Tíminn - 09.05.1944, Qupperneq 2

Tíminn - 09.05.1944, Qupperneq 2
186 TDIIIW, þrlgjMdagiim 9. maí 1944 1 48. blað T ‘gftmmn Þriðjudtigur 9. muí Orðsendíng konungs Það er víst, að orðsending Kristjáns konungs hefir komið íslenzku þjóðinni á óvænt. Kristján konungur hefir unnið sér verðskuldaða frægð hin síð- ari ár fyrir áhrifamikla þátt- töku í baráttu þjóðar sinnar gegn erlendu valdi. Hann hefir barizt djarflega fyrir rétti þjóð- ar sinnar til að ráða málum sín- um sjálf. íslendingar væntu 5 þess, að hann myndi ekki síður unna þeim sama réttar. Þess vegna kemur þeim það óvænt, þegar hann leggur stein í götu þess, að þeir hafi þennan rétt. Þessi óvænta orðsending Kristjáns konungs verður vart skýrð á aðra leið en þá, að hann sé háður sama breyzkleikan- um og margir aðrir ágætir þjóðarleiðtogar, sem berjast fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóð- ar sinnar og finna sárt til, þegar hann er skertur, en hafa eigi jafnsterka tilfinningu viðkom- andi rétti annarra, fjarlægra þjóða. íslendingar hafa hér fengið nýja sönnun þess, hve ó- heppilegt er að hafa útlendan þjóðhöfðingja, enda þótt hann sé hinn bezti maður og reynist vel sinni eigin þjóð. Flesta íslendinga tekur það vafalaust sárt, að viðleitni til hindrunar í sjálfstæðisbaráttu þeirra skuli koma úr þessari átt. Kristján konungur hefir reynst þeim góður þjóðhöfðingi og þeir hafa jafnan talið sig getað vænzt góðs úr þeirri átt. Af- nám konungdómsins nú beinist að engu leyti persónulega gegn honum. Þau lokaspor sjálfstæð- isbaráttunnar, að afnema danska konungdóminn hér á landi, munu einmitt verða ýms- um viðkvæmari en ella vegna þess, að Kristján konungur er eini danski konungurinn, er notið hefir verulegra vinsælda meðal íslendinga. Slík við- kvæmni getur þó engin áhrif haft á endanlega lausn sjálf- stæðismálsins. Markmið íslend- inga hefir alltaf verið alinnlend stjórn. Nú hafa þeir fyrsta tæki- færið til að láta þá aldagömlu ósk rætast. Það væri jafnt svik við forfeðurna og eftirkomend- urna að sleppa því tækifæri. Það væri að afsala sér helgasta réttinum — rétti þjóðarinnar til að ráða stjórnarháttun; sínum sjálf og hafa alinnlenda stjórn. Allt hik nú gæti verið það sama og tapa. Þess vegna geta íslend- ingar eigi svarað orðsendingu Kristjáns konungs á annan veg en þann að sameinast enn bet- ur við lýðveldis-atkvæðagreiðsl- una og láta vilja sinn koma sem bezt í ljós. Þótt þetta lokaskref sjálf- stæðisbaráttunnar hafi þannig sætt nokkurri erlendri mót- spyrnu, geta íslendingar glaðir lokið þessu verki, því að þeir hafa allan rét'tinn sín megin. Þeir hafa ekki aðeins hinn helga rétt þjóðanna að mega ráða stjórnarháttum sínum sjálfar. Þeir fylgja einnig gerðum samn- ingum. Sá eini samningur, sem helgaði danska konungsvaldið hér, sambandslagasamningur- inn, er útrunninn til endanlegr- ar uppsagnar á þessu ári, og þann skýlausa uppsagnarrétt munu íslendingar nota sér. Engum heiðvirðum manni getur dottið það í hug, að Gamli sátt- máli eða Kópavogssamningur- inn séu eitthvað bindandi fyrir íslendinga nú. Þau ummæli í konungsboð- skapnum, að lýðveldisstofnunin muni spilla sambúð Dana og ís- lendinga, verður að taka með fyllstu varúð. Það verður að telj - ast vafasamt, að