Tíminn - 18.04.1944, Qupperneq 4

Tíminn - 18.04.1944, Qupperneq 4
160 TlMlW. [iriðjudagiim 18. aprál 1944 39. blað ÚR BÆNIIM Frá amerísku listsýningunni. Um 2000 manns hafa þegar sótt sýn- ingu þá á amerískum vatnslitamynd- um og eftirmyndum ameríska og evrópskra málverka, sem nú stendur yfir í Sýningaskála myndlistamanna, og opnuö var síðdegis á miðvikudag- in var. Vegna fjölda áskorana hefur Upp- lýsingadeild Bandaríkjastjórnar, sem stendur fyrir sýningunni, gert ráð- stafanir til þess að Sgt. Reino Luoma, hinn finnsk-ameríski píanoleikari, leiki þar í annað sinn, og verður það kl. 21,30 á fimmtudagskvöldið. Leikur hann þá tónverk eftir Brahms, Baeh- Rummel, Chopin, Debussy og Pagan- ini-Liszt. Annað kvöld leikur 35 manna lúðra- sveit Bandaríkjahersins, kl. 21,30, und- ir stjórn Mr. John Corley. Einnig syng- ur Corporal Gomer Wolf, barytonsöng- vari, en hann er söngvari við San Carlo Óperuna í New York áður en hann gekk í herinn. Sýningunni verður lokið kl. 24,00 á föstudagskvöldið kemur. Mannslát. Séra Jón Árnason, fyrrum prestm' á Bíldudal, lézt nýlega 1 Reykjavík í hárri lelli. Frá fundi Norræna félagsins. Á skemmtifundi Norræna félagsins síðastl. föstudagskvöld flutti danski ritstjórinn Ole Kiilerich, sem getið var um í seinasta blaði, fyrirlestur um ástand og viðhorf í Danmörku eftir hernámið. Fyrirlestm- Kiilerichs var skýr og snjall, og lýsti hann þar bar- áttu Dana heima í Danmörku, bar- áttunni fyrir hinum norræna menn- ingararfi frelsi, og öörum mannrétt- indum svo sem málfrelsi, ritfrelsi og heiðarlegu réttarfari. Þá lýsti hann hvernig samhugur og vinátta milli hinna norrænu þjóða hefði vaxið með- an á stríðinu hefir staðið. í Svíþjóð eru t. d. 42 þúsundir flóttamanna frá Noregi og Danmörku. Meðal þessa fólks og Svianna hefur skapazt vin- átta, sterkari og innilegri, en nokkru sinni hefur áður átt sér stað milli hinna norrænu þjóða. Pétur Jónsson óperusöngvari söng nokkur dönsk lög við mjög góðar und- irtektir áheyrenda, með undirleik Páls ísólfssonar. Að lokum var dansað fram eftir nóttu. Fundurinn var fjölmennur og hinn ánægjulegasti. Erlent yffrlft. (Framh. af 1. siSu) gefa kost á sér. Fari hins vegar svo, að hann dragi sig til baka, er einkum rætt um þessa ftienn sem forsetaefni demokrata: Harry Byrd, öldungadeildar- maður fyrir Virginíuríki. Hann er íhaldssamur og hefir oft gagnrýnt stefnu Roosevelts. Hann myndi hafa öruggt fylgi í Suðurríkjunum. James Byrnes, fyrrv. öldunga- deildarmaður og hæstaréttar- dómari. Hann hefir nú yfirum- sjón með öllum styrjaldarrekstri Bandarikjanna og gengur raun- verulega næst Roosevelt að völd- um. Hann þykir góður samn- ingamaður og er einn þeirra fáu, sem nýtur jafnt stuðnings hægri og vinstri manna í demokrata- flokknum. William Ðouglas hæstaréttar- dómari, áður lagaprófessor við Yaleháskólann. Hann er talinn einn af aðalhöfundum viðreisn- arstefnunnar (New Deal), sem reisti Bandaríkin við eftir kreppuna miklu, en margir hafa nú horn í síðu hennar, þegar þeir finna orðið minna en áður til öngþveitisins, er áður ríkti. George Marshall yfir’nershöfð- ingi alls herafla Bandaríkj- anna. Hann þykir líklegur til að vera laginn stjórnmaður, engu síður en hershöfðingi, en líklegast þykir, að hann gefi þó ekki kost á sér sem forsetaefni. Cordell Hull utanríkismála- ráðherra Bandaríkjanna. Hann var lengi öldungadeildarmaður, en varð utanríkismálaráðherra, er Roosevelt tók við forseta- starfinu, og hefir gegnt því síð- an. Hann nýtur almennrar við- urkenningar. Paul McNutt, fyrrum ríkis- stjóri í Indiana og stjórnarfull- trúi í Filippseyjum. Hann er nú yfirmaður stjórnardeildar þeirra, sem annast skipulagn- ingu vinnuaflsins í þágu styrj- aldarrekstursins. Sam