Tíminn - 31.05.1944, Page 1

Tíminn - 31.05.1944, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. PP.ENTSMIÐJAN EDDA h.f. Slmar 3948 og 3720. RITST J ÓRASKRIFSTOFUR: EDDUK’JSI, Lindargötu 9 A. Sírr ar 2353 og 437C AFGREIÐSLA, INNHEIMT, OG AUGLÝSINGASKT.IT- .OFA: FUDUriÚSI, Tindargötu 9A. Siml 2323. 28. árg. Reykjavík, miðvikudagiim 31. maí 1944 56. blað Úrslíl þjódarat- Grundvallarstefnan á flokkspinginus A víðavangi kvædagreídsl- unnar Hér fara á eftir úrslit þjóðar- atkvæðagreiðslunnar í þeim kjördæmum, þar sem þau eru kunn og ekki hefir verið sagt frá í blaðinu áfram. Enn er ófrétt úr fimm kjördæmum, Múlasýslum, Austur-Skaftafells- sýslu, Norður-ísafjarðarsýslu og Norður-Þingeyjarsýslu. Eyjaf jarðarsýsla: Sambandsslit: já 3030, nei 12, auðir 31, ógildir 30. Lýðveldisstofnun: já 2955, nei 32, auðir 86, ógildir 30. Suður-Þingeyjarsýsla: Sambandsslit: já 2258, nei 9, auðir 17, ógildir 9. Lýðveldisstofnun: já 2233, nei 20, auðir 31, ógildir 9. Strandasýsla: Sambandsslit: já 1026, nei 1, auðir 12, ógildir 8. Lýðveldisstofnun: já 1013, nei 8, auðir 23, ógildir 3. Rangárvallasýsla: Sambandsslit: já: 1863, nei 6, auðir 12, ógildir 10. Lýðveldisstofnun: já 1827, nei 19, auðir 40, ógildir 5. Eins og áður er tekið fram, er hvergi ennþá um endanleg- ar tölur að ræða. Sala á eígnum setuliðsms Ríkisstjórnin hefir, samkvæmt heimild í bráðabirgðalögum frá 26. apríl 1944, gert samning við ríkisstjórn Bandaríkjanna um að kaupa ýms mannvirki setu- liðsins hér á landi og taka við þeim þegar setuliðið hefir þeirra ekki lengur þörf. Jafnframt tek- ur ríkissjóður að sér að greiða fyrir spjöll, sem orðið hafa á landi því, er setuliðið hefir notað samkvæmt sérstökum samningi við landeigendur. Nefnd hefir verið skipuð, er hefir með höndum ráðstöfun á ofangreindum eignum og samn- inga við landeigendur um greiðslu á landspjöllum. í nefnd- inni eiga sæti: Skúli Thorar- ensen, framkvstj., form. nefnd- arinnar, Björn Bjarnason, bæj- arfulltrúi, Daníel Ágústínusson, erindreki, Helgi Eyjólfss., húsa- smíðameistari og Sigurjón Á Ólafsson, fyrrv. alþm. Seínustu erl íréttir .. Sókn Bandamanna á Ítalíu, hefir verið hin sigursælasta að undanförnu. Fyrra fimmtudag náðu saman herir Bandamanna, er sóttu að sunnan með strönd- inni, og Anzioherinn. Síðan hef- ir sókninni niiðað áfram dag- lega. Er nú aðeins eftir að rjúfa seinasta varnarhring Þjóðverja sunnan við Róm, sem er 15—30 km. frá borginni. Sumstaðar á vígstöðvunum eiga Bandamenn aðeins ófarna 20 km. til Rómar. Loftsókn Bandamanna eykst enn dag frá degi og nær nú daglega til mestalls meginlands Evrópu, þótt hörðust sé hún jafnan gegn herstöðvunum í Belgíu og Norður-Frakklandi. Ógnarstjórn Þjóðverja í Nor- egi versnar stöðugt. Nýlega hafa ellefu Norðmenn verið dæmdir til dauða af þýzku hernaðaryfir- völdunum og hafa sex þeirra þegar verið teknir af lífi. Sókn Japana í Honanfylki í Mið-Kina heldur áfram og hafa þeir nú teklð höfuðborgina, Loyeng. Skípulagníng ijármagns og vinnuafls á érundvellí lýðræðis oé nersónuf relsís Formálsgreín Hermanns Jónassonar í Tídindum frá 7. flokksþingi Framsóknarmanna Fyrir nokkru síðan eru komin út Tíðindi frá 7. flokksþingi Framsóknarmanna, þar sem birtar eru allar ályktanir þess. Er þetta rit, sem allir þeir, er með stjórnmálum fylgjast, ættu að afla sér. Þar er skýrt og greinilega mörkuð stefna Framsóknarflokksins í öllum höfuðmálum þjóð- arinnar, og þó alveg sérstaklega þeim, sem skjótastrar lausnar krefjast. Með þessari glöggu og skýru stefnuskrá, sem flokksþingið setti Fram sóknarflokknum, hefir það áreiðanlega flýtt fyrir því, að menn mörkuðu afstöðu sína til