Tíminn - 27.04.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.04.1944, Blaðsíða 2
ITO TlMIlViy, fimmtiidagiim 37. apríl 1944 44. IiIaíS ^tminn Fimtudagur 27. apríl Blaðaskrífín um íiokksþíngið Andstæðingablöðin eru nú byrjuð að rjúfa þögnina, sem ríkti hjá þeim um flokksþing Framsóknarmanna fyrst eftir að því lauk. Um blöð mestu öfga- manna til hægri og vinstri, Vísi og Þjóðviljann, gildir það sama, að vonbrigði þeirra hafa orðið svo mikil, að þau geta vart á heilum sér tekið. Forráðamenn beggja þessara blaða höfðu vænst þess, að eftir þetta flokks- þing yrðu aðeins til tvær stefn- ur í landinu, þar sem þeir yrðu aðalmennirnir sinn í hvorri fylkingu. Flokksþingið hefir meira en kollvarpað þessum vonum. Aldrei hafa Framsókn- armenn lýst því betur og opin- skár, að þeir myndu vinna af alefli að sköpun framsækinnar miðfylkingar umbótamanna, er bægði frá öfgunum til beggja handa og tryggði framfarir og bætt lífskjör á grundvelli lýð- í’æðisins. Alþýðublaöið reynir að skrifa um flokksþingið af nokkurri sanngirni. Það sýnir fram á, hve hrapallega hafi brugðizt óskir þeirra manna, sem væntu þess, að flokksþingið myndi gera Framsóknarflokkinn að aftur- haldssömum flokki og undir- búa samruna hans við einhvern hluta Sjálfstæðisflokksins. Það segir, að þingið hafi sett flokkn- um framsækna og róttæka stefnuskrá. Hins vegar telur það sig kunna því illa, að flokkurinn skuli samt eftir sem áður talinn „frjálslyndur miðflokkur“, er geti unnið „meira og minna“ með hvaða flokki, sem er, ef unnið er á lýðræðisgrundvelli? „Eða lét flokksþingið sér detta í hug“, spyr Alþýðublaðið, „að hægt væri að framkvæma þá stefnuskrá, sem það samþykkti, með samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn“. í raun og veru er óþarft að svara þessari athugasemd Al- þýðublaðsins. Ritstjóra Alþýðu- blaðsins er það vafalaust sjálf- um ljóst, að það hefir ekki ver- ið í neinni mótsögn við um- bótastefnu Alþýðuflokksins, þótt flokkurinn hafi unnið með and- stæðum flokkum að framgangi vissra áhugamála, sem hann á- leit réttlæta samstarfið. Þótt Alþýðuflokkurinn hafi þannig unnið með öðrum flokkum, hef- ir hann vitanlega ekki látið það hafa fyrirfram nein áhrif á stefnuskrá' sína. Hann hefir markað hana með tilliti til eig- in vilja, en ekki annarra. Á þennan hátt var líka unnið á flokksþingi Framsóknarmanna. Það hafði hvorki Alþýðuflokk- inn, Sósíalistaflokkinn, Vísis- liðið eða Sjálfstæðisf.lokkinn í hugá, þegar það samdi stefnu- skrána. Það ræðst síðan eftir málefnum, hvort samstarf næst við einhvern þessara flokka, alla eða engan. Hins vegar skapar það Framsóknarflokknum betri möguleika til að vinna með þeim, er sanngjarnastir reynast, að hann einskorðar sig ekki með öðrum hvorum fylkingararmin- um, heldur er boðinn og búinn til að vinna þar, sem hann álítur þjóðinni gagnlegast á hverjum tíma og bezt samrímist stefnu hans og markmiði. Hvort það verða Alþýðuflokksmenn, Sjálf- stæðismenn eða Sósíalistar, er fyrst vitkast, skal ósagt látið, en tæpast hefir Alþýðubl. þá reynslu af Brynjólfi, að það vænti góðs af Sósíalistaflokkn- um meðan hann ræður þar for- ystunni. Forkólfum íhaldsmanna hér er ekki heldur til mikils treystandi, en víða annars stað- ar eru íhaldsmenn teknir að rumska og sjá það, að heimur- inn verður að batna og breytast, eins og ensku íhaldsblöðin The Times og The Obseryer bera gleggst vitni um. Er það engan veginn vonlaust, að ýmsir