Tíminn - 13.05.1944, Síða 2

Tíminn - 13.05.1944, Síða 2
194 TÍMIIVN, langardaghw 13. mai 1944 50. blað t&m ^tmxrtn Laufiardagur 13. maí Samanburður komm únista á S.I.S. og heilcholun um ASalmálgagn kommúnistanna er samt við sig, þegar það ræðir um samvinnumál. Þann 4. þ. m. víkur það að þeirri spillingu í innflutningsverzluninni, að viss firmu hér í bænum hafa mynd- að milliliðafélög erlendis til þess að láta þau selja sér vörurnar hækkuðu verði, svo að þau gætu fengið sem mestan álagningar- gróða. Telur blaðið þetta stafa af því, að verzlunin hafi verið „einokuð fyrir heildsalana og S. í. S.“, er síðan noti þessa að- stöðu til hvers konar okurs og klækja. Þessi ummæli blaðsins sýna, að það vill skapa það almenn- ingsálit, að S. í. S. og heildsal- arnir séu eitt og hið sama. Það sé enginn munur á þessum tveimur aðilum gerandi. Þeir vilji einoka verzlunina til hags- bóta fyrir sig. Þeir beiti verstu klækjum til að okra á neytend- unum. Neytendur verði að líta á báða þessa aðila sem fjandmenn sína. Það þarf ekki að taka fram, að allur þessi samanburður kom- múnistablaðsins á S. í. S. og heildsölunum, er eins rangur og' hugsast getur. Hann er upp- fundinn i hinum byltingarsýktu heilabúum , kommúnistafor- sprakkanna, sem finna réttilega, að umbótastarf samvinnuhreyf- ingarinnar er ein öflugasta hindrun byltingarinnar. Þær innflutningsreglur, sem nú gilda, og ekki er fjarri lagi að kalla megi „einokun", eins og Þjóðviljinn gerir, eru settar í fyllstu andstöðu við samvinnu- hreyfinguna og bitna líka sér- staklega á henni. Þær eru settar af Birni Ólafssyni í þágu heild- salanna, og eru í aðalatrið- um þær, að innflutningsleyfi skuli veitt í samræmi við inn- flutning fyrirtækjaná seinustu árin fyrir stríð og fyrstu stríðs- árin. Þannig er verzlunin raun- verulega „fryst“. Jafnt léleg- um og góðum verzlunarfyrir- tækjum er veittur hlutfallslega sami innflutningur og áður. Þetta er sama fyrirkomulagið og í tíð dönsku einokunarinnar, þegar landinu var hlutað í verzlunarsvæði og þau síðan framseld einu verzlunarfyrir- tæki. í stað verzlunarsvæðis þá kemur nú viss hundraðs- hluti verzlunarinnar. Öll þróun og eðlilegur vöxtur heilbrigðra fyrirtækja er stöðvaður til hags fyrir ónytjunga og okrara. Alveg sérstaklega bitnar þetta á sam- vinnuhreyfingunni, sem er í vexti. Innflutningsreglur þess- ar hindra að eldri kaupfélög geti vaxið eða ný kaupfélög risið upp, nema þá með því móti að leita á náðir heildsalanna. Sjálf getur samvinnuhreyfingin ekk- ert aukið innflutning sinn. Það er því ekkert undarlegt, þótt samvinnuhreyfingin berjist gegn þessari kúgunarreglu og það því fremur, að reynslan hefir sýnt, að hægt er að hafa verzlunina frjálsa, þótt höfð séu innflutn- ingshöft, með því að úthluta innflutningsleyfum í samræmi við félagsmanna- og viðskipta- mannatölu. Þá geta hin heil- brigðu fyrirtæki haldið áfram að vaxa, en hin lélegu heltast úr lestinni. Samvinnuhreyf- ingin berst fyrir slíkum inn- flutningsreglum, og þess vegna er það eins rangt og ósvífið og hugsast getur, þegar kommúnistablaðið segir, að hún hafi óskað eftir núgildandi inn- flutningsreglum eða þau séu sett henni til hagsbóta. Meiri öfugmæli eru ekki til. Núgildandi innflutningsreglur eru eigi aðeins ranglátar, heldur lítt framkvæmanlegar. Það er farið eftir skýrslum verzlunar- fyrirtækjanna sjálfra um inn- flutning þeirra á undanförnum árum, án þess að réttmæti þeirra hafi verið sannprófað til hlítar. Jafnframt ef miðað við krónutölu innflutnings, en