Tíminn - 01.04.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.04.1944, Blaðsíða 2
142 TtMINN, langardagimi 1. apríl 1944 35. blað ^ímirin Luugardagur 1. apríl Kommúnistahættan í heildsalablaðinu Vísi er nú um fátt annað meira skrifað en hættu þá, sem landi og lýð stafi af kommúnistum. Hér skal síður en svo dregið úr þessari hættu. Hins vegar þykir rétt að benda Vísi á, hvernig þessi hætta hefir skapazt og hver muni heppilegasta leiðin til að bægja henni á bug. Það er alllangt síðan, að kommúnistar hófu moldvörpu- starfsemi sína innan verkalýðs- félaganna. Alþýðuflokkurinn var þá langsamlega öflugastur þar og beitti áhrifum sínum til að koma fram margvíslegum hags- muna- og umbótamálum laun- þega. Kommúnistum gekk því erfiðlega að vinna sér fylgi þar og myndi hreyfing þeirra hafa runnið út í sandinn innan lítils tíma, ef eigi hefði þeim borizt óvæntur liðsauki. Þessi liðsauki kom frá Sjálfstæðisflokknum. Hann byrjaði að „skipuleggja" fylgismenn sína innan verka- lýðsfélaganna og lét þá jafnan styðja kommúnista í átökum þeirra við Alþýðuflokksmenn. Hafnarfjarðardeilan 1939 var einna áþreifanlegasta dæmið um þetta. í öllum blöðum Sjálf- stæðismanna var þá haldið uppi ósvífnum áróðri og álygum á hendur Alþýðuflokksmönnum í verkalýðsfélögunum og gekk Vísir einna lengst í þeim efnum. Hins vegar vöruðu þessi blöð verkamenn lítt við kommúnist- um'. Með þessum mikla tilstyrk Sjálfstæðismanna tókst komm- únistum srriámsaman að ryðja sér til rúms í verkalýðsfélögun- um, unz þeir urðu þar mestu ráðandi. Sjálfstæðismönnum þótti samt ekki nóg aðgert. Þéir rufu sam- starf við Framsóknarflokkinn um viðnám gegn dýrtíðinni, þeg- ar verst gegndi. Þeir tóku enn höndum saman við kommúnista, en í þetta sinn til að eyðileggja Framsóknarflokkinn. Niðurstað- an varð eins og fyrri daginn, að það voru kommúnistar, sem fitnuðu á samstarfinu. Eftir hálfs árs upplausnarstjórn og stjórnarskrárbreytingu Sjálf- stæðismanna höfðu kommúnist- ar meira en tvöfaldað atkvæða- magn sitt og þrefaldað þing- mannatöluna. Stórfelldari lið- veizlu var ekki unnt að veita kommúnistum. Sjálfstæðismenn hafa þannig unnið markvisst og beint að fylgisaukningu kommúnista. Þeir hafa gert það í þeim til- gangi að skaða og eyðileggja umbótaflokka landsins. í öðru lagi er svo það, sem Sjálfstæöis- menn hafa unnið óbeint að efl- ingu kommúnismans. Það er segin saga, að kommúnisminn getur ekki fest verulega rætur, nema þröngsýnt og yfirgangs- samt auðvald sé fyrir hendi. Slíkt auðvald hefir stöðugt magnazt hér seinustu árin. Mikil fjárráð og yfirráð atvinnutækja hafa hraðfara safnazt í hendur fárra manna. Alþýðu landsins og æskufólki stendur stuggur af þessari þróun. Slík þjóðfélags- skilyrði eru hinn ákjósanlegasti jarðvegur fyrir. kommúnismann. Hér er þá komið að kjarna málsins, sem er sá, hvernig eigi að afstýra kommúnistahætt- unni. Það verður bezt gert með því að hafa það hugfast, að kommúnisminn er fyrst og fremst sjúkdómseinkenni spillts auðkonungaþjóðfélags. Ráðin til að lækna þennan sjúkdóm eru almennar umbætur og hóf- leg jöfnun lífskjaranna. Því marki er unnt að ná með frjálsri samvinnu og opinberri samhjálp í stað samkeppninnar. Þegar fólkið finnur, að unnið