Tíminn - 16.03.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.03.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN-«sÞÓRARINSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMT OG AUGLÝSINGASKF.:-r:.3FA: EDDUHUSI, ^indargötu 9A. Síml 2323. 28. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 16. marz 1944 28. blalf Erlent yfirlit: r AÍstaða Ira Afstaða íra hefir komizt mjög á dagskrá undanfarna daga. Tilefnið er það, að Bandamenn fóru þess á leit við írsku stjórn- ina fyrir nokkru, að hún lokaði ræðismannaskrifstofum ÞJóð- verja, en stjórnin synjaði því. Samþykktu þá stjórnir Banda- manna að leggja samgöngubann á Eire og er það þegar gengið í gildi. Bandamenn rökstuddu þessa beiðni sína með því, að Þjóð- verjar notuðu ræðismanns- skrifstofur sínar til nósnar- starfsemi, en því var neitað af írsku stjórninni. Taldi írska stjórnin sér ekki heldur fært að verða við beiðninni, þar sem hún héldi enn fast við hlut- leysisstefnu sína. Því er lýst yfir af hálfu Bandamanna, að stjórn Banda- ríkjanna hafi átt frumkvæðið að því að .svara þessari synjun íra með samgöngubanni. Er þetta líka í fyrsta sinn, er ír- ar hafa mætt mótgangi, að eigi hefir þeim hlotnazt neinn stuðningur frá Bandaríkjunum. írar eru þar fjölmennir og margir þeirra áhrifamiklir og hafa þeir jafnan veitt heima- þjóð sinni lið. f þetta sinn hefir ekkert á þessu borið og ekkert Bandaríkjablaðanna hefir gagn- rýnt samgöngubannið. . Bandamenn rökstyðja sam- göngubannið með því að þeir verði að afstýra njósnarstarf- semi Þjóðverja til hins ítrasta, þegar örlagastund styrjaldar- innar fari í hönd og mun þar átt við innrásina. Eire, sem er enn sambands- ríki Breta, því að brezki kon- ungurinn hefir aldrei verið formlega afhrópaður þar, þótt lýðveldi hafi verið sett á stofn, var eina brezka sambandsrík- ið, er tók upp hlutleysisstefn- una, þegar styrjöldin hófst. De "Valera, hinn kunni sjálfstæðis- garpur íra, var þá forsætisráð- herra og er það enn. Hlutleysi Eire var Englendingum mjög bagalegt, m. a. vegna ágætra kafbátahafna, sem þar eru, en eigi vildu Bretar þó hernema landið, því að það hefði vafa- laust leitt, til margvíslegra skemmdarverkastarfsemi írskra föðurlandssinna og einnig mælst illa fyrir vestan hafs. Hins vegar hafa Bretar vitan- lega látið íra kenna hlutleysis- (Framh, á 4. síðu) Semustu fréttir Rússar hafa haldið uppi harðri sókn á allri víglínunni í Suður-Ukraínu seinustu dægur. Hefir þeim víðast orðið vel á- gengt. Þjóðverjar hafa hörfað frá Kherson. Aðalsókn Rússa beinist nú að Vinitsa og Niko- layev. Líklegt þykir, að Þjóð- verjar hafi hörfað alveg vestur yfir Bugfljót innan skamms tíma, en þar er talið, að þeir hafi komið upp mjög öflugri varnarlínu. Á ítalíuvígstöðvunum hefir lítið verið um bardaga undan- farið, vegna illviðra. Er talið, að eigi muni koma þar til stór- orustu fyrst um sinn af þess- um ástæðum. Rússar hafa svarað gagntil- boði því, er finnska þingið gerði þeim, og er finnska þingið nú að athuga þetta svar Rússa. Ó- kunnugt er um efni þessa síðari orðsendinga beggja aðila. Stirbay prins, er eitt sinn var forsætisráðherra í Rúmeníu, er nyiega kominn þaðan til Kairo. Er talið, að hann sé að leitast fyrir um þá friðarkosti, er Bandamenn muni setja Rúmen- tim. Lýðveldíshátíðin á komanda vorí Ríkisstjórnin skípar sérstaka nefnd Á Alþingi var fyrir nokkru borin fram tillaga til þingsá- lyktunar um kosningu fimm manna nefndar til þess að und- irbúa hátíðahöld í sambandi við stofnun lýðveldis á íslandi. Tillögunni var vísað til stjórn- arinnar. Hefir forsætisráðherra nú skipað fimm manna nefnd