanefnd Austurbæjarskólans hef- ir nýlega á fundi sínum mælt með að teknir yrðu þessir ’kennarar að skól- ' anum, samkv. augl. 27. jan. s. 1.: Andrés Kristiánsson, Jón Kristgeirsson, Svein- björn Markússon og Guðríður Magnús- dóttir. Sundmót K. R. Knattspyrnufélag Reykjavíkur efndi í fyrrakvöld til sundmóts í Sundhöll- inni, í tilefni af 45 ára afmæli félags- ins. Synti barna fjöldi manna við mik- inn fögnuð áhorfenda. Sigurður Jóns- son úr K. R. vann til eignar bikar, sem heildverzl. Hekla hafði gefið til verð- launa fvrir 200 m bringusund, og Stefán Jónsson úr Ármanni vann til eignar bikar, sem Haraldur Árnason hafði gefið til verðlauna í 100 m sundi með frjálsri aðferð. f. R. íþróttafélag Reykjavíkur er eitt þeirra íþróttafélaga, sem mest kveður að í bænum. Allir kannast við fram- kvæmdir þess á Kolviðarhóli, undir hinni ötulu forustu Jóns Kaldal. Ný- lega átti félagið 37 ára afmæli og barst því þá 45 þús. kr. gjöf í húsbygg- ingasjóð sinn frá nokkrum vinum fé- lagsins. Félagið vinnur nú af kappi að því að safna fé í sjóð til þess að reisa fimleikahús við Sölvhólsgötu. Skfðamót. Revkjavíkurmót skíðamanna hófst að Kolviðarhóli s. 1. sunnudag. Var mikil þátttaka og keppt í svigi og Hangikjötið tíl páskanna þurta verzlanir að tryggja sér næstu daga. - Tekið við pöntunum í sima 1080 og 4241. Bændur í Þíngnyjar- sýslnsn samþ. stórfelld fjárskipti (Framh. af 1. siðu) hluti fjárveitinganefndar stuðla að því fyrir sitt leyti, að leitað sé úrræða, er greiða mættu úir þessum erfiðleikum. Hefir það orðið að samkomulagi hjá meiri hluta nefndarinnar að leggja til, að ríkisstjórninni sé heimilað að verja allt að 600 þús. krónum úr ríkissjóði, ef þeir aðilar, sem um getur í tillögu meiri hluta nefnd- arinnar, verða sammála um, að fjárskipti séu einasta úrræðið, og tiltækilegt þykir að koma þeim á með þessum fjárstyrk. Það skal tekið fram, að fjár- framlag þetta er miðað við, að fram fari fjárskipti á öllu svæð- inu milli Jökulsár á Fjöllum og Skjálfandafljóts að Reykjadal undanskildum, en þar hafa fjár- skipti þegar farið fram. Ef fjár- skipti verða. ekki framkvæmd nema á hluta af svæðinu, þá lækkar fjárframlagið hlutfalls- lega miðað við fjártölu. Einnig leggur meiri hluti nefndarinnar áherzlu á það, að áður en til fjárskipta kemur, sé gengið úr skugga um, að hægt sé að koma við öruggri ein- angrun.“ Sá meiri hluti fjárveitinga- nefndar, sem hér er átt við, eru fulltrúar Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Sósíalista- flokksins í nefndinni. Alþingi féllst á þessa tillögu meirihluta fjárveitinganefndar og heimilaði ríkisstjórninni að veita 600 þús. kr. í þessu skyni, enda hafi ríkisstjórnin og sauð- fjársjúkdómanefnd fallizt á úr- ræðin og sá meiri hluti bænda samþykkt þau, sem sauðfjár- sjúkdómalögin gera ráð fyrir. í atkvæðagreiðslunni á sunnu- daginn mun hafa verið gert ráð fyrir því, að bændur fengju all- an þann styrk, sem lögin áskilja þeim, og kann þetta því eitt- hvað að breyta framkvæmd málsins. Erlent yfirlft. (Framh. af 1. síöu) ins á ýmsan hátt og hefir verið þar skortur