konungurinn hafi, eins og ástatt er, getað hlustað hina dönsku þjóðarsál í þeim efnum. í þessum efnum verður engu síður að taka til- lit til ummæla forustumanns frjálsra Dana, Chr. Möller, sem hefir margoft sagt, að Danir verði að líta svo á, að íslending- ar geri það, sem þeir álíti rétt- ast, og að enn fastari vináttu- bönd tengist milli þjóðanna, þegar þær eru báðar alfrjálsar, eins og reynslan varð með Svía og Norðmenn. íslendingar s Pétur Jónsson, EgilsstSðnms / Ungmennaiélag Reykjavíkur F agradalsbr autin Það er talað um slæmar sam- göngur við Austurland og mun það vera með réttu. En vonandi er að úr þessum samgöngumál- um fari að rætast á láði, legi og í lofti. En það er nú ekki þessi hliðin á samgöngumálunum, sem ég ætla að ræða, heldur samgöngumál Austurlands heima fyrir. Og þá koma mér fyrst til hugar samgöngurnar milli hér- aða og fjarða. Hin mikla byggð, Fljótsdalshéraðs liggur upp frá Héraðsflóa. Eftir endilöngu hér- aðinu fellur Lagarfljót, er renn- ur út í Héraðsflóa. Við sanda Héraðsflóa eru hafnleysur mikl- ar, og sennilega langt að bíða, að þar komi höfn. Ekki er held- ur því- láni að fagna íyrir hér- aðið, að Lagarfljót sé skipgengt. Þó gæti manni komið það til hugar, að Lagarfljót yrði gert skipgengt upp að Lagarfossi. Eitt af frumskilyrðum fram- leiðsiu héraðanna, er að fá tryggar og góðar samgöngur við nærliggjandi hafnir. En hér hefir verið um tvær hafnir að ræða fyrir héraðið. Það var höfuðstaður Austurlands, Seyð- isfjörður og Reyðarfjörður. Um aldamótin var mikið um það deilt, hvora leiðina skyldi treysta því, að þetta sé rétt, en reynist ummæli konungs rétt- ari, geta þeir eigi svarað öðru en því, að þeir afsali sér heldur vinfengi Dana en helgasta rétti sínum, ef það á að kosta því- líku verði. Orðsending Kristjáns konungs til íslendinga hefir nú verið birt um allan heim. Hún vekur stór- aukna athygli erlendra þjóða á atkvæðagreiðslunni um lýðveld- isstjórnarskrána. Það má hik- laust segja, að íslendingar séu nú -ekki aðeins undir smásjá tveggja stórvelda, heldur alls heimsins. Nú gildir það því, að fslendingar geri skyldu sína. Það má engan vanta við atkvæða- greiðsluna. Það má enginn bregðast málstað lýðveldis- ins. Þjóðin þarf að verða eitt. Konungur mun þá vafalaust taka afstöðu sína til nýrrar í- hugunar og aðrir erlendir aðil- ar munu læra það, að íslend- ingar vilja engin útlend af- skipti viðkomandi sjálfstæðis- málum sínum. Þ. Þ. fara, Fjarðarheiði til Seyðis- fjarðar, sem er ca. 2000 fet yfir sjávarmál, eða Fagradal til Reyðarfjarðar, sem er ca. 600 fet yfir sjávarmál. Fagradalur varð fyrir valinu. Upp úr alda- mótunum var byrjað á Fagra- dalsbraut frá Reyðarfirði og var vegurinn kominn í Egilsstaði haustið 1909. Vegalengdin milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar er 35 km. Vegurinn yfir Fagradal mun hafa verið vel byggður í fyrstu, en þá var ekki gengið út frá öðru en hestvögnum, enda voru þá óþekkt hin vélknúðu samgöngutæki nútímans hér á landi. Þetta þótti góð samgöngu- bót, er vegurinn var kominn yfir Fagradal til Reyðarfjarðar, verzlunin beindist þá þegar þangað, sem vitanlega var skilj- anlegt. Menn hættu þá við að klakka vörur sínar og fóru þá að aka þeim á vögnum, sem