Tíminn - 25.03.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.03.1944, Blaðsíða 4
133 TtMIMV. laugardaginn 25. marz 1944 32. blaffi 0 0 HAPPDRÆTTI Knattspyrnufélags Reykjavikur VER8 N? 21990 I VI N N 1 N G U R: Isskápur — Þvottavél — Strauvél. 0r«gí8 v&fttít 28. itiare 1944. HOeins 2 dagar eftir Tryggið yður míða í dag fiuginn frestnr! ÚR BÆNUM Smjör. Mikil smjörekla er í bæmim og smjörlíkið er orð'ið svo vont að erfitt er a'ð nota það til viðbits. Fást ekki vegna stríðsiiu þau efni, sem smjör- líkið var búið til úr áðúr. Helztu mjólkurbúin búa ekki til smjör að neinu ráði, veena þess að mjólkin fer til annars. Það lítið sem fellur til af smjöri, aðallega hjá. einstaklíngum lengra úti á landi, er almannarómur um að selt sé fram hjá opnum mark- aði að mestu. Telja margir þar til miklar afsakanir. <8mjörverð er nú miklu lægra ákveðið heldur en eftir- spurnarverðið. Og þó menn eigi von á að fá uppbætur einhverntíma síðar- meir, þá þurfa til þess ýms vottorð yfirvalda og vafstur áður en uppbæt- urnar fást og svo munu margir bænd- ur vera orðnir þrautleiðir á hinum sífelldu uppbótaeftirtölum á fram- leiðsluvörum þeirra. Myndi ekki marg- ur kaupstaðarbúinn vera á þeirri skoð- un, að bóndanum. sé vorkunn, sem á kunningja í Reykjavík ,er þrábiður hann að selja sér smjör fyrir 20—25 kr. 'kg,, þó að' hann sendi honum smjörið og þar með losni við allt vafstrið og eftirtölurnar, sem uppbæturnar hafa í för með sér? Fundur Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur fund í Kaupþingssalnum n. k. þriðju- dagskvöld kl. &Vz. Fundarefni mun aug- lýst í næsta blaði. Handknattleikur. Samband bindindisfélaga í skólum efnir til handknattleikamóts í íþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar kl. 4 í dag. Keppa þar 9 flokkar frá 5 skólum. íþróttahátíð. K. R. ætlar að halda íþróttahátíð á morgun í tilefni af 45 ára afmæli sínu. Hefir félagið fengið að láni íþrótta- höll Bandaríkjamanna inni við „Há- logaland." Þarna verða ýmsar íþrótt- ir sýndar og Lúðrasveit Reykjavíkur spilar öðru hvoru. K. R. hefir boðið mörgum háttsett- um möhnum á þessa hátfð, þar á meðal ríkisstióra, ríkisstjórn og yfirhershöfð- ingja Bandaríkjahersins hér á landi, Majór General William S. Key o. fl. Hjúskapur. í fyrradag voru gefin saman í hjóna- band á Akureyri ungfrú Guðbjörg Þor- steinsdóttir (Þorst. M. Jónssonar) og Gunnar Steingrímsson, hóteleigandi. Ægir hefir nú tekist að bjarga einu hinna strönduðu skipa af Fossfjöru eystra og koma því til Vestmannaeyja. Fuglafóður. Eggin eru góð, en ekki eru allt hrein- ar tekjur í þjóðarbúið," sem fæst fyr- ir þau. 1942 var flutt inn í landið fuRlafóður fyrir 771 þúsund krónur. Erlent yfirlit. (Framh. af 1. síðu) Kínverjar reka mjög á eftir hernaðaraðgerðum hjá Banda- mönnum á þessum slóðum, þvi að næðu Bandamenn Burma, væri hægt að hefja stórfellda vopnaflutninga til Kína. Innrás í Burma er eins mikið áhugamál Kínverja og innrás í Vestur-Ev- rópu er áhugamál Rússa. Japanir segja, að indverskur her berjist nú með þeim í Ind- landi undir stjórn dr. Bose. Hann var eitt sinn einn helzti félagi Gandhis og forseti Kon- gressflokksins indverska. Fyrir nokkrum árum strauk hann úr fangelsi i Indlandi og veitir nú forustu indve^skri leppstjórn, er Japanir hafa sett á laggirnar. Uthlutun námsstyrkja (Framh. af 