Tíminn - 21.06.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.06.1944, Blaðsíða 2
246 TtMINN, miðvikudagiim 21. Jiinl 1944 62. blað Árið 1918 gerðu ísland og Dan- mörk með sér sáttmála, sem fól Á hinni sögulegu lýðveldishá- I í sér ákvæði um, að eftir árs- tíð á Þingvöllum 17. júní 1944 lok 1943 skyldi hvoru landinu munu tvö augnablik verða eftir- um sig" frjálst og heimilt að „Vér ernm allir á sama skipinu" Ræða Sorseta íslands flntt hjá Stjórnarráðshúsinu „E! sundur er skipt lögunum, þá mun sundur skipt íriðnum‘ ‘ Ræða forseta á Lögbergi 17. júní 1944 'giminn Miðv.dagur 21. jtíní Norræn pjóð - samhuga þjóð minnilegust. Hið fyrra var, þeg- ar Sveinn Björnsson ríkisstjóri hafði hlotið kosningu Alþingis sem fyrsti forseti íslands og var ákaft hylltur af öllum hinum mikla mannfjölda, er þar var kominn saman. Hið síðara var, þegar forsætisráð- herra flutti kveðju og árnaðar- óskir Kristjáns konungs um framtlð íslands og sambúð þess við Norðurlönd, og mannfjöld- inn svaraði með öflugri húrra- hrópum en áður hafa heyrzt á íslandi. Þeir munu fáir, sem á Þingvöllum voru, er eigi munu geyma minningarnar um þessi augnablik alla ævi. Tildrög þess, að þessi augna- blik urðu sögulegust allra á Þingvallahátíðinni, dyljast ekki neinum. Þau veittu þjóðinni bezt tækifæri til að sýna hug sinn á þessari hátíðastund. íslendingar eru norræn þjóð og vilja vera það, Ýmsir hafa óttazt, að lýðveldisstofnunin yrði misskilin á þann veg, að íslendingar væru að slíta tengslin við Norðurlönd. Hið kærkomna skeyti Kristjáns kon- ungs gaf þjóðinni tækifæri til að sýna, að því fór fjarri, jafn- hliða því, sem hún gat vottað þessum fyrri þjóðhöfðingja sínum virðingu og þakkir fyrir góða samvinnu, sem orðið hefir norrænu bræðraþeli til mikils styrktar. Kosning Sveins Björns- sonar sem fyrsta forseta íslands var önnur árétting á vilja ís- lendinga til norræns samstarfs. Meðal hinna Norðurlandaþjóð- anna mun enginn íslenzkur maður njóta meiri tiltrúar sem fulltrúi norræns samstarfs en hann. Þess vegna fagnaði þjóðin kosningu hans, því að hún var nýtt tákn um þá ákvörðun ís- lendinga að treysta hina góðu sambúð við Norðurlönd. Hinn norræni bróðurhugur kom fram við fleiri tækifæri á Þingvallahátíðinni en þau tvö, sem hér hefir verið getið. Kveðjum allra hinna erlendu fulltrúa, sem þar fluttu ræður, var tekið með miklum fögnuði, en mest voru þó hylltir full- trúar Norðmanna og Svía. Sú tilfinning, að íslendingar væru norræn þjóð og vildu vera það, setti ógleymanlegan svip á Þingvallahátíðina. Önnur ástæða mun og hafa valdið því, hve kosningu Sveins Björnssonar var vel tekið af öllum almenningi. íslendingar hafa borið gæfu til að standa sameinaðir í lokaþætti sjálf- stæðisbaráttunnar. Það var ein- hugur bæði hjá þjóð og þingi. Þessi glæsilega samheldni hefir áreiðanlega orkað mestu um þær góðu undirtektir og viður- kenningu, er lýðveldisstofnunin hefir hlotið erlendis. Þjóðin hefir fundið þennan árangur samheldninnar og lært að meta hann. Hún vildi_ meiri sam- heldni, drengilega og jákvæða samheldni um hin stóru vanda- mál, er bíða hins unga lýðveldis strax i upphafi. Hún vildi, að samheldni í sjálfstæðismálinu héldist áfram og nyti sín í fyrstu og einu forsetakosning- unni á Lögbergi, helgasta stað þjóðarinnar. En því miður varð því ekki að fagna. Tveir fimmtu hlutar þingmanna skárust úr leik — tuttugu þingmenn drógu upp fána óeiningarinnar á Lög- bergi. Fólkið gerði því það, sem þingið bar ekki