Tíminn - 16.03.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.03.1944, Blaðsíða 2
114 TÍMIW. flmmtudagiim 16. marz 1944 28. blað ‘gftmirm Fimtudafiur 16. marz „Stríðið eftír stríðíð“ í löndum Bandamanna er nú engu minna rætt um vanda- máln eftir styrjöldina en styrj- aldarreksturinn sjálfan. Þau eru af mörgum talin enn tor- leystari og erfiðari viðfangs en sjálf styrjaldarmálin. Þar koma sérsjónarmið og stéttahags- munir miklu meira til greina. Það er því ekki orðið óalgengt, þegar rætt er um lausn þessara mála, að tálað sé um „stríðið eftir stríðið“. í einu af seinustu kvæðum sínum, biður Nordahl Grieg þess, að þjóð hans fái „afl til að þola frið“. Öll merki benda því miður til þess, að hér sé ekki um ástæðu- lausan ótta að ræða. Reynzlan eftir seinustu heimsstyrjöld bendir eindregið til þess, að •næsti friður verði lítið meira en hlé milli þátta, ef ekki verður tekin upp ný skipan, ekki aðeins í milliríkjamálum, heldur einn- ig í innbyrðismálum þjóðanna. Fjárhagslegt öngþveiti og at- vinnuleysi átti ríkan þátt í til- veru þýzka nazismans. Harð- svírug auðvaldsklíka í Frakk- landi skapaði þau miklu stétta- átök, er áttu stærstu hlutdeild- ina í ósigri Frakka. Skipulags- leysi frjálsu samkeppninnar í Bretlandi, ásamt tilheyrandi stéttabaráttu og atvinnuleysi, gerði Breta vanmáttuga í tafli heimsmálaiina og illa búna undir *styrjöldina. Þetta, auk margs annars, hefir sýnt öllum hugsandi mönnum, að ekki sízt innanlandsmálin, verð- ur að taka nýjum og haganlegri tökum en áður. Það þarf að skapa hverju þjóðfélagi fast- mótað, markvisst hagkerfi í stað skipulagsleysis samkeppninnar, útrýma óeðlilegum lífskjara- mun stéttanna og tryggja öll- um atvinnu og sæmilega af- komu. Með þessum hætti einum verður hægt að uppræta öfga- stefnur, sem geta leitt þjóðirnar á eyðileggingarbál nýrrar styrj- aldar. Til þess að koma þessu í kring, verður ekki hjá því komizt, að þrengja að mun sérréttindi og gróðamöguleika yfirstéttanna. Stór hluti þeirra mun ekki skilja köllun tímans, heldur mun þver- skallast gegn öllum félagslegum umbótum. Þessi hluti hennar mun ekki hlífast við að beita hinum grimmilegustu örþrifa- ráðum til að halda í hinn rang- fengnu hlut sinn. Þótt styrjöld- in sé háð gegn fasisma, mun hann hvergi nærri dauður í stríðslokin. Hann mun einmitt þá skjóta rótum í löndum Bandamanna og verða þar til- tölulega öflugri en nokkuru sinni fyrr, vegna þeirra félags- legu umbóta, sem auðvalds- stéttin og bandamenn hennar fjandskapast við. Jafnhiða og fasisminn mun þannig færast í aukana, mun öfgastefnan lengSt til vinstri, kommúnisminn, magna áróður sinn um allan helming og nota víggengi Rússa sér til stuðn- ings. Á sama hátt og fasistisku auðmennirnir munu boða „heil- agt“ stríð og samfylkingu til þess að berja niður kommún- ismann, munu kommúnistar flytja svipaðan boðskap um að berja niður fasismann. Báðar stefnurnar telja sér hag í því, að þessi heróp verði svo sterk, að menn skiptist aðeins í tvær fylkingar, fasistafylkinguna og kommúnistafylkinguna. Eigi ekki að verða mörg stríð eftir þessa styrjöld eða réttara sagt borgarastríð í mörgum löndum, þá verður það því að- eins, að umbótamennirnir fylki sér svo vel saman og myndi svo trausta og öfluga fylkingu, að öfgahreyfingarnar sitt til hvorr- ar hliðar megi sín lítils eða ein- skis. Þetta sjónarmið er ráðandi meðal Breta og samveldisþjóða þeirra og svipað má tvímæla- laust fullyrða um Norðurlanda- þjóðirnar. Björgun heimsfrið- arins mun m. a. byggjast á því, að fordæmi þessara þjóða vísi