þótti þá tvennt annað frá því sem áð- ur var. Lestaferðir til fjarða lögðust niður að mestu. Upp úr 1920 fer hestavögnum að fækka á Fagradalsbraut. Þá koma bílarnir fyrst fyrir alvöru og yfirtaka veginn .með öllu. Verzlun Héraðsins flyzt þá því sem næst öll til Reyðarfjarðar. Við þetta eykst notkun Fagra- dalsbrautar um allan helming frá því sem áður var, og þá fara menn að sjá það fyrir alvöru, að Fagradalsbraut er aðal-sam- gönguæð Fljótsdalshéraðs. En hvað hefir verið gert til þess að endurbæta þessa aðal samgönguæð Héraðsins. Því er fljótt svarað. Endurbætur hafa verið gerðar þær helztar að steypa brýr á veginum, en það skal játað,' og það með sönnu, að viðhald á Fagradalsbraut hefir verið mjög sæmilegt. En nú eru menn farnir að sjá, að það dugar ekki viðhaid- ið sjálft, það þarf að endur- byggja veginn á stórum köflum, hlaða veginn upp, svo að hann hækki og taka af honum bugð- urnar, svo hann verði beinn, og staura vegkantinn, a. m. k. ann- an. Hér á ég við sjálfan dalinn frá Skriðum út í svo kallaðar Græfur. Einnig þurfa Skriður, sem eru Reyðarfjarðarmegin, miklar endurbætur við, og er alls ekki viðunandi að láta það dankast lengur, t. d. þarf að tryggja betur neðri vegkant- inn, annað hvort, með steypt- um vegg, eða öflugum og þétt- um staurum. Aðeins bendi ég á þetta. Skriður þessar eru mjög hættulegur staður, ef eitthvað ber út af, þó sérstaklega 1 snjó- um og hálku á vetrum, og hafa nú tvo síðastl. vetra nærri orð- ið þar alvarleg slys. Nú virðist svo, að vegamálastjórnin sé búin að koma auga á, að Fagra- dalsbrautin þurfi endurbygging- ar við, þar sem þegar er byrjað að taka krókana af veginum í Egilsstaðahálsi. En hér álít ég, að sé ekki byrjað á réttum enda. Það á að byrja á dalnum sjálfum, þar sem vegurinn lok- ast fyrst vegna snjóa og það er flesta vetur á sömu köflunum. En Héraðs megin er vegurinn því sem næst alltaf fær, nema þá í aftaka snjóavetrum. Það sem nú þarf fyrst að gera í þessu máli, er að vegamála- stjórnin láti fara fram rækilega rannsókn á Fagradalsbraut um endurbyggingu á veginum, og gera kostnaðaráætlun yfir verk- ið. Síðan þarf fjárframlög til vegarins frá því opinbera, og byrja á verkinu, en ekki að'hika, því þetta er óumflýjanlegt sam- göngumál. Eins og ég hefi lítil- lega drepið á í greininni, þá er Fagradalsbraut upphaflega ekki byggð fyrir samgöngutæki nú- tímans. Vegurinn er of mjór með köflum, allt of miklar beygjur á honum, ekki nógu upphlað- inn, vegurinn ekki nógu sterk- ur til að þola þessa þungu bíla, sem geysast um hann, og eflaust eiga eftir að þyngjast, t. d. þeg- ar fara að koma 10 smál. bílar. Góðir Héraðsbúar! Hér er al- varlegt framtíðarmál: Endur- bygging Fagradalsbrautar. Þar þurfum við að standa vel á verði, við erum farnir að sjá það bet- ur og betur með hverjum vetri, sem líður, hvað okkur er það bagalegt að samgöngurnar yfir Fagradal lokast. Ef við rennum huganum til næstkomandi ára og athugum það, sem er að ger- ast hér: verzlunin er að flytjast upp yfir. Á Héraði er rætt um sveitaþorp, flugvöllur þegar byggður, ásamt fleirum framtíð- armálum, en hvað gildir það þá, ef að samgönguleiðin til Reyðar- fjarðar verður ekki tryggð. Við höfum heyrt það, að til vegabyggingar á