gæfu til. Það stóð sameinað um hina fyrstu forsetakosningu. Það hyllti hinn fyrsta forseta á þann hátt, að eigi varð villst um samheldnina. Atburðir undanfarinna vikna og daga hafa glætt og styrkt samhug og ábyrgðartilfinningu þjóðarinnar meira en margan valdamann grunar. Þjóðin skil- úr, að eigi hún að komast yfir öldurót ef tirstríðsáranna og vinna lýðveldinu traust og álit meðal annarra þjóða, þá verður hún að fylkja sér betur saman. Það verður með samtökum allra eða réttum logum að ákveða sjálft og eitt, hvort það samband land- anna, sem þá var um samið, skyldi halda áfram eða því skyldi slitið. Þannig semja lýðfrjálsar þjóðir, sem byggja á þeirri meg- inreglu, að hver fullvalda þjóð eigi að ráða öllum sínum málum sjálf og ein, án íhlutunar ann- arra. Það eru fáar þjóðir í heimin- um, sem eiga því láni að fagna að hafa ýms svo góð skilyrði til fullkomins sjálfstæðis sem vér íslendingar. Land vort á ekki landamæri að neinu öðru ríki. Það er lukt hafi á alla vegu og því einangrað frá öðrum þjóð- um. Landið hefir í meira en 1000 ár verið byggt af einni og sam- stæðri þjóð-, án blöndunar ann- arra þjóðabrota. Þjóðin talar og skrifar sína eigin tungu svo hreina, að hún er ef til vill eina þjóðin í heiminum, sem á engar mállýzkur. Vér eigum vora eigin sögu, þar sem skiptist á ljós og skuggi. Þessi saga sannar, að oss hefir jafnan vegnað bezt er ljós frelsisins hefir mátt njóta sín, en miður ef skuggi erlendrar yfirdrottnunar hefir ráðið. Þess vegna höfum vér jafnan trúað á undramátt frelsisins. Þess vegna eigum vér heima í hópi þeirra þjóða, sem hafa sömu trú og hafa sýnt það~svo áþreif anlega í hinum geigvænlegu á- tökum undanfarin ár, hverju þær vilja fórna í baráttunni fyr- ir hugsjón frelsisins og fyrir lögskipuðu félagi þjóðanna, með virðing fyrir rétti hverrar ann- arrar. Þess vegna hlýjar það oss um hjartaræturnar að svo margar þessara þjóða hafa sýnt oss vináttu og velvildarhug við þetta hátíðlega tækifæri, er vér endurreisum að fullu þjóðveldi íslands. Þær hafa margar með þjóðhöfðingja sína í broddi, að vel yfirveguðu ráði sýnt að það eru ekki orðin tóm, að þær vilja byggja framtíðarskipulag mann- kynsins á þeim trausta grund- velli, að þá sé málum bezt skip- að, er hver þjóð ræður sjálf og ein öllum málum sínum, enda sé ekki á neinn hátt gengið á rétt annarra. Þakklæti vort fyrir þessa af- stöðu þessara vinaþjóða vorra, höfum vér þegar látið í ljós. Vér getum staðfest það með því, að láta ekki á oss standa um að leggja fram vom litla skerf til þess að hjálpa til að byggja upp öruggt framtíðarskipulag allra þjóða, þar sem þær hafa gert að hugsjón sinni og fórnað svo miklu fyrir. Það á sín sögulegu rök, að það stjórnarform, sem íslenzka þjóðin hefir nú kosið sér, er lýð- veldi og ekki konungdæmi. Vér höfum lotið konungum, en þeir hafa verið erlendir. Vér höfum aldrei átt íslenzkan konung, og því ekki átt kost á að mynda sögulega hefð um konung sem sjálfsagt einingarmerki þjóðar- innar. Það er lýðveldisfyrir- komulagið, sem minningarnar færri flokka að skapa þá sam- heldni, sem tryggir framtlð lýð- veldis fyrstu og erfiðustu árin. 17. júní 1944 á að marka þátta- skil. Deilurnar verður að lægja, flokkarnir verða að fark að ræða saman og reyna að ná sam- komulagi. Þeir ríku verða að slá af kröfum sínum og sérréttind- um og þeir, sem minna mega, verða einnig að leggja til sinn skerf. Hér er hægt að skapa menningarþjóðfélag, þar sem öllum líður vel, ef eigi