veginn um hina gifturíkustu lausn málanna. Hér á landi mun gæta allra Ární G. Eylandss HeyJmrkunaritöðYar rekitur þeirra og I 127. tölubl. Tímans, 21. des. 1943, birtist grein, Nýjungar í heyvinnSluaðferðum, eftir Jó- hannes Bjarnason vélaverkfræð- ing, er menntazt hefir í Vestur- heimi og enn dvelur þar. Grein þessi hefir vakið um- tal um hið gamla vandamál, heyþurrkunina. í tilefni af henni hafa mér borizt nokkrar fyrirspurnir þar að lútandi, bæði skriflega og munnlega, og er meðal annars spurt, hvers vegna Verkfæranefnd ríkisins sinni þessu máli ekki, hvort hún taki ekki málið til athug- unar og hefji tilraunir á næsta sumri, o. s. frv. Á Alþingi hefir komið fram þingsályktunartil- laga um að fela ríkisstjórninni að láta gera tilraunir um vél- þurrkun á heyi, og er í greinar- gerð, er tillögunni fylgir, gert ráð fyrir að hefja framkvæmdir „um prófun hinna nýju hey- þurrkunaraðferða á íslenzku heyi“ á sumri komandi. Að þessu athuguðu er senni- lega ekki úr vegi að ræða þetta mál nokkuð, upplýsa í nokkrum atriðum, hvernig er ástatt um vitneskju um vélþurrkun heys og hvers vegna hægt hefir verið farið, bæði af Verkfæranefnd og áhugamönnum nú undan- farið, um það að eggja til til- raunaframkvæmda á þessu sviði. II. Þau lönd, sem líklegast er að fá frá gagnlegar upplýsingar og þekkingu á vélþurkun heys, eru Bandaríkin, England, Þýzkaland og Svíþjóð. í öllum þessum lönd- um hefir verið mikið við þetta mál fengizt og stríðsárin hafa, að minnsta kosti í þremur síð- astnefndu löndunum, ýtt mjög undir framkvæmdir, þó líklega hvergi frekar en í Svíþjóð. Áður en stríðið skall á höfðu sænskir fræðimenn unnið all- mikið að því að rannsaka mögu- leika til þess að nota vélþurrk- un við sænsk skilyrði og sam- ræma hana sænskum búnaðar- háttum. Árið 1938 sendu þeir 2 færustu menn sína, á þessu sviði, út af örkinni, að kynna sér rækilega allt, sem gert hefði verið á sviði vélþurrkunarinnar í Englandi, Þýzkalandi, Hollandi og Danmörku. Að sjálfsögðu öfluðu þessir menn einnig fullra upplýsinga um vélþurrkun heys í Ameríku, þótt ekki færu þeir þangað í það sinn, en annar þeirra hafði fáum árum áður kynnt sér ameríska tilrauna- starfsemi mjög ýtarlefa og dval- ið vestra í þeim erindum. Er stríðið skall á, veitti sænska þingið án tafar 2 millj. kr. til útlána, til þess að létta undir að heyþurrkunarstöðvar yrðu byggðar, og mun um það hafa verið farið mjög að ráðum hinna umræddu tvímenninga og byggt á rannsóknum þeirra og greinargerðum. Sumarið 1939 voru vélþurrkaðar 3300 smálest- ir af heyi í Svíþjðð í 13 hey- þurrkunarstöðvum. Hvað stöðv- unum hefir fjölgað síðan og af- þessara þriggja stefna um lausn framtíðarmálanna. Fasisminn eða Lappómennskan er byrjuð að skjóta rótum. Kommúnist- arnir reyna að notfæra sér það eftir megni í áróðri sínum. En meginþorri þjóðarinnar vill áreiðanlega ekki fasisma eða kommúnisma, heldur umbóta- leiðina. í þeirri fykingu eru liðs- menn Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins og stærstur hlutinn af liðsmönnum Sjálf- stæðisflokksins og Sósíalista- flokksins. Það, sem aðeins þarf, er að vinna að því, að þetta fólk taki höndum saman. Það verð- ur að gerast fyrr en síðar, ef kommúnismanum og hinni upp- vaxandi Lappómennsku, er m. a. hefir haldið innreið sína í for- ustugreinar Vísis, á ekki að takast að skapa „stríð eftir stríðið" á íslandi. Þ. Þ. köstin aukizt, er mér ekki full- kunnugt. Þetta, sem hér hefir verið sagt, sannar nokkuð það, sem alveg mun vera óhætt að full- yrða, að hvergi er eins auðvelt og