Tíminn - 01.04.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.04.1944, Blaðsíða 4
144 ÚR B/EIVUM Jóhannes Bjarnason vélaverkíræðingur frá Reykjum í Mosfellssveit er nýkominn heim frá Ameríku. Sænskur sendikennari. Nýkominn er sænskur sendikennari frá Svíþjóð að háskólanum. Hann heitir Peter Hallbcrg og er frá Gauta- borg. Hann kvað tala vel íslenzku, enda er hann einn af nemendum ís- landsvinarins próf. Lindroth, sem hér er mörgum að góðu kunnur. Listsýning. Guðmundur Einarsson frá Miðdal opnar sýningu í dag í Listsýningarskál- anum. Sýnir hann þar málverk, „rader- ingar“, teikningar og höggmyndir. Árekstrar. Thomas A. Glaze, majór, átti tal við blaðamenn í fyrradag og ræddi margt um sambúð hermanna við íslendinga. Kvað hann áfengi oft aðalorsök til árekstranna. Nokkrir menn, karlar og og konur, væru sí og æ að koma vand- ræðum af stað. Kvenfólkið hefði stund- um leikið hermennina grátt, m. a. nefndi hann sem dæmi þess, að her- maður hefði komið utan af landi, ver- ið með 2700 kr. á sér, og kynnst stúlku, en að þeirri kynningu lokinni átti hann enga peninga. Við vitum hvernig pen- ingarnir hurfu, sagði majórinn, en hermaðurinn vildi ekki kæra og þar með var málið úr sögunni. Oft seldu íslendingar hermönnunum áfengis- flöskuna fyrir þetta 200 kr. og stundum reyndist svo vatn eða edik vera í flösk- unum. Einu sinni hefði hermaður, sem keypíi sljka flösku á 225 kr. selt hana aftur íslendingi á sama verði, sem fór svo til lögreglunnar og kærði yfir svik- unum! Stundum okruðu bílstjórar svo á akstri, að hermönnunum sárnaði svo mjög, að þeim yrði laus höndin. — Því miður verður að viðurkenna það, að íslendingar eru ekki saklausir af öllum þeim árekstrum, sem verða við hermennina. Skíðaferðir. Tíminn átti örstutt viðtal við Jón Kaldal í gær. Kvað hann um 20 manns úr í. R., K. R. og Ármanni vera að búa sig út að fara til Siglufjarðar tii þess að keppa á skíðamótinu þar. í fyrra- kvöld hefði f'Tst verið tekið á móti pöntunum um dvöl að Kolviðarhóli um páskana. Fylltist á svipstundu og verður fíöldi frá að hverfa. Tekið er á móti 90 dvalargestum, en það er það fyllsta, sem húsrúm leyfir. Allt var upppantað um páskana í Skíðaskál- anum í Hveradölum strax í febrúar, kvað skrifstofa Kristjáns ó. Skagf jörðs, o" síðan hefir aldrei linnt fyrirspurn- um um dvalarstað þar efra. Snjór er nú mikill í fjöllunum og skíðafæri á- gætt. Laxfossstrandið. Blaðinu hefir borizt prentuð skýrsla frá póst- og símamálastjóra um Lax- fossstrandið. Eru þar framburðir skip- verja á Laxfossi og ýmsra, er aðallega fengust við björgunina. Leiðréttir hún mikið af sögusögnum um þetta mál, sem þyrlað hefir verið upp af mönnum, er litið eða ekkert hafa þekkt til þess, en aðeins haft nægjanlegt af illgirni og hleypidómum fram að þessu. En skýrslan ber það einnig með sér, að ýmis mistök hafa átt sér stað viðvíkj- andi þessu slysi og björgim fólks og farangurs úr skipinu. Hún ber það með sér, að mennirnir hafa ekki þarna, fremur en annars staðar, séð allt fyrir- fram hvað verða mundi og að hægara er um að tala heldur en í að komast. Mikið tjón hefir orðið af Laxfoss- strandinu, en þó langmest fyrir félagið, sem átti skipið, og áframhaldandi tjón og óþægindi verða að þessu slysi fyrir Borgfirðinga og fjölda annarra manna, sem ferðast þurfa eða flytja þessa •fjölförnu leið, er Laxfoss fór. Að'alfundur í Alþýðuhús Reykjavíkur h. f. var