menn Sjálfstæðisflokksins fari einnig að sjá þetta og verði því liðtækir 1 viðreisnarstarfi næstu ára. Morgunblaðið segir fátt um flokksþingið, nema rugl eitt. Það kallar stefnuskrána, sem það samþykkti, „lélegustu grautar- Hjálmar Villijálmssop, sýsltimaður: HngleððiD^ar um itjórnikipnn riMsiiis i. Almenna ánægju vakti það meðal þjóðarinnar, þegar þau tíðindi bárust frá Alþingi, að þar hefði að lokum náðst sam- komulag um afnám sambands- lagasáttmálans og lýðveldis- stjórnarskrána. Að vísu má öll- um ljóst vera, að þær breyting- ar, sem lagt er til, að gerðar verði á stjórnskipun ríkisins, eru aðeins til bráðabirgða. Sú stefna Alþingis, að fresta um stundarsakir gagngerðri endur- skoðun stjórnarskrárinnar, er vafalaust hyggileg. Aðalatriðið, eins og sakir standa, er að fá sem mesta einingu um fyrstu skrefin í þessu máli. Ef farið er inn á róttækar breytingar á stjórnarháttum, er þess ekki að vænta, að fullkomin eining geti náðst. Hins vegár virðist nú tímabært, að fara að gera sér grein fyrir því, hverra breytinga er þörf á stjórnarskránni, svo við verði unað til frambúðar. Mun í grein þessari verða leitast við að benda á nokkur atriði í því efni. II. Eftirtektarvert er það, að nú hin síðari árin, hefir starfstími Alþingis stöðugt veriö að lengj- ast. Er nú svo komið, að Alþingi hefir hin síðustu ár setið að störfum meir en hálft árið, eða líklega 8—9 mánuði árlega. Margvíslegar ástæður eru án efa fyrir þessu og skal ekki far- ið nánar út í það. En af þessu virðist augljóst, að verkahring- ur Alþingis er umfangsmeiri og tafsamari en góðu hófi gegnir. Afleiöingarnar af þessari löngu þingsetu eru einnig án efa margþættar. Augljósust afleið- ing þessa langa starfstíma, virð- ist vera sú, að fulltrúar hinna fjarlægari kjördæma, eiga þess ekki lengur kost að gera hvort- tveggja, að sitja á þingi og halda störfum sínum og búsetu heima í sinni eigin sveit. Því fer og fækkandi þeim þing- mönnum, sem eru búsettir í sínu eigin kjördæmi að sama skapi og Reykvíkingarnir, sem gæta eiga hagsmuna hinna dreifðu byggða, fer fjölgandi. Trúlega gerð“ og líkir henni við „aust- urlenzkar skurðgoðamyndir, þar sem útlimir og allskyns angar stefna í allar áttir og skapnað- ur allur hinn ófétislegasti". Á- reiðanlega mun flestum fara svo, að þeim finnist slík lýsing eiga bezt við „allra stétta flokkinn“ og „Fjólupabbinn" hafi því hér reynzt æði seinheppinn, eins og endranær! Þá finnst Morgunblaðinu það meira en lítið órökvíst, að flokkurinn skuli hafna allri samvinnu, sem ekki er byggð á lýðræðisgrundvelli, en telja sig þó geta unnið með hvaða flokki sem er, jafnvel byltingaflokki. Til að skýra þetta ofurlítið fyr- ir Valtý, skal nefnt dæmi: Morg- unblaðið telur, að Sósíalista- flokkurinn sé byltingaflokkur. Samt gerði Sjálfstæðisflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn við hann bindandi samning um lausn sjálfstæðismálsins í nóv- ember síðastliðnum. Þetta var hægt að gera, þótt einn aðilinn væri grunaður um byltingarhug, vegna þess, að samvinna um mál ið byggðist á lýðræðisgrundvelli. Ef Sósíalistaflokkurinn hefði sett það skilyrði, að samstarf þetta byggðist ekki á lýðræðis- grundvelli, hefði hins vegar aldrei af því orðið. Á svipuðum grundvelli mun Ólafur Thors hafa gengizt fyrir því haust- ið 1942, að kommúnistum yrði boöin þátttaka í þjóðstjórn. Skoðun Ólafs hefir vafalaust verið sú, aö ef kommúnistar vildu standa að stjórn á