Rayburn, forseti fulltrúa- deildar Bandaríkjaþingsins. Hann er frá Texas og nýtur al- mennra vinsælda hjá hægri og vinstri mönnum demokrata- flokksins. Hann hefði orðið varaforseti 1940, ef Roosevelt hefði ekki lagt meira kapp á að fá Wallace. Wallace varaforseti, sem nú er talinn róttækasti foringi demókrata og var einn af frum- kvöðlum viðreisnarstefnunnar (New Deal). Hann var landbún- aðarmálaráðherra áður en hann varð varaforseti. Tilkynniné Opnum í dag bifreíðaverkstæðí og varahlutaverzlun Þróttur h.f. Laugavegí 170 Sími 4748 k £a ifjmuté au b&wice do 1a Ihécibum Nú fyrir fermingarnar viljum við minna á hin heimskunnu Rolex-úr sem eru fyrirliggjandi í fjölbreyttu úrvali. Rolex Oyster Royal 17 steina úr í vatnsþéttum stálkassa verður varanleg minningargjöf til fermingardrengsins, sem hann mun verða stoltur af að eiga og bera. Aðrar tegundir ROLEX- herraúra eru einnig til að velja úr, þar á meðal fáein stykki af Rolex Oyster Perpetual hinum glæsilegu krónómerum, er ekki þarf að draga upp, og öll hafa vottorð frá opinberri svissneskri rannsóknar- stofu um nákvæmni þeirra. Dömu-úrm eru í nýtízku formum, í stál-, gullplett og gullkössum. Rolex-verksmiðjurnar eru brautryðjendur í gerð nákvæmra armbandsúra og eiga einkaleyfi á sérstakri gerð vatns- þéttra úrkassa. Þær hafa unnið sér heimsnafn fyrir ná- kvæmni og frágang úra sinna. , Einkaumboö á íslandi fyrir Montres Rolex, S. A. Geneve og Bienne. Hðn Sípmuncksson 6kðrt$ripaverzlun Laugaveg 8 Reykjavík í. S. í. í. R. R. Dómaranámskeið í frjjálsum íþróttum verður haldið hér í Reykjavík dagana 24.-28. apríl og 2.—5. maí næstkomandi. — Kennsla fer fram á kvöldin kl. 8,30—10. — Til skýringar við kennsluna verða sýndar íþróttakvikmyndir. Þátt- tökugjald er 10 krónur. Að námskeiðinu loknu fá þeir þátttak- endur, sem standast próf, sérstakt skírteini. Öllum sambandsfélögum í. S. í. er heimil þátttaka og skal hún tilkynnt bréfiega til íþróttaráðs Reykjavíkur (form. Sig. S. Ól- afsson, Brávallagötu 8) eigi síðar en föstudaginn 21. apríl næst- komandi. Íþróttaráð Reykjavíkur. Á miðvikudagskvöldið kl. 31,30 skemmtir 35 mauna LÚÐRASVEIT RÁNDARÍKIÁHERS- IAS undir stjórn Mr. Jolin Vorley ásamt Corporal GOMER WOLF barftónsöngvara á Amerisku mál- ve liíasj ib ð n gu ii ii i Á fimmtudagskvöldíð kl. 21,30 leikur Stgt. REIAO LLOMA pianoleíkarf tónverk eftir Rrams, Raeh-Rummel Chopin, Debussy og Paganfni-Liszt. Sýningunni lýkur kl. 24,00 á föstudagskvöld. Ef þú ert að lagfæra hús þitt, ut- an eöa innan, má vera að ég hafi það sem þig vantar. Málarastofa Ingþórs, Selfossi. — Sími 27. Málarastofa Ingþórs Veggfóður og veggfóðurslím nýkomið. Málarastofa Ingþórs, Selfossi. — Sími 27. ■GAMLA BÍÓ. Tvíburasystur (Two Faced Woman). GRETA GABO, MELVYN DOUGLAS. Sýnd kl. 7 og 9. MAÐURINN SEM MISSTI MINNIÐ ( Street of Chance). BURGESS MEREDITH, CLAIRE TREVOR. Sýnd kl. 3 og 5. ► NÝJA EÍÓ. •A Vordagar við Klettafjöll Springtime in the Rockies. Dans- og söngvamynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverk: BETTY GRABLE, JOHN PAYNE, CARMEN MIRANDA, CESAR ROMERO. Harry Jamen og hljómsveit hans. — Sýnd kl. 5, 7 og 9. Auglýsíng um útboð á ríkisskuldabréíum Hér með eru boðin út/skuldabréf láns, að upphæð 4 millj. kr., sem ríkisstjórn- in hefir ákveðið að taka samkvæmt lögum nr. 123, 30. desember 1943, um heimild til lántöku fyrir ríkissjóð. Skuldabréf láns þessa eru boðin út á nafnverði. Skuldabréfin bera 3V2% vexti p. a., og greiðast þeir eftir á gegn afhendingu vaxtamiða 1. janúar ár hert, í fyrsta sinn 1. janúar 1945. Lánið endurgreiðist með sem næst jöfnum afborgunum á 7 árum (1945—1951), eftir hlutkesti, sem notarius publicus í Reykjavík framkvæmir í júlímánuði ár hvert. Gjalddagi útdreginna