Tíminn - 18.04.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.04.1944, Blaðsíða 2
158 TÍMINN, þriðjudagmn 18. apríl 1944 39. blað Hinn 19. þ. m. er Helgi Jón- asson, héraðslæknir á Stórólfs- hvoli fimmtugur. Hami er fædd- ur að Reynifelli á Rangárvöll- um, sonur hinna merku og þjóð- kunnu hjóna, Jónasar Árnason- ar og Sigríðar Helgadóttur, er þar bjuggu hinu mesta myndar- og rausnarbúi um margra ára skeið. Voru þáu bæði af styrk- um rangæskum stofnum langt í ættir fram. Faðir hans var sonur Árna Guðmundssonar, er einnig bjó á Reynifelli, en hann sonur Guðmundar Brynjólfsson- ar á Keldum. Er mikill ættlegg- ur af honum kominn í Rangár- þingi, sem kunnugt er. Er það svokölluð Keldnaætt, sem er ein grein hinnar alkunnu og fjöl- mennu Víkingslækjarættar á Suðurlandi. Langamma hans önnur í móðurættina var hins vegar Ingibjörg Sæmundsdóttir á Barkarstöðum, Sæm. í Ey- vindarholti, föður Tómasar Sæ- mundssonar, prófasts á Breiða- bólsstað. Er það svokölluð Bark- arstaða- eða Eyvindarholtsætt, sem ekki er síður kunn og fjöl- menn, og margt ágætra manna í þeim hópi. — Má segja um báðar þessar ættir, Keldna- og Barkarstaða að flest fólk af þeim sé með hvað skírustum ættar- einkennum í Rangárþingi, festu, manndómi og rausnarbrag, og á aðra hlið gætir mjög hispurs- leysis, hreinskilni og drengskap- a,r í allri framkomu. Enda hygg ég, að fáir muni bera þessi ætt- einkenni betur upþi en Helgi læknir Jónasson. — Munu það . flestir mæla, sem kynnast hon- um bezt, að traustari, dreng- lyndari og hreinni mann muni erfitt að finna. Hann settist í Menntaskólann í Reykjavík haustið 1910 og lauk þar stúdentsprófi vorið 1916. — Þá um haustið sama ár tók hann að nema læknisfræði við háskól- ann og útskrifaðist þaðan í febrúar árið 1922 með góðri einkunn. Síðan fór hann til framhaldsnáms í Danmörku og Þýzkalandi, en gerðist á árinu 1923 aðstoðarlæknir Guðmund- ar heit. Guðfinnssonar, læknis á Stórólfshvoli, sem þá var þing- maður Rangæinga. Fór Guð- mundur utan til að leggja stund á augnlækningar sama ár, og kom ekki til embættis síns eftir það. Þjónaði Helgi læknir hér- aðinufyrir hann á meðan, þar til hann sagði því lausu á árinu 1925, en þá var hann settur fyrst um sinn héraðslæknir í Rangár- þingi, og fékk veitingu fyrif því fáum mánuðum síðar. Var þá venja að veita læknisembættin fyrst og fremst eftir þjónustu- aldri umsækjenda, en fyri^al- mennar áskoranir héraðsbúa var frá þeirri venju brugðið, að þessu sinni, og Helga veitt embættið, þótt eldri og reyndari læknar sæktu á móti. — Helgi vann fljótt traust hér- aðsbúa sem læknir þeirra og má fullyrða, að það hefir farið sí- vaxandi með árunum, og það svo, að andstæðins?)ir hans í stjórnmálum nota það sem sitt skæðasta vopn gegn honum, síðán hann fór að bjóða sig fram til þingsetu, að héi'aðsbúar geti ekki misst hann sem lækni þá tíma, sem þing stendur yfii'r, þótt jafnan fái hann þá aðra og oft ágæta lækna, til að genga störfum fyrir sig á meðan. Það mun þá líka sannast mála, að það er vandfyllt skarð hans sem læknis, þótt ekki sé nema um stundarsakir. Hann vinnur fljótt traust sjúklinga