framtíðarmálanna, svo að þannig gætu skapazt fyrr en ella nógu öflug samtök til lausnar þeim. Framsóknarmenn hafa sem endranær orðið fyrstir til að ríða á vaðið og vísa á leið til úrlausnar. Nú er það annara flokka að fylgja á eftir eða benda á aðrar leiðir, sem þeir telja æskilegri, svo að almenningur viti, hvað hann hefir að velja um. Flokksþingstíðindin hefjast á alllangri og snjallri greinargerð eftir formann flokksins, Her- mann Jónasson, þar sem stefna flokksins er skýrð með tilliti til þess viðhorfs, sem nú ríkir í stjórnmálum hér og annars staðar. Verður efni hennar rakið lauslega hér á eftir, en full not hennar geta menn þó því aðeins haft, að þeir fái sér flokksþingstíðindin og lesi hana þar í heild. HERMANN JÓNASSON, forviaður Framsóknarflokksins Allsherjai* réttnr, samhjálp os»' t'rain- farir. í inngangi formálans fer H. J. nokkrum orðum um stofnun Framsóknarflokksins í tilefni af því, að eínn reyndasti og elzti kaupfélagsleiðtoginn á flokks- þinginu lét þau orð falla í þing- lokin, að hann hefði fundið sama hjartað slá á þessu þingi og ævinlega áður. Rekur H. J. hvernig Framsóknarflokkurinn sé ávöxtur af starfi samvinnu- hreyfingarinnar og ungmenna- félaganna og segir slðan: „Sú stefna Framsóknarflokks- ins, sem átti aflgjafa sinn í þessum tveimur merkustu fé- lagsmálahreyfingum, mótaðist af frjálslyndi, framsækni og víðtækum umbótavilja. Megin- hugsjónir flokksins urðu því ekki réttur fyrir eina stétt, held- ur allsherjar réttur, ekki samtök einnar stéttar, heldur allsherjar samhjálp fólksins í landinu. Ekki framfarir, er miðaðar væru við hag einnar stéttar, heldur allsherjar framfarir. Framsókn- arflokkurinn hefir j afnan reynst trúr þessum stefnumiðum sín- um og hugsjónum. Þess vegna varð hann skjótt, og hefir einatt verið síðan, hugþekkt athvarf víðsýnum umbótamönnum. Vaxtarbroddur hans hefir ein- att verið í hópi stórhuga og bjartsýnna æskumanna. Og aldrei hafa fleiri ungir menn sótt flokksþing Framsóknar- manna en einmitt nú.“ IVanðsyn þess að skilja samtíð sína. Að loknum innganginum um flokksþingið og stefnu og starf flokksins á liðnum árum, vík- ur H. J. máli sínu að framtíð- inni og segir: „Höfuðskilyrði þess, að stjórn- málaflokkur geti verið verki sínu vaxinn, eins og sakir standa nú, er, að hann geri sér grein fyrir þeim stórkostlegu breyt- ingum, sem orðið hafa á viðhorfi manna til þjóðfélagsmála víðs vegar um heim nú á styrjaldar- árunum. Eitt hið fyrsta, sem menn verða að skilja í nútíma stjórnmálum, er sú staðreynd, að auðvaldsskipulagið, óheft og skefjalaus samkeppni í atvinnu- rekstri þjóðanna, leiðir af sér atvinnuleysi fjölda fólks a. m. k. öðru hverju, og öreigamennsku mikils þorra mannkynsins. At- vinnuleysingjar og öreigar fylkja sér síðan til baráttu gegn atvinnurekendum og auðmönn- um. Þannig elur hið ríkjandi skipulag í fari sínu óvinsamlega og skilningsvana sambúð og hlífðarlausa baráttu milli þjóð- félagsþegnanna. Mikill hluti íhaldssamari þegna hvers þjóðfélags vill hvorki sjá þetta né skilja — vill ekki þá þróun, sem þarf til að vera í samræmi við þjóðfélags- legt réttlæti, sem samtíðin ger- ir kröýu til. Þegar slík kyrrstaða eða of hæg þróun ræður, safnast fyrir réttmætar kröfur til breyt- inga, líkt og vatn í stífluðu straumvatni. Hvorttveggja brýt- ur sér leið að lokum með því meiri krafti og því ömurlegri eyðileggingu, sem stöðvunin er meiri og varanlegri. — Af þessu hæfileikaleysi of margra til að skilja samtíð sína, koma bylt- ingar með ofbeldi, hvort sem þær gerast í Frakklandi, Rúss- landi, Þýzkalandi, Ítalíu eða annars staðar, — hvort sem þær að lokum koma frá hægri eða vinstri. En byltingin með ofbeldi leiðir ætíð volæði yfir þá kyn- slóð, sem gerir hana — þolir.