1. slðu) Kjartan Guðjónsson (teikn.), Kolbrún Jónsdóttir (teikn.), Lárus Bjarnáson (búfr.), Sig- fús Halldórsson (leiktjalda- málning), Sigr. Th. Ármann (listdans), Sig. G. Norðdahl (kvikmyndaiðn.), Steinn Stein- arr (bókm.), Svava Einarsd. (söngur), Vigdís Jónsdóttir (röntgen) og Þórður Einarsson (hagfr.). Jón Magnússon, skáld (Framh. af 2. síðu) kvæðið um munaðarlausa smaladrenginn. Bjössi litli á Bergi bróðurlaus á jörð, hljóður fram til fjalla fylgdi sinni hjörð. — Stundum verða vorin vonum manna hörð. Af djúpri samúð lýsir hann lífi gömlu, frómu hjónanna í kotinu. í bænum gamla þau bjástra ein og bera þögul hin sáru mein, sem lífið þeim hefir lagt í fang, þótt létt sé hvorugu um störf né gang. Þótt húsfreyjan gamla sé hærð og blind, ber heimilið sína gömlu mynd. Hún þvær eins og áður stól og stokk og stígur sinn gamla spunarokk. Hún vinnur í sessinum sjöl og plógg sem sjáandi á hverja lykkju glögg. En þungt hvílir myrkrið á þreyttri brá hún þreifar það sem hún áður sá. Og þannig lýsir hann gamla manninum: Nú sjáum vér hljóðlátan heiðursmann, sem heggur í eld fyrir náungann. Hann vinnur margt þarft fyrir þann og hinn og þrammar þar keikur með stafinn sinn, sem bifreiðar þjóta með brestum og gný og burgeisahallirnar gnæfa við ský. Þótt kuldinn og gigtin kvelji hann, hann kvartar aldrei nokkurn mann. Þó hlýtur hann laun fyrir langan dag, sem lífinu skammtar þröngan hag. Jón Magnússon var fremur skáld hins blíða en stríða, orti meira um hinar björtu hliðar lífsins en hinar dökku," um það fagra, sem hann sá og dáði. Hann vildi vefja kvæðin sín í „heitan sumarblæ". Landið hans var með „fjóluhvamm" og „lind í lágum runni", en það hafði líka útsýni yfir „auðn og klaka- hlekki, feigð og gróðurhnekki". Víða bregður fyrir undurfögr- um og skáldlegum líkingum: í Ránarfaðm er sólin sigin. Hún sefur þreytt af göngu dags. í vestur halda húmsins fákar. Þeir hrista um loft hið brúna fax. Úr sporum þeirra dimman drýpur, sem dögg er klæðir fjall og skóg. Þeir feta létt og hópinn halda, unz hófar troða bláan sjó. Þannig lýsir hann komu haustsins. Jón var trúmaður. Hann vann m. a. að endurskoð- un sálmabókarinnar. Ástgjöf þín dýrsta, móðir mín, máttuga, hreina trúin þín, segir hann í kvæðinu til móður sinnar. V „Hlóðk lofköst þanns lengi stendr óbrotgjarn í bragartúni", kvað Egill Skallagrímsson. Hann gerði sér ljóst, að skáldskapur íþróttamótin í Reykjavík 1943 (Framh. af 3. síðu) 43 m), og langst. án atr. (2,81 m). Auk þess var keppt í nokkrum greinum fyrir drengi. Innanfélagsmót KR. Keppnin stóð yfir öðru hverju allt sumarið. Þessir náðu bezt- um árangri: 60 m. hlaup: Jóhann Bernhard 7, 1 sek (og er það* ísl. met. Það gamla var 7,4, sett af honum sjálfum og Sig. Finnssyni 1941). 100 m: Jóhann Bernhard 11,5 sek. 200 m: Jóhann Bernhard 23,9 sek. 400 m: Brynj. Ingólfsson 54,1 sek. Langstökk: Skúli Guðmunds- son, 6,12 m. Langst. án atr.: Sveinn Ing- varsson, 2,96 m. Þríst. án atr.: Skúli Guð- mundsson, 9,13 m. (nýtt met. Jóh Bernhard átti gamla metið, 8,72 m., sett 1941). Kúluvarp: Gunnar Huseby, 14,73 m. (sem er bezta afrek ársins í frjálsum íþróttum, og gefur 893 stig). Kúluvarp beggja handa: G. Huseby, 26,61 m. (nýttmet, 14,73 m. +¦ n.88 m.). Kringlukast: Gunnar Huseby, 41,80 m. Spjótkast: Jón Hjartar, 48,65 metra. Sleggjukast: Gunnar Huseby, 36,79 m. Fimmtarþraut: Anton Björns- son, 2171 stig. Auk þess hafði KR. innanfé- lagsmót fyrir drengi í þremur aldursflokkum. Innanfélagsmót í. R. fór að mestu fram að Kolviðar- hóli, en i þeim greinum, sem keppt var í hér í Reykjavík, náðist þessi árangur: 60 m. hlaup: Finnbj. Þorvalds- son, 7,2 sek. (sem er nýtt Jóh. Bernard átti gamla metið, FH., átti það gamla, 7,4 sek.). 