ýmissa nauðsynja. Samgöngubannið gengur þó margfallt nær írum en fyrri ráðstafanir, er gerðar hafa ver- ið í þessa átt. Þess hefir orðið vart, að hlut- leysisstefna De Valera hefði heldur minnkandi fylgi írsku þjóðarinnar, einkum síðan Þjóðverjar fóru að tapa. Getur því vel svo farið, að þessar seinustu ráðstafanir Banda- manna valdi De Valera miklum stjórnmálalegum erfiðleikum. bruni. Jóhann Eyfells, sonur Eyjólfs Eyfells málara og Ingibjargar konu hans frá Reykholti, varð hlutskarp- astur í sviginu og hlaut nafnbótina svigmeistari Reykfavíkur. N. k. laugar- dag og sunnudag heldur skíðamótið áfram. Húsnæðiff. Húsnæðisleysið er svo mikið í R.vík, að fólk þvrpist í hundraða tali í þá „bragga," sem húsaleigunefnd hefir út- vegað. Síðast nú þessa dagana hefir húsaleigunefnd útvegað 30 „bragga" við Reykjanesbraut í viðbót við þá, sem áður voru fengnir, en ekkert virð- ist duga. Alltaf eru fleiri umsækjendur en inn komast, og eru þó þessir „bragg- ar“ yfirleitt neyðar húsnæði til íbúð- ar. Beitiland. Bæjarráð hefir heimilað borgarstjóra að leigja hestamannafélaginu Fák beitilönd nú í sumar í Geldinganesi og Breiðholti. Mjólkin. Nú er nóg mjólk í bænum. Færi er orðið sæmilegt austur yfir Hellisheiði og er mikil mjólk flutt að austan. En stundum verður mjólkurskortur litla stund á morgnana í ýmsum sölubúðum, vegna þess, hve mjólkin selst ört, áður en allar bifreiöarnar eru komnar í bæinn, sem koma austan yfir heiðina. Ileyþurrkimarstöðvar «»>»: rekstur þeirra (Framh. af 3. síðu) mjölsframleiðslunnar, ef rétt er á haldið. VI. Ekki er óþarft með öllu að ræða nú þegar hvar reisa skuli hina fyrstu heyþurrkunarstöð, og koma upp þeirri ræktun, er ófrávikjanlega verffur aff reka í sambandi við hana. Á ræktun- arframkvæmdunum þarf ef vel á að vera að byrja fleiri árum áffur en stöðin er reist, svo hún geti starfað á réttum grundvelli frá upphafi. Það á að reisa stöðina við jarðhita — þar sem er mikill ónotaður jarðhiti — þar sem eru mikil og góð ræktunarskil- yrði. Helzt þarf einnig að vera völ á fjörugróðri á sama stað, til þess að hægt sé að framleiða nokkuð af mjöli úr slíkum gróðri jafnframt heymjölinu. Er það æskilegt sökum hins sér- stæða steinefnagildis slíkt fóð- urs. Búið er að ákveða að koma á fót tilraunabúi fyrir Vesturland á Reykhólum. Er ekki ráðlegt að hafa hina fyrstu heyþurrkunar- stöð þar? Margt mælir með því. Láta það, auk almennrar til- raunastarfsemi, verða sérstakt verkefni þessa nýja tilraunabús,- að koma upp þeirri sérstæðu, vönduðu og umfangsmiklu rækt- un.er þarf að vera fyrir hendi, ef heyþurrkunarstöðin á að koma að tilætluðum notum. Þessari tillögu verður senni- lega mætt með ýmsum mótbár- um, t. þ. þeirri, að Reykhólar séu illa í sveit settir um sam- göngur, erfitt verði að koma framleiðslunni frá sér o. s. frv. Heppilegra sé að hafa þennan rekstur á Reykjum í Ölvesi, í Reykholti í Borgarfirði, eða á öðrum slíkum stað, er í þjóð- braut liggur. Því er til að svara, að það er auðvelt að finna notk- unarmöguleika fyrir jarðhitann, þar sem hann liggur við þjóð- þrautir, það er