brestur samhug og samheldni til að gera það. Glæsilegustu og eftirminni- legustu myndirnar frá lýðveld- isstofnuninni á Þingvöllum 17. júní 1944 eru af norrænni þjóð og samhuga þjóð. Þessar myndir eiga ekki aðeins að verða lif- andi í endurminningunni, held- ur í stefnu og starfi hins ís- lenzka þjóðveldis á ókomnum árum og öldum. Þ. Þ. um blómatíð islenzkrar menn- ingar eru bundnar við. Þessar eru ástæðurnar fyrir ákvörðun þings og stjórnar nú, en ekki það, að skipti vor við konung eða sambandsþjóð vora hafi veitt efni til óánægju. Sam- bandsþjóðin hefir efnt samning- inn heiðarlega og konungur hef- ir farið nieð konungsvaldið sem góðum þjóðhöfðingja sæmir. Samúð milli sambandslandanna hefir aukizt þau 25 ár, er sátt- málinn stóð. Vér hörmum það, að ytri tálm- anir, sém hvorugum aðila eru viðráðanlegar, hafa aftrað því, að viðræður þær, sem sáttmál- inn gerir ráð fyrir, gætu farið fram nú á undan lýðveldisstofn- uninni. Ég hygg að flestir eða allir íslendingar hefðu frekar kosið það, þótt niðurstaðan væri fyrirfram ákveðin af vorri hálfu. Enda voru ályktanir Alþingis frá 17. maí 1941 birtar konungi og dönsku stjórninni rétta stjórn- arleið á sínum tíma, þegar eftir að þær voru gerðar. Og með þjóðaratkvæðagreiðslunni 20.— 23. maí, hefir raunverulega ver- ið fullnægt í miklu meira mæli en sambandssáttmálinn gerði ráð fyrir, þeirri tjáningu þjóðar- viljans, sem hlýtur að skoðast sem meginatriði um form það fyrir fullnaðarslitinu, sem sam- bandslögin ákveða. Af þessum ástæðum verða á- kvarðanir íslenzku þjóðarinnar um sambandsslit og lýðveldis- stofnun nú ekki sambærilegar við nein sambandsslit milli þjóða, þar sem skort hefir laga- grundvöll að alþjóðarétti fyrir slitunum. Einn af aðalleiðtogum frjálsra Dana kemst svo að orði í bréfi til mín alveg nýlega, að hann hafi þá trú, að eins og árið 1918 varð til þess að bæta sambúðina milli landa okkar og þjóða, þannig muni einnig verða það sama um árið 1944. Að því vilji hann vinna. Ég er þess fullviss, að flestir eða allir íslendingar bera líkar hugsanir í brjósti. Að- dáun vor fyrir hetjubaráttu kon- ungs dönsku þjóðarinnar nú styrkir vináttuþel vort til beggja. Vér erum norræn þjóð og höld- um áfram að vera það. Þess vegna eru vináttuyfirlýsingar hinna bræðraþjóðanna norrænu oss sérstaklega kærkomnar. Núverandi forsætisráðherra komst m. a. svo að orði í útvarps- erindi fyrir rúmum 3 misserum síðan: „Með lýðveldismyndun stígum vér engan veginn loka- sporið í sjálfstæðismálinu. Lqka- sporið eigum vér aldrei að stíga. Sjálfstæðisbaráttan er i fullum gangi. Núverandi styrjöld og síð- ustu tímar hafa fengið oss ný og mikilvæg viðfangsefni í sjálf- stæðismálinu, viðfangsefni, sem vér verðum að glíma við á kom- andi árum.“ Ég hygg að flestir hugsandi menn á fslandi munu viðurkenna þau sannindi, sem felast í þessum ummælum. Viðfangsefnin, sem vér verðum að glíma við á næstunni, verða auðvitað ekki talin í stuttu máli svo tæmandi sé. En þau eru að ýmsu leyti svipuð þeim viðfangs- efnum, sem margar aðrar þjóðir hafa þegar gert sér ljóst að fyrir þeim liggi og hafa búið sig undir að glíma við þau. Eins og kunnugt er, mæðir þungi styrjaldarinnar ekki' sízt á nágrannaþjóð vorri, Bretum. Þeir byggja eyland, eins og við. Þeir verða því að fá talsvert af nauðsynjum sínum frá öðrum löndum og verða því að geta selt öðrum sem mest af framleiðslu sinni uxnfram eigin nauðsynjar. Hér má draga samlíkingar, sem eiga við hjá oss. En margt er þó