sinna, er öruggur, úrræðagóður og glöggur, og laus við allan of- látungshátt. Gengur hann raun- hæft að hverju starfi og er fljót- ur að greina sjúkdóma og glögg- ur mjög í því efni. — Rangárhérað er eitt erfiðasta og fjölmennasta læknishérað utan kaupstaða landsins. Býr allt fólkið í strjálbýli og áður en vötnin, Markarfljót og Þverá voru brúuð. voru samgöngur mjög erfiðar oftast og einatt hættulegar ferðir, sem fara varð. Það var þá líka altalað, að eng- inn entist til að vera læknir í þessu héraði meir en 10—15 ár, og hafði sú verið raunin á, áður en Helgi kom í héraðið. — Hann hefir nú gegnt því í' 21 ár fullt. Þar af 11 ár áður en vötnin voru brúuð og ekki átt náðuga daga, frekar en fyrirrennarar hans. Síðan farið var að nota bifreiðar meira til ferðalaga ,hefir vitj- unum til læknis einnig fjölgað mjög, svo að ferðalög eru ennþá óslitin eftir sem áður, og oft Fimmtugur á morguni Helgi Jónasson héraðslæknir og alþíngísmadur bæði nótt og dag. En Helgi lækn- ir er duglegur ferðamaður, þrek- mikill, öruggur og óhlífinn, enda hefir það komið sér vel í margri svaðilförinni, sem hann hefir orðið að fara. Hygg ég að margar ferðir héraðslæknanna í Ringárþingi undanfarið, í náttmyrkri, hríðarveðri, vatna- gangi og á vegleysum væri ekki síður frásagnarvert og þess vert að það geymist, en ýmis- legt annað, sem skráð hefir ver- ið_ um f erðalög hér á landi og fangbrögð við óbeizluð og tryllt náttúruöfl í landi voru. . En þrátt fyrir hin umsvifa- miklu og erfiðu íæknisstðrf hef- ir Helgi Jónasson einnig beitt kröftúm sínum víð önnur og erfið viðfangsefni. Búskap hefir hann rekið með atorku og skör- ungsskap á Stórólfshvoli alla tíð síðan hann kom þangað. Hann hefir látið slétta allt túnið þar, stækkað það stórlega, og aflar nú allra heyja eða svo að segja á véltæku landi. Hann er bú- maður ágætur, hygginn og glöggur um framkvæmdir, og ávaxtar með prýði eiginleika' hinna styrku bændaætta, sem hann er af kominn, við búskap sinn. Áhugi hans fyrir hverskonar íélagsmálum og umbótamálum héraðs síns, hefir verið mikill og einlægur alla tíð. Strax er hann kom í héraðið gerðist hann einn ötulasti og traustasti sam- vinnu- og umbótamaður þar, frjálshuga og fylginn sér við hvert mál, er hann taldi til um- bóta horfa. Hann gerðist brátt einn öruggasti og áhugasamasti styrktarmaður Framsóknarfl. í héraðinu, og hefirverið formað- ur félags Framsóknarmanna þar síðan það var stofnað á árinu 1932. Flokksmenn hans reyndu fljótlega og ítrekað að fá hann til framboðs til Alþingis, sakir hæfileika hans, trausts og vin- sælda, en hann hafnaði því jafn- an, þótt enginn legði meira á sig til að vinna hverja kosningu /yrir samherja sína en hann. Taldi hann sig svo störfum hlað- inn, að hann gæti ekki sinnt þingstörfum, þótt áhuginn væri mikill fyrir þeim málum jafnan. En 1934, þegar Framsóknarfl. hafði klofnað, og óvissa var mik- il um, hvernig kosningar myndu fara, lögðu flokksmenn hans svo fast að honum, að vera í kjöri, að hann átti ekki undankomu auðið, enda var það þá vitað, að hann myndi bezt geta bæði sameinað flokksmenn og unnið inn í raðir > andstæðinganna. Framsóknarflokkurinn hafði jafnan til þess tíma verið í minni hluta í Rangárvallasýslu, þótt stundum hefði hann fengið þar bingmenn kosna fyrir sundrung og ósamkomulag andstæðing- anna. Það var því ekki glæsi- legt að leggja út í kosnigu þar, með flokkinn klofinn og ein- hverja bezt metnu menn aðal- andstöðuflokksins í framboði á móti, þá Jón heit. Ólafsson og Pétur Magnússon, bankastjóra. Kosníngin fór þá einnig þannig, að Sjálfstæðismenn unnu, en það munaði svo litlu, — aðeins fáum atkvæðum, — að það kom okkur næstum á óvart, sem vor- um í framboði fyrir Framsókn- arflokkinn, og sýndi að Rangár- vallasýsla var raunverulega unn- in fyrir Framsóknarflokkinn, enda fór svo 1937 með sömu frambjóðendur frá báðum flokk- um, að Framsóknarflokkurinn vann hreinan meiri hluta í fyrsta sinn í sýslunni. Síðan hefir fylgi hans haldið áfram að vaxa, og Helgi Jónasson verið þingmaður við vaxandi traust og áhrif, bæði innan þings og utan. Hann er fylginn sér í hverju máli, ein- arður og áhugasamur um allt, sem til umbóta horfir, og þéttur fyrir, ef að honum er sótt. Hann hefir setið í fjárveitinganefnd síðan hann kom á þing, og nýtur fyllsta trausts flokksmanna sinna í því vandasama starfi. — Mörgum málum héraðsins hefir miðað drjúgum áfram síðan hann tók við umuoði fyrir það, og bændur eiga í hoiium einn traustasta og einlægasta mál- svara sinn á þingi. Ég held, að Helgi læknir sé einn þeirra gæfusömu og farsælu manna, sem fer jafnt og þétt vaxandi með hverju starfi, sem hann vinnur að. Ber það jafnan bezt- an vottinn um þá alúð og ein- læghi, sem í störfin er lögð. Á hann hafa því að vonum hlað- izt stöðugt fleiri trúnaðarstörf heima í héraði, sem of langt yrði hér að rekja. En þó að við samherjar og héraðsbúar minnumst, við þessi merku tímamót í ævi Helga læknis, hins mikla og góða starfsferils hans, sem að baki er, sem læknis, þingmanns og bónda — minnumst vér nán- ustu vinir hans og samstarfs- menn þó fyrst og fremst manns- ins sjálfs, og þeirra óvenju- legu mannkosta og manndóms, sem við höfum kynnzt hjá hon- um. Eftir margra ára vináttu og samstarf, sem aldrei hefir borið skugga á, verð ég að játa það, að ég hefi engum manni kynnzt, sem oftar hefir minnt mig á hina beztu kosti forfeðra vorra, drengskap, óbrigðula vin^ áttu • og örugga og æðrulausa karlmennsku í hverri raun. — Kvæntur v er Helgi læknir Oddnýju Guðmundsdóttur frá Bakka í Landeyjum, og eiga þau 4 sonu, 2 í Menntaskólanum á Akureyri og 2 heima. — Frú Oddný hefði lært hjúkrunar- störf og unnið að þeim áður en hún giftist, og hefirNaún að- stoðað mann sinn við læknis- störf og læknisaðgerðir af frá- bærri alúð og fórnfýsi. Rögg- semi hennar og myndarskapur við bú og heimilisstjórn hefir verið frábær, enda hefir það komið sér vel á heimili, þar sem stöðugur gestagangur er alla daga, heimilis- og búskapar- annir miklar, og húsbóndinn flesta daga heiman að, meira og minna. Þetta hefir þó ekki séð á búskap eða heimilishag, og sýnir það bezt, að húsfreyjan hefir verið samhent og lík bónda sínum um öll störf og fyrir- hyggju. Ekki mun það ósjaldan heldur, að frú Oddný hafi getað