Tíminn - 21.06.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.06.1944, Blaðsíða 3
-/ 62. blatt TfMrVN. mi»vikudaginn 21. júiii 1944 247 Ávörp sendíherra erl ríkja á Logbergí 17. juní 1944 Lotiis G. Dreyfns, fulltrúi Bandaríkja- forseta: Herra forseti, dömur og herrar. Það er mér bæði mikil ánægja og sérstakur heið- ur að ávarpa yður, herra for- seti, sem sérstakur fulltrúi for- seta Bandaríkjanna við þessa einstöku og sögulegu athöfn — embættistöku fyrsta forseta hins íslenzka lýðveldis, en hon- um á ég að færa hjartanlegar persónulegar kveðjur og heilla- óskir Roosevelts forseta.. Mér er það einnig heiður að bjóða ís- lenzka lýðveldið, yngsta lýðveldi heimsins, velkomið í flokk frjálsra þjóða. Mér er ánægja að þvi að hafa fundið hver hlýja og vinátta ríkir hér og mér er heiður að því að hafa kynnzt þeim háu hugsjónum, ættjarð- arást, lýðræði og góðvilja, sem með islenzku þjóðinni ríkir. Það er á merkum tímamótum að ég flyt yður þessi boð.Hinir undarlegu atburðir, sem að hetjusögu íslands standa, hafa ráðið því, að enn hefir ógurlegt heimsstríð gefið áköfum sjálf- stæðisóskum íslendinga byr. Lönd þau, er forfeður yðar yfir- gáfu og þér hafið haft mest samskipti við að fornu, eru nú undir hæli kúgarans, sem opin- skátt játar, að hann prédiki andkristnar kenningar, sem þér hafið, ásamt öðrum Norður- landaþjóðum, barizt gegn í 900 ár. En það er eigi til að rjúfa efnisleg tengsl yið Danmörku eða Noreg, að þér hafið lýst yfir sjálfstæði yðar í eitt skipti fyr- ir öll. Þar er fremur um að ræða lokaþáttinn í aldagamalli þrá eftir fullu sjálfsforræði. Land yðar var numið framgjörnum mönnum, er leituðu i vesturátt að fullkomu frelsi og sjálfstæði. í dag hefir takmarki þeirra loks verið náð. Það er engin furða, þótt aðrir, sem báru sömu ósk í brjósti, hafi öldum síðar einnig leitað vestur á bóginn. Fyrir meir en þúsund árum var stjóm valin að Þingvöllum, þar sem vér stöndum nú, og þing stofnað með löggjafar- og dóms- valdi. Alþingi, elzta þing heims- ins, er almennt talið mesta framlag íslendinga til þróunar fulltrúaþinga og þjóðmálastofn- ana. Loginn, sem hér var tendr- aður, læstist um öll lönd, þau er frjálsir menn byggja. Mannkyn- ið mun aldrei gleyma þeirri skuld, er það á íslandi að gjalda. r i Hér rifjast upp saga íslands. Fyrir hugskotssjónum mínum sé ég hetjur líða um-langar aldir, allt frá Njáli á Bergþórshvoli, Þorvaldi Koðránssyni hinum víðförla, sem tók kristni og boð- aði hana á Alþingi. 984, til Jóns Sigurðssonar, en minningu hans heiðruðum við í dag. Jóni Sig- urðssyni var það ljóst hvernig sjálfstæðisþráin birtist eins og rauður þráður í sögu íslands. Honum auðnaðist að lifa það að stjórnarskráin var gefin 1874, en þótt hún væri gölluð, var hún spor í þá átt er hugur íslendinga stefndi og leiddi til sjálfstæðis íslands undir eigin fána 1918. í dag eru Bandaríkin og ís- land samhuga um að varðveita 'það, sem þeim er báðum kært, mannréttindin, sem tryggja hverjum og einum þann rétt, sem honum' var af guði