til að undirbúa hátíðahöldin, — fjóra nefndarmennina sam- kvæmt tilnefningu stjórnmála- flokkanna, en hinn fimmta, for- manninn, án tilnefningar. í nefndinni eru: Dr. phil. Al- exander Jóhannesson, prófessor, formaður, Ásgeir Ásgeirsson, al- þingismaður, tilnefndur af Al- þýðuflokknum, Einar Olgeirs- son, alþingismaður, tilnefndur af Sameiningarflokki alþýðu — Sósíalistaflokknum, Guðlaugur Rósinkranz, kennari, tilnefndur af Framsóknarflokknum, og Jó- hann Hafstein, lögfræðingur, tilnefndur af Sjálfstæðisflokkn- um. . Rannsókn á breyt- ingum fiskiskipa Atvinnumálaráðuneytið hefir skipað rannsóknarnefnd þá, er Alþingi samþykkti að skipuð yrði til þes að rannsaka breyt- ingar fiskiskipa og hver áhrif þær hefðu ,á öryggi þeirra; jafnframt á nefndin að fjalla um starfsemi skipaeftirlits rík- isins. Formaður nefndarinnar er Bárður Tómasson skipasmiður, tilnefndur af ráðuneytinu. Aðr- ir nefndarmenn eru skipaðir af atvinnumálaráðherra, eftir til- nefningu þeirra aðilja, sem hlut eiga að máli. Þeir eru: Sigúrjón A. Ólafsson, varaformaður nefndarinnar, tilnefndur af sjómannafélögunum í Reykja- vík og Hafnarfirði, Theodór Lindal hrm., tilnefndur af Slysatryggingarfélagi sjómanna, Benedikt Gröndal verkfræðing- ur, tilnefndur af Landssam- bandi íslenzkra útvegsmanna og Guðmundur Markússon af Far- manna- og Fiskimannasam- bandi íslands. Bændur í Þíngeyjarsýslum samþ, stórfelld ijárskíptí Seinasta Alpingí veitti 600 þús. kr. til fjárskiptanna Síðastl. sunnudag fór fram atkvæðagreiðsla sauðfjáreigenda á svæðinu milli Skjálfandafljóts og Jökulsár á Fjöllum um fjár- skipti á grundvelli sauðfjársjúkdómalaganna frá 1941. Atkvæða- greiðslan féll þannig, að tilskilinn meirihluti samþykkti fjár- skiptin og munu fulltrúar bænda á þessu svæði í þann veginn að hefja samninga við hlutaðeigandi yfirvöld um framkvæmdir í þessum efnum. Einn hreppur á þessu svæði, Reykdælahreppur, tók ekki þátt í þessari atkvæðagreiðslu, þar sem fjárskipti voru framkvæmd þar fyrir nokkrum árum og eru þau talin hafa gefizt vel. Nýtt flugfélag Nýtt flugfélag var stofnað hér í bænum nyiega. Nefnist félag þetta „Loftleiðir h.f.". Aðaltilgangur félagsins er að annast póst- og farþegaflutn- inga til sem flestra staða á landinu. Einnig hefir það í hyggju að kenna hér flug. ¦ Aðalforgöngumenn að félags- stofnuninni eru þrír ungir flug- menn, nýkomnir frá flugnámi í Kanada, þeir: Sigurður Olafs- son, Alfreð Elíasson og Kristinn Olsen. Eins og áður er sagt, keyptu þeir eina flugvél í Kanada og mun flugfélagið kaupa hana. Hún er nú að verða tilbúin til notkunar. Er hægt að breyta henni úr sjóflugvél í landflug- vél, án mikillar fyrirhafnar. Einn flugmannanna fer bráð- lega til Ameríku til að kaupa fleiri flugvélar handa félaginu. Stofnendur félagsins eru 33. Undanfarin ár hefir mæði- veikin herjað fjárstofn bænda á þessu svæði og er tjónið af völdum hennar orðið gífurlegt. Þar sem sauðfjárrækt er aðal- atvinna bænda í þessum sveit- um, þykir flestum sýnilegt, að plága þessi leiði til brottflutn- ings fólks þaðan í stórum stíl, ef ekki er hafizt handa um rót- tækari aðgerðir til úrbóta. Meðal bænda á þessu svæði, hefir sú stefna fengið stöðugt meira fylgi, að eigi sé um aðra úrbót að ræða í þessum efnum en niðurskurð þess sauðfjár, sem fyrir er, _og uppeldi aðflutts sauðfjár. í atkvæðagreiðslu, er fór fram um þetta atriði í fyrra, fékkst þó ekki tilskilinn meiri- hluti, þótt mikill meirihluti væri fjárskiptunum fylgjandi. Samkvæmt sauðfjársjúkdóma- lögunum frá 1941 þurfa % þeirra, sem atkvæði greiða, og minnst % þeirra, sem atkvæðis- rétt eiga, að vera fylgjandi fjár- skiptunum. Atkvæðisrétt eiga allir þeir, sem áttu 25 kindur eða fleiri áður en veikinnar varð vart. í atkvæðagreiðslunni, sem fór fram síðastl. sunnudag, áttu 254 sauðfjáreigendur atkvæðisrétt, 190 þeirra samþykktu fjárskipt- in, 27 voru mótfallnir þeim, eitt atkvæði var ógilt og einn seðill var auður. 