Fjarðarheiði á að verja milj. á sumri kom- andi. En Fagridalur heyrist ekki nefndur, nema þetta gamla við- haldsfé. Er nú» nokkur furða, þótt við förum að rumska og krefjast endurbyggingar á Starisemi félagsíns aukín og efld Stjórn Ungmennafél. Reykja- víkur bauð blaðamönnum til fundar við sig á sunnudaginn var, og skýrðu þeir Stefán Run- ólfsson, formaður félagsins, og Helgi Sæmundsson, varafor- maður þess, frá störfum ung- mennafélagsins og ýmsum fyr- irætlunum þess. Meðal þess, sem félagið hefir á prjónunum, er fjáröflun til húsbyggingar. Hefir það fengið leyfi stjórnarráðsins til þess að efna til happdrættis í því skyni og. fest kaup á jörð, Ingólfs- hvoli í Ölfusi, til þess að draga um. Jafnframt verða tveir fimm þúsund króna aukavinningar, og falla þeir á númerin, er næst fyrir ofan og neðan aðalvinn- inginn. „Hafa þeir, sem kaupa þrjá samstæða miða, möguleika til þess að fá alla vinningana“, sagði formaðurinn, „og þá væri að minnsta kosti tryggt, að hlutaðeigandi getur byrjað bú- skapinn á Ingólfshvoli með sæmilegum myndarskap“. Sala þessara happdrættismiða á að hefjast eftir tvær eða þrjár vikur. Kostar hver miði tíu Fagradalsbra'ut, samkvæmt bendingum, sem koma fram í ofanritaðri grein. Jafnframt heyrum við mikið rætt um sam- göngur Suðurlandsundirlendis- ins við Reykjavík, sbr. Hellis- heiði og Krísuvíkurleið. Suður- landsundirlendið finnur það hvað mikils virði eru tryggar samgönguleiðir. Athugum málið. Er ekki eitt- hvað skylt með þörf okkar fyrir tryggar samgöngur yfir Fagra- dal til Reyðarfjarðar við sam- gönguþarfir Sunnlendinga? Að endingu, hvað kemur til að þingmenn okkar Austfirðing- anna skuli ekki hafa tekið þetta mál upp? Sumir þeirra a. m. k. hafa vitað um það, að þetta mál hefir verið rætt á mannfundum á Héraði, og verið samþykktar tillögur í þessum samgöngumál- um Héraðsins, og sem eru al- veg í anda þessarar greinar. Þegar slíkar endurbætur á Fagradalsbraut hafa verið framkvæmdar, þá mun verða tryggt, að umferð um veginn stöðvast ekki á vetrum, nema þá í aftaka snjóum, og þar að auki má benda á það, að þá fara að koma til greina snjó- plógar og traktorsýtur, sem menn hafa kynnzt hjá setulið- inu, og eflaust eiga sér framtíð í vetrarsamgöngum okkar íslend- inga. Pétur Jónsson. krónur, en dregið verður á fyrsta sumardag næsta ár. Jörðin Ingólfshvoll er skammt austan við Kotsrönd í Ölfusi, neðan við þjóðveginn. Landið er alls 90 hektarar, allt auðræktað gróðurlendi. Jafnframt þessu verður leitað samvinnu við ýmsa aðra aðila, svo sem hin fjölmennu átthaga- félög hér í bænum, um fjár- söfnun til húsbyggingarinnar, enda eigi þau þar athvarf með fundi sína, skemmtanir og aðra félagsstarfsemi. Auk þess, sem hús þetta yrði starfsheimili ungmennafélagsins, er loks gert ráð fyrir, að það geti einnig orðið ódýrt og þægilegt dvalar- heimili ungmennafélaga utan af landi, sem viðdVöl eiga í höfuð- staðnum. Þá mun ungmennafélagið hefja íþróttaæfingar í vor, og hafa þegar gefið sig fram á mili tíu og tuttugu þátttakendur. Hafa þeir Kjartan Bergmann og Baldur Kristjónsson verið ráðn- ir íþróttakennarar félagsins, og mun Kjartan kenna glímu, en Baldur frjálsar íþróttir. Hafa ungmennafélaginu borizt all- margar og rausnarlegar gjafir