Tíminn - 25.05.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.05.1944, Blaðsíða 4
216 llMEVN, fimmtndaglim 25. mai 1944 54. blað CrR BÆNIIM - Niels Ebbesen. Hið snjalla leikrit Kaj Munks, Niels Ebbesen, er komið út á íslenzku. Þýð- andi er Jón Eyþórsson, en útgef- endur eru Frjálsir Danir á íslandi. Ágóðanum af sölu bókarinnar verður varið til hjálpar bágstöddum börnum í Vedersö, þar sem sira Kaj Munk starfaði til dauðadags. Leikrit þetta var leikið í útvarpið síðastl. vetur og vakti þá mikla athygli. Kaj Munk samdi það eftir hernámið og var það gert upptækt ai Þjóðverjum í Dan- mörku. Málverkasýning. Síðastliðinn sunnudag opnaði Eggert Guðmundsson málverkasýningu í hin- um nýju húsakynnum sínum í Hátúni 11. sýnir hann þar í vinnustofunni 20 olíumálverk, 5 vatnslitamyndir og milli 40 og 50 teikningar. Flestar eru myndirnar þjóðsagna- og þjóðlífslýs- ingar. Má þar nefna viðureign Grettis og Gláms, Þjóðsögur, Við hlóðir o. fl. Þá eru og margar mannamyndir á sýn- ingunni, þar á meðal stórt málverk af Einari Jónssyni myndhöggvara. — Þessar myndir Eggerts eru nánast sagt tómstundavinna, því að seinustu tvö árin hefir hann unnið að því að koma upp hinu skemmtilega og vistlega húsi sínu og hefir því haft lítinn tíma af- gangs. Margar myndirnar hafa þegar selzt. Þinghald templara. Vorþing Umdæmisstúku Suðurlands var haldið i Hafnarfirði 18. þ. m. Þing- ið sóttu 110 fulltrúar. Ein af ályktun- um þingsins var áskorun til ríkis- stjórnarinnar um að láta lögin um héraðsbönn koma til framkvæmda taf- arlaust. Tjarnarboðhlaupiff fór fram síðastl. sunnudag. A-sveit K. R. vann hlaupið á 2 mín. 39,4 sek., sem er nýtt met. Önnur var A-sveit í. R. á 2 mín. 42,0 sek., sém er einnig innan við gamla metið. Vegalengdirnar í hlaupinu voru 6x100 m., 3x200 m. og 120 m. einu sinni eða alls 1320 m. Slökkviliði Reykjavíkur hefir nýlega borizt 10 þús. kr. gjöf til styrktar slökkviliðsmönnum, sem verða fyrir slysum. Gefandinn vill ekki láta nafns síns getið. Anna Karenina. Þriðja og næst síðasta bindið af hinni kunnu skáldsögu Leo Tolstoy, Anna Karenina, kom út í fyrradag á vegum Menningarsjóðs eins og fyrri blndin.Magnús Ásgeirsson þýddi fyrstu tvö bindin, en Karl ísfeld hefir þýtt þetta bindi. S. í. B. S. hefur nýlega borizt 10 .þús. kr. gjöf til» vinnuhælis berklasjúklinga, frá Kaupfélagi Eyfirðinga. Þrfr íslenzkir sjómenn. __ voru fyrir nokkru sektaðir í Bret- landi. Höfðu tollverðir í Grimsby fund- ið hjá þeim í skipi þeirra saumavél, barnavagn og kiki, sem þeir höfðu keypt í landi og flutt um borð. Voru mennirnir sektaðir um fimmtán sterl- ingspund hver. Fyrir rúmum fimm vikum féll tík niður í mjög djúpa hraun- spruhgu á Þingvöllum og var þar í fimm vikur milli heims og helju. Voru það hermenn, sem áttu tík þessa, og hentu þeir allan tímann mat niður tii hennar. En þó mun hún ekki hafa fengið nóg að éta, því að maturinn mun ekki alltaf hafa komizt alla leið niður í sprunguna, heldur lent á syllum ofar í gjánni. Fyrir nokkrum dögum ?eig svo Jón Markússon í Svartagili niður í gjána og náði tikinni upp. Var hún orðin mjög horuð. Leiðrétting. Undir Minningargrein um Málfríði Þorbjarnardóttur í seinasta blaði höfðu misprentast stafirnar H. P. Átti að vera F. J. Á víðavangi. (Framh. af 1. siðu) menntaffar þjóðir. Ég leyfði mér að efast um, að slíkar rannsókn- ir gætu verið áreiðanlegar, og ég leyfi mér enn í dag að efast um, að svo geti verið, og það eftir 5 y2 árs sambúð við íslenzku þjóðina og að fenginni reynslu sem kennari í erlendu tungu- máli. En haldið