ekki vörumagn, og þannig er beinlín- (Framh. á 4. síðu) E L í A S M A R: Bokabálknr Tvö íslenzk hljóðiæri Tónmennt íslendinga hefir ekki staðið á háu stigi, en þó hefir hér orðið til talsvert af fallegum Jjjóðlögum, er Bjarni Þorsteinsson tónskáld safnaði, eins og kunnugt er, og tvö hljóðfæri, þótt ófullkomin væru, hafa verið fundin upp og notuð hér á landi. Ungur námsmaður, Elías Mar, segir sögu þessara tveggja hljóðfæra, íslenzku fiðlunnar og langspils- ins, að svo miklu leyti sem hún verður rakin, í grein þeirri, sem hér birtist. Tvö eru þ'au hljóðfæri, sem ætla má, að við íslendingar eig- um heiðurinn af að hafa fundið upp. Þau eru: fiðla og langspil. Bæði þeSsi hljóðfæri er nú löngu hætt að nota, og þau fáu, sem enn eru til, munu öll vera komin í söfn. Ég mun hér í stuttu máli segja örlítið frá þessum hljóð- færum, en heimildir þær, sem ég styðst við, eru hvorki margar né ítarlegar; og lítið mun hafa verið ritað um þau áður, þótt ó- trúlegt sé. * Af þessum tveim hljóðfærum mun fiðlan hafa verið full- komnari og, að öllum líkindum, eldri. í íslenzku veizlukvæði frá fyrrihluta 18. aldar er þó getið um langspilið. Auk þess er í sama kvæði nefnd gígja; hljóð- pípa, harpa, bumba og símfónn, svo að gera má ráð fyrir, að öll þessi hljóðfæri hafi verið not- uð hér á landi þá. En aftur á móti er fiðlan ekki nefnd. Þetta þarf þó ekki að brjóta í bága, við þá skoðun Bjarna Þorsteins- sonar tónskálds, að fiðlan muni vera eldri. Um bæði þessi hljóð- færi skrifaði hann í inngangi að „fslenzkum þjóðiögum", sem orentuð voru í Kaupmannahöfn 1906—1909. Þar gefur hann nokkra lýs-. ingu á langspilinu og fiðlunni, og mun ég aðallega styðjast við þá lýsingu hér. Fiðlan var aflangur, mjór kassi, nokkru breiðari í annan endann, og úr frekar þunnum fjölum. Hann hefir að jafnaði verið tæpir 80 cm. að lengd og 17 cm. að breidd í breiðari end- arín. Dýptin á að gizka 14 cm„ en það fór þó nokkuð eftir lengdinni. Á fiðlunni voru oftast tveir strengir, með „stól“ undir. Var stóllinn venjulega jafnbreiður fiðlunni, og stundum útskorinn. Var hann laus og mátti því taka hann úr, ef sá, er spilaði, vildi ná lægri tónum. Þó er til, í þjóð- minjasafninu, fiðla með 4 strengjum og 2 stólum.Er reynd- ar óvíst, hvort annar þeirra á að vera. Strengirnir voru í annan end- ann festir í sívala, rennda tré- nagla, sem voru um 13 cm. há- ir, en í hinn endann í samskon- ar nagla, hreyfanlega, svo að hægt væri að snúa strengjun- um upp á þá og herða með því á þeim. Var oftast nær hert eins mikið á strengjunum sem menn treystu þeim til að þola. * Einhverja elztu lýsingu á ís- lenzku fiðlunni er að finna í ferðasögu Uno v. Troil, erki- biskups frá Uppsölum, sem út kom 1777. Hafði biskupinn ferð- azt um ísland tveim árum áð- ur. En lýsing hans á fiðlunni er frekar óglögg. Sama máli gegn- ir um lýsingu Magnúsar Steph- ensens, en hann segir að strengirnir hafi verið úr hross- hári, og sömuleiðis hrosshár í fiðluboganum. Munu þó oftar hafa verið notaðir örmjóir vír- strengir, enda þótt hrosshárs- strengir kunni að hafa þekkzt, einhverntíma á 18. öld. Á fiðlubogann var borin myrra "við og við, þegar spilað var, og á strengiría líka. Engin fiðla mun vera til frá elztu tímum, en þær sem til eru, munu vera smíðaðar eftir minni þeirra manna, er séð höfðu fiðl- ur og heyrt leikið á þær í ung- dæmi sínu. * Hvernig leikið var á fiðluna, lýsir Bjarni Þorsteinsson m. a. þannig, og tek ég frásögn hans orðrétta: „Fiðlan snýr þannig frá þeim, sem spilar á hana, að