aðgengilegt fyrir okkur að fá ýtarlegar upplýsingar um vél- þurrkun heys, eins og í Svíþjóð, þegar þangað opnast leiðir, upplýsingar og reynslu, sem helzt yrði við okkar hæfi. Ekki svo að skilja, að ekki megi nota reynslu annarra þjóða fengna beint frá þeim, t. d. frá Banda- rikjamönnum, en í Svíþjóð mun nú samandregin mjög víðtæk reynsla og þar hefir af eðlileg- um ástæðum verið glímt við að samræma aðferðirnar skilyrð- um, sem eru stórum líkari því, sem hér getur til mála komið, heldur en amerísk skilyrði eru. Það mun því vera nokkuð sam- hljóða álit þeirra manna hér á landi, sem bezt hafa reynt að fylgjast með því, sem gerist á sviði vélþurrkunarinnar, að vart komi til mála að stofna hér til verulegra framkvæmda á þessu sviði, þó ekki sé nema með til- raunasniði, fyrr en stríðinu lýk- ur og auðið verður að ná til og styðjast við þá þekkingu, er gagnbezt má verða fyrir okkur, og þá líklega fyrst og fremst þekkingu og reynslu Svíanna. legri merkingu sé að ræða. At- hugum það, að um 60% af hey- inu, sem látið var í tilrauná- hlöðuna, var það vel þurrt, að við teljum það viðunandi þurrt og hirðum slíkt hey án hiks, að minnsta kosti þegar erfiðleika gengur með heyþurrkun. Ekk- ert áf heyinu, sem sagt er frá, að látið væri í hlöðuna, var blautt, allt var það hálfþurrt og meira en það. Með því að benda á þetta, er á engan veg verið að gera lítið úr þessu umrædda úrræði, til þess að tryggja góða fullverk- un snöggþurrs og hálfþurrkaðs heys. En það má allt ekki blanda þessu saman við hið erfiða úr- lausnarefni að þurrka töðuna af ljánum í óþurrkatíð. Þá vandast málið. Að sjálfsögðu er ekkert því til fyrirstöðu, að gera hér tilraunir með hina umræddu amerísku aðferð strax á næsta sumri, er Jóhannes Bjarnason kemur heim, því hún er sem sagt í rauninni ekki í neinu sambandi við hina eiginlegu vélþurrkun og á því ekki frekar en vill samleið með frekari tilraunum á því sviði. í sambandi við þetta vil ég vekja máls á því, að ef hefja skal framkvæmdir og reyna að þurrka hey í hlöðu með því að blása gegnum það óupp- IV. Hvaða líkur eru svo til þess að við getum notfært okkur vél- þurrkun með hituðu lofti, er hit- að sé með rafmagni, olíu eða kolum? Það hefir verið bent á það margsinnis, að í raun og veru er enginn tekniskur vandi að vélþurrka hey, að vissu leyti ekki meiri vandi heldur en t. d. að þurrka síldarmjölið í síldar- mjölsverksmiðjunum, Það sem um er að ræða, er aðallega hvað þurrkunin kostar og hvort hrá- efni það, sem um er að ræða, getur borið kostnaðinn. Fram að stríðinu var það þannig, að vélþurrkun heys var af þessari ástæðu hartnær ein- göngu miðuð við það að þurrka sérstaklega verðmætt fóður, t. d. lúsernur og smára, en um hitt var varla hugsað, að þurrka hey — töðu — upp og ofan, hvað þá úthey. Sú breytii^g, sem síðar er á orðin, eftir því sem bezt verð- ur vitað, sérstaklega í Svíþjóð (og Englandi), er aðallega í þá átt, að nú er meira um það hugsað, en áður var, að þurrka mjög snemmslegið gras — blending af belgjurtum og gras- tegundum — eins og gerist á góðum akurtúnum. Þetta er mjög athyglisvert fyrir okkur, því innlendar rannsöknir sýna, að mjög snemmslegið íslenzkt töðugras stendur ekki að baki tilsvarandi túngróðri erlendis, þótt smáraríkur sé. Ennfremur sýnir þetta, að þegar um eigin- lega vélþurrkun er að ræða, veldur hið íslenzka gróðurfar — þétt gras og stutt, er fellur mjög saman meðan það er ný- slegið og blautt — engum sér- stökum erfiðleikum við þurrk- unina, samanborið við erlendan ' Heyþurrkunarstöð í Danmörku. Þýzk