35 neyttu ekki at- kvæðisréttar síns. Hefir þannig fengizt rösklega sá meirihluti fyrir fjárskiptunum, er sauð- fíársjúkdómalögin gera ráð fyrir. Á svæði því, sem hér um ræð- ir, mun tala sauðfjár vera nú um 14.400, en var tll jafnaðar yfir 20 þús. áður en veikin .kom til sögunnar. Má glöggt á því marka, hversu mikið tjón veik- in mun vera búin að valda bændunum. Ef horfið verður að niður- skurði og fjárskiptum, sem lík- legt verður að telja eftir þessi úrslit atkvæðagreiðslunnar, verða það stórfelldustu fjár- skipti, sem enn hafa farið fram hérlendis. Samkvæmt útreikningi fram- kvæmdastj ór a sauð f i ár s j úk- dómanefndar ætti styrkur til framkvæmda fjárskipta á þessu svæði að nema um 1.300 þús. kr.,- ef fylgt væri ákvæðum sauð- fjársjúkdómalaganna. Girðing- arkostnaði er þá sleppt. Fyrir atbeina þingmanns Suður-Þing- eyinga fékk fiárveitinganefnd þetta mál til athugunar á þingi því, sem nýlega var frestað, og taldi hún eigi fært að veita svo mikið fé í þessu skyni. Hins veg- ar vildi nefndin gera sitt til að greiða fyrir lausn málsins og segir svo í áliti hennar: „Meiri hluta fjárveitinga- nefndar er það ljóst, að það, sem hér er sagt um erfiðleika þá, sem þarna steðia að, er sízt of sagt. Frá fornu fari hefir lífs- afkoma fólksins í þessum sveit- um byggzt á sauðfjárrækt. Hafa bændur á þessum slóðum fram- fleytt sér og sínum á minni bú- stofni en viðast annars staðar, en það á rót sína að rekja til hinna kjarngóðu heiðalanda og þess, að Þingeyingar hafa með kynbótum og ræktun sauðfjár- stofnsins aukið mikið gagn- semi fjárins. Hins vegar er að- staðan í þessu byggðarlagi til breytinga á búskaparháttum sérstaklega erfið. Af þessum ástæðum vill meiri (Framh. á 4. síðu) Kafbátahernaður Bandamanna ií:íí^sm Sendiherra Islands í London Hinn nýi sendiherra íslands í London, Stefán Þorvarðarson, hefir fyrir nokkru gengið fyrir Bretakonung og afhent honum embættisskilríki sín. Var þess getið í öllum helztu blöðum Breta og mörg þeirra birtu myndir af sendiherranum. Kafbátar Bandamanna hafa unnið mikið tjón á kaupskipum möndulveld- anna undanfarið. Brezkir kafbátar hafa hætt sér nálœgt ströndum meg- inlandsins cg sökkt þar mörgum skipum Þjóðverja. Amerískir kafbátar hafa einnig unnið Japönum mikið tjón. Kafbátasókn Bandamanna er nú jafn- vel meiri en hjá möndulveldunum, en lengi voru Þjóðverjar lang-fremst- ir í kafbátahernaði. Hér á myndinni sést brezkur kafbátur vera oS koma úr sigursœlli för. Samgöngur milli 01Suss og R/víkur Alþingi ákveður nýja rannsókn Skömmu áður en Alþingi var frestað, var samþykkt svohlióð- andi tillaga í sameinuðu þingi, flutt af fjárveitinganefnd: „Alþingi ályktar að fela fimm manna nefnd að, rannsaka og skila rökstuddu áliti um það, á hvern hátt verði hagkvæmast og með mestu öryggi tryggðar samgöngur milli Reykjavíkur og Suðurlandsundirlendis. Nefndinni ber að semja kostn- aðaráætlun um þær samgöngu- bætur, er hún leggur til, að gerðar verði. Fjórir nefndarmanna skulu kosnir hlutbundinni kosningu í sameinuðu Alþingi, en vega- málastióri vera fimmti maður í nefndinni oé formaður hennar. Kostnaður við störf nefndar- innar greðist úr ríkisióði". Fjárveitinganefnd flutti til- lögu þessa í tilefni af því, að Ei- ríkur Einarsson hafði flutt rannsóknartillögu, er