Tíminn - 25.03.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.03.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: j FRAMSÓKNARPLOKKURINN. j PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. > Símar 3948 og 3720. ..... RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHUSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 437C AFGREIÐSLA, INNHEIMT. OG AUGLÝSINGASKF" rr\: EBDUIIUSI, • indargötu 9 A. Síml 2323. 28. árg. Reykjavík, laugardaginii 25. marz 1944 32. blað Erlent yfirlitt nnrás Japana í Indland Seinustu dagana hefir verið skýrt frá því, að japanskt her- lið hafi sótt inn í Indland, aðal- lega í Impalhéraðinu. Sagt er, að Japanir séu sums staðar komnir eina 20 km. inn fyrir landamærin. Þessar fregnir hafa vakið tals- verða athygli, því að almennt hefir verið búizt við því, að Bandamenn myndu bráðlega hefja stórfellda innrás í Burma. Hafa þeir iðulega verið að segja frá undirbúningi slíkr- ar sóknar eða allt siðan á síð- astliðnu sumri, þegar Mountbat- ten lávarður var skipaður yfir- hershöfðingi herliðs þess, sem er ætlað að taka 'þátt í sókn Bandamanna í Suðaustur-Asíu. Enn verður ekki sagt um það, hvort Japanir hafa hér stór- fellda sókn í undirbúningi. Sú skýring er hugsanleg á undan- haldi þeirra fyrir Bandaríkja- mönnum á Kyrrahafi, að þeir hafi flutt stóraukið lið til Burma. Trúlegt er þetta þó tæp- ast. Hitt er sennilegra, að hér sé aðeins um sókn að ræða, sem hafi það markmið að eyðileggja undirbúning Bandamanna fyrir innrás í Burma. Japanir hafa vart lengur bolmagn til jafn stórfelldra hernaðarátaka og hernám Indlands væri, þar sem Bretar hafa þar orðið fjölmennt og vel búið lið og stórfljótin Brahmaputra og Ganges veita þeim hin ákjósanlegustu varn- arskilyrði, auk annara stór- felldra náttúruhindrana. Hins vegar væri það Japönum hag- kvæmt, ef þeir gætu með tak- markaðri sókn eyðilagt innrás- arundirbúning Bandamanna að meira eða minna leyti. Her Mountbattens hefir í vet- ur ráðizt inn í Burma á þremur stöðum, að n'orðan um Naga- hæðir, þar sem stefnt er til móts við Kínverja, allmiklu sunnar, um Chinhæðir, þar sem sótt er frá Impal, og loks syðst á Arak- anströndinni, þar sem sótt er frá Chitagang. Næstum alls staðar hefir verið um innrás smáflokka að ræða og þessar herferðir verið mest farnar í æfingaskyni. Veðurfar leyfir líka vart stórfelldar hernaðarað- gerðir fyrr en í maímánuði, en þá hefir líka verið reiknað með því, að" aðalsókn Mountbattens myndi hefjast. í vetur hefir her hans unnið að því að flytja vist- ir og hergögn til vígstöðvanna og væri það Japönum vitanlega mikill fengur, að geta eyðilagt þessar birgðir og unnið tjón á innrásarher Bandamanna að öðru leyti. Bandamönnum mun vafa- laust verða það mjög kostnaðar- samt að ráðast inn í Burma landleiðina. Samgöngur eru hin- ar erfiðustu, því að um hálendi og frumskóga er að fara, þar sem litlar eða engar samgöngu- bætur hafa verið gerðar, en auð- velt er fyrir Japani að halda uppi skæruhernaði. Það hefir því oft komið til tals, að Banda- menn réðust inn í Burma sjó- leiðina. Hafa þeir möguleikar aukizt stórum siðan Bandamenn urðu allsráðandi á Miðjarðar- hafi og gátu sent herskip þaðan til Indlands. Til þess að tryggja slíkar hernaðaraðgerðir þyrftu þeir að byrja á hertöku Anda- maneyja, er Japanir tóku snemma i styrjöldinni. Eftir hernám þeirra, væri ekki held- ur útilokað, að