breiðari endinn er til vinstri handar, en fjölin litla og mjórri endi hljóð- færisins snýr til hægri. Bogann hefir maður í hægri hendi, og dregur hann *ýmist yfir annan strenginn eða báða, vinstra megin við litlu fjölina (sem oft var kölluð ,,bretti“). Vinstri handar fingur gefa nóturnar þannig, að hendin er hálfkreppt milli botnsins á fiðlunni (fiðlu- dekksins) og þess strengsins, sem nær manni er, og veit handarbakið niður, Því næst lætur sá, er spilar, röð fremstu kjúku þumalfingurs styðjast upp í strenginn, en snertir strenginn með hinum fjócum fingrunum, þannig, að kúlur naglanna slái strenginn á víxl, eftir því, sem lagið heimtar; sumir brúkuðu og kjúkuflötinn ofan við negl- urnar til þess að gefa tónana. Oft kemur fyrir, að sá, er spilar, þarf að færa þumalfingurs röð- ina til á strengnum, ef lagið gengur yfir mörg tónbil. Venju- legast var fiðlan látin standa á borði, þegar spilað var, og stóð þá oft sá, er spilaði, erí gat einnig setið. Sumir fiðluleikar- ar létu fjöl (rúmfjöl eða annað) Elías Mar yfir kné sér, þar sem þeir sátu, settu fiðluna þar á og spiluðu síðan. Tveir strengir voru á hverri fiðlu,-og snertu fingurn- ir aðeins annan þeirra, þ. e. þann, sem nær manni var; aftur á móti var boginn oft dreginn yfir þá báða í einu, einkum í sálmalögum og þeim öðrum lög- um, er hægt gengu, og mun það líklega háfa verið af þeirri ástæðu, að þá hafði spilarinn meira vald yfir bogadrættinum, en ef lögin gengu fljótt; í kvæðalögum og þeim lögum, er gengu fljótt, var boginn ekki látinn snerta nema fremri strenginn, og fór það oft veL Handarbakið var látið hvíla á kassaröðinni til léttis; af því er auðsætt, að stórhentir menn þurftu að hafa stærra bil frá fiðlunni upp að strengjunum en þeir, er höfðu smáa hönd; en stærð þessa bils var komin und- ir hæð trénaglanna og breidd litlu, lausu fjalarinnar, svo og undir því, hve miklu brúnin á mjórri gaflinum (er strengirnir lágu yfir) var hærri en botn fiðlunnar. Strengirnir voru báð- ir stemmdir jafnhátt, að minnsta kosti minnist núlifandi fólk ekki annars; þó er hugsan- legt að undantekning hafi ver- ið frá þessu, hafi fiðlan verið notuð í tvísöng." Litla, lausa fjölin, sem Bjarni segir, að kölluð hafi verið „bretti“, er nú oftast nefnd „stóll“, og er það viðkunnan- legra nafn, og að því er ég held, réttara. * Ætla má, að langspilið hafi að miklu leyti útrýmt fiðlunni. Strax í byrjun nítjándu aldar fer notkun fiðlunnar að minnka' frá því, sem áður var, og um miðja öldina er hún mikið til horfin úr notkun. Kringum 1840 er, þeirra mjög lítið getið í sóknalýsingum t. d. En þá er langspilunum að fjölga. Ýmsir menn urðu sæmilega leiknir í fiðluspili, miðað við all- ar aðstæður. Flestir urðu að nema af sjálfum sér og kennslu- bók var engin. Ég minnist hér eins alþekkts flakkara, sem hét Björn og var kallaður Fiðlu-Björn. Um hann skrifar Gísli Konráðsson: „Björn hét maður skagfirzkur og kall- aður Fiðlu-Björn fyrir því, að hann lék manna bezt á fiðlu; lagði hann það eitt fyrir sig og fór um héruð með íþrótt þá, og hélt sér uppi við það; en það var forn trúa, að álfar og ýmsar vættir sæktu þar mjög að er fiðla var leikin.