er fyrir það, en ekki fáa auðkonunga, verður það ónæmt fyrir sýklum kommúnismans. Þess vegna er það öruggasta úrræðið til að af- stýra kommúnistahættunni að uppræta auðkóngaskipulagið, láta félagslegt réttlæti og fram- farir leysa það af hólmi. Um þetta þurfa allir umbótamenn landsins að sameinast, Fram- sóknarmenn, Álþýðuflokksmenn og þeir liðsmenn hinna flokk- Jón H e 1 g a s o n, blaðamaður: Bókabálknr Þýðíngar Jóns á Bægísá í haust er tveggja alda afmæli Jóns Þorlákssonar á Bæg- isá. í þessari grein er borin fram sú uppástunga, að þess afmælis verði minnzt með vandaðri og myndarlegri útgáfu á þýðingu hans á „Paradísarmissi", eftir enska stórskáldið Milton. Það verk er frægast alls þess, er Jón á Bægisá af- rekaði. — Nú eru meira en hundrað ár liðin síðan „Para- dísarmissir“ kom út. Mörg höfuðskáld íslenzku þjóðafinnar hafa lagt mikla rækt við þýðingar erlendra íjóða og með því hvort tveggja í senn auðgað bókmenntir okk- ar að fjölmörgum listaljóðum og eflt sjálf sig, sum hver að minnsta kosti, til aukins þroska. Má af slíkum öndvegisskáldum nefna Sveinbjörn Egilsson, Jón- as Hallgrímsson, Hannes Haf- stein, Einar Benediktsson og ekki hvað sízt Matthías Joch- umsson og Steingrím Thor- steinsson. Á síðustu árum hefir þjóðin eignazt nýjan snilling á þessu sviði, Magnús Ásgeirsson, sem stendur jafnfætis hverjum hinna eldri sem er, og fyllilega það, þótt ekki hafi hann frum- ort svo að kveði. Frumherji hinna glæsilegu ljóðaþýðinga á 19. og 20. öld er þó enn ónefndur. Það er séra Jón Þorláksson á Bægisá, þjóð- skáld sinnar tíðar. Allt fram á hans daga áttu íslendingar varla aðrar þýðingar útlends kveðskapar, en skothent og bjagað klúður, eins og bezt má sjá á gömlu sálmabókunum — hnoð og stagl, þar sem málinu var misboðið, allar bragreglur þverbrotnar og fegurðartilfinn- ing virt að vettugi. Upp af þess- ari margra alda flatneskju rís Jón Þorláksson, og eftir hans daga kemur hver af öðrum, þótt stundum verði alllöng hlé. Er það sannmæli er dr. Jón Þor- kelsson segir um Ijóðaþýðingar Jóns á Bægisá í eftirmála kvæðabókar þeirrar, sem gefin var út árið 1919, á aldar dánar- afmæli skáldsins, að „hann einn hafi hrundið þeirri list meira fram hér á landi en öll skáld 16., 17. og 18. aldar saman lögð.“ * Skynbærir samtíðarmenn hans anna, sem ekki eru blindir kommúnistar eða auðkónga- dýrkendur. Umbótamennirnir þurfa að mynda öfluga mið- fylkingu, sem upprætir öfgana til beggja handa og tryggir þjóðinni frelsi bg framfarir á komandi tímum. Þ. Þ. virtu líka verk hans að verðleik- um. Heill sé þér, ijiikli Milton íslenzkra“, kvað Bjarni Thorarensen, er hann ávarpaði hann aldinn, og í formála að „Paradísarmissi", einu stórvirki Jóns, er gefið var út tæpum áratug eftir andlát hans, komast útgefendur svo að orði um kvæðið, að það sé „okkru lofi betra og beri sjálft menjar síns ágætis.