til íþróttastarfsemi sinnar. Væntir það þess, að ungmenna- félagar utan af landi, er dvelja í Reykjavík, notfæri sér þá að- stöðu, sem Ungmennafélag Reykjavíkur getur boðið þeim til íþróttaæfinga. Skógrækt hefir jafnan . verið eitt af hugðarefnum ungmenna- félaganna. Ungmennafélag Reykjavíkur hefir heldur eigi gleymt henni í starfsáætlun sinni. Hefir það í hyggju að taka til ræktunar allstóran blett í grennd við Reykjavík og fóstra þar trjágróður. Einnig er hafinn undirbún- ingur að starfsemi bókmennta- og fræðsluklúbbs innan vébanda félagsins. Verður þar fjallað um margvísleg meninngarmál. Loks hefir félagið haldið uppi skemmtistarfsemi, og er þar einkum að nefna gestamót ung- mennafélaga, er verið hafa nokkrum sinnum í vetur og haldið mun áfram. í sumar mun þó meiri áhersla lögð á ferða- lög til sérkennilegra eða sögu- ríkra staða í næstu héruðum. Mun til dæmis ungmennafélög- um í Reykjavík, þeim er þess óska, séð fyrir farkosti til Þing- valla á lýðveldishátíðina 17. júní í sumar. Óbreiðið Tíinaim! Samvínnan í landi míðnætursólarinnar * Grein sú, er hér birtist, er eftir Vestur-íslendinginn Hjálmar Björnson, er hér dvaldi um skeið sem verzlunar- fulltrúi á vegum Bandaríkjastjórnar. Greinin birtist í síð- asta septemberhefti Bandaríkjatímaritsins NEWS FOR FARMER COOPERATIVES, sem gefið er út af landbúnaðar- ráðuneyti Bandaríkjanna og vinnur að aukinni samvinnu- starfsemi meðal bænda. H jálmar Björai.son: Það var Taine, sem eitt sinn sagði, er hann reit um ísland, að snilli skyti ekki frjóöngum í frosti. Þegar hann sagði þetta, skauzt honum yfir þá þrákelkni snillinnar, að skeyta ekkert um ófrjósemi jarðvegsins. Hann gerði sig einnig beran að skeyt- ingarleysi um þá ritsnilli og stjórnsnilli, sem ísland hafði fóstrað norður við heimskauts- baug í meira en tíu aldir. Þjóðin, sem á íslandi býr, hef- ir sýnt eftirtektarverða snilli í samvinnu í meira en þúsund ár. Á íslandi var, — þegar á árinu 930, — stofnað þing, sem lifði það að halda upp á 1000 ára af- mæli sitt 1930, þó að það yrði að þola mörg og misjöfn umskipti á þeim tíma. Og þetta þing lifir enn og er leiðsögn íslenzku þjóð- arinnar í stjórnmálahugsun, en þjóðin nálgast það nú, að öðl- ast fullkomið stjórnmálalegt sjálfstæði. Samvinnufélögin brutu hlekki einokunarinnar. Það eru því engin undur, að sú þjóð, sem gædd var þessari skipulagssnilli, skyldi sýna hlið- stæða hæfni við myndun sam- vinnufélaga, þegar þörfin var fyrir hendi og tækifærið bauðst. íslandi var stjórnað sem af- skekktri hjálendu Danmerkur frá því seint á fjórtándu öld og þangað til 1874, er því var aft- ur veitt sjálfstjórn. Eitt einkenni þeirrar hjá- lendustjórnar, sem ísland laut, var verzlunareinokun hins erlenda stjórnanda. Danskir kaupmenn og faktorar þeirra ráku raunverulega alla verzlun á íslandi, bæði útflutnings- og innflutningsverzlun, þar til seint á nítjándu öld. Ábatinn var höfuðmarkmið þessarar erlendu verzlunar. Hún seldi lélega vöru við háu verði og gerði sér ekki títt um að fullnægja þörfum Hjálmar Björnson landsmanna. Þegar þrenging og uppskerubrestur lögðust á eitt með hinni þjakandi hönd ein- okunarinnar á þessum árum, urðu bændur öreiga og fjöldi fólks svalt í hel. Þannig var ástandið á íslandi um miðja nítjándu öld. Þá komu nokkrir bændur á norð-austan- verðu íslandi saman og ræddu um, hvað gera mætti til við- reisnar. Úrræði þeirra var að stofna samvinnufélag til inn- kaupa. 