átti að hindra aukna fiárveitingu til Krísuvíkurvegarins. Eins og kunnugt er, var samþykkt auka- fjárveiting til Krísuvíkurvegar- ins, og er tillögu fjárveitinga- nefndar því ekki að neinu leyti beint gegn honum. Aðalástæða hennar er sú, að ljóst er, að nú- (Framh. á 4. síðu) Maður drukknar Það slys vildi til á Hellissandi á mánudagskvöldið, að Dag- biartur Þorsteinsson verkamað- ur féll út af bryggiu, er hann var þar við vinnu sína um kl. 11. Ha'nn náðist eftir nokkra stund, en allar lífgunartilraunir reyndust árangurs'lausar. Dagbjartur var 57 ára, kvænt- ur en barnlaus. 0- A viðavMngi ÓSVÍFIN ÖFUGMÆLI. í blaði einu, sem læzt hlynnt bændum, er iafnað saman störf- um Péturs Ottesens og Jörund- ar Bryniólfssonar og talið, að bændur geti borið sama traust til beggja. Það er vissulega ekki of fast að orði kveðið, þótt sagt sé, að tæpast sé hægt að hugsa sér ó- svífnari öfugmæli. Þótt sitthvað gott megi segia um Pétur Ottesen, hefir hann verið bændastéttinni hinn mesti óhappamaður og friðarspillir í málum hennar. Með tiistyrk hans hefir hvað eftir annað verið dregið úr pólitísku valdi bændastéttarinnar með rang- látum kjördæmabreytingum. Með tilstyrk hans hefir auð- mönnum bæjanna tekizt að halda bændastéttinni klofinni og láta nokkurn hluta hennar beriast gegn mestu hagsmuna- málum sveitanna, t. d. bygg- ingar- og landnámssjóði, al- þýðuskólunum og afurðasölulög- unum. Jörundur Bryniólfsson hefir hins vegar unnið óslitið að því í tvo áratugi að koma fram mestu hagsmunamálum sveit- anna, bariztmanna djarflegast gegn skerðingu á pólitísku valdi þeirra og unnið að sameiningu bændastéttarinnar á grundvelli Víðsýnnar samvinnu- og um- bótastefnu. Æfistarf þessará manna hef- ir því verið eins ólikt og hugs- ast getur. Þeir menn, sem eru að segia bændum að treysta Pétri Ottesen eins vel og Jörundi Brynjólfssyni, eru vissulega að villa þeim sýn og stjórnast af öðrum siónarmiðum en bænda- umhyggiunni. DULARFULLIR ÚTGEFENDUR. „Gáinn" í Morgunblaðinu beinir þeirri fyrirspurn til Ól- afs í Brautarholti, hveriir séu útgefendur Bóndans. Farast Gáni svo ofð: „Blaðið mun gefið út í fjölda eintaka og dreift víða um land, svo útgáfa þess hlýtur að kosta talsvert fé, enda þótt það sé ekki stórt. Ég veit, að almennt leikur bændum hugur á að vita, hvaðan það fiármagn er, sem þessir verndarenglar stéttar þeirra hafa úr að spila". Til viðbótar þessu skal þess getið, að á fiölmennum bænda- fundi, er nýlega var haldinn í Árnessýslu, var þeirri fyrirspurn beint til ritstióra Bóndans hverjir væru Aítgefendur hans, en ritstj'órinn svaraði því einu, að hann mætti ekki segia það! ÁSKORUN FRÁ JÓNI PÁ. í Morgunblaðinu í gær lætur Jón Pálmason mikinn fögnuð í ljós út af grein Bjarna Biarna- sonar í seinasta tölublaði Bónd- ans. Jafnframt segir Jón, að þegar Bjarni tali um, að „sum kjör- dæmi þurfi að losa sig við pól- itíska prangara og ónytiunga", þá eigi hann við Hermann Jón- asson og Eystein Jómsson. í áframhaldi af þessari álykt- un skorar Jón á Bjarna „að gánga djarflega í lið með okk- ur Siálfstæðismönnum um það að sameina alla landsmenn í sveitum og bæium, sem eru fylgj endur eignarréttar, at- vinnufrelsis og sjálfsbjargar- viðleitni". Jóni pá mUn nú forvitni á að siá svar Biarna við þessari áskorun og hvernig hann sættir sig við framangreindar „út- leggingar" á grein sinni í sam- bandi við Hermann Jónasson og Eystein Jónsson. „MIKIL ER NÚ BREYTINGIN". Einn kunnasti samvinnumað- urinn í Árnessýslu skrifar ný- lega: „Blaðið „Bóndinn", sem okk- ur finnst litið til um hér um (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.