haldinn nú í vikunni. Var stjórnin endurkosin, en í henni eiga sæti: Oddur Ólafsson (form. og framkv.stjóri), Jón Axel Pétursson og Ingimar Jónsson. Fundurinn samþykkti m. a. að gefa barnaheimilinu „Vorboðanum" 1000 kr„ barnaspítala „Hringsins" 2000 kr. og 2000 kr. til danskra flóttamanna. Fer mjög i vöxt að félög og einstaklingar gefi góðar gjafir til almenningsþarfa, þegar vel gengur, og er það vel farið. Miðnæturskemmtun. Tveir góðkunnir leikarar, þeir Alfred Andrésson og Haraldur Á. Sigurðsson, hafa þessa dagana öðruvhvoru mið- næturskemmtanir í Ganfya Bíó. Er húsfyllir hjá þeim félögum og aug- lýst er löngu fyrirfram að allt sé út- selt. Þarna fær almenningur nógu mikið léttmeti og vel flutt til þess að geta skemmt sér við um langt skeið. Kvennaástir. K. R. efndi til happdrættis nýlega og gekk vel. Ungur maður ógiftur, Hans Tómasson að nafni, hlaut vinninginn, sem var ísskápur, þvottavél og strauvél, allt ágætir munir í búið. Eitt bæjar- blaðið sagði frá því að heyrst hefði að daginn eftir væri hann búinn að fá tilmæli um kvonfang frá 14 stúlkum og önnur frétt kom. að tveim dögum seinna hefðu þær verið orðnar 25. Stephan G. kvað einu sinni: „Kirkjur og ástmeyjar hyllast ’-á helzt, sem hafa mest skildingaráð." Svona leit hann á það í Ameríku. Kannske það sé eitt- hvað svipað hér? Barðstrendingafélag. Barðstrendingafélag hefir nýlega ver- ið stofnað í bænum. Er það að miklu leyti klofningur úr Breiðfirðingafélag- inu. En í því félagi hefir verið tals- verð ólga að undanförnu, sem nú hefir leitt af sér að Barðstrendingar hafa klofið sig út úr og stofnað með sér nýtt félag. , TlMITVN, laugardagiun 1. apríl 1944 Þýðingar Jóns á Bægisá. (Framh. af 2. síðu) dísarmissinum“ — því verki, sem hann hlaut mesta frægð af. Væri það fyrirtæki, er hvaða menningarstofnun sem er í þessu landi, væri full sæmd af. Þó að allmargt í „Paradísar- missi“ liggi allfjarri hugmynd- um og hugsunarhætti manna nú, þá er það þó fyrir annarra hluta sakir slíkt öndvegis- og merkisrit í íslenzkum bók- menntum, að flesta bókhneigða menn mun fýsa að eiga það í bókaskáp sínum. Fyndist mér sérstaklega vel við eiga, að Bókmenntafélagið, er Jón sjálf- ur leitaði mest til með útgáfu þýðinga sinna, stæði fyrir slíkri útgáfu. En þó væri það því að- eins æskilegt, að Bókmenntafé- lagið tæki útgáfuna að sér, að fljótt yrði hafizt handa, mynd- 'arlega til útgáfunnar stofnað og bókin höfð til sölu á frjálsum markaði. Það hefir mjög um of viljað við brenna, að bækur þær, er félagið (san og Menningar- sjóður) hefir gefið út, hafi verið í leiðinlegum og smekklitlum markatöflustíl að ytra útliti. Þess háttar útgáfa af „Paradís- armissi" á tveggja alda afmæli Jóns á Bægisá myndi fáuip kærkomin. Annars hygg ég, að útgáfa „Paradísarmissis“ þyrfti ekki að vera neitt bónbjargafyrirtæki á þessum'tímum, ef sæmilega vel væri á málum haldið. Ákvcðið að kaupa . . . (Framh. af 1. síðu) b. Gautaborg. Að fengnum þess- um upplýsingum, var ákveðið að leita tilboða í vélar handa 5000 ha. virkjun. Svörin komu um mánaðamótin janúar—fe- brúar og hljóðuðu tilboðin upp á tæpar 800 þús. kr. f. o. b. Gauta- borg. Til samanburðar má geta þess, að tilboðin frá Ameríku í 2400 ha. vélar voru um 950 þús. kr. f. o. b. New York eða meira en tvöfalt sænska verðið. Þar sem reynsla undanfarandi ára frá 1939 að telja, sýnir svo Ijóslega, að allar áætlanir um orkuþörf hafa