Bandamenn gæti ráðizt á Malakkaskagann frá sjó, og stefnt sókn sinni inn í Thailand. Slíkar innrásir á víð og dreif myndu mjög tor- yelda vörn Japana. (Framh. á 4. slðu) Verða sett sérstök log um hrossakjots- söluna Athugun millípínga- nefndar Búnaðarþings Milliþinganefndin, sem sein- asta búnaðarþing kaus til að at- huga ýms búnaðarmál, hefir m. a. haft til athugunar, hvaða ráðstafanir muni þurfa að gera, vegna hinnar miklu hrossaeign- ar landsmanna. í frásögn af störfum nefndarinnar, er ný- lega hefir verið send blöðunum, segir svo: „Þingsályktun Alþingis um afsláttarhross, frá 15. október f. á., hefir verið vísað til nefnd- arinnar til umsagnar. Ályktun- in er þess efnis, að ríkisstjórnin láti fara fram rannsókn á því, hvernig helzt mætti koma af- sláttarhrossum bænda í viðun- andi verð. Nefndinni er ljóst, að nauðsyn ber til að fækka hrossum í land- inu verulega, og í sambandi við það að gera þær ráðstafanir, sem unnt er til þess að tryggja viðunandi verð á hrossakjötinu. Pyrir því hefir nefndin nú leitað álits sýslunefnda í 9 mestu hrossasýslum landsins um það, hvort setja skuli lög um með- ferð og sölu hrossakjöts, þar sem m. a. sé ákveðið: a) að afsláttarhrossum skuli framvegis slátrað einungis í þar til sérstaklega viðurkenndum sláturhúsum. b) að kjötverðlagsnefnd verði nú þegar falið að safna árlega skýrslum um tölu afsláttar- hrossa og kjötþunga þeirra, svo og að úthluta sláturleyfum handa eigendum afsláttarhrossa og ákveða verðlag á hrossakjöti. Þegar safnað hefir verið skýrslum um tölu afsláttar- hrossa í 2 ár, án þess að þar til komi lagaákvæði, ætlast nefnd- in til, að kjötverðlagsnefrid hafi fund með fulltrúum þeirra sýslufélaga, sem málið varðar, áður en fyrirhuguð lög verða sett, nema sýslunefndirnar telji skjótari aðgerðir í málinu nauð- synlegar. í sambandi við þetta mál hefir nefndin hvatt sýslunefndirnar til þess að beita sér fyrir því, að fram verði fylgt lögum um ítölu, frá 10. nóvember 1943, alstaðar þar, sem ætla má að landi sé ofboðið með ágangi búfjár. Að fengnum svörum sýslu- nefndanna tekur nefndin málið til ákveðnari meðferðar." Nevtendur ntan Revkjavíto borga skattinn fvrir stórgróðamennina Hækkun farmgjaldanna eru ein afleiðing þess, að verðlækkun- arskatturinn var ekki framlengdur Skipaútgerð ríkisins tók þá ákvörðun um seinustu mánaðarmót að hækka fargjöld og farmgjöld á innlendum landbúnaðarvörum um þriðjung, en farmgjöld á öðrum vörum um fjórðung. Eftir þessa hækkun hafa farmgjöld á landbúnaðarvörum hækkað um 300% og farmgjöld á öðrum vörum um 400% síðan í stríðsbyrjun. Ákvörðunin um þessa seinustu hækkun var tekin eftir að rík- isstjórnin hafði tilkynnt Skipaútgerðinni, að hún myndi ekki veita meira fé til strandferðanna en fjárlög heimiluðu. Var þá Ijóst, að eigi var nema um tvennt að velja, draga úr siglingum eða hækka far- og farmgjöldin. Skipaútgerðin valdi síðari kost- mn. Þessi hækkun kemur þó ekki fram á öllum vörum, sem flutt- ar eru með strandferðaskipun- um. Samkvæmt sérstökum samningum hefir Eimskipafélag íslands tekið að sér að annast flutning skömmtunarvara, er- lends áburðar og fóðurvara til hafna úti á landi og hefir því greitt Skipaútgerðinni sérstak- lega fyrir þá flutninga. Hækk- unin á farmgjöldum á þessum vörum lendir því á Eimskipa- félaginu, en ekki neytendum, nema því aðeins að ríkisstjórn- in leyfi félaginu hækkun á