hjálpað þeim, sem læknis vitj- uðu, er maður hennar var ekki heima. Á fimmtugsafmælinu þökkum vér samherjar, héraðsbúar og vinir Helga læknis honum unnin störf, vináttu og samstarf og óskum honum áframhaldandi starfsláns, gengis og hamingju, en okkur sjálfum um leið, að vér megum sem lengst njóta samstarfs hans, læknisþjónustu og vináttu. Sveinbjörn Högnason. Helgi læknir. Svo er hann jafnan nefndur í héraði. Væri sagt Helgi Jónasson eða aðeins „læknirinn", mundu flestir þurfa nokkra stund til að átta sig á, við hvern væri átt. Þegar menn verða svo ógæfu- samir að lenda í sjúkdómsnauð- um, þá verður fyrst fyrir að leita læknis, í von um úrræði. Þar, sem ég þekki til í Rangár- héraði, er ekki nóg að ná í lækn- inn, það verður að ná í Helga lækni. Við hann eru fyrst og fremst vonirnar bundnar. Vel má spyrja, hvers vegna sé meiri hjálpar að vænta frá honum en öðrum og vel má vera, að mörg- um vefðist tunga um tönn, væri hann um það spurður. Fjölda manna er svo farið, að eiga erf- itt með að gera grein fyrir því, er þeim þykir mikið um vert. Þó hygg ég, að svör flestra, er nauðuiega hafa orðið staddir vegna veikinda, yrðu eitthvað á þessa leið: Það er maðurinn Helgi Jónasson, sem þarf að koma, hann' færir líf, hreysti, ljós og afl inn á heimilið. Það er því líkast, að hann víki til hliðar öllu því, er beygir. Mað- urinn og starf hans er eitt og hið sama. — Helgi læknir er einn af þeim mönnum, sem hefir af miklu að taka og fórnar miklu, án þess að vita af því sjálfur. Hann á líkamsþrek í bezta lagi og sem hann fæst ekki til að mæla í pundum eða aurum. Hann á líknarlund karlmennisins, sem finnur til eins og barn. Hann mætir torfærum eins og hetja í bardaga, en skilur þó ekki við sig móðurhendurnar. Þegar hann er sóttur á hesti, er hann, sem endranær, fullur áhuga, að komast til sjúklingsins, en þó er fáum mönnum betra að lána hest, þó með þyngstu mönnum sé. Svo nærgætinn er hann við, hestinn. Og sem táknrænt dæmi má nefna hve hispurs- laust hann segir mönnum sann- leikann og „til syndanna", án þess að móðga eða særa þann, er hann á orðastað við. Þeir, sem hafa orðið þessa varir, og þekkja ekki manninn að öðru, ættu að geta ráðið i fleira af því, er með honum býr. Ég er ekki maður til að dæma um bóklega þekkingu Helga læknis í fræðigrein hans, enda skiptir hún minna máli, þegar til kastanna kemur. Það sem þá skiptir máli, er að geta sýnt vit sitt í verki. Líknarverk hans eru orðin ósegjanlega mörg og mörg stór. Hann hefir alla sína lækn- istíð verið einkar lánsamur við verk sín og vaxið í starfi. Og svo hefir hann verið glögg- ur á sjúkdóma, að ég veit ekki þess dæmi, að dómi hans eða á- liti hafi verið raskað þó til hærri staða hafi verið skotið. Helgi læknir hefir þann hátt, þegar hann hlustar eða rann sakar sjúkling, að leggja aftur augun. Mér hefir oft dottið í hug, hvort hann væri þá að gefa brjóstviti sínu lausan taum. Ég veit ekkert um þetta. En al- kunnugt er, að brjóstvit gengur oft bókviti feti framar. Áður en „vötnin" — Þverá, Affall, Álar og Markarfljót — voru brúuð, komust menn oft í krappan danz, þó yfir flyti. Þess voru