1881 settist nefnd manna umhverfis borð og skrifaði — með aðstoð orðabókar — eitt fyrsta verzlunarbréf á ensku, sem sent var frá íslandi. Þetta bréf aflaði sambands við um- heiminn á þann hátt, að það veitti landbúnaðarframleiðend- um beinan aðgang að erlendum markaði, þar sem þeir gátu keypt nauðsynjar sínar og selt framleiðsluvörurnar. Hið fyrsta samvinnufyrirtæki á íslandi var því samtök land- búnaðarframleiðenda um inn- kaup á matvælum og nauðsynj- um til framleiðslunnar. Hinar fyrstu vörupantanir þessara bænda voru sameinaðar og fluttar með seglskipi til hafnar á norðausturströnd íslands. Samtök bændanna áttu allan farminn, og skipið, sem lá við festar í höfninni, var í senn vöruskemma þeirra og vöruaf- greiðsla. — Það hafði verið sið- ur í mannaminnum, að kaup- menn sigldu skipum sínum til hinna ýmsu hafna og seldu neytendum vöru sína beint af skipsfjöl. í mörgum héröðum fyrirfundust engir kaupmenn, aðrir en þeir, sem komu skipum sínum í næstu höfn einu sinni eða tvisvar á ári. — Sama skipið sigldi aftur til Englands með fullfermi af íslenzkum landbún- aðarvörum, sem seljast áttu á enskum markaði. Það voru bændur íslands og framleiðendur, sem sáu hina brýnu þörf fyrir bætt verzlunar- sambönd og gerðu sér þess jafn- framt ljósa grein, að verzlunar- frelsið væri þáttur í frelsisbar- áttu íslands. Eftir nokkrar til- raunir fundu þessir menn þá aðferð, sem bezt var til að veita þeim verzlunarfrélsið, en það var stofnun samvinnufélaga, er hagnýttu sér sambönd braut- ryðjendanna við England. Hin sterka samvinnuhreyfing á ís- landi er sprottin upp af þessari lágreistu byrjun bændanna á hinni fjöllóttu og vogskornu norðurströnd landsins. Fyrsta varanlega samvinnu- félagið var stofnað af bændum í Þingeyjarsýslu. Samvinnufé- lagið Kaupfélag Eyfirðinga, — á svipuðum slóðum —, var stofn- að 1886 og lagðist á eitt með hin- um smærri félögum, sem áður höfðu verið stofnuð í nágrenn- inu, og náðu þau þá yfir allan norðausturhluta landsins. Þetta félag, sem þekkt er undir nafn- inu KEA, e.r nú stærsta félagið í Sambandi íslenzkra samvinnu- félaga. Nú eru starfandi 48 sam- vinnufélög um allt ísland, sam- einuð í öflugu sambandi, og meðlimatalan er alls rúmlega 18500, Flestir þessara meðlima eru fjölskyldufeður, og verður ljóst hve mikill hluti af búum og heimilum landsins er þarna sameinaður, þegar þess er gætt, að íbúatalan er alls um 120000. Þar sem bændur hafa átt svo mikinn þátt í vexti og viðgangi samvinnuhreyfingarinnar á ís- landi, er ekki úr vegi að fara nokkrum orðum um íslenzkan landbúnað. Nú eru þýðingar- mikil tímamót í þróun hins ís- lenzka landbúnaðar. Breytingar á heimsmarkaði, verðsveiflur, vöxtur bæja og þorpa, með fylgj- andi mataræðisbreytingum, og þungi stríðsins hefir allt sín áhrif. Lengst af hefir íslenzka þjóðin einkum lifað á landbún- aði, en á þessu hefir orðið mikil breyting á síðustu áratugum. Árið 1900 bjuggu um 82% lands- manna í landbúnaðarhéruðun- um, en nú aðeins 38%. /

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.