farmgjöldum þess. Virðist það með öllu ástæðulaust, að ríkis- stjórnin leyfi Eimskipafélaginu slíka hækkun, þar sem það hef- ir grætt stórfé á leiguskipum þeim, sem ríkisstjórnin hefir út- vegað því. Það virðist þvert á móti eðlilegt, að þessi gróði yrði enn frekar notaður til að halda niðri farmgjöldunum innan- lands. Þessi seinasta far- og farm- gjaldahækkun kemur, þrátt fyr- ir áðurgreinda undantekningu, allhart við fólk víða um land. Virðist það einkennilegt, að stjórnin skuli fyrst hefjast handa um sparnað á þessum út- gjaldalið — sennilega í þeim til- gangi að afla fjár til dýrtiðar- ráðstafana. Þessi ráðstöfun eyk- ur dýrtíðina út á landi. Virðist það kynlegt að auka þannig dýrtíðina úti á landi til þess að fá fé, sem notað er til niður- Seinustu erl. fréttir Gos Vesúvíusar heldur enn áfram og eru gosmekkirnir svo þykkir að dimmt- er um hádag i 200 km. f jarlægð. Hraunflóðið er heldur í rénun, eins og sakir standa. Þjóðverjar halda nú aðeins tveimur borgum austan Bug- fljóts, Nikolajev og Vosnesensh. Milli Bug og Dnéstrfljóts geisa harðir bardagar og vinna Rúss- ar stöðugt á. Einnig hafa þeir sótt fram í Suður-Póllandi og Bessarabíu. Úrslit orustunnar um Cassino eru enn tvísýn, þvi að Þjóðverj- ar hafa fengið aukinn liðskost. Á Anziovígstöðvunum er lítið barizt. Berlín og Frankfurt hafa orð- ið harðast úti í loftárásum Bandamanna á Þýzkaland sein- ustu dægur, en fleiri borgir hafa órðið fyrir miklum árásum. í Svíþjóð eru skráðir um 50 þús. erlendir flóttamenn. greiðslu á neyzluvörum Reyk- víkinga. Stjórnin getur vart skotið sér bak við það, eins og haldið er fram í Vísi, að þingið hafi ekki veitt meira fé til strandferðanna í fjárlögunum. Þingið fór, hvað snerti þessa fjárveitingu, alger- lega eftir tillögum stjórnarinn- ar. Hún taldi þessa fjárhæð nægilega. Hins vegar mun þing- ið hafa ætlazt til þess, að fylgt yrði þeirri venju, að stjórnin einskorðaði sig ekki við fyrir- mæli fjárlaganna i þessum efn- um, heldur miðaði við það, að haldið yrði uppi 'nægilegum strandferðum, sem ekki væru of dýrar fyrir almenning. Það skal þó viðurkennt, að stjórnin á sér nokkrar má,lsbæt- ur. Þær eru þær, að annar flokk- urinn, Sjálfstæðisflokkurinn, er veitti henni heimild til áfram- haldandi niðurgreiðslna vegna dýrtíðarinnar, neitaði að styðja alla tekjuöflun í þessu skyni. Framsóknarflokkurinn benti hins vegar á verðlækkunar- skattinn og fleiri tekjuöflunar- leiðir. Sjálfstæðisflokkurmn hafnaði þeim öllum og þess vegna var stjórnin sett á guð og gaddinn í þessum efnum. Nú hefir hún því gripið til þess ráðs að koma þeim skatti á neytendur úti á landi, sem stór- gróðamennirnir hefðu átt að bera. Þetta geta neytendur úti á landi þakkað Sjálfstæðis- flokknum. Verðlaun fyrír tillög- urumútihús í sveitum Milliþinganefndin, sem sein- asta búnaðarþing kaus til að athuga ýms landbúnaðarmál, hefir ákveðið að bjóða til verð- launasamkeppni um tillögur um haganlegt fyrirkomulag á bygg- ingu fénaðarhúsa, svo og áburð- ar-, hey- og verkfærageymslu fyrir sveitaheimili, og þætti henni æskilegt, að teikningar eða a. m. k. riss fylgi til skýr- ingar. Áherzlu skal leggja á, að afstaða bygginganna, sín á milli og við búðarhús, svo og fyrir- komulag þeirra út af fyrir sig, sé þannig, að verkadrjúg verði umgengni og hirðing í húsunum. Ekki gerir nefndin það að skilyrði fyrir viðurkenningu, að Wllögurnar nái til