“ Einnig er þess getið, að Björn hafi sungið við fiðluspilið, enda mun það oftast hafa verið gert. Vitað er um nöfn nokkurra manna, sem þóttu leika vel á fiðlu, og er þeirra getið í „ís- lenzkum þjóðlögum" Bjarna Þorsteinssonar, sem áður er minryst á. * Nú skal vikið að langspilinu. Það var smíðað hér á landi, eins og fiðlan, og fundið upp hér. Ekki er þó vitað, hver fyrst- ur hefir fundið það upp, né hvar á landinu það vhefir verið. Blómatími langspilsins var á fyrri hluta og um miðja öldina síðustu. En til hafa þau einnig verið á 18. öld. Eftir 1860 tekur blásturshljóð- færum frekar að fjölga í land- Fiðla, séð ofanfrá og neðanfrá. Fiðla þessi er í þjóðminjasafninu, en er ekki hin algenga gerð íslenzku fiðlunnar, eins og sjá má á því, að streng- irnir eru fjórir og „stólarnir“ tveir. Langspil. Þetta er sú gerð, sem þótti vandaðri og var ólíkari fiölunni, hvað snertir útskotið út úr annari hlið breiðari endans. VOPN GUÐANNA. Jólaleikur Leikfélags Reykja- víkur síðastliðinn vetur var Davíð Stefánsson „Vopn guðanna“ eftir Davíð Stefánsson. Vakti hann mikla athygli og umtal í höfuðstaðn- um og hlaut góða aðsókn. Nú hefir Þorsteinn M. Jóns- son, bókaútgefandi á Akureyri, gefið leikritið út, og mun það komið í bókabúðir um land allt. Leikrit þetta fjallar um bar- áttu hins frjálsa anda, sem ekki verður hnepptur í fjötra, og harðstjórans, sem treystir á sverðið og svipuna og nærir veldi sitt á blóði og tárum. Þessari baráttu lyktar með því, að krossinn, tákn hins siðræna þroska, frelsis og vaxtarþrár, sigrar sverðið. Þegnar hins sig- ursæla harðstjóra flykkjast um Barlaam, spámanninn útlæga, og þjóðin gerir uppreisn. Þá lýstur niður eldingu, sem drepur konunginn. Hin refsandi hönd sjálfrar náttúrunnar hittir hann, þegar fólkið hefir risið upp, og má vera að í þessari lausn leikritsins, sem af sumum hefir þó verið talin veila, felist ein hin magnþrungnasta túlkun þess, sem gerist, þegar veldi harðstjóranna hrynur til grunna Þótt höfundurinn reyni hvergi að milda eigindir kúgarans, er trú hans á sigurmátt hins frjálsa anda, furðu-djörf. Garð- yrkjumaðurinn segir um hinar tvær manngerðir, sem hann tel- ur að séu til í heiminum: „Garð- yrkjumaðurinn nemur af nátt- úrunni og vitkast með hverjum degi. Um slátrarann er öðru máli að gegna. Og þó er ég ekki frá því, að jafnvel hann geti staðið til bóta.“ Sagt hefir verið, að þessi leik- ur geti gerzt hvar og hvenær sem er, en eigi að síður er nokk- urn veginn ljóst, að höfundur- inn hefir haft samtíð sína og samtíðarmenn í huga. Davíð Stefánsson er vinsæl- asta skáld þjóðarinnar. Mestrar frægðar og ástsældar hafa Ijóð- in aflað honum. En hann hefir einnig getið sér mikinn orðstír fyrir skáldsagna- og leikritagerð og ekki ólíklegt, að hann hyggi á fleiri afrek á því sviði. Sérhver ný bók frá Davíðs hendi á því vísa þjóðarathygli, og enn sem komið er hafa líka allar bækur hans hlotið þjóðarhylli. SKINFAXI. Skinfaxi, tímarit Ungmenna- félags íslands, er nú að hefja 35. árið. Er fyrra hefti þessa árs nýkomið, stórt og vandað hefti, helgað lýðveldisstofnuninni. Hefst það á ávarpi frá stjórn U. M. F. í. og fara síðan á eftir sextán greinar um lýðveldis- málið eftir forseta U. M. F. í. og formenn allra héraðssamband- anna. Er þar rætt um sjálf- stæðismál okkar íslendinga og stofnun lýðveldisins frá ýmsum hliðum, en niðurstaða allra greinanna er ein og hin sama: einhuga hvatning til þjóðarinn- ar um að gera endurreisn ís- lenzka þjóðveldisins sem glæsi- legasta og eftirminnilegasta. f síðari hluta heftisins eru síð- an greinar um ýms önnur efni. Kristjárn Eldjárn á þar grein um örnefnaskráningu, Þórarinn Þórarinsson skólastjóri minnist tuttugu og fimm ára afmælis Eiðaskóla, Jón Magnússon skrif- ar um bréfaskóla og Þorsteinn Einarsson ritar íþróttaþátt. Tvö kvæði eru í heftinu, ann- að eftir Guðmund Inga