lýð- ræðisgrundvelli, væri hægt að þiggja stuöning þeirra, hvað sem framtíðaráformum þeirra liði að öðru leyti. Þá hefir verið vikið að nokkr- um aðalatriðum í ummælum andstæöingablaðanna um nýaf- staðið flokksþing Framsóknar- manna. Gremja Vísis og Þjóð- viljans, og marklítið rugl Morg- unblaðsins sýna bezt, að and- stæðingunum hafa brugðizt vonir. Þeir finna, að Framsókn- arflokkurinn er sterkari eftir en áður, og að umbófasinnaðri miðstefnu mun aukast fylgi í landinu. Þá órar fyrir, að flokks- þingið hafi sett tímamörk, sig- urgöngu upplausnarinnar sé að verða lokið, en viðreisnarbar- áttan sé að hefjast. Þ. Þ. þykir nú ýmsum þeim, sem á sínum tíma þótti of mikið að gefa Reykjavík 8 þingmenn, vera borið í bakkafullan lækinn. Skylt er að geta þess, að til eru þeir Reykvíkingar, sem standa vel á verði um málefni hinna dreifðu byggða á Alþingi, en að- staða þeirra er þó sýnu verri, en þeirra manna, sem vegna starfs síns og heimilisfesti, þekkja út og inn allar aðstæður þess fólks, sem þeir eru fulltrúar fyrir. Einkar fróðleg er í þessum efn- um grein sú, er Bernharð Stef- ánsson, alþingismaður, reit í Tímann, nú fyrir nokkru. Hann hefir lengi átt sæti á Alþingi og lýsir mjög ljóst þeirri þróun, sem hér er vikið að. Af þessu má ljóst vera, að gera verður þá breytingu á stjórnskipuninni, að minnka störf og „verksvið Al- þingis um leið og starfsháttum þess er breyít í auðveldara form. III. Beinasta leiðin til þess að létta störf Alþingis, er að taka sumt af þeim verkefnum, sem þar liggja nú fyrir og fela þau öðrum aðilum. Sumt þessara verkefna er þannig farið, að hentara sýnist að leysa þau á öðrum vettvangi. Það á að end- urreisa fjórðungsskipunina, stofnsetja fjórðungsþing og fjórðungsstjórnir og fela þeim aðilum öll þau málefni, sem sérstaklega snerta sjálf héruðin. Undir þetta falla ýmsir þættir samgöngumála, menntamála, félagsmála, atvinnumála og fjármála. Hér verður ekki nánar rakið, hvernig skiptingu starf- anna yrði heppilegast fyrir komið, það yrði of langt mál. En því skal slegið föstu, að á þenna veg má mjög auðvelda störf Al- þingis um leið og héruðunum yrði fengið í hendur meira sjálf- stæði gagnvart hinum vaxandi samdrætti (centralisation) valdsins í þjóðmálum í höfuð- staðnum. Mundi það skapa nauðsynlegt jafnvægi í öllum þjóðfélagsháttum okkar íslend- inga. Sem bein afleiðing af meiri og meiri samdrætti valds- ins í höfuðborginni, hefir hún vaxið örum skrefum á sama tíma og landsbyggðin gengur saman og veslast upp. Ef unnt væri að benda á tryggan at- vinnugrundvöll í Reykjavík fyr- ir alla þá aukningu, sem þar hefir farið fram, væri ekki nema gott um vöxt hennar að segja. En framtíð Reykjavíkur hlýtur fyrst og fremst að byggjast á út gerðinni þar, verzlun við ná- lægar sveitir svo og þeim ein- um iðnaði, sem þar hefir betri skilyrði 'en annars staðar á land- inu. Það væri hins vegar fyllsta öfugstreymi, ef í framtíðinni ætti að halda allri verzlun landsmanna til Reykjavíkur, eins og nú tíðkast. Óeðlilegur vöxtur höfuðborgarinnar mun hafa í för með sér, áður en lýk- ur, alvarlega erfiðleika, ekki að- eins fyrir Reykjavík, heldur og fyrir allan landslýðinn. Það verður því að gera sér ljóst, hverjar orsakir liggja. til hins öra vaxtar og stemma stigu fyr- ir þeirri öfugþróun, sem nú fer fram. Og ráðið er þetta: Aukið vald og sjálfsfæði héraðanna. IV. Það málið, sem mestum töf- um hefir valdið Alþingi, er myndun ríkisstjórnar. Hér