“ H. J. segir, að ýmsir reyni enn að draga það í efa, að nokkrar verulegar þjóðfélagslegar breyt- ingar verði að lokinni stvrjöld- inni. Þessu til afsönnunar nefn- ir hann mörg dæmi, m. a., að margir frjálslyndir íhaldsmenn annars staðar viðurkenni þörf breytinganna. Reynslan frá ár- unum 1920—40 sé mönnum líka öflug hvatning. „Bezta trygging- in fyrir hraðri þróun er sú, að slysin af stöðvun þróunarinnar eru orðin svo mörg og augljós, að þau sýna, að um tvennt er að velja, hraðfara þróun eða bylt- ingar, og þegar um þessa tvo kosti er að ræða, verða þeir fleiri, sem kjósa fyrri'kostinn.“ Markinið breytingaima. H. J. kemur næst að því, hvert muni verða takmark þeirra öru þjóðfélagsbreytinga, sem koma þurfi. Breytingarnar verði ekki þær, að afnema hið frjálsa framtak, heldur verði það eftir sem áður driffjöðrin. Hins veg- ar verða því sett hollari tak- mörk, sem tryggja að það vinni eins og hagsmunum heildarinn- ar hentar bezt og valdi ekki neinum þjóðfélagslegum óhöpp- um, eins og oft hefir átt sér stað. Markmiðið verði að tryggja sem skynsamlegasta notkun vinnu- aflsins og fjármagnsins, svo að atvinnan verði alltaf næg og öll- um geti liðið vel. Þessi mál verð- ur reynt að leysa sem mest á grundvelli frjálsrar samvinnu, eins og bændurnir hafa gert hér með sölu á afurðum sínum og innkaupum erlendra vara, en þegar hún nægir eigi, verður í- hlutun eða beinar aðgerðir rík- isins að koma til hjálpar, líkt og hér heíir verlð gert með af- Foringjar innrásarhersins Hér á myndinni sjást þrír aðalforingjar innrásarhersins, þeir Tedder flugmarskálkur, Eisenhower hershöfðingi og Montgomery hershöfðingi — (tallð frá vlnstrl). Flestar spár ganga nú í þá átt, að innrásin munl ekki hefjast síSar en um miSjan júní. urðasölulögunum, byggingu síld- arverksmiðjunnar o. fl. íslend- ingar standa að ýmsu leyti vel að vígi í þessum efnum, því að þeir hafa leyst mörg stór við- fangsefni með þessum hætti. Mistök hafa vitanlega átt sér stað, en stefnan hefir í höfuð- atriðum reynzt rétt. Reynsla Breía. H. J. víkur síðan að reynslu Breta í þessum efnum og segir: „Bretar eru sú þjóð, þar sem frjáls samkeppni, óheft einstakl- ingsframtak og handahófs- rekstur sá, er því fylgir, hefir átt einna mestu fylgi að fagna. Þetta var meðal annars afleið- ing þess, að Bretar eru nýlendu- veldi mikilla viðskipta og auð- söfnunar, og frjálst framtak og samkeppni lifði þar sína blóma- tíð við ákjósanlegustu skilyrði fram á tuttugustu öldina, að offramboð varð og krepputíma- bil hófst, er m. a. hefir orðið ein meginorsök tveggja heims- styrjalda. Bretar hafa nú orðið fyrstir lýðræðisþjóða í þessari styrjöld til að gerbreyta um stefnu, hverfa frá fyrra formi, skipuleggja framleiðsluna og fá ríkinu það vald og þá íhlutun, sem nauðsynleg er til þess að fullnýta vinnuaflið, auðlindir og framleiðslumöguleikana í þágu heildarinnar. Ég hygg, að Eng- lendinga greini ekki á um það, að þeir myndu þegar fyrir nokkru hafa tapað styrjöldinni, ef þeir hefðu ekki gripið til þess- ara skipulegu vinnubragða, í stað handahófsreksturs. En ef stórþjóðir hinnar frjálsu sam- keppni og hins frjálsa ein- staklingsreksturs tapa óumflýj- ánlega, að öðru jöfnu, stríði við þjóðir, sem hafa komið á hjá sér opinberri íhlutun til að halda uppi skipulegum vinnubrögðum, — hlýtur önnur spurning að rísa með miklum þunga. Fyrst þetta lögmál gildir í ófriði, gildir það þá ekki alveg eins á friðar- tímum? Eru ekki þjóðir skipu- lagsleysis í framleiðslu og skefjalausrar samkeppni óhæf- ari til að veita þegnum sinum viðunandi lífsskilyrði, óhæfari