Krist- jánsson, hitt eftir Kristján Jóns- son á Snorrastöðum. Með þessu ári verður sú breyting á, að Skinfaxi verður aðeins serídur föstum áskrifend- um, en ekki ungmerínafélögun- um sjálfum, eins og áður var. Koma tvö væn hefti út á ári hverju og mun árgangurinn kostar fimm krónur til nug- mennafélaga, en tíu krónur til annarra. Síðasta Skinfaxahefti, er sent var út um land með gamla fyr- irkomulaginu, kom út um ára- mótin síðustu. Var það 34. ár- gangur ritsins allur. Þetta hefti var að verulegu leyti helgað í- þróttamálum og meðal annars birtist í því ýtarleg frásögn um Hvanneyrarmótið síðastliðið sumar og íþróttaafrek þau, sem þar voru innt af höndum. Það er gott frásagnar, hve mikill myndarbragur er á tveim síðustu hef-tum Skinfaxa. Ættu (Framh. á 4. siðu) inu. Sömuleiðis segir Benedikt Jónsson frá Auðnum, að fiðlum taki að fjölga um líkt leyti, og mun hann eiga við erlendar fiðlur, því að innlendu fiðlurnar voru þá að hverfa úr sögunni. Útvegaði hann sjálfur þesshátt- ar hljóðfæri, og söngkennslu- bækur og nótnabækur á erlend- um málum. En árið 1855 kemur út á Akureyri „Leiðarvísir til að spila á langspil,“ tekin saman af Ara Sæmundsen umboðs- manni og tileinkað Pétri Gud- johnsen organista í Reykjavík — „íslands ágætasta og lang- mesta söngfræðingi.“------- í fyrsta kafla bókarinnar get- ur höfundurinn þess, að hann hafi heyrt marga spila á lang- spil, sem hafi gert það lipurt, en einatt hafi tónarnir þó verið ógreinilegir vegna vankunnáttu þeirra, er spiluðu. Á þessu hyggst útgefandinn vilja ráða bót, með því að kenna viðvan- ingum að þekkja nótur og spila eftir þeim. f bók sinni styðst hann þó við bókstafanótur, þar sem Akureyrarprentsmiðja átti engar nótur. Ekki rekur hann sögu lang- spilsins hið minnsta, og veitir mjög litlar leiðbeiningar í því, hvernig smíða skuli langspil, nefnir þó hvaða stærð hann telji æskilegasta. Hefir honum sjálfsagt fundizt slík leiðbein- ing óþörf. Auðheyrt er á orða- lagi hans, að langspilið er um þessar mundir aðalhljóðfærið í landinu, enda þótt notkun þess leiddi til miður aukinnar ná- kvæmni í meðferð sönglaga, en það var mest því að kenna, að fáir þekktu nótur eða kunnu að stilla hljóðfærið rétt. í þá tíð voru mest spiluð og sungin sálmalög, en þó einnig lög við veraldlega texta. Voru textarnir oft og tíðum harla undarlegir, og sálmarnir ekki síður, en hér er ekki tækifæri til þess að fara út í það. Álitið er, að „Léiðarvísir" Ara Sæmundsen hafi gert allmikið gagn, en að sjálfsögðu hefði ver- ið æskilegt, að hann hefði getað komið út nokkru fyrr. Um langt skeið . hafði verið vöntun á nótnabókum, þegar leiðarvísir þessi kom út; og þær bækur, sem til voru, orðnar gamlar og úr sér gengnar. Mátti segja, að ekki batnaði ástandið í söngmálum þjóðar- innar neitt við það, að Grallar- inn var felldur úr gildi, því hálf öld leið án þess nokkur nótnabók kæmi út, og mun ís- lenzkri söngmennt aldrei hafa hrakað jafnmikið sem þá á jafn- skömmum tíma. * Upp úr þessu fer langspilum að fækka. Með tímanum komu orgelin til landsins, og var fyrsta kirkju- orgelið sett í kirkjuna á Melstað í MÍðfirði. Það mun nú löngu glatað. Auðvitað var hér ekki um veruleg orgel að ræða, heldur það, sem réttu nafni heitir „harmoníum" og kalla mætti stofuorgel á íslenzku. Sjálft orgelið er miklu fullkomnara hljóðfæri (kirkjuorgel t. d.). Ekki er mér kunnugt um það, að langspilin hafi nokkurn tíma verið notuð í kirkjum, né heldur (Framh. á 3. síðu) f

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.