þér virkilega, að slík landkynningarstarfsemi af hálfu íslendtngs sé til þess fallin að auka skilning útlend- inga á islenzkum málefnum?" Þessi frásögn sýnir, að Kiljan lætur sér ekki nægja að útbreiða óþverra um íslendinga í bókum sígum, heldur gerir hann það emnig í kynnum sínum við út- lenda menn, sem getur verið stórum hættulegra. Þar taka menn ummæli hans síður sem skáldskap, og þótt íslendingar séu yfirleitt hættir að taka hann alvarlega, geta útlendingar gert það, sem þekkja hann af af- spurn sem skáld, en vita minni deili á skapgerð hans og skap- göllum. Norðmenn eru t. d. Þátttakan í lýðveldis- kosningnniim. (Framh. af 1. síðu) dagsblaði Tímans. Eru þeir þessir: Hafnahreppur í Gullbringu- sýslu; Kjósarhreppur í Kjósar- sýslu; Hálsasveit í Borgarfjarð- arsýslu; Stafholtstungna- og Hraunhreppar í Mýrasýslu; Kirkjuhvamms- og Hvamms- tangahreppar' í Vestur-Húna- vatnssýslu; Skefilsstaða-, Skarðs-, Sauðárkróks-, Akra-, Haganess- og Holtshreppar í Skagafjarðarsýslu; Arnarness- og Saurbæjarhreppar í Eyja- fjarðarsýslu; Hlíðarhreppur í Norður-Múlasýslu; Eiða- og Beruneshreppar í Suður-Múla- sýslu; Vestur-Eyjafjalla- og Fljótshlíðárhreppar í Rangár- vallasýslu; Hrunamannahrepp- ur í Árnessýslu. Samkvæmt tilkynningu utan- ríkismálaráðuneytisins hefir kosningaþátttaka íslenzkra borgara vestan hafs, er kosið hafa hjá íslenzkum embættis- mönnum þar, orðið þessi: . í Washington 16 atkvæði, New York 143, Boston 13, Minnea- polis 12, Wisconsin 7, Baltimore 5, Chicago 4, Providence 4, Port- land 1. Samtals 205 atkvæði. 1 hesthúsí »Fáks« (Framh. af 1. siðu) Þótt hesthúsið í Tungu sé mikil bót á því vandræða- ástandi, er hestaeigendur í Reykjavík bjuggu við, þá er það samt engin fullnaðarúrlausn. Hestar í Reykjavík munu nú vera 300, þar af um eða yfir hálft þriðja hundrað reiðhestar, og munu margir vera, eða verða í náinni framtíð, í hraki með hús handa þeim. „Hestamannafélagið Fákur“ var stofnað í aprílmánuði 1922, og gengust meðal annarra fyrir fél&gsstofnuninni Daníel heit- inn Danielsson, Páll Andrésson, Árni Gunnlaugsson og Sigurður Gíslason. Nú eru í félaginu um 180 menn, og skipa stjórn þess Björn Gunnlaugsson, formaður, Olgeir Vilhjálmsson, gjaldkeri, Óli M. ísaksson, ritari og með- stjórnendur Sigurður Gíslason og Birgir Kristjánsson. Á síðasta aðalfundi félagsins var sú samþykkt gerð, að það beitti sér fyrir stofnun sam- bands allra hestamannafélaga á landinu. Voru Einar Sæmund- sen, Gunnar Bjarnason og Bjarni Eggertsson kosnir til bess að vinna að framgangi þess máls. Hafa þeir haft sprnir af tólf starfandi hestamanna^fé- lögum, er þeir munu snúá sér til með þetta erindi. „Hestamannafélagið Fákur“ hefir alls beitt sér fyrir 50— 60 kappreiðum síðan það var stofnað. Hefir fyrsta kappreiða- mót ársins jafnan farið fram annan dag hvítasunnu á skeið- vellinum við Elliðaár. Verður svo enn á þessu vori. Hafa kapp- reiðar félagsins jafnan verið fjölsóttar, bæði af keppendum og áhorfendum, þótt veður ráði þar vitaskuldialltaf miklu um. Annars er skeiðvöllurinn við Elliðaárnar orðinn félaginu ó- nógur, og enda úr sér genginn, og er í ráði að félagið eignist nýjan skeiðvöll í 'Laugadalnum, á hinu fyrirhugaða íþrótta- og skemmtisvæði bæjarbúa. Innilyfjendasamb. vefnaðarvörukaup- manna " • Nýlega hefir verið stofnað Samband vefnaðarvöruinnflytj- enda með það fyrir augum að annast innflutning til landsins á vefnaðarvörum meðan núver- andi „kvóta“-fyrirkomulag helzt um útflutning þeirra frá Banda- ríkjum Norður-Ameríku. Er stofnað til