til að útrýma kreppum, atvinnu- leysi og fjárhagsöngþveiti? Fara þær ekki flestar að lokum htna sömu leið, viljandi eða óviljandi, friðsamlega eða eftir miklar hörmungar, — samkvæmt því, sem þær hafa þroska eða giftu til? Svo mikið er víst, að Englend- ingar virðast hafa ákveðið að halda í meginatriðum því skipu- lagi, sem þeir hafa komið á hjá (Framh. á 4. siSu) ÁHRIFAMESTI ÁRÓÐURINN í LÝÐVELDISKOSNINGUNUM. Reykvíkingur skrifar blaðinu: Ég er einn í hópi þeirra, sem álít að of miklum og óþörfum áróðri hafi verið beitt í lýðveld- iskosningunum. Alls konar fólk var látið flytja áskoranir í út- varpið og var málflutningurinn oft og tíðum vafasamur fyrir málefnið. Ég er alveg hárviss um, að þessi miklu ræðuhöld hafa ekki gert minnsta gagn, nema þá síður væri. Þau hafa hins vegar sett hálfgerðan leið- indablæ á kosningaathöfnina, — eins og gefið það til kynna, að íslendingar væru svo miklir skynskiptingar og lítil sjálfstæð-- isþjóð, að Eyjólfur Jóhanns- son, Halldór Jakobsson og fleiri slíkir sómamenn væru nauð- beygðir til að koma að hljóð- nemanum til að kenna fólki að gera einföldustu skyldu sína. Þetta er nú um þann áróður, sem var ónauðsynlegur og leið- inlegur. En það var annar áróð- ur, sem var ánægjulegur og á- hrifamikill og setti mestan glæsibraginn á þessar kosningar. Það var sú frásögn útvarpsins, að margar sveitir hefðu skilað 100% þátttöku strax fyrsta kosn- ingadaginn. Sveitafólkið, sem hafði minnstan tíma til að hlusta á útvarpsáróðurinn og versta aðstöðuna til að sækja kosning- arnar, sýndi að það þurfti enga áminningu til að gera skyldu sína. Við þetta hljóp kaupstað- arfólkinu, sem var orðið þreytt á útvarpsræðunum, kapp í kinn. Það skapaðist heilbrigður metn- aður milli sveita og kaupstaða. Þannig varð hin öra kosninga- þátttaka sveitafólksins áhrifa- mesti og skemmtilegasti áróð- urinn í lýðveldiskosningunum, — áróður. sem enginn getur gagnrýnt og ávallt mun lifa, sem glöggt tákn um ágæti ís- lenzkrar sveitamenningar. — EFTIRHREYTUR ÓLÖGLEGA VERKFALLSINS. í laugardagsblaði Þjóðviljans er skýrt frá því með mikilli vandlætlngu, að bílstjóri á Eyr- arbakka hafi nýlega sent stjórn Alþýðusambands íslands svo- hlhjóðandi bréf: „Háttvirt stjórn Alþýðusam- bands íslands! Þar sem ég, þann þriðja þessa mánaðar, er rekinn heim frá vinnu minni af fulltrúum Al- þýðusambandsins, og bönnuð vinna við mitt verk, um. óákveð- inn tíma, og þar sem hinn óákveðni tími reyndist að verða 12 dagar (virkir) og skaði minn við þetta verður sem næst 800 kr. — átta hundruð krónur, — sem er stórfé. á minn mæli- kvarða, og þar sem nú þetta at- hæfi er allt ólöglegt, þá leyfi ég mér hér með að. krefjast fullra bóta fyrir það tjón, er ég hef af þessu hlotið eða l^ann að hljóta. Mjög væri æskilegt að heyra svar ykkar við fyrsta tækifæri, því hin lagalega leið ér oft sein- farin, en hana legg ég út á, ef mót von minni þið neitið bóta.“ Blaðið segir, að stjórn Alþýðu- sambandsins hafi kvatt mann- inn á fund sinn, en ekki fengið hann til að falla frá kröfunni. Er haft í hótunum við manninn, ef hann heldur henni til streitu, nafn hans skuli birt og öll verk- lýðsfélög vöruð við honum. Virð- ist mega lesa það milli línanna, að hann verði settur í vinnu- bann, ef hann lætur ekki undan. Vafalaust eru þeir verkamenn þó æðimargir, sem finnst það hart að fá engar skaðabætur fyrir það að vera meinað að vinna í 12 virka daga, vegna ólöglegs verkfalls. Öðru máli hefði gegnt, ef verkfallið hefði verið löglegt. Hvað, sem úr þess- ari málshótun verður, er það sýnt á Þjóðviljanum, að hún (Framh. á 4. stðu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.