800 m. hlaup: Óskar Jónsson, 2:09,8 mín. Hástökk: Finnbjörri Þorvalds- sqjti 1,64 m. Langstökk án atr.: Ásgeir Þorvaldsson 2,77 m. Auk þess var keppt. í tveim greinum fyrir drengi, 80 m. hlaupi og þríþraut. Sigraði Finnbjörn í báðum. Hljóp hann 80 m. á 9,3 sek., sem er nýtt drengjamet. Kjartan Guð- mundsson (Á.) átti það gamla, 9,4 sek., sett 1932. í þríþraut- inni hlaut Finnbjörn 1784 stig. Á árinu 1943 voru alls sett 10 ísl. met hjá fullorðnum hér í Reykjavík. Þar af voru 2 kvennamet. Flest ' met setti Gunnar Huseby (KR) alls 4 met, 3 í kúluvarpi beggja handa og 1 í kringlukasti beggja handa. Ekki eru gefin nein stig fyrir beggja handa köst í finnsku al- þjóðatöflunni, en þau munu samt vera beztu afrekin af met- unum, einkum þó kúluvarpið. Af þeim, sem gefin eru stig fyr- ir, er 60 m. hlaup Jóhanns er ýmist sem alda, sem rís og hnígur, eða sem brimbrjótur, sem stendur af sér straum ald- anna. Jón Magnússon var ekki tízkuskáld, en vinsæll var hann af öllum þorra manna, því að ljóðin hans voru falleg og hug- næm, og' eins og enskt góðskáld komst að orði, þá veitir það, sem fagurt er, að eilífu gleði. Bernhards — 7,1 sek. — bezta afrekið, gefur 786 stig. Næst kemur svo 300 m. hlaup Bryn- jólfs Ingólfssonar — 37,2 sek. — sem gefur 716 stig, og þrístókk án atrennu hjá • Skúla Guð- mundssyni — 9,13 m. — er gef- ur 683 stig. — Bezta einstakl- ingsafrek ársins er, eins og áð- ur ér sagt, kúluvarp Gunnars Huseby, betri handar — 14,73 m. — er gefur 893 stig, og því aðeins 6 cm. lakara en metið. Alls voru sett 19 drengjamet hér í Reykjavík. Flestra þeirra er getið hér á undan, en hin eru þessi: Finnbjörn Þorvaldsson (ÍR.) setti ný drengjamet í 300 m. (38,7 sek.) og langstökki (6,28 m.). Óskar Guðmundsson (KR) setti drengjamet í 1000 m. hlaupi (2:48,1 mín.) og nafni hans, Óskar Jónsson, annað í 1500 m. hlaupi (4:25,6 mín.), og loks setti Bragi Friðriksson (KR) nýtt drengjamet í þríþraut, 1870 stig. Afrekin: 100 m. (12,0 sek.), langst. (5,49 m.), kúla (14,13 m.). >Auk þess setti boðhlaupssveit í. R. ný drengjamet í 4X200 m. boðhlaupi (1:38,2 mín.) og 4X400 m. boðhlaupi (3:48,6 mín.). Bezta drengjametið, sem sett var á árinu, er met Finnbjarnar Þorvaldssonar í 80 m. hlaupi — 9,3 sek., er gefur 756 stig. Bókabálkur (Framh. af 2. síðu) Kjartansson jarðfræðing frá Hruna. Aftan við hana er yfir- litskafli eftir Steindór Stein- dórsson menntaskólakennara á Akureyri um gróðurfar í Árnes- sýslu. Guðmundur Kjartansson segir svo í formála bókarinnar: „Undanfarin sumur, einkum sumarið 1941, hefi ég ferðazt nokkuð um Árnessýslu í rann- sóknarskyhi og hafði þá samn- ingu þessa rits í huga. Lítið hef- ir áður birzt á prenti um jarð- fræðiathuganir mínar, og segir frá þeim flestum i fyrsta skipti í þessu riti. Mér verður miklu tíðræddara um mínar athugan- ir en annarra, og því vil ég taka það skýrt fram, að jarðsaga Ár- nessýslu er að mjög litlu leyti mitt verk. Sjálft efnið — rann- sóknir og