dæmin, að þegar hestar gengu ekki í þau fyrir ísskriði eða jakaburði, að Helgi læknir gekk fyrir hesti sínum, óð vötnin á brjóst og barg með því mannslífum. Nú eru þessar tor- færur hamdar með brúm, svo að síður þarf að lenda í slíkum þrekraunum. En menn með skapgerð Helga læknis finna sér ævinlega ný verkefni, þótt öðr- um sé lokið. Og vel megum við eldri menn, sem þykir annað veifið yngri menn átakaléttir, una því, að enn skuli til lund- erni Sveins Pálssonar, er hann fékk Kóp að láni. — Telja má víst að héraðsbúar sendi Helga lækni hlýjan hug og heilan á þessum tímamótum ævi hans, með ósk um farsæla framtíð, og einnig hinni mætu konu hans, Oddnýju Guð- mundsdóttur, sem hefir aðstoð- að mann sinn með frábærum dugnaði og hjálpfysi. En þó mun sú óskin heitust, að þeir megi enn hjóta mannkosta þeirra hjóna um ómælt skeið. Guðmundur Árnason. Það er hvorttveggja, að mér er ljúft að senda vini mínum Helga lækni Jónassyni á Stór- ólfshvoli hugheilar kveðjur nú á fimmtugsafmæli hans og enda er mér skylt £ð þakka honum vináttu og samstarf að undan- förnu. Ég hefi kynnzt Helga Jónassyni og heimili hans mjög náið undanfarinn áratug og þó lengur. Hefi ég oft dvalið á heimili læknishjónanna á Stórólfshvoli og ávallt þótt þangað gott að koma. Þau kynni hafa sannfært mig um það, að Helgi Jónasson er mikill at- hafnamaður og afbragðs dreng- ur, sem ávallt gefst því betur, sem meira á reynir. , Helgi Jónasson er læknir að menntun, en hæfileikar hans og aðstaða í héraði hafa valdið því, að hann hefir orðið að hafa mörg járn í eldinum í einu og hefir honum ávalt tekizt að sjá um að ekkert þeirra hitnaði um of. Helgi Jónasson er héraðslækn- ir í erfiðasta og fólksflesta .sveitalæknishéraði landsins. Þessu umsvifamikla 'og erfiða starfi hefir hann gegnt með af- burða trúmennsku og dugnaði. Ég hefi oft verið gestur læknis- hjónanna á Stórólfshvoli og á þann hátt fylgzt með því hve fljótur læknirinn hefir verið að bregða við, hvort sem hans er vitjað að nóttu eða degi. Er það að verðleikum hve almennra vinsælda hann nýtur í héraði vegna læknisstarfa sinna. En það er ekki á annara færi en afburða þrekmanna, að gegna jafn erfiðu of erilsömu starfi og héraðslæknisembættið í Rangárþingi er, með þeim dugn- aði, þeirri árvekni og trú- mennsku sem Helgi Jónasson á- vallt sýnir. Samhliða því að gegna héraðs- læknisembættinu rekur Helgi Jónasson stórbú á Stórólfshvoli, eitt hið stærsta í Rangárþingi. Og búskapurinn hjá Helga er engin hornreka, sem aðeins er nafnið tómt. Hann er afkom- andi merkra bændaætta í Rangárþingi og hefir í ríkum mæli öll hin beztu einkenni ís- lenzkrar bændastéttar. Hann hefir stórbætt ábúðarjörð sína, sem hann er þó aðeins leiduliði á. Helgi Jónasson er svo sam- gróinn sveit sinni og hinu svip- mikla og fagra héraði og ást hans til jarðarinnar — moldar- innar, — sem elur okkur og fæðir, er svo sterk, að hann verður að fegra og bæta þá jörð, sem hann situr. Það er óbland- in ánægja að ganga með Helga Jónassyni um landareign hans og sjá og finna hve mikil nautn honum er að starfa að búskap og sinna honum. Oft hefir mér virzt svo, að