Tíminn - 21.06.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.06.1944, Blaðsíða 4
248 TfMINN, miovikudagiun 21. júní 1944 62.biað Frá hátídahöldun um á Þingvöllum (Framh. af 1. síðu) og lúðra sveit lék „Þótt þú lang- förull legðir". Var ræðu Becks mjög vel tekið. Þegar leik lúðra- sveitarinnar var lokið ávarpaði forsætisráðherra mannfjöldann og sagði, að nýkomið væri skeyti frá Kristjáni konungi, þar sem hann lék í ljósi beztu árnaðar- óskir tii íslenzku þjóðarinnar og vonir um að tengsl hennar við Norðurlönd mættu haldast á- fram að styrkjast. Svaraði mannfjöldinn með ferföldu húrrahrópi, er forsætisráðherr- ann bað honum og fjölskyldu hans allra heilla, en síðan lék lúðrasveit danska konungssöng- inn. Þá flutti utanríkisráðherra heillaóskir frá belgisku ríkis- stjórninni og færeyska lögþing- inu. Þar næst fór fram fánahyll- ing og mannfjöldinn söng undir stjórn Páls ísólfssonar „Rís þú unga íslands merki". Þá fór fram söngur Þjóðhátíðarkórs Sambands ísl. karlakóra, sem í voru um 200 manns, og stjórn- uðu stjórnendur helztu kóranna söngnum á víxl. Pétur Jónsson söng einsöng með kórnum, er hann söng „Heyrið vella á heið- ur hveri" og vakti söngur hans mikla hrifningu. Að loknum söng kórsins flutti Benedikt Sveins- son erindi um sjálfstæðisbar- áttuna og seinast fór fram hóp- sýning íþróttamanna. Meira gat eigi orðið af fyrirhuguðum há- tíðahöldum, vegna veðurs. Voru menn eigi að síður hið bezta ánægðir, þegar þessum þætti há- tíðahaldanná lauk og rómúðu, hve vel þau höfðu tekizt. Um kvöldið var. dansað á pall- inum á Völlunum. Valhöll hafði um daginn verið lokuð almenn- ingi, því að erlendir sendiherrar, þingmenn og gestir Alþingis héldu þar til og neyttu þar há- degisverðar og kveldverðar. Lífið á Þingvöllum. Eigi verður sagt um það til hlítar,' hve margt manna sótti Þingvallahátíðina, en almenn- astar ágizkanir eru frá 20—30 þús. manns. Mest var vitanlega þátttakan úr Reykjavík og nær- sýslum Þingvalla. Allmargt Norðlendinga sótti og hátíðina. Strax á fimmtudagskvöld byrjuðu menn að koma til Þing- valla og á föstudagskvöld var kominn þangað fjöldi manns, enda var þá reynt að flytja sem flest fólk austur. Á laugardags- morgun munu hafa verið talin þar um 2500 tjöld. Þá um nótt- ina var versta veður, rigning og hvassviðri. "Yfirleitt mun fólki þó hafa liðið sæmilega í tjöldun- um, nema þeim, sem urðu fyrir því óhappi, að vatn kom upp í t j aldstæðunum. Nábúamir bættu úr slíkum óhöppum eftir beztu getu, því að greiðasemi 'ög góðvild skorti ekki og allir; voru glaðir og ánægðir, þrátt fyrir nokkurt mótlæti. Veðráttan gat ekkí komið mönnum úr hátíða- skapi. Á laugardagsmorguninn hélt á- fram að rigna, en fólk lét það ekki á sig fá og byrjaði að streyma til Lögbergs löngu áð- ur en þingfundurinn hófst. Var þá kominn þangað múgur og margmenni og biðu flestir þang- að til athöfninni þar var lokið, þótt áfram héldi að rigna. Síðdegis stytti upp og tókst þvi betur með hátíðahöldin á Völlunum en á horfðist. Um kvöldið fóru flestir heimleiðis, en margir biðu þó til sunnudags, því að bifreiðarnar gátu eigi lokið flutningum fyrr. Yfirleitt fór allt fram með fyllstu röð og reglu og sérstak- ur hátíðablær hvíldi yfir