ólíkt. Fyrir styrjöldina var Bretland talið mjög auðugt land, þar sem fjöldi manns gat véitt sér meiri lífsþægindi en vér höf- um nokkurntíma þekkt. Bretar hafa reynt að hegða sér eftir breyttum viðhorfum. Þeir hafa kunnað að breyta lífsvenjum sínum svo, að nú er hverjum þar í landi skammtaður biti úr hendi, bæði um mat og drykk, klæðnað og annað sem talið er lífsnauð- synjar. Þeir hafa gert það upp við sig, að þessu verði að halda áfram að minnsta kosti nokkur ár eftir styrjöldina. Allir vinnu- færir Bretar, karlar og konur, vinna „með einni sál“ til þess, að vinna styrjöldina og finna friðinn á eftir. Þeir geta með stolti bent á þá staðreynd, að þjóð þeirra hefir þrátt fyrir tak- markaðra viðurværi en áður, bætt heilsufar sitt á stríðsár- unum frá því sem áður var, og þó eru flestir sona þeirra, þeir, sem hraustastir eru líkamlega, á vígvöllunum. Þeir hafa nú þegar allan hug á ráðstöfunum til að auka og tryggja útflutn- ingsverzlun sína að styrjöldinni lokinni. Vér íslendingar tölum oft um það, í ræðu og riti, að land vort sé auðugt. En framandi mönn- um, sem koma frá frjósömum löndum, mun ekki koma land vort svo fyrir, að það sé auðugt land. Og þó er það svo auðugt, að hér hefir haldist byggð um meira en þúsund ár, þrátt fyrir plágur og hörmungar; þrátt fyr- ir það, að oss hafi um margar aldir verið meinað að njóta á- vaxta vinnu vorrar; og þrátt fyrir það rányrkjasnið, sem löng- um hefir verið á atvinnuháttum vorum, samanborið við ræktun- armenningu margra annarra þjóða. Ég held að kalla mætti ísland auðugt land, ef vér gætum þess í sj álfstæðisbaráttunni, sem er framundan, að vinna öll án undantekningar með aukinni þekkingu og notfæra oss aukna tækni nútímans. Það er vinnan, framleiðslan, sem ríður bagga- muninn um auð eða fátækt þjóð- anna. Fyrsta skilyrðið til þess að „vinna friðinn" að fengnum um- ráðum yfir öllum málum vorum mætti því lýsa með þessum orð- um: Vinna og aukin þekking. Þess vegna ber að leggja mik- ið í sölurnar á þessu sviði. Öll- um vinnufærum mönnum og konum verður að reyna að tryggja vinnu við þeirra hæfi og reyna að gefa þeim kost á aukinni þekkingu við hvers hæfi. Að vísu er vinnan venjulega nauðsynleg til þess að afla ein- staklingnum lífsViðurværis. En vinna vegna vinnunnar, vegna vinnugleðinnar, er meira virði eri allt annað. Vinna, sem kölluð er strit, er áreiðanlega meira virði en atvinnuleysi eða iðju- leysi. Ég held að segja megi, að vinnuöryggi það, sem fólst í því, að flestir unnu að landbúnaði, og voru bundnir við jörðina, sem alltaf var gjöful, hafi átt mik- inn þátt í því að halda lífi í íslenzku þjóðinni á hörmungar- tímum, þótt við fátækt væri oft að búið. Slíkt vinnuöryggi þarf að skapa nú með breyttum við- horfum. Vinnuöryggið hygg ég að verði aðalatriðið. Hvort menn upp- skera fyrir vinnu sína sömu eða hærri krónutölu, verður aldrei að eins miklu atriði. Verðmæti peninganna er háð sífelldum breytingum. Þeir eru því að vissu leyti eins og mýrarljós sem villir mönnum sýn, eri er í sjálfu sér ekkert ljós. Og vinnuöryggi er því aðeins hægt að skapa til langframa, að framleiðsluvörur verði ekki óútgengilegar vegna dýrleika. Enginn mun fáanlegur til að greiða hærra verð fyrir framleiðsluvörur vorar, en það, sem hægt er að kaupa sams konar vörur fyrir annars stað- ar. Þessari einföldu staðreynd ættu flestir að geta gert sér grein fyrir með því að grípa 1 eigiri barm. Með aukinni þekkingu má öðl- ast meiri tækni til að framleiða