gefinn. Samvinnan er beinn árangur þeirrar ábyrgðar, er stjórn Bandaríkjanna tókst á hendur 7. júlí 1941 að ósk íslenzku stjórn- arinnar. Að mínu áliti hafði þetta skref mikla þýðingu, og má á það líta sem hyrningar- steininn undir hinu góða sam- bandi hinna tveggja frjálsu og óháðu þjóða vorra. Það hefir fært þjóðir vorar saman og hef- ir gert Bandaríkjaþegnum, sem trúa á lýðræði, einstaklings- frelsi, virkan almennan kjör- rétt og heiðarleik í embættis- færslu, að vinna í vinsamlegu sambandi við sína íslenzku með- bræður, sem aðhyllast söníu skoðanir og hugsjónir. Það er einlæg von mín, að eftir stríðið geti enn framast mennirígar- og viðskiptasam- band milli landa vorra. Þetta er kærasta áhugamál mitt, því að ég er þess fullviss, að náið sam- band af þessu tagi muni verða báðum þjóðum til góðs og verða til að auka & réttlátan og varan- legan frið um heim allan. Þeir synir íslands, sem fiutzt hafa til Bandaríkjanna, hafa gert sitt til að auka skilning vor á milli, enda hafa þeir verið fljótir að samlagast menningarumhverfi síns nýja lands, sakir svipaðra siða og hugsjóna. Vinarböndin, sem knýtt hafa verið af hálfu margra Ameríkumanna á ís- landi og íslenzkra námsmanna, sem leitað hafa fræðslu í mínu landi, munu auka á hinn gamla samhug þjóðanna, sem ég er sannfærður um að framvegis mun haldast. Þér, herra forseti, og þú, ís- lenzka þjóð, standið nú á mótum mikilla tíma, sem færa munu ný vandamál í skauti sér. Megi yð- ur hlotnast sú áræðni, sá kjarkur og sömu dyggðir, er fyrstu norrænu mennirnir sýndu, sem hér námu land. Þeir sigldu úfinn sjó áttavitalausir á opnum skipum og höfðu stjörn- ur að leiðarvísi og karlmennsku í hug. Með því hugrekki og þeirri hreysti, er þeir sýndu, mun þér leiðin fær til mikillar framtíðar. Shepherd, fulltrúi Bretakonungs: Herra forseti. Um leið og ég legg fram émb- ættisskjöl mín sem sérstakur ambassador Hans Hátignar Bretakonungs hjá yður, herra forseti, við þennan sögulega viðburð, er lýðveldi er endur- reist á íslandi og þér kjörinn fyrsti forseti þess lýðveldis, finn ég mjög til hins mikla heið- urs, er konungurinn hefir gert mér með því að skipa mig til þessa embættis, og til þeirrar á- byrgðar, er því fylgir. Mér er falið af konungi mín- um að færa yður, herra forseti persónulega, og þjóð þeirri, sem yður hefir verið falið að ráða fyrir, innileg boð um virðingu og vináttu, og mér er falið að bera fram einlæga ósk konungs um að hið góða samkomulag, sem jafnan hefir ríkt milli ís- lands og brezka þjóðasambands- ins megi haldast og styrkjast. Það er mér einnig heiður að geta fullvissað yður, herra forseti, um að Hans Hátign hefir ríkan á- huga fyrir lýðveldinu, sem stofn- að er í dag, og það er von hans að það megi halda áfram að blessast og blómgast. Ég leyfi mér að nota þetta tækifæri til að færa persónu- legar kveðjur til yðar, herra fo'rseti, og til íslenzku þjóðar- innar, sem sýnt hefir mér slíka vinsemd og alúð. Ég ber til hennar djúpan vinarhug og hlýjasta þakklæti. Ég treysti því, að rætast