við bætist svo það, að Alþingi hefir nú ekki getað leyst þetta starf . af hendi á eðlilegan hátt. Það ; er ekki í fyrsta sinn í sögu ís- jlenzku þjóðarinnar, að hún hef- ir ekki getað orðið ásátt um skipun æðsta valdsins. Það var einmitt þetta, sem á sínum tíma olli því, að ísland lenti undir yfirráð erlendra þjóðhöfðingja. Ekki verður ennþá séð hvert nú- verandi stjórnmálaöngþveiti og flokkadrættir bera hina íslenzku þjóð. En sé það rétt, sem sagt er, að sagan endurtaki sig, þarf ekki að fara í grafgötur um hvert stefnir. Þannig virðist fengin reynsla benda til þess, að eigi megi ætla Alþingi að mynda ríkisstjórnina. Virðist þá nærri að álykta, að heppilegra verði að fela forseta vald til stjórnarmyndunar. Slíkur for- seti á vitanlega að vera þjóð- kjörinn, enda verði kjörtímabil hans í lengsta lagi fjögur ár. Eigi að síður_væri æskilegast að myndun stjórnar væri sameig- inlega. í höndum Alþingis og forsetea. Enginn efi er á því, að það stytti mjög og auðveldaði störf Alþingis, ef annað form væfi haft á myndun ríkisstjórn- arinnar en verið hefir. Við setn- ingu hinna nýju stjórnskipulaga þarf því vel að athuga, hvort ekki sé unnt að finna fyrirkomu- lag, sem betur hentaði starfs- hæfni Alþingis á hverjum tíma. V. Mikið er um það rætt, að flokkarnir hafi nú of mikil völd. Og víst er um það, að sjónar- mið einstakra stétta bera nú hærra á Alþingi en nokkru sinni fyrr og má svo sýnast, að þjóð- arhagsmunir í heild komi eigi nægilega til greina vegna hinna sérstöku sjónarmiða einstakra stétta. Er flokkunum almennt gefið það að sök, að svona hef- ir til tekizt. Um þetta má ann ars segja það alveg hlutlaust, að í stjórnarskrá ríkis, sem í einlægni vill játast lýðræðis- hugsjóninni, eiga ekki heima ákvæði, sem tryggja einum að- ila meira áhrifavald en öðrum um skipun þingsins. í gildandi stjórnarskrá eru flokkunum gef- in slík forréttindi. Þessi forrétt- indi eru fólgin í ákvæðunum um framboðin og alveg sérstaklega í ákvæðunum um hlutfallskosn ingar í nokkrum kjördæmum svo og með reglunum um upp- bótarþingsætin. Hvorttveggja þetta er því skylt að fella úr lög- um. Að þeirri kröfu hljóta að standa allir þeir menn, sem ann- ars vilja í alvöru unna þjóðinni fyllsta frjálsræðis. Sú leið, sem hagkvæmust mun reynast í þessu efni, er að taka upp einmenningskjördæmi um land allt. Verður að stefna að því, að íbúatala hvers kjör- dæmis verði sem áþekkust. Virð- ist rétt að ganga út frá lögsagn- arumdæmunum sem sérstökum kjördæmum, en jafna metin um íbúatölu með skiptingu hinna fjölmennari lögsagnarumdæma í fleiri kjördæmi. Á þann hátt ætti að mega ná nokkru jafn- vægi, sem að vísu getur aldrei orðið reikningslega hárná- kvæmt, en þó svo nærri lagi, að ekki kæmi að neinni sök. í þessu efni hefir höfuðborgin greinilega sérstöðu. Hún ein, allra lögsagnarumdæma, hefir hjá sér bæði Alþingi og ríkis- stjörnina. Glögg rök hníga því í þá átt, að hún þurfi eigi jafn mikla þátttöku í skipun .Alþing- is og þau lögsagnarumdæmi, sem fjær eru. Þó hún hefði t. d. helmingi fleiri íbúa að baki hverjum þingmanni en önnur kjördæmi, fær hún það mis- rétti áreiðanlega að fullu bætt, með því hagræði, að geta ætíð átt greiðan aðgang að þing- mönnum og ríkisstjórn, ef svo mætti að orði komast, í hlað- varpanum hjá sér. Mjög mikil . fjölgun þing- manna ætti því ekki að þurfa að verða, þótt. lögsagnarumdæmin yrðu höfð sem grundvöllur fyr- ir væntanlegri