bréfa er 1. janúar næst á eftir útdrætti, í fyrsta sinn 1. janúar 1945. Fjárhæðir skuldabréfa eru 5000 kr. og 1000 kr. Lánið er óuppsegjanlegt af háifu eigenda skuldabréfanna, en lántakandi get- ur sagt láninu upp að nokkru eða öllu leyti til greiðslu 1. janúar 1947 eða á einhverj- um gjalddaga vaxta og afborgana úr þí, enda sé þá auglýst í Lögbirtingablaðinu minnst 6 mánuðum fyrir gjalddagann, hve mikla aukaafborgun lántakandi ætli að greiða. Fimmtudaginn 2L apríl 1944 og 2 næstu daga verður mönnum gefinn kostur á að skrifa sig fyrir skuldabréfum hjá eftirtöldum aðilum: Landsbanka íslands, Reykjavík, Búnaðarbanka íslands, Reykjavík, Útvegsbanka íslands h. f., Reykjavík. Kaupverð skuldabréfa skal greitt um leið og áskrift fer fram, gegn kvittun, sem gefur rétt til að fá bréfin afhent, þegar prentun þeirra er lokið. Skuldabréfin, sem bera vexti frá 1. janúar 1944, verða afhent 15. maí næstkomandi, gegn af- hendingu kvittananna og greiðslu vaxta frá 1. ianúar 1944 til afhendingardags. Verði áskriftir hærri en nemur lánsupphæðinni, er áskilinn réttur til að lækka hlutfallslega áskriftarupphæð sérhvers áskrifanda. Ef til þess kemur, verð- ur ekki. tekið tillit til brota úr þúsundi, og áskriftarupphæðir, sem eftir hlutfalls- lega niðurfærslu ná ekki þúsund krónum, koma ekki til greina við skiptinguna. Sá, hluti kaupverðsin, sem fekuldabréf fást ekki keypt fyrir, verður endurgreiddur um leið og bréfin eiga að afhendast. Reykjavík, 15. apríl 1944. Landsbanki Islands MAGNÚS SIGURÐSSON PÉTUR MAGNÚSSON Zöllner og kaupfélögin (Framh. af 3. siðu) dalín stofnuðu fyrstu togaraút- gerð á íslandi rétt fyrir síðustu aldamót. Það, sem nú hefir verið sagt, er almennur sögulegur fróðleik- ur um Louis Zöllner og kaupfé- lögin hér á landi fyrir tugum ára, og er mörgum eldri mönn- um þetta flest kunnugt. Hitt er ég ekki viss um, að almennt sé kunnugt hér á landi, að „Zölln- er gamli“ er ekki einungis sögu- leg persóna. Hann er enn á lífi í Englandi og átti níræðisaf- mæli í gær. Hann er nú for- maður (Chairman) í elzta fisk- sölufirma Bretlands. Umboðs- verzlun hans er enn starfandi og mun hafa talsverð viðskipti hér á landi. Eins og fyr var sagt, er hann danskur að ætt. En hann er brezkur þegn og kvæntist brezkri konu. Sonur hans hefir nýlega komið hingað til lands. Þegar ísland varð fullvalda ríki 1918, varð Louis Zöllner ís- lenzkur ræðismaður í New- castle. Síðan hefir hann tvisv- ar sinnum verið sæmdur ís- lenzkum heiðursmerkjum. En til íslands kom hann síðast um 1920. Jón Árnason framkvæmda- stjóri, sem er persóhulega kunn-i ugur Zöllner, sýndi mér fyrir skömmu úrklippu úr ensku blaði, þar sem birt er mynd af Zöllner og talað um hann sem „grand old man“ (þ. e. mikinn öldung) í brezkum viðskiptum. Sú mynd er hér endurprentuð. G. G. Málarastofa Ingþórs selur allskonar málningarvörur, veggfóður, veggfóðurslím og pensla. Framkvæmir einnig allskonar málningarvinnu utanhúss og innan. — Athugið: Það þarf að laga málninguna í samræmi við ástand þess flatar, er mála skal. Komið, sendið, skrifið eða símið óskir yðar, lýsið ásigkomu- lagi þess, er þér ætlið að mála, þá vitum við hvers þér þarfnist. Oft getið þér málað sjálfir til gagns — og gleði, ef þér fáið allt lagt í hendurnar, í samræmi við þarfirnar. I»ér kallið. — Við seiidinn. 9 Málarastofa Ingþórs Selfossi. Leigngsirðar bæjarim Deir garðleigjendnr, sem enn hafa ekki gert aðvart uni, livort þeir óski eftir að nota garða sína í siunar, eru hér með áminntir uin að gera það hið fyrsta, ojí greiða leiguna í skrifstofu minni. Skrifstofan er opin daglega kl. 10—12 og 1-3 nenia iaugardaga aðeins kl. 10— 12. IIÆJARVERKFR/EÐIAGLR.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.