öllu. Óreglu varð naumast vart. Um- ferðarstjórn lögreglunnar varð með miklum ágætum. Umferðin varð þó stórurh örðugri vegna þess, að gamli Þingvallavegur- inn varð fljótlega ófær. Myndir írá háfíðahöldnnum Frá mannfjbldanum í Fangbrekku. Jafnframt sér yfir tjaldborgina. - (Vignir). Hópsýning íþróttamanna á Pingvöllum. — (Ljósm.: Vignir). Hátíðahold úti á landi Víffa út um land voru hátíða- höld 17. og 18. júní í tilefni af lýðveldisstofnuninni og verffur þeirra nánar getiff í næsta blaffi. Skrúðgangan í Reykjavík fer fram hjá Alþingishúsinu. — (Ljósm.: Vignir). Fólksfjbldinn á Lœkjartorgi í Reykjavík, þegar forseti og formenn þing- '. flokkanna fluttu rœður frá stjórnarráðshúsinu. — (Ljósm.: Vignir). Hátíðahöldin í Rcykjavík. (Framh. af 1. síðu) fóru fram og settu hinir marg- litu búningar þeirra og fánar skemmtilegan svip á umhverfið. Þegar ræðuhöldunum lauk, hófst söngur karlakóra í Hljóm- skálagarðinum og um kvöldið voru þar hljómleikar. Reykjavík breytti mjög um svip hátíðardagana. Flestir búð- argluggar voru mjög fagurlega skreyttir með myndum af Jóni Sigurðssyni og islenzkum fánum. Fánaröð hafði verið komið með- fram Austurvelli, Austurstræti og nokkrum fleiri aðalgötum miðbæjarins. Alþingishúsið og Landssímahúsið voru fagurlega skreytt. Fjölmargir húseigend- ur höfðu komið sér upp fánum og reynt að prýða hús sín eftir föngum.. Fyrsti þáttur hátíðahaldanna í Reykjavík varð að morgni þess 17. júní, er forseti sameinaðs þings lagði blómsveig á fótstall- inn, á minnisvarða Jóns Sigurðs- sonar. Fjöldi manna var við- staddur þá athöfn. TJARNARBÍÓ DIXIE Amerísk músikmynd í eðlilegum litum. BING CROSBY, DOROTHY LAMOUR, BILLY DE WOLFE, MARJORIE REYNOLDS. Sýnd kl. 5, 7 og 9. -GAMLA BÍÓ Kaldrífjaður ævíntýramaður (Honky Tonk) Metro GoMwyn Mayer- stórmynd. CLARK GABLE LANA TURNER. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. ? NÝJA EÍÓi Ættjörðin umfram allt. („This above AIJ") Stórmynd með TYRONE POWERog JOAN FONTAINE. Sýnd kl. 6,30 og 9. SYNGIÐ NÝJAN SÖNG (Sing another Chorus) Dans- og söngvamynd með Jane Frazeer, Mischa Auer. Sýnd kl. 5. Þingfundnrínn á Lögbergi (Framh. af 1. síðu) mælti: Lengi lifi forseti íslands! Tók allur mannfjöldinn undir með ferföldu húrrahrópi. Forseti íslands flutti nú ávarp það, sem birt er á öðrum stað í blaðinu. Þegar hann hafði lokið máli sínu var þingfundi slitið. Að þingfundi loknum hófust ávörp þeirra erlendra sendi- herra,' er skipaðir höfðu verið sérstakir fulltrúar við lýðveldis- hátíðina. Töluðu þeir í þessari röð: Louis G. Dreyfus, sendi- herra Bandaríkjanna, Gerard Shephard, sendiherra Bretlands, Aug. Esmarck, sendiherra Norð- manná, O. Johansson, „sendi- herra Svía, og H. Voillery, full- trúi frönsku stjórnarnefndar- innar. Þjóðsöngur hverrar þjóð- ar var leikinn eftir ræðum sendiherranna og forseti íslands svaraði hverri ræðu fyrir sig á því máli, sem hún var flutt. Full- trúar Norðmanna og Svía mæltu báðir á íslenzka tungu. Mann- fjöldinn hyllti ákaft alla sendi- herrana, en þó sérstaklega sendiherra Norðmanna og Svía. Þegar ræðum sendiherranna var lokið, tilkynnti utanríkis- málaráðherra að borizt hefðu heilla óskaskeyti frá Vilhelmínu Hollandsdrottningu og