kjördæmaskipun á þann hátt, sem hér var lýst. VI. Skipun Alþingis í tvær deild- ir á þeim grundvelli, sem nú er, virðist næsta tilgangslaus. Af þessu fyrirkomulagi leiðir að- eins tafir og tæplega verður komið auga á neina tryggingu CFramh. á 4. síðu) Eebckka Eiríksdóttir, Jón í Fljótsheiði liggur á milli Reykjadals og Mývatnssveitar annars vegar og Bárðardals hins vegar. Hún er lág, öldu- mynduð háslétta, víðast vot- lend og gróðursæl. Skiptast þar á misjafnlega blautar mýrar, grösugir móflákar, laufhlíðar, bláfögur stöðuvötn og tjarnir — og þurrir ásar vaxnir lyngi og ýmiskonar víði. Ásar þessir eru sumir nokkuð hrjóstrugir, en þaðan er fagurt útsýni yfir heið- ina sjálfa og til fjallanna, er rísa í blámóðu fjarskans allt- í kring. í sólskini að sumarlagi — þegar bjart er til fjalla — er heiðin fögur og unaðsleg eins og ævintýraheimur. Fuglalíf er þar mikið, kveðið í runni, kvakað í mó og synt á hverri tjörn. Gróð- ur og söngur, sólskin og fjöll, blikandi stöðuvötn og lágkliða lækir. — En það er ekki eilíft sólskin á Fljótsheiði. Þar er miklu kaldara en niðri í dölun- um og oft snjóar þar, er rignir neðra. Þegar veturinn spennir heiðina sínum köldu mundum, sléttar af hverri laut og færir bæina í kaf, þá þarf ratvísi heið- arbúans til að halda stefnunni og þrautseigju hans til að þreyja og þola biðina til vors. — Stund- um vorar síðla á Fljótsheiði. Bændur í austanverðum Bárð- ardal höfðu alltaf mikil not af heiðinni. Þar voru prýðilegar engjar, afbragðs beitilönd og frá SamdhangiBa: Brenníásí mikið um fjallagrös. Þar var haft í seli fyrr á tímum, en s^inna urðu selin sjálfstæðir bæir. Fleiri bæir risu þar og á síðastliðinni öld bjuggu þar ' margar fjölskyldur. Það var ekki afar langt á milli bæja og sum- staðar tvíbýli. Misjöfn var af- koman og stundum var það dorgarveiðin á vötnunum, sem bjargaði í hörmungum óstjórn- ar, elds og ísa. Vesturhluti Fljótsheiðar til- heyrir Bárðdælahreppi. Þar suð- ur við öræfi stendur stórbýlið Víðiker. Þar fæddist Hermann Jónasson eldri. Þar var fæddur og uppalinn sr. Jóhann Þorkels- son dómkirkjuprestur. Þar búa nú 5 bræður við rafmagn ög önnur nútímaþægindi, en systir þeirra býr á næsta bæ, Svartár- koti, sem stendur raunverulega suður í Ódáðahrauni. í Engidal — ekki mjög langt frá Víðikeri — búa ung hjón með stóran barnahóp. Þessir 3 bæir eru nú einir í byggð af öllum bárð- dælsku heiðarbæjunum. Þar er hlustað á útvarp, talað í síma og unnið við rafljós. Þangað er bíl- fært á sumrin og þar er lifað menningarlífi í ágætum húsa- kynnum. Norður á miðri heiði stóð bær- inn Brenniás. Þaðan var ekki langt ofan í Bárðardal og skammt var til næstu bæja á heiðinni. Þar fæddist á önd- verðri síðustu öld, einn af mæt- ustu mönnum þjóðarinnar, sam- vinnufrömuðurinn Jakob Hálf- dánarson. Árið 1868 fæddist í Brenniási sveinn sá, er Jón var heitinn. Hann var elztur af börnum þeirra Guðna og Sigríðar, er þar bjuggu þá. Þau voru efnalítil sæmdarhjón, sem áttu og ólu upp mörg börn. Var þeim snemma styrkur að Jóni. Hann var aldrei langdvölum að heim- an. Aldrei var hann við kven- mann kenndur. Þegar hann tók við búinu eftir föður sinn bjuggu systur hans með honum. Jón var maður glaður og prúð- ur, gætinn til orðs og æðis, smiður góður, prýðilegur fjár- maður og drengur hinn bezti. Svo vel bjó hann að jörð sinni sem sonur bezt að móður. Byggði öll hús traust og snyrtilega, ræsti engjar, ræktaði túnið og girti. Þetta