innflytjendasam- bands þessa eftir ósk og í sam- ráði við viðskiptaráð og við- skiptamálaráðherra. Að þessum félagsskap standa allir innflytj endur vefnaðarvöru, löngu hséttir að taka Knut Ham- sun alvarlega, en ummæli hans hafa til skamms tíma vakið talsverða athygli utan Noregs. Flugið ojí' framtíðln (Framh. af 3. síðu) Áður en varir mun verða fundin upp sjálfvirk stjórn, svo að eigi þarf annað en að koma við hnapp eða snúa sveif, til þess að flugvélin fylgi nákvæm- lega þeirri stefnu, sem henni er ætlað. Árekstrar munu ekki að- eins verða sjaldgæfir, heldur svo að segja útilokaðir. Slíkur mun verða árangur hinnar auknu radiotækni. Helicopterflugvélin, sem bráð- lega verður fuílbúin til fram- leiðslu í stórum stíl, verður að öllum líkindum framtíðarflug- vélin til einkanotkunar. Hún er þannig gerð, að hún getur hafið sig til flugs og lent á mjög litl- um flugvelli. Sérhvert bónda- býli gæti þá haft sinn eigin flugvöll og flugskýli. Ég spái því, að fyrr en síðar verði helicopterflugvélin og bif- reiðin sameinuð í eitt og sama tæki. Þegar flugvélin ætlar að lenda, munu vængir hennar látnir smámsaman leggjast til hliðar og hún breytast í bíl á samri stundu, svo að hægt verð,- ur að aka henni inn í flugskýlið eins og bifreið inn í bifreiðar- skýli. Það liggur í augum uppi, hversu einkaflugvélarnar munu breyta daglegu lífi manna. Það verður eins auðvelt að komast til staðar, sem er í 700—800 km. fjarlægð, og nú er að komast með bifreið til staðar, sem er 70—80 km. í burtu. Þetta mun vinna gegn samdrætti byggðar- innar. Þegar menn geta ferðast svona auðveldlega lengri leiðir, munu þeir ekki finna eins til einangrunarinnar. Verksmiðju- eigandinn þarf ekki að láta verkafólk sitt búa í hnapp í. kringum verksmiðjuna, þegar flugvélar geta flutt það tugi mílna á örstuttri stund. Afleið- ing þessa verður sú, að byggðin dreifist í stað þess að þéttast, TJARNARBÍÓ Fegurðardisir (Hello Beautiful!) Amer. gaman- og söngva- mynd. ANN SHIRLEY, GEORGE MURPHY, CAROLE LANDIS. Benny Goodman og hljóm- sveit hans. Dennis Day útv.söngvari. Sýnd kl. 5, 7 og 9. sem eru viðurkenndir. innflytj- endur af viðskiptaráði, að fáum undánskildum, sem ekki óskuðu að vera þátttakendur. Meðlimir eru heildsalar, S. í. S., vefnaðar- vörukaupmenn og iðnrekendur, og hafa þessir aðilar kosið sjö manna framkvæmdastjórn. Stórnina skipa: Sigurður B. Sigurðsson, konsúll, formaður, Jón Björnsson, fulltrúi S. í. S„ Sveinn B. Valfells, fram- kvæmdastjóri, Bjarni Guðjóns- son, framkvæmdastjóri, Magnús Andrésson, fulltrúi, Bergþór Þorvaldsson, heildsali, Haraldur Árnason, kaupmaður. Erlent yfirlit. (Framh. af 1. síðu) þau treystu þá á hann. Nú gera þau það ekki lengur og þá styðja þau það, sem þeim finnst skárst af því, sem leyst gæti hann af hólmi. Talið er líklegt, að for- ingi íhaldsflokksins á Spáni, Gil Robles, verði fyrsti forsætisráð- herra hins endurreista konungs- dæmis. Hann var um skeið her- málaráðherra á lýðveldistíman- um og er sagður mikill atkvæða- maður. Hann hefir aldrei viljað styðja Franco og hefir dvalið í Portugal síðan fasistar komu til valda á Spáni. Stjórn Francos hefir oft sætt harðri gagnrýni hans. Núverandi ríkiserfingi Spánar, Don Juan, dvelur nú í Sviss. Hann hefir nýlega skýrt frá því í blaðaviðtali, að honum hafi verið gefinn kostur á því að verða konungur Spánar, en hann kvað sig hafa sett ákveðin skil- yrði. Þykir líklegt, að hann vilji eigi takast konungstignina á hendur, nema lýðræðið verði jafnframt endurreist, því að hann er sagður hafa litla trú á einræðisstjórn