gerð. Heyþurrkunarstöð í Hollandi. Pehrsons-gerð. III. Þá skal vikið að grein Jó- hannesar Bjarnasonar í Tíman- um 21. des. s. 1. og tilrauna- þurrkun þeirri, er hann segir þar frá. Þar er 1 raun og veru um allt annað að ræða, en þá vélþurrkun, sem vanalega er rætt um. Með vélþurrkun heys er venjulega átt við þurrkun heys með upphituðu lofti, mis- munandi heitu, frá 80° C., eða jafnvel minna en það, og upp í fleiri hundruð gráður, jafn- vel allt upp í 900° C. í tilrauna- hlöðum þeim, er J. B. segir frá, er heyið þurrkað með óupphit- uðu lofti, venjulegu lofti, sem ekki hefir annað né hærra hita- stig, en andrúmsloftið á þeim stað, sem unnið er. Heyið er þurrkað með því að blása nógu stríðum straum af slíku lofti gegnum það í hlöðunni. Þetta er aðferð, sem mér er ekki kunn- ugt um, að hafi verið reynt í verulegri framkvæmd neins staðar á Norðurlöndum, að minnsta kosti mun hún ekki hafa komið til hagnýtra fram- kvæmda, og ég held jafnvel, að til þessa hafi alls ekki verið tal- ið líklegt að slík vélþurrkun væri framkvæmanleg til nytja, viðiþau skilyrði, sem mestu máli skipta í þessum löndum, þ. e. votviðratíð og vatnsmikið gras. Hin ameríska tilraun, sem sagt er frá, ber einnig með sér, að í því tilfelli, sem þar er nefnt, er í raun og veru frekar um það að ræða að verjast því að snögg- þurrt og illa þurrt hey skemmist í hlöðu — mygli, eða að það hitni í því til óbóta — heldur en að um heyþurrkun í venju- hituðu lofti, er mjög æskilegt að þær tilraunir nái einnig til nokkurra annara atriða, er miklu máli skipta við heyhirð- ingu almennt, atriða sem því miður er allt of litill gaumur gefinn, svo að jafnvel hefir mjög stefnt til hins verra á því sviði hin síðari ár. Okkur vantar al- veg rannsóknir, er sýni hvern- ig hlöðurnar eiga helzt að vera til þess að hey verkist vel í þeim og sem hættuminnst sé að hirða í þær linþurrkað hey. Eftir að steinsteypa varð aðalbygging- arefni á landi hér, hefir, um hlöðubyggingar, mjög stefnt til þess að byggja breiðar og djúp- ar hlöður, og er það alkunnugt, að fjöldinn allur af þessum hlöðum, jafnvel þar sem ekkert hefir verið til sparað, hafa reynst hinir mestu gallagripir, sumar sannkölluð háskahús. Þótt margir bændur hafi hagað hlöðubyggingum sínum eftir geðþótta, er einnig þannig á- statt, að opinberar stofnanir, fyrst og fremst Byggingar- og landnámssjóður, hafa haft mik- il afskipti af útihúsabyggingum bænda, án þess að leysa á nokkr urn hátt þetta vandamál, hvern- ig sé hentugast að byggja hlöð- urnar. Það, sem þarf að rann- saka, er fyrst og fremst hvað hentar að hafa hlöðurnar breið- ar, eða hvað mega heystæðurn- ar vera breiðar í þeim og hve hátt má hlaða heyinu, til þess að bezt verkun fáist. Þetta o. fl. þar að lútandi eru atriði, sem vel hentar að rannsaka samtím- is því að reyna súgþurrkun með loftdælum, eins og J. B. skýrir frá að farið sé að nota í Ame- ríku. túngróður. Það er síður en svo, að það sé hávaxið og gróft gras, sem helzt er vélþurrkað erlendis, og ef um slíkt gras er að ræða, er það oft brytjað í vélum, áður en það er þurrkað, til þess að gera það smágerðara. Sá misskilningur gerir mjög oft vart við sig, þegar rætt er um vélþurrkun heys, að gert er ráð fyrir heyþurrkunarvélum, er hægt sé að setja upp og nota á einstökum býlum, með meðal- heyskap, eða jafnvel færanleg- um vélum, er flyta megi bæ frá bæ um sláttinn. Að sönnu er hér um vélar að ræða, eða öllu held- ur vélasamstæffur, en þetta eru stórar vélar, settar upp og kom- ið fyrir á þann hátt, að réttast er að tala um