því meira um vert að finna ráð til þess að nota jarðhita hinna afskekkt- ari staða á heppilegan hátt. Úr Ölfusi má flytja jarðhitafram- leiðslu, svo sem blóm og tómata nær daglega til Reykjavíkur, það verður ekki gert frá Reyk- hólum, en heymjöli er sæmilega auðvelt að koma á markað frá Reykhólum, því afhending þess og sala er ekki bundin við neinn reglulegan flutning né daglegan markað. Val staðarins ræði ég ekki meira að sinni, en vil að lokum Samgöngur milli m m Oliuss og R.víkur (Framh. af 1. síðu) verandi Hellisheiðarvegur er ó- hentugur fyrir • samgöngurnar milli Reykjavíkur og Suður- landsundirlendisins og einnig allt of dýr í viðhaldi. Þarf því að finna betri og varanlegri lausn á því máli, því að Krýsuvíkur- vegurinn mun eigi notaður, nema sem vetrarvegur, þegar styttri leiðir eru ófærar. í umrædda rannsóknarnefnd voru kosnir Jón Gunnarsson for- stjóri af hálfu Framsóknar- flokksins, Emil . Jónsson vita- málastjóri af hálfu Alþýðu- flokksins, Árni Snævarr verk- fræðingur af hálfu Sjálfstæðis- flokksins og Gunnar Benedikts- son fyrv. prestur af hálfu Sósí- alistaflokksins. Eins og kunnugt er, hefir Jón Gunnarsson numið vegaverkfræði í Bandaríkjunum og mun öðrum íslenzkum verk- fræðingum lærðari um þau mál. Útbreíðið Tlniaim! draga saman eftirfarandi minn- isgreinir og tillögur: 1. Æskilegt er að gera sem allra fyrst tilraunir með súg- þurrkun -heys, með köldu lofti, eins og lýst hefir verið af Jó- hannesi Bjarnasyni vélaverk- fræðingi, f Tímanum 21. des. 1943. Ef sú aðferð reynist vel, er hún langtum líklegri til al- mennra nota, heldur en þær þurrkunaraðferðir, með hituðu lofti, sem kunnar eru, og hafa af ýmsum ástæðum ekki getað komið til greina hér á landi til þessa. — Samhliða slíkum til- raunum ber að gera tilraunir varðandi byggingarlag á hey- hlöðum og hvernig heyi er kom- ið fyrir í þeim, svo að bezt verði tryggð góð verkun þess í mis- jöfnu tíðarfari. 2. Er samband fæst við Norð- urlönd þarf að athuga fljótt og vel allt hið nýjasta viðvíkjandi vélþurrkun heys, er fram hefir komið, og um leið þau atriði í ræktun og búrekstri, er mótast af notkun heyþurrkunnarvéla, þar sem rekstur heyþurrkunar- stöðva er orðið úrræði í bú- skapnum. 3. Að þeirri rannsókn lokinni er rétt mætt að koma upp einni heyþurrkunarstöð, er byggð sé samkvæmt þeirri aðferð er álit- legustu þykir, Stöðina er sjálf- sagt að byggja þar sem völ er á miklum ónotuðum jarðhita og nota hann að einhverju eða öllu leyti sem hitagjafa við þurrk- unina. 4. í sambandi við heyþurrk- unarstöðina verffur aff koma upp mikilli ræktun úrvals fóffurjurta, svo stöðin geti framleitt 1. flokks heymjöl, er nota megi sem hollustu-„fóðurbæti“, til íblöndunar I fóðurblöndur, fyrst og fremst handa alifuglum, loð- dýrum og svínum. Án slíkrar ræktunar á stöðin engan tilveru- rétt og verður að teljast með öllu ólíklegt að um orðbæran rekst- ur hennar geti verið að ræða. 5. Ástæða er til þess að at- huga hvprt ekki henti vel, að reisa hina fyrstu heyþurrkun- arstöð á Reykhólum, í sam- bandi við tilraunabú það er þar á að komast á fót, og stefna að því að ræktun fóðurjurta til vél- þurrkunar verði sérgrejn þessa tilraunabús, við hlið almennr- ar tilraunastarfsemi. 