uppgötvanir — hefir verið dregið að um því nær tveggja alda skeið. Þeir Eggert Ólafsson og Sveinn Pálsson drógu að fyrstu viðina til þeirr- ar smíðar. Jónas Hallgrímsson og ýmsir merkir útlendir vís- indamenn juku miklu við. Þor- valdur Thoroddsen viðaði feiki- miklu að, en lét ekki þar við sitja: hann rak saman grind- ina. Helgi Pjeturss fann veilu í grind Þorvalds, r*eif nokkurn hluta hennar niður og reisti að nýju traustari en áður. Síðan hefir lítill hópur jarðfræðinga, innlendra og útlendra, neglt fjalir á máttarviðina, en lítt hróflað við þeim sjálfum. Minn skerfur er aðeins af því tagi". í síðari hluta fyrstá bindisins eiga að vera staða- og sveita- lýsingar, örnefnasaga og fleira. Munu þeir Guðmundur Kjart- ansson jarðfræðingur og rit- stjórinn, Guðni Jónsson, mag- ister, skrifa það. í öðru og þriðja bindi verður saga Árnes- inga frá landnámsöld til vorra daga, skrifuð af Guðna Jóns- syni og ýmsum öðrum. í fjórða og* fimmta bindi verða þættir og sagnir af fólki og atburðum í Árnesþingi og þjóðsögur úr Árnessýslu í hinu sjötta. ¦ GAMLA BÍÓ. Kynslóðir koma — kynslóðir fara (Forever And a Day) Amerísk stórmynd, leikin af 78 frægum leikurum. Sýnd kl. 7 og 9. DUECY Gamanmynd með ANN SOTHERN JAN HUNTER ROLAND YOUNG Sýnd kl. 5. ? NÝJA BÍÓ. Eiginkonur lil|ómlistarmanna (Orchestra Wives). Skemmtileg „músikmynd". Aðalhlutverk: LYNN BARI. ANN RUTHERFORD. CAROL LANDIS. VIRGINIA GILMORE. CESAR ROMERO. GLENN MILLER og hljóm- sveit hans. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Leikfélag Reykjavíkur „Eg hef komið hér áður" SýtiiiiK" annað kvöld kl. 8. Síðasta sinn. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 í dag. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför Tómasar Tómassonar frá Lambastöðum. Guðrún Árnadóttir, börn og tengdabörn. Drengjafataeini kr. 24.00 — 26.00 m. Sportfataefni kr. 28.50 — 37.00 m. Ullarteppi kr. 48.00 stk. Stoppteppi, blá og bleik, kr. 50.00 stk. Nærfataband kr. 40.00 kg. j Ennfremur skinnblússur, skíðabuxur, pokabuxur, vinnuskór karla, sokkar karla, lopi, litaður og ólitaður o. m. m. fl. €Sef|un - Iðunn Hafnarstræti 4. — Sími 2838. Skríistoiustúlkur Tvær skrifstofustúlkur verða ráðnar til starfa í bæjarskrifstofunum frá 1. maí næstk. Byrjjunarlaun kr. 175.00—kr. 225.00 (grunn- laun) á mánuði eftir starfshæfni. Umsóknir, með upplýsingum um nám og starfsferil, sendist skrifstofu minni fyrir laugardaginn 15. apríl næstkomandi. BORGARSTJÖRIrVJV í REYKJAVÍK. Kvenregnirakkar og barnaregnfrakkar. Tvöfaldar kápur á fullorðna og unglinga. il. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Notaður dívan breiður og rúmgóður, til sölu á Grettisgötu 60, miðhæð. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. • Sendið nákvæmt mál. Áskriftar^iald Tímans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn. LiMH'^-rnFi „Sverrir" Tekið á móti flutningi til Vestmannaeyja árdegis í dag. Jarpur hestur 7 vetra gamall, er í óskilum í 'Ashreppi, A.-Hún. Mark: Sneitt framan, biti aftan hægra, fjöð- ur framan, biti aft. vinstra. Hestur þessi var seldur héðan úr hreppi vorið 1941,að Skeggja- stóðum í Miðfirði. Núverandi eigandi hests þessa gefi sig taf- arlaust fram við landssímastöð- ina í Ási, er gefur nánari upp- lýsingar um hestinn. Oddviti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.