útgengilegar vörur með sam- keppnisfærum tilkostnaði. En þangað til að sú þekking er feng- in, og að því leyti, sem hún hrekkur ekki til, verðum við að gera það sama, sem Bretar og ýmsar aðrar þjóðir hafa gert, annaðhvort af fúsum vilja, eða vegna kúgunar, að breyta lífs- venjum vorum, lækka kröfurnar um stund um það, sem vér nú teljum nauðsyn, en hefir reynzt öðrum hægt að komast af án, meðan vér erum að gera oss hæf- Herra alþingisforseti, háttvirtir alþingismenn. Ég þakka fyrir þaff traust, sem mér hefir veriff sýnt, meff því aff kjósa mig forseta íslands nú. Er ég var kjörinn ríkisstjóri í fyrsta skipti fyrir réttum 3 ár- um síffan, lýsti ég því, aff ég liti á þaff starf mitt framar öllu sem þjónustu viff heill og hag íslenzku þjóffarinnar. Og ég baff guff aff gefa mér kærleika og auffmýkt, svo aff þjónusta mín mætti verffa íslandi og íslenzku þjóðinni til góffs. Siffan eru liðin 3 ár, sem hafa veriff erfiff á ýmsan hátt. En hugur minn er óbreyttur. Ég tek nú viff þessu starfi meff sama þjónustuhug og sömu bæn. Á þessum fornhelga staff, sem svo ótal minningar eru bundnar viff, um atburði sem markað hafa sögu og heill þjóffarinnar, vil ég minnast atburffar, sem skeffi hér fyrir 944 árum. Þá voru viffsjár meff mönnum senni- lega meiri en nokkru sinni fyrr þau 70 ár, sem þjóffveldiff hafði starfaff þá. Og ágreiningsefnið var nokkuff, sem er öllum efnum viffkvæmara og hefir komiff á ótal styrjöldum í heiminum. Þaff voru trúarskoffanir manna. For- feffur vorir höfffu haldiff fast viff hina fornu trú, Ásatrúna, sem flutzt hafffi meff þeim til lands- ins. Nú var boffaffur annar á- trúnaður, kristindómurinn. Lá viff fullkominni innanlands- styrjöld milli heiffinna manna og kristinria. Alþingi tókst aff leysa þetta mikla vandamál hér á Lögbergi. ari til samkeppnisfærrar fram- leiðslu'. Að sameina kraftana um þetta verður einn af fyrstu prófstein- unum í framhaldssjálfstæðisbar- áttu vorri. Menn skipa sér í stéttir og flokka um sameiginleg hugðar- mál. Svo hefir verið og svo mun verða. Barátta milli stétta og flokka virðist óumflýjanleg. En þá baráttu verður að heyja þannig, að menn missi aldrei sjónar á því, að þegar allt kemur til ails, erum vér allir á sama skipinu. Til þess að sigla því skipi heilu í höfn, verðum vér að læra þá list, að setja öryggi þjóðarheildarinnar ofar öðru. Hér á landi er ekkert gamalt og rótgróið auðvald eða yfirstétt. Heldur ekki-kúguð og undirokuð alþýða. Flestir okkar eiga frænd- ur og vini í öllum stéttum þjóð- félagsins. Oss ætti því að vera auðveldara en ýmsum öðrum, að vilja hver öðrum vel. Að bera ekki í brjósti heift og hatur, öfund og tortryggni hver til ann- ars, þótt vér höfum lent í mis- munandi stéttum í þjóðfélaginu. Oss ætti að vera auðveldara að leggja hver sinn skerf eftir efn- um og ástæðum, til þess að byggja upp fyrirmyndar þjóð- félag á þjóðlegum grundvelli. Vér verðum að sækja þekkingu til annarra um margt. En vér verðum að temja oss það, að semja þá þekkingu að íslenzkum högum og háttum. Það mun al- drei blessast að færa íslenzku þjóðina í erlendan stakk, sem sniðinn er eftir öðrum aðstæð- um. Vér verðum að sníða stakk- inn sjálfir eftir vorum eigin vexti. Ég hefi veitt því eftirtekt í löggjöf vorri, að innflutt lög- gjöf annarra landa, svo að segja óbreytt án þess að laga hana eft- ir íslenzkum aðstæðum, hefir ekki komið að því gagni, sem ætlazt var til. Það eru ekki margir áratugir síðan vér þóttumst vanfærir um