vann hann smátt og smátt á mörgum árum — vann það með eigin höndum. Systur hans vóru honum prýðilega samhentar. Það var ekkert sér- stakt þó að þær væru góðar tó- skaparkonur. En í Brenniási var allt svo fallegt. Bærinn og um- hverfi hans var svo fágað og þrifalegt, sem verða mátti og garðurinn þeirra var undrafag- ur, þarna uppi á heiði. Um langt skeið keypti Jón úr- val allra þeirra bóka, sem út komu á íslenzku. Átti hann því mikið og vandað bókasafn. Hann var gáfaður maður og gerðist hinn fróðasti. Allir, er þekktu hann vel, mátu hann mikils. Hann var kosinn í hreppsnefnd en það átti betur við hann að vinna heima. Hann var einn hinna fyrstu Bárðdælinga, er keyptu sér útvarpstæki, því að hann tók ávalt fegins hendi við gagnlegum nýjungum. Fram- sóknarmaður var hann og ágæt- ur samvinnumaður og unni Kaupfélagi Þingeyinga á Húsa- vík af heilum hug. í byrjun þessarar aldar og fram um 1920 var allmargt af ungu fólki í Brenniási og bæj- unum þar í grennd. Þá var þar nokkurt félagslíf og oft glatt á hjalla. En þar var erfitt um að- drætti, túnin þýfð og húsin hrynjandi og fólkið smátýndist burtu, þangað sem aðstaðan var betri, en Jón og systur hans sátu sem fastast. Eftir eða um 1920 hófu Bárð- dælingar vegagerð og lögðu vegi beggja megin Skjálfandafljóts, ekki vandaða,en þó mestu sveit- arbót. Var nú farið að byggja úr steini, reisa rafstöðvar, rækta og girða túnin, skipta stóru jörð- unum og leggja síma. Heiðar- bændur fóru nú líka að vinna að vegi fyrir sig, en áhuginn dofn- aði, því þeir smá týndust burtu og Brenniás varð að lokum eini byggði bærinn á norðanverðri heiðinni. Er Jón í Brenniási tók að eld- ast og þreytast, gerði hann girð- ingarhólf fyrir gripi sína. í ann- ari girðingu hafði hann sauð- féð, ekki einungis um sauðburð- in, heldur sumarlangt. Síma lagði hann heim til sín, þó að það kostaði of fjár, árið 1936. Stuttu síðar fékk hann nokkra röska pilta í lið með sér og lög^u þeir veg heim að Brenniási. Er sá vegur fær bílum um hásum- arið. Nokkru fyrr hafði Herborg, elzta systir hans, dáið, en hún var ráðskona á búi hans. Sig- rún, yngsta systirin, tók þá við og fengu þau systkinin litla stúlku sér til skemmtunar. Var til þess tekið, hve vel þetta káta kaupstaðarbarn undi sér í Brennigsi. Bústörfin hvíldu nú aðallega á herðum Sigrúnar, því að ellin sótti fast að Jóni. Hann hafði gert það fyrir jörð sína, sem hann gat. Hún hefði verið eftirsótt ef hún hefði verið vel í sveit sett. Úr einangruninni hafði hann dregið með símanum og veginum. Nú var eftir að fá þangað ungan bónda, mann sem Brenniássystkinin gætu fellt sig við. Haustnótt eina í hitteðfyrra brann bærinn í Brenniási til kaldra kola. Fólkið bjargaðist, en smíðaáhöldin, bækurnar og vonirnar hans Jóns brunnu og vindurinn feykti öskunni út í buskann.-------Jón dó í vetur hjá Helga bróður sínum í Kálf- borgará, örþreyttur maður. Jón í Brenniási verður þeim ógleymanlegur, sem þekktu hann. Dæmi hans hvetur og lað- ar. Vitundin um störf hans vís- ar þeim ráðvilltu veginn og eykur þeim deigu kjark. Nú er að hefjast ný landnáms- öld. Byggðahverfi munu rísa í landgæðasveitum og býlum fjölga hvar sem unnt er. Þegar þrengist um, þá kemur tími heiðarinnar á ný. Þar geta ris- ið nokkur smá byggðahverfi. Sennilega yrði eitt í Brenniási. Moldin þar mun þá reynast mild og góð og undursamleg blessun hvíla yfir gróðrinum þar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.