heyþurrkunar- stöffvar eða heyþurrkunarverk- smiffjur. Fyrir stríð var ekki hægt að koma upp minnstu gerð af hey- þurrkunarstöðvum fyrir minna en ca. 25 þús. krónur, „meðal- stórar“ stöðvar voru taldar kosta 'í |j|gð||||||j " ""yp,' ’l," ’ ——" rúml. 100 þús. kr. og stærri stöðvar 300—340 þús. krónur. Þá er talið í Svíþjóð, að stórbýli, sem ætluðu að koma sér upp heyþurrkunarstöðvum eingöngu fyrir eigin rekstur, þyrftu, ef vel ætti að vera, að hafa 300—400 ha. af akurlendi. Árið 1940 segir hinn kunni sænski próf. Hugo Osvald því á þá leið, að almenn úrlausn á sviffi vélþurrkunar- innar verði að ske á einhvern annan hátt en þann, sem fært hefir reynzt með þeim vélum, sem þá voru kunnar, reyndar og notaðar. Því miður er ekki vitað annað en að enn sitji við hið sama í þessu efni. Ef enn er ekki völ á vélum, er geri fært að byggja minni heyþurrkunar- stöðvar en þær, sem fyrir stríð kcfstuðu að minnsta kosti 25 þús. kr. segir sig sjálft, að með nú- verandi verðlagi kemur slíkt ekki að neinum almennum not- um sem einstaklingsrekstur. Stórbýli, er slíku valda, eru eng- in hér á landi. Fyrir utan vél- þurrkun á stórbýlum hefir mál- ið erlendis bæði verið leyst á samvinnugrundvelli og á þann hátt, að um einskonar verzlun- arrekstur hefir verið að ræða. í Danmörku eru t. d. nokkrar heyþurrkunarstöðvar með sam- vinnusniði. Bændur í þéttbýli slá sér saman um eina stöð, setja sér sameiginlegar reglur um ræktun belgjurtagróðurs á búum sínum. Heyþurrkunar- stöffin sér um slátt og flutning hins nýslegna grass að stöðinni og þurrkun þess, en bændur fá aftur þurrkað hey eða heymjöl heim til sín fyrir kostnaðarverð. Á öðrum stöðum eru hey- þurrkunarstöðvar reknar sem hlutafélög og verzlunarfyrir- tæki. Stöðin gerir samning við bændur um ræktun heppilegra fóðurjurta og kaupir uppskeruna af þeim á rót eða nýslegna o. s. frv. Óálitlegt þykir að flytja grasið lengra að en 5—6 kíló- metra, enda sé megnið af því grasi, er þurrka skal, miklu nær stöðinni. Heyþurrkunarstöðvar með samvinnusniði eru hugsanlegar hér á landi, en þó vart nema um breytta ræktunarhætti sé að ræða á þeim býlum, er hlut ættu að máli, sérstakt fyrir- komulag á túnrækt og mörgu þar að lútandi. Sökum þess hve stöðvarnar eru dýrar, þarf að vera hægt að halda uppi stöð- ugum rekstri þeirra sem lengst árlega, er oft reiknað með 1600 rekstursstundum á ári, en það svarar til 9—10 vikna reksturs dag og nótt. Ef það er athugað, hve mikil og góð ræktun þarf að vera fyrir hendi, á litlu svæði, til þess að hægt sé að reka fullkomna hey- þurrkunarstöð á arðbæran hátt, kemur berlega í ljós, að til þessa hefir ekki verið um þá aðstöðu að ræða á neinu búi eða búum hér á landi. V. Af því sem nú hefir verið nefnt, mun Ijóst vera, að ekki kemur til mála, þó ekki sé nema vegna fjárhagshliðar málsins, að „reyna“ hér á landi eða stofna til tilrauna með fleiri mismun- andi gerffir af þeim heyþurrk- unarvélum, sem margreyndar eru erlendis og teknar hafa ver- ið þar í notkun, enda gerist þess lítil þörf. Því síður kemur til mála að fara að reyna hér vél- ar, sem ekki eru taldar full- reyndar erlendis. Þegar til þess kemur, að reisa hér hina fyrstu heyþurrkunarstöð eða stöðvar, ber að leggja til grundvallar fullkomna faglega athugun á því hver af þeim aðferðum og vélum, sem bezt hafa reynzt er- lendis, sé vænlegust til notkun- ar hér á landi miðað við stað- (Framh. á 3. síSu) Heyþurrkunarstöð í Danmörku. Dönsk gerð. Þessi stöð kostaði um 55 þús- und krónur, fyrir stríð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.