að færast nokkuð verulegt í fang, vegna fátæktar. „Vér höfum ekki ráð á því" var viðkvæðið. Á því sviði hefir oss vaxið svo ásmegin, að sumir telja oss nú hafa ráð á hverju sem er. Vér verðum að reyna að temja oss þá hugáun, 'að það ér til tak- markalína, sem ekki verður far- ið út fyrir, ef vel á að fara. Sú takmarkalína er framleiðslugeta Um þetta seglr svo I Njálu: „Um daginn eftir gengu hvór- irtveggja til Lögbergs, ok nefndu hvórir vátta, kristnir menn ok heiffnir, ok sögffust hvórir ór Iögum annara. Ok varff þá svá mikit óhljóff at Lögbergi, at engi nam annars mál. Síffan gengu menn í braut ok þótti öllum horfa til inna mestu óefna“. Forustumaffur kristinna manna fól nú andstæffingi sínum, hin- um heiðna höfffingja, Þorgeiri Ljósvetningagoffa, aff ráffa fram úr vandræffunum. Hann ger- liugsaffi máliff. Um málalok seg- ir m. a. svo í Njálu: „En annan dag gengu menn til Lögbergs. Þá beiddi Þorgeir sér hljóffs og mælti: „Svá lýst mér sem málum várum sé komit í ónýtt efni, ef eigi hafa ein lög allir. En ef sundur er skipt lög- unum, þá mun sundur skipt friffnum, ok mun eigi viff þat megu búa“.“ Heiffinginn Þorgeir Ljósvetn- ingagoffi segir því næst svo: „Þat er upphaf laga várra, at menn skuli allir vera kristnir hér á landi“. Undu allir þessum málalokum meff þeim árangri aff af leiddi blómaöld íslands, unz sundur- þykkið varð þjóffveldinu aff fjörtjóni. Nú á þessum fornhelga staff og á þessari hátíffarstundu biff ég þann sama eilífa guff, sem þá hélt verndarhendi yfir ís- lenzku þjóffinni, aff halda sömu verndarhendi sinni yfir íslandi og þjóff þess á þeim tímum, sem vér nú eigum fram- undan. þjóðarinnar sem heildar. Oss ber að varast þá hættu, að eyða meiru en vér öflum, þjóðin sem heild og einstaklingarnir. Merk- ur danskur bóndi sagði við mig á kreppuárunum eftir 1930: „Bú- skapur getur alltaf borið sig. hvernig sem árar, ef hann er ekki byggður á skuldum. Hæfi- legt bú mun alltaf sjá bóndan- um farborða. En það gefur aldrei þau uppgrip, að það geti staðið undir háum vöxtum og afborg- unum af skuldum." Má ekki heimfæra þetta upp á þjóðarbúið íslenzka? Vorum vér ekki fyrir fáum árum að sligast undir þessari skulda- byrði? Nú teljum vér oss vel stæða vegna gróða á stríðsár- unum. Ótalmörgum hefir tekizt að losa sig úr skuldum og standa því betur að vígi en nokkru sinni fyrr, ef þeir kunna sér hóf. Þjóð- arbúið mundi einnig standa allt öðru vísi að vígi, ef ríkið gerði sama og einstaklingarnir, að losa sig úr skuldum. Og okkur ætti að vera það hægt. Ef vér svo gættum þess, aö nota þá fjármuni, sem oss hafa safnazt að öðru leyti til þess að auka þekkingu vora, fram- leiðslutækni og aðra menningu, þá getum vér horft með bjart- sýni fram á veg. Þá ættum vér að' geta skapað vinnuöryggi fyr- ir allt vinnufært fólk í landinu. Þá gætum vér orðið liðtækir í samvinnunni með öðrum lýð- frjálsum þjóðum til þess að skapa betra framtíðarskipulag þjóðanna. Þetta er hægt, ef mönnum tekst að samlaga skoðanir sinar og stefnur betur en verið hefir á þessu sviði, og vilja færa þær fórnir, sem nauðsynlegar eru til þess. Með þessumorðum flyt ég allri þjóðinni, hverjum einstökum, kveðju mína og bið þess, að blessun megi fylgja þjóð vorri á þeirri braut, sem hún hóf með stofnun lýðveldisins á Lögbergi í gær. Fylgízt með Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa Tímann. Gerist áskrifendur, séuð þið það ekki ennþá. Sími 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.