“ Hróður hans barst jafnvel langt út fyrir landsteinana, og bæði enskt fé- lag og Danakonungur urðu til þess að veita honum heiðurs- laun í elli hans, þótt hann nyti þeirra skamma stund, og ensk- ur maður lagði fram fé til þess að gefa „Paradísarmissi“ út. En jafnframt því, sem Jóni Þorlákssyni auðnaðist að gæða margar þýðingar sínar fegurö, líkingaauði og þrótti, varð hann einn allra afkastamesti ljóða- þýðandi íslendinga fram á þenna dag. Myndi það safn skipta nokkrum þúsundum blað- síðna, ef allar ljóðaþýðingar hans væru gefnar út í venju- legu bókarformi á þann hátt, sem nú tíðkast um bundið mál. * Stærstu ljóðaflokkarnir, sem hann þýddi, voru Messíasar- kviða þýzka skáldsins Klop- stokks (1724—1803) og „Para- dísarmissir" eftir enska skáld- ið Jón Milton (1608—1674), og af því verki varð hann frægast- ur. Að þessum þýðingum vann hann árum og áratugum saman. „Paradísarmissi“ Miltons byrj- aði hann að þýða um 1790, en lauk því árið 1805. Þýddi hann fyrstu bækurnar þrjár eftir danskri útgáfu, nokkuð mis- brestasamri, en síðan það, er eftir var, eftir ágætri þýzkri út- leggingu. Lagfærði hann jafn- framt þriðju bókina með hlið- sjón af þýzku þýðingunni. Um enska tungu var hann lítt að sér, en mun þó hafa haft Ijóðin á frummálinu undir höndum, er hann þýddi síðari hluta þeirra. Fyrstu bækur „Paradísarmiss- is“ birtust i siðustu árgöngum rits Lærdómslistafélagsins. En þegar það hætti að koma út, varð hlé á birtingu ljóðaflokks- ins og auðnaðist skáldinu ekki að sjá hann prentaðan í heild. Hann var ekki gefinn út fyrr en árið 1828, að enskur maður, Jón Heath að nafni. lagði fram fé til útgáfunnar. Þeir séra Þorgeir Guðmundsson og séra Þorsteinn Helgason, — sá hinn sami er drukknaði í Reykjadalsá vetur- inn 1839, og Jónas Hallgrímsson orti eftir hið fræga erfiljóð, er svo oft er vitnað til — bjuggu bókina undir prentun. Er kvæð- ið í þeirri útgáfu 408 blaðsíður tvísettar og án skila. Messíasarkviðu Klopstokks lauk Jón ekki við að þýða fyrr en skömmu áður en hann féll frá. Hún var gefin út alllöngu síðar, árin 1834—1838, að til- hlutan Bókmenntafélagsins, og sá séra Þorgeir Guðmundsson um þá útgáfu. Þessi ljóðaflokk- ur er hvorki meira né minna en 922 blaðsíður, tvísett á síðu. Ýms Önnur stórkvæði og ljóðaflokka þýddi Jón, svo sem Túllinskvæði eftir Kristján Braummann Tullin (1728— 1765), er hann þýddi ungur og tvíprentuð voru í Hrappseyjar- prentsmiðju, 1774 og 1783, og „Tilraun um manninn“ eftir Englendinginn Alexander Pópe (1688—1744), er hann vann að árin 1789—1796 og út kom í Leirárgörðum 1798. Fjölmörg umfangsminni kvæði eftir ýms skáld, sem þá sópaði mikið að, svo sem Baggesen, Thaarup, Gellert og Hagedorn, þýddi hann og. Voru sum þeirra prentuð í ritum þeim, er á þess- um árum voru gefin út í Leirár- görðum á vegum Magnúsar Stephensens, og svo í ljóðabók- um hans, sem prentaðar voru í Hrappsey. Má af þessu lauslega yfirliti marka, hve afkastamikill þýð- andi Jón var, svo erfið sem að- staða hans var til þess háttar starfa, eins og margra annarra íslenzkra snillinga, sem orðið hafa að láta skyldustörf og brauðstrit sitja í fyrirrúmi. * Jón Þorláksson fæddist, eins og kunnugt er, í Selárdal í Arn- arfirði 13. desembermánaðar 1744,; og verður tveggja alda af- mælis hans sjálfsagt minnzt í haust. Vil ég leyfa mér að bera fram þá uppástungu, að það verði gert með því að gefa út nýja og fallega útgáfu af „Para- (Framh. á 4. síðu) * RITSAFN FINNS Á KJÖRSEYRI. Árni Bjarnarson bókaútgef- andi á Akureyri er að hefja út- gáfu á ritum hins þjóðkunna fræðimanns, Finns