á Spáni. Don Juan er sagður maður frjáls- lyndur og á margan hátt hinn efnilegasti. Um það verður eigi sagt, hvernig þessum deilum muni lykta, en margir kunnugir blaða- menn telja, að þingbundin kon- ungsstjórn yrði einna ákjósan- legasta stjórnarform Spánar á komandi árum. Það myndi lík- legast til sátta. Margir Spán- verjar geta ekki hugsað sér Spán án konungs og endurreisn kon- ungsstólsins myndi róa gömlu forréttindastéttirnar nokkuð. Hins vegar krefst alþýðan þess, að lýðræðið sé endurreist. Þetta stjórnarform veltur þó mjög á því, að konungur og þingið geti unnið saman. ♦ i y Reiknlngar varðandl lýðveldiskosningai'nar í Reykjavík, óskast sendir á bæjj arskrifstofurnar fyrir 2. Jnní næstk. .__L_i.MllSÍS N e f n d i n ISeinheppni fréttaritarinn (They Got Me Covered) Spennandi og spreng- hlægileg gamanmynd. DOROTHY LAMOUR, BOB HOPE. Sýnd kl. 7 og 9. Föðurhefnd (Sagebrush Law) TIM HOLT. Sýnd kl. 3 og 5. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. ~h»o«~NÝJA Vörðurinn við Rin („Watch on the Rhine“) Mikilfengleg stórmynd. BETTE DAVIES, PAUL LUKAS. Bönnuff yngri en 12 ára. Sýnd kl. 6,30 og 9. Sýning kl. 5: Ritliöfundur sem leynilögreglumaffur („Over my Dead Body“) MILTON BERLE, MARY BETH HUGHES. Ný tegund þakmálningar ,,BATTLESHIP“-asbest-þakmálniiig. Málningu þessa má nota á: steinþök — pappaþök — járnþök. Myndar vatnsþétta húff, sem þolir bæffi frost og hita. „BATTLESIIIP“-PRIMER: Undirmálning á steinþök. „BATTLESHIP“-PIastie Cement: Til þéttingar á rifum og sprungum á steinþökum, þak- rennum, skorsteinum, þakgluggum o. fl. Ælmenna byiigingufélufiið h.f. Btlililinuasamvinnufélafi Retikjjuvíkur. Tilkynning Tvö liás félagsmanna eru ná boðin til sölu: 1. Húsið nr. 192 við Hringbraut. Tvö herbergi og eldhús láus til íbúöar. 2. Hálft húsið nr. 4 við Guðrúnargötu. Fjögur herbergi og eldhús laus til íbúðar í vor eða sumar, eftir samkomu- lagi. Þeir félagsmenn, er kynnu að hafa hug á að kaupa, eru beðnir að senda umsóknir til félagsstjórnarinnar fyrir 30. þ. m. Nánari upplýsingar má fá hjá Elíasi Halldórssyni, (sími 1072) kl. 2—3 næstu daga. Reykjavík, 22. maí 1944. STJÓRMN. Askornn m kolasparnað Meff því að miklir örffugleikar hafa veriff á því undanfariff aff fé nægileg kol til landsins og líklegt aff svo verffi fyrst um sinn, er hér með brýnt fyrir öllum aff gæta hins ýtrasta sparnaffar um kolanotk- un, og jafnframt skoraff á menn aff afla og nota innlent eldsneyti aff svo miklu leyti sem unnt er. Er sérstaklega skoraff á héraffs- og sveitastjórnir aff hafa forgöngu í því aff afláð verffi innlends elds- neytis. Viðskiptamálaráffuneytið, 20. maí 1944. Y iðskiptamálar áðnneytið, 20. maí 1944. Orðsendiny frá Máli oy menninyu: Síðara bindi af Þrúgum reíðinnar eftir JOII\ STEUVBECK. er komiff út, — einnig TÍMARITIÐ, 1. hefti þessa árs. Efni tímaritsins er aff þessu sinni: Grein um lýffveldisstofnun- ina, eftir Sigurð Thorlacius, Styrjöld og stefnumiff, eftir Sverri Kristjánsson, ritdómar, eftir Sigurð Nordal, Halldór Laxness, Björn Sigfússon o. fl., kvæffi eftir Guðmund Böðvarsson og Halldór Helgason, smásaga eftir Jón Dan, þýdd grein, eftir Halldór Stefánsson, úr oiýrri bók um frelsisbaráttu Júgóslava. Ennfremur flytur tímaritiff frásögn um, nýtt rit vísindalegs efnis, sem Mál og menning ætlar aff gefa út, og birtist einn kafli úr því riti í heftinu, í þýðingu eftir Ágúst H. Bjarnason, prófessor. Félagsmenn í Reykjavík vitji bókanna í Bókabús Máls og menn- mgar, Laugavegi 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.