allra þeirra húsa, sem áður greinir. Tillögur um einstök hús og jafnvel um einstök fyrirkomulagsatriði í byggin,gu' þeirra verða einniig teknar til greina, ef vert þykir. Nefndin hefir til umráða kr. 3000.00 til verðlaunaveitinga, ef henni í samráði við forstöðu- menn teiknistofu landbúnaðar- ins, þykir til þeirra unnið með væntanlegum tillögum. Tillögurnar skulu vera komn- ar til Búnaðarfélags íslands fyr- ir lok septembermánaðar n. k. Úthlutun námsstyrkja Menttamálaráð íslands hefir úthlutað þannig fé því, sem veitt er á fjárlögum 1944 (14. gr. II .b.) til náms íslendinga er- lendis: Framhaldsstyrkir: 5000 kn: Rögnvaldur Sigur- jónsson píanóleikari. 3600 kr.: Bragi Magnússon (íþróttir), Ei- ríkur Ásgeirsson (landbún.), Hjörtur Eldjárn (sauðfjárrækt), Jóhann Jakobsson (efnafræði), Sigurbjörn Þorbjörnsson (hag- fræði), Unnsteinn Stefánsson (grasafr.), og Þórhallur Hall- dórsson (mjólkurfr.). 2400 kr.: Ása Jónsdóttir (uppeldisfr.), Ás- grímur Jónsson (garðyrkja), Drífa Víðar (málaralist), Edda Kvaran (leiklist), Hildur Kal- man (leiklist), Hilmar Krist- jánsson (vélfr.), Margrét Eiríks- dóttir (hljómlist), Sigr. Val- geirsdóttir (íþr.) og Þorsteinn Hannesson (söngur). 1800 kr.: Edvard Friðriksson (mjólk), Jó- hannes Bjarnason (vélfr.), Jón M. Stefánsson (búfr.) og Páll Sveinsson (sandgræðsla). Nýir styrkir: 3600 kr.: Haraldur Ásgeirs- son (verkfr.), Jón Pálsson (flug- vélaverkfr.), Vigfús Jakobsson (skógrækt) og Þór Guðjónsson (fiskifr.). 3000 kr.: Baldur Lín- dal (verkfr.), Björn Th. Bald- vinsson (listasaga), Guðjón Á. Kristinsson (hagfr.), Jón R. Guðjónsson (viðskiptafr.), Jón- as G. Kristinsson (skipaverkfr.) og Þráinn Löve (lífeðlisfr.). 2000 kr.: Björn Halldórsson (hagfr.). Gunnar Magnússon (iðnfr.), Halldór Jónsson ('garðyrkja), Haukur Gunnarsson (verzl.), Hörður Ágústsson (teikn.), Kjartan Sigurjónsson (söngur), Njáll Símonarson (verzl.), Pálmi Möller (tannl.), Rögnvaldur Johnsen (bygg.), Rögnv. Sæ- mundsson (uppeldisfr.), og Viggó Maack (verkfr.). 1800 kr.: ívar Daníelsson (lyffr.) og Sig. Jónsson (lyffr.). 1500 kr.: Alda Möller (leiklist), Ben. Gröndal (blaðam.), Daníel Jónasson (viðsk.), Einar Siggeirsson (fræ- rækt), Finnur Kristinsson (leik- tjaldamáln.), Guðm. Sveinsson (smíðar), Guðrún Þorsteinsd. (hljóml.), Gunnar Bergmann (blaðam.), Halldór Sigurjóns- son (flugvélaviðg.), Hjalti Páls- son (búfr.), Inga Laxness (leik- list), Karl Stefánsson (verzl.), (Framh. á 4. síðu) Biskupinn gerður heiðursdoktor Biskupi íslands hefir verið til- kynnt, að háskóli Norður- Dakóta muni gera hann að heið- ursdoktor sínum á sérstakri samkomu, er haldinn verður í tilefni af komu biskups þangað. í tilkynningunni er vakin at- hygli á, að viðeigandi þyki að heiðra fulltrúa íslands þannig, þar sem í Norður-Dakóta séu fleiri borgarar af islenzkum ættum en i nokkru óðru fylki Bandaríkjanna. Dvöl biskups í San Fransisco hefir orðið hin viðburðarikasta, eins og sagt var frá í seinasta blaði. M. a. hefir stjórnin látið sýna honum hina frægu skipa- byggingarstöð Henry Kaisers. Maðíir drukknar Guðmundur Marteinsson kynd- ari hvarf af Fjallfossi í seinustu utanferð hans. Mun það hafa gerzt milli kl. 6y2—7 laugar- dagskvöldið 18. marz. Skipið var þá statt í hafi. Guðmundur var búsettur á Grettisgötu 47 hér í bæ. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn. Veiðarfæratap í stórviðrinu í fyrradag töp- uðu margir bátar af Suðurnesj- um veiðarfærum. Óttast var um tvo báta, en þeir eru komnir fram. Sandgerðisbátar feru í gær og þrír frá Keflavík og öfl- uðu vel, en misstu lítlisháttar Á víðavangi ÞÖGN MORGUNBLAÐSINS. Mikla athygli hefir það vak- ið, að Morgunbl. hefir enn ekki mihnst einu orði á skýrslu sjódómsins um Þormóðsslysið, enda þótt hún hafi verið send því, eins og hinum blöðunum, er hafa birt hana eða sagt frá henni. Sjódómsskýrslan er þó langmerkilegasta plaggið, sem birt hefir verið viðkomandi ör- yggismálum sjómanna, og sýn- ir bezt, hversu hörmulega þeim er komið. Ekkert blað, sem vildi vinna að því að koma þeim mál- um í betra horf, gat því komizt hjá því að birta hana eða rekja aðalefni hennar. Alþýðublaðið hefir gert þessa kynlegu afstöðu Morgunblaðs- ins að umtalsefni. Segir það svo um hana: „Gerla má ráða hvað veldur þessari ófrægilegu afstöðu blaðsins. Því finnst komið við sín eigin kaun, þegar um þetta er rætt. Það vill ekki láta minn- ast á öryggismálin — og allra sízt Þormáðsslysið — af því að háttsettur flokksmaður þess, sem á sæti á Alþingi, var eig- andi Þormóðs". Þessi tilgáta Alþýðublaðs- ins virðist engan veginn fjarri lagi. Undanbrögð dóms- málaráðherrans við að birta skýrsluna, eru talin stafa af sama toga. Til þess að dylja þó þessa ástæðu til undanbragð- anna, heimtaði eigandi Þormóðs að skýrslan yrði birt, en vafa- laust í trausti þess að það yrði ekki gert, reit hann síðan grein í Morgunblaðið, þar sem fullyrt var, að Þormóður hefði verið hið bezta skip og hann hefði eingöngu farizt vegna ónógra siglingamerkja á Reykjanesi. Einmitt vegna þessarar vill- andi greinar eftir eiganda Þor- móðs, hefði Morgunblaðið átt að finna ríkari ástæðu til að birta sjódómsskýrsluna og láta það sanna koma í ljós. En Mbl. vill auðsjáanlega ekki leiðrétta misskilninginn, sem greinin kann að hafa valdið. Mbl. vill held'ur láta almenning halda að allt sé í lagi, því að það heldur að eigandi Þormóðs hafi hag af því, en að birta skýrsluna og reka þannig eftir auknum ör- yggisráðstöfunum fyrir sjó- mennina. Blað „allra stétta" af- hjúpar sig hér greinilega, eins og endranær í svipuðum tilfell- um. Það er meira blað þeirrar stéttar, sem eigandi Þormóðs tilheyrir, en sjómannanna. BÉTTVÍSI KUNNINGS- SKAPARINS. Jón Blöndal hefir fengið mik- ið geðvonzkukast, vegna dóms hæstaréttar í lögregluþjóna- málinu. Fer hann á stúfana í Alþýðublaðið, skammar þar hæstarétt og lögreglustjóra, en hleður miklu lofsorði á þann lögregluþjón, er tapaði málinu. Það má vel vera, að þessum fyrrv. lögregluþjóni sé sitthvað vel gefið, en forsendur hæsta- réttar sýna vel, að hann hefir skort skapþjálfun til að hlíta þeim aga, sem nauðsynlegur er meðal lögreglumanna. Þetta gildir vafalaust um fleiri mæta menn, m. a. Jón sjálfan. En lög- reglan er vitanlega ekki fær um að gegna því starfi, að halda í skefjum óróasemi og óhlýðni borgarannai ef hún er sjálf aga- laus og sundurþykk. Jón leiðir líka þetta atriði al- veg hjá sér. Hann dæmir í máli lögregluþjónsins bersýnilega út frá því, að þeir eru kunningjar. Réttvísin, sem hann byggir á, er réttvísi kunningsskaparins. í öllum réttarþjóðfélögum er hún fordæmd. Jón eykur ekki álit sitt með því að gerast tals- maður hennar. af veiðarfærum, en fundu eitt- hvað af þeim, er töpuðust dag- inn áður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.