reynst of knapp- ar, þá ákvað stjórnin að hverfa að því ráði að reisa 5000 hest- afla orkuver við Andakílsárfoss, byggt á þeim tilboðum um vélar, er fengizt hafa frá Svíþjóð og að leita áframhaldandi tilboða á öðru efni til virkjunarinnar frá sama landi. Alþingi hefir veitt ríkis- stjórninni heimild til þess að ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs, lán, er taka þarf til efniskaup- anna frá Svíþjóð og hefir ríkis- stjórnin þegar notað heimildina og veitt umgetna ábyrgð. Landsbankinn, Búnaðarbank- inn og Útvegsbankinn hafa lof- að , að lána þá peninga, sem þarf til þessara kaupa, fyrst um sinn. Gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfi eru einnig fengin. Alþingismennirnir Bjarni Ás- geirsson og Pétur Ottesen hafa veitt félaginu mikilvæga aðstoð. Suðurlandsundír- lendið - Suðurlendið í greinarkorninu „Mjólkur- vegurinn“, er sagt að Herdísar- vík sé bezta veiðistöðin á Suð- urlandinu. Þetta er prentvilla fyrir Suðurlendinu, sem er sam- nefni láglendisins austan fjalls, enda heimamenn þar kallaðir láglendingar, en það er lágkúru- legt orð og var haft um Lág- lendinga' á þingi 1922, og þykir nú heldur hnissubragð að því. M. Egg. Auglýst er nú hámarksverð á eggjum, 16 kr. kg. í smásölu, en 13,40 kr. kg. í heildsölu og er það milli 70 og 80 aura eggið, eftir stærð þeirra. Missögn. í nýútkominni Samvinnu segir, að Jón Magnússon, skáld, hafi verið al- inn uþp i Þingvallasveit. Hann dvaldi þar reyndar um nokkurt skeið á ung- lingsárum sínum. En hann var fæddur og alinn upp í Borgarfirðinum, en fór þaðan austur í Þingvallasveit, þegar hann var kominn að fermingu. — Þessi missögn hefir gengið aftur í hverju ritinu af öðru, svo að rétt þykir áð leiðrétta það hér. Erlent yflrlit. (Framli. af 1. síðu) haf, aðallega þó á Ítalíu, og í Bretlandi. Brezk blöð telja það einn helzta ávinriingiiln við Ítalíu- styrjöldina, að hún bindi 25 þýzk herfylki, er Þjóðverjar gætu haft annars staðar. Þá hafi Bandamenn náð yfirráðum þýð- ingarmikilla flugvalla, er stór- úm stytti flugárásir á austur- rískar og tékkneskar hergagna- smiðjur. Loks segja þau, að Bandarnenn keppi vart eftir öðru á Ítalíu fyrst um sinn en að ná Rómaborg, ekki vegna hernaðarlegrar þýðingar stað- arins,- heldur þeirra andlegu á- hrifa, er það myndi hafa á ítali. Þessi rök ensku blaðanna geta tæpast talizt veigamikil, þegar þess er gætt, að Bandamenn binda bæði fjölmennan her, þó sérstaklega flugher, vegna ítal- íustyrjaldarinnar. Þess vegna verður að leita - annarra skýr- inga og kemur þá einkum tvennt til greina: Varnir Þjóð- verja hafi reynzt Bandamönn- um stórum erfiðari en þeir gerðu ráð fyrir, ellegar að Bandamenn séu að undirbúa innrás annars- staðar. Virðist þá Júgóslavía koma fyrst til greina. Bæði er tiltö.lulega auðveldast að komast þangað og þar er fyrir öflugur liðskostur, sem er her Titos marskálks. Aðgerðaleysi 8. hers- ins bendir einmitt í þessa átt. Stjórn Titos marskálks nýtur líka vaxandi viðurkenningar Bandamanna að sama skapi og júgóslavneska stjórnin í Kairó færist í skuggann. í stjórnmálalífi ítala sjálfra gerist fátt merkilegt. Flokkariðl- ið virðist þó stöðugt vaxa. Bandamenn hafa nú afhent Ba- dogliostjórninni borgaralega stjórn þeirra héraða, sem- þeir hafa tekið. Athygli vekur, að stjórnmálasamband er komið á milli Badogliostjórnarinnar og rússnesku stjórnarinnar. Bado- glio og Stalin hafa skipzt