6. Þótt rekstur hinnar fyrstu heyþurrkunarstöðvar verði mið- aður við þá sérstæðu nauðsyn, er nefnd hefir verið, heymjöl til fóðurblöndunar, mun hann fljótt leiða í Ijós hvort fært sé og hagkvæmt að koma upp fleiri heyþurrkunarstöðvum, t. d. með samvinnusniði, þar sem um þéttbýlis-ræktunarbúskap er að ræða, með núverandi búsetu- sniði, eða í sambandi við ný byggðahverfi. 12. marz 1944. A víðavangi (Framh. af 1. siðu) slóðir, leggur að jöfnu störf þeirra sr. Sveinbjörns Högna- sonar og Ingólfs á Hellu. Það er ekkert nýtt þó ausið sé yfir sr. Sveinbjörn mannskemmandi níði og svívirðingum, fyrir það eitt, að vinna að hagsmunamál- um sunnlenzkra bænda með meiri dugnaði og harðfylgi en nokkur annar maður hefir enn- þá sýnt, en þó verð ég að segja, að þessi ályktun „Bóndans“ er ósvífnasti óhróðurinn, sem enn hefir verið á hann borinn og er þá mikið sagt. Mig minnir það væri fyrir kosningarnar vorið 1942, sem því var haldið fram á fundi í Rangárvallasýslu, að það væri móðgun við íslenzka bændur, að íhaldið byði fram í sveitakjördæmunum. Þá var nú þannig litið á frambjóðanda íhaldsins, Ingólf á Hellu. Nú er hann talinn jafnoki sr. Svein- björns. Mikil er nú breytingin." ■ GAMLA BÍÓ- ZIEGFIELD STJÖRIVUR (Ziegfield Girl) JAMES STEWART, LANA TURNER, JUDY GARLAND, HEDY LAMARR, Sýnd kl, 6]/2 og 9. ÚTLAGAR EYÐIMERKURINNAR. (Outlows of the Desert). WILLIAM BOYD. Sýnd kl. 3 og 5. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. ♦ NÝJA BÍÓ. FLUGSVEITIÍV „ER]\IR4Í (Eagle Squadron). Mikilfeng stórmynd. ROBERT STACK, DIANA BARRYMORE, JOHN HALL. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn fá ekki affgang. BLESSUÐ FJÖLSKYLDAN („The Mad Martindales“) Gamanmynd með: JANE WITHERS og ALAN MOWBRAY Sýnd kl. 5. Leikfélag Reykjavíknr „Eg hef komið hér Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. Nýjung! Nýjung! Ilöfum fengið sendin«»um af amerískum PAPPASKÍFUM mjjög hentugum til utanlmssklæöninga á |»ök og veggi. — Smekklegir litir. Sænsk-ísl. Verzlunaríél. h.L Rauðará. — Sími 3150. ÚTBOÐ Líftryggingafélög, sem gera viljja tilhoð í lífeyristryggingar handa að* standendum þeirra manna, er fórust _ á h.v. Max Pemherton, vitjji upplýs- -í i j - inga á skrifstofu vora og sendi tilboð eigi síðar en 15. apríl n. k. Stríðstryggíngaiélag íslenzkra skipshafna > Garðastræti 2. Leigulóðir Viff Grenimel, sem er næsta gatan fyrir sunnan Víffimel á Melúnum, verffa 28 lóffir til íbúðarhúsabygginga látnar á leigu. Umsóknir sendist bæjarráffi fyrir lok þessa mánaffar, á sérstökum eyffublöffum, sem fást í skrifstofu bæjarverk- fræðings, þar sem gefnar verða nánari upplýsingar. Borgarstjórinn í Reykjavík, 14. marz 1944. Rjjarni Renediktsson. S T Ú L K U R óskast til fiskflökunar. — Hátt kaup. Frítt húsnæði í nýtízku húsum. HRAÐFRYSTISTÖÐ VESTMANNAEYJA. Lesendnr! Vekjið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa TÍMANN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.