helzta hvíld Helga frá hinum erilsömu embættis- störfum, sé sú, að stjórna búi sínu og grípa sjálfur þar í verk, sem þörf er fyrir. Helgi Jónassoii er sómi íslenzkrar bændastétt- ar og hefir hann glögglega sýnt það, að jafnvel þeir embættis- menn í sveit, sem erfiðustu og vandasömustu störfum gegna, geta sinnt búskap og stundað hann svo, að til fyrirmyndar megi teljast. * Það verður nú sennilega fremur að teljast til nokkurs- konar aukastarfa hjá Helga, að hann hefir um langt árabil ver- ið annar aðalforingi Framsókn- armanna í sínu héraði og setið á Alþingi fyrir Rangæinga síð- ustu 7 árin. Rangárvallasýsla hefir verið eitthvert mesta bar- áttukjördæmi landsins undan- farin 15 ár. Hefir Helgi Jónas- son beitt sér í hinum pólit- ísku átökum með harðfengi og dugnaði, enda er hann skapmik- ill og lítt fyrir það gefinn að láta hlut sinn. En það sýnir nokkuð glögglega hvílíkur dren,gskaparmaður Helgi Jón- asson er, einnig í hinni pólit- ísku orrahríð, að pólitískir and- stæðingar hans í héraði, sem sumir hverjir hlífast lítt við, hafa helzt reynt að bægja hon- um frá þingsetu á þeim forsend- um, að ef hann sæti á Alþingi, gæti hann ekki gegnt héraðs- læknisstarfi sínu og væri það lítt bætanlegt áfall fyrir hér- aðið. Þetta er góður dómur frá andstæðingum og sýnir glöggt, að ekki muni hægt um vik að finna höggstað á Helga. En þótt Helgi Jónasson sé þrekmaður mikill og duglegur til starfa, hygg ég þó að honum hefði orðið ofraun að sinna þeim verkefnum, sem ég hefi nefnt, og það með þeim ágætum, sem raun ber vitni um, ef hann hefði staðið einn. Helgi á ágæta konu, stórgáfaða og þrekmikla, þótt við vanheilsu hafi átt að stríða um skeið. Frú Oddný Guðmundsdóttir hefir stutt mann sinn dyggilega í hans um- fangsmiklu störfum. Heimili þeirra hjóna er í þjóðbraut, og eins og að líkum lætur, er oft gestkvæmt hjá héraðslæknin- um og alþingismanninum. Enda má víst fullyrða, að á Stórólfs- hvoli séu alltaf fleiri eða færri gestir, og ávallt verða það hús- freyjurnar, sem slíkt bitnar einkum á. Ég veit, að það er fá- um hent að inna af höndum störf húsfreyjunnar á Stór- ólfshvoli. Ég óska Helga' Jónassyni ekki til hamingju með það að hafa náð fimmtugsaldri, það út af fyrir sig er ekkert gleðiefni. En ég óska honum til hamingju með þau miklu störf sem hann hefir innt af höndum fyrir hér- að sitt og land, og ég vona, að læknishjónin á Stórólfshvoli eigi ennþá langan starfsdag fram- undan. Steingrímur Steinþórsson. Lýðveldísfrímerki Eftirfarandi tilkynning hefir Tímanum borizt frá póst- og simamálastjórninni: Gefin verða út sérstök hátíð- arfrímerki hinn 177. júni í til- efni af væntanlegri lýðveldis- stofnun. Frímerkin verða með mynd Jóns Sigurðssonar og dag- setningunni 17. júní 1944. Gef- in verða út 6 mismunandi gildi og verður upplagið sem hér segir: 10 aura gildi 500000 merki 25 aura gidi 500000 merki 1 krónu gildi 300000 merki 5 krónu gildi 100000 merki 10 krónu gildi 50000 merki Frímerki þessi gilda á alls- konar póstsendingar frá og með 17. júní 1944, þar til Öðruvísi kann að verða ákveðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.