á vin- samlegum orðsendingum. Ýms- ir telja þetta merki þess, að Badoglio hyggi á liðveizlu vinstri manna. tslenzk vlðhorf. (Framh' af 2. síðu) takmörk líðandi stundar, þeim mun betur skilja menn köllún þjóðar sinnar, eðli hennar, að- stöðu og samband við aðrar þjóðir. Þjóðræknin er tengd þekkingu mannsins á eðli sjálfs sín og sambandi hans við um- hverfið og örlög þeirrar þjóðar, sem hann er runninn af. En til þess að þjóðmenning geti skoð- azt traustur grundvöllur frels- is og sjálfstæðis, verður hún að eiga sér djúpar rætur í eðli og aðstæðum þjóðarinnar sjálfrar. í skólunum ber því að leggja höfuðáherzlu á að kenna hverj- um einasta æskumanni til hlít- ar megindrættina í sögu þjóðar- innar frá upphafi og fram á þennan dag og glæða skilning á öllu því, sem þjóðin hefir skapað, og meðvitundina um andlega eign hennar. Þessa þekkingu má vitanlega veita með ýmsu móti, svo að nemend- um skólanna verði hún hug- stæð. Verður það ávallt að mestu leyti á valdi hvers kennara um sig og árangurinn háður áhrif- um hans og hæfni. En fræðslu- málastjórniri ætti að lyfta undir þetta og leggja á það áherzlu og þunga með því að gefa út bækling, þar sem veru haglega samandregin í nokkrar greinar meginatriðin úr sögu þjóðarinn- ar, og gera hverjum æskumanni skylt að læra þau til fullrar hlítar, áður en skólaskyldunn lýkúr. Sagan sýnir okkur bezt, að fyrir breytni og hátterni ein- staklinga og þjóða geta skapazt brautarmót á vegferð þeirra, þar sem annar vegurinn liggur til farsældar, en hinn til falls. Skólarnir eiga ennfremur að beina áhrifum sínum og starfi afdráttarlaust að því ásamt heimilunum og kirkjunni að efla kristilegt siðgæði þjóðar- innar með því að kynna æsku landsins fagnaðarerindi krist- indómsins og höfund þess, þann höfund, sem gaf sjálfur áminn- ingu um að leyfa börnunum að koma til sín og banna þeim það ekki og einn allra gat með fyllsta Bygginga- snennl Vér höfum fyrirliggjandi: INNIHURÐIR, ÚTIHURÐIR, KARMLISTA, GÓLFLISTA, DÚKLISTA, RÚÐULISTA, GLUGGAEFNI o. fl. Smíðum allt til húsa með.stutt- um afgreiðslufresti. S ö g í n h. f. Sími 5652. Höfðatún 2 — Reykjavík. Stórmerkilegar tillögur. (Framh. af 1. síðu) Dreifing 2.430.000,00 ísaf j arðarvirkj anir 2.750.000,00 Samtals kr. 12.290.000,00 Reksturskostnaður 10% — kr. 1.229.000,00 á ári. Árskílówattið kostað þannig kr. 328,00. Kílówattstundin kostar not- andinn þannig, miðað við 4000 til 5000 klst. notkun, 6y2—8V4 eyris. Y i ðbót arvir k j anir. Þegar búið væri að nota að fullu.þau 500 wött á mann, sem að framan er gert ráð fyrir, og ef óskað væri eftir að auka afilð upp í 1000 wött á mann, eins og ráðgert hefir verið að hæst þyrfti hér á landi, mætti vel hugsa sér að virkja til viðbótar um 6000 hestöfl í Mjólkuránum í Arnarfirði, en virkjunarathug- anir benda til, að virkjún verði eigi dýrari þar en í Dynj- andisá. Eigi mundi þurfa að bæta nokkru verulegu við kostn- að í línum til að flytja orku, en nýjan kostnað við spennistöðv- ar mundi mega áætla 80% af upprunalegum kostnaði og enn- fremur kostnað við dreifingu á hinni nýju orku í kauptúnum og sveitum 80% í viðbót við upp- runalegan kostnað. Þannig mætti reikna kostn- aðinn við að bæta 500 wöttum af raforku á mann og tvöfalda þannig orkuna: Mj ólkurárvirk j un 6000 hestöfl 6.000.000,00 Aðalspennistöðvar, viðbót 800.000,00 Dreifing raforku, viðbót 3.200.000,00 Kr. 10.000.000,00 Sé hins