megi allar vonir og óskir velunnara hins endur- fædda lýðveldis um heim allan, svo að leiða megi til varanlegra heilla öllum þegnum þess. (Ræður fulltrúa Bandaríkja-' forseta og Bretakonungs eru birtar hér í þýðingu opinbers fulltrúa). Esmarch, fulltrúi Noregskonungs: Herra forseti íslands, herra forsætisráðherra og ráðherrar, herrar alþingismenn! Mér hefir verið sýndur sá sómi að vera skipaður sérstakur og persónulegur fulltrúi Hans Há- tignar konungs Noregs með um- boði til þess að bera fram í dag við þetta tækifæri og á þessum örlagaríku tímamótum í sögu ís- lands, hjartanlegustu kveðjur konungsins og norsku ríkis- stjórnarinnar og beztu óskir þeirra um farsæla framtíð ís- lands og, islenzku þjóðarinnar. Johansson, fulltrúi ríkisstjórnar Sví- þjóðar: Herra forseti íslands, A herra forsætisráðherra og aðr- ir ráðh^rrar í ríkisstjóm ís- lands, herra forseti sameinaðs Al- þingis, íslendingar. Mér hefir verið falið, á þess- um þýðingarmikla degi fyrir ís- lenzku þjóðina, að flytja eftir- farandi orðsendingu frá ríkis- stjórn Svíþjóðar til ríkisstjórn- ar íslands og þjóðarinnar: Sænska ríkisstjórnin, sem fengið hefir vitneskju um, að hið íslenzka lýðveldi verði sett á stofn í dag, viðurkennir hér með lýðveldið ísland og 'lætur í ljós vonir sínar um hamingjuríka framtíð íslenzku þjóðarinnar. Sænska ríkisstjórnin hefir með gleði og ánægju kynnt sér hina einróma samþykkt Alþing- is hinn 10. marz 1944, þar sem segir, að Alþingi telji sjálfsagt, að íslenzka þjóðin kappkosti að halda hinum fornu frændsemi- og menningarböndum, er tengt hafa saman þjóðir Norðurlanda, og að ísland muni taka þátt í norrænni samvinnu að stríðinu loknu. Alþingi hefir með þessu látið í ljós hugsanir, sem endur- speglast hjá sænsku þjóðinni. Mætti hin norræna sameining blómstra á ný, þegar öll Norður- lönd geta aftur mætzt sem frjáls ríki. Þetta var orðsending sænsku ríkisstjórnarinnar í dag til rík- isstjórnar íslands og þjóðarinn- ar allrar. Voillery, fulltrúi frönsku þjóðfrelsis- nefndarinnar: Herra forseti íslands, herra ráðherrar, háttvirtir þingmenn, íslendingar, konur og karlar, vinir mínir. Það er með hrærðum huga að ég stíg í þennan ræðustól. Lengi hefi ég dvaiið meðal yðar, og ég skil hverja þýðingu þessi dagur hefir fyrir yður, þvi að um leið og þér stofnið íyðveldið, rætist gömul þrá langrar og þolin- móðrar baráttu fyrir þjóðfrelsi yðar. Staður þessi, helgidómur þjóðarinnar, þar sem yðar fyrsta þing var kvatt saman fyrir meir en þúsund árum, dagurinn, sem valinn hafði verið fyrir þessa athöfn í minningu mikil- mennis í sögu yðar, hetju 1 þjóð- frelsisibaráttu yðar, hin virðu- lega samkoma — allt hjálpast þetta að þvi að setja þann glæsibrag á það, sem fram fer í dag, og þann sess, sem því er ætlaður í framtlðarsögu lands yðar. Þekking mín á andlegu lífi yðar, tilfinningum þeim, er gagntáka yður, ásamt vináttu þeirri, er ég ber í brjósti til lands yðar, gera það að verk- um, að ég finn til sérstaks stolts yfir því að njóta þess heiðurs, er bráðabirgðastjórn franska lýðveldisins hefir sýnt mér með því að fela mér að færa yður hér kveðju Frakklands. í þeirri grimmdarraun, sem Frakkland verður enn að þola fyrir frelsi sitt, hefir franska þjóðin þjáðst, en hefir þó reynzt sjálfri sér trú og hugsjónum sínum. Hún horfir nú með hlýj- um hug á yngsta lýðveldið í hópi systra sinna. Hún horfir hingað með blíðu og inhilegum óskum um heill og hamingju ís- lenzku þjóðarinnar, sem býr nú við stjórnarskrá þá, er hún hef- ir sjálf gefið sér, og hún treystir „Standa skal í starfsemd andans stofninn einn með greinum tveim Ræða Richards Beck, fulltrúa Vestur-íslendíiiga á Þingvöílum 17. júní 1944 íí Herra forseti! Góðir íslendingar! Sumir dagar í ævi þjóðanná eru eins og tindar, sem gnæfa hátt við himin, sveipaðir ljóma hækkandi sólar. Dagurinn í dag er slíkur dagur í sögu hinnar ís- lenzku þjóðar. Þyí er það mikil gæfa og óumræðilegt fagnaðar- efni að mega lifa þennan dag, upprisudag hins Islenzka lýð- veldis. Veglegt hlutverk hefi-ég einnig með höndum, er ég á- varpa yður frá þessum helgistað þjóðar vorrar, og hugþekkt að sama skapi.Ég er hingað kom- inn um langa vegu sem boðberi góðvilja, ræktarhuga og heilla- óska íslendinga í Vesturheimi til ættþjóðar vorrar á þessum mikla heiðurs- og hamingjudegi hennar; en talið er, að vestan- hafs séu nú búsettir um eða yf- ir 30 þúsundir manna og kvenna af íslenzkum stofni. Brennur öllum þorra þeirrá enn- þá glatt í brjósti eldur ástarhuga og djúpstæðrar ræktarsemi til „gamla. landsins, góðra erfða". Rödd íslands slær á næma strengi í brjóstum yngri eigi síður en eldri kynslóðarinnar ís-j lenzku í Vesturheimi. Já, hingað á þennan helga sögustað þjóðar vorrar stefna hugir þúsundanna íslenzku vestan hafs á þessari hátíðar- stundu. Ástarhugur þeirra leitar heim um haf sem heitur straumur, umfaðmar land og lýð, samfagnar ættsystkinum heima fyrir yfir .unnum sigri, yfir því, að þær frelsishugsjónir þjóðarinnar, sem voru leiðar- ljós hennar á liðnum öldum og beztu menn hennar hafa vígt krafta sína, rætast að fullu á þessum degi. Saga íslands er og verður allt- af sigursaga andans. Þjóðin ís- lenzka hefir sigrað 1 viðureign- inni við óvæg ytri öfl og andvígt umhverfi, af því að hún bjó yfir nægilega miklum andans þrótti, glataði aldrei frelsisást sinni né slitnaði úr tengslum við glæsi- lega fortið sína, og átti á öllum öldum leiðtoga, sem voru henni eldstólpar á eyðimerkurgöngu henhar og héldu vakandisigur- trú hennar. Hin fríða og djarfa fylking þeirra líður oss fyrir hugskotssjónir á þessari stundu. Og þó „vík skilji vini og fjörður frændur," sameinast íslendingar í Vesturheimi ættþjóð sinni, er hún á þessum degi blessar nöfn þeirra allra, sem ruddu henni veg til áfangans, sem nú hefir verið náð, og þessi fagnaðar- hátíð er helguð. Þó að vér íslendingar í Vest- urheimi eigum eðlilega fyrst og fremst borgaralega skuld að gjalda þeim löndum, eigum vér eigi að síður, fullan þegnrétt í hinu islenzka ríki andans og höldum áfram að vera hluthaf- ar 1 hinum margþætta íslenzka menningararfi. Vér erum tengd- ir ættjörðinni og heimaþjóðinni íslenzku órjúfanlegum böndum blóðs og erfðá. Saga Vestur-ís- lendinga er órofaþáttur í sögu íslands, og verður því aðeins rétt skilin og metin, að það sé í minni borið. Það er ánægjulegt til frá- sagnar á þessum stað — að ís- lendingsnafnið er orðið heiðurs- nafn í Vesturheimi. íslending- um vestan hafs hefir ver'ið og er það enn hið mesta metnaðar- mál, að ættjörðin mégi það eitt af þeim frétta, sem henni má til sæmdar verða. Hins vegar hefir meðvitundin um það, ag þeir væru af góðu bergi brotnir hvatt þá til dáða og menningar- arfleifðin íslenzka orðið þeim bæði þroskalind og andlegur orkugjafi. Sagan hefir, með öðr- um orðum, verið íslendingum vestan hafs, eigi síður en heima- þjóð vorri, vængur til flugs, en aldrei fjötur um fót. Með þá staðreynd í huga höld- um vér íslendingar þeim megin hafsins ótrauðir áfram þjóð- ræknisstarfsemi vorri. En vitan- lega er það grundvallaratriði í þeirri viðleitni vorri að halda sem' nánustu menningarsam- bandi við heimaþjóðina. Þess vegna er það oss hið mesta fagnaðarefni, að gagnkvæm samskipti og samúð milli íslend- inga beggja megin hafsins hefir stórum farið vaxandi hin síð- ari ár. Er mér bæði ljúft og skylt að þakka í nafni Þjóðræknisfélags- ins og íslendinga vestan hafs heimsóknir ágætra gesta héðan að heiman og hin mörgu vin- áttumerki, sem Þjóðræknis- félagið hérna megin hafsins, ríkisstjórnin og íslenzka þjóðin, hafa sýnt oss .á undanförnum árum; nú seinast þann höfð- ingsskap og mikla sóma, sem ríkisstjórnin vottaði oss með því að senda sem fulltrúa sinn og þjóðarinnar á aldarfjórðungs- afmæli Þjóðræknsfélags vors sjálfan herra biskupinn yfir ís- landi, dr. Sigurgeir Sigurðsson. Var hann oss að vonum hinn mesti aufúsugestur, ferð hans mikil frægðarför, og koma hans vestur um haf oss mikill styrkur í þjóðræknisbaráttu vorri og fs- landi til gagns og sæmdar út á við. Einnig tjái ég Sveini Björns- syni, forseta íslands, hugheilar þakkir stjórnarnefndar Þjóð- ræknisfélagsins og félagsmanna þess fyrir þann góðhug og sóma, er hann sýndi félagi voru með þvi að gerast verndari þess í tilefni af aldarfjórðungsafmæl- inu. Loks vil ég þakka hjartanlega ræktarsemina og höfðingslund- ina, sem ríkisstjórnin sýndi oss með því að bjóða fulltrúa vestan um haf á þessa ógleymanlegu frelsishátíð þjóðar vorrar. Kæru þjóðbræður og systur! Vér þökkum innilega fyrir hand- takið hlýja yestur yfir álana djúpu, og vér réttum fram hend- ina 'á móti austur um hafið. Það handtak frændsemi _og bræðra- lags verður að halda áfram að brúa djúpið breiða, sem skilur oss íslendinga börn austan hafs og vestan. Allt annað yrði báð- um aðilum til Vansæmdar og hins mesta tjóns. Minnumst orða Einars Benediktssonar. er átti svo dýran metnað fyrir góðvilja þjóðhöfðingja og stjórn hins nýja ríkis. Þetta eru þær tilfinningar og þær óskir af Frakklands hálfu, sem ég læt hér í ljós, hæstvirtu ráðamenn og þér konur og karl- ar, og bið yður að veita þeim viðtöku. Lifi lýðveldið ísland. Lifi ísland. hönd þjóðar vorrar: „Standa skal í starfsemd andans stofninn einn með greinum tveim." Herra forseti! Ég flyt ríkis- stjórn íslands og íslenzku þjóð- inni, landi og lýð, hjartans kveðjur og heillaóskir Þjóðrækn- isfélags íslendinga í Vestur- heimi og hinna mörgu þúsunda íslendinga í landi þar I heild sinni. Þeir myndu hafa fjöl- mennt á þessa sigurhátíð þjóð- ar vorrar, eigi síður en þeir gerðu á Alþingishátíðina tilkomu- miklu og minnisstæðu 1930, ef óviðráðanlegar ástæður hefðu eigi verið þar þrándur í götu. En hjörtu þeirra og hugir sam- einast hjörtum og hugum þjóð- systkina þeirra hér heima í þökk og bæn á þessari helgu og hátíðlegu stundu. Vissulega leikur bjartur ljóml og fagur um hátindana í sögu íslands, og mikill orkugjafi hafa minningarnar um afrek forfeðr- anna, um forna frelsis- og frægðaröld, hin sögulega arfleifð vor verið þjóð vorri á liðnum öldum og fram til þessa dags. Ennþá fegurri er samt morgun- roðinn á fjöllum- þeirra vona- landa hinnar íslenzku þjóðar, sem rísa í hillingum af djúpi framtíðarinnar í djörfum draumum sona hennar og dætra. Aukið frelsi og aukinn ihann- dómur haldast löngum í hendur, enda ber sagan því vitni, að sjálfstraust þjóðar vorrar, djörf- ung og framsóknarhugur henn- ar hafa vaxið í hlutfalli við aukið sjálfsforræði hennar. Þess vegna er það von vor og trú, barna henriar vestan hafs, að hún fari svo með fjör- egg síns endurfengna forna frelsis, að hennar bíði „gróandi þjóðllf með þverrandi tár," helgað framkvæmd þeirra þjóð- félags- og menningarhugsjóna, sem verið hafa henni leiðar- stjarnan í sjálfstæðisbaráttu hennar og hana hefir fegurstar dreymt. En réttur skilningur á hlutverki þjóðarinnar, trúnaður við hið æðsta og göfugasta í arfi hennar, þjóðhollusta og þegn- skapur, er grundvöllur framtíð- arhlutskiptis hennar og ham- ingju. Blessunar- og bænarorðum vor íslendinga vestan hafs ættjörð- inni og ættþjóðinni til handa fæ ég^svo, að rnálslokum, eigi valið hæfari búning heldur en þessar ljóðlínur frú Jakobínu Johnson, er ortar voru nýlega til íslands: „Gefi láns og gæfustjarna gullöld nýja fyrir dyrum. Leiðin var myrk og langsótt gegnum hættur. Lýðveldið — íslands stóri draumur rættur!" Guð blessi fsland og íslend- inga! Lengi lifi og blómgist hið endurreista íslenzka lýðveldi! Frá Sumardvalarnefnd Þau börn, sem dvelja eiga á heimilum nefndarinnar í sumar, mæti við Miðbæjarbarnaskólann, til brottfarar, eins og hér segir: Þriðjud. 20. júnl kl. 9: Börnin að Brautarholti Sama dag — 14: Börnin að Silungapolli Miðvikud. 21. júní — 9: Börnin að Reykholti Sama dag - — 14: Börnin að Menntaskólaselinu Fimmtud. 23. júní — 9: Börnin að Staðarfelli Sama dag Sama dag 9: Börnin að Sælingsdalslaug 8: Börnin að Löngumýri Nauðsynlegt er að farangri barna að Reykholti, Staðarfelli og Sælingsdalslaug, sé skilað að Miðbæjarbarnaskólanum kl. 14 degi áður en börnin fara. Sumardvalarnefnd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.