Jónssonar FINNUR JÓNSSON á Kjörseyri, frœðimaðurinn þjóðkunni. frá Kjörseyri. Verður ritsafnið sennilega um 600 blaðsíður í Skírnisbroti, og er fyrirhugað að gefa það út í tveim bindum. í fyrra bindinu verða endur- minningar Finns frá Suðurlandi og þættir um ýmsa merka menn á Suðurlandi og Ströndum. Má meðal annars nefna þætti af séra Guðmundi Torfasyni, séra Þórði Árnasyni í Klausturhól- um, Jóni Halldórssyni á Búrfelli, Kotvogsbændum á Suðurnesj- um, Jóni Bjarnasypi alþingis- manni í Ólafsdal, Torfa á Kleif- um og Ásgeiri á Þingeyri, og Pétri í Bæ í Hrútafirði, auk fjölmargra annarra. f í síðara bindinu verður ræki- leg lýsing á daglegu lífi á Suð- urlandi, Suðurnesjum og í Hrútafirði um miðbik 19. ald- ar. Eru þar glöggari og fyllri lýsingar á þjóðháttum á því tímabili heldur en annars stað- ar eru til skráðar. Einnig verða í þessu bindi þjóðsögur, og loks mun því fylgja ævisaga höfund- arins. Bæði bindin verða prýdd mörgum teikningum eftir höf- undinn sjálfan, bæði af mönn- um þeim, sem þættirnir fjalla um, og verkfærum ýmsum, er notuð voru á þeim tíma, sem þjóðháttalýsingin tekur til. Af öllum þessum teiknimyndum Finns á Kjörseyri hefir.aðeins ein verið birt á prenti. Er sú mynd af Þuríði formanni. Séra Jón Guðnason á Prests- bakka og Steindór Steindórsson menntaskólakennari á Akureyri búa ritsafn Finns undir prent- un. En yfirleitt ér frábærlega vel gengið frá öllum handritum í safni hans. Aldarafmælis Finns heitins á Kjörseyri var minnst fyrir fá- um árum. BARNABÆKUR Nokkrar nýjar barnabækur hafa komið út .í vetur. Er þar fyrst að nefna bók, sem heitir „Bambi“ og gefin er út af bóka- útgáfunni „Björk“. Er bók þessi gerð af teiknisnillingnum Walt Disney, samin upp úr frægri skáldsögu eftir austurríska rit- höfundinn Felix Salten, er á sínum tíma fór sigurför um mörg lönd. Teiknikvikmyndin, sem bók þessi er sniðin eftir, hefir hlotið eindæma hylli vest- an hafs. Vill svo til, að hún verður páskamyndin í Gamla Bíó í ár. Er ekki ólíklegt, að hvort tveggja veki allmikla at- hygli, kvikmyndin og bókin. — „Bambi“ er sem gefur að skilja mörgum myndum prýdd og þýdd á íslenzku af Stefáni Júlí- ussyni yfirkennara í Hafnar- firði, sem kunnur er fyrir ágæt- ar unglingasögur, er hann hef- ir ritað. „Bláskjár" heitir barnabók, sem kom út nokkru síðar en „Bambi“, gefin út af Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar. Hef- ir hún áður komið út á íslenzku, og er íslenzkum börnum auk þess allvel kunn af upplestri Þorsteins Ö. Stephensen í barnatímuni ríkisútvarpsins i vetur. Margar myndir prýða bókina. Þá hefir ísafoldarprentsmiðja nú nýlega sent frá sér fjórar barna- og unglingabækur síð- ustu dagana. Er þeirra fyrst að nefna „Karl litla“, drengjasögu eftir hinn góðkunna vestur-ís- lenzka rithöfund Jóh. Magnús Bjarnason í Wynyard, sem getið var allrækilega í Tímanum í fyrra af tilefni ritsafns hans, er verið er að gefa út á Akureyri. „Karl litli“ hefir áður verið gefinn út, en nú um skeið verið bókin verið ófáanleg. Önnur til af barnabókum þessum er gamall kunningi. Það er myndskreytt útgáfa af „Sigríði Eyjafjarðarsól“, hinni' þekktu útilegumannasögu úr þjóðsögum Jóns Árnasonar, prýðisbók handa börnum. Loks eru svo tvær barnabæk- ur, báðar endursagðar úr sænsku af einum eljusamasta kennara landsins, ísak Jónssyni. Þær heita „Duglegur drengur“ og „Svarti-Pétur og Sara“. Páll lyorstemsson, alþÍMgismagnr: Islenzk viðhorf Skólinn. Allar menningarþjóðir hafa fundið nauðsyn þess að setja á stofn skóla fyrir þegnana, er veita ýmist almenna menntun eða sérmenntun. Það leikur eigi á tveim tungum, að hinu ís- lenzká þjóðfélagi ber nauðsyn til, eigi síður en öðrum menn- ingarþjóðum, að reka sem full- komnasta skóla, allt frá barna- skólum til háskóla. Skólarnir eiga að vera í senn fræðslu- stofnanir og uppeldis, sem koma heimilunum til hjálpar við uppeldi æskunnar. Þeir eru annar höfuðaðilinn um uppeld- ismál þjóðarinnar. Árið 1907 var fyrst lögleidd almenn skóla- skylda hér á landi fyrir börn frá 10—14 ára aldurs. í kaupstöð- unum voru síðan reistir fastir heimangönguskólar fyrir börn- in, en í sveitum var víðast far- kennsla. Við þá stórfelldu breyt- ingu, sem síðan hefir orðið á at- vinnuháttum og þjóðlífi íslend- inga hefir áhrifamáttur heimil- anna víðsvegar í landinu á upp- eldi æskunnar minnkað að mun, en að sama skapi leggst meiri vandi og þyngri ábyrgð á herð- ar skólanna. Með fræðslulögunum frá 1936 var skólaskylda barnanna færð niður í sjö ára aldur og á þann hátt lengd um þrjú ár. Jafn- framt var mörkuð sú stefna að reisa heimavistarskóla fyrir börn og unglinga alls staðar þar, sem heimangönguskólum verð- ur ekki komið við sökum strjál- býlis. Slíkar framkvæmdir eru hin- ar mikilsverðustu og stuðning ríkisins við þær má ekki bresta. Skólabyggingar og verklegar framkvæmdiu á því sviði eru þó út af fyrir sig eigi megintak- mark skólamálanna, heldur auövelda aðeins leiðina að því marki, sem uppeldið á að stefna að. Fornt spakmæli segir, að andi skólabarnanna sé lífgjafi heims- ins. Sjálft skólastarfið og sá andi, sem þar ríkir, er hið eina, sem gefur skólunum gildi. Það er þungamiðja uppeldismál- anna. Á því veltur það, hvort uppeldisáhrif skólanna verða jákvæð eða neikvæð, miða þjóðinni til farsældar eða falls. Öll þjóðip verður því að gera sér þess gréin, hvað eigi að vera efst á baugi í starfsemi skól- anna. * Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa á guð sinn og land sitt skal trúa. Auðsætt er, að það varðar mestu um frelsi og farsæld þjóð- arinnar, að hún sé athafnasöm, íslenzk í hug og háttum, gædd guðstrú og göfgu siðgæði. Eftir þessum meginlínum ber að marka stefnu uppeldismál- anna og starfsemi skólanna. Mjög er ólíkt farið um at- vinnuhætti og aðstöðu alla í sveitum og kaupstöðum lands- ins. Sveitalífið gefur börnum og unglingum, sem alast þar upp, fullt svigrúm og næg tækifæri til að neyta orku sinnar í við- skiptum við dýrin og móðir náttúru. En fólksfæðin er svo mikil í sveitunum, að mörgum unglingum sem alast þar upp, veitist erfitt að afla sér nokk- urs lærdóms að lokinni ferm- ingu, ef sérstök skilyrði eru ekki fyrir hendi heima í sveitunum. Á hinn bóginn vantar æsku- menn þá, er alast upp í kaup- stöðunum iðulega verkefni sök- um takmarkaðrar atvinnu. En atvinnuleysi leiðir marga unglr inga út á refilstigu. Allir æsku- menn landsins þurfa að kynnast af eigin raun fangbrögðunum við framlelðsluna til þess að verða að manni og læra það tvennt að meta gæði jarðarinn- ar og gæta hófs í kröfum um eyðslu verðmæta. Þegar á þetta er litið virðist hyggilegt að færa námsskyldu unglinganna upp í 16 ára aldur. Það mundi veita skólunum rík- ari áhrif á uppeldi æskunnar, heldur en nú er. í sumum sveit- um a. m. k. ætti þá að slaka á kröfunum um skólanám barna innan 10 ára aldurs, en láta lestrarnámið fara fram á heim- ilunum eftir því sem unnt er með aðstoð og undir fullu eftir- liti kennara, sem léti heimil- unum í té hentugar bækur og leiðbeiningar. Því fylgir hvort sem er ærinn vandi, hve vel sem kennararnir vanda starf sitt, að taka sjö og átta ára gömul börn burt af heiniilun- um og undan handleiðslu for- eldranna og hópa þeim saman í. allstóra- heimavistarskóla vik- um og mánuðum saman. Orkar tvímælis um ágæti þeirrar upp- eldisaðferðar. En eftir að hinu venjulega barnaskólanámi lýk- ur, ætti að veita öllum ungling- um nokkra fræðslu í tvo vetur, kenna nokkur bókleg fræði, bæði hagnýt og þjóðleg, svo sem reikning, íslenzku og sögu, en iðka jafnframt íþróttir og fjöl- breytt verklegt nám fyrir pilta og stúlkur. Slík fræðsla eftir fermingaraldur mundi verða mörgum mikilsvert veganesti á vegferð ævinnar. Inntökuskil- yrði héraðsskólanna mætti þá auka nokkuð að sama skapi og gera námið þar sambærilegt við gagnfræðanám. Þetta stutta framhaldsnám yrði tengt við heimavistarskólana í sveitum og veitt með styttri eða lengri nám- skeiðum í skólunum, en gæti að nokkru leyti verið heimanám unglinganna. Jafnframt þessu ætti þjóðfélagið að gera kröfu til þess, að allir æskumenn landsins kynntust nokkuð al- gengri vinnu og leystu af hendi störf við framleiðslu þjóðarinn- ar eigi skemur en tvö sumur eftir fermingaraldur. Mætti framkvæma þetta þann veg, að taka alla æskumenn, sem ekki vinna framleiðsluvinnu ella, í þegnskaparvinnu nokkurn tíma, en veita þeim aftur á móti ó» keypis skólavist tvo vetur þegar eftir fermingaraldur. Yrði þá vitanlega að láta jafnt yfir alla ganga án tillits til efnahags, stéttar eða stöðu foreldranna. Auðlegð fslendinga eða mann- fjöldi veitir þeim aldrei álit meðal þjóðanna eða rétt til sjálfstæðis, hafi þjóðin ekki annað til að bera, sem sérkenn- ir hana og meira er um vert. Þjóðerni vort og þjóðmenning hefir ávallt verið höfuðvígi og meginstyrkur í báráttu þjóðar- innar gegn erlendri ásælni og íhlutun, hvort sem henni var snúið til sóknar eða varnar. Svo mun enn verða. Bili þetta vígi, brestur sá grundvöllur, sem sjálfstæði þjóðarinnar hvílir á. Skólarnir verða því umfram allt að gefa þessu gætur og halda vörð um menningarlegt sjálfstæði þjóðarinnar. Uppeld- isstofnunum þeim, sem þjóðfé- lagið kostar, ber framar öðru að kosta kapps um að koma í veg fyrir það, að æska landsins veikist af iðjuleysi eða slitni úr tengslum við fortíð þjóðar sinnar. **„, Hófleg iðkun íþrótta er hin ákjósanlegasta til að skapa hrausta sál í hraustum líkama ásamt algengum störfum, en þeir menn, sem þekkja bezt sögu þjóðar sinnar og allt það, sem hún hefir skapað, eru að jafn- aði þjóðræknastir. Allt, sem lifir, á sér rætur í skauti liðins tíma. Því betur sem menn sjá út yfir (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.