pólsku stjórninni. Hinni hátíðlegu athöfn á Lög- bergi var nú lokið og mannf jöld- inn tíndist þaðan smátt og smátt. Þegar stjórnarskráin var staðf est. Daginn áður, 16. jan., varð annar sögulegur fundur í sam- einuðu Alþingi. Þá voru bornar upp og samþykktar tvær þings- ályktunartillögur, önnur um að sambandslagasamningurinn skyldi úr gildi fallinn, en hin um, að lýðveldisstjórnarskráin skyldi öðlast gildi, er forseti sameinaðs þings lýsti því yfir á þingfundi. Báðar tillögurnar voru samþykktir einróma að við- höfðu nafnakalli. Forsætisráðherra gerði sér- staka grein fyrir báðum tillög- unum og vísaði einkum til úr- slita þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar. Var fyrst borin upp tillagan um sambandsslitin og hún sam- þykkt með 51 samhljóða atkvæði að viðhöfðu nafnakalli, "en einn þingmaður, Glsli Guðmundsson, var fjarverandi vegna veikinda. Hin tillagan var síðan borin upp og féll atkvæðagreiðslan um hana á sömu leið. Þingfundi var síðan slitið. Var fundur þessi sérstaklega hátið- legur og virðulegur. Það setti á hann aukinn hátíðarblæ, að tveir smiðir, Einar Bjarnason og Sigurður Sveinbjörnsson, höfðu gefið íslenzkan tjúgufána á stöng á borð allra þingmanna. LeiUfélatf Rej/hjavíkur. „Paul Lange og Tora Parsberg" eftir BJÖRNSTJERNE BJÖRNSON. Leikstjóri: frú GERD GRIEG. Sýning í kvöld kl. 8. Allra síðasta sinn! - Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. Maffurinn minn - Vilhjálmur Ásmundsson frá Vogsósum andaffist laugardaginn 17. þ. m. Jarffarförin fer fram frá heimili okkar, Seljaveg 5, föstudaginn 23. þ. m. kl. 1,30 e. h. HÓLMFRÍÐUR SNORRADÓTTIR. Fyrsti ríkisráðsfundur lýð- veldisins var haldinn að Þing- völlum 17. júní kl. 6 síðdegis. Voru þar staðfest lög um þjóð- fána íslands, lög um forsetalaun o. fl. Þá voru gefin út ný emb- ættisbréf fyrir sendiherra ís- lands erlendis. Hátíðahold erlendís Víða erlendis héldu landar samkomur 17. júní í tilefni af lýðveldisstofnuninni, og sendi- herrar íslands erlendis og affal- ræffismaffurinn í New York höfffu allir boff inni. Heillaóskir bárust forseta íslands frá ís- lendingum og íslandsvinum víffa um heim. Tilkynning Viffskiptaráffiff hefir ákveffiff aff frá og meff 24. júní 1944 megi verff á líkkistum, öffrum en zink- og eikar- kistum, hæst vera kr. 900,00. Ódýrari gerffir, sem framleiddar hafa veriff, mega ekki hækka í verffi nema meff samþykki verfflagsstjóra. Verff á zink- og eikarkistum er og háff samþykki hans. Reykjavík, 16. júnf 1944. Yerðlagsstjórinn. Frelsí og menníng Sýning úr frelsis- og menningarbaráttu íslendinga verður opin daglega kl. 1—10 e. h. í Menntaskólanum. Aðgöngumiðar á kr. 5,00, eru seldir við innganginn. Þjóðhátíðarnefndin. Rœstldult er fyrir i-^kkru koxnið & i^arkaðinn og h"fir þegar niotið hið mesta lofsorð, þvi vol er til þess vandað a allan hátt. Opal ræstlduft hefir - la þá kosti. ér ræstiduít þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drj'igt, og er nothæft á allar tegjndlr búsahalda og eld- húsáhalda. IVotið PAL rœstiduft ''¦^^^'^"^•^¦^¦^^'¦^^¦^¦'^¦^¦^^^¦^¦^^*^ ¦^¦^^'^.^¦^^¦^'¦^¦^¦¦^^^^¦¦^-^¦^¦i* —-^ TfMIIVNí er víðle^nasta auglýsingablaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.