vegar eins og að fram- an er reiknað með efni lækk- uðu um helming og vinnu um einn fjórða hluta, verður allur kostnaðurinn af viðbótinni ca. kr. 6.000.000,00. Samkvæmt þessu yrði viðbótarraforkan þannig allt að því helmingi ódýrari eða miðað við hærra verðið 5—6 aurar kílówattÁtundin, en miðað við lægra verðið 3—4 aurar, ef gert er ráð fyrir notkun viðbót- arorkunnar í jafnmargar klukkustundir á ári og í fyrra fallinu. Það skal tekið fram, að með því að hér er aðeins um bráða- birgðaáætlun að ræða, verður að gera ráð fyrir að sumum lið- um áætlunarinnar þurfi að breyta, en að sjálfsögðu verður nauðsynleg að gera nákvæma fullnaðaráætlun, þegar ákveðið hefir verið að ráðast í fyrir- tækið. Gengið er út frá því að fyrir- tækið verði ríkiseign og rekið af ríkinu a. m. k. hvað virkjanir, aðalorkuflutningslínur og aðal- spenriistöðvar snertir. sanni sagt: Lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítil- látur. 35. blað ■ GAMLA BÍÓ. Þau hittust I Bombay (They Met in Bombay). CLARK GABLE, ROSALIND RUSSELL. Sýnd kl. 7 og 9 Börn innan 12 ára fá ekki affg-ang. STROKUFANGARNIR Sýnd kl. 3 og 5 Börn fá ekki affgang. ► NÝJA BÍÓ. „Gög og Gokke“ og galdrakarlinn („A Hunting we will Go“). I Fjörug mynd og spenn- andi. STAN LAUREL, OLIVER HARDY. og töframaðurinn DANTE. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tónlistarfélaqiii o§i Leikfélag R.eyhjavíhur „Pétur (liaiitiir^ Leikstjóri: frú Gerd Grieg. Önnur sýning annaff kvöld kl. 8 Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 í dag. Bókbíndarar Cérting, Saurblaffapappír og Spjaldapappír höfum viff fyrirliggjandi. Veggfóðursverzlim Víctors Helgasouar Hverfisgötu 37. Sími 5949. Brunatryggingaríðgjöld Samkvæmt samningi viff h. f. Almennar Trygg- ingar um brunatryggingar á húsum í Reykjavík, dags. 21. þ. m., falla brunatryggingargjöldin í gjald- daga 1. apríl, svo sem aff undanförnu. En vegna breytinga er gera verffur á öllum tryggingarfjárhæffum skv. löguní nr. 87, 16. desember 1943, VERÐUR EKKI UNNT AÐ INNHEIMTA IÐ- GJÖLDIN FYR EN SÍÐAR í VOR, og veröur þaff þá auglýst, auk þess sem húseigendum verffa sendir gjaldsefflar svo sem venja hefir veriff. Borgarstjórinn í Reykjavík, 13. marz 1944. Bjarní Benediktsson. NÝ SKÁLDSAGA: Fjallið og draumurinn eftir ÓlaS Jóhann Sigurdsson Ólafur Jóh. Sigurðsson er ungur rithöfundur, sem menn hafa gert sér miklar vonir um, frá því hann birti fyrstu bók sína, aðeins 17 ára gamall. Eftir hann eru áður komnar út, auk barnabóka, tvær skáldsögur og eitt smásagnasafn. FJALLIÐ OG DRAUMURINN hlýtur aff vekja athygli vegna þess, hve bókin er óvenjulega vel skrifuff af jafn ungu skáldi. Sagan lýsir æskuárum íslenzkrar sveitastúlku, fram til þess hún giftist og fer að búa sjálf.' Er sennilegt, að höfundur hugsi sér framhald af verkinu, og ætli sér með þvi að rita sögu íslenzku sveitakonunnar. Fjalliff og draumurinn er safarík bók, ljóðræn í stíl, fögur að máli. Þessum unga rithöfundi ættu íslendingar að fylgjast vel með. Fjalliff og draumurinn vekur á skáldinu nýtt traust. Bókin er í stóru broti, 432 þéttletraðar blaðsíð- ur, vönduð að prentun og öllum frágangi. Verð 50 kr. heft, 62 kr. innbundin. Kápumynd eftir Þorvald Skúlason. Fjalliff og draumurinn fæst í öllum bókaverzl